Tíminn - 03.10.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1925, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi oa afarei&slur-aöur Cimans er 5 i g, u r <3 e i r ^riferifsfon, Sombanbsþúsimi, Keyfjanlf IX. ár. Roykjavík 3. október lb25 4« blaó Ræktunarsjóður Islands tekur til starfa 1. október næstkomandi. Skrifstofa sjóðsins er í Landsbankahúsinu 3. hæð, og verður framkvæmdarstjóri þar til viðtals hvern virkan dag kl. 11—12 árd. og kl. 2—3 síðd. Afgreiðsla sjóðsins verður fyrst um sinn í afgreiðslu- stofu Landsbankans. Vaxtabréf sjóðsins verða snemma í október-mánuði til sölu í Landsbanka íslands og verða jafnframt send bankaútibúum og spari- sjóðum úti um land til sölu. Reykjavík, 28. september 1925. Pétur Magnússon. Þórður Sveinsson, G-unnar Vidar. Utan úrheirai. Sjálfstæðismál Færeyinga. Að lögum eru Færeyjar amt í Danmörku. En sökum fjarlægðar og sérstakra staðhátta hafa Fær- eyjar í rauninni nokkru meiri sjáifstjórn en dönsk héruð hafa annars gagnvart ríkisheildinni. Um langan aldur hafa hinir bestu menn í Færeyjum unað mið- ur vel þessari dönsku innlimun. Ber það fyrst til að Færeyingar eru sérstök þjóð nieð sárstökum þjóðareinkennum. Allir Færeying- ar tala færeysku sem móðurmál, þótt mangir þeirra, og þá fyrst og fremst hinir skólagengnu kunni líka dönsku sem útlent mál. Færeyskan er það lík ís- lensku að Færeyingar og íslend- ingar geta auðveldlega skilið hvor annan, er þeir tala móðurmál sitt. Tvent hefir orðið til að magna sjálfstæðiskröfur Færeyinga. Fyrst málið og þjóðernið. Danir hafa viljað láta eins og engin færeysk tunga væri til. þeir hafa ætlast til að danska væri rit-, kenslu- og kirkjumál í eyjunum. þetta er auðvitað jafngrimmilegt og fávíslegt eins og þegar þjóð- verjar vildu kúga danska fólkið í Suður-Jótlandi til að nota þýsku sem móðurmál. Ofbeldi þjóðverja við Dani efldi danska tungu og danskt þjóðerni í Slésvík. Á sama hátt eru Danir nú að ala upp fær- eyska þjóðernis- og sjálfstæðis- tilfinningu. í öðru lagi finna Færeyingar fullvel að dönsku yfirvöldin kunna ekki að stjórna eyjunum svo að vel fari. þetta er gömul saga. Danir eru ágætir menn heima í sínu landi. Fáar þjóðir hafa far- ið jafnvel með sitt eigið land eins og þeir. En þeim lætur illa að stjórna öðrum löndum og vita fá- ir betur deili á þeim hlutum en við Islendingar. Tveir eru flokkar í Færeyjum. Sambandsflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn. Nokkur hluti af hin- um síðarnefnda er farinn að lmeigjast að algerðum skilnaði við Danmörku. Sambandsflokkur- inn vill nálgast Danmörku sem mest, efla danska tungu og þjóð- erni í eyjunum, en væntanlega hafa sem mestan fjárhagsleg- an stuðning af Dönum. þó tala sambandsmenn færeysku á heimil- um sínum, nema Danir sem þar eru búsettir. Sjálfstæðisflokkurinn mun upphaflega ekki hafa stefnt hærra en að eyjarnar hefðu sjálf- stjórn innan Danaveldis, sérstak- an fjárhag, fult löggj afarvald um málefni eyjabúa og óskarð- an rétt til að nota móðurmál sitt í heimahúsum, kirkjum og skól- um. En sökum tregðu Dana, einkum að því er snertir færeyska tungu, sýnist nokkur hluti Sjálf- stæðisflokksins þokast lengra til vinstri, eða nær því að heimta fulla sjálfstjórn fyrir Færeyjar. Nú sem stendur er Sambands- flokkurinn í meirihluta. En kunn- ugir menn segja að unga fólkið hneigist meir í sjálfstæðisáttina. Sé það rétt, þurfa Danir varla að búast við öðru en að frelsiskröfur Færeyinga verði því ákveðnari, sem tímar líða. J. J. -----o----- þýskur togari strandaði á Mýr- dalssandi um síðustu helgi. Skip- verjar björguðust allir. Ofgarnar mætasf. I. í stóru löndunum eru stefnurn- ar í stjórnmálum að mun skýrari en hér. Hatrið stétta á milli er þar orðið miklu rótgrónara og langærra. Á miklu stórfeldari hátt rekast á hagsmunir manna. þar er þess vegna miklu betri jarðvegur fyrir öfgastefnur í stjórnmálum. Annarsvegar eru kommúnist- arnir; flokkur sem vill leggja í rústir núverandi þjóðskipulag með blóðugri byltingu og stofna sam- eignarríkið eftir byltinguna. Hinsvegar eru hinir róttækustu íhaldsmenn sem beita vilja kúgun og hervaldi til þess að hafa þjóð- skipulagið þannig að þeir geti óáreii ir setið að auð sínum og aukið nann. Öllum almenningi vilja þeir halda ómentuðum, til þess að geta notað hann eins og auðsveip vinnudýr, sem ekki geri kröfur um há vinnulaun og ekki hafi manudóm til að heimta rétt sinn. Svo lítur út á yfirborði sem ekkert sé þessum öfgastefnum sameiginlegt. En þegar nánar er að gáð verður annað uppi á ten- ingnum. Öfgastef nurnai': Kommúnismi og hið rammasta Ihald, lifa hvor á annari og búa í haginn hvor fyrir aðra. Mannkynssagan og allra helst liin blóðuga saga síðustu ára á mörg óræk dæmi um þetta. Keisarastjórnin rússneska, hreinræktaðasta Ihaldsstefna, sem ríkt hefir á síðari árum, skapaði jarðveginn fyrir kommúnistabylt- inguna rússnesku. Kommúnista- óeyrðirnar í Suður-Evi’ópu, á Ítalíu, Spáni og G ikklandi, hafa skapað jai’ðveginn fyrir þá her- valdskúgun Ihaldsins sem drotn- ar í þeim löndum. þessi eru dæmin ljósust og hvergi eins átakanleg í öðrum löndum álfunnar sem betur eru ment. En þar eru þó einnig dæm- in deginum ljósai’i um það hversu þessai' öfgastefnur lifa hvor á annaxá. Hryðjuvei'k og byltingakenn- ingar Kommúnista eru lífsupp- spi'etta Ihaldsstefnunnar í öll- um löndum. Með því að benda á þetta hi'æða thaldsmenn ró- lega boi-gara til fylgis við sig. Hinsvegar er óhóf og eyðsla ríku mannanna, óbilgirni þeirra í garð verkamanna og skilnings- leysi þeirra um að veita undir- stéttunum viðunandi kjör, besta vopn Kommúnista. Með því að benda á óhi’ekjandi dæmi um skynhelgi, ólifnað, fjárdrátt, óhóf og frekju Ihaldsfoi’kólfanna, fá Kommúnistar hin bestu vopn í hendur til að ala á óánægju vei’ka- manna og kveykja hatur í brjósti smæliugjanna til yfii’stéttarinnar. Og því harðar sem á er hei-t, því fremu'r hneigjast verkamenn til fylgis við byltingakenningarnar. Svo hefjast kaupdeilurnar. Vei’k- föll eða verkbönn hljótast af. Sjóð- ir vei’kamanna eru fljótt þur- ausnir. Verkfallsbrjótar æsa þá verkamenn til athafna sem eru trúir félagsskap sínum. Hungrið sverfur að. þá er kominn jarðveg- ^10011 fyrir Kommúnistana. Hinsvegar tapa vinnuveitendur stórfé á vinnuteppunni. því leng- ur sem stendur, því minni líkur sem verða til friðsamlegra mála- loka, því fúsari verða hinir gætn- ari í þeim hóp til að hlýða for- tölum íhaldsæsingamanna um að grípa til hervaldsins og stofna til íhaldsbyltingarinnar eða yfirleitt til einhverskonar ofbeldis til þess að brjóta samtök verkamanna á bak aftur. þannig fara hagsmunir öfga- stefnanna algerlega saman um það hvaða ástand þurfi að skapa til þess að flokkurinn blómgist. Friðsamleg og skynsamleg úr- lausn hinna miklu deilumála borg- arbúanna veldur því að hvor um sig þessara öfgastefna missir vind í seglin. Atvinnudeilur, verkföll og verk- bönn eru hjartablóð öfgastefn- anna. þess vegna ber það oft við að íhaldsmenn og Kommúnistar verða sammála um að kalla á deil- urnar að stofna til þeirra ráðstaf- ana sem hljóta að leiða til bar- daga milli hinna ólíku stétta stór- borganna. Slík tíðindi eru nú að gerast hjá okkur íslendingum. II. Margir hafa furðað sig á því hve íhaldsblöðin og Alþýðublaðið eru innilega sammála í gengis- málinu. Krónan á að hækka, hvað sem það kostar, hrópa þau sam- eiginlega, skamma Tímann í gríð og ergi fyrir að vilja festa verð- gildi krónunnar, og vitna bróður- lega í skammirnar hvert hjá öðru. Hverjir eru það sem um þetta rita i íhaldsblöðin ? Erfitt er að segja um það, því að langflestir rita undir dulnefni. þó er vitað um tvo. Annar er formaður Ihaldsflokksins: Jón þorláksson. Hinn er fjórði og síð- asti þingmaður Reykvíkinga, Magnús Jónsson. það eru m. ö. o. þeir menn, sem eiga sína pólit- isku tilveru undir því að hin ramma og ramvitlausa Ihalds- stefna á Islandi fái áfram að lifa og geti safnað fjölda kjósenda undir merki sín. En afltaugin í íhaldflokknum, þrautræddasta undirróðursumræðuefnið íhalds- blaðanna, er það að til séu menn á íslandi, sem vilja stofna til byltingar og glundroða í þjóðfé- laginu. þessi byltingagrýla er það, sem fyrst og fremst heldur íhalds- flokknum saman og veldur því meðal annars að þessir menn eru nú þingmenn Reykvíkinga. Ennfremur hafa ritað um geng- ismálið í Ihaldsblöðin leiguþjónar liinna dönsku og innlendu kaup- manna sem eiga Morgunblaðið og Isafold — mennirnir sem lifa á því að halda á lofti þessum æsinga- fréttum. þessir hafa einir haft orðið af hálfu Ihaldsflokksins í gengis- málinu. Ekki-ein einasta rödd hef- ir heyrst frá hinum gætnari mönn- um sem þann flokk skipa, um hækkunarstefnuna. Eina röddin af slíkra manna hálfu er bæklingur Péturs Halldórssonar bóksala, sem eindregið tekur í streng með Tím- anum. - Hverjir eru það hinsvegar sem skrifa um málið í Alþýðublaðið ? Ekki ein einasta rödd hefir þar heyrst frá neinum verkam mni. Nei! það eru dulnefningar sem þar skrifa einnig og það er vit- anlegt að höfundarnir eru ekki verkamenn, heldur menn sem hafa gert sig að leiðtogum verkamanna, menn sem eiga sína pólitisku til- veru undir því að árekstrarnir séu sem harðastir milli verka- manna og vinnuveitenda. þessir aðiljar eru það sem sam- einast hafa um það að spyrna á móti því að fest sé verðgildi ís- lensku krónunnar. Og ástæðan til samvinnu þeirra er öllum augljós, enda opinber- léga auglýst af þeim tíðindum, sem nú eru að gerast. Afleiðingar gengishækkunarinn- ar eru alveg fyrirsjáanlega)- og óumf lýjanlegar: stórkostlegar kaupdeilur milli atvinnurekenda og verkamanna. Byrjunin er hafin. Samningar eru nú þegar strandaðir, milli út- gerðamanna og háseta, sem út- kljást áttu um þessi mánaðamót. Jafnfyrirsjáanlegt er að harðvít- ugar kaupdeilur verða háðar á öllum öðrum sviðum. Verður því miður að telja öldungis víst að hér standi fyrir dyrum langvar- andi deila, sem mun sennilega draga á eftir sjer langvarandi verkbönn eða verkföll, með stórum aukinni heift milli stéttanna í bæjum íslands. þetta er einmitt það ástand, er þeir óska eftir að komi, öfga- mennimir í báðum flokkunum ís- lensku: íhaldsmanna og Jafnaðar- mannaflokki. Ekkert er eðlilegra, frá þeirra þrönga og skuggalega skjá, en að þeir óski eftir þessu. Tilraunir atvinnurekenda til þess að lækka kaupið eru vitan- lega besta vopnið sem hinir æstu Jafnaðarmannaleiðtogar hér geta fengið til þess að ná öllum verka- mönnum saman í verkalýðsfélög- in og fá þá til að hlýða boði og banni leiðtoganna. Verkbönn og verkföll eru bestu liðsmenn Al- þýðublaðsmannanna. Alveg sama gildir um Ihalds- leiðtogana og leiguþjónana hvort heldur heita þeir Jón þorláksson, Magnús Jónsson eða Valtýr og Jón Kjartansson. Harðsnúin bar- átta atvinnurekenda við verka- menn, sem er óumflýjanleg af- leiðing vandræðanna, sem á at- vinnuvegunum dynja vegna geng- ishækkunarinnar, er besta meðal- ið til að kasta atvinnurekendun- um í bæjum í faðminn á íhalds- forkólfunum. Festing verðgildis íslensku krón- unnar leiðii’ af sér frið í atvinnu- lífinu, gott samkomulag milli at- vinnurekenda og verkamanna, blómgun atvinnuveganna, farsæla afkomu verkamannanna og far- sæla afkomu alþjóðar yfirleitt, — en pólitiskan dauða öfgamanna bæði í Ihalds- og Jafnaðarmanna- flokki. Hækkun krónunnar og sífeldar gengissveiflur leiða af sér vinnu- deilur, verkföll og verkbönn, stór- töp atvinnurekenda, óánægju og æsingar hjá báðum aðiljum, glundroða í þjóðlífinu og stórtjón fyrir þjóðfélagið í heild sinni, — en um leið hinn ákjósanlegasta jarðveg fyrr pólitiska æsinga- menn bæði í flokki Ihalds og Jafn- aðarmanna. þess vegna berjast nú hlið við hlið Jón þorláksson og Hallbjörn Ilalldórsson, Magnús Jónsson og Héðinn Valdimarsson. Framtíðin sker úr hvort þessum öfgamönnum tekst að laða til fylg- is við sig allan þorra atvinnurek- enda og verkamanna. ——o------- Bækling um gengismálið hefir Pétur Halldórsson bóksali samið og gefið út og nefnir hann: Góð- æri og gengismál. Er auðfundið að höf. hefir, líklega flestum bet- ur, íylgst með því sem útlendir fræðimenn hafa ritað um þetta flókna og afleiðingaríka mál. Kernst hann hiklaust að þeirri nið- urstöðu að festa eigi gengi ís- lensku krónunnar með stýfingu. Eru málsatriði rækilega rakin, rök hækkunarmanna hrakin lið fyrir lið og ljós rök færð fram fyrir þvi að réttlátt sé að festa verðgildi krónunnar og skynsam- legast. Má vel vera að Tíminn skýri íækilegar frá riti þessu, því að upplag þess mun vera lítið. Er gott til þess að vita að a. m. k. einn skuli finnast réttlátur í hóp reykvískra borgara, í máli þessu. Langt mál ritaði Jón þorláksson í „aðalmálgagn" Ihaldsins nýlega um þas «ð bændum gerði ekkert til þó að ísi. ska krónan hækkaði, því að norska krónan hefði þó hækkað enn meira og væri enn hærri. Sýndi Tíminn fram á, að þó að rétt væri þá í bili, að norska krónan væri hærri en íslenska krónan — r 0 norskar krónur jafngiltu þá . 108 íslenskum — þá væri engi afsökun í því fólg- in fyrir hina iðdeildarlausu hækk un íslensku k ónunnar. En nú hef- ir alt snúist við. Síðan hefir ís- lenska krc) m haldið áfram að hækka, en .orska krónan hríðfall- ið. Alla þ< ísa viku hefir hún ver- ið mun 1 jgri en íslenska krónan og lengstrf 7—8% lægri. Og hvað verður þá úr fullyrðingum íhalds- foringjans um það að hækkun norsku krónunnar bæti íslenskum bændum það óhemjumikla tjón sem þeir verða fyrir. Um Bolungarvíkurprestakall, sem stufnað var á síðasta þingi, sækja tveir prestar: Síra Páll Sig- urðsson er nú gegnir prestsþjón- ustu lijá löndum vestra, en áður var fríkirkjuprestur Bolvíkinga og síra Böðvar Bjarnason á Rafns- eyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.