Tíminn - 03.10.1925, Qupperneq 3
TlMINN
173
Prjónavélar,
Hinar viðurkendu prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinen-
fabrik, Dresden eru áreiðanlega hinar bestu og vönduðustu, sem kostur
er á að fá. — Pantanir annast kaupfélög út um land og
Samband ísl. samv.íélaga.
HAYNEMÖLLEN
KAUPMANNAH0FN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og hveiti.
Meiri vörugæði ófáanieg.
S.I. S. slsziftir eingöng-a ^ricð oig:!k:uLr.
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
góðar og ódýrar. — fást hjá
Samhandi ísl. samv.félag-a.
pað má því svo að orði ikveða,
að fullur fjandskapur sé milli allra
stétta, en þó er ekki fullkomið
skipulag’ á neinni stétt. þjóðin er
enn svo óvön að taka þátt í opin-
berum málum, að öflugir fastir
stjórnmálaflokkar hafa ekki get-
að skapast.
Að vísu má segja, að á tveimur
flokkum beri mest, Seiyukai og
Kenseikai, en nákvæm takmörk
hefir ekki verið hægt að setja
milli þeirra. Nú eru þó línumar að
skýrast. Hinn fyrnefndi flokkur er
einkum skipaður jarðeigendum, en
hinn síðarnefndi venksmiðjueig-
endum og öðrum borgurum.
Nýlega hefir Seiyukai flokkur-
inn kosið Tanaka barón fyrir for-
mann sinn. Hann er talinn einn
hinn helsti atkvæðamaður í land-
inu. Jafnframt þesu hefir flofck-
urinn tekið upp á stefnuskrá sína
ýms mál, sem lúta að því að fjölga
bændabýlum, bæta kjör leiguliða
o. s. frv. Og reynt yfirleitt
til að vinna hylli lægri stéttanna
og sameina þær.
Yfirleitt má segja að Seiyukai-
flokkurinn gerir alt, sem hann
igetur til þess að safna íbúum
sveitanna saman í einn flokk. En
andstæðingarnir eru líka voldug-
ir. Auk borgaraflokksins, Ken-
seikai, er einnig flokkur her-
manna, sem berst til valda, og her
inn hefi'r mikil áhrif í Japan.
Meðal hermannanna lifir enn hinn
forni japanski þjóðemisandi. Her-
inn hatar Evrópumenn og vildi
fúslega hefja ófrið við þá, ef
tækifæri fengist hentugt. Svo er
einnig nú að koma upp nýr flokk-
ur, Suiheisha, sem er einkum skip-
aður fátækum mönnum, og þeim
stéttum, sem þjóðfélagið hefir
haft útundan. þessi floikkur hefir
ekki lýst sig fylgjandi kenning-
um jafnaðarmanna, en sem full-
trúi lægri stéttanna hlýtur hann
að vera móttækilegur fyrir áhrifin
frá Moskva. Fæstir menn í þess-
um i'lokk hafa kosningarrétt eða
önnur pólitísk réttindi.
þannig er þá ástandið í Japan.
þjóðfélagið er í upplausn. það
hefir á tveimur mannsöldmm
kastað af sér miðaldahjúpnum
og ætlað að tileinka sér menningu
vestrænna þjóða. En þetta hefir
orðið Japönum ofraun, og því er
nú svo komið, að hver höndin er
uppi á móti annari. Bændur berj-
ast við borgara, og hermenn og
verkamenn við þá hvorutveggja
og þó líka sín á milli, og inn í
þetta byltingahaf streyma svo
áhrif Bolsevika, sem alstaðar hafa
lag á því, að safna saman öllum
forusta Finnlandsbanka verið
framsýn og þjóðholl.
Cassel hafði þráfaldlega í ritum
sínum lýst því yfir að vandkvæði
væru á fyrir smáríki álfunnar að
festa peningagengið endanlega
með gullinnlausn, meðan Banda-
ríkin væru ein um hituna með
gull í veltu. Hann áleit að Eng-
land þyrfti að gera seðla sína inn-
leysanlega með gulli, áður en smá-
ríkin gætu með góðum árangri
byrjað með gullinnlausn. Ein af
ástæðunum er það, að meðan gull-
ið er aðeins eftirsótt vara í einu
landi, hlýtur verð þess að vera
hvikulla, og það miður hæft til að
vera allsherjar verðmælir, heldur
en þegar tvö ríkustu ag áhrifa-
mestu verslunarlöndin kaupa gull-
ið sem nauðsynlega verslunarvöru.
Fjármálamenn Finna fylgdu betur
forsögn meistarans heldur en aðr-
ir miður vitrir lærisveinar hans.
þeir biðu með að efna til gullinn-
lausnar, þar til England var kom-
ið við hlið Bandaríkjanna með
innleysanlega seðla. Meðan svo
stóð, hélt þjóðbankinn genginu
nokkurnveginn föstu, miðað við
dollar, en varð oft að eyða stórfé
í tap við gjaldeyriskaup meðan
þessu fór fram. En á þessum ár-
um komst jafnvægi á verðlagið
og kaupgjaldið í landinu. En það
þeim, sem óánægðir eru með
þjóðfélagið, og vilja bylta því um.
það er ekki auðvelt að sjá fyrir
hvernig muni ganga í Japan, en
þó mun mega álíta, að bænda-
flokkurinn sé líklegastur til þess
að verða flokkur framtíðarinnar.
Hann einn virðist hafa skilyrði
til þess að geta breytt landinu í
nútímaríki úr miðaldasvefninum.
En þetta verður því að eins gert,
að japanska stóriðnaðinum verði
fórnað. Landið getur ekki í einu
verið iðnaðarland og búnaðarland.
En missi Seiyukai völdin má bú-
ast við blóðugri byltingu og borg-
arastyrjöld og að Japan verði of-
urselt öllum öflum upplausnarinn-
ar. þetta er spumingin, sem alt er
undir komið. Kemst Japan yfir
torfærur sundrungarinnar? eða á
þetta forna ríki og unga stórveldi
að leysast sundur og líða undir
lok? Næstu ár munu gera út um
forlög ríkisins. H. H.
Hvað útheimtist
til að hafa sérþekkingu á búnaði?
þessari spurningu hefir stjórn-
arráðið nýlega svarað, þá skipaðir
voru gæslustjórar við Ræktunar-
sjóð íslands.
1 28. gr. Ræktunarsjóðslaganna
stendur: „Skal að minsta kosti
annar gæslustjórinn hafa sérþekk
ingu á landbúnaði". Bændur og
búalið hafa skilið þetta þannig,
að þessi störf ætti að skipa þeim
mönnum, sem besta þekkingu
hefðu á búnaðarmálum lands vors,
því þangað ættu þeir að geta sótt
traust og leiðbeiningar um hinar
ýmsu framkvæmdir, sem sjóður-
inn á að stuðla að með lánveit-
ingum.
En stjórnarráðið hefir skilið
þetta á annan veg. Að dómi þess
er ungur piltur úr Reykjavík sér-
fræðingur í landbúnaði, piltur
sem vitanlega þekkir ekkert til
landbúnaðar og svo hinsvegar
leiguliði sem hefir framkvæmt
nokkrar jarðabætur með fé lands-
drottins. — Annars verður ekki
krafist af þessum sérfræðing-
um landbúnaðarins. Búfræðing-
arnir frá búnaðarskólum vorum,
búfræðiskandidatarnir frá land-
búnaðarháskólunum norsku og
dönsku, og menn þeir er í tugi
ára hafa starfað að umbótum á
búnaðarháttum vorum, þetta er
alt einkis metið. Nei, pilturinn
úr Reykjavík og leiguliðinn,
þeir hafa meiri sérþekkingu á
landbúnaði, látum þá skipa
sætið. það er hvort sem er nægur
var aðalskilyrði fyrir endanlegri
lausn málsins, þ. e. breytingu
myntlaganna og notkun gulls sem
verðmælis.
í fyrrahaust um veturnætur
skipaði bankaráð þjóðbankans sjö
manna nefnd til að undirbúa mynt
lögin og gera tillögur um þær aðr-
ar endurbætur, er standa í sam-
bandi við þau. í nefndinni sátu
auk Ryti, tveir bankastjórar úr
einkabönkum í Helsingfors og auk
þess helstu áhrifamenn aðrir úr
bankaráðinu og atvinnulífinu.
þrem vikum fyrir sumar lauk
nefndin störfum. Hún lagði ein-
huga til að myntlögunum væri
breytt, og gullinnlausn lögleidd, þó
ekki fyr en Englandsbanki hefði
þar i'iðið á vaðið. Jafnframt lagði
nefndin fram fullbúið'frv. að hin-
um nýju myntlögum. þar er gert
ráð fyrir að 39 finsk mörk séu
jafngildi dollars, enda slegin
úr einu kg. af gulli 26,400 mörk
í stað þess að áður meðan finska
markið jafngilti gullfranka, feng-
ust aðeins 3444 mörk úr sama
gullmagni. í þessu er allur galdur-
inn innifalinn. Bak við hin nýju
mörk stendur að sama skapi minna
gullmagn, sem mörkin hafa nú um
undanfarin þrjú ár haft minna
verðgildi í daglegum skiftum
manna, heldur en áður var.
skilningur á kjörum bændaræfl-
anna! þeir þurfa eigi aðstoðar né
leiðbeininga við, það er best að
hér sé líkt á stað farið og með
áveiturnar fyrir austan. Fá þær í
hendur mönnum, sem eigi gera
sér neina grein fyrir hvernig með
þær eigi að fara, þá talið er að
áveitan sé fullgerð. Hvað þetta
hefir kostað og mun kosta hlutað-
eigendur, látum vér ósagt að sinni.
þessi dæmi eru hliðstæð því, að
togaraeigendur tækju menn sem
skipstjóra á togara sína, sem að-
eins hefðu róið á árabátum, aldrei
komið á stýrimannaskóla, aldrei
verið í siglingum og þektu eigi
helstu fiskimiðin í kringum land
vort. En hvað á að gera með
þessa þekkingu. Flýtur á meðan
ekki sekkur.
Nóg er um búnaðarframfarirn-
ar. þess vegna eigi vert að nota
um of þá litlu þekkingu sem til
er í þeim efnum. Að vísu segir
gamalt máltæki „með lögum skal
land vort byggja, en með ólögum
eyða“. Hvora setninguna hefir
stjórn vor í heiðri? Hvað segja
bændur og búfræðingar um þess-
ar ráðstafanir?
Gamall bóndi.
-----o----
Allar stéttir manna í Finnlandi
eru sammála um þessa lausn. þar
talar enginn lengur um að stækka
eða minka markið, þ. e. svíkja
verðmælinn. Nú heimtar þjóðin
öll aðeins eitt: Áreiðanlegan ósvik
inn verðmæli, þ. e. innleysanlega
seðla. Og nú í haust var ekki
dreginn neinn efi á í Helsingfors
að í vetur þegar þingið ikemur
saman, verður smiðshöggið lagt
á. Myntlögunum verður breytt.
Gullmagn myntarinnar miðað við
raunverulegt gildi hennar. Seðl-
ar þjóðbankans verða gerðir inn-
leysanlegir. Og þetta sem í sum-
um öðrum löndum er talin goðg'á,
rán eða þjófnaður, það er fram-
kvæmt í Finnlandi með alþjóðar-
samþykki, með stuðningi allra
flokka, og að í’áði og með forsjá
hinna vitrustu hagspekinga utan
lands og innan.
Hverar verða afleiðingarnar ?
Ýmsir tapa, fyi’st og fremst þeir,
sem hafa átt óhreyfðar inneignir
síðan fyrir stríð. En þjóðin í heild
sinni græðir. Megnið af núvei’andi
skuldbindingum er frá árum
himna föllnu peninga. Allir sem
skulda í smámörkum, sleppa hjá
því voða-ranglæti að verða að
borga lán neyðaráranna í miklu
stærri mynt. Atyinnudeilur þurfa
engar að vei’ða, eins og annai’s er
Frá útlöndum
fnnflutningur vara fi’á Noregi
til Danmerkur hefir fjórfaldast að
krónutali síðustu tíu árin, frá
Finnlandi til Danmerkur þrefald-
ast á sama tíma og tvöfaldast frá
Svíþjóð. Aftur á móti fluttu Dan-
ir inn vörur frá íslandi í fyrra
fyrir sömu krónuupphtpð og fyrir
10 árum, og þar sem krónan hefir
fallið svo stórlega í verði þýðir
þetta það að Danir kaupa nú mun
rninna af íslenskum afurðum en
áður. En hitt er á alli’a vitorði að
íslendingar kaupa enn langmest af
sínum nauðsynjavöi’um fi’á Dan-
mörku. Hefir sú verslun þrefald-
ast á sama tíma.
— Út af heimsókn Staunings
forsætisráðheiTa til Fæi’eyja og
ræðu er hann flutti á fundi lag-
þingsins, ritar Patui’sson, foringi
Sjálfstæðismannanna afai’þung-
orða grein í „Tingakrossur“, mál-
gagn Sjálfstæðismanna. Mótmælir
hann því harðlega að haldnir séu
lokaðir þingfundir þar sem rædd
séu sjálfstæðismál Fæi’eyinga, en
danskir ráðherrar fái að koma
þangað og lesa upp skilmála sína.
Hafi þetta komið fyrir í fyrra er
utanríkisráðherrann danski var á
fei’ðinni, „kom að óvörum irm í
óhjákvæmilegt, ef mynt stækkar
skyndilega. Verslun og framleiðsla
hætta að vera áhættuspil og verða
aftur atvinnuvegir, þar sem í’áð-
deild og atoi'ka njóta sín. Umbæt-
ur í landbúnaði geta byi’jað í
stórurn stýl, því að um leið og
landið hefir fengið örugga fasta
mynt, taka skuldabréf frá fast-
eignabönkunum að seljast gi’eið-
lega, bæði utan lands og innan. Ef
Finnar hefðu aftur á móti glæpst
á að halda hina leiðina og reyna
að hækka mai’kið, hefði af því
leitt hverskyns ófarnað: Alment
hrun í öllum atvinnurekstri, þi’á-
látar deilur milli stéttanna, blóð-
ugt í’anglæti í garð allra sem
höfðu efnt til skulda síðustu 10
árin. Og að lokum síbreytileg
mynt um mörg næstu ár, og óhjá-
kvæmileg kyrstaða í öllu sem lýt-
ur að húsabyggingum og land-
búnaði. En ástand Finna er öllu
annan veg farið. Fólkinu fjölgar
um 30 þús. á ári. Hvei’gi heyrist
getið um atvinnuleysi. Vei’slunai'-
jöfnuðux-inn er hagstæður. Álit
landsins fer vaxandi erlendis.
þjóðin er í allsherjai’fi’amför þessi
þjóð telur sér mesta nauðsyn að
fá aftur ái’eiðanlega mynt. J. J.
-----o-----
þingið og las upp boðskap Dan-
merkur um að leggja ný ok á
Færeyinga og að Færeyingar og
fæi’eysk tunga eigi að lúta Dan-
mörku og danskri tungu“. Og nú
fari forsætisráðhei’ra Dana eins
að. Enn hafi það bæst við að
danskir kvikmyndamenn hafi átt
að taka myndir af þeirri stundu
er þetta valdboð var lesið yfir
Færeyingum og hafi vitanlega átt
að sýna heimi öllum, en þingmenn
hafi þó séð svo sóma sinn að í’eka
þá bui't. -— Héi’eftir megi slíkar
heimsóknir ekki koma fyrir. Vilji
danskur ráðherra fá að koma á
þing Færeyinga verði hann fyi’st
að snúa sér til forseta og hann
að sækja um leyfi þingsins. Og'
að sjálfsögðu eigi að halda slíka
fundi fyrir opnum dyi’um, svo að
allir Fæi’eyingar geti fengið að
vita hvað við ber.
— Langhæstan tekjuskatt í
Bandaríkjunum, ái’ið sem leið,
borgaði Ford, bílaverksmiðjueig-
andinn alkunni. Hann borgaði
16miljón dollara í tekjuskatt.
Næst er stálfélagið sem boi’gaði
11 miljónir og þarnæst John D.
Rockefeller yngri, steinolíukóngui’-
inn, sem borgaði rúmar 6 miljónir
dollara.
— Kosningar eiga að fara fram
í Canada 29. n. m. Er aðallega
kosið um vei’ndartollastefnu. Vill
íhaldsflokkurinn lögleiða háa
verndai’tolla sem hindri vöi’uflutn-
inga frá Bandaríkjunum til Kan-
ada.
•— Skipaumferð urn Súesskui’ð-
inn er altaf að vaxa. Bkipin sem
fóru um skurðinn í fyrra báru
rúmlega 25 milj. smálesta, sem
er einni milj. meira en nokkru
sinni áður. það sem af er þessu
ári hefir umferðin orðið enn
meiri.
-— Undanfarin ár hefir Alþjóða-
bandalagið haft fult eftirlit með
fjármálum Austurríkis, síðan það
útvegaði miljónalánið ríkinu til
viði’eisnar. En um miðjan f. m.
var því lýst yfir, að þessu eftirliti
yrði lokið á næsta ári, kæmi ekk-
ert sjerstakt fyrir. þó á Alþjóða-
sambandið að geta, hvenær sem er
á næstu tíu árum, fengið eftirlit-
ið aftur, ef tekjuhalli fer að verða
á fjárlögunum.
— Mjög auðugar koparaámur
eru nýfundnar í Svíþjóð.
— Lettland er að koma sér upp
flota. Er að láta smíða fjögur
herskip á Frakklandi.
— t möi’gum stói’bæjum Banda-
ríkjanna er sérstakt Kínverja-
hverfi. Löngum hefir þar verið
í’óstusamt en ágerst mjög síðari
árin. Morð og í’án hafa t. d. verið
mjög tíð. Nú hefir Bandaiákja-
stjórn gefið út yfirlýsingu um að
öllum Kínvei’jum vei’ði vísað úr
landi, sem ekki hafa fengið form-
legt landvistai’leyfi.
— Stói’kostlegir vatnavextir
ui’ðu í Kína um miðjan f. m.
Týndu rnenn lífi svo þúsundum
skifti og mikið tjón varð á eign-
um. Um 900 þox-p voru svo um-
flotin af vatni að ekki vai’ð kom-
ist á milli þeirra nema á bátum.
— Enn hafa Japanar orðið fyr-
ir stói’kostlegu tjóni. Hinn 18. f.
m. kom upp eldur í þinghúsinu í
Tokíó og brann það til kaldra kola.
Síðan bai’st eldui’inn urn borgina
og stórt borgarhverfi brann til
ösku.
— Lloyd Geoi’ge vill láta enska
ríkið í’eisa 25000 nýbýli, fyrst um
sinn og fá mönnum á ei’fðafestu.
— Irskur herforingi og þing-
rnaður var á ferð í New York ný-
lega. þá er hann steig af skips-
fjöl í’jeðust á hann landar hans,
iýðveldissinnar, köstuðu á hann
fúleggjum og skemdum eplum og
léku hann hart. Er mesti fjöldi
íra í Bandaríkjunum og er tal-
ið að flestir þeirra séu fylgjandi
fullum skilnaði íi’lands við Eng-
land.
— Aukakosningar sem fram
hafa farið á Englandi upp á síð-
kastið benda á, að fylgi íhalds-
stjói’narinnar sé að minka. Hefir