Tíminn - 03.10.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.10.1925, Blaðsíða 4
174 TÍMINN flokkurinn mist nokkur þingsæti sem hann hafði áður. Atkvæða- tala frjálslynda flokksins og jafn- aðarmanna hefir vaxið, þó enn meir hinna síðarnefndu. —Suður-Ameríkuríkin feta í fót- spor Norðálfuríkjanna um að auka vígbúnaðinn. Hefir Argentína ný- lega drjúgum aukið flota sinn og nú er Chile á sömu leið. Vill fá Ián í Englandi til að láta smíða þar tvö ný herskip og flugvélar til hernaðar. — Indverji, að nafni Sakladvala, kommúnisti, er sæti á í enska parlamentinu, ætlaði að ferðast til Bandaríkjanna í fyrirlestraferð. Var honum neitað um landgöngu af yfirvöldunum. Lýsti Coolidge Bandaríkjaforseti því yfir opin- berlega að hann væri neituninni öldungis samþykkur. þeir menn, sem að því ynnu að steypa í rústir stjórnarskipun Bandaríkj anna, ættu þangað ekkert erindi, enda þótt sæti eigi á þingi Englend- inga. -— Stórmyndarlegur og merkur kirkjufundur var háður í Svíþjóð í f. m. að forgöngu erkibiskups- ins sænska. Sóttu fundinn prestar og prelátar fjölmargra kirkju- deilda úr öllum álfum, margir grískkatólskir og af nálega öllum kirkjum mótmælenda, en enginn var þó rómverskkatólskur. Var fundurinn hinn fjölmennasti sem háður hefir verið innan kirkju- deilda mótmælenda. Tveir íslenskir prestar sátu fundinn: síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og síra Friðrik Jónasson á Útskálum. Fyrir hálfum mánuði síðan voru nálega V/% miljón verkamanna at- vinnulausir á Englandi. Slíkur er árangur gengishækkunarinnar, meðal annars. o I. í sumar var einn af eigendum Mbl. á ferð í Kaupmannahöfn. Sá maður heitir Jensen er danskur og hefir búð í Reykjavík. Jensen lét koma mynd af sér í einu af stórblöðum Dana, og einskonar æfisögu. Grobbar hann þar af því hve fésælt honum hafi orðið á ís- landi t Danmörku hafi hann bara verið „ullar-Jóti“, borið ull og lík- lega tuskur í poka á Jótlandi. En nú þóttist hann vera, stærsti hóteleigandi á íslandi og mikill „grósseri“. Var hann auðsýnilega stríðmontinn af gróða sínum. Frá- sögnin bar með sér að hann hefði fyrst reynt að auðgast á Færey- ingum, en ekki þótt þar nógu fé- sælt. Flæmdist hann þá til Siglu- fjarðar og rak þar mangarastarf- semi. Lét hann allvel af því við Dani. þá höfðu ekki verið nema tvær slíkar „sálir“ í kaupstaðn- um. Nú væru víst 20 á Siglufirði og enginn gæti orðið feitur af því að versla þar. Reykjavík varð Gósenland Jens- ens. Ullai-pokinn af jósku heiðun- um var nú horfinn en gistingahús með áfengissölu önnur gróðaupp- sprettan en búðin hin. Ekki gat Jensen um við Dani að honum hefði fénast annar „poki“ í Reykjavík, nefnilega rífleg þátt- taka í skjóðu þeirri,þar sem „fjól- urnar“ og „moðið“ búa saman. Hann sýnist eins og „þingherrar“ íhaldsins, lítið gefinn fyrir að við- urkenna óláns króann „fjólu- barnið“, opinberlega. það sem einkendi sjálfhól Jens- ens var djúp ánægja yfir því hversu hann, fátæki strákurinp undan ullarpoka á Jótlandi, hefði getað safnað maurum á íslandi. Og hvaðan hefir þessi austur komið, sem Jensen gefur í skyn að fylli vasa hans? Ekki hafa aurarnir sprottið upp úr mölinni í Reykjavík. Nei, það eru íslenskir peningar, sem fylla sjóð „ullar- jótans“, peningar fyrir áfengi og allskonar klúta. Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: Carmen frá Kreyns & Co Kr. 22.45 pr. þ2 Bonarosa — samá 19.25 - >/2 La Traviata — sarna - 20.30 — V* Aspasia — sama . . . . . - 17.85 - 72 Phönix A. — sama - 17.25 - V, do. B. — sama — 20.70 — V2 do. C. —■ sama - 22.70 — V2 Lucky Charm — sama - 10.10 — V4 Lt.ii. lteykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostuaði frá Reykjavik til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. XiaudSTerslim Xslands. Smiðj an í Lækjargötu 10 hefir ávalt fyriiliggjandi með lægsta fá- anlegu verði: Hestajárn, slétt, með skrúf- uðum stálsköflum, föstum stálsoðnum sköfl- um og pottuðum sköflum. Vagnhestajárn, með og án táskafla. Hringskeifur, sem eng- inn hófsjúkur hestur má án vera. Veð- hlaupaskeifurnar, frægu, sem þegar hafa synt að eru ómissandi öllum veðreiðahest- um. Hóffjaðrir, ódýrastar í borginni. Brodd- fjaðrir, með hálfvirði. Skrúfaða stálskafla, lausa. Nautabönd. Oftast fyrirliggjandi alls- konar stál og smíðajárn. Rær, af öllum stærðum. Annast allsk. járnsmíði. Vönduð vinna en verðið lágt. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu hvert á land sem óskað er. Lækjargötu 10. Einar Asmundsson Sími 1722. Reykjavík. Iiandslbankiim. Frá og með deginum í dag lækka vextir Landsbankans af víxl- um og lánum niður í 7°/0, vextir af viðtökuskírteinum niður í 5°/0, og sparisjóðsvextir niður í Vl2°l0. Reykjavík, 1. október 1925. Landsbanki íslands. W erðlækkun. Öll útlend fataetni seljum við nú með 10--20°|o afslætti. Lang mest úrval í bænum af fataefnum, frakkaefnum =z:: ■,■"■■■: og kvenkápum o. s. frv. —— — G-efjunardúkar altaf fyrirliggjandi. G. Bjarnason & Fjeldsted. En samhliða því sem Jensen gerir sig, heima í móðurlandinu, gildan af því hversu hann hefir auðgast á íslendingum með versl- un, lætur hann blað sitt, Mogga, sem hann að vísu skammast sín fyrir, en er þó engu að síður eig- andi að og í ábyrgð fyrir, flytja hverja fúkyrðagreinina af annari um mig fyrir að hafa haldið fram þeim alþekta og alviðurkenda sannleika að efnahagur almenn- ings er miklu betri í þeim lönd- um og héröðum, þar sem kaupfé- lög hafa starfað lengi, heldur en þar sem kaupmennirnir eru einir um hituna. Hversvegna þolir „ull- arjótinn“ og hans nótar ekki að um það sé talað, að gróði kaup- manna kemur frá viðskiftamönn- unum? því meira sem kaupendur eru féflettir, því fátækari verða þeir en því auðugri prangarinn sem etur með úr hverjum diski hjá viðskiftamönnum sínum. En vitsmunir og menning Jensenanna er á því stigi að þeir vilja í einu stæra sig af kaupmannsgróðanum, og þó helst dylja almenning þess hvaðan hann er kominn. Jensen og hans auma blað geta athugað hvert það land, þar sem kaupfélög hafa starfað um stund og sannfærst um að eg hefi á réttu að standa. Gætum að móður- landi Jensens, Danmörku. Ef allir Danir hefðu heimtað að lifa á prangi, myndi það nú ekki þétt- sett blómlegum, vel bygðum bændabýlum, eins og raun ber vitni um. Og dönsku kaupfélögin hafa verið aðal-hjálparhella bænd- anna þar í landi í fjárhags- og menningarviðreisn þeirra. Framh. J. J. .-----0--- f$MM 09 UðXtÉkltUÍ. Seint og síðanneir hafa bank- arnir lækkað vextina. Landsbank- inn um 1% en íslandsbanki að- eins um 14%. Almannarómurinn segir að íslandsbanki hafi verið tregur í þessu máli og eigi nokkra sök á, að ekki voru fyr lækkaðir hinir þungbæru vextir. Erlendis hafa lönd með hækk- andi gengi lækkað vexti til að verjast óhollum gengissveiflum. þannig lækkaði Noregsbanki vext- ina í haust um 2% samtals með fárra daga millibili, til að verja landið fyrir innstreymi erlends fjármagns, er fjárbrallsmenn fluttu inn til að græða á gengis- sveiflum. I Finnlandi kúgar þjóð- bankinn þá einkabanka er halda óeðlilega háum vöxtum, sumpart með því að neita að skifta við þá meðan svo stendur á, og í öðru lagi með því að eiga bein skifti við viðskiftamenn þeirra. Hér er seint gengið til hurðar og illa af hálfu íslandsbanka. Ber tregða hans um vaxtalækkun vitni um að hagur hans hafi verið minna góður 1923 heldur en E. Cl. og S. E. fullyrtu við þing og þjóð. Tregða bankastjóranna að lækka vexti nú sýnir að þeir hafa þá sagt ósatt frá hag bankans. Enginn mun gera ráð fyrir að E. Cl. líti á vaxtamálið, nema frá sjónanniði hluthafana. En hann á eftir skipulagi bankans og jafn- framt sökum gáfnafars síns að vera undirmaður hinna tveggja sem settir eru samkvæmt lands- lögum til að gæta almennra hags- muna móti yíirgangsstefnu hlut- hafanna. Útlendu hluthafarnir vita hvað þeir heimta af E. Cl. — En íslendingar eiga heimtingu á að Sigurður Eggerz og Jens Waage gæti þess að vextir í út- lenda bankanum séu aldrei óhag- stæðari almenningi en í Lands- bankanum. Bregðist það er það af því að húsbændurnir láta hjúið segja fyrir verkum. Vonandi verður það ekki til lengdar. J. J. ----o---- Ein ástæðan fyrir gengishækk- unarstefnu Ihaldsforkólfanna skýt ur upp höfði í grein eftir Magnús Jónsson í síðasta „aðalmálgagni“ fhaldsins. Segir hann svo: „Kaup- menn munu nú fá nálega allar vörur sínar gegn 3—6 mánaða víxlum. Eg veit ekki hve mikil upphæð það er, sem á þennan hátt breytist með genginu, en hún hlýtur að vera geysimikil“. — Á hækkandi krónunni eiga kaup- menn að græða, það sem hækkar, þann tíma sem gjaldfresturinn nær. Að vísu segir M. J. að þetta eigi að koma fram í lækkandi vöruverði, en reynslan verður áreiðanlega sú, að lækkunin kem- ur ekki fyr en það seint að kaup- menn stinga öllum þessum gróða í vasa sinn. Eða heldur M. J., að sementskaupmaður t. d., sem flyt- ur inn sementsfarm, fær 6 mán- aða gjaldfrest, verðleggur farminn þegar og selur, en síðustu tvo mánuðina hækkar íslenska krón- an — að sá sementskaupmaður fari að endurborga viðskiftamönn- um gengisgróðann ? Á kaupmanna félagsfundi getur M. J. sagt frá slíku og verður þar hlegið að eins og góðri fyndni. En að stjórna landinu eftir slíkum sementskaup- um er óðs manns æði. Fimm sönglög eftir Sigvalda lækni Stefánsson Kaldalóns, eru nýlega komin út. Hefir Jónas bók- sali Tómasson á fsafirði keypt út- gáfuréttinn. Munu lög þessi enn auka vinsældir Sigvalda hjá öll- um íslenskum söngvinum. „Bláskógarh Kvæðabókanöfnin fara að komast í sama flokkinn og Vatnsdalshólar og Breiða- fjarðareyjar. „Bláskógar“ er hið nýjasta og síst af verri endanum. Má giska á að höf. sé ættaður af Bláskógaheiði, enda yrkir hann mikið um það hérað, og menn þaðan. Jón heitir hann Magnússon og hefir stundað beykisstörf norð- ur á Siglufirði undanfarin sumur. Hafa kvæði hans sum áður birst í blöðum. — Ekki vil eg taka undir ummæli Magnúsar lagabæt- is' við Sturlu: „það ætla eg að þú kvæðir betur en páfinn“, en vissu- lega eru kvæði þessi mörgum betri. Er ómögulegt annað en hafa samúð með manni sem yrkir lag- leg ljóð um íslenska sögustaði og söguleg efni, er saklaust náttúru- barn a. m. k. í sínum mörgu ljóð- um um vor og íslenska náttúru- fegurð — og er jafnframt beykir á Siglufirði. „HaustrigningaH'. Aftur er far- ið að leika þann vinsæla gaman- leik, 0g verður vafalaust enn mik- il aðsóknin. „Vér brosum“ segir Morgunblaðið enn — eða hvað? Innbrot hafa verið fi'amin nokk ur hér í bænum undanfarið. Hallgrímur Hallgrímsson mag- ister hefir verið skipaður annar bókavörður við Landsbókasafnið. Jón þorleifsson, Leifs, tónskáld og píanóleikari og Annie kona hans, þýskrar ættar, hafa haldið hljómleika hér í bænum undan- farið. Er Jón á einu sviði merki- legastur allra sönglistarmanna ís- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Millur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Seljum ýnhskonar Veiðivopn og Sportvörur. Sendum verðlista með myndum ef óskað er eftir. K ö b e n h a v n s S p 0 r t m a g a s i 11. St. Kongensgade 46. Köbenhavn K. azrr.s ...1, Baldvin Einarsson aktýgja- smiður, Hverfísgötu 56 a. lenskra. Hann er þeirra þjóðleg- astur og hefir nú tekið sér fyrir hendur að bjarga frá glötun gamla sálma- og rímnasöngnum íslenska og blása í hann nýju lífi. Hefir áður verið sagt frá ferðalagi hans um landið í þessu skyni. En af hljómleik Jóns í gærkvöldi er ljóst að hann hefir merkilega hæfileika um að leysa þetta starf af hendi. Lék hann meðal annars tvö forn íslensk sálmalög sem hann hafði sjálfur raddsett. Kem- ur fróðum mönnum saman um að honum hafi merkilega tekist að ná hinum ramíslensku söngein- kennum og að vænta megi rríikils af áframhaldandi starfi hans á þessu sviði. Prentvilla var í grein sem tekin var úr „19. júní“ í síðasta blaði um bannið í Bandaríkjunum, mjög kátleg. Stóð þar að misjafn sauður væri í „mögru,, fé; en ekki var því um að kenna að svo stæði í „19. júní“. V atnaf ræðingurinn austurrí ski fer alfarinn í kvöld heim á leið. Síðast rannsakaði hann Lagar- fljót eystra. Á Búnaðarfélagið von á rækilegri skýrslu frá honum um rannsóknirnar úr áramótunum. Bókmentafélagsbækurnar. Ekki nema þrjár í þetta sinn — fáar en góðar: Efnisyfirlit ellefta bind- is Fornbréfasafnsins. Hefir dr. Páll E. Ólason tekið við útgáfu þess og mun ekki þurfa að efa að rösklega verður unnið að útgáf- unni áfram af hans hendi. — þá er fjórða hefti fyrsta bindis ís- lenskra annála frá 1400—1800. Tekur yfir allan Vallholtsannál og mikinn hluta Vallaannáls síra Eyj- ólfs Jónssonar. Sér IJannes þor- steinsson þjóðskjalavörður um út- gáfuna og lætur fylgja mjög merk ar athugasemdir. Er hvorttveggja að þessi annálaútgáfa er stór- merkileg um að opna alþjóð manna hulda fjársjóðu í sögu landsins og svo eru þessir annál- ar með köflum einhver allra besti skemtilestur, svo að jafnvel jafn- ast á við bestu sögurnar í þjóð- sögum Jóns Árnasonar. — Loks er Skírnir og er það skemst að segja að tilviljun getur það ekki kallast héðan af hvað Skírnir er gott og fjölbreytt tímarit undir sjóm Árna Pálssonar. Muu þetta vera þriðji árgamgurinn, sem hann sendir frá sér við vaxandi hróð- ur. Rúmið leyfir ekki að geta Skírnis ein og vert væri, en það er varla ofmælt að þetta sé besta tímaritshefti sem út hefir komið á íslandi. Vill Tíminn mjög ein- dregið skora á alla þá, sem þetta lesa, að ganga í Bókmentafélagið til þess að geta lesið bækur þess. Félag sem sendir frá sér svo merkilegar bækur á kröfu til allra um styrk í verki: til Alþingis og til einstaklinga um að ger- ast félagsmenn. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.