Tíminn - 25.07.1925, Qupperneq 3

Tíminn - 25.07.1925, Qupperneq 3
TIMINN 183 því að smygla inn áfengi í landið. þeir sem búa í glerhúsi eiga ekki að kasta grjóti. peir sem sitja við völdin gera það alla jafna að búa til allskonar öfgasögur um byltingahneigð and- stæðinganna. Almenningur á íslandi metur álíka mikið skraf Ihaldsritstjór- anna um byltingahug og social- ismus Framsóknarmanna og mál- æði flakkarans. ----o---- Frá útlöndum. Balfour lávarður, hinn frægi enski stjórnmálamaður, gaf Al- þjóðabandalaginu merka skýrslu um ástandið á Gyðingalandi. Hef- ir hann dvalist þar og kynst landi og lýð. Lét mjög af hversu framfarir hefðu orðið miklar síð- ustu fimm árin, síðan landið losnaði algerlega undan stjórn Tyrkja og komst undir verndar- væng Englendinga. Væru þær einkum aðdáunarverðar er þess væri gætt hversu hörmulega Tyrkir hefðu stjórnað landinu. Nýir vegir hefðu verið lagðir, sem væru meiri og betri en þektust annarsstaðar í Austur- löndum. Skólar væru reistir um alt land, bæði fyrir Gyðinga og Araba. Margskonar ný starf- semi væri hafin og að hefjast, bæði af hálfu hins opinbera og einstaklinga og iðnaðurinn blómg- aðist. Stórvirki hefðu verið unn- in um að bæta heilbrigðisháttuna. Yfirleitt væri landið að ná hinum sama blóma sem á dögum Itóm- verja. Vafalaust mætti telja að sambúð Araba og Gyðinga í land- inu yi'ði áfram hin friðsamleg- asta undir vernd Englendinga, enda væri vert að minnast þess að jafnhliða því sem Frakkar hafa 25—30-þús. hermenn undir vopn- um á Sýrlandi hefðu Englending- ar aðeins eina riddarasveit á Gyðingalandi. — Fjárveitinganefnd þýska þingsins hefir á prjónunum til- lögu um að veita fjórar miljónir gullmarka til að stækka þing- húsið. Telja þingmenn þröngt og loftlítið í þingsölunum! Ekki bend ir þetta á mikil fjárhagsvandræði Þýskalands. — Enn hafa orðið stjórnai’- skifti og bylting á Grikklandi og fara nú herforingjarnir óskorað með völdin. Fimm sinnum hafa slíkir viðburðir gerst á Grikklandi síðan í árslok 1923, er konungs- stjórnin var afnumin. Er nú her- valdsstjórn óskoruð í öllum suð- lægustu löndum álfunnar, Grikk- landi, Ítalíu og Spáni, og engar horfur á að þingræði komist á aftur í bili. — Stuttu eftir að Amundsen kom aftur úr norðurheimsskauts- ferð sinni voru gerðir endanlegir samningar ' við Zeppelinfélagið þýska um að smíða geysistórt loftfar til nýrrar heimsskauts- ferðar. Á að fara ferðina vorið 1927. þýskur maður, doktor Eck- ener, á að vera stýrimaður loft- farsins en Friðþjófur Nansen á að sjá um allan undirbúning til vísindalegra rannsókna. Er búist við að margir þýskir vísinda- menn taki þátt í förinni. Doktor Eckener segir ennfremur frá fyr- irætlununum á þessa leið: Búist er við að loftfarið og allur útbún- aður kosti um 10 miljónir >gull- marka. Er þegar Kafinn undirbún- ingur að safna fénu á þýska- landi og verður ef til vill safnað fé einnig í Bandaríkjunum. Loft- farið verður 100 þúsund tenings- metrar að stærð, hefir fimm mót- orvélar, 2000 hestafla og á að geta flogið 150—180 kílómetra á klukkutíma. Má fremur kalla að það verði útbúið eins og vinnu- stofa vísindamanna en farþega- loftfar. það á að geta lent bæði á ísi og vatni og að geta haldist á lofti í fimm sólarhringa. Séð verður fyrir nægri upphitun í her- bergjum loftfarsins og það hefir loftskeytatæki nægilega öflug til að hafa samband við þýskaland. Óþarfi er talið að fara af stað frá Svalbarða, heldur muni ferð- in hafin frá Norður-Svíþj óð. — Floti Bandaríkjanna hefir nýlega lokið við geysimiklai’ æf- ingar í Kyrrahafinu. Tóku þátt í þeim fleiri herskip en nokkuru sinni hafa áður sést í Kyrrahafi. Aðalæfingarnar fóru fram í kring um Hawaii-eyjarnar og áttu að sýna, hvernig takast mætti af Bandaríkjunum að endurvinna eyjarnar ef eitthvert „annað her- veldi“ hefði náð þeim í bili. þar sem ekki er hugsanlegt að önnur herveldi en England og Japan gætu unnið eyjarnar og allir vita að aldrei kæmi til um England, er greinilegt hvaða möguleika gert er ráð fyrir. Eftir æfingarnar fór flotinn í heimsókn til Ástralíu. þar í landi er óttinn mestur við veldi Japana í Kyrrahafi og mest hatrið í þeirra garð. Hefir Ástralía margsinnis látið í ljós óánægju sína yfir að England hefði ekki nægan vígbúnað í Kyrrahafi. Nú var það sýnt, að ef England gæti ekki hjálpað, þá væri nægur styrkur Bandaríkj- anna til þess. Vitanlega skoða HAYNEMÖLLEH KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I. S. sjkiiftir ein.g-öxxg”UL -viö okknr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. m Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og’ efni í þilfar til skipa. T. W. Bucli (liitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, l'allegir og sterkir. Til heimanotkunar: Gerduft „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sunu-skósvertan, „,ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persilu, „Henkou-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Atau-skúriduftið, kryddvörur, Blámi, Skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicumu á gólf og húsgögn. Þornar fljótt. Agæt tegund. Fæst alstaðar á íslandi. Japanar þetta alt sem beinar ögr- anir til sín og stuttu síðar frömdu þeir meiri háttar flotaæfingar en nokkru sinni áður. Áttu að sýna hversu japanski flotinn verðist árás „annars herveldis“ á eyj- arnar. — í báðum löndunum er jafnt og þétt blásið að þjóðahatr- inu. það er beinasta leiðin til að fá samþyktar nýjar og nýjar fjár- veitingar til flotaaukningar. þing- menn úr Bandaríkjunum voru viðstaddir flotaæfingarnar og flytja því næst skýrslu í þinginu. Iiawaii-eyjarnar séu altof linlega varðar. Mörgum miljónum doll- ara þurfi að verja til að gera þær að Gíbraltar Kyrrahafs. — Nýlega var lokið við að gera upp manntal í Berlín. Reyndist íbúatalan c. 3.950.000. Er það 189 þús. mönnum færra en við samskonar manntal 1922. — Fyrirspurn var borin fram í enska þinginu um stærð rúss- neska hersins. Svaraði stjórnin að hún þættist vita að 1.058.000 menn væru jafnan undir vopnum á Rússlandi. Væri þá ekki talið með varaliðið. Kemur þessi tala ekki vel heim við það sem ný- lega hefir sagt æðsti herforingi Rússa. Hann sagði þá vera 562. 000. Bætti hann því við að í hlut- falli við fólksfjölda væri rússneski herinn minstur í heimi. Kæmi þar 41 hermaður á 10 þúsund íbúa landsins, en i Póllandi og Rúmen- íu, nágrannalöndunum kæmu 100 hermenn á 10 þús. íbúa og á Frakklandi 200. — Michelsen, forsætisráðherra fyrverandi í Noregi, dó seint í f. m. Var hann eitt hið mesta átrún- aðargoð þjóðar sinnar, enda leið- toginn 1905 er Norðmenn skildu við Svía. Eignir sínar gaf Mich- elsen til vísindaþarfa og er það auður fjár, 5—10 miljónir króna. -o- Jón H. þorbergsson er í „Tím- anum“ 11. júlí að hnýta í mót þetta, eða öllu fremur okkur, sem að því stóðum. þar sem hann ger- ir það með gorgeir og athugaleysi, sem illa sæmir jafn-mætum manni, vil eg svara aðfinslum hans og leiðrétta misskilning. 1. Fyrri hluta mótsdagsins, alt fram um klukkan 2—3, var úr- hellisrigning. Leit út fyrir, þann tíma, að ekkert gæti orðið úr sam- komuhaldi undir beru lofti. þetta gerði það að verkum, að svipur samkomunnar varð allur annar en gert hafði verið ráð fyrir. Iþrótta- menn gáfu sig engir fram, .Vegna veðui'vonskunnar, og féll því íþróttakepni að mestu niður. Um þetta má J. H. þ. ekki kenna stjórn mótsins, því að við ráðum hvorki sól né regni. Annars sýnir heiti það, sem J. H. þ. hefir valið mótinu, að hann hefir hvorki lesið auglýsingar um það né hina prent- uðu mótsskrá. þar er það nefnt héraðsmót, og hugsað var það sem skemtidagur fyrir héraðsbúa, en hvorki íþróttamót aðallega, né sýning á menningu héraðsins, Hólabiskupsdæmi. Vesturhópshólar 1785: fáment prestakall, 4 ólæsir. Auðkúla og Svínavatn 1785: Allir læsir, en sumir stauta og eru stirðir í lestri. þingeyrar 1784: 6 ólæsir, nokkrir lítt læsir. Rípur og Viðvík 1783: 3 ólæsir. Hólar í Hjaltadal 1782: 6 ólæsir.. Barð í Fljótum og Holt 1785: Fjölmennur söfnuður, 18 ólæsir. — Úr Skagafirði er mjög fátt til af húsvitjunarbókum frá þessum tíma. Er það mjög óheppilegt því fróðlegt væri að sjá, hveraig lestrarkunnáttan hefir verið í kringum biskupsetrið. Kvíabekkur 1785: 5 ólæsir. Tjörn og Urðir í Svarfaðardal 1786: 6 ólæsir. • Stærri Árskógur 1785—86: All- ir læsir, en sumir eru stirðir eða stauta. Möðruvellir í Hörgárdal 1788: Fjölmennur söfnuður, 7 ólæsir. Myrká í Hörgárdal 1763: Allir unglingar 12—20 ára kunna að lesa. Um fullorðna fólkið eru ekki til skýrslur fyr en miklu síðar, og þá eru allir læsir. Glæsibær, Lögmannshlíð og Svalbarð í þingeyjarsýslu 1786: Mjög fjölment prestakall. 7 ólæs- ir. 20 stauta eða „lesa nokkuð“. Hrafnagil og Kaupangur 1785: Fjölmennur söfnuður. 8 ólæsir, nokkrir stauta. Saui;bær í Eyjafirði 1785: Allir læsir, en sumir stauta. Kirkjuskjöl frá 18. öld hafa geymst betur í Eyjafirði, en í flestum öðrum sýslum. því er hér skýrt frá svo mörgum söfnuðum þar. Yfirleitt má segja að em- bættisskjöl séu betri úr Eyjafirði en flestum eða öllum öðrum sýsl- um. Mun það koma til af því, að þar er þurviðrasamt, og minni hætta á að bækur eyðileggist af raka, en víðast annarstaðar. Svo voru sýslumenn 18. aldarinnai’, svo sem þórarinn Jónsson og Jón Jakobsson einstakir hirðumenn um bókhald og skjalavörslu. Laufás 1785: 3 ólæsir. Mývatnsþing 1785: Allir læsir, nema einn fábjáni. Garður og Ás í Kelduhverfi 1785: 3 ólæsir. Presthólar 1790: Allir læsir, en allmargir eru stirðir eða stauta. þetta eru þá alls 27 sóknir í Hólastipti og er hið sama að segja um þær allar, að þar kunna nálega allir, sem eru eldri en 12 ára, að lesa. þeir sem eru ólæsir eru mestmegnis háaldraðir menn, sem hafa verið orðnir fulltíða þegar umbætur Harboes voru gerðar. Svo hafa náttúrlega ver- ir til nokkrir fáráðlingar, sem ekki gátu lært að lesa. Stöku sinn- um er getið um niðursetninga, sem voru eldri en 12 ára, en voru þó ólæsir. Af hinum ólæsu voru lítið eitt fleiri konur en karlar. þessi niðurstaða verður að telj- ast fullgild fyrir Hólastipti, þó hægt væri að rannsaka húsvitjun- arbækur úr fleiri sóknum, mundi útkoman ekki breytast að neinum mun. Skálholtsbiskupsdæmi. Hof í Vopnafirði 1785: Mjög fjölmennur söfnuður. 10' ólæsir. Desjarmýri og Njarðvík 1791: 7 ólæsir. þingmúli 1785: 7 ólæsir. Valþjófsstaður og Skriða 1784: 8 ólæsir. Skorrastaður 1796—1797: 4 ólæsir. Kálfafell og Gnúpsstaður 1781: Fáment. 4 ólæsir Skarð í Meðallandi 1785: 15 ólæsir. IJolt undir Eyjafjöllum 1777: 24 ólæsir. Breiðabólstaður í Fljótshlíð 1795: 7 ólæsir, alt gamalmenni. Gnúpur í Eystrahrepp og Steinsholt 1785: 6 ólæsir, 4 stauta lítið eitt. Hrepphólai' og Hof 1788: 6 ó- læsir, 3 lítt læsir. Ólafsvellir 1768: 12 ólæsir. 1778: 3 ólæsir. Hraungerði, Laugai’dælir og Hjálmholt 1792: Mjög fjölmennur söfnuður, 378 sálir, 7 ólæsir. Ilvalsnes, Kirkjuvogur og Njarðvík 1791: Mjög fjölmennur söfnuður 27 ólæsir. Reykjavík, Nes og Seltjarnar- nes 1787: Annar f jölmennasti söfnuður á landinu. Um 700 sálir, 40 ólæsir. Brautarholt og Saurbær 1797: 6 ólæsir. Melar og Leirá í Melasveit 1787: 7 læsir. Stafholt og Hjarðarholt 1791: 2 ólæsir, nokkrir stauta. Gilsbakki og Síðumúli 1788: Fá- ment. 5 ólæsir. Hítardalur 1792—94: 3 ólæsir. Staður á Ölduhrygg og Búðir 1788: Fjölment prestakall, 394 sálir, 47 ólæsir. Setberg og Krossnes (hálf- kirkja) 1785: Afarfjölmennur söfnuður. Um 600 sálir, 70 ólæsir. Skarð, Búðardalur og Dagverð- ■arnes 1780: Fjölmennur söfnuður. 421 sál, 35 ólæsir. Garpsdalur 1790: Fáment. . 3 ólæsir. Hvammur, Staðarfell og Ás- garður 1779: 7 ólæsir, 4 lítt læsir. Brjánslækur og Hagi á Barða- strönd 1794: 28 ólæsir. Eftir bók- um prestanna, þá hafa lengst haldist við ólæsir menn í þessu prestakalli, af öllum söfnuðum landsins. Selárdalur og Laugardalur 1787:-Mjög fjölmennur söfnuður, 485 sálir. 67 ólæsir. Holt í önundarfirði og Kirkju- ból í Valþjófsdal 1793: 3 ólæsir. Staður í Súgandafirði 1787: 10 ólæsir, allmargir lítt læsir. Vatnsfjörður 1787: i89 sálir, 8 ólæsir. Árnes í Trékyllisvík 1786: 12 ólæsir, 2 lítt læsir. Ti'öllatunga og’ Fell í Kollafirði 1774: 285 sálir, 22 ólæsir, 20 lítt læsir eða stafa. þá er rannsókn í Skálholtsstipti lokið og eru alls 57 sóknir rannsak aðar, og verður það að teljast nægilegt, enda er ekki völ á mikið meira í húsvitjunarbókum þeim, er til eru. ----o----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.