Tíminn - 25.07.1925, Page 4

Tíminn - 25.07.1925, Page 4
134 TlMINN Frh. af 1. síðu. að hækkun krónunnar, varð sú í reyndinni að þeir urðu að borga 10% verðtoll á aðalframleiðslu- vöru sína, kjötið. Svo var atvinnurekstri bænda Jiáttað árið 1924 að þessi varð af- leiðingin. Engrar undankomu er auðið um að þessi verður afleið- ingin aftur í ár, hækki krónan aftur með sama hætti og í fyrra. Svo lengi sem íslenska krónan verður ekki gerð innleysanleg við gulli, vofir þessi hætta ávalt yfir bændum landsins. Meðan sú hætta vofir yfir er rekstur landbúnaðar á íslandi ekki heilbrigður atvinnurekstur, held- ur fremur fjárhættuspil. Vegna þess að árið sem leið var svo frábærlega gott verslunarár þoldi bændastéttin þennan óheyri- lega háa skatt án þess að kikna. það eru engar líkur til að hún þoli annað eins annað ár, eða önn- ur ár. þjóðfélagið vanrækir sína æðstu skyldu ef það gerir ekki ráðstafanir til að hindra að ann- að eins vofi yfir aftur, ef þá eru til nokkur ráð til að hindra það. Ekki þarf að taka það fram að það sem nú hefir verið sagt um afleiðingar gengishækkunarinnar fyrir bændur, átti einnig í höfuð- atriðum og við atvinnurekendur við sjóinn. Sama þunga skattinn hafa þeir orðið að gjalda og ein- muna góðærið eitt bjargaði þeim í þetta sinn frá falli. Sama hættan nákvæmlega vofir yfir þeim eft- irleiðis með sama framferði. Sömu skylduna hefir þjóðfélagið um að gera ráðstafanir til vemdar þeim, ef unt er að gera. Hversu lengi? þrátt fyrir hina gífurlegu hækkun íslensku krónunnar árið sem leið og framan af þessu ári, hefir krónan enn ekki náð nema c. 2/3 af sínu upphaflega verð- gildi. Eigi nú áfram að halda þessa leiðina: að hækka jafnt og þétt og ná gamla gullverðinu og gull- tryggja ekki fyr — hversu lengi verðum við þá að bíða eftir að ná markinu því sem allir vilja ná: að fá fast peningagldi? Enginn veit hve langan tíma það tekur. Hinir allra bjartsýnustu segja ef til vill 5—8 ár. En enginn veit nema það taki 10—20 ár. Og enginn getur neitað að sá mögu- leiki sé til að markið náist aldrei. En allir vita hitt að rétt er það sem hinir lærðustu menn segja: að það mun kosta óumræðilega erfiðleika fyrir atvinnurekendur sérstaklega, ef leiðin þessi verð- ur áfram farin. Og enn vita allir að afleiðingin verður sú að alla tíð, þangað til þessu marki verður náð — þau mörgu eða mjög mörgu ár — verða atvinnurekendurnir að búa við þetta alveg óþolandi ástand, að hafa ekki fastan grundvöll að fyrir aðkomumenn, svo sem J. H. þ. vill vera láta. 2. J. H. þ. álasar okkur fyrir það að hafa fengið utan héraðs krafta til þess að skemta á mót- inu. Telur hann það „til mestu háðungar héraðinu og skaðlegt menningunni"!! Á hvem hátt, má eg spyrja? Við þykjumst ein- mitt gera héraðsbúum vel til, bæði um skemtun og „uppbyggingu", með því að útvega á mót okkar þjóðkunna ræðuskörunga, sem þorri manna til sveita á annars engan kost á að heyra né sjá, fremur en heimamenn, sem jafn- an getur verið kostur að hlýða á. Og því má J. H. þ. trúa, að hér- aðsbúum hefir aukist víðsýni og menning við hina snjöllu ræðu Jo- annesar Paturssonar, meira held- ur en þótt mælskumaður heima- fenginn hefði talað. Héraðsbúum er holt og gott að kynnast afbragsmönnum. þessvegna fáum við slíka menn til þess að tala á Ullarverksmiðjan „Gefn“ Fraklcastíg 8. Reykjavík. Tekur til starfa nú í ágústmáuuði. Vélarnar eru af nýustu og fullkomnustu gerð. Einnig skal vakin athygli á, að tætaravélin (táníngarvélin) hefir verið smíðuð með tilliti til okkar íslensku ullar. Þannig, að hún greiðir ullina betur í sundur svo að ekki styttist í henni, eins og átt hefir sér stað í þeim tætara- vélum sem hér hafa verið notaðir. Yfir höfuð eru allar vélarnar svo fullkomnar, að þær vinna á fullkomnastan hátt. Það er enfremur útilokað að óttast þurfi að afgreiðslan gangi ekki fljótt, þar eð verksmiðjan getur full-unnið í lopakembíngu um 1000 pund á sólarhring ef með þarf. Vinnulaun hvergi lægri. Sendið því ull þá er þér þurfið að láta kemba, til verksmiðjunn- ar Gefn því þar verður hún afgx-eidd fljótt og vel. Ullinni er daglega veitt móttaka á Frakkastíg 8 í Reykjavík, símar 1719 og 1251. Ullarverksmiðjan „ G- e f n “ Bogi A. J. Þórðarson. standa á um atvinnurekstur sinn, að taka fremur þátt í fjárhættu- spili, en að vei'a að reka heil- brigða atvinnu. Úr öskimni í eldinn. Annars er ekki síður að gæta. Svo lengi sem dregst að gull- tryggja krónuna svo lengi vofii' og hin hættan yfir alveg jafnhliða að krónan lækki á ný. Meðan krónan svífur í lausu lofti er alveg j afnómögulegt að sporna á móti gengislækkun eins og gengishækkun, beri sérstakar kringumstæður að höndum. Munu enn síður vera skiftar skoðanir um það hvílíkt böl ný gengissveifla niður á. við væri fyrir þjóðina. Eru mönnum þau tíðindi svo í fersku minni að ekki þarf um að fjölyrða. Ber alt að sama brunni um að frestun á því að taka ákvörðun um að gulltryggja krónuna í ná- inni framtíð og hefja þegar að gera ráðstafanir til þess, leiðir af séi' óþolandi óvissu og glundroða, sem hefir lík. áhrif á atvinnu- reksturinn og eitur á mannslík- amann. Kyrstaða og afturför. Enn skal dregið fram fjórða atritið um að kasta birtu yfir hverjar afleiðingarnar verða af því að halda áfram á þessari leið í gengismálinu. Alþingi síðasta ákvað að stofna Ræktunarsjóð Islands. Honum er ætlað að veita bændum lán til jarðræktarframkvæmda og hvers- konar umbóta. Tilgangurinn er að veita góð og hagkvæm lán. Stofnun Ræktunarsjóðsins er hvöt frá löggjöfunum til bænda um að þeir hefjist nú handa um fram- kvæmdir á jörðum sínum. Gerum nú ráð fyrir að einhver bóndi verði við hvatningu Al- þingis og taki t. d. 10 þús. kr. lán til landbúnaðarframkvæmda á jörð sinni. öruggur tekur hann hinni útréttu hönd Alþingis um hjálp af hálfu hins opinbera til þess að inna af hendi þjóðnýtt starf. Og samkvæmt lögum Rækt- unarsjóðsins fær hann þetta lán afborgunarlaust fyrstu fimm árin. En jafnhliða skulum við gera ráð fyrir að Alþingi ákveði að halda áfram á þeirri leið að hækka gengi íslensku krónunnar til þess að ná gamla gullverðinu og geri margvíslegar ráðstafanir til þess. Og gerum ennfremur ráð fyrir að þetta gangi mjög ákjósanlega, þannig að hinir bjartsýnustu hafi haft á réttu að standa og mark- inu verði náð eftir fimm ár. Hver verður þá útkoman fyrir jarðræktarmanninn, bóndann sem tók öruggur útréttri hönd Alþing- is um 10 þús. króna hagstætt lán til þjóðnýts verks. Afborgunarlausar í fimm ár fékk hann lánaðar 10 þús. kr. sem liver gilti c. 2/3 hins gamla gull- verðs krónunnar. En þegar að skuldadögunum kemur verður hann að borga 10 þús. kr. í fullu gamla gullverðinu. Eða með öðrum orðum. Hann fékk 10 þús. kr. til láns frá rík- inu, en ríkið lætur hann borga sjer í staðinn 15 þúsund jafnverð- háar krónur. Alþingi hefir gint bóndann átakanlega. það kemur með út- rétta hönd og segist bjóða vildar- kjaralán til þess að framkvæma þjóðnýtt starf, en gerir jafn- framt ráðstafanir til þess að þetta lán verði hið ógurlegasta okurkjaralán, sem líklegt er, til að ríða þeim bónda að fullu sem er svo auðtrúa að taka í útrétta hönd ríkisins um slíka „hjálp“. Af dæmi þessu má draga marg- víslegar ályktanir um afleiðing- arnar af því að fara þessa leið í gengismálinu. þegar og öllum almenningi verð ui' það ljóst að keppa á að því marki að hækka krónuna í gamla gullgildið verður afleiðingin reg- inafturför og kyrstaða. Eigi krónan að hækka er það óðs manns æði að leggja í nokkra nýja framkvæmd. Eigi einstak- lingurinn fé á vöxtum er ekkert vit að festa það t. d. í túnasléttu, haughúsi o. s. frv. Ef hann bíður í fá ár getur hann sléttað þriðj- ungi meira fyrir sömu peningana. Jafnlítið vit væri í að taka lán til framkvæmda. Á því yrðu slík okurkjör sem enginn rís undir. þarf ekki að fjölyrða um hér hversu háskaleg þjóðfélaginu væri slík kyrstaða og afturför. En engu landi álfunnar væri þetta háskalegra en Islandi sem að svo miklu leyti er ónumið land enn. Og landbúnaði Islands er þetta allramesta hættan, því að nú er það eitt aðalskilyrði fyrir þrifn- aði hans og framtíð að alhliða jarðræktar- og hverskonar um- bótaframkvæmdir hefjist í stærri stíl en áður, til þess að bónd- inn geti staðist hina hörðu sam- kepni frá sjónum, og landbún- aðurinn komist yfirleitt inn á þá braut sem nútíminn krefst. Fyrir verkamenn landsins er þetta atriði og mjög athugunar- vert. Afleiðingin af þessari stefnu í gengismálinu hlýtur óhjákvæmi- lega að verða stórkostlegt at- vinnuleysi, sem hlyti að hafa í för með sér stórum verri afkomu fyrir allan þorra verkalýðsins. Óendanlega miklu lengra og mangþættara mál mætti rita til þess að kasta birtu yfir hverjai' afleiðingarnar verða af því að fara þessa leið í gengismálinu. En í bili verður hér staðar num- ið og fyrst að því vikið, í næsta blaði, hvað við blasi, verði hin leiðin farin: að stýfa krónuna og gera ráðstafanr til að gera hana innleysanlega við gulli, sem næst við því verði sem hún hef- ir nú, og það sem fyrst. Framh. mótum okkar, tvo eða þrjá á ári, eftir því sem kostur er á, en spyrj um síður um hvar þeir eigi heima. Með því teljum við okkur vinná gagn menningu héraðsins, þar til J. H. þ. éða aðrir sanna hið gagn- stæða. 3. Svipuðu máli er að gegna um fimlejkaflokk Steindórs Björnssonar og um ræðumenn. Sveitamenn eiga sjaldan kost á að sjá slíkan flokk, og má því kallast vel til fallið, að fimleika- sveit sé fengin endrum og eins á héraðsmótin. Á þessum tíma árs er slíkan flokk ekki að fá æfðan, nema í Rvík. Tókum við því með þökkum boði Std. B. um að koma austur. J. H. þ. getur með engum rétti gert lítið úr sýningu hans, því að hún tókst vel, eftir ástæð- um. En ástæðumar voru slæmar: regninu nýslotað, pallurinn votur og meyjarnar illa fyrirkallaðar eftir óveðrið. 4. það, sem J. H. þ. segir um sönginn, lýsir því enn, að hann hefii’ ekki lesið mótsskrána. þar stendur í dagskránni: almennur söngur, og neðan við: „það eru vinsamleg tilmæli mótsstjórnar- innar, að allir, sem söngrödd hafa taki undir þegar sungið verður á mótinu“. það er trúa mín, að slíkur almennui' söngur eigi að vera Sjálfsagður dagskrárliður á samkomum sem þessari, og að al- menningur ætti ekki að láta ganga eftir sér- með að „taka lagið“. 5. Nokkru fyrir mótið fékk stjórn þess tilmæli frá Jóni H. þorbergssyni um að fá að tala á mótinu, fyrir félagið „Landnám“. Okkur þótti* vænt um þá beiðni — töldum happ að fá góðan mann til að tala þar fyrir góðu málefni. Nú býst eg við, eftir ofannefndri grein Jóns, að hann telji það vott um ómenningu, að hann, utan- héraðsmaður, skyldi vera þar í tölu ræðumanna. Hann um það. En ef hann hefir, eins og hann segir, sótt „mót þetta til þess að kynnast menningu héraðsins“, þá virðist mér hann hefði ekki átt að „stíga í stólinn“ meðan kepni í hlaupum fór fram, en það gerði hann, án þess stjórn mótsins ætti þar hlut að. Með því misti hann og áheyrendur.hans af að sjá þá „menningu“, semv lesa mátti í framkomu hlaupamanna. 6. Ef orð J. H. þ., þau, að „nú er ekkert 'gert nema fyrir pen- inga“, eiga að skoðast hógvær áminning um það, að Héraðssam- bandið „Skarphéðinn“, sem mótið hélt, skuldi honum fyrir ræðuna, þá er hann beðinn að senda því reikning. Við buðum honum ekki borgun, vegna þess, að svo stóð á ræðu hans, sem að framan greinir. 7. Gjarna hefði J. H. þ. mátt skrfa ítaiiega um iðnsýningu þá, er opin var í sambandi við mótið. þar átti hann kost á að „kynnast menningu héraðsins“ á vissu sviði — fá af henni miklu betri spegilmynd, en mótið sjálft hefði getað verið, þótt þar hefði komið fram eintómir innanhéraðsmenn. þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta almenna iðnsýning héraðs- ins, þá veit eg ekki betur en telja megi hana mjög til sóma öllum hlutaðeigendum. Ef til vill hefir J. H. þ. láðst að skoða hana ná- kvæmlega, úr því hann nefnir hana svo stuttlega og dómlaust? Eða gat hann ekki unt ungmenna- félögum hér eystra lofsamlegra ummæla ? Eyrarbakka, 15. júlí 1925. Aðalsteinn Sigmundsson. ----o---- Danska krónan hefir hækkað í verði um c. 15 af hundraði á stuttum tíma. Á sama tíma áttu íslenskir og danskir kaupsýslu- fund með sér í Kaupmannahöfn og ræddu um viðskifti milli landanna. Fóru hin vingjamlegustu orð milli beggja aðila, sem rétt var. — En í raun og veru er það svo, að ekki er hægt að eiga viðskifti við það land sem ekki hefir fastara skipu- lag á sínum peningamálum en svo að gildi peninganna breytist um alt að því einn sjötta á fáum dögum. Hver veit nema jafnhröð eða hraðari verði breytingin aft- ur í öfuga átt næstu dagana. Með engu móti getur verslun við slík lönd talist heilbrigð viðskifti. Miklu fremur mættu þau kallast fjárhættuspil. Kembingarverksmiðju er Bogi A. J. þórðarson frá Lágafelli að stofna hér í bænum, eins og sjá má á auglýsingu hér í blaðinu. Hefir þegar reist hús austur í bæ fyrir verksmiðjuna. Vélamar koma um mánaðamótin og verður byrjað að vinna í ágúst. Em vél- arnar smíðaðar suður á Saxlandi og var þeim breytt frá eldra sniði til þess síður slitnaði ullin í tæt- urunum, og að öllu eru þær af fullkomnustu gerð, ^eiga bæði að spara mannahald og leysa af hendi betri vinnu. Vélarnar eiga að skila á sólarhring 800 pund- H.f. Jón Sigmundsson & Co. \yi OSYuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Matarfélag Kennara- og Samvinnuskólans hefir starfað tvo síðastliðna vet- ur. Reyndist það félagsmönnum svo gott og ódýrt, að ekki hefir fengist sæmilegt fæði hér í Reykjavík með betri kjörum. þeir nemehdur skólanna, sem hafa hug á að verða í félaginu næsta vetur, ættu að sækja um það til Gunnlaugs Björnssonar Bergstaðastræti 51 fyrir 20. september næstkomandi. um af fulllopaðri ull ef unnið er óslitið nótt og dag. — Hefir lengi verið kvartað undan að ekki fengist ull lopuð til heimilisvinnu og ætti að vera úr því bætt, með þessu nýja fyrirtæki. Nýtt hneikslismál um gæslu að- flutningsbannlaganna á áfengi er komið á daginn hér í bænum. Verður frá því skýrt í næsta blaði. Jörgen þorbergsson glímumað- ur, sá er tók taugaveiki í Nor- egi, var á góðum batavegi, er síð- ast fréttist. Eftirtektarverður dómur. Al- þýðublaðið víkur stuttlega að um- mælunum í síðasta blaði Tímans um verkamennina á Hvamms- tanga. Farast blaðinu svo orð: „Tíminn ófrægir á hinn hrapal- legasta hátt verkamenn á Hvammstanga“. — Ilvað sagði Tíminn um þessa verkamenn ? Tvent aðallega og hvorttveggja satt: Að þeir hefðu alveg fyrir- varalaust gert verkfall og að þeir hefðu ráðið úrslitum þingkosn- inga í Vestur-Ilúnavatnssýslu, sent Ihaldsmann á þing og þarmeð ráðið úrslitum skemdarmála ým- issa á síðasta þingi. þetta kallar Alþýðublaðið að „ófrægja á hinn hrapallegasta hátt“. þykir Tíman- um vænt um þau ummæli ef skilja má þau eins og beinast liggur við, að Alþýðublaðið telji hvort- tveggja jafnófrægilega gert af verkamönnunum: að framkvæma verkfallið eins og þeir gerðu það og að kjósa íhaldsmanninn. — Batnandi manni er best að lifa, má segja ef þetta er meining Alþýðublaðsins og þætti mörgum góðs viti fortíðarinnar vegna. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.