Tíminn - 25.07.1925, Page 1
(^)aíbferi
03 afgrei6slur’a6ur Cimans er
Stgurgeir ^ritrifsf o n,
Sombanbsljúsimt, Retfiauif
^fgtei&öía
í í m a n s er i Sambanbsbúsiun
®pin baoileða 9—i2 f. þ.
Sirui ^96.
IX. ár.
Reykjavík 25. júlí 1925
36 blað
Iltan úr heimi.
Kína.
Snemma í síðasta mánuði hóf-
ust óspektir 'miklar í Shanghai,
helstu hafnarbbrg í Kína, hafa
þær síðan breiðst allmikið út 'og
hyggja margir að til mikilla tíð-
inda kunni að draga áður en
langt um líðíTr. þessi uppþot hafa
verið fyrst og fremst stýluð gegn
útlendum atvinnurekendum í Kína
og afskiftum stórveldanna af kín-
verskum stjórnmálum. Enda er
ekki að furða þótt Kínverjar rísi
upp gegn yfirgangi útlending-
anna.
Kína hefir um langt skeið verið
góður akur fyrir fjármagn og
framtakssemi Norðurálfunnar. —
þar var ágætur markaður fyrir
iðnaðarvörur þeirra og þeir hafa
sett stórfé í allskonar fyrirtæki
í landinu. Jafnframt þessu tók
Kína stórlán hjá stórveldunum,
stundum eftir þvingun, en ekki af
því, aþ brýn þörf væri á pening-
um.
Síðan stjórnarbyltingin hófst
1911 hefir verið óeirðasamt í
Kína. Nokkrir herforingjar hafa
barist um völdin, en þjóðinni var
illa við ófriðinn. Kínverjar eru
menn friðsamir, iðjusamir og
sparneytnir, en engir áhlaupa-
menn, og hervaldsstefnan átti lítið
fylgi meðal þeirra. Á þessum
óeirðatímum fóru stórþjóðirnar og
ekki síst Japanar, að blanda sér í
innanríkismál Kínverja. Að vísu
var samþykt á „Níveldafundin-
um“ í Washington 1922, að við-
urkenna Kína sem „fullvalda,
sjálfstætt og óskert ríki“, en hin
fjárhagslegu áhrif stórþjóðanna
fóru þó sífelt vaxandi.
Jafnframt þessu hófu rússnesk-
ir Bolsevikar ákafan undirróður í
Kína. þeir fengu daufa áheyrn
hjá mestum hluta landsmanna.
Langflestir Kínverjar eru akur-
yrkjumenn, friðsamir smábændur.
I stórborgunum gekk Bolsevikum
betur og' þá einkum í Shanghai,
þar sem verslun var mest og verk-
smiðjur flestar. þeir slógu líka á
þá strengi er viðkvæmastir voru,
yfirgang stórþjóðanna og útlend-
ingahatur Kínverja.
Uppþotið byrjaði með verkföll-
um, sem gerð voru til þess að
mótmæla lengd vinnutímans og
vinnu barna og unglinga í baðm-
ullarverksmiðjunum, en það sem
einkennilegast var, var það að
verkföllin náðu þvínær eingöngu
til allra þeirra fyrirtækja, er voru
eign útlendra þjóða. þó það væri
öllum ljóst, að meðferð á öllum
verkalýð var ennþá verri í þeim
verksmiðjum, sem voru eign Kín-
verja, heldur en Norðurálfu-
manna.
Verkföllin breiddust fljótt út,
og brátt urðu nqkkrar blóðsút-
liellingar. I Shanghai var barist á
götum hvað eftir annað. Stjórnin
lofaði að koma friði á, en tókst
það ekki, enda mun henni ekki
hafa verið leitt, þó þrengt væri
kosti útlendinga. þá sendu stór-
þjóðirnar herskip til Shanghai, til
þess ,að skakka leikinn, en inni í
landinu geysar ófriðurinn enn og
allmargir Evrópumenn hafa verið
. drepnir.
það er ekki séð fyrir endann á
þessum óeirðum. Margir halda, að
þetta sé upphaf að uppreisn Aust-
urlanda gegn yfirgangi NorðuJ’-
álfumanna. En Kínverjar eru
veikir sem hernaðarþjóð, og sjálf-
um sér sundurþykkir. það er eig-
inlega ekki hægt að tala um Kína
sem eitt ríki, því ýms héröð hafa
gert uppreisn gegn ríkisstjórninni
og eru sjálfstæð sem stendur. Ef
til vill getur útlendingahatrið
sameina þau, en þó er það óvíst.
Frá Rússum er varla mikillar
hjálpar að vænta. þeir geta að
eins blásið að kolunum, en varla
veitt vígsgengi.
Öðru máli er að gegna um Jap-
ana, þeir eru að vísu hataðir af
Kínverjum sem stendur, en skyld-
leiki og sameiginlegt hatur á
Vesturlandaþjóðunum gæti ef til
Forspjallsorð.
Enginn veit hvað átt hefir fyr
en mist hefir. Fyrir styrjöldina
miklu höfðum við íslendingar
áreiðanlega ekki fulla hugmynd
um það, hversu farsælt það var
og hagkvæmt um heilbrigðan at-
vinnurekstur, að hafa gulltrygða,
Lnnleysanlega peninga, með föstu
og ákveðnu verði. Við gengum
út frá því sem sjálfsögðu að svo
væri það og yrði.
Ýmislconar krepputímar og
byltingar í atvinnu og verslunar-
lífinu komu yfir okkar land og
nágrannalöndin á árunum fyrir
stríðið, en það raskaði ekki grund-
velli peningamálanna. Krónan var
innleysanleg við gulli og hjelt
sínu ákveðna verði.
En upp úr styrjöldinni urðu
sveiflurnar í atvinnulífi og versl-
un svo stórkostlegar um heim all-
an, og við drógumst svo með inn
í strauminn að grundvöllurinn bil-
aði. Innleysanleiki krónunnar var
afnuminn. Verð krónunnar hætti
að vera fast. Töp einstaklinga og
heildar leiddu af sér hið stórkost-
lega verðfall hennar.
Og síðan höfum við fengið á því
að kenna mjög alvarlega hversu
mikið böl það er, að búa við það
ástand að grundvöllur alls fjár-
málalífs er ótryggur. Síðan hefir
í raun og veru ekki verið hægt
að tala um heilbrigðan atvinnu-
rekstur á íslandi.
Allir sammála.
Sjaldgæft er það að allir séu
sammála um að eitthvert skipu-
iag, sem varðar mjög afkomu
allra einstaklinga þjóðfélagsins og
heildarinnar, sje gallað. Enn
'sjaldgæfara er hitt að allir séu
sammála um markið sem að beri
að keppa til þess að bæta úr göll-
unum.
En það má heita svo að allir
séu sammála, í þessu efni, og um
þetta hvorttveggja.
það liggur svo beint við, að ef
verðgildi peninganna er háð mikl-
um sveiflum, þá getur í raun og
veru ekki verið að tala um heil-
brigðan atvinnurekstur.
það er alviðurkent að þjóðfé-
lagsskipulagið á að vera þannig
að hinn atorkusami, sparsami og
forsjáli maður á að bera úr být-
um góð laun vinnu og vits.
En ef grundvöllur atvinnulífs-
ins er ótryggur, ef peningamir
eru t. d. þriðjungi verðhærri í dag
en fyrir mánuði síðan eða tveim
eða þá öfugt, þá t. d. bónd-
vill knúð þá saman, en þá mundu
Japanar taka forustuna. Ennfrem-
ur mundu þeir styðja uppreisnar-
hug Indverja og annara undirok-
aðra þjóða í Austurlöndum.
Er nýtt stríð að hefjast aust-
ur frá? Er austrið að rísa gegn
vestrinu? þetta eru spumingar,
sem mjög eru ræddar í blöðum
Norðurálfunnar nú. Ef til ófriðar
kæmi, er ekki ólíklegt að hygg-
indi og vígbúnaður Breta og ann-
ara vestrænna þjóða mundi veita
þeim sigurinn, og það því fremur,
sem höfuðeinkenni Austurlanda-
búa, sundurlyndið, mundi valda
því, að þeir stæðu ekki samhuga
i baráttunni.
inn gerði áætlanir sínar um at-
vinnureksturinn, þá er engin
trygging fyrir að atorka og for-
sjá fái sín laun, lieldur er það
undir hepni einni komið hver ber
úr býtum gróða og hver tap. At-
vinnureksturinn er orðinn fjár-
hættuspil. Fótum er kipt undan
ö!llu heilbrigðu atvinnulífi. þær
dygðir sem mest hafa verið metn-
ar í borgaralegu lífi: atorka, spar-
semi og forsjá, eru einkis virði.
En það þjóðfélag er illa farið sem
fyrst og fremst á að grundvallast
á öðrum einkunum manna.
]?essvegna eru allir, aðrir en
fjárglæframenninir, sammála um
að einhver mesta nauðsyn sé sú
að fá aftur traustan grundvöll
undir atvinnulífið með föstu pen-
ingagildi. þessvegna eru þeir og
sammála um að' það sé einhver
ríkasta skylda löggjafa og lands-
stjórna að koma í framkvæmd
þeim ráðstöfunum sem greiða
veginn að þessu marki. Og um
þetta eru menn ekki einungis sam
mála hér á íslandi, heldur og í
öllum löndum og það bæði lærðir
og leikir.
Reynslan er hinsvegar svo
áþreifanleg um það með hverjum
hætti náð verði þessum grund-
velli að svo má einnig kalla að
allir séu sammála um markið sem
á að að keppa.
það þarf ekki annað en líta á
fortíðina. Hingað til hefir ekki
fundist annar tryggari verðmælir
en gullið. Um að nota þann verð-
mæli hafa því nær allar þjóðir
orðið sammála.
Við þann verðmæli á að miða
gildi peninganna. Og til þess að
trygt sé verður hvenær sem er að
vera hægt að sannfærast um
þetta og því verða peningamir,
seðlarnir, að vera innleysanlegir
við gulli.
Reynslan fyrir stríðið sýndi að
þetta var traustur grundvöllur á
venjulegum tímum-. það þurfti
heimsstyrjöld til þess að raska
honum.
Næðist sá grundvöllur aftur
ætti því að vera fengin trygging-
in fyrir að ekki raskaðist, nema
ný heimsstyrjöld skylli yfir með
j afnógurlegum afleiðingum. Um
þetta tvent eru menn því sam-
mála, svo að kalla allir:
þjóðfélaginu ber skylda til að
koma peningunum í fast verð og:
Leiðin til að ná því marki er
sú að gera peningana, seðlana,
aftur innleysanlega við gulli.
Leiðir skiftast.
Svo langt eru menn sammála,
en lengra ekki.
Leiðarnar skiftast þá er ákveða
á hvaða verðgildi krónan á að
hafa gagnvart gullinu.
Leiðarnar sem menn vilja fara
til þess að ná markinu eru tvær.
1. Að koma krónunni aftur upp
í sama gullverð og hún hafði fyr-
ir stríðið og gera hana innleysan-
lega við sínu gamla verði. þá leið
hefir England farið og er komið
alla leið, og Svíþjóð sömuleiðis.
Á þeirri leið hafa Danmörk og
Noregur verið a. m. k. hingað til.
Á þeirri leið höfum við íslending-
ar einnig verið hingað til og má
varla heita að heyrst hafi raddir
um opinberlega að fara aðra leið,
fyr en á Alþingi síðasta.
2. Að gera krónuna innleysan-
lega við gulli sem næst við því
verði, sem hún hefir þá er það
spor er stigið. þar sem króna
okkar hefir nú t. d. c. 2/s þess
verðs sem hún hafði fyrir stríð-
ið þá yrði útkoman sú, ef þessi
leið yrði farin, að við yrðum að
breyta peningalögum okkar. í
stað þess sem nú sténdur þar t.
d. að 10 kr. gullpeningur skuli
vega 4,4803 grömm af gulli, þá
yrði sett að hann skyldi vega 2/3
hluta af þeirri þyngd o. s. frv.
þetta, að fella peningana þannig
endanlega í verði, eða öllu heldur
að ákveða að verðgildi þeirra sem
nú er, eða sem næst því, skuli
haldast áfram, er kallað að stýfa
krónuna. þá leið hefir t. d. Finn-
land farið og gjört sína peninga
innleysanlega við gulli á V10 þess
gullverðs sem þeir höfðu fyrir
stríðið.
Enginn ágreiningur er um, að
hvor leiðin sem farin er, sé alt
nægilega undirbúið að öllu leyti,
er jafntrygg um að ná því marki
að fá fastan grundvöll undir at-
vinnulífið með stöðugu peninga-
gildi.
Hvað segja vísindin?
Um þessar tvær leiðar að mark-
inu er deilt í öllum þeim löndum
sem hafa orðið svo ógæfusöm að
peningar þeirra félíu í verði, eru
enn meir og minna í lægra verði
en va,r, og sem þar af leiðandi
búa víð hið óþolandi ástand, sem
leiðir af óstöðugu verðgildi pen-
nganna.
Um þessár tvær leiðar að mark-
inu hefir rneir verið ritað, og af
hinum lærðustu mönnum, en um
nokkur fjárhagsmál önnur, í hin-
um stóra heimi. Merkilega fátt
hefir verið um þetta ritað á okk-
ar landi, og sannast í því efni hið
fornkveðna að tómlátur er Mör-
landinn. En það veldur jafnframt
að mál þetta er svo flókið og
vandasamt, og hinsvegar svo af-
leiðingaríkt hver spor verða end-
anlega stigin, að ekki verður
þungur dómur á lagður þótt smá
ríkin hlusti fyrst alllengi á það
hvað fram kemur frá hinum
stóru.
Er það vitanlega ókleift, í
stuttri blaðagrein, að rekja, þó
ekki væri nema í stórum drátt-
um, það. sem sagt hafa hinir lærð-
ustu, enda játar sá er þetta skrif-
ar afdráttarlaust að hann er eng-
inn maður til þess.
En eftirtektavert er að benda
á, að einmitt um það meginat-
riði sem hjer er um að ræða,
hvora áðurnefndra tveggja leiða
beri að fara, eru öldungis sam-
mála tveir frægustu núlifandi vís-
indamenn á fjármálasviðinu.
Er úrskurður þeirra þessi:
Séu peningar landsins ekki
fallnir í verði um 20% af hinu
gamla gullverði, getur það verið
rétt að keppa að því að hækka
peningana aftur í verði og ná
gamla gullverðinu, og þó kostar
það altaf mikla örðugleika.
Séu peningarnir aftur á móti
fallnir í verði um meir en 20%
kostar það svo afskaplega erfið-
leika að ná aftur gamla gullverð-
inu, er það svo ógurlega þungur
skattur á framleiðendur landsins
sérstaklega og veldur svo mikilli
röskun á atvinnulífinu, að það
verður að teljast með öllu ókleift.
þau lönd sem þannig* er ástatt um
eiga að gera ráðstafanir til að
stýfa.
þar sem íslenska krónan, eins
og stendur, er fallin í verði um
c. 33%, er ljóst hver mundi verða
úrskurður þessara hinna lærðustu
manna um það hvora leiðina okk-
ur beri að fara.
Hvora leiðina á að halda?
í fáum dráttum og í svo stuttu
máli sem unt er, skal nú gerð
igrein fyrir hverri niðurstöðu höf.
þessarar greinar hefir komist að
um það, hvora leiðina okkur ís-
lendingum sé rétt að fara.
Við höfum verið á þeirri leið-
inni að markinu hingað til, ís-
lendingar, að hækka krónuna
þannig, að hún næði gamla gull-
verðinu.
Á alþingi í fyrra var það sett
í lög að verkefni gengisnefndar
væri að hækka gengi krónunnar.
Vitanlega var það tilætlunin að
gera svo krónuna aftur innleysan-
lega er- gamla gullverðinii væri
aftur náð.
þessi leið að markinu var því
farin mikinn hluta ársins sem
leið. Hverjar urðu afleiðingamar
af því að hún var farin? Með ein-
földu einstöku dæmi skal það
sýnt.
Reynslan í fyrra.
1 fyrravor keyptu allflestir
bændur landsins aðalforðann til
búa sinna og gerðu allar áætlanir
um atvinnurekstur sinn. þeir
ákváðu hve mikinn vinnukraft
þeir mundu kaupa um heyskapar-
tímann o. s. frv.
Verðið á útlendu vörunum sem
þeir keyptu til búsins miðaðist
við það — svo eitt einstakt dæmi
sé tekið — að sterlingpundið
enska kostaði 31—33 krónur ís-
lenskar. Kaupið sem þeir guldu
verkafólkinu miðaðist við það að
verðlag í landinu mótaðist mjög
af þessu að sterlingpundið kost-
aði 31-—33 krónur íslenskar.
En í fyrrahaust og.vetur, þá er
bændurnir seldu aðalframleiðslu-
vöru sína, kjötið, var grundvöllur-
inn undir atvinnulífinu orðinn
allur annar. þá kostaði sterling-
pundið ekki nema 28—29 kr. ís-
lenskar. Krónutalan sem bænd-
urnir fengu fyrir aðalframleiðslu-
vöru sína varð þessu háð. Er síst
ofmikið sagt að segja, að fyrir
hverjar 10 kr. sem bændur borg-
uðu um vorið fyrir erlendar vör-
ur og í kaupgjald, fengu þeir 9
kr. um haustið.
því má orða það svo að útkom-
an fyrir bændastétt landsins af
því að farin var þessi leið að hafa
óstöðugt peningagengi og keppa
Frh. á 4. síðu.
-o-
Crengijsxx&álid.