Tíminn - 20.06.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1925, Blaðsíða 4
114 TÍMINN Hiísmæðraskólinn á Isaflrði tekur til starfa 1. október n. k. Námskeiðin verða tvö, fjórir mánuðir hvort. Námsgreinar: Matreiðsla, þvottur, hreingerning herbergja, næringarefnafræði heilsufræði, útsaumur og baldering. Heimavist er í skólanum. Mánaðargjöld 90 kr. er borgist fyrirfram. Hver nemandi hafi með sér rúmfatnað og allan klæðnað. Jjæknis- vottorð verður hver nemandi að sýna, við inntöku í skólann. Umsóknir séu komnar fyrir 14. sept. og stilaðar til Skólanefndar Húsmæðraskólans, eða til undirritaðrar forstöðukonu, sem gefur allar nánari upplýsingar. Ísafirðí 10. maí 1925. Gyða Magnúsdóttir. Verslunarskóli íslands tekur til starfa 1. október n. k. Inntökuskilyrði i fyrstu deild, sem eru þau sömu og undanfarin ár, eiu þessi: 1. Að þekkja orðflokkana og reglulegar beygingar í íslensku. 2. Að liafa lesið í dönsku einhverja lestrarbókina: Jóns Þórar- inssonar eða Þorleifs og Bjarna eða Steingríms eða Jóns Ofeigssonar. 3. Að hafa lesið 50 fyrstu kaflana í Geirsbók eða sem því svarar í öðru. í öllum málunum er lieimtað að nemandi þekki orðflokka, beygingar og kennimyndir (og kyn). 4. Að kunna 4 höfuðgreinar (saml., frádr., margf. og deiling) í heilum tölum og brotum (og tugabrotum). 5. Gott siðferði. 6. 16 ára aldur minst. Til upptöku í 2. deild þarf nemandi að hafa lesið það sem lesið er í fyrstu deild og fæst listi yfir það hjá skólastjóra. Kvölddeild verð- ur haldin ef næg þátttaka verður. Skólagjald það sama og áður, kr. 175, dagskólagjald, kr. 105 kvöldskólagjald og greiðist fyrirfram. Umsóknir eiga að vera skriflegar og sendast skólastjóra eða for- manni skólanefndar hr. Sighvati bankastjóra Bjarnasyni. Reykjavík, í júní 1925. Jón Sivertsen. Bændur! Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hinum afar hagkvæinu kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsleidslu— tælcjum, svo sem: Galv. pípuiu, dælum, vatnshrútum, krönum o. g. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu hvert á land sem er. Not- færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og uppsetningu á þessum tækjum. Leitið upplýsinga til okkar urn alt er þér þurfið vitneskju um í þessu efni. og við munurn svara fyrirspurnum yðar um hæl. Virðingarfyllst Helgi Hagnússon & Co eflir þessu eina mnlenda íélagi þegar þár sjóvátryggið. Símí 542. Pósthólf 417 og 574. Símnefni: Insurance. Alfa^ Laval skilvindnr reynast best Fantanir annast kaupfé- lög út um land, og* Samband ísL samv.íélaéa. Ofsjónir Sigurðar frá Kálfafelli. Sigurður frá Kálfafelli er enn á ferðinni í Verði með smávegis olnbogaskotum til mín. Mér finst lítil þörf á að svara fleipri hans, en vil þó minnast á fá atriði til gleggri skilnings á höfundinum. Ilann segir í grein sinni meðai annars: 1. að eg hafi haldið fundi til að þvo hendur mínar út af rit- deilum við sig. 2. að aðalefni hótunarbréfsins hafi verið að láta mig vita að sér væri þökk á, að eg kæmi á þingmálafund í Lóni. 3. að eg hrósi mér af því, að eg sé í ábyrgð fyrir Kf. Austur- Skaftfellinga, að eg þykist sýna mikla fórnfýsi með því að vera þar félagsmaður og að eg telji að mér sé að þakka vegur félagsins og gengi. þetta alt, ásamt fleiru, í grein hans eru ofsjónir, misminni og missýningar, sem eg tel rétt að tala vægilega um höf. vegna, en vil taka fram það, sem hér fer á eftir. það hafa engir fundir verið haldnir í Austur-Skaftafellssýslu vegna árásar höf. á mig eða grein- ar kjósanda í A.Skaftaf.sýslu, venjulegir deildarfundir voru um garð gengnir í tveim hreppum og ákveðnir í hinum, áður en árás S. S. var kunn austur frá, enda hennar ekki minst nema á einum fundinum og það á þann hátt, sem er gagnstæður því er S. S. hefði óskað. — þetta eru því of- sjónir hjá honum. S. S. virðist halda að menn út um land hafi svo mikið við það sem hann skrif- ar, að rokið sé til, og almenning- ur á fund út af því. þó að eg vilji ekki spilla þeirri ánægju, sem S. S. efir af því að draga upp svona myndir af sjálfum sér, verð eg að segja honum það, að þetta er eintómur hugarburður hjá honum. Menn brosa bara á kostnað höf. að þessum peðringi ans í blöðunum, kunningjar hans kenna í brjósti um hann, en vesa- lings Sigurður telur víst sjálfum sér trú um að heil héruð eða jafnvel þjóðin öll hlusti er hann tekur til máls, og standi á öndinni út af orðum hans. — „Alt er það öfugt hjá Pétri“. þá er það „hótunarbréfið“. S. S, er auðsjáanlega alveg búinn að gleyma efni þess, þetta sem hann nú segir að hafi verið aðalefni þess er ekki minst á í því, en það sem eg átti að lesa á milli línanna var vafalaust það, að honum væri e k k i þökk á að eg kæmi á þingm.fundi í Lóni. Bréfið er enn- þá til og getur verið gott vitni um eiginleika og innræti höf. — Eg hef ekki nema ánægju af að rifja upp minningar frá fundi. þessum, en eg vil efast um að S. S. sé það jafnmikil ánægja. Svo er þriðja atriðið, þetta sem S. S. segir um mig í sambandi við Kf. A.Sk., að eg hrósi mér, þykist sýna fórnfýsi o. s. frv. Til glöggvunar vil eg rifja upp það sem eð sagði um þetta efni í Tímanum 9. maí þ. árs, eg segi þar: „Eg er í ábyrgð fyrir Kaupf. A.Skaftf. með öðrum félagsmönn- um, og tel eg mig hafa jafnfægð- an skjöld þess vegna, því enginn hefir enn tapað nokkrum eyri hjá félaginu“. það mun erfitt að finna nokk- uvt sjálfshól í þessum orðum, þau eru lituð til þess að hnekkja dylgjum S. S. um, að eg stæði illa að vígi um ábyrgðir o. fl. og lesa má í Verði 21. mars síðast- liðnum. f grein minni er heldur ekkert sagt um hag Kf. A.Sk., mér né öðrum til lofs eða lasts, og alls ekki minst á að „mér sé nú að þakka vegur og gengi félagsins“, eins og Sigurður orðar það. — Um það getur hver hugsað og sagt sem honum sýnist mín vegna. IJöf leggur mér í munn hitt og annað em eg hefi aldrei sagt né hugsað og reynir svo að snúa út úr því. Slíkur málflutn- ingur hefir aldrei verið talinn lofs- verður, og öfundlaus er hann af þeirri aðferð því hún er „verst fyrir piltinn sjálfan“. Sigurður frá Kálfafelli berst við sína eigin uppvakninga og má mikið vera ef þeir verða honum ekki að fótakefli fyrr en varir. S. S. er öðruhvoru að hrósa mér fyrir reglusemi og dugnað, en virðist endilega vilja að eg geri einhverjar athugasemdir við það, eg sé nú' enga þörf á því fyrir mig að andmæla þeim lofsyrðum, en vil þó taka fram að mér er eins kært að fá last frá honum og lof. önnur atriði í grein S. S. nenni eg ekki að fást við, en þau ásamt því sem minst hefir verið á, benda til þess að höf. muni þó „ekki klígja við öllu“, þegar um það er að ræða að dylgja um ná- ungann. Meðferð höf. á orðum mínum í 25. tbl. Tímans bregður skörpu Ijósi yfir hvernig hann leyfir sér að fara með orð annara manna, og hafi hann á þann veg notað hin útlendu rit, sem hann vitnar til í pésa sínum, verð eg að telja pésann næsta lélegan grundvöll. þetta kom líka í ljós um hið til- færða erindi eftir Steph. G. Steph ansson og áður hefir verið bent á. þessi síðasta grein S. S. sýnir ágæta mynd af honum, bæði okk- ur sem þektum hann sæmilega áður, og einnig hinum sem hefir skort næga þekkingu á honum, og’ fyrir þær sakir tel eg grein hans betur ritaða en óritaða. Mætti eg svo spyrja hinn „fjöl- vitra og réttorða samvinnumann" eftirfarandi spurninga: Hvers vegna fylgdi Sigurður frá Kálfa- felli fram samábyrgð í Kf. Aust- ur-Skaftf. er það var stofnað vet- urinn 1919—1920? Hvort á að marka meira .verk hans 1919 eða orð 1924 að því er kemur til samábyrgðarinnar? IJversvegna hefir S. S. ekki enn sýnt í verkinu hvernig reka skuli samvinnufél. þannig „að þau séu öllum þeim til hagsbóta sem í þeim eru og kunna að verða? Ilvað leggur hann til skjóls því skipulagi samvinnunnar sem Pét- ur Jónsson vildi ekki vera láta, eins og S. S. var að tala um í haust að þyrfti- Að endingu vil eg láta í ljósi, að vel athugandi væri að gera S. S. að endurskoðara við allar póstaafgreiðslur sökum hins mikla áhuga hans um póstmál er síð- asti Vörður o. fl. ber vitni um. Slíkur endurskoðandi þarf að vera kunnur að því að fara vel með sitt og annara fé, vera glöggur reikn- ingsmaður og ekki „hafa freklega reiknað sér launin“. — Ætli Sig- urður frá Kálfafelli sameini ekki alla þessa kosti? St. í Reykjavík 17. júní 1925. Jón ívarsson. ----o---- Heimskautsfhigið. Amundsen og félagar hans komu til Spitz- bergen 18 þ. m. heilir á húfi. í næsta mánuði verður sagt frá ferðinni. Útlendar fréttir koma í næsta blaði, sömuleiðis frásögn um Borgarnesfundinn. H.f. Jón Sigmundsson & Co. i og silfri. pöstkröfu út ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. HELOTTE Aðalumboðsmenn: Á. ÓLAFSSON & SCHRAM Simn.: Avo. Simi: 1498 Rif f ilskot nr. 25—20. Sportvöruhús Reykjavíkur. Haustrigningar hinn skemtilegi og fyndni gaman- leikur, sem skemt hefir Reykvík- ingum í allan vetur, eru nú komn- ar út á góðan pappír. Fást hjá nær öllum bóksölum landsins. Austanfjalls fást þær hjá þor- steini Jónssyni á Hrafntóftum. Fyrirspurn til skiítaráðandans í þrotabúi Jóns . Björnssonar & Co. í Borgamesi. Út af miklu umtali manna á milli hér í héraðinu um að versl- unin „Jón Björnsson & Co“ í Borg arnesi hafi rétt áður en hún fram- seldi bú sitt til gjaldþrotameð- ferðar, fært nær allar innieignir viðskiftamanna sinna í héraðinu á reikninga ýmsra skuldunauta sinna (með milliskriftum), og þannig minkað eignir þrotabús- ins um nokkra tugi þús. kr., þá vildi eg leyfa mér að gera þá fyrirspurn til skiftaráðandans í nefndu þrotabúi hvort þetta sé satt, og í öðru lagi, leyfilegt gagnvart öðrum „kreditorum“ þrotabúsins. Æskilegt væri að fá þessari fyrirspurn svarað og það sem fyrst, ef hægt væri að kveða þennan orðróm niður, og fyrir- byggja framvegis allan þvætting og gétgátur um þetta efni manna á milli. Borgfirðingur. Herra ritstjóri! þér hafið óskað þess að eg svar- aði fyrirspurn þessari, er beint er til. mín, sem setts skiftaráðanda í þrotabúi firmans Jón Björnsson & Co. Eg get ekki eins og sakir standa neitt um þetta sagt, en vitanlega er alt sen? að skiftum búsins lýtur vandlega athugað af skiftaréttinum og skuldheimtu- mönnum búsins. Reykjavík, 20. úní 1925. St. GunnJaugsson. -----o---- Hátíðahöld fóru fram í Reykja- vík 17. og 19. júní, með líkum hætti og undanfarin ár. Garðar Gíslason stórkaupmaður hefir í undirrétti verið dæmdur í 150 króna sekt, eða 10 daga fang- elsi, og 100 króna málskostnað fyrir meiðingar í máli er Magnús bóndi Stefánsson á Flögu höfðaði gegn honum, og ummælin dæmd dauð og ómerk. Ritstjóri: Tryggvl þórhallsson. Prentnmiðjan Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.