Tíminn - 01.08.1925, Side 4
138
TÍMIXN
Frh. af 1. síðu
geti dregið 1 efa, að það sé alveg
sjálfsögð skylda löggjafa, lands-
stjómar og gengisnefndar þó al-
veg sérstaklega, að taka til at-
hugunar hvort áfram eigi að
halda að hækka krónuna, með
það fyrir augum að festa á
gamla gullverðinu.
þar sem svo þungvæg rök
liggja til að sýna hversu mikla
erfiðleika það kosti, hversu
ótrygg' leiðin sé og hversu óvíst
sé að ■ þá sé réttlæti framið ■—
er alveg sjálfsagt að athuga til
þrautar hvort ekki sé réttara að
fara hina leiðina og stýfa krón-
una.
Frá Alþingi er og komin kraf-
an um að það sé gert, þó að var-
Iega væri frá öllu gengið að
sjálfsögðu.
Engan kinnroða mun eg því
bera fyrir þennan málaflutning.
Mál málanna er gengismálið nú
fyrir íslendinga — allra helst
einmitt nú er danska og norska
krónan stíga svo ört. Ekkert mál
ættu íslenskir sjómmálamenn
fremur að ræða alvarléga.
Fyrir alla heildina er það mál
málanna. En eg skal játa að
fyrst og fremst tel eg skyldu
mína, af því að eg fulltrúi land-
búnaðarins í gengisnefndinni að
fylgja málinu bændanna vegna.
Enda eiga sennilega engir meir
undir endanlegúm úrskurði en
þeir — þegar alt kemur til alls.
Tryggvi þórhallsson.
Sfðasta hneykslið.
Aldrei hefir íslenska þjóðin
vakið eftirtekt alheims á sér jafn
merkilega og þá, er samþykt var,
með yfirgnæfandi meiri hluta at-
kvæða, við alþjóðaratkvæða-
greiðslu, að gera áfengisbölið út-
lægt úr landi með aðflutnings-
banni.
Forgöngu hafði íslenska þjóðin
þá um eitt hið háleitasta sið-
ferðismál. Eitt mesta stórveldið
hefir síðar komið í slóðina og önn
ur fleiri ríki einnig. Af engu verð
ur núlifandi kynslóð á Islandi
jafnfræg og af þeirri forgöngu.
Munu allir góðgjamir menn og
áhugasamir um siðferðismál, af
því draga réttar ályktanir um
þroska og menningarástand Is-
lendinga.
Fyrir Island sjálft hefir lög-
festing aðflutningsbannsins og
tvímælalaust orðið hið mesta
heillaspor — og ekki síst það að
bannið fekk að standa einmitt
þau árin sem það stóð. Óendan-
lega miklu afleiðingaverri hefðu
stríðsárin orðið, ef þá hefðu ver-
ð hér iSpánarvín, eða með öllu
óheftur innflutningur víns. Um
margfalt sárara væri þá nú að
binda. Eins og þá losnaði um öll
bönd, mun óhætt að gera ráð fyr-
ir, að ef vínstraumurinn hefði
verið óheftur er glannaskapurinn
stóð sem hæst, stæði íslensk
króna nú helmingi eða mörgum
sinnum lægri — svo eitt einstakt
dæmi sé nefnt.
Stórt skarð hefir verið höggið
í múrinn síðan. En íslenska þjóð-
in er samt enn bannþjóð. Óhrakin
stendur yfirlýsing alþjóðar um
að vilja gera áf 'igsbölið land-
rækt með aðflutnlngsbanni. Að-
flutningsbannslögin eru einu ís-
lensku lögin sem standa á grund-
velli alþjóðar atkvæðagreiðslu.
þessara hluta vegna ber yfir-
vcldum og landssijóm alveg
sérstök skylda til að gæta þess-
ara laga.
En í því efni hafa mistökin
orðið mest. Um framkvæmd
mesta siðferðismálsins, sem ís-
lenska þjóðin heimtaði fram-
lwæmt, hafa valdha.hmir framið
stærstar syndir. það er íslandi
til jafnmikils vansa, sem laga-
setningin sjálf var til heiðurs.
Og sá vansi skellur á mikinn
hluta þjóðarinnar að þola yfir sér
árum saman þá vaidhafa sem svo
bregðast skyldum sínum. þá vald
hafa þolir þjóðin yfir sér enn í
dag og fótumtroða þeir þjóðar-
viljann glottandi og þykir sómi að
skömmunum, að því er virðist.
Tilefni þessara athugasemda
er eitt nýtt hneyksli af ótal, sem
allkunnugt er nú orðið.
Hinn 11. júní síðastliðinn fór
lögreglan í Reykjavík út í Gull-
foss til þess að innsigla áfengis-
bingðir og líta eftir að ekki yrðu
framin tollsvik. Brytinn á Gull-
fossi, Guðjón Jónsson, gaf upp
áfengisbirgðimar „upp á æru og
samvisku" og voru þær innsigl-
aðar innsigli lögreglunnar.
Litlu síðar fær lögreglan grun
um að annað áfengi muni vera í
skipinu. Fóru löigregluþjónar því
aftur út í skipið til þess að rann-
saka. Fundu þeir þá 750 flöskur
af áfengu öli í vörslum bvytans
og 200 flöskur af áfengu öli á
öðru farrými, sem skotið hafði
verið undan innsigli.
þetta áfengi gerði lögreglan
upptækt að sjálfsögðu og var
brytinn þegar tekinn og yfir-
heyrður, og aðstoðarmaður hans.
Játaði brytinn að hann ætti
áfengið og var bæjarfógeta því
næst afhent málið fullrannsakað
til dóms.
Bæjarfógeti dæmdi brytann í
50 króna sekt, en í dómnum var
ekkert um það sagt hvað ætti
að gera við hið upptæka áfengi.
Eins og að líkum ræður gat lög
reglan ekki unað slíkum dómi.
Lögreglustjóri sneri sér því til
dómsmálaráðuneytisins og krafð-
ist þess að málinu yrði áfiýað.
Úrskurður stjórnarráðsins kom
eftir nokkra bið og var á þá leið
að málinu skyldi ekki áfrýjað og
brytinn skyldi fá aftur áfengið
sem lögi’eglan hafði gert upp-
tækt.
Við þessi úrslit málsins situr.
þannig framkvæmir íhalds-
stjórnin alþjóðarviljann í að-
flutningsbannsmálinu.
Er skylt að geta þess að Jón
Magnússon dómsmálaráðherra
var ekki í bænum er þessi stór-
furðulegi úrskurður stjórnar-
ráðsins var feldur. Magnús Guð-
mundsson varð maklega frægur í
fyrra er hann sagði hin land-
frægu orð: „Eg er ekki dóms-
málaráðherrá!" En nú er það
sýnt hvernig hann gefst þegar
hann er dómsmálaráðherra, því
að hann fór með það embætti
meðan J. M. var fjarstaddur.
Við þessi úrslit situr væntan-
lega fyrst um sinn til Alþingis og
ef til vill næstu kosninga. Ekki
er líklegt að mær breyti vana
sínum.
Með slíkri framkvæmd bann-
laganna má telja að alt eftirlit
af lögreglunnar hálfu með bann-
lögunum sé gert að engu.
þeir hafa ekki mikla áhættu
brytarnir á skipunum, með þessu
lagi. Nokkurra króna sekt fá þeir
ef þeir skjóta undan innsigli, ef
upp kemst. En áfengið fá þeir
sér afhent aftur, til þóknanlegr-
ar meðferðar.
Liggur nærri að spyrja þá er
slík endemi koma fyrir: Fyrir
hvað var eiginlega verið að sekta
brytann? því var lögreglan ekki
sektuð fyrir óþarfa ýfingu?
Getur sá er þetta skrifar ekki
varist sáryrðum er þannig er
farið að því að framkvæma al-
þjóðar vilja um hið mesta sið-
ferðismál. Er það hörmuleg til-
hugsun að jafnframt þvi sem
enginn óblindur getur varist að
sjá hversu stórkostlega áfengis-
nautnin vex nú aftur í landinu
og ávextir áfengisbölsins magn-
ast, skuli svo átakanlega slapp-
lega véra haldið á refsivendi lag-
anna yfir hofði þeirra manna
sem í gróðaskyni brjóta lögin.
En meðan íhaldið fer með völd-
in á fslandi er engin von um að
batni. Til botns verður þjóðin að
Iiaus prestsstada.
Prests og forstöðumannsstaðan við frísöfnuð Reyðarfjarðar er laus
til umsóknar frá þessum degi til síðasta september næstkomandi. Staðan
verður veitt frá 15. nóvember þ. ár.
Umskækendur tiltaki launaupphæð (árslaun) í umsóknum sínum.
Óskað er eftir, ef óvígðir guðfræðingar sækja um starfann, að þeir
láti fylgja með umsókninni meðmæii fræðara sinna.
Umsóknir stýlast til fulltrúaráðs frísafnaðar Reyðarfjarðar, og
sendast hr. Árna Jónassyni Svínaskála, sem einnig svarar væntanlegum
fyrirspurnum.
Eskifirði þann 21. júní 1925.
Fyrir hönd frísafnaðar Reyðarfjarðar
Arni Jónasson Jón Björnsson
(I’ulltrúar).
H.f. Jón Sigmnndsson & Co.
afxeoBxrcep ■■m
og alt til
upphluts
sérl. ódýrt.
Skúfhólkar
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu út
um land, ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiöur.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Y efnaðarnámskeið
verður haldið í Stykkishólmi í febrúar og mars næsta vetur.
Kenslugjald er ákveðið 30 kr. fyrir hvern nemanda, yfir allan
tímann.
Umsóknir séu komnar fyrir 30. sept. næstkomandi til
Heimilisiðnaðarfélags Stykkishólms.
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Kensla hefst á skólanum hinn 15. október í haust og stendur til
14. maí í vor.
Kent er: hússtjórn, vefnaðar, alskonar kvenfatasaumur og önnur
handavinna og karlmannafatasaumur í sérstakri deild. í bóklegu er
aðal-áhersla lögð á íslensku, reikning og náttúrufræði.
Inntökuskilyrði á skólann eru þessu:
a. Að umsækjandi sé ekki yngri en 14 ára; undanþágu má þó veita
ef sérstök atvik mæla með.
b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm.
e. Að hann hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sé greitt inntöku,
og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum.
e. Að umsækjandi sanni ineð vottorði, að liann hafi tekið fullnað-
arpróf samkvæmt fræðslulögum, ella gangi undir inntökupróf
þegar hann kemur í skólann.
Skólagjald er 75 kr. um námstímann.
Nemendur hafa haft matarfélag og skólinn sér um allar nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púðum.
Annan sængurfatnað verða þær að leggja sér til.
Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanni skólastjórnar-
innar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, fyrir miðjan september n.k.
tæma þann beiska bikar að hafa
sent á þing þá menn sem íhalds-
stjóm skipa yfir landið og hafa
bannlagabrjót í fonnannssessi
flokks síns. Á Alþingi verður
stjórnin að vísu krufin reiknings
skapar. En það er lítil von um
að skjaldborgin bili.
----o-----
Hættulegur leikur þótti það
jafnan í gamla daga að vekja upp
drauga. þeir gátu reynst eins og
berserkirnir Vermundi mjóva. það
var oft erfitt að kveða þá niður
aftur. — Ihaldinu hefir orðið að
því í þetta sinn. Marga pólitiska
drauga vakti það upp á síðasta
þingi, ræður við fáa, en einn
verst og' vildi nú gjama kveða
niður, en það er með öllu ómögu-
legt. það er hin grimma skatta-
málastefna sem landsstjómin
opinberaði á þinginu, fylgdi fram
með ofurkappi, en kom ekki í
framkvæmd í þetta sinn. En nú
vill hún, í orði a. m. k. hopa frá
öllu saman. — Grimmari íhalds-
stefna í skattamálum hefir al-
drei fyr verið borin fram á ís-
landi. Annarsvegar aukning nef-
skattanna á allan almennig: tvö-
földun prests og kirkjugjaldsins
og tillagan um að breyta mörg
hundruð þúsund króna berkla-
kostnaðinum í nefskatt á almenn-
ing. — Hinsvegar hinar óheyri-
legu eftirgjafatillögur handa lang-
samlega . tekjuhæstu mönnum
landsins. — Svo ferlegur póli-
tiskur draugur hefir aldrei fyr
verið vakinn upp á Islandi. Og
nú em þeir orðnir hræddir við
hann íhaldsmenn sjálfir. Frá því
flóttinn barst fyrst í liðið í efri
deild hafa þeir verið á sífeldum
flótta. Einum rómi afsaka þeir
sig nú hver af öðrum. þetta hafi
alls ekki verið full alvara. —
Allra vandræðalegust er afsök-
unin sem gefin er út laugardag
í fyrri viku í „aðalmálgagninu" á
ábyrgð Ihaldsstjórnarinnar. þar
er verið að böglast við að fegra
þessa skattamálastefnu með því
að hún sé íslensk! Hvílík býsn
og vitleysa. Að einhver skatta-
málastefna sé íslensk fyrst og
fremst. Og þeir stjórnmálamenn
ættu að vera henni sérstaklega
fylgjandi sem eru studdir af út-
lendum kaupmönnum. — Sann-
leikurinn er vitanlega sá að þessi
skattamálastefna landsstjómar-
innar er alþjóðleg. það er sama
skattamálastefnan sem borin er
fram af íhaldsmönnum í öllum
löndum. Ihaldsstefnan er sem sé
alþjóðleg. Sömu hneigðina hafa
íhaldsmenn í öllum löndum, þá
hneigð sem Jón þorláksson Iýsti
svo vel — áður en hann varð
íhaldsmaður — að vilja velta
skattabyrgðinni af sér, af sínum
breiðu bökum, yfir á allan al-
menning, yfir á smælingjana.
þessa skattamálastefnu hefir
íhaldsst j órnin opinberað svo
greinilega að ekki verðui' um
vilst. Enginn athugull kjósandi
íslenskur getur héðan af verið 1
vafa um að stefna íhaldsflokks-
ins í skattamálum er sú að hækka
nefskattana á almenningi, en
lækka beinu skattana á tekju-
hæstu mönnunum. — þessi draug-
ur ætti að ríða Ihaldinu að fullu
við næstu kosningar. þeir óttast
að hann geri það og því vilja
þeir reyna að kveða hann niður.
En þeir geta ekki kveðið hann
niður. öll þjóðin íslenska er vott-
ur að því hvernig hann var vak-
inn upp og magnaður.
„Siðbótarmaðurinn“ Kr. A.
sendir ritstjóra Tímans langa
kveðju í síðasta „aðalmálgagni
Ihaldsins“. Hann lýsti því hátíð-
legá yfir, Kr. A., þá er hann hóf
blaðamensku, að hann ætlaði að
verða siðbótarmaður í starfinu.
•En nú' veit alþjóð að hann eu
úvandaðastur um rfthátt allra
íslenskra blaðamanna. I þessari
síðustu grein hans koma t. d.
HELOTTE
Aðalumboðsmenn:
Á. ÓLAFSSON & SCHRAM
Simn.: Avo. Simi: 1493
SliiinnongfS Monnment-Ale-
lier, Oster-Fai'imagsgade 42,
Khöfn. Stærsta og góðfræg'-
asta legsteinasmiðja á Norður-
löndum. Umboðsmaður á Is-
landí:
Suæbjörn Jónsson,
stjórnarráðsritari, Rvik.
SJó- og bruna
vátryggíngar.
Símar:
Sjótrygging .... 542
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri . 309
Vátryééið
hjá
íslensku
íélagi.
Lesið!
Ódýrasta og besta skæðaskinn-
ið verður fyrir unga og gamla að
nota bifreiðaslöngur í skó. Einn-
ig langbestar til gúmmíviðigerða.
Sendar hvert sem er gegn póst-
kröfu. Einnig ágætt gúmmílím.
Gúmmívinnustofa Reykjavíkui'
Laugaveg 76
þór. Kjartansson.
fyrir þessi orð, lauslega saman
týnd: „margfaldar lygar“, „lýgi“,
„lýgi“, „lýgin“, „þjóðmálaglæfra-
menn“, „lýgi“, „lygalaupar",
„lýgur“, „forherta blaðalygara",
,,landsmálafantar“, „rógburðar-
efni“, „þrælmenskulegu nýði“. —
þannig ritar „siðbótamaðurinn“ í
blaðamensku. þannig rækir hann
aðalverkefnið sitt. Fer vel á því
að slíkur maður skuli vera rit-
stjóri „aðalmálgagns lhaldsins“
því að vel hæfir spónn kjafti. Alt
gert á ábyrgð miðstjórnar Ihalds-
ins. — Ættu aðrir í hlut hefði
Danski Moggi líklega sagt að slík
„siðbótarstarfsemi“ gengi „á
krukkum".
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.