Tíminn - 20.06.1925, Page 2

Tíminn - 20.06.1925, Page 2
112 TlMINN Olafur Gíslason Fæddur 7. ágúst 1903, fórst með »Leiíi hepna« 7. Á reginhafi — ströng yar stundin hínsta, er stærsta bylg-jan þrumdi geyst og há: Hlýð mjer og krjúp! — Þú ferð ei fetið minsta á fund til vina, er dýpst þig elska og þrá. Þú reyndir varnir — vegna móður þinnar, með víkingsafli tókstu feiknum mót. En þó — til Heljar ihnar dróst og innar, uns alt var breytt og þagnað sjávarrót. 8. febrúar 1925. Nú unir þú við ráðnar ragnagátur og röðulsýni vítt og glatt og bjart. En jarðlífsmegin grúfir efi og grátur, sem gera úr drotni kvíðaefni svart. En hvergi liæfir mæðu-mærðin snauða, ef minst skal þín, er líktist fránum hauk og ungur fekst að deyja hetjudauða, með dirfð og hreysti þar til yfir lauk. J. Th. ...... m»**'iii n* *i> IIH**" ii Idæðum, úr okkar hlýju ull, held- ur en kaupa dýra útlenda dúka endingarlitla og- skjóllitla í okkar kalda landi. Og með bættum vinnutækjum, svo sem þessum vélum, verður mikið ágengt i þessu efni, tóvinnunni. Búnaðarsamband Suðurlands lét mann, sem er kunnugur spunavél- um, og vel æfður spunamaður, Sturla Jónsson bónda í Fljóts- hólum, skoða og reyna þessar endui’bættu spunavélar Jóns í Villingaholti, og hefir hann gefið sambandinu skýrslu um endur- bæturnar. Fer hér á eftir álit eða vottorð Sturlu á vélunum: ,,Eftir ósk Búnaðarsambands Suðurlands hefi eg undirritaður skoðað og reynt handspunavél er hr. Jón Gestsson í Villingaholti hefir smíðað. Alt útlit og frá- gangur vélarinnar er að öllu betri en á öðrum samskonar vél- um, er eg hefi reynt, enda út af brugðið á mörgum stöðum á smíði á henni, sem eg tel til stórra bóta: 1. Umbúnaður á drifhjólinu er traustari og betri, hjólstólpinn stöðugri, sem orsakast af járn- knappa, svo vélin getur ekki rugg- að til þá spunnið er. 2. Hjólin, sem vagninn gengur á, eru með alt annari gerð. Sömu- leiðis getur því vagninn ekki hlaupið út af sporinu (þá hratt er spunnið), sem oft hefir viljað til á hinum vélunum, og tel eg þetta stóra endurbót. B. Á spunastillir þeim,sem stjóm ar spunagrindinni, og hún um leið gerð einfaldari, verkar það, að niðurfærsla verður liðugri, og þvi betra að vinda upp á spólurn- ar, því það er höfuðkostur við spunann, að vel sé undið upp, þess fljótari og betri tvinning og hesping. 4. Takkar þeir, sem færðir eru til, eft'ir því sem bandið á að vera stórt eða smátt, eru í báð- um hliðum á þessari vél. Getur því ekki komið skekkja á vagn- inn, sem viljað hefir vera á hin- um vélunum. 5. Hliðarvængurinn sem drif- hjólið er fest við, er með stíf- um, er því miklu traustari. Vél- in haggast því ekki þó hart sé spunnið. Sömuleiðis bómuásarnir með alt annari gerð en áður. þetta tel eg mikið endingarbetra. 6. Tvinningarstóllinn: takkarn- ir úr jánji, svo spólumar festast ekki, (láta eftir), slitnar síður bandið þó ‘hratt sé tvinnað, og vírarnir „strammaðir" með skrúf- um. Slakna því ekki 7. Hesþutréð mikið vandaðra að öllum frágangi, og um leið mikið sterkara en þau hesputré sem not- uð hafa verið méð hinum vélun- um. Eg álít herra Jón Gestsson eiga þakkir skilið fyrir sitt góða og þarfa fyrirtæki, þar sem hann er með þeim fyrstu hér á Suður- landi, er hafa tekið að sér þetta verk, og þar til gert þessar stór- vægilegu endurbætur á vélunum. því eg álít að hvert einasta heimili á landinu þyrfti og ætti að hafa aðgang að handspunavél, ef það væri, þá mundi heimilis- iðnaðurinn íslenski vera betur á sig kominn en hann er nú, og þá mundu færri krónur fara út úr landinu fyrir útlendan fatnað, skjóllítinn og endingarlítinn. Sturla Jónsson, frá Fljótshólum. Athugasemd. í síðasta tbl. Tímans getur próf. Páll E. Ólason þess í grein um bók Sig. Kr. Péturssonar: Ilrynj- andi íslenskrar tungu, að eg hafi í dómi í Eimreiðinni þóst hafa fundið dæmi, er ósanni sumar kenningar höf. Fyrra dæmið var tekið úr talmáli og hljóðar þann- ig: þegar eg kom til bæjarins í gær, hitti eg manninn. Telur hann dæmi þetta vart rétta íslensku og geta lesendui' Tímans skorið úr því. En í isíðara dæminu, er eg tók úr Egilssögu og hljóðaði þannig: Aðalsteinn konungr sneri í brott frá orrostunni, kvað eg höf. Egilssögu hafa gert sig sek- an um tvær höfuðsyndir eftir kenningum S. Kr. P.: hrynbrjót og sporðlið. P. E. Ó. minnist ekki á sporðliðinn, en telur mig hafa skift rangt í liðu og skiftir sjálf- ur: Aðalsteinn j konungr | sneri í | brott frá | orrostunni. Má vel vera, að höf. bókarinnar myndi skifta þannig, en sú skifting er röng; kemur þetta til af því, að höf. viðurkennir ekki mjúkliði í málinu, en eg þykist hafa sýnt fram á, að sú kenning sé röng. Forsetningar ber vitanlega að telja með nafnorðum þeim, er þau stýra: frá mér —), í hús, á veg o. s. frv. Orðið brott er ummyndun úr þolf. orðsins braut og stendur því á sama, hvort sagt er í braut eða í brott, á brott o. s. frv., sbr. vísa e-m á brott, fór hann á brott, hlaupast í brott, hafa e-t í brott. Verður þetta enn Ijósara, ef sagt væri: Aðalsteinn konungr sneri. Aðal- steinn konungr sneri í brott. Að- alsteinn konungr sneri í brott frá orrustunni. En ekki er unt að segja: Aðalsteinn konungr sneri í. Aðalsteinn konungr sneri í brott frá. Megu menn nú sjá, að skifting mín var rétt. Alexander Jóhannesson. ----o---- Ólafur Briem frá Álfgeirsvöllum. I. Sat á friðstóli fríður öldungur hverjum hugljúfur heilan mannsaldur. Löngum lífsferli lokið hefur sá hinn ítri og ástsæli. Heill og hamingja honum fylgdu og hann studdu að starfi hverju. Flestum farsælli fór á alþingi framsýnn fullhugi fleiri ártugi. II. Héraðshöfðingi hæstur var sinnar sýslu sagður Ólafur. Enda einhuga, allir samtaka studdu stórvirkan sterkan sæmdarmann. Réði á ráðstefnum ríkur varðgögnum. Móti bölbárum beitti vitárum. Stýrði í'stórhættum studdur friðvættum sínum knör í sigurvör. III. Hníga hundruð, hníga þúsundir afreksmanna á ættjörð vorri. Samviskusamari sé eg Ólafi engan vera yfir um farinn. Ásmundur Jónsson, frá Skúfstöðum. ----o---- Spnnavélar. Jón Gestsson bóndi í Villinga- holti í Flóa, þjóðhagasmiður og mesti völundur, hefir smíðað 12 spunavélar nú í vetur og síðastl. ár, og eru þær mjög vandaðar að efni og smíði, enda reynast þær ágætar til notkunar, að dómi þeirra er þær nota. það merkilega við smíði Jóns í Villingaholti á spunavélunum, er það, að hann hefir, ásamt syni sínum, Kristjáni, sem einnig er efni í þjóðhagasmið, gert mikils- verðar endurbætur á þessum vél- um, að dómi þeirra manna er vit hafa á þeim hlutum, og það svo gagn-merkilegar umbætur að vert er að veita þeim athygli. Spunavélar Jóns eru að mun ódýrari en norðlensku vélarnar, sem mun helst stafa af því, að hann reiknar sér miklu lægri dag- laun en kaupstaða smiðir. það skilyrði hefir hann sett, að pöntun sé skrifleg og fylgi kr. 100, fyrirframgreiðsla uppí vélar- verðið, sem hluti af efni, og til tryggingar því, að vélarnar séu teknar sem fyrst að smíði loknu; afgreiðir svo vélarnar til kaup- enda eftir þeirri röð, sem greind skilríki koma í hans hendur. Hverri vél fylgir: 2 gangar, spólur, tvinningarstóll, sem bæði tvinnar og þrinnar band og þráð. Ilesputré með teljara (hespar 5 hespur í einu), skrúftöng og fl. smátæki, svo og leiðarvísir um samsetning vélanna til þeirra, er þess óska. Á stærri vélarnar, 25—30 þráða, spinnur vel æfður spuna- maður 12—15 pund af góðum lopa á dag (10 tíma). Vélarnar má „stemma“ hvort heldur á fín- asta þríband eða gróft band, snúðlint band eða snarasta þráð, og svinna svo traust og slétt, að fáar "konur munu spinna eins vel á rokk, og spinna þó margar mjög vel. Oftast erú 6—8 bændur um hverja vél, og er þó ekki meira en meðal rokkverð hvers hluti í vélinni. Líka er mjög heppilegt fyrir kvenfélög að fá sér þessar vélar, og munu þá konumar kom- ast að raun um, að þar fá þær ábyggilega duglega og afkasta- mikla vinnukonu við tóvinnu, og áreiðanlega er það betra og mann- legra fyrir okkur Islendinga, að vinna sem mest að okkar eigin íslensk alþýðumentun á 18. öld. Eftir Hallgrím Hallgrímsson mag. art. Vér Islendingar erum, og höf- um lengi verið stoltir af því að alþýða vor væri betur mentuð, en alþýða í flestum öðrum löndum. Orsökin til þessa þjóðardrambs vors mun vera fyrst og fremst, frægðarljómi sá er leggur af bók- mentum fornaldarinnar, og svo það, að í hundrað ár hafa flestir íslendingar kunnað að lesa, og upp á síðkastið einnig að skrifa. það er nú að vísu ekki mikil mentun að kunna að lesa, en engu að síður er það afar mikilvægt at- riði, því það er meðalið til þess að geta aflað sér annarar og æðri mentunar. þess vegna er réttmætt að draga skýra línu á milli læsra og ólæsra þjóða. I-Iöfum vér íslendingar lengi verið læs þjóð? þessari spurningu er erfitt að svara. Sjálfsagt höf- um vér lengi verið- eins vel læsir og aðrar þjóðir, en alt fram á miðja 18. öld hefir þó helmingur þjóðar vorrar verið lítt eða ekki læs. Hin foma mentun vor, var fyrst og fremst eign höfðingjaættanna og kaþólsku kirkjunnar, þó alþýð- an nyti góðs af henni líka. Hin kaþólska menning, klaustrament- unin fekk banasár sitt við siða- skiptin og um sama leyti hnignar höfðingjavaldinu, en ný mentun kemur upp með hinum nýja sið og prentlistinni. Langflestar af þeim bókum, sem prentaðar voru hér á landi fyrstu tvær aldirnar eftir að prentun hófst hér, voru guðsorða- bækur. Uppbyggilegar bækur lút- erskk kirkjunnar. þær voru ærið misjafnar að gæðum, en þær eru þó einn aðalþátturinn í mentunar- lífi þessara alda, og hinir lútersku prestar verða smátt og smátt lærifeður almúgans. Vér erum vanir að skoða prestana sem aðal- frömuði íslenski*ar alþýðument- unar. Grundvöllurinn undir fræðslu- starfsemi prestanna er lagður með opnu bréfi Kristjáns IV. 22. apríl 1635. I því er biskupum, pró- föstum, prestum og öllum kirkj- unnar þjónum skipað að láta öll börn á íslandi læra fræði Lúthers utan að og yfirheyra þau í þeim. Ennfremur er prestum skipað að húsvitja oft og sjá um að böm- unum sé kent. Með þessu er klerkastéttinni falið á hendur að sjá um uppfræðslu æskulýðsins. Nú er að athuga hve vel hún hefir rækt skyldu sína. Flestir prestar munu hafa reynt að láta börnin læra eitthvað í fræðunum. þau voru oft og ein- att látin læra utan að, þó þau kynnu ekki að lesa. það er ekki hægt að fá miklar upplýsingar um árangurinn af starfi þeirra, fyr en Ludvig Ilarboe og Jón þorkelsson ferðast hér um land 1741—1745. Um ferðalög þeirra og starf má víða lesa. Best yfirlit hefir Dr. Jón Ilelgason gefið í bók sinni, Islands Kirke fra Re- formationen til vore Dage, bls. 135 —145. Hér skal aðeins sagt frá þeirri hlið í starfi Harboes, er kemur við alþýðumentun og fræðslustarfsemi prestanna. Mikið af skjölum Haboes er til á söfnum í Kaupmannahöfn, en sumt er því miður glatað. Hann fór um landið og rannsakaði ástandið í hverju prestakalli. Til er nákvæm lýsing á vísitasíu hans í Hólastipti. Sagt frá prestum og starfi þeirra og eiginleikum, og ekki dregin fjöður yfir breysk- leika þeirra. I hverju prestak. var börnum stefnt saman og prestar og djáknar látnir yfirheyra þau í viðurvist Harboes og Jóns. Ekki er hægt að sjá á hvaða aldri börn- in hafa verið, en eftir tölunni í sumum prestaköllum má giska á, að þau hafi verið 12—17 ára. Sumstaðar voru fullorðnir einnig spurðir. Ilér skal gefinn örstuttur út- dráttur úr skjölum Ilarboes um þessi efni, og síðan reynt að skýra, hvaða ályktanir má draga af þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru. Er þá fyrst Hólastipti, og skal skýrt frá ummælum Har- boes um prestana og fræðslustarf- semi þeirra í hverju prestakalli. Húnavatnssýsla. Bergstaðir og Bólstaðarhlíð: 34 börn, flest þekkingarlítil, þó 20 af þeim nokkurnveginn læs. Prest- urinn lélegur barnafræðari. Blöndudalshólar og Holtastaðir: Prestur lélegur en kapellan betri. 17 börn spurð og þau sem kapel- láninn uppfræddi, byrjuð á bók- lestri. Auðkúla og Svínavatn: Prestur- inn (Gísli Einarsson) kvartar um hirðuleysi foreldra. 40 börn, drengirnir allvel læsir, en stúlkur miður. Grímstungur: 17 börn, fáfróð, kunnu ekki fræðin, enda hafði presturinn vanrækt spurningar. Undirfell og Márstaðir: þar mætti 21 barn, fáfróð, einkum stúlkurnar. Breiðibólstaður og Víðidals- tunga: 30 börn, gátu fáu svarað, lestri ábótavant. Presturinn drykkfeldur og vanrækinn, en greindur og sæmilega að sér. Melur í Miðfirði: Barnaupp- fræðsla vel stunduð af kapelláni ()iorsteini Péturssyni), 31 barn hafði lært fræðin og útskýringar og flest byrjuð að læra að lesa. þorsteini er mjög hælt. Staður í Hrútafirði: Fá börn komu. þau voru læs, en annars lé- lega uppfrædd, enda var prestur (Guðm. Bjarnason) fáfróður og 'hirðulaus um söfnuð sinn. Staðarbakki og Gnúpur í Gnúpsdal: þar komu 29 börn. Kunnu fræðin og orðréttar út- skýringar, en ekki meira. Helm- ingur læs. Presturinn (Hannes þorláksson) er talinn með öllu ólærður, og varaður við þfætu- girni og drykkjuskap. Tjörn á Vatnsnesi og Kirkju- hvammur: 19 börn, aðeins 8 læs. þess er getið að presturinn sé því nær bókalaus, átti ekki Biblíuna. Vesturhópshólar: Presturinn talinn hafa vanrækt barnafræðslu. 18 börn illa að sér, 7 læs. þingeyrar: þar er prestur Ilannes Sigurðsson. Honum . er mjög hælt fyrir samviskusemi og húsvitjanir. 41 barn, óvanalega vel uppfrætt í kristindómi, en þó eru ekki nema 18 talin Iæs. Hjaltabakki: 22 börn, öll læs, en annar lærdómur á reiki. Höskuldsstaðir: þar komu 24 börn, flest bóklæs, kunnu þó ekki fræðin, enda var prestur alls óvanur barnaspurningum, drykk- feldur og snauður af bókum. Hof og Spákonufell: Prestin- um (Árna Davíðssyni) er mjög illa borin sagan. Fáfróður, ræða máttlaus og svæfandi og spum- ingar ekki betri. 23 börn höfðu lært fræðin og útskýringar. Flest öll læs. Með þessu er lokið vísitasíu í Húnaþingi. og eru flestir prestar taldir vanrækja fræðslu æskulýðs- ins. þeir eru ámintir um að taka sér fram, eða sæta frekari átölum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.