Tíminn - 13.06.1925, Page 2

Tíminn - 13.06.1925, Page 2
108 TlMINN Margar vikur stóð það yfir hið mikla verkbann og verk- fall í Danmörku. pví lengur sem stóð, því fleiri tugir þús- unda verkamanna og vinnuveit- drógust inn í verkfalls og verk- banns hringiðuna. Tugum og hundruðum miljóna króna hefir verið kastað í sjóinn. Og vitanlega eru það borga og bæjarbúar aðallega, sem stynja undan því böli. En um miðja síðustu viku bár- ust hingað tíðindi sem eru hin allra alvarlegustu fyrir bænda- stéttina dönsku sérstaklega: Sam- vinnubankinn danski hefir orðið að stöðva útborganir sínar. Ei’u fregnir að vísu óljósar enn, en þó verður ekki ráð fyrir öðru gert en að bankinn verði endanlega að hætta störfum. Er búist við að útkoman verði eitthvað betri en hjá Discontobankanum, en í hon- um fá innlánsfjáreigendur um 70%. Ákaflega mikið kapp hefir ver- ið á það lagt af samkepnismanna hálfu að koma samvinnubankan- um á kné. Vafalaust hafa hinar látlausu árásir átt sinn þátt í því, hversu nú er komið. En á erfiðu árunum hafði bankinn og orðið fyrir miklum töpum. Mesta tapið beið hann á mjólkurniðursuðu- verksmiðju og á kartöfluútflutn- ingi í stórum stíl. Fall hans nú verður sem reiðarslag á danska bændur. Nálega hver bóndi dansk- ur er í samvinnufélagi og bankinn var félaganna sameign. Formaður bankastjórnarinnar nú var Sv. Rytter, dómsmálaráð- herra fyrverandi 1 vinstrimanna- stjórninni síðustu. íslenskir bændur mega með þakklæti minnast samvinnubank- ans stéttarbræðra sinna dönsku. Á undanförnum árum, og ekki síst meðan samvinnufélögin áttu við mikla örðugleika að stríða, reyndist hann þeim öruggur hauk- ur í horni. Um leið og íslenskir samvinnumenn þakka þann dreng- skap og stuðning, harma þeir mjög að svo er nú komið, sem komið er. En hitt mun enginn efa, sem þekkir dugnað dönsku bænd- anna og þroska þeirra, bæði um búskap og samvinnustarfsemi, að þeir munu vel standa af sér þetta þunga áfall. — Islenskir bændur og samvinnu- menn hafa löngum verið því lasti bornir, bæði af opinberum fjand- mönnum og svokölluðum vinum — og eru hinir síðastnefndu enn verri — að þeir færu á glapstigu, er þeir létu skemmra vera á milli samvinnumálanna og stjórnmál- anna, en t.d. danskir bændur hafa gert. Óspart hefir þetta jafnan klingt: Farið að dæmi dönsku samvinnumannanna og haldið stjórnmálunum alveg utan við samvinnufélögin og þá mun ykk- ur vel farnast, en annars illa! En hvað segir reynslan? því er nú miður að einmitt dönsku samv.mennirnir hafa orðið fyrir svo þungu áfalli um mesta samvinnufyrirtæki sitt. Og sannleikurinn er alveg þver- öfugur við það sem kent hafa þessir sjálfkjörnu „ráðgjafar“ og „vinir“ íslenskra bænda. Ein og ekki veigalítil ástæða til falls sam- vinnubankans danska mun vera sú að samvinnumennirnir dönsku hafa um of vanrækt að stunda stjórnmálastarfsemi samhliða hinni almennu félagsstarfsemi. En af þessari starfsemi hefði mátt leiða og hefði áreiðanlega leitt: stórkostlegur stuðningur við sam- vinnufélögin og stórkostlegur stuðningur einnig fyrir þann stjórnmálaflokk sem fyrst og fremst er bændaflokkurinn danski: Vinstrimannaflokkurinn. Héðan af tekst þeim það ekki: opinberum og dulbúnum fjendum íslenskra bænda og samvinnu- manna að sundra verslunar og stjórnmálasamtökunum — úr því ekki tókst meðan saman fór af- burðaóáran og harðindi og mesta viðskiftakreppa, sem dunið hefir yfir þetta land. Ein höfuðástæðan til að ekki tókst, er sú hve náið var orðið hið sjálfsagða samband milli verslunarstarfsemi og stjórn- málastarfsemi bændanna. ----o---- Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri og Svava kona hans komu heim úr Danmerkurför um síðustu helgi með Gullfossi, og létu hið besta yfir ferðinni. Flutti Halldór fyrirlestra um atvinnu- vegi íslands, og landbúnaðinn sér- staklega bæði við landbúnaðarhá- Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: 'V iixcLliirxg’a.r: Capstan med. í 10 stk. pk. frá Br. American Co. do. í 50 — dós — sama Elephant í 10 stk. pk. frá Th. Bear & Sons . . do. í 50 — dós — sama . . Lucana í 10 stk. pk. frá Teofani & Co..... Westm. AA.cork í 10 stk. pk. Westminster Tob. Co. Flag í 10 stk. pk. frá Br. American Co. . Gold Flake í 10 — — — sama Kr. 0.88 pr. 1 pk. — 5.25 — 1 dós — 0.58 — 1 pk. — 3.55 — 1 dós — 0.71—1 pk. — 1.06 — 1 — — 0.60 — 1 — — 0.83 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. Landsverslun íslands. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage. V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. skólann í Kaupmannahöfn og á búnaðarskólum víðsvegar um landið. Sýndi jafnframt myndir hé ðan.. Hvarvetna var honum ágætlega tekið, sem líklegt var. — Halldór lætur mjög af því hve miklar framfarir hafi orðið í landbúnaði Dana þau 14 ár sem liðin eru síðan hann fór utan áður síðast. Á það við á mörgum sviðum, en ekki síst um það hve kynbæturnar hafa bætt kúakynið. Og enn dáðist hann að því hve miklu fé Danir verja til þess að menta vel bændur og bændaefni og eru altaf að leggja meiri áherslu á í því efni Embætti. Ólafur Ó. Lárusson læknir á Brekku í Fljósdal hefir fengið veitingu fyrir Vestmanna- eyjahéraði. — Karl Magnússon settur læknir í Hólmavíkurhéraði, hefir fengið veitingu fyrir því. — Helgi Jónasson settur læknir í Rangárhéraði hefir fengið veit- ingu fyrir því. — Sigurmundur Sigurðsson læknir í Reykdælahér- aði hefir fengið veitingu fyrir Grímsnesshéraði. ----o---- Porleifur Ouamundsson ráðsmaður á Vífilsstöðum. þegar roða sá fyrir sumarsól- inni, sem nú skín yfir landið, and- aðist hann 39 ára að aldri. Fyrstu kynni mín af þorleifi hafði eg árið 1911. þá var hann ráðsmaður hjá séra Guðbrandi Björnssyni í Viðvík en eg var á ferð um Skagafjörð í fjárræktar- erindum. þorleifur vakti þá at- hygli mína mest allra ungra manna, sem eg hitti í Skagafirði. Hann var sérlega góður fjármað- ur og auk þess var hann sérleg- ur áhugamaður um allar fram- farir, skarpur í ’hugsun og bjart- sýnn. Líkamsþróttur hans var þá í besta lagi, því þetta var árið áð- ur en hann tók veiki þá, er nú hefir leitt hann til bana. Ná- granni þorleifs hefi eg verið í þau átta ár, sem eg hefi búið hér á Bessastöðum. Höfðum við á þeim árum náin kynni og jafnvel sam- vinnu í búnaðarmálum. Var það jafnan andleg hressing að hitta þorleif. þrátt fyrir langa og þunga vanheilsu voru sálarkraft- ar hans óbilaðir fram undir það síðasta. þorleifur 'var búinn miklum hæfileikum, sem þjóð vorri og framfaramálum hennar mun jafn- an koma að bestu haldi. Hann var, eins og áður er sagt, mikill hug- sjónamaður og áhugasamur um framfarir meir en flestir aðrir. Auk þess var hann öruggur starfsmaður til allra framkvæmda Á Vífilsstöðum urðu hugsjónir hans að ákveðnu lífstakmarki, en það var að koma áhugamálum sín- um í framkvæmd og klæða þau í búning veruleikans. Örlög hans, þó þungbær væru í aðra röndina, veittu honum einkar góða aðstöðu til þessa, og lögðu stórt og um- fangsmikið verkefni upp í hend- urnar á honum. Hann vann að lífsstarfi sínu með óvenjulegn at- fylgi eins og maður, sem er það Ijóst, að honum er lífið lánað og veit ekki, nær það verður af hon- um tekið. Hann afkastaði því á Vífilsstöðum meiru en meðal æfi- starfi, þó starfsárin væru fá og heilsan alt af mikið biluð. þorleifur var einlægur trúmað- ur. Hann trúði á mátt og sigur hins góða og að með réttum að- ferðum og ósleitilegu starfi mætti ná háum mörkum. Hann var því óvenjulega starfsglaður maður. Hann var auk þess mjög hag- sýnn um verklega hluti, hafði sér- lega glögt auga fyrir því á hvern hátt þetta eða hitt mætti best fara og hver væri réttust starfs- aðferð að hverju einu, sem hann vann að. Varð því jafnan miklu komið í verk undir hans stjórn. Kom þar líka til greina hversu gott lag hann hafði á því, að láta aðra verða sér samtaka og starfa mikið og vel. Lágu þeir hæfileikar ekki eingöngu í verkhygninni heldur í þeim sálarlegu áhrifum, sem hann hafði á starfsfólkið. Hann blés því í brjóst starfsgleði og lífsgleði. Hann var afbragðs verkstjóri. Eins og áður er sagt var þor- leifur áhugamaður umfram aðra menn. Hann var áhugasamur ekki einungis gagnvart þeim störfum, sem honum voru falin eða þeim málum, sem hann vann að, heldur og um öll velferðarmál þessa lands og þjóðar. Fyrir honum var það aðalatriði að eitthvað mikið, eitthvað stórt og gott væri unnið Ritfreén, Sig. Kristófer Pétursson: Hrynjandi íslenzkrar tungu (drög). Reykja- vík. Útgefandi: Steindór Gunnarsson. 1924. 438+ 1 bls. 8vo. Eitt sinn áttu tal saman tveir menn, annar íslendingur, hinn út- lendur fræðimaður. Barst talið að merkum manni íslenzkum, sem þá hugði að setjast að í útlöndum. Útlendingurnn lét í ljós fögnuð sinn yfir því. íslendingurinn taldi aftur burtför mannsins skaða þjóðinni. Hinn rak upp stór augu. íslendingurinn kvað glataðan þjóðinni þann mann, sem ein- göngu sinnti fornritum vorum, en flestir Islendingar í útlöndum myndu neyðast til þess, með því að útlendir fræðimenn gæfu lítt gaum að öðnim íslenzkum efnum. Hinum hnykkti við fyrst; síðan mælti hann: „íslendingum ætti að vera jafnmikið gagn að störf- um mannsins allt að einu“. „Nei“, svaraði íslendingurinn; „svo er mál með vexti, að íslendingar lesa fornrit sín, en aldrei það, sem um þau er skrifað". þetta lét útlendingurinn sér skiljast að lyktum. þessi bók Sigurðar Kr. Péturs- sonar brýtur.í bága við þessi um- mæli; sannast hér hið fomkveðna um lögmál og undantekningar. Grundvöllur þessarar bókar, er nú kemur fram á sjónarsviðið er fornrit vor, en vafalaust verður hún þó lesin og lesin af athygli, enda verðskuldar það. Bókina má að því leyti kenna við fomritin, að hún hefir fyrst og fremst að geyma lög og reglur, sem í þeim dyljast og aldrei hefir verið gaumur gefinn áður; þau hin sömu lögmál hefir höf. einnig fundið í ritum síðari manna,þeirra er best rita, svo að segja má, að sá þráður tungunnar hafi aldrei slitnað. Ekki er hér rúm til þess, því miður, að ræða svo rækilega um bókina sem hún á skilið; verður hér því nánast greint frá efni. Fyrst í bókinni lýsir höf. til- gangi ritsins. Sannast hér sem oftar, að oft draga lítil tilefni til mikils. En þrenns konar er til- gangur höf. (sjá bls. 17—19): „Sá er hinn fyrsti að sýna, að íslendingasögur og önnur ágæt- isrit, er færð hafa verið í letur í fornöld, bera vitni um enn þá meira listfengi en menn hefir jafnvel áður grunað. það mun láta nærri sanni að segja, að flestar muni sögurnar eins vel „orktar“ og kvæðin, er skáldin, kváðu í fornöld. Margir kaflar þeirra eru svo vel sagðir, að orð- hagir menn einir og skáld fá vikið þar svo til orðum, að ekki spill- ist hrynjandi. Er þeim líkt farið og vísum, þar sem hagmælsku þarf til þess að hnika til orði, svo að ekki raskist kveðandi. Er því líklegt, að enn þá meira orð fari f af fornritum, er mönnum skilst, hve höfundarnir íslenzku settu sér fastar reglur um málfar. Út- lendingum þeim, er þýða þær, verður þá ljóst, að sögurnar missa mikils, ef hrynjandi glatast í þýð- ingu, svo að frásögnin verði hátt- laus. þær eru þá því nær sem Ijóð, sem hafa verið svift kveð- andi og eru birt í lausu máli. Sá er annar tilgangur þessarar bókar að benda á það, að mikl- ar eru líkur til þess, að hrynj- andin geti orðið styrkur nokk- ur, þegar forn rit eru rannsökuð, til þess að grafast fyrir um höf- unda. Gerum ráð fyrir því, að vafi leiki á um það, hvort einhver saga hafi orðið til úr tveimur sögum eða fleiri, og sé því ekki einn höfundur hennar. Málfars- hættir koma bezt í ljós, þegar hending hver er rannsökuð. Sum- ar hendingar eru einum höfundi tamar, þótt aðrir beiti þeim sjald- an. Er því eins háttað sem sum- um skáldum lætur betur að yrkja undir einum hætti en öðrum. Hugsanlegt er, að langt verði komizt í þessum rannsóknum, þegar ekki er að eins að styðj- ast við orðaval, setningaskipun, heldur og hrynjandi, auk ýmissa annarra líkinda.........Höfundur væntir þess, að hrynjándin geti stundum vísað veg, þegar svip- azt er um eftir höfundum. En enginn skyldi treysta henni í blindni fremur en öðrum fræði- greinum, sem tengdar eru tung- unni. Ilrynjandin mun og stundum geta lagt fram líkur fyrir því, hvort réttara muni vera, þar sem orðamunur er í fornum handrit- um. Ætla mætti, að handrit þau, er hefði færri hendingalýti, myndi líkjast fremur frumriti en hin, er hefði þau fleiri. Reyndar yrði að telja slíkt líkur einar, en engar sannanir. þess ber að gæta, að engin vissa er fyrir því fengin, að fornum höfundum hafi ekki getað skeikað, er þeir rituðu, eins og sumum skáldum gat orðið það á að yrkja vísur með braglýtum, jafnvel þótt þau yrki að jafnaði vel og lýtalaust. þá er þriðji tilgangurinn. Hann er og aðaltilgangur ritsins, og er sá að benda á leið, er liggur til málfarsbóta. Hver rithöfundur ís- lenzkur ætti að keppa að því, að tungan nái þeirri fegurð, er hún hafði á tólftu og þrettándu öld. Hér er ekki ætlazt til þess, að þeir, sem nú eru uppi, fari að stæla fornmenn og gangi á bug við íslenzk orð, er lifa á vörum þjóðarinnar og taki í stað þeirra úrelt orð og orðtæki. En hitt er ekki ofætlun þeim, er mikla menntun hafa hlotið, að þeir geri sér far um það að skrifa eins háttbundið og gert var fyrrum". Höf. hefir í forspjalli gert grein fyrir verkefni sínu. Kemst hann svo að orði um það (sjá bls. 28—9): „Fernt er það, er fegrar málfar og prýðir. Fyrst er fögur hugsun og skýr. Ilugsun er sál hverrar setningar. Fegurð hennar getur orðið svo mikil, að það er líkast því sem sólskin leiki um hraun og hrjóst- ur óskipulegra orða, svo að þau virðast fögur. Annað er falleg setningaskip- un og eðlileg. Hugsanaröðin nýt- ur sín að sama skapi sem setn- ingarnar koma fram í betri röð og reglu. Setningafræði fjallar um þá grein málfars, er kennir fagra setningaskipun. þriðja er fagurt orðaval og eðlilegt. þess ber að gæta, að orðin samsvari efni. Illa fer á því, að orð sé hátíðleg, ef hugsun sú, er þau eiga að leiða í ljós, er það ekki. Er hún þá sem óhreinn maður, er gengur í tárhreinum sparifötum. Hitt er betra, að hugsun sé fögur, þótt orðin sé ekki samboðin henni. Slíkri hugs- un má þá líkja við prúðmenni, sem verður að ganga tötrum búið, sakir örbirigðar. Og fjórða er háttbundin orða- skipan setninga. það, sem hér fer á eftir, eru drög að þeirri fræði- grein, er fjallar um hana. Heitir hún hrynjandi“. Hrynjandi tungunnar tekur þá yfir lögmál um háttu í lausu rit- máli, á sama hátt sem kveðandi í brögum. Talmál kann að hafa að sumu leyti enn önnur lög; þau hefir höf. á öðrum stað nefnt tal- andi. Tekur nú við aðalhluti ritsins (bls. 44—242) og ræðir um lög- mál hrynjandi: er þeim kafla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.