Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 3
TlMINN 109 Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíliisgerðin í, Reykjavík er atofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smiörlíkisframleiðalu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og yerð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um .Sinára'-smjörlíkið. HAVNEMÖLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda r ú g m j öli o g hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slsziftir eirLg-öxrg-u. rr±ö okkur. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. af öllum. Hann gat ekki miðað við hina smáu getu alls þon’a manna, því hann áleit að allir gætu gert -miklu meira og þá þjóðin í heild. þorleifur las miklu meira en gerist um alþýðumenn. Hann las ekki til að finna agnúana eða til að sýnast, heldur af þrá eftir að finna eitthvað vel hugsað, eitt- hvað sem miðaði til aukinna fram- fara og þrifnaðar lands og þjóðar. Hver, sem skoðar það, er gert hefir verið á Vífilsstöðum í ráðs- mannstíð þorleifs, mun sannfær- ast um að hér er rétt frá skýrt hæfileikum hans og skapgerð, því það eru hugsanir hans og hæfi- leikar til starfa, sem lýsa sér í þeim framkvæmdum. Eg rita hér ekki meira um framkvæmdir hans sem ráðsmanns á Vífilsstöð- um. Um þær hefir áður verið nokkuð skráð í „Tímanum" og eg veit til þess, að um þær mun enn verða ritað. En þess má hér geta, að hugsanir hans og fram- kvæmdir höfðu mikil áhrif á bændur í nágrenni hans og að hans er mjög saknað af bændum í þessu bygðarlagi. Víst má telja það mikið tjón, að sjá á bak þvílíkum hæfileika- mönnum, sem þorleifur var, — sjá þá hverfa á besta aldri frá starfi sínu og áhugamálum. þó er sú bót í máli, að við kveðjum hér mann, sem skoðaði hverja örðugleika sem efnivið í nýtt verk efni, sem aldrei sá sundin lokast, sem átti jafnan gnægð fagurra vona um land og þjóð og sem átti márgt ósagt og ógert til bóta, þegar hann fór. Meðan þjóðin eignast slíkar minningar sem við gröf þorleifs, eignast hún líka gróður við þá bautasteina. Jón H. þorbergsson. ---o---- Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands. Ár 1925 þann 27. maí var að- alfundur Búnaðarsambands Suð- urlands settur og haldinn að þjórs ártúni. Á fundinum eru mættir formaður Sambandsins Guðmund- ur þorbjarnarson og meðstjórn- andi Dagur Brynjólfsson, hinn meðstjórnandinn var ekki mættur og tilkynti ekki forföll svo hægt skipt í liðu, hendingaskil, kveður, hendingar, og hverjum þessara flokka í fjölda undirdeilda. Allur þessi kafli er nýungar í vorum fræðum, og ekki munu útlendir fræðimenn heldur hafa kannað sínar tungur á þann hátt sem hér ei' gert. Hefir höf. og búið til fjölda orða,er tákna tilbreytni alla í lögmálum ritmáls; eru þau öll viðkunnanleg og flest sem grip- in undan tungurótum þjóðarinn- ar. Fer hér saman í senn hugvit mikið, málbragð í bezta lagi og snilld um skýringar allar og fræðslu. Sá, er þetta ritar, hafði lesið allvandlega allan þenna kafla í handriti, áður en til prentunar var gengið, og síðan tvívegis, og ekki myndi hann þó voga að fetta fingur út í kenningai' þær, er hér birtast, í nokkurum atriðum, þeim er veruleg má telja. það er vart til teljanda, að viðkunnan- legra kynni að þykja annað nafn en hendingar í þeirri merldngu, sem hér er höfð, og þó engan veginn frágangssök að nota það orð. Ekki verðui’ heldur sagt, að aðfinnslur þær, sem komið hafa fram í dómum um þenna kafla bókarinnar hafi í verulegum at- riðum við rök að styðjast. T. d. hefir Dr. Alexander Jóhannesson nýlega í dómi í Eimreiðinni þókzt hafa fundið dæmi, er ósanni sum- ar kenningar höf. í þessu efni. Tínir hann til tvö dæmi, annað úi' Egilssögu, hitt úr talmáli, er hann telur vera. Dr. Al. Jóh. hef- ir hér verið of bráður á sér. Síð- væri að kalla varamann hans. pá voru og mættir fulltrúar frá 19 Búnaðárfélögum. Sýslufulltrúar voru mættir fyrir Árnessýslu hreppstj. Eggert Benediktsson, Laugardælum og fyrir Rangár- vallasýslu hreppstj. Runólfur Halldórsson,Rauðalæk, fulltrúi frá Vestur-Skaftafellsýslu voru ekki mættur. Æfifélagar voru mættir Brynj ólfur Bjarnaon, Kálfholti, Ingi- mundui' Jónsson, Hala, Kristinn Ögmundsson, Tungu, Páll Stefáns- son, Ásólfsstöðum, Sturla Jóns- son, Fljóthólum, bankastj. Eiríkur Einarsson, Selfossi, Gísli Jónsson, Stóru Reykjum. þá var og mættur búnaðarmálastjóri Sigurður Sig- urðsson. þessi mál voru til meðferðar: 1. Lesinn upp reikningur Sam- bandsins síðasliðið ár, hafði hann verið endurskoðaður og ekkert fundist athugavert. var hann sam- þyktuf í einu hljóði. Skuldlaus eign kr. 9379,52. 2. Mintist formaður á að árs- skýrsla Sambandsins væri í prent- un, ætti hann von á henni í dag, og geymdi því að skýra starfsemi Sambandsins s.l. ár þar til skýrsl- urnar kæmu. 3. Formaður las upp fjárhags- áætlun fyrir næsta ár, er var sam- þykt í einu hljóði með litlum breytingum. Sömuleiðis lagðar fram og ræddar tillögur til fram- kvæmda. a) Plæninganámskeið fari fram að vorinu ca. 6 vikna tíma. Verkþegi greiði alt að 80 kr. fyrir alunna dagsláttu auk þess að fæða og hýsa mennina, samþykt í einu hljóði. b) Plæg- ingastarfsemi búnaðarfélaga heit- ir Sambandið að styrkja með alt að 25 kr. á alunna dagsláttu; sam- þykt í einu hljóði. c) Verðlaun fyrir áburðarhirðingu veitir Sam- bandið sömu og að undanförnu 50 kr. fyrir 1 fl. áburðarhirðingu. Samþykt í einu hljóði. d) Til bað- tækja veitist styrkur á sama hátt, sem að. undanförnu 20 kr. á vel gerða sundþró. Samþykt í einu hljóði. e) í sambandi við einn þátt í starfi trúnaðarmanna Sambands- ins, þann, að þeir taka yfirlit eða skýrslu um verkfæraeign bænda og ýmislegt fleira viðvíkandi bún- aði. 5. hvert ár komi 10. hvert ár. Sú breyting samþykt í einu hljóði. f) Til leiðbeininga við notkun raftækja á einstökum ara dæmið, það úr talmálinu, get- ui" ekki talizt vel valið, sökum þess að það er vart rétt íslenzka, og dæmið úr Egilssögu er einmitt laukrétt sýnishorn kenninga höf. þessarar bókar, þegar því er rétt skipt í liðu; þá er það svo: „Að- alsteinn | konungur | sneri í ] brott frá | orrostunni“. Dr. Al. Jóh. hefir í ógáti skipt svo í liðu: „Aðalsteinn | konungr | sneri í | brott ] frá | orrostunni“. Fær hann með þessu út hrynbrjót (frá). Sjá allir, að þessi skipting er röng. Næsti kafli ritsins (bls. 243— 349) hefir að geyma sýnishorn úr ritum íslenzkra höfunda frá elztu tímum fram á vora daga. þenna kafla hefir sá, er þetta rit- ar, fyrst séð, er hann var prent- aður. þetta er mjög fróðlegur kafli og bráðnauðsynlegur þeim, er nema vilja rétta hrynjandi, því að þar geta menn tamið sér reglur þær, er höf. hefir skýrt áð- ur. Hefir þessi kafli sams konar gildi gagnvart fyrra kaflanum sem lestrarbók gagnvart mállýs- ingu. Geta má þess, þó að óveru- legt sé, að í sýnishomi eftir Guð- brand byskup þorláksson (á bls. 270) hefir tvívegis verið skakkt tekið upp úr frumritinu (sálma- bókarformála byskups 1589). Fyrri staðurinn skiptir litlu („sem norrænu máli hæfir allra mest | í kvæðum“, í staðinn fyrir: „sem norrænu-máli hæfir, | allra mest í kvæðum“). En á síðara staðn- um veldur þetta miklu, svo að sveitaheimilum heimilast stjórn- inni að nota alt að 1500 kr. Sam- þykt í einu hljóði. g) Til leiðbein- ingastarfsemi við garðrækt nú í vor í Rangárvallasýslu og mat- reiðslunámsskeiða í Árnessýslu næsta vetur heimilast stjórninni að greiða einn þriðja kostnaðar frá sambandinu. alt að 800 kr. Samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. 4. Út af fyrirspurn sem kom fram viðvíkj andi j arðræktarlög- um og reglugjörð þeim tilheyr- andi sérstaklega snertandi styrk til jarðabóta, gaf búnaðarmála- stj óri glöggar skýringar. 5. Lýðmentun (skólamál Sunn- lendinga). Aðalsteinn Sigmunds- sön kennari á Eyrarbaltka inn- leiddi umræður um málið. Urðu um það allmiklar umræður, þar til samþykt var með öllum greidd- um atk,væðum að kjósa 4 manna nefnd til samvinnu með starfandi nefndum í því máli. í þá nefnd eru kosnir: Fyrir Skafafellssýslu Lárus Helgason, Kirkjubæjarkl., og fyrir Rangárvallasýslu Guðjón Jónsson, Tungu, og Sigfús Sig- urðson kennari á þórunúpi og fyrir Árnessýslu Gísli Jónsson, Stóru Reykjum. 6. Járnbrautarmálið. Eggert Benediktsson í Laugardælum setningin verður gölluð, verður lyppa, sem ekki er hjá Guðbrandi („hvað sannarlega er ein guðs gáfa þessu norrænu máli veitt“, en er að réttu: „hvað sannlega er ein guðs gáfa | þessu norrænu- máli veitt“). En þetta er að eins ógætni, vel afsakanleg, og rýrir á engan hátt gildi ritsins. Ekki ber heldur að telja það aðfinn- ing,. þótt bent sé á, að ekki má verulega, það er varðar hrynj- andi, taka mark á ritum manna, þegar þeir beinlínis skrifa upp úr fornritum eða stæla þau (sbr. bls. 349, sbr. og bls. 321—2 og 327—9). Myndi höf. t. d. vart hafa kveðið svo ríkt að orði um ritmál Hermanns Jónassonar (sbr. bls. 349), ef hann hefði lesið rit- gerð hans um þegnskylduvinnu (í Skírni 1916) og borið saman við draum þann, er sami maður samdi um þátt einn, er þókt hef- ir óskýr í Njálssögu. Næsti kafli (bls. 350—426) er um stuðlaföll í lausu máli, fyrst lögmál, þá dæmi úr fornlögum, fornsögum, þjóðsögum og ritum síðari tíma manna. Má þessi kafli og heita nýungar sem hinir og runninn eingöngu frá hugviti höf. Ritinu lýkur með eftirspjalli og orðaskrá. Ýmislegt hefir á síðustu tím- um verið ritað um ýmsar greinir íslenzkrar mállýsingar, en ekki hefir önnur bók, varðandi íslenzka tungu, vakið meira fögnuð en þessi þeim, er þetta ritar. Ber margt til þess. Fyrst það, að hér skýrði frá störfum nefndar þeirr- ar, sem kosin var á fundi hér að þjórsártúni í vetur til að vekja málið upp og ýta undir það. Taldi hann stjórnina hafa tekið vel í málið. Svohjóðandi tillaga kom fram og var samþykt í einu hljóði: „Búnaðarsambandið skor- ar alvarlega á nefnd þá er skipuð var á fundi við þjórsárbrú 7. mars í vetur, að gjöra alt, sem í hennar valdi stendui' til þess að hrinda járnbrautarmálinu' áleiðis, svo fljótt sem föng eru á“. 7. Spurði formaður eftir því hvað nefnd sú, sem kosin var á síðasta aðalfundi Sambandsins til að athuga möguleika fyrir stofn- setningu og starfrækslu mjólkur- niðursuðuverksmiðju fyrir aust- an Hellisheiði eða í Reykjavík og ennfremur osta-, smjör- og skyr- gerðarhús í fullkomnum stíl, hefði gert í því máli. Að fengnum upp- lýsifigum óskaði fundurinn að nefndin lifði og starfaði. 8. Kom fram óánægja yfir síð- i ustu kosningum til Búnaðarþings og talið fullvíst að stjórn Bún- aðarsambands Kj alarnesþings hefði misnotað rétt sinn við þá kosningu. Út af því kom fram svohljóðandj tillaga: „Fundurinn skorar á stjórn Búnaðarsambands Suðurlands að heimta nú þegar ræðir um nýja og merka fræði- grein, sem brátt mun verða tek- in upp í skólum, samhliða öðr- um greinum mállýsingar. það annað, að lögmál þau, er höf. hef- ir fundið, létta mjög fyrir um rannsókn réttra texta í handrit- um, þar er mörg eru og orðamun- ur veldur erfiðleikum. það hið þriðja, að málbótum er hinn mesti styrkur að riti þessu, og er þó réttara að segja, með því að tung- an er í sjálfu sér góð og fögur, að málspjöllum hafa aldrei verið settar þyngri stíflur að sprengja en gert er í þessari bók. Ekki er og minnst um það vert, hve mikla lotning höf. ber fyrir móð- urmáli sínu; stingur þetta mjög í stúf við hið staka virðingar- leysi, sem einkennir marga þá fræðimenn síðari tíma, sem telja má málfræðinga að iðju, einkum þá, er kallast vilja sinna hljóð- fræði tungunnar. Sannast bezt á þeim mönnum ýmsum, að sitt er hvað að kunna að beygja orð og að hafa gott málbragð. þess má að lyktum geta, að snilldarbragur fullkominn er á bók höf. um orðbragð allt og mál; er og framsetning eftir því laus við prjál og yfirlæti og látæðis-and- ríki; má t. d. benda á forspjall höf. (bls. 22—43); sá kafli mun óslitin nautn til lestrar málnæm- um mönnum, og torfundinn mun reynast glæsilegri hróður færður íslenzkri tungu. þessi einkenni á bókinni nægja í rauninni beinlín- is til þess að sýna það og sanna, rétt sinn um setu tveggja full- trúa á næsta Búnaðarþingi“. Sam- þykt í einu hljóði. Og ennfremur: „Fundurinn skorar á næsta Bún- aðarþing, að breyta aftur í sama horf og' áður, því sem síðast Bún- aðarþing breytti í lögum Bún- félags íslands um kosningu full- trúa til Búnaðarþings í Búnaðar- samböndum Suðurlands og Kjal- arnesþings. Og einnig að breyta lögum Búnaðarfélags Islands á þann hátt að þar sé tekið fram að hvert búnaðarfélag hafi eitt atkvæði á fundum Búnaðarsam- bandanna, þá er til kosninga kem- ur“. Tillagan samþykt í einu hljóði. 9. Út af meðferð skattamála í Rangárvallasýslu kom fram svo- hljóðandi tillaga: „Með því að lið- ur 1 á skýrslu um tekjur og gjöld af landbúnaði verður í fram- kvæmdinni þannig, að með honum er lagður beinn skattur á endur- bætur og viðhald húsa og allar jarðabætur, neitar aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands al- gjörlega réttmæti þeirrar stefnu í skattamálum og skorar á at- vinnumálaráðuneytið að fella nið- ur lið 1 framvegis í umræddu eyðublaði“. Samþykt í einu hljóði. 10. Úr stjórninni gengur í þetta sinn eftir hlutkesti Guðmundur þorbjarnarson og er hann endur- kosinn með öllum atkvæðum nema einu. Varamaður Lárus Helgason er endurkosinn í einu hljóð. End- 'urskoðendur endurkosnir þeir Gunnlaugur þorsteinsson, Kiðja bergi og Magnús Jónsson Klaust- urhólum. Fundargjörðin upplesin og sam- þykt. Fundi slitið. Guðm. þorbjaniarson. Dagur Brynjólfsson. ----o----- Mál Sambandsins gegn Bimi Kristjánssyni er sótt og varið í Ilæstarétti þessa dagana. Sækj- andi af Sambandsins hálfu er Björn Kalman, en Jón Ásbjöms- on er verjandi. Stjórnlaust! J. M. forsætisráð- herra er sigldur á konungsfund. M. G. er í leiðangri í Skagafirði. J. þ. á íhaldsprédikunarferð á Norður- og Austurlandi. En eng- inn kvartar þótt allir séu á bak og burt ráðherrarnir! „Bara að það haldist". að kenningar þær, er hún flytur, eru réttar, því að þeim hefir höf. alstaðar rækilega fylgt í máli sínu. Má því segja, að bókin sanni málstað höf. á tvennan hátt. Höf. er svo fordildarlaus að kalla bókina „drög“; mun hann vilja tákna með því, að rannsókn- um sé eigi enn lokið. En þó að svo sé, er bók þessi samt mikið afreksverk, og enginn frami væri höf. hennar of góður, en mestur mun honum heiður í því, að bók hans getur valdið tímamótum í frásagnarlist Islendinga, ef landar hans vilja færa sér í nyt fróðleik þann, er hann hefir grafið upp. Vænta þess allir góðir menn, að heilsa og líf megi endast höf. svo, að hann megi halda áfram þessum rannsóknum sínum og nái að fullgera handhæga og stutta kennslubók um þetta efni. Bíða þeir með óþreyju nánari rannsókna hans í þessari grein, sem hann hefir sjálfur skapað og hafið svo myndarlega sem nú hefir verið lýst. Páll Eggert ólason. -----o---- Sýning á dönskum listaverkum, málverkum, teikningum og högg- myndum, er opin í Bamaskóla- húsinu þessa dagana. Er sýningin í alla staði til sóma. Mjólkurverð í Reykjavík lækk- ar 21. þ. m. í 65 aura líter fyrir gerilsneydda mjólk og 55 aura fyrir venjulega nýmjólk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.