Tíminn - 15.08.1925, Side 3
TlMINN
145
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og
Samband ísL samv.íélaga.
arreglan. pessi þrenning á að
liefja sókn á Bakkus og þjóna
hans, og' eigi linna henni, fyr en
þurt land er land vort og þjóð-
in frjáls fjötra Bakkusar.
Brynjólfur Tobíasson.
—_—o-----
i. P. Muller.
Líklegast kannast hver einasti
maður á landinu við myndina
hér við hliðina, hún er af lík-
amsmenningarfrömuðinum I. P.
Muller. Nafn hans er orðið frægt
um víða veröld.
Fyrsta bók hans kom út í ís-
lenskri þýðingu árið 1911. Var
það okkar góðkunni íþróttamað-
ur Siguijón Pjetursson, sem gaf
hana út. Um bók þessa þarf ekki
að fjölyrða; hún er landsmönn-
um að góðu kunn.
Síðastliðinn vetur kom út önn-
ur bók í ísl. þýðingu um hið nýja
„5 mínútna“-kerfi I. P. Mullers
og hefir hún þegar náð mikilli
útbreiðslu, eins og vert er. Hall-
dór Ilansen læknir segir meðal
annars í ritdómi sínum um þessa
bók (íþróttabl. 5.. tbi. 1. árg.).
„Hjeoan af geta menn ekki frí-
að samviskuna með því, að þeir
eigi ekki kost á bók nje kenslu
í góðri heimaleikfimi, svo að ætla
mætti, að hvorutveggja verði
landsmönnum til hjálpar og upp-
örfunar í þessu mikla velferðar-
máli einstaklinganna og þjóðar-
innar í heild sinni.“
I. P. Muller hefiir skrifað marg-
ar bækur, sem annað hvor.t eru
uppeldisfræðilegs efnis eða ráð-
leggingar til íþróttamanna. Sjálf-
ur var hann afburða íþróttamað-
ur á sínum æskuárum, og enda
þótt hann sje kominn hátt á sex-
tugs aldur iðkar hann ennþá ýms-
ar íþróttir. þó mun hann meta
mest sínar daglegu morgunæfing-
ar, sem hann er fyrir löngu orðinn
frægur fyrir.
Muller er sönn fyrirmynd allra
íþróttamanna, hvað lifnaðarhætti
snertir, og ýmsir af þektustu
íþróttamönnum hafa eingöngu
farið eftir. hans ráðum, er þeir
hafa æft sig undir. erfiðar kapp-
raunir. En það er þó ekki aðal-
atriðið í starfi Mullers, að skapa
afburða íþrottamenn, það sem
sjerstaklega hefir vakað fyrir
honum, er að fá fjöldann til að
varðveita heilsu sína með hollum
og daglegum líkamsæfingum. —
Steingrímur Matthíasson læknir
á Akuneyri, hefir sett mynd af
I. P. Muller í heilsufræði sína,
er hún þar sem ím.vnd uni' fagr-
an líkamsvöxt.
Ef við íslendingar vildum fara
eftir ráðum Mullers og æfa og
þrífa líkama vorn, þótt ekki væri
nema 5—10 mínútur á hverjum
degi, væri ekki óhugsandi að færi
fyrir þjóðinni eins og fyrv.
sendiherra Sveinn Björnsson seg-
ir í formálanum fyrir „Mullers-
æfingum". „það gæti orðið úr því
miljónaarður fyrir þjóðina, og
gæti gert oss sæmd, með því að
koma oss á hærra stig um líkams-
hollustu“. Verði það. Keppum að
því ungir og gamlir. En ung-
menna- og íþróttafjelögin ættu þó
sjerstaklega að taka þetta til at-
hugunar. p.
-----o----
Sögufélagsbækurnar eru ný-
komnar út: Siðasta heftið af
skólameistarasögum Jóns prófasts
Halldórssonar í Hítardal, Blanda,
stórfióðleg og skemtileg sem að
undanförnu og loks fyrsta heftið
af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Er
.. það mjög gleðilegt að Sögufélag-
ið hefir nú látið verða úr því að
byrja á þessari annari útgáfu
þjóðsaganna, en útgáfan verður
að ganga hraðar en byrjunin
bendir til. Til þess- að það geti
orðið, verður félagsmönnum að
fjölga að mun: Bættust 95 fé-
lagsmenn við í fyrra. Miklu meiri
ætti fjölgunin að verða í ár er
félagið er farið að gefa út ein-
hverja alvinsælustu bókina, sem
komið hefir út á íslandi. Hannes
þorsteinsson þjóðskjalavörður er
formaður Sögufélagsins, en Helgi
Árnason safnhúsvörður af-
greiðslumaður.
Látin. þann 25. júlí s. 1. and-
aðist að heimili sínu, Hamri í
Borgarhreppi, merkiskonan Sigur-
björg Jónsdóttir kona Jóhanns
Magnússonar hreppstjóra á
I-Iamri. Sigurbjörg sál. var 78 ára
að aldri og var mjög þungt haldin
af veikindum síðustu mánuðina er
hún lifði.
Frá úílöndum.
Mikill ágreiningur hefir orðið
innan stjórnarflokksins og stjórn-
arnnar ensku út af herskipasmíði.
Flotamálaráðherrann, pg mikill
hluti flokksins að baki honum,
íieimtaði stórkpstlega aukin fjár-
framlög til þess að smíða ný her-
skip. Hefir mikið verið um það
ritað í ensk blöð undanfarið að
enski flotinn fari að verða á
eftir tímanum, gömlu skipin sjeu
að ganga úr sjer og þurfi þegar
að smíða ný sem fylgi kvöfum
tímans. FjármálaráðheiTann lagð-
ist aftur á móti þunglega gegn
þessum fjárkröfum. Úbkoman
virðist ætla að verða sú að nokk-
uð er farið bil beggja, en þó hafa
þeir komið flestu fram, sem vilja
auka flotann. Á að smíða fjögur
ný herskp á þessu fjárhagsári.
—r Nýlega hljóp af stokkunum
í Englandi stærsta skipið sem enn
hefir verið smíðað í heiminum,
sem brennir olíu í stað kola. Er
búist við að um margt verði það
haft til fyrirmyndar á næstu ár-
um. Rafmagn er notað nálega til
allra hugsanlegra hluta. Öll ljós
undantekningarlaust eru rafljós.
Afarfullkomin loftræsla er um öll
farþegarúmin; eru um 500 raf-
magnsáhöld, sem blása hremu
lofti um alt. Öll upphitun fæst
með rafmagni, öll eldamenska,
suða og bakstur sömuleiðis. Síma-
leiðslur eru um alt skipið og
þráðlaus tæki einnig í öllum
björgunarbátunum. AUar vindur
eru reknar með rafmagni. Skipið
tekur 1740 farþega og hefir öll
hugsanleg þægindi.
— Ekkert land í álfunni er eins
háð öðrum löndum um matarinn-
flutning eins og England. Er það
ein ástæðan til þess að Englend-
ingar mega ekki hugsa til þess að
fá allsherjarverkfall, eins og hef-
ir jafnvel vofað yfir út af kola-
námunum. Teppist aðflutningur
vegna allsherjai-verkfalls er hung-
ursneyð komin yfir ensku stór-
borgirnar nálega eftir nokkra
klukkutíma. Öll þau lönd sem mat
framleiða keppast um að ná í
enska markaðinn, því að hann er
langbesti markaðurinn. En Eng-
lendingar vilja ekki annað en nýj-
Hér norðanlands er jafnsjald-
gæft að sjá hlöður, og heystæði
sunnanlands. En hlaðan sparar
vinnu, mest vor, haust og vetur,
en líka að sumrinu, og það gerir
heyin ódýrari. Og trúað gæti eg
því, að þetta, hvað hlaðan er
miklu tíðari sunnanlands en norð-
an, eigi hvað drýgstan þátt í því,
hvað þar er gert mikið meira af
jarðabótum þar en hér norðanl.
þau eru ekki fá dagsverkin að
vorinu og haustinu, sem fara í
að rista, flytja úr flagi, breiða,
hringa, bunka og flytja heim
torfið, taka til tóftanna, hlaða fyr-
ir heyiið og búa um það svo ekk-
ert fjúfci, og öll þau dagsverk
mætti taka til jarðabóta, ef hlaða
væri. En þess utan spai’ast
vinna við heymóttökuna að sumr-
inu og það gerir fram-
leiðsluna ódýrari, því sparaða
vinnan hinn tíma ársins, er næg
til þess að borga fyrning og við-
hald af hlöðunni. Eg veit ekki yfir
'hve mikdnn hluta af heyum þeim
sem heyjast hér í bygðinni, er
til hlöðurúm, en eg held eg halli
efcki á hlöðurnar, með því að
áætla, að til séu hlöður yfir helm-
ing allra heyja í Skagafii’ði. Og
hvað haldið þið þá að það sje
mikill vinnumismunur á því að
koma helmingi af skagfirsku
heyjunum fyrir í tóft, samanbor-
ið við í hlöðu. Mér telst svo til,
að það þyrfti 700 karlmannadags-
verk fleiri til að fcoma þeim í tóft-
irnar, en þyrftu ef hlöður væru.
Með 700 karlmannadagsverkum
má heyja þó nokkuð; þau gerðu
fi'amleiðsluna ódýrari, ef þau
gætu sparast vegna þess að toft-
irnar hyrfu.
það liggur í hlutarins eðli, að
því meiri h;ey sem við fáum af
ákveðnum bletti, því ódýrara
verður það. Mest hefir heyrst
talað um að 47 hestar hafi feng-
ist af dagsláttu í túni; var það
ný slétta, sem var þríslegin. En
minst hefir heyrst nefnt 2 hestar
af dagsláttu, og var þó ekfci um
sérstafct kalár að ræða, og ekki
heldui' sérstök óhöpp, er gerðu
grasleysið. Framleiðslan sem
fékst eftir það fólk sem heyjaði
þessa bletti hefir áreiðanlega
verið mjög misjöfn. Og við eigum
þá, til þess að treysta landstólp-
ann, að bæta rækt túnanna okkar.
Friða þau, þurka þau, slétta þau
og bera vel á þau, því með því
getum við ráðið mjög miklu um
eftiftefcjuna. Á engjunum getum
við aftur ekki haft eins mikil
áhrif á eftirtefcjuna. þó má friða
þær, sumstaðar veita á þær, og
svo má bera á þær tilbúinn áburð.
Afleiðing þess, að ekki er nóg að
verið er, að oft verður að slá
snökkt á engjum, til þess að fá
nóg handa þeim bústofni, sem
þarf að hafa; og til þess að ráða
bót á því, grípa sumir til þess
óyndisúrræðis, að bæta við sig
landi, leggja undir sig jarðir, og
slá svo aðeins bestu blettina. En
með þessu treysta þeir ekkd bú-
stólpanna, enda þó þeir treysti
sínu.
þetta að auka, eða gera fram-
leiðsluna ódýrari á kostnað kom-
andi ára er þjóðarsynd, sem engan
má henda. En sem fyrri verður
þeim að fyrirgefast þetta, sem
efcki vita hvað þeir gera, en viti
þeir það, fá þeir síðar að gjalda
villu sinnar. Ekki verður annað
séð, en þessi stefna eigi alldjúpai’
rætur í hugum sumra, því að
þeir eru ekki fáir sem þetta gera.
Enn eru menn, sem vinna að því
að gera framleiðsluna ódýrari, en
þeir gera það hvorki með því, aö
bæta ræktina, eða yrkja stórt
óræktarland, heldur með því, að
bæta við ræktaða landið. þeim er
það ljóst, að á í-æktaða landinu
fá 'þeátr best og ódýrast hey, og
heyöflun á óræktarlandi er i’án-
búskapur, sem smásaman eyði-
leggur landið.
það hefir verið áætlað að það
mundi kosta okkur tveim milj.
króna minna, að afla jafnmikils
ióðurs á ræktuðu túni, og við nú
öflum á engjunum. Og þó deila
megi ■ um þessa tölu,. þá er það
óhrekjanlegt að það væri feikna-
munui' á tilkostnaði, ef maður í
stað þess að slá engjar, gæti
slegið tún, sem gæfi af sér jafnt
fóðurgildi. Mönnum kann að virð-
ast að þetta sé ómögulegt, en svo
er ekfci. Ef túnin stækkuðu um
helming, þá ætti, þegar túnaukinn
væri kominn í sæmilega rækt, að
að fást jafnmikið fóðurgildi af
túnaukanum, og nú fæst af öðru
heyi en flæðiheyi. Við þyrftum
því að tvöfalda túnin, það er nú
alt þrekvirkið. Og gerum við það,
gætum við valið á milli, að auka
túnin, og mætti þá auka þau íneira
eða minni, alt eftir því hvort
menn vildu halda áfram, að slá
meiri eða minni hluta af engjun-
um, eða láta túnin vera óbreytt
og hætta að slá allar engjar aðrar
en flæðiengjar. Að þetta sjá hægt
sannar fjöldi bænda, sem hafa
gert þetta. þeir eru ekki fáir,
eldri bændur þessa lands, sem
hafa tvöfaldað túnin sín. Meðal-
túnið er þá heldui' ekki nema 10
dagsláttur, rúmar, og að stækka
hvert tún um það, að meðaltali
er vel vinnandi vei’k. Með því
er, framleiðslan ekki gerð ódýrari
á kostnað komandi ára, heldur
þvert á móti. því með því er
unnið að ódýrari framleiðslu bæði
í nútíð og fiamtíð, með því að
búið er í hag komandi ái-a. Og
það er það sem okfcur ber skylda
til að gera.
Markið, sem við bændurnir eig-
um að stefna að í þessu máli er
að tvöfalda túnin okkar á næstu
10 árum. Sumir eru bi’áðlátir og
þola ekki bið. þeir vilja gera
þetta í einu hendingskasti. þeir
geta það vel, en þá þyrftu þedr
að hafa 5—6000 kr. handbærar.
En þá fá þeir líka töðuaufcann,
og geta hætt að slá engið, eða
bætt við búið á 2. og 8. ári.
Aðrir fara hægara, fara á þessu
gamla langfei’ðamanna brokkd,
sem ei' æði drjúgt. þeir færa
vinnu sem aðrir gera á vorin og
haustin, yfir á veturinn, og fá þar
með vinnu haust og vor, sem
þeir leggja í túnútgræðslu. Á
þennan hátt smábæta þeir við
túnið sitt hálfri til einni dagsláttu
á ári hverju og hafa þó aldrei
orðið varir við nein sérstök út-
gjöld þess vegna.
Og enn aðrir síga á með hraða
snígilsins, sem rétt mjakast
áfram, en miðar þó í áttina, og
verður meira að segja stundum,
fyrir iðni sína, á undan hinum
sem stekkur, en áir oft. Og hér
skiftir það ekfci mestu máli, hvort
farið er hægar eða harðar, held-
ur hitt að allir bændur leggi hönd
á plóginn, eygi markið, og stefni
sleytulaust að því. En því er
nú ver og miður, að svo er ekki
enn. þeir eru enn til sem nýða
en prýða ekki, sem sölsa undir
sig margar jarðir, sjúga það besta
úr öllum, og nýða þær. Augu
þeiri-a þui’fum við að opna. þeim
þarf að skiljast að þeir eru að
afla sér ódýrari framleiðslu á
kostnað fcomandi ára, þeim þarf
að skiljast, að með því að auka
ræktaða landið, er verið að vinna
með guði almáttugum að því, að
skapa, að því að fullkomna og
prýða.
Munum það að með því að auka
ræktaða landið, vinnum við bæði
að því, að gera framleiðsluna
ódýrari í nútíð og framtíð, og að
því, að bæta landið og okkur
sjálfa, því allir menn batna sjálfdr,
við að vinna í samræmi við sjálf-
an sig og alheimstilveruna, en
það gera þeir sem vinna með
Guði að sköpunai’verkinu. Festum
okkui’ því í minni takmai’kið:
Að tvöfalda ræktaða landið á
næstu 10 árum.
Til þessa höfum við eingöngu
dvalið við atriði sem lúta að
að ódýrari fóðuröflun. En svo
þarf þetta fóður að umsetjast í
vörur sem geta uppfylt þarfir
okkar, og til þess að gera það