Tíminn - 15.08.1925, Side 2
144
TIMIft N
Smásöluverð
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
KeyikitótjeLls::
Moss Rose frá Br. American Co. Kr. 8.05 pr. 1 lbs.
Ocean Mixt. — sama -- 9.50 — 1 —
Richmond V4 — sama — 12.10 — 1 —
do. V8 — sama — 12.65 — 1 —
Glasgow V4 — sama — 14.95 — 1 ’—
do. '/« — sama — 15.55 — 1 —
Waverley V4 — sama - 14.95 — 1 —
Garriek >/* — sama — 22.45 — 1 —
Utan Reykjavíkur má verðiö vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki vfir 2°/0.
Landsverslun íslands.
Að fara yfir lækinn til þess að
sækja vatn hefir aldrei verið tal-
in hagsýni — og að kaupa er-
lendar þvottasápur, þegar að hægt
er að fá jafngóða íslenska er eng-
in hagsýni. — Reynslan hefir
sýnt að Hreins Stangasápa jafn-
ast fullkomlega við erlenda, hvað
verð og gæði snertir, en hefir
það fram yfir að hún er íslensk.
— Fæst hjá öllum kaupmönnum
og kaupfélögum.
Engin alveg eins góð.
Til kaupfélaga!
H.f. SmjÖPlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í
þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega
jafnaet á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir.
Ellið íslenskan iðnað.
Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið.
Slcólarnir og Reglan.
Eg geng að því vísu, að aðal-
hlutverk Reglunnar sé uppeldis-
starfið. það hefir verið, er og á
að vera verk Reglunnar að kenna
mönnum, og þessi kensla er fólgin
í því að sýna fram á, að áfengi
sé eitur, og að það eigi að vera
við hlið annara eiturtegunda í
sikápum lyfjabúða og hvergi ann-
arsstaðar. þetta er aðalatriðið, og
ef allir fengjust til að viðurkenna
það, mundi veröldin brátt losna
við alt það böl, er leiðir af nautn
áfengis. Nú á það langt í land, að
þessi viðurkenning alþjóða fáist,
og jafnvel læknar spilla heilsu
heilla herskara með því að byrla
þeim áfengisblöndur. það sem
veldur þessum býsnum er vaninn.
Reglan hefir verið, er og mun enn
lun langa hríð verða að berjast
við ljótan vana, reyna að fá menn
og konur ofan af því að drelcka
áfengi. En besta ráðið í þessari
baráttu er að stemma á að ósi,
að fá börnunum forðað frá því að
venjast á nautn áfengra drykkja,
og tryggja það, að þau haldi
áfram, er þau ná fullorðinsaldri,
að halda sér frá áfengi. Á þenna
hátt verður óvananum öruggast
bygt út. það liggur í hlutarins
eðli, að Reglan verður að sinna
æskulýðnum í öllum löndum, beit-
ast fyrir starfinu meðal hans, því
að yfirleitt er það regla, að „það
sem ungur nemur gamall temur“.
Spá mín er sú, að ef Reglan fengi
fylgi allra kennara t. d. hér á
landi í lið með sér og presta,
mundi sigurinn brátt vís í þessu
máli. Ef kennarar allra skóla og
prestar um land alt legði kapp á
að halda æskulýðnum undir merki
Reglunnar, mundi innan skamms
upp rísa voldug og sterk kynslóð
í þessu landi, fjandsamleg áfengi,
og í öllum stéttum gæti að líta
bindindismenn á áfengi og tóbak.
Jeg fæ eigi skilið, að þeir foreldr-
ar séu til í þessu landi, sem
mundu spyrna á móti því, að börn
þeirra yrði bindindismenn og kon-
ur, ef kennarar og prestar sam-
huga, skóli og kirkja í einingu
andans og guðmóði, skildu köllun
sína í þessu efni, og teldu það
einhverja sína æðstu skyldu að
gerast foringjar Reglunnar og
safna börnunum undir vængi
hennar.
það er aðalatriðið, sem Stór-
stúkan verður að leggja áherslu
á, regluboðun framtíðarinnar, að
vinna skóla og kirkju til fulls
fylgis máli voru. Á þessu, og
engu öðru en þessu, veltur fram-
tíð Reglunnar og bannlaganna hér
á landi. Ef það tekst, að fá ein-
huga fylgi þessara tveggja stofn-
ana — og ekiki einungis fylgi með
vörunum, heldur í vel unnu verki
—, þá blasir við oss í náinni fram-
tíð þurt land, bygt vonsælli at-
orkuþjóð, er þakkar leiðtogum
sínum og blessar þá fyrir, að þeir
leystu hana úr álögum, forðuðu
henri frá að fylgja illu dæmi for-
tíðarinnar, að spilla heilsunni með
áfengi og tóbaki, eyða tíma í
drykkjuslark og sóa fé sér til
1 óþurftar á alla lund.
j Forvígismenn Regluhnar á landi
I voru hafa hingað til verið alt of
áhugalitlir um þessi mál. — Vér
skulum atliuga, hvernig ástandið
er og hvað hefir verið gert.
Barnakennararnir eru yfirleitt
fylgjandi bindindi og banni, en þó
fáir með verulegum áhuga, og til
eru menn í þessari stétt, sem eru
drykkfeldir, en þora þó ekki, þeg-
ar við þá er talað af forvígis-
mönnum Reglunnar, annað en láta
svo sem þeir séu hlyntir því, að
börain gangi í stúku. — Kennar-
ar við æðri skóla eru yfirleitt and-
vígir banni, en sumir eða flestdr,
að minsta kosti ofan á, hlyntir
bindindi, eftir því sem þeir segja.
En við þetta er alls eigi unandi.
það ei- landskunnugt, að talsverð-
ur drykkjuskapur hefir, að minsta
kosti öðru hvoru, ef ekki altaf, átt
sér stað meðal lærisveina hins
alm. Mentaskóla í Reykjavík, og
veit jeg eigi til, að rektor skól-
ans og kennarar hafi tekið á því
hörðum höndum eða þá reynt að
fá piltana með góðu, til þess að
ganga í Regluna. Hefir jafnan
andað kalt til Reglunnar úr
Mentaskólanum. Drykkjuskapur
pilta er óþolandi, en það fer að
verða skiljanlegt, að þeir telji lít-
ið athugavert við, að fá sér neðan
í því, ef kennarar skólans drekka
líka, og það svo mjög, að þess
gætir í kenslustundum. En það er
opinbert leyndarmál, að þetta hef-
ir átt sér stað í Reykjavíkur abn.
Mentaskóla, og það ekki fyrir
löngu.
þetta hefir eigi komið í blöðun-
um, en einmitt þesskonar fréttir
eiga að koma í blöðunum. Ef eg
fer hér með rangt mál, verður
það vafalaust leiðrétt.
Er nú að furða, þó að seigt og
fast gangi Reglunni og bannlið-
inu í landinu að ná takmarkinu,
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi.
Fyrirlestur er Páll Zóphóníasson
skólastjóri flutti 1. mars 1925 á
bændanámskeiðinu á Hóliun.*)
þegar skáldið góðkunna sagði
þessi alkunnu orð sem jeg hef
valið að umræðuefni mínu í dag,
þá var viðhorf okkar íslensku
bændanna annað en nú. þá voru
landsstólparnir einu stoðirnar,
sem báru þjóðarþungann, því þá
var vart að ræða um annan at-
vinnuveg en landbúnað. En nú
eru aðrar stoðir, og þær engu
máttarminni, sem standa undir
þjóðarþunganum, með landsstólp-
unum. þessar stoðir eru útgerðar-
stoðirnar eða sjóstoðirnar. Og
hendurnar sem styðja þær stoðir,
eru álíka margar og hinar er
styðja landstólpana. þjóðarþung-
inn hvílir á báðum, og svo á líka
að vera. það væri ebki gott ef
aðrar stoðirnar biluðu snögglega,
þá er hætt við að hinar mundi
vanta burðarafl, þyngslin verða
of mikil, og þær kikna eða ef til
vill brotna alveg. það er heldur
ekki gott, ef þyngslin hvíla ekki
nokkurnveginn jafnt á báðum
stólpum, eftir burðarmagni. I
þessu þarf að vera samræmi, og
því mega þeir ekki gleyma, sem
’) „Bændablaðið" Freyr neitaði að
birta þetta erindi. Ástæðan mun vera
sú að talað er af samúð og skiiningi
um samvinnufjelög bænda. Ritstj.
mest vinna að opinberum málum.
En bæði lands og sjávarstólp-
arnir geta verið missterkir. Sum-
ir ei*u renglur, sem ekkert þola,
en aðrir reglulegir máttarstólpar,
sem þola mikið án þess að kikna,
og' enn meira án þess að brotna.
Á því byggist máttur þjóðfjelags-
ins, að sem flestir stólparnir sjeu
traustir, og því traustari, því
betra.
Við getum hugsað okkur stoð-
irnai' ferkantaðar. Og á ferkant-
aðri stoð er burðaraflið komið
undir fjarlægðinni milli hliðanna,
~ gildleikanum. Jeg ætla ekkert
að tala um sjóstólpana. En hvað
lándstólpana snertir, þá er það
fernt, sem þar hefir aðaláhrif á
styrkleikann. Og við skulum setja
það í stað hliðanna. Ef við get-
um látið hliðarnar fjarlægjast
hverja aðra, þá gildna stólparnir
og ef við getum víkkað, aukið
eitthvað af því fernu sem jeg vil
kalla hliðar landstólpans, þá vex
þróttur lians.
Á eina hliðina vil jeg letra:
ódýrari framleiðsla. það liggur
öllum í augum uppi, að þeim mun
ódýrari sem hún er, þeim mun
betri verður fjárhagskoma búsins.
En búið á að vera landstólpi leng-
ur en eitt ár eða tvö, það á að
vera það meðan landið okkar ei'
bygt, og þessvegna má aldrei fá
ódýra framleiðslu á kostnað
komandi ára. þetta er mjög mik-
ilsvert atriði, sem enginn má
gleyma.
Við skulum líta ofurlítið á
hvernig framleiðslan verður gerð
ódýrari. Aðalframleiðslan er gras
— taða og úthey —. Bundnu ork-
unni í fóðrinu, látum við svo bú-
íjeð okkar breyta í aðrar orku-
lindii', sem okkur eru hagkvæm-
ari. því ódýrara sem grasið verð-
ur okkur, því traustari verður
landstólpinn. Leiðirnar til þess
að fá það sem ódýrast eru margar
Með breyttum verkfærum vinst
inikið. Orfum er víða ábótavant.
þau eru ek’ki úr nógu góðu efni
— ask — og lengd þeirra ekki
sniðin eftir hæð sláttumannsins.
liann lýist að óþörfu, og afkastai'
minna verki. Og ljáirnir eru mis-
jafiíir. Bakkarnir ekki nógu stælt-
ir. Og þá er sláttu lagið misjafnt;
einn slær sinn mjóa skára, með
tíðu, breiðu ljáförunum, annar
reiðir orfið jafnt sjálfum sjer, en
er ekki með það í grasinu nema
brot af þeim tíma, sem hann eyð-
ir í höggið, og þá þriðji leggur
undir sig breiða skárann, og snýr
sig- allan í mjöðmuriurn, til að
fylgja eftir. Af .þessu öllu kemur
lrinn mikli munur, sem er á sláttu-
mönnunum, en hann er svo mikill
að við rannsóknir á því sviði, hef-
ir það komið í ljós, að einn slæi'
5 sinnum meira en annar. þó fá
flestir sama kaup. Og við gerum
sáralítið til þess að auka dugnað
skussanna, t. d. með því að sýna
þeim á sláttumótum muninn og
koma þeim á sláttunámskeið, sem
réttir handtökin. En þetta þarf
að gera. Við þurfum að gera
flesta jafna, ekki með því að gera
þá betri verri, heldur með því að
auka gildi þeirra rýrari. Með því
hækkar notkunargildi meðal-
mannsins, og þá verður fram-
leiðslan ódýrari, og landsstólpinn
traustari.
þó jeg geti ekki sagt, hver
sé munur á dugnaði stúlknanna
við rakstur. þá veit jeg að hann
er mikill, líklega engu minni en
á ökkur karlmönnunum. Valda
hrífurnar og rakstrarlagið því
mikið, og má án efa bæta það ekki
síður en sláttinn. Við höfum gef-
ið þessu oflítinn gaum. En er
þetta ekki þess vert, að eftir því
sé tekið? Allir skilja að fram-
leiðslan verður ódýrari hjá þeim,
sem slær og rakar 5 sinnum meira
á dag en hinn, því jafnvel þó hann
fengi 5 sinnum hærra kaup en
hinn, sem er réttmætt, þá borð-
ar hann þó ekki 5 sinnum meira.
Gefum þessu því gaum! Gerum
meiri kaupmismun, og vinnum að
því, með sláttumótum, að auka
réttmætt kapp í slættinum, að
kenna mönnum réttarí sláttuað-
ferðir.
þá er það engum efa undirorp-
ið, að víða má koma við stórvirk-
ari og afkastameiri verkfærum
en nú eru notuð. Koma þar eink-
um til greina ýms hestaverkfæri.
Sláttuvélar má nota á sléttlendi,
líka á flest slétt tún, og eftir því
verði sem nú er á þeim, annars
vegar, en vinna manna hinsvegar
dýr, borgar sig að kaupa þær, sé
hægt að nota þær í 10 daga af
sumrinu. Við samantekning borg-
ar sig víða að nota hestahrífu, og
heysleða má nota miklu víðar og
oftar en gert er. Á honum má
flytja blautt hey á þurkvöll, af
þýfi á slétt og þurt hey að tóft
eða hlöðu. Votaband, sem talið
þegar svo er ástatt í næst-æðstu
mentastofnun landsins, og enginn
hreyfir hönd né fót, til þess að
ía þessu hneyksli afstýrt? Hve
lengi ætlar kenslumálastjórnin að
þola það, að piltar og kennarar í
skólum ríkisins drekki? — Eg
veit, að það svíður einhverjum
undan þeim sannleika, sem hér er
sagður afdráttarlaust, en fúasár
og kaun á þjóðfélagslíkamanum
veröa ekki læknuð, án sársauka,
ifér er að ræða um að fá fram
komið máli til heilla alþjóð, og ber
á það að líta, hvað heildinni er
fyrir bestu, en hér vill svo vel til,
að það sem heimtað er, bindindis-
semi á áfengi, kemui' eigi í bága
við hagsmuni nokkms heiðarlegs
manns, heldur stefnir miklu frem-
ur til hagsbóta og blessunar, bæði
hverjum einstaklingi og heildinni.
Eg kem að því, hvað Reglan
liefir gert í þessu eíni.
Mér er eigi kunnugt um, að
starfandi séu nema tvær skóla-
stúkur í landinu, st. „Mínerva“
m'. 172 (upphafl. stúka einkum
l'yi'iii' nemendur Mentaskólans og
stúdenta) og st. „Sigurfáninn"
nr. 196 í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri. Eg hygg að fremur fáir
nemendut Mentaskólans í Rvík
sjeu nú í st. „Minerva“. það hefii'
líka lítið verið gert, til þess að
fá nemendur í stúkuna, og er það
að kenna bæði sljóleika og skiln-
ingsleysi á þessu máli.
Barnastúkur eru aftur á móti
margar starfandi undir vernd og
gæslu barnakennara, en bindindis-
semin vill oft fara út um þúfur,
þegar böi'nin eru fermd, hvort
sem það er af því, að kennararn-
ir og aðrir gæslumenn missa þá
tök á þeim eða að þeir leiðbeina
þeim eigi nægilega og hvetja þau,
til þess að fara í undirstúkur og
halda fram góðri stefnu.
Prestarnir hafa yfirleitt verið
okkur fylgjandi, en til eru þó
enn préstar og háklerkar, sem
tala með fyríríitni'ngu um Regl-
una. Jeg ætla ekki að fara hörðum
orðum um þessa menn, en spyrja
þá í bróðerni, hvort þeir telji út-
rýmingu áfengis ókristilegt at-
hæfi, eða — eiga þeir ef til vill
vini af þessum heimi, sem þeir
meta fult svo mikils sem meist-
ara sinn og drottin?
Kirkjan, skólinn og Good-Templ-
er með réttu eitt versta vei'kið
við heyskapinn, þarf mjög óvíða
að binda, ef sleði er notaður. Hér
gerum við alt of lítið af því, að
bera okkur saman við aðra og
ræða reynslu okkar, og það er
nú eitt helsta hlutverk þessara
námsskeiða að þar eigum við af
reynslu annai'a. það er engin
skömm að herma eftir. Síður er
svo. Á því byggist framför bams- •
ins, að það hermir eftir þeim fuU-
orðnu, og allir erum við altaf
börn, sem altaf erum að læra.
þá er ekki sama hvernig verk-
inu er fyrir komið. Með sama
fólkinu, á sama hátt og með sömu
tækjunum getur verkið gengið
misjafnlega eftir því hvernig
verkinu er stjórnað. Yið skuluni
t. d. nefna það, að einn bóndinij
lætur stúlkumar sínar fara inn
ef rignir, annar lætur þær halda
áfram að raka, en sá þriðji læt-
ur þær fara að slá. Jeg þori að
fullyrða, að þeir hafa ekki alUr
þrír sama arð af heyskapnum,
einmitt vegna þessa. Sumir raka
mýrarteyginn, sem sina er í, ætíð
í föng ef það er slegið í þurru %
og rakað í þurru, og binda beint
úr föngunum. Aðrir flekkja það
altaf og láta snúa hvemig sem
viðrar, og telja sig ekki fá það
„lyskulaust“ á annan hátt. En
heyskapurínn verður misdýr hjá
þeim, eftir því hverja aðferðina
þeir notuðu.
En þó gera megi framleiðsluna
ódýrari á þennan hátt, þá munar
hitt þó meiru sem auka má liana
með því að breyta land'inu og stað-
háttum.