Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1925, Blaðsíða 4
110 TlMINN Líftryggingafél. ANDVAKA h.f. Osló — Noregi Xsla.3n.c5Lsc5L©±lc5Lin. Allar tegundir líftrygginga. — Pljót og refja- laus viðskifti! — Reynslan er ólýgnust: ísafirði 28/8 ’24. - Jeg kvitta með bréfi þessu fyrir greiðslu 5000, - króna líftryggingar N. N. sál. frá Isafirði. Greiðsla trygg'ingarfjársins gekk fljótt og greiðlega, og var að öllu leyti fullnægjandi. . . . (Undirskrift. — Frumritið til sýnis). Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjamhjeðinsson. Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, hæstaréttarritari. Forstjóri: H e 1 g i Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjaríb — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 Á.Y. Þeir sem panta tryggingar skriflega sendi forstjóra umsókn og l&ti getiö alduri lins. Frh. af 1. síSu. átt að styrkja beri blöðin. Að lokum kom fram rökstudd dag- skrá frá Jóni Ivarssyni. Um dag- skrá þessa var óskað nafnakalls. — Dagskráin var svohljóðandi: „þar sem stjórn Sambandsins hef- ir bæði um þetta mál sem önnur jafnan farið vel og hyggilega með allar heimildir aðalfundar telur fundurinn ekki ástæðu til að hlut- ast frekar til um styrk til sam- vinnublaðanna og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá". — Fór at- kvæðagreiðsla fram með nafna- kalli þannig að 32 sögðu já, 5 greiddu ekki atkvæði, en 3 voru fjarstaddir. Dagskráin þannig samþykt með 32 samhljóða at- kvæðum. pá flutti Lárus Helgason svo- látandi tillögu: „Að gefnu tilefni vottar fundurinn ritstjórum sam- vinnublaðanna og öðrum þeim sem mest hafa í þau skrifað sitt fylsta þakklæti og lýsir um leið sínu fylsta trausti á þeim“. Var tillaga þessi samþykt með öllum þorra atkvæða gegn einu. Samkvæmt áskorun kaupfélags Skagfirðinga hreyfðu fulltrúar þess því að Sambandsstjórnin vildi beita sér fyrir að breyta „solidarisku“ ábyrgðinni félag- anna innan Sambandsins í tak- markaða ábyrgð. Málið var all- mikið rætt og kom að lokum fram þessi dagskrá frá Jóni Jónssyni í Stóradal: „Með því að fundurinn lítur svo á að ekki sé tími til kominn að takmarka ábyrgð fé- laganna gagnvart S. I. S. og hann hinsvegar er mótfallinn takmörk- un hennar innan einstakra kaup- félaga, er tekið fyrir næsta mál á dagskrá!1. — Var dagskrá þessi samþykt með 28 samhljóða at- kvæðum. — „Brædur munu berjast“. Aðalfundur Sláturfélags Suður- lands er háður þessa dagana hér í bænum og verður til að rifja upp merkilegt mál. Fyrir fáum árum stóðu bænd- ur austanfjalls og bændur í Mýra og Borgarfjarðarsýslum saman í Sláturfélagi Suðurlands. — Ýmsra hluta vegna þótti sú sambúð ekki gefast vel og var því slitið og var í rauninni ekkert til þess að segja. En hitt má ekki eiga sér stað til lengdar, sem tíðkast hefir und- anfarin árin síðustu að samvinnu- félög bændanna: Sláturfélag Suð- urlands og Sláturfélag Borgfirð- inga heyi harðsnúna samkepni á Reykiavíkurmarkaðinum. Hafi einhver sársauki valdið fyrst eftir skilnaðinn, hjá öðrum hvorum eða báðum, sem gerði erf- iða samvinnu, þá hlýtur nú að vera gróið um heilt. Bændur í báðum þessum héröð- um, sem sitja að Reykjavíkur- markaðinum, hafa stórtjón af þessu samvinnuleysi. Fyrir næstu haustkauptíð ættu forystumenn bænda í báðum þess- um félögum að taka höndum saman til samvinnu í þessu efni. Svo mjög sem nú er sjáanlegt að harðna muni kaupkröfur til bænda og samkepnin yfirleitt frá hinum sívaxandi sjávarútvegi, því meir án'ðandi er það bænd- um að spilla ekki möguleikum sínum til að fá sæmilegt verð fyrir afurðir sínar. Leiðarþing var háð í Borgarnesi í gær. Hófst stundu eftir hádegi og stóð til miðnættis með stuttu fundarhléi. Fundurinn var vel sóttur, um 100 manns, er flest var og fór að öllu skipulega fram. Var Jóhann bóndi Magnússon á Hamri fundarstjóri, skörulegur og réttlátur. Pétur þórðarson al- þingismaður setti fundinn og hóf umræður með langri rækilegri ræðu. Rakti hann þingsöguna og Formaður Sambandsins til tveggja ára var kosinn Ingólfur Bjarnarson alþingismaður í Fjósa tungu. Tveir meðstjórnendur til þriggja ára voru kosnir: þor- steinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði og Sigurður Bjark- lind kaupfélagsstjóri á Húsavík. Varaformaður til eins árs var kosinn síra þorsteinn Briem prestur á Akranesi Varameðstjórnendur til eins árs voru kosnir: Tryggvi þórhalls- son ritstjóri og Sigurður Jóns- son bóndi á Amarvatni. Endurskoðandi til tveggja ára var kosinn Jón Guðmundsson frá Gufudal og varaendurskoðandi til tveggja ára Sigurgeir Friðriks- son afgreiðslumaður. Ferðakostnaðarnefnd hafði ekki lokið störfum sínum, en fundurinn fól henni að úrskurða reikninga fulltrúanna í samráði við for- stjóra. Eftir að fundi hafði verið slit- ið, að kvöldi 10. þ. m. komu fundarmenn saman í fundarsaln- um og skemtu sér sameiginlega við ræðuhöld og söng til miðnætt- is. Fór sú samkoma vel og ánægju lega fram, eins og fundurinn all- ur. Munu það flestir mæla að þessi Sambandsfundur hafi verið einn hinn allra ánægjulegasti fyr- ir allra hluta sakir og víst er það að aldrei hefir fylking samvinnu- manna staðið fastar saman en nú. Erfiðleikar harðinda- og kreppuáranna urðu að vísu mikl- ir, en á þeim er sigur unninn. Með meiri bjartsýni og djörfung en nokkru sinni áður hefja ís- lenskir bændur og samvinnumenn starfið að nýju. <x~»~hii i Q-ini r'i skýrði frá úrslitum mála. þvínæst tók Jónas Jónsson alþm. til máls og flutti einnig langa og rækilega ræðu um þingmálin og kom víða við. Var gerður besti rómur að ræðum þessum. Síðan hófust al- mennar umræður. Fjöldi héraðs- manna tók til máls og tók ein- dregið í sti'eng með Framsóknar- mönnum. Má nefna þessa: Teit bónda Símonarson á Grímarsstöð- um, Iiervald skólastjóra Bjöms- son í Borgarnesi, Steingrím Stein- þórsson kennara á Hvanneyri, Vigfús Guðmundsson gestgjafa í Borgarnesi, Böðvar kennara Jóns- son á Brennu í Lundareykjadal Pál Blöndal bónda í Stafholtsey auk frummælanda og margra fleiri. En einir þrír Borgnesingar mæltu Ihaldsstefnunni bót: lækn- irinn og tveir smákaupmenn. Fór fundurinn að öllu hið besta fram og verður nánar frá hen”m sagt síðar. Klemens Jónsson fyrv. ráðherra og frú hans fóru utan með Gull- fossi í gærkvöld. Landi okkar Thomas H. John- son ráðherra fyrverandi í Mani- tobafylki var kjörinn til þess að koma fram af hálfu Kanada við hátíðahöld mikil sem Norðmenn halda vestra í minningu þess að 100 ár eru liðin frá því að bygð Norðmanna hófst vestur þar. Glímumönnunum íslensku, sem gista Noreg um þessar mundir, er hvarvetna vel fagnað í Nor- egi. Á leiðinni til Noregs komu þeir við í Færeyjum og sýndu glímur í þórshöfn. Hélt Jóhannes Patursson ræðu fyrir minni þeirra og íslands eftir sýninguna. Háskólaráðið hefir ákveðið að heita 5000 kr. verðlaunum fyrir æfisögu Jóns forseta Sigurðs- sonar. Má hún vera alt að 33 ai'kir að lengd. Ritið á að koma út árið 1930. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri fer norður með Esju í kvöld. Situr aðalfund Ræktunar- félags Norðurlands og Búnaðarfé- lags Islands, á Blönduósi 22. og 23. þ. m. og ferðast því næst um Vestfirði. Danski Moggi gat þess síðast- liðinn þriðjudag að fulltrúar sam- vinnumanna á aðalfundi Sam- bandsins myndu „splundrast“ út af heimild þeirri sem Sambands- stjórninni var veitt í fyrra til þess að styrkja samvinnublöðin. — Að kvöldi sama dags samþykti aðalfundurinn, með nafnakalli, mótatkvæðalaust, að fela Sam- bandsstjórninni aftur sama vald- ið til að styrkja samvinnublöðin. — Er danski Moggi úr sögunni um mál þetta síðan. Morgunblaðið segir frá ferð- um Jónasar alþingismanns á þessa leið: „Jónas frá Hriflu hefir boðað til fundar með flokksbræðrum sínum í Borgarnesi í dag. Heyrst hefir að hann ætli að halda fleiri samskonar fundi — vestur í Stykkishólmi og Dölum og e. t. v. víða á Norðurlandi. Fari Jónas sem víðast, því alstaðar þar sem hann kemur eflir hann mátt og gengi íhaldsflokksins. þau áhrif hefir Jónas.“ En sama morguninn sem Morg- unblaðið flytur þessa klausu hér í Reykjavík, eru fest upp sím- skeyti í kaupmannabúðunum í Borgarnesi sem biðja afsökunar á því, að því miður hafi íhalds- flokkurinn ekki haft neinn mann til þess að senda á móti Jónasi á þessa fundi hans. Virðist mönnum þetta heyra undir vafasamar politiskar milliskriftir. Jónas Jónsson alþingismaður fór með Suðurlandi til Borgarness í fyrradag. Ætlar að ferðast um Vestur- og Norðurland og halda stjórnmálafundi. -----o---- Frá úílöndum. Búist er við að norska stjórnin stofni til nýrrar alþjóðaratkvæða- greiðslu um bannmálið er fari fram einhverntíma á árinu 1926. — Verslunarráðherra Banda- ríkjanna gaf nýlega yfirlit yfir lán þau sem Bandaríkin hafa veitt öðrum löndum. Hafa þau aukist um 1000 miljónir dollara árið sem leið. Alls eiga Bandaríkin 9000 miljónir dollara hjá öðrum ríkj- um og eru tvímælalaust stærsti skuldareigandi í heimi. „ — þýskir stóriðjuhöldar hafa keypt allmikið af norsku vatsafli og stofna til mjög aukins iðnaðar í Noregi. — Mikil pólitísk barátta stend- ur fyrir dyrum á þýskalandi um verndartolla. Er búist við að stjórnin beri fram frumvarp um allháa verndartolla á korni og ýmsum iðnaðarvörum, til styrkt- ar landbúnaði og stóriðjuhöldum. Eins og nærri má geta rísa jafn- aðarmenn mjög öndverðir gegn þessari stefnu. — Konur hafa fengið kosninga- rétt til sveita- og bæjastjórna í Ítalíu. — Italska stjórnin hefir bann- að frímúrararegluna og eru öll frímúrarafélög lögð niður um endilangt landið. Voru lög um þetta samþykt í einu hljóði á þingi íitala. — Landvarnanefnd sænska þingsins hefir lagt fram álit sitt. Er gert ráð fyrir nálega 60 milj- ón króna útgjöldum árlega til landhersins, 32^ milj. kr. til sjó- hersins og 6 milj. kr. til loft- hernaðar. — Enrskur bílstjóri ók nýlega 3138 kílómetra á 24 klukkutím- um og er það heimsmet. — Stórkostlegir skógarbrunar urðu á Norður-þýskalandi seint í síðastl. mánuði. Er tjónið metið 15 milj. gullmarka. — Eftir síðustu kosningar í Belgíu var afstaðan í þinginu sú að tveir aðalflokkarnir, katólskir og jafnaðarmenn, voru nálega jafnfjölmennur, en flokkur frjáls- lyndra mjög fámennur. Stóð nú í mesta stímabraki að mynda stjórn. Reyndu báðir aðalflokk- arnir, hvor fyrir sig, en ekki gat úr orðið. Loks endaði með því að þeir slogu sér saman og mynduðu sameiginlega stjórn. Er forsætis- ráðherrann katólskur íhaldsmað- ur, en utanríkisráðherrann er for- ingi jafnaðarmanna. — Engar nýar fregnir koma af Roald Amundsen síðan hann hóf heimsskautsflugið frá Sval- barði 21. f. m. Er farinn af stað leiðangur frá Noregi til hjálpar. — Danir framleiddu árið sem leið 1051 milj. sigarettur sem kostuðu rúml. 14 milj. kr. Hefir sú tóbaksnotkun farið stórkost- lega í vöxt síðustu árin. Vindlar voru framleiddir 411 milj., sem kostuðu rúmlega 46 milj. kr. Alls framleiddu Danir tóbak fyrir 75 milj. kr. árið sem leið. — Efri málstofan enska, lá- varðarnir, hafa felt, með 80 atkv. gegn 78 að veita konum rétt til að sitja í málstofunni. Samkvæmt enskum lögum hefðu 22 konur fengið sæti í málstofunni ef frum- varpið hefði náð samþykki. — Áttatíu þingmenn báðu um orðið 'fyrsta daginn sem hermálin komu til umræðu í neðri mál- stofu sænska þingsins. — Enn urðu stórkostlegir jarð- skjálftar í Japan seint í síðast- liðnum mánuði. Urðu þeir mestir á vesturströnd landsins og mest tjónið næst sjónum, því að víða gekk sjóbylgja á land. Fjöldi þorpa hrundi og brann, brýr hrundu o. s. frv. Á annað þúsund manna týndu lífi. — Seint í síðastliðnum mánuði fór sendinefnd merkra kirkju- manna enskra til Belgíu á fund hins merka kardinála Merciers. Vakti þetta mikið umtal og var lagt út svo sem einhver samdrátt- ur væri á milli katólsku kirkjunn- ar biskupakirkjunnar ensku. Hef- ir slíkt áður komið til tals og vák- ið bæði samúð og megna mót- spyrnu. Um mánaðamótin hvarf sendinefndin enska heim og hefir ekkert frést opinberlega um er- indislok, en um líkt leyti fór Mercier til Rómaborgar og er það svo lagt út sem hann sé milli- göngumaður milli páfa og erki- biskupsins í Kantaraborg. — Fregnir frá Rússlandi segja að ráðstjórnin hafi í hyggju að koma í peninga skartgiipum keis- araættarinnar. Eigi sendinefnd að fara til Bandaríkjanna á næst- unni með keisarakórónuna og H.f. Jón Sigmundsson & Co. Svuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. 9ey-grímui>. Verð kr. 4.50. Sportvöruhús Reykjavíkur. Haustrígningar hinn skemtilegi og fyndni gaman- leikur, sem skemt hefir Reykvík- ingum í allan vetur, eru nú komn- ar út á góðan pappír. Fást hjá nær öllum bóksölum iandsins. Austanfjalls fást þær hjá þor- steini Jónssyni á Hrafntóftum. Jarðir til sölu. Jarðirnar Skarð og Vaðstakks- heiði sem liggja á milli Sands og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi eru til sölu. Upplýsingar í síma 287. INNILEGA þakka eg öllum þeim nemendum mínum og sveit- ungum, er glöddu mig og heiðr- uðu núna á sumardaginn, í til- efni af 15 ára kenslustarfi mínu við bamaskólann hér í Vatnsdal. Brúsastöðum 7. maí 1925. Kristján Sigurðsson, kennari. veldissprotann, en hvorttveggja er virt á 300 miljónir gullrúbla. Einhver frægasti demant í heimi er í veldissprotanum. Kórónan var smíðuð þá er Katrín önnur var krýnd. — Englendingar hafa náð af mararbotni ellefu þýskum víg- drekum, sem sökt var forðum í Scapa Flow. — Voldugt flugfélag enskt hef- ir lagt fyrir lofthernaðarráðuneyt- ið ráðagerðir um fastar flugferðir milli Lundúna og New York og þaðan til San Francisco. Er gert ráð fyrir að flugið yfir Atlants- haf til New York taki 46 tíma, en alt flugið frá Lundúnum til San Francisco 4 daga. Nota á flugvélar sem geta sest á sjó. En til öryggis á að koma fyrir fljótandi flug- stöðvum víðsvegar um hafið og þaðan eiga flugvélarnar að geta bætt við sig bensíni á leiðinni. Flugstöðvar þessar eiga að vera 800 fet á lengd og 120 fet á breidd. þó eiga flugvélarnar ekki að lenda á sjálfum flugstöðvun- um, nema í aftökum, heldur við hlið þeirra. Halda fræðimenn að ekkert verulegt sé því til hindr- unar að þetta geti komist í fram- kvæmd. Fargjaldið er áætlað 125 sterlingspund. — Töluverðar orðahnippingar hafa orðið í franska þinginu út af Marokkóstríðinu. Halda kommún- istar því fram að yfirdrotnunar- stefna ein valdi, hafi Frakkar átt upptökin og verið sé að kúga sak- lausa íbúa landsins. Segja þeir að íhaldsstjórninni, sem áður sat, hafi ráðið því að þannig vai’ haf- in styrjöldin, en frjálslynda stjórnin sem nú situr, fari að öllu í sömu spor. Mjög litla áheyrn fær þessi árás kommúnista hjá öðrum flokkum. Painlevé forsætis- ráðherra hefir lýst yfir að frjáls- lynda stjórnin geti að öllu fallist á framkvæmdir fyrri stjórnar og herstjórnarinnar í Marrokkó. Ritstjóri: Tryggvl þórhallsson. Prentsrniðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.