Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 1
(^jaíbtei oq afareiðí’íin'aðui íEiman? n Sigurgeir ^ r i & r t f s i e-n, Sambonbðbúsiuu KevfíaHf IX. Ar. Jterkjavík 13. jóní 1925 30 blað Cimaní er í Satnbanösífúðinu <Ðpin ðaglega 9—{2 f. b Sfrmi 4% Aðalfimdur Sambands íslenskra Samyiimufélaga. Fundurinn var settur 6. þ. m. kl. 9 árdegis í húsi S. 1 S. hér í bænum og slitið að kvöldi 10. Sigurður Bjarklind kaupfélags- stjóri á Húsavík, varaformaður Sambandsins setti fundinn. Mint- it hann Ólafs Briems, hins ný- látna formanns Sambandsins með hlýjum hug' og vel völdum orðum og þakkaði vel unnið starf hans. Hlýddu fundarmen á ræðu hans standandi. Var síðan kosin þriggja manna nefnd til þess að rannsaka kjör- bréf fulltrúa. Að 1 oknu starfi hennar, og síðar á fundinum, er fleiri bættust við, voru kjörbréf tekin gild. Voru fulltrúar þessir: Jóhann Jóhannsson útbússtjóri Dalvík Eyjafirði, Valdimar Páls- son bóndi Möðruvöllum Eyjafirði, Jónas þorbergsson ritstjóri Akur- eyri, Stefán Kristjánsson skógar- vöi’ður Vöglum S.ping., Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík, Benedikt Bjarnarson skólastjóri á Húsavík, Sigurður Jónssön bóndi Arnarvatni S.þing., Björn Kristjánsson kaupfélags- stjóri Kópaskeri, Jóhannes Árna- son bóndi á Gunnarstöðum N.- þing., Ólafur Metúsalemsson kaupfélagsstjóri Vopnafirði, Hall- dór Ásgrímsson kaupfélagsstjóri Borgarfirði eystra, Stefán Bald- vinsson bóndi Stakkahlíð N.Múl., Björn Hallsssön bóndi Rangá N.MúL, þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri Berufirði, Jón Ivarsson kaupfélagsstjóri Höfn í Hornafirði, Lárus Helgason bóndi Kirkjubæjarklaustri, síra Jakob Ó. Lárusson Holti undir Eyjafjöll- um, ísleifur Högnason kaup- félagssstjóri í Vestma,nnaeyj- um, Stefán Diðriksson kaupfélags- stjóri Minni-Borg Árn., Haraldur Guðmundsson kaupfélagsstjóri Rvík, Sigurjón Ólafsson af- greiðslumaður Rvík, Jón Sigurðs- son bóndi Snæf., Sigurður Stein- þórsson kaupfélagsstjóri Stykkis- hólmi Bjarni Jensson bóndi Ás- garði Dal., Benedikt Magnússon kaupfélagsstjóri Tjaldanesi Dal., Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri Svarfhóli Barð., Kristinn Guð- laugsson bóndi Núpi Dýrafirði, Júlíus Rósenkransson kaupfélags- stjóri Flateyri önundarfirði, Ket- ill Guðmundsson kaupfélagsstjóri ísafirði, Jónatan Benediktsson kaupfélagsstjóri Hólmavík, Hann- es Jónsson kaupfélagsstjóri Hvammstanga, Guðmundur Rós- mundsson bóndi Urriðaá Hún., Runólfur Björnsson bóndi Kornsá Hún., Jónas B. Bjarnason bóndi Litladal Hún., Jón Jónsson bóndi Stóradal Hún., Björn Árnason bóndi Syðriey Hún., síra Sigfús Jónsson kaupfélagsstjóri Sauðár- króki, Albert Kristjánsson bóndi Páfastöðum Skag., síra Amór Árnason Hvammi Skag., Jón Kon- ráðsson bóndi Bæ Skag., Her- mann Jónsson bóndi Ystamóti Skag. — Enn sóttu fundinn stjórnarnefndarmenn: Guðbrand- ur Magnússon kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey, þorsteinn Jónsson káupfélagsstjóri á Reyðarfirði og varamaður Tryggvi þórhallsson, og loks Sigurður Kristinsson for- stjóri, Aðalsteinn Kristinsson og Jón Árnason framkvæmdast.iórar, Jón Guðmundsson og Metúsalem Stefánsson ráðunautuf, endur- skoðendur og Jónas Jónsson alþm. og skólastjóri Samvinnuskólans. ^ — Ýmsir gestir úr Reykjavík og aðkomnir, sátu og fundinn. Fundarstjóri var kosinn Sig- urður Bjarklind, með lófataki. Varafundarstjóri Jón Jónsson í Stóradal og skrifarar Jónas B. Bjarnason og Jón ívarsson. því næst voru nefndir kosnar til að athuga reikninga S. I. S. og ferðakostnaðarreikninga full- trúa. Aðalsteinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri flutti ítarlegt er- indi um innkaup á útlendum vör- um síðastliðið ár. Var ræðan þökk uð með lófataki. — Ýmsar fyrir- spurnir komu fram sem fram- kvæmdastjóri svaraði. Urðu síð- an nokkrar umræður út af skýrsl- unni og' voru þessar tillögur sam- þyktar, báðár i einu hljóði. Frá síra Arnóri Árnasyni: „Um leið og aðalfundur S. I. S. endurnýjar áskorun frá aðalfundi fyrra árs um það að deildir Sam- bandsins leggi stund á innflutning á ómöluðum kornvörum og mölun innanlands, vill fundurinn leggja áherslu á það að menn leggi stund á að nota vind eða vatnsafl þar sem kostur er“. Frá Runólfi Björnssyni: „Fund urinn æskir eftir að S. I. S. rann- saki hvort ekki væri hagkvæmt að flytja framvegis inn að ein- hverju leyti sósaða girðinga- staura“. Jón Árnason framkvæmdastjóri hóf umræður um útflutning á kældu og frystu kjöti, mintist á ýms atriði því viðvíkjandi og stakk pp á að nefnd yrði kosin til að athuga málið. Urðu nokkr- ar umræður um málið og var minnihluta milliþinganefndarinn- ar í kæliskipsmálinu þakkað starf hennar. því næst var 7 manna nefnd kosin í málið. Jónas Jónsson skólastjóri flutti erindi um Tímarit samvinnufélag- anna, sem nú væri fyrirhugað að eftirleiðis héti: Samvinnan. Gat hann þess að tilætlunin væri að gera það fjölbreyttara að efni en hingað til, sem ætti að gera það víðlesnara. — þá talaði hann einn- ig um starfrækslu Samvinnuskól- ans á síðasta vetri er hafði geng- ið vel að öllu leyti. Taldi nauð- synlegt að þeim nemendum er þess óskuðu, gæfist kostur á framhaldsnámi, einkum í tungu- málum og félagsfræði. — 1 sam- bandi við þetta benti hann á að æskilegt væri að samvinnufélög- in eignuðust smámsaman sam- vinnubókasafn í líkingu við bóka- safn það sem Kaupfélag þingey- inga hefir stofnað. Fundarstjóri þakkaði ræðuna í nafni fundar- ins. Jón Árnason framkvæmda- stjóri gaf skýrslu um útflutning og sölu íslenskra afurða á liðnu ári. Rakti hann greinilega sölu hinna einstöku vörutegunda, bæði að magni og verði. Var ræðan þökkuð með lófataki. Út af skýrslunni komu fram nokkrar fyrirspurnir sem framkvæmda- stjóri svaraði og urðu því næst um skýrsluna nokkrar umræður. RYennaskólinn á Blönduósi. Kensla hefst á skólanum hinn 15. október í haust og stendur til 14. mat í vor. Kent er: Hússtjórn, vefnaður, alskonar kvenfatasaumur og önnur handavinna og karlmannafatasaumur í sérstakri deild. I bóklegu er aðaláhersla lögð á islensku, reikning og náttúrufræði. Inntökuskilyrði á skólann eru þessi: a. Að umsækjandi sé ekki yngri en 14 ára; undanþágu má þó veita, ef sérstök atvik mæla með. b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm. c. Að hann liafi vottorð um góða hegðun. d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sé greitt við inn- töku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum. e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að liann liafi tekið fulln- aðarpróf samkvæmt fræðslulögum, ella gangi undir inntöku- próf þegar hann kemur í skólann. — Skólagjald er 75 kr. um námstímann. Nemendur hafa liaft matarfélag og skólinn sér um allar nauð- synjar. Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púðum. Annan sængurfatnað verða þær að leggja sér til. Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanni skólastjórnar- innar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, fyrir miðjan september n. k. — Síra Arnór Árnason hreyfði því að æskilegt væri að fá fljót- ari reikningsskil frá Sambandinu yfir innlendar vörur en stundum væri og svaraði framkvæmda- stjóri því að reikningsskil gætu fyrst komið er varan væri seld. — Hannes Jónsson benti á að æskilegt væri að útveguð yrðu félögunum ílát til blóðkælingar og hornaklippur. — Albert Krist- jánsson hreyfði því hvort ekki mundi unt að gera kindahorn og annan úrgang að einhverju verð- mæti. — Jón Ólafsson óskaði at- hugunar um hvort nokkurt verð- mæti mundi vera í álftafjöðrum. — Síra Arnór Árnason óskaði að þær deildir Sambandsins senf sláturhús reka kappkostuðu að koma sér upp safnþróm fyrir gor og annan úrgang frá sláturhús- unum. — í sambandi við þetta urðu nokkrar umræður um stimpl un á kjöti. Var samþykt í einu hljóði svohljóðandi tillaga frá Tryggva þórhallssyni: „Fundur- inn lætur í ljós óánægju yfir því hversu framkvæmd eru núgildandi ákvæði um kjötstimplun, því að mörg dæmi eru til að kastað er höndum til verksins, en hinsveg- ar tekið allhátt gjald fyrir. Fel- ur fundurinn stjórn S. 1. S. að bera fram tillögur um bætt skipu- lag í þessu efni, án þess að draga úr réttmætum kröfum um eftir- lit“. — Nokkrar fleiri athuganir komu fram um innlendar afurðir og rekstur sláturhúsanna. Jón Árnason framkvæmda- stjóri gaf skýrslu um gærurotun og garnahreinsun sem farið hefir fram undir stjórn Sambandsins, og fjárhag hvorttveggja. Væri nú fyrirhugað að Sambandið ræki sjálft framvegis garnahreinsunar- stöðina og reisti hús til þeirra hluta. Jafnframt lagði hann fram frumvarp til reglugerðar fyrir verksmiðjur S. í. S. Var frum- varpið lesið upp í heild og eftir nokkrar umræður var þriggja manna nefnd falið að athuga það. Samkvæmt tillögu nefndarinnai’ var reglugerðin samþykt síðar á fundinum — en oflangt mál er að rekja hana á þessum stað. Sigurður Kristinsson forstjóri lagði fram og las upp reksturs- reikning Sambandsins fyrir árið 1924 og efnahagsreikning þess við síðustu árslok. Hann skýrði reikningana lið fyrir lið og sýndi fram á að ástæður Sambandsins og einstakra deilda þess hefðú stórbatnað á árinu og gæti talist ágætar. Að síðustu mintist hann í einkar vel hugsaðri ræðu hins nýlátna ’ formanns Sambandsins, ólafs Briems, og þakkaði störí hans í þágu samvinnunnar og hvatti fundarmenn til samheldni og' framkvæmda. Ræða forstjór- ans var þökkuð með lófataki. þá voru lesnar upp athugasemd- ir endurskoðenda við reikning- ana og lýsti forstjóri því yfir að þær væru viðurkendar réttmæt- ar og þegar teknar til greina. Framsögumaður reikninga- nefndar, Sigurður Jónsson á Arn- arvatni, lýsti áliti nefndarinnai’ um hag og horfur S. í. S. Taldi nefndin að orðið hefði mikil og ánægjuleg breyting á hag Sam- bandsins og deilda þess á síðasta ári og lagði fram svofelda álykt- un til samþyktar: „Fundurinn lýsir yfir því að hann telur nið- urstöðu á rekstursreikningi S. 1. S. um næstliðið ár mjög góða og glæsilega og að hagur sambands- félaganna yfirleitt hafi batnað framar vonum. þakkar fundur- inn stjórn og starfsmönnum S. 1. S. vel unnið starf. Jafnframt lýs- ir fundurinn yfir að hann felst á aðgerðir S. I. S. í einstökum skuldamálum og' treystir því að stjórn og starfsmenn beiti fram- vegis eigi síður en að undanförnu, varúð, festu og lægni í viðskiftum við þær deildir, sem tæpast standa fjárhagslega“. — Tillaga þessi var samþykt í einu hljóði. Reikningarnir voru því næst sam- þyktir í heild sinni í einu hljóði. Jónas þorbergsson ritstjóri skýrði frá því að síðasti aðalfund- ur Kaupfélags Eyfirðinga hefði sent forstjóra S. I. S. svolátandi símskeyti: „Aðalfundur K. E. A. lætur í ljós ánægju sína yfir rekstri S. í. S. á liðnu ári og þakkar því viðskiftin. Jafnframt árnar fundurinn forstjóra S. í. S. allra heilla“. Runólfur Björnsson á Kornsá hóf máls um styrlc þann er S. í. S. hefir veitt samvinnublöðun- um síðasta ár og las upp fundar- ályktun frá Kaupfélagi Húnvetn- inga sem taldi styrk til samvinnu- blaðanna sjálfsagðan og rétt- mætan. þá skýrði forstjóri frá hag Minningarsjóðs Hallgríms Krist- inssonar og var hann við síðustu áramót orðinn kr. 13732,50. Nokkrar fyrirspurnir og frekari umræður urðu út af skýrslu for- stjóra. Forstjóri lagði fram tillögur sínar og stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins og vora þær sam- þyktar í einu hljóði. Valdimar Pálsson bar fram til- lögu um breytingu á 5 gr. sam- þykta Sanmbandsins, um tölu full- trúa á aðalfund. Síra Arnór Árna- son vildi breyta sömu grein að því er við kemur ferðakostnaði fulltrúa. Eftir nokkrar umræður var nefnd kosin í málið, er síðar bar fram álit sitt, en tillögurnai náðu ekki samþykki að þessu sinni. Nefndin í kæliskips- og frysti- húsamálinu bar fram álit sitt og tillögur. Framsögumaður var þor- steinn Jónsson. Voru tillögur nefndarinnar samþyktar í einu hljóði svolátandi: „Fundurinn skorar á Sambands- stjórnina að beitast eftir megni fyrir því að tilraunum með út- flutning á frosnu og kældu kjöti verði haldið áfram í svo stórum stýl sem ástæður um frystingu á kjöti heimila og sem að öðru leyti þykir ráðlegt“. „Fundurinn telur nauðsyn á að koma upp frystihúsum til að frysta í kjöt til útflutnings úr að- alkjötútflutningshéröðum lands- ins. Telur hann þó rétt að ekki sé hrapað svo að framkvæmdum að málið bíði við það hnekki og leggur í því efni megináherslu á að landsmenn eignist skip til þess- ara kjötútílutninga jafnhliða og fyrstu frystihúsin eru reist“. „Fundurinn telur þetta mál þannig vaxið að rétt sé og sjálf- sagt að samvinnufélögin í land- inu hafi framkvæmdirnar með höndum, felur , því fundurinn stjórn og framkvæmdastjórn Sambandsins að leggja ráð á hvar haganlegast sé að reisa frystihús- in og hversu örar framkvæmdir séu hafðar á byggingu þeirra“. „Sambandsfélögin tryggi að Vs tjón það sem kann að leiða af byggingu og rekstri 1—2 fyrstu frystihúsanna sem einstök sam- bandsfélög reisa, en þó því að- eins að skilyrðin fyrir ábyrgð hlutaðeigandi sýslunefnda á rík- issjóðslánum séu með þeim hætti að stjórn Sambandsins telji fé- lögunum þau ekki skaðleg og nái þessi ábyrgð Sambandsins aðeins til framleiðslu félagsmanna í hlut- aðeigandi sambandsfélagi, enda hafi Sambandið fyrir sitt leyti samþykt skilyrði þau er sýslu- nefnd hefir sett fyrir ábyrgð sinni fyrir ríkissjóðsláninu“. „Fundunnn felur Sambands- stjórninni að skora á ríkisstjóm- ina að undirbiia sem fyrst kaup á hæfilegu kæliskipi til flutninga á frosnu kjöti: a. með því að leita tilboða um nýsmíði á kæliskipi, b. með því að leita tilboða um gamalt skip, c. með því að taka upp í næsta fjárlagafrumvarp ríflega fjárveitingu í þessu skyni og sé þessum undirbúningi lokið fyrir næsta þing“. Tillögur voru bornar fram frá tveim sambandsdeildum um tak- mörkun á styrk til samvinnu- blaðanna. Urðu miklar umræður um málið sem allar hnigu í þá Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.