Tíminn - 20.06.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1925, Blaðsíða 1
j&fiftíbfeti 09 afgreiðsíur'aöur Cimans « Siguraeir ^riðrifsfo n. Sambanbstnisinu, KevfjaDÍf ,2\fgrctbsía í ímans cr t Sambanösipisinu baakija 9—12 f. b r>ínti 49»> IX. ár. Reykjarík 20. júní 1925 31 blað Lfftryggingafél. ANDVAKA h.f. Osló — Noregi y Isla.xx<d.sc5L©ildLixi. Mest útbreiðsla! Best viðskifti! Fljótust af- greiðsla! Reynslan er ólýgnust! Vestmannaeyjum, 28/3. -’25. - „Það vottast hér með að llf- tryg-gingarfél. „Ajrdvaka11 hefir reynst okkur ágætlega i viðskift- um, og efnt loforij sín við okkur að öllu leyti, með greiðslu á Uftryggingum tveggja sona olckar“. (Undirskrift. — Frumritið til sýnis). Læknir félagsins í Reykjavík er Sœmundur próf. Bjamhjeðinsson. Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson, kæstaréttarritari. Forstjóri: H e 1 g i V altýsson, Fósthólf 533 — Roykjavík — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 Harmoníum frá J8. M. Haugen á Lauvstad í Noregi eru viðurkend fyrir gæði; hljómfegurð og vandaðan frágang. — Hljóð- færin eru mjög ódýr eftir gæðnm. Svara öllum fyrirspurnum og sendi verðlista þeim er þess ógka. Sérstaklega vil eg benda prestum og kennurum á harmoníum með ferföldu hljóði- -(verö ca. 1000 kr.), sem er sérstaklega smíðað fyrir minni kirkjur og skóla. — Umboðsmaður á íslandi Sæmundur Einarsson, Þórsgötu 2, sími 732, beima kt. 1—3 og 8—9 síðdegis. t Jóq Jacobson fyiverandi landsbókavörður and- aðist 18. þ. m., eftir langa van- heilsu, nær hálfsjötugur. Hann, las forntungurnar um nokkur ár við Hafnarháskóla, en lauk ekki prófi og gerðist bóndi á Víðimýri í Skagafirði 1890. Hann var al- þingismaður Skagfirðinga 1891— 1899 og Húnvetninga 1903—1907. í Skagafirði gengdi Jón mörgum trúnaðarstörfum. Ilann var einn af stofnendum Kaupfélags Skag- firðinga, og -formaður þess um hríð, og síðar í Reykjavík um mörg áv fulltrúi umboðsmanns kaupfélaganna L. Zöllners. Bú- skapur lét Jóni vel, og í opinber- um málum þótti hann ötull og hygginn, en nokkuð íhaldssamui’, einkum í fjármálum. IJann var lengi einn af áhrifamestu mönnum fjárlaganefndar Alþingis. I stjórn málum var hann ákveðinn Heima- stjórnarmaður. Árið 1895 varð Jón aðstoðar- bókavörður við Landsbókasafnið, og fluttist til Reykjavikur árið eftir og bjó þar sem -eftir var æf- innar. 1906 varð hann landsbóka- vörður, og gegndi því embætti þangað til á síðasta hausti, en harm fékk lausn vegna heilsu- brests. I bókavarðartíð Jóns urðu stór- feldar breytingar á safninu. Mesta breytingin var bygging Safnahússins, mun Jón hafa átt frumkvæði að því, að ráðist var í það stórræði. Bókasafnið jókst mjög á árum Jóns, og bókhald hans og fjárreiður voru jafnan í ágætu lagi. Jón var hinn gerfilegasti mað- ur og karlmenni til burða. Hann var ágætur ræðumaður og skrif- aði slétt og fallegt mál. Eftir Jón liggja ýmsar ritgerðir í blöð- um og tímaritum, ennfremur rit- aukaskrá Landsbókasafnsins 1906 —1917 og Minningarrit Lands- bókasafns 1818—1918, mikið verk og vandað. Nokkrar útlend- ar bækur þýddi Jón einnig á ís- lensku, svo sem: Einfalt líf og Manndáð eftir franska heimspek- inginn Wagner. þýðingar hans voru einkar vel af hendi leystar. Jón var kvæntur Kristínu Páls- dóttur Vídalíns alþingismanns. Mestu merkiskonu. Lifir hún mann sinn ásamt einni uppkom- inni dóttur. -o- þann 13. þ. m. var leiðarþing háð að Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi að tilhlutun Jónasar alþm. Jónssonar. Rakti hann í langri og greinilegri ræðu úrslit og með- ferð þingmála síðasta þings. Fundurinn var vel sóttur og tójiu til máls af hálfu Framsókn- armanna þessir bændur: þórður hreppstjóri Gíslason Mýrdal, Guðm. bóndi Illugason Görðum, og Magnús oddviti Jónsson Snórrastöðum. Áuk þess töluðu tveir utanhéraðsmenn. Af hálfu íhaldsmanna kom eng- inn fram og fór fundurinn vel fram og skipulega. Fundaxmaður. -----o---- Hsstaréttardémurinn í máli Sambands ísl. samvinnu- félaga gegn Birni Kristjánssyni. Á rniðvikudaginn var, feldi hæstiréttur dóm í máli Sambands- ins gegn Birni Kristjánssyni. Mál þetta er þannig tilkomið, að haustið 1922 gaf B. Kr. út bækling eftir sig er hann nefndi „Verslunarólagið“. Var þá hin mesta versfunaróáran í iandinu og flest kaupsýslu- og útgerðar- fyrirtæki á mjög völtum fótum. Samband kaupfélaga og annara samvinnufélaga í landinu hafði þá fyrir nokkrum árum flutt að- alstöðvar sínar til Reykjavíkur og mun ekki ofmælt, að það hafi verið allsár þyrnir í augum flestra heildsala hér og þeirra manna annara, sem fela vilja kaupmönnum alla forsjá almenn- ings í verslunarmálum. þó flest eldri kaupfélög lands- ins, sem voru í Sambandinu, væru allvel efnuð og Sambandið þess- vegna að því leyti bygt á mjög traustum fjárhagslegum grund- velli, þá var það líka vitanlegt, að Sambandið sjálft hafði ekki á fyrstu starfsárum sínum haft að- stöðu til að safna miklum eign- um. Og þegar samfara þessu dundi yfir landið sú mesta versl- unaróáran, sem komið hefir hér undanfarna áratugi, var tíminn einkarvel til þess fallinn að hefja árás á þennan un'ga félagsskap og koma honum á kné. Bæklingur B. Kr. var veiga- mesti þátturinn í þessum árás- um. Nafnið, „Verslunarólagið", benti reyndar til, að hér væri gert að umræðuefni hverskonar misfellur í íslensku viðskiftalífi, en bæklingurinn var ekkert ann- að en illvíg árás á samvinnufé- lagsskapinn og sérstakle'ga Sam- bandið. Allur bæklingurinn var skrifaður af .hinni megnustu læ- vísi, reynt að forðast ákveðin skammaryrði, en dylgjað um alls- konar óreiðu og fáráðlingshátt, bæði hjá Sambandinu og starfs- mönnum þess. Mun ihöfundurinn hafa gert ráð fyrir að á þessum vandræðatímum væru hugir mahna einkar vel móttækilegir fyrir rógburð og tortryggni, og þar sem samvinnufélagsskapur- inn byggist að mjög miklu leyti á gagnkvæmu trausti félags- manna, hlaut það að vera stór sigur fyrir andstæðinga félag- anna, ef hægt væri að breiða út dylgjur um félagsskapinn sem vakið gætu tortrygni og úlfúð sem víðast, enda var bæklingur B. Kr. sendur ókeypis út um alt land. En jafnframt þessum aðal- tilgangi sínum, varð höf. að haga svo orðum, að ekki yrði á þeim haft, ef til kasta dómstólanna kæmi að dæma um þau, og mun hann hafa notið aðstoðar lögfræð- ings, eins eða fleiri, í þessu efni. Fljótlega eftir útkomu bækl- ingsins gaf Sambandsstjórnin út svar -í sérstöku hefti af Tímariti samvinnufélaganna. Svarið skrif- uðu þeir Páll Jónsson bóndi í Einarsnesi og Jónas þorbergsson ritstjóri. Svaraði svo B. Kr. aft- ur með nýjum bæklingi, sem út kom nokkru síðar. Höf. náði tilgangi sínum að nokkru leyti. Um bækling hans urðu hinar illvígustu blaðadeilur, og tortrygnin magnaðist gegn samvinnufélagsskapnum, og of- sóknir andstæðinganna á hendur félagsskapnum og einstökum for- ystumönnum hans hafa verið miklu hamramari síðan bækling- urinn kom út. Fyrir stjórn Sam- bandsins var þetta talsvert vand- meðfarið mál. Eins og svai' það, er hún gaf út, ber með sér, vildi hún forðast illindi í lengstu lög, að svo miklu leyti sem það gat talist Sambandinu skaðlaust. En eftir því sem deilumar hörðnuðu og ýmsar afleiðingar níðbæklings- ins komu betur í ljós, sá stjórn- in að við svo búið mátti ekki standa. Væri hér ekki tekið mann- lega á móti, mátti gang-a að því vísu, að hver óvalinn þorpari teldi sér hættulaust að skrifa, eða láta skrifa, níð um félögún og Sambandið í dagblöð og flugrit, sem dreift yrði út meðal almenn- mgs, og gæti gert félagsskapn- um hið mesta tjón. það varð því að ráði að B. Kr. var stefnt fyrir sáttanefnd og er sáttakæran gefin út 3 apr. 1923. Ekki varð af sætt- um og vai' málinu því vísað 'til aðgerða dómstólanna. þann 7. ág. 1924 var dómur kveðinn upp í undirrétti. Eru nokkur ummæli stefnda dæmd dauð og ómerk en hvorki dæmt í sektir né skaðabætur. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Var dómur uppkveðinn 17. júní og hljóðar svo: „Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar af hálfu beggja aðila. í ummælum þeim í riti gagn- áfrýjanda, Verslunai'ólagið, bls. 47, sem átalin eru, er komist svo að orði: „Og vel má búast við, að þeir menn setji öll járn í eldinn til þess að halda við ástandinu sem er, sem búnir eru að búa svo vel í haginn fyrir sig við kaupfélags- menskuna, að þeir njóti nú sumir sennilega hæstu launa allra manna í landinu, t. d. við Sam- bandið“. í þessum orðum felst aðdróttun um, að starfsmenn Sambandsins, ótiltekið hverjir, kunni ef til vill að misbeita stöðu sinni í eigin- hagsmunaskyni. Samskonar að- dróttun felst einnig í þessum um- mælum á bls. 18 í Svari áfrýj- anda til Tímarits íslenskra sam- vinnufélaga, er einnig hafa verið átalin: „En um þetta hafa nútíðarfor- kólfarnir ekki hugsað, þeir virð- ast hugsa aðeins um það, að troða sér sjálfum fram með oln- bogaskotum og steyttum hnef- um. Dæmin eru líka deginum ljósari“. IJvorttveggja þessi ummæli eru meiðandi fyrir menn þá, er þeim er bent að. Ber því að ómerkja þau og láta gagnáfrýj anda sæta sektum fyrir þau samkvæmt 219. gr. hegningarlaganna. Sömuleiðis eru átalin þessi um- mæli á bls. 55 í ritinu Verslunar- ólagið: „þessi reikningsaðferð, sem Landsverslunin hefir notað, þarf ekki að vera gerð í sviksamleg- um tilgangi, og fráleitt er að svo sje hér, en hún getur þó fætt af sér sviksemi annara. Aðrir geta auðveldlega bygt uppgerð sína á reikningi Landsverslunarinnar, og þannig falið skipaupphæðir í bili, er reikningurinn er gerður upp, og flutt þær yfir á næsta ár. Sjóð- þurð má t. d. auðveldlega fela á þennan hátt. Og það má gera það í stærri og minni stíl. það má fjölga viðskiftamönnum, sem eru svo góðsamir að kvitta skuld 31. des., þótt hún sé ekki greidd fyr en árið eftir. Og eftir þessu og öðru af líku tagi verður að líta, ekki einungis hjá Sambandinu, heldur og hjá kaupfélögum, sem versla beint við Landsverslunina, eða aðra, sem haga kunna reikn- ingsfærslunni á líkan hátt“. í ummælum þessum felast dylgjur um að aðaláfrýj andi muni ef til vill nota til blekkingar slíka reikningsfærslu viðskiftamanna sinna, sem lýst er næst á undan hjá Landsverslun. Ber að ómerkja þessi ummæli og láta gagnáfrýj- anda sæta sektum fyrir þau saxn- kvæmt 219. gr. hegningarlag- anna. Ennfremur þykir rétt að ómerkja þau af hinum átöldu um- mælum, er hér fara á eftir, og sem flest voru ómerkt í hinum áfrýjaða dómi: í ritinu Verslunarólagið bls. 37: „tryggum huliðshjálmi virðist varpað yfir viðskifti þess“. í Svari gagnáfrýjanda á bls. 14: „Stefnir ekki starfsemi Sam- bandsins okkar einmitt í þveröf- uga átt, að gera menn ófrjálsa og háða“. Á bls. 18 í sama riti: „því hvernig innheimtu skuld- anna er miskunarlaust beitt, eft- ir að búið er að leiða menn út í skuldaógæfuna". Á bls. 24 í sama riti: „því að það hefir ekki aðeins steypt kaupfélögunum í skulda- fjötra og hættu“. Orðið „felur“ á bls. 30, og orð- in „í pukri“ á bls. 37 í sama riti. Að öðru leyti verður, eftir því sem málið hefir verið flutt í Iíæstarétti, og samkvæmt for- sendum hins áfrýjaða dóms, er fallist verður á að mestu leyti, að telja það rétt að undirdómur- inn eigi ómerkti fleiri af hinum átöldu ummælum né lét gagn- áfrýjanda sæta refsingu fyrir þau. í tilefni af flutningi málsins í hæstarétti athugast, að ekki hef- ir verið stefnt í málinu til á- byrgðar samkv. 222. gr. hegning- arlaganna, og kemur hún þegar af þeirri ástæðu ekki til greina í málinu. það hefir ekki verið sannað eða gert sennilegt, að hin átöldu um- mæli hafi bakað áfrýjanda tjón, og verður skaðabótakrafan því ekki tekin til greina. Sekt sú, er gagnáfrýj anda ber að greiða ákveðst 100 krónur í ríkissjóð, ella sæti hann einföldu fangelsi í 10 daga. Málskostnaður í undirrétti falli niður, en gagnáfrýjanda ber að greiða aðaláfrýjanda 200 kr. upp í málskostnað í hæstarétti. því dæmist rétt vera: Framantalin ummæli eiga að vera dauð og ómerk. Gagnáfrýj andi Björn Kristjáns- son greiði 100 króna sekt í ríkis- sjóð, en sæti 10 daga emföldu fangelsi, ef sektin ekki er greidd á réttum tíma. Málskostnaður í héraði falli niður, en gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda, ýlambandi ís- lenskra Samvinnufélaga, 200 krónur upp í málskostnað í hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lög- um“. Eins og dómurinn ber með sér hefir stjórn Sambandsins unnið málið og fengið stefnda dæmdan í selct, umrnæli dæmd dauð og ómerk og hefir hún að því leyti ■ náð tilgangi sínum, þó skaða- bótakrafan ekki væri tekin til greina. Að þessu sinni skal dómur Ilæstaréttar ekki gerður að um- ræðuefni, enda er það frekast verk fyrir lög-fræðinga að gagn- rýna, að hve miklu leyti gildandi lög og dómvenjur hér á landi um traustsspillandi ummæli geta tal- ist viðunandi og í samræmi við það sem tíðkast jí helstu menn- ingarlöndunum. Fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum málum, væri og fróðlegt að gera samanburð á þessum dómi og öðrum hliðstæð- um dómum sem Hæstiréttur hef- ir dæmt. P. ----o----- Tryggvi þórhallsson ritstjóri fór norður á Strandir nú í vik- unni til fundarhalda, og annast Hallgrímur Hallgrímsson sagn- fræðingur ritstjórnina á meðan hann er fjai*verandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.