Tíminn - 30.05.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1925, Blaðsíða 4
102 TÍMINN Líftryggingafél. ANDVAKA h.f. Osló — Noregi íslsLXid.3cieild-in. Allar tegundir líftrygginga. — Pljót og refja- laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust: ísafirði 28/8 ’24. - Jeg kvitta með bréfi þes%u fyrir greiðslu 5000, - króna líftryggingar N. N. sál. frá Isaíirði. Greiðsla tryggingarfjársins gekk fijótt og greiðlega, og var að öllu leyti fullnægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis). Læknir félagsins i Reykjavík er &'œmundur próf. Bjamhjeðinsson. Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, hæstaréttarritari. Forstjóri: H e 1 g i Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. Frh. af 1. síðu. stutta stund yrði skipið liðað sund ur á klettunum. þorleifur í porlákshöfn er lág- ur að vexti en allra manna sterk- astur. Hann er líka 'handsterkur með afbrigðum. Honum tókst að hrópa á ensku fram til skipverja að þeir skyldu fleyja í sjóinn kaðli með flotholti á endanum. Hann sá að brimið myndi bera flotholtið upp í stórgrýtisurðina. Skipverjar heyrðu hróp hans og hlýddu því. Eftir stutta stund náði þorleifur línunni. Síðan tókst honum að ná skipverjum 1 »»‘i' hverjum af öðrum eftir kaðlinum, enda hætti hann sér mjög út í brimgarðinn á móti þeim, þegar útsogið var. Skipverjar voru um 20, og björguðust allir. þeir voru mjög þrekaðir af kulda og vos- búð, en þorleifur og kona hans tóku þeim með mikilli gestrisni og héldu þá á heimili sínu nálega viku, uns þeim var fylgt til Reykjavíkur. Luku skipverjar all- ir upp einum rómi bæði um hreysti þorleifs og snarræði. við björgunina og gestrisni þeirra hjóna. J. J. um sínum á þessa leið: „Arnold segir, að flugvél hafi aldrei til Is- lands komið áður en heimsflugið fór fram, og hafi því íbúar lands- ins (Ritstjórar Morgunblaðsins?) litið svo á, að þar væri um merk- asta atburðinn í sögu landsins að ræða síðan land bygðist fyrir þúsund árum.Amold bætir þvi við að íslendingar hafi lofað að geyma atburð þennan í þjóð- söngvum sínum á sama hátt og víkingaferðunum er lýst í forn- um sögnum. Flug vort frá Homa- firði til Reykjavíkur var fyrsta flugið yfir íslenska jörð. Yér fylgdum alla leið strandlengjunni, en vegna þoku og skýja, sem skygðu á, auðnaðist oss ekki að sjá hin mörgu rjúkandi eldfjöll, sem gert hafa garðinn frægan. þó var næg tilbreyting, því vjer fórum framhjá alt að hundrað jöklum, og undir oss sáum vér á skerj agarðinum skipsflökin tug- um saman, sem reiðir hafsjóir höfðu varpað upp í klettana. (það er dálítið nýstárlegt að lesa um skerjagarðinn fyrir Suðurland- inu og hina hundrað jökla!) En það sem þó helst vakti undrun vora var að fljúga fyrir plægða akra. (það mun hafa verið á Reykjanesinu, því annarsstaðar flugu þeir með strandlengjunni!) þegar vér nálguðumst höfuð- borgina, Reykjavík, sáum vér þegar í stað, að ekki var tiltæki- legt að setjast á ytri höfninni, því engin flugvél gat staðist hin- ar tröllauknu öldur, sem komu veltandi inn frá gráu Atlants- hafinu. Sem betur fór höfðu dufl vor verið lögð í skjóli stórfeng- legs öldubrjóts. Á þennan hafnar- garð. höfðu allir íbúar Reykja- víkur, um 25 þús. manns, raðað sér til að bjóða oss hjartanlega velkomna. — Vér höfðum ekki legið lengi þegar Richsmond kom siglandi inn á höfnina með vesa- iings félaga vora, Wade og Og- den. þeir stigu þegar í vélbát og slóust í för með oss, þegar vér vorum boðnir velkomnir af for- sætisráðherra Islands (Knúti Zimsen?). — Vér höfðum búist við að hitta fyrir þorp af eski- móa igloos (kofum), og skinn- klædda menn við selveiðar og lýs- isdrykkju. Undrun vor var því mikil er vér urðum þess varir, að vér vorum komnir í nýtískubæ með danskættum íbúum. (Ef Reykjavík Gull, Silfur, Tin og Plehvönun, mikið úpval og fallegf. Ef þér kaupið svokallaðan óþarfa, þá hafið hann fallegan og vandaðan, því „fagur hlutur veitir ævarandi gleði“, þeim sem gefur og þeim sem nýtur. Silfupvöpumar. Skrumlaust þær fallegustu sem sjást, enda frá einum fræg- asta núlifandi silfursmið. Georg Jensen. Hver hlutur er listasmíði, sem allir hafa ánægju af að gefa og eiga. Verðið er áreiðanlega samkepnisfært við alt annað silfursmíði, þrátt fyrir ófrávíkjanlega vandvirkni on afburða smekkvísi á hverjum hlut. Listdýrkendur kaupa varla aðrar silfurvörur. GuIIúp og Silfupúp. Armbandsúrin svissnesku, sem ganga rétt. Öll úr aftrekt af snildarúrstnið og full ábyrgð á þeim tekin. Gagnlaust er úr, sem ekki gerir skyldu sína. Kaupið aðeins góð úr með ábyrgð, þau kosta minst þegar til lengdar lætur. Tpúlofunaphpingip. Altaf nógu úr að velja, bæði ódýrir og dýrir eftir þyngd. Grafið á þá samstundis. Pantanir afgreiddar um hæl. Sendið helst hring eða snúru sem rnál, að öðrum kosti pappírsræmu sem mál af baugfingri. Islenskf Gullsmíði og silfupsmíði. Alt sem þarf við upphlut og skautbúning. Belti og millur af fjöldamörgum frumsömdum gerðum. Aðeins vandað og fallegt verk um að ræða. Sendið pantanir og þér munuð verða ánægð með kaupin. Fljót afgreiðsla. Vepðlauna og Kjöpgpipip Smíðaðir eftir pöntuum. Verðið er sanngjarnt og varan góð Póstkröfur sendar út um land alt. GULLSIVUOUR KARTGRIPAVERSLUN til vill má það til sanns vegar færa um Reykjavíkur-mál og menning)“. íslendingum bera þeir annars gott orð, en þó getur þetta ferðasögubrot bent oss á að láta ekki eins og verið sé að nema landið í annað sinni, þó fáfróðir fluggarpar þurfi að lenda hér á ferðum sínum. sh. 6 pence á hráolíu á tunnu, sýnir sig að vera óhjákvæmileg- ur kostnaður, og rugl hans um 320 þús. króna gróða handa B. P. á þessum lið er sambland fá- fræði og blekkingar. Honum finst þessi kostnaður tiltölulega mikill af innkaupsverði, 30—35%, en lítur ekki í eigin barm með sem- entstunnuna sem kostar í Ála- borg 7 kr. 50 aura en hér 18 kr. eða þar er 140% „álagning“, en þó sennilega langt frá því að vera 10 kr. 50 aur. hagur á tunnu fyrir sementskaupmanninn hér. þá hyggur Jón þorláksson, að innkaupsverð Landsverslunar fari fram úr stórkaupamarkaðsverði og einkasölulögin heimili ekki slíkan samning,en er ekki betur að sér en svo, að hann hyggur að Norðurálfuverðið sé aðeins sjó- tryggingu, flutningsgj aldi og rýrnunargjaldi hærra en Mexicó- verðið, og olíufélögin ætli sér engan hagnað, né geri neitt fyrir innanlandskostnaði sínum í Norð- urálfunni og öllum mannvirkj- um. Loks hyggur hann að stór- kaupamarkaðsverð sé sama frá olíugeymi eins og á fyltum hreins- uðum tunnum fluttum um borð í skip. Steinolíufélögin í Norður- álfunni ættu eftir kenningu hans að vera líknarstofnanir, sem legðu út allan kostnað við olíu- verslunina úr huldum fjársjóð- um, en gæfu hann síðan olíunot- endum! það er ekki gott að segja, hvort menn eigi meii'a að undr- ast blekkingartilraunirnar eða fá- fræðisvefinn, sem þessi maður leyfii’ sér að bjóða þingi og þjóð, og það fjármálaráðherra, sem getur haft öll gögn í höndum, hefir íengið allar -skýrslur Lands- verslunar og getur beðið atvinnu- málaráðherrann að heimta af henni frekari skýrslur ef þörf þykir. Mörgum var ljóst áður, að Jón þorláksson var til alls vís í Ihaldsráðuneyti, en flestir hugðu að hann mundi þora að koma hreint fram. Á móti einkasölunni er ekkert annað hægt að segja en að íhaldsmenn vilji láta verslun- arstéttina hafa steinolíuna að fé- þúfu, en ekki láta ríkið reka olíuverslunina til hagsmuna fyrir almenning. Fjárhagsleg útkoma einkasölunnar og- viðskiftakjör hennar eru fram yfir allar vonir. Jón þorláksson hefði getað sagt íhaldssannfæringu sína án þess að gera sig hlægilegan í augum almennings. En hann brast til þess kjarkinn og fór því út á þessa hálku. Eg hefi haft tækifæri til þess að sjá fjárhagslega útkomu hjá British Petroleum Co. s. 1. ár, af steinolíusamningunum við Lands- verslun. Frá þeim tölum get eg ekki skýrt . nú, en svo mikið er víst, að forstjórar þess félags munu ekki hafa þóst hafa hag fyrir félagið þá af þeim samning- um. það hefir því valdið mér bæði undrunar og gremju, að heyra það útbásúnað hér á landi að samningur þessi hafi verið óhagkvæmur, þar sem sannleik- urinn mun vera sá, að svo hag- kvæmur verslunarsamningur hafi ekki verið gerður fyrir neitt ann- að íslenskt fyrirtæki. Ef haldið hefði verið áfram einkasölunni, hefði verið með aðstoð félagsins hægt að koma olíuversluninni í fullkomið horf með olíugeymum hér á landi og lækka með því olíuverðið enn um alt að 8 kr. tunnuna. Alt þetta er eyðilagt, að nokkru leyti af fávísi nokkurra þingmanna, og að nokkru leyti af fégirnd nokkurra kaupsýslu- manna og þjóna þeirra. En við hverju öðru var líka að búast af pólitískum sjálfsmorðingjum eins og „sjálfri miðstjórn Ihaldsflokks ins“ og skósveinum hennar. Héðinn Valdimarsson. ----•---- ——o------- Um bók Sigurðar Kristófers Péturssonar: „Hrynjandi íslenskr- ar tungu“ ritar fjöllærður íslend- ingur á þessa leið í einkabréfi: „það vakti furðu mína að sjá ólærðan alþýðumann geta tekið slíkum vísindatökum á jafn örð- ugu rannsóknarefni og hér er gert. Meðferð efnisins er svo vís- indaleg að hvar sem er hefði bók- in verið tekin gild sem doktorsrit- gerð.... Mér datt í hug er eg las bókina: Skyldi nokkur þjóð eiga alþýðumenn sem tekið geta slíkum vísindatökum á efnum, sem þessi Islendingur hefir gert. Jeg varð hreykinn af þjóðinni. .... Bókin er í sinni röð snildar- verk sem lagt hefir nýjan grund- völl að rannsókn íslenskrar tungu. Eiga íslenskar bókmentir að fornu klaustrunum og munkun- um mikið að þakka. S. Kr. P. er iskonar munkur í klauistri og varpar þeim geislum úr klaustur- klefanum upp á bókmentahimin- inn íslenska, sem framtíðin verð- ur honum þakklát fyrir. 1 milliþinganefndinni í banka- málum er Sveinn Björnsson kos- inn formaður og Ásgeir Ásgeirs- son ritari. Fulltrúar á aðalfund S. 1. S. H.f. Jón Signrandsson & Ca. i Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Hey-grímur. Verð kr. 4.50. Sportvöruhús Reykjavíkur. Frímerki. AlJskonar notuð islensk írímerki og þjónustuírímerki keypt hæsta verði. Sendið þau, sem þér hafið eða biðj- ið um mina nýju innkaupsverðskrá. Andvirðið sent am hæl. S. EISTAD, Sydnesgt. 25, Bergen (Norge). Haustrigningar hinn skemtilegi og fyndni gaman- leikur, sem skemt heíir Reykvík- ingum í alian vetur, eru nú komn- ar út á góðan pappír. Fást hjá nær öllum bóksölum iandsins. þeir sem vilja geta pantað þær beint. Andvirðið, 3 krónur, fylgi pöntun. Send frítt. Utanáskrift: Jón þórðarson, prentsm. Acta Reykjavík. Austanfjalls fást þær hjá Jþor- steini Jónssyni á Hrafntóftum. eru flestir um það leyti að koma tii bæjarins. Verður fundurinn fjöhnennur. Jaiðarför Ólaís Briems fer fram fimtudag næstkomandi. Jón Árnason framkvæmdastjóri S. I. S. kemur heim úr utanför í kvöld. Roald Amundsen í'laug af stað til norðurheimskautsins á upp- stigningardag frá Svalbarða. Hef- ir ekki til hans spurst síðan og er þó búist við að veður hafi verið hagstætt. Að vonum eru menn orðnir órólegir út af þessu og er hafin fjársöfnun til að hefja leit. Hvaðanæfa að á landinu ber- ast fregnir um afburðagóða tíð. Hvar sem af hefir spurst hefir sauðburður gengið ágætlega. Hinum síðustu hnútum Morg- unblaðsins lætur Tíminn ósvarað fram yfir hátíðina. „Móti loysing“. Flugrit með því nafni er nýkomið hingað og fæst í bókaveslun Ársæls Áma- sonar. Höfundur er Sverre Pat- ursson bróðir Jóhannesar kóngs- bónda í Kirkjubæ, hins nafn- kunna foringja sjálfstæðisflokks- ins færeyska. Gengur Sverre það lengra að hann krefst skilnaðar við Danmörku, og að Færeyjar verði sjálfstætt ríki í engu aam- bandi við Dani. Fjör og þróttur er í flugriti þessu, enda hefir það vakið mikið umtal. Fulla samúð íslendinga hafa Færeyingar jafn- an haft í sjálfstæðisbaráttu þeirra og munu margir vilja eignast rit þetta. Tvo togara, þýska báða, hefir þór enn tekið og fengið sektaða fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Mr. Mansfield, Englendingur- inn, er hér var á ferðalagi til þess að kynna sér þjóðlífsháttu hér á landi, — fór norður á Akureyri og í þingeyjarsýslu, og tók ýmsar myndir af landslagi, fólki og búfénaði; ennfremur alls- konar myndir úr bæjarlífinu á Akuiæyri og hér í Rvík. Hann hef- ir það starf með höndum að halda fyrirlestra og sýna fræðandi myndir. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi þórhallason. Pr*nt«ni8jan Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.