Tíminn - 24.10.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1925, Blaðsíða 1
®|aíb£eri og afg«t6slur’a6ur ítmans er Sigurgeir ^ri6rifsfott, Samí>an6s^úsinu. Hevfjauil i&fcjrriböía 51 í m a n s er í Sam&an6sfyústnn <Ðpin 6agle§a 9—f2 f. &. Shtti 496. IX. ár. Utan úr heimi. Sáttafundur stórveldanna. Um nokkra stund undanfarið hafa utanríkisráðherrar stríðs- þjóðanna, þjóðverja, Frakka, Englendinga, ítala og Belgíu- manna setið á fundi saman til að ræða um tvö meginatriði: 1. Landamæri þýskalands að vest- an. 2. Inntöku þjóðverja í þjóða- bandalagið. þjóðverjar hafa enn sem komið er varla fengið að koma inn í þjóðabandalagið. þeir hafa haldið því fram, að síðan þeir biðu ósigur og urðu að gefast upp, hafi þeir sífelt verið beittir hörku og yfirgangi af sigurvegurunum. Á fundum, þar sem rædd voru skifti þeirra við bandamenn hafi sig- urvegararnir aldrei búið að þeim eins og jafnréttháum samnings- aðilum, heldur eins og sökudólg- um. öll skifti, einkum milli Frakka og þjóðverja hafa verið í stirðara lagi. Alt hefir bent á, að fyr en varði, mundi blossa upp ófriður milli þessara þjóða. Gamla þrætueplið um það, hvor þessara þjóða skyldi ráða yfir Rín, mundi valda friðslitum um leið og þýskaland hefði nokkra von um að geta sigrað Frakka. þessi uggur um framtíðina hef- ir skaðað báðar þessar þjóðir, og flestar aðrar þjóðir í ofan á lag. Frakkar hafa búist við öllu hinu versta af þjóðverjum og á hinn bóginn hefir þjóðverjum fundist að Frakkar vilja vinna þeim alt það mein er þeir mættu. Einkum hefir þjðverjum þótt hið mesta mein að setu franskra og enskra hersveita í héruðum við Rín. þá kom þar, fyrir nokkrum mánuðum að þjóðverjar buðu hin- um forau féndum sínum, Frökk- um, Belgíumönnum og Englend- ingum nýjan samning um öryggi í framtíðinni. Gegn því að hætta með að hóta hefndarstríði von- uðu þjóðverjar að þeim yrði veitt- ur nokkur léttir í sínum málum. Bandamenn tóku allvel þessari hugmynd. Starfaði nefnd sérfræð- inga úr löndum þeim er hlut áttu að máli að undirbúningi öryggis- samnings. Að lokum komu utan- ríkisráðherrar þessara þjóða sam- an og leiddu máiið til lykta, svo að mikill fögnuður hefir orðið yf- ir samkomulaginu a. m. k. hjá bandaþjóðunum. Niðurstaðan er sú, að þjóðverj- ar lýsa yfir að þeir sætti sið við vesturlandamæri ríkisins fyrir sig og sína niðja. Samkvæmt því ætti Elsass og Lothringen um aldur og æfi að vera frönsk lönd, og Belgía ekki að vera í hættu fyrir yfir- gangi þjóðverja. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að gerðardómstóll fjalli um deilumál þjóðanna áður en sverðið er dregið úr slíðrum og ófriður hafinn. í þriðja lagi ganga þjóðverjar rtú inn í alþjóðabanda- lagið. Búist er við að Bandamenn muni vegna þessara samninga létta eitthvað hersveitunum í Rínarlöndum. Á þessum síðasta sáttafundi hafa þjóðverjar, eða fulltrúar þeirra, í fyrsta skifti síðan stríð- inu lauk fengið að starfa eins og jafnréttháir aðilar fulltrúum bandaþjóðanna. Vinnubrögð á sáttafundinum voru nokkuð með nýjum hætti. í stað þess að halda opinbera fundi, þar sem fulltrú- ar hinna ýmsu landa héldu opin- berar ræður og deildu fram og aftur um málin, þá var hér farin samningaleiðin. Fulltrúarnir komu sér saman utan funda, og síðan var formlega gengið frá samþykt- unum á venjulegum fundi. Menn vona að fundur þessi hafi verulega þýðingu fyrir heimsfrið- inn. En því miður eru deiluefn- irt ærið mörg og íkveikjan víða, ef ekki er gætilega farið með hagsmunaeldinn. J. J. •o- það er létt verk fyrir fjármála- ráðherra, sem nægilegt fylgi hefir á Alþingi með tillögum sínum, að moka fé í ríkissjóðinn — í bili. Alþingi hefir valdið alveg tak- markalaust til að skattleggja borg arana. þessu valdi hefir verið ósleiti- lega beitt undanfarið. Aldrei hafa fyr verið lagðir svo þungir skatt- ar á Islendinga sem undanfarið. Fyrir ríkissjóðinn er árangur- inn viss — í bili. Tekjur hans síð- astliðið ár voru miklu meiri en áður og í ár hljóta þær að verða svo miklar að mjög mikið verður grynt á ríkisskuldunum. þjóðin hefði ekki getað borið hina þungu viðbótarskatta ef illa hefði látið í ári. En hið einmuna góða árferði veldur því, að ef ekki hefði verið gengið feti framar, mátti telja víst að þjóðin hefði risið undir skattaaukningunni. En það hefir verið gengið stóru feti framar. Auk þess sem stjórn og Alþingi í sameiningu hafa lagt á þessa viðbótarskatta, hefir landsstjórn- in upp á sitt eindæmi og þvert ofan í skýlausan yfirlýstan vilja Alþingis, lagt nýjan og lang stór- feldasta skattinn á þá stéttina sem fyrst og fremst stendur und- ir þjóðarbúinu og geldur þangað skattana — framleiðendur til lands og sjávar. þetta hefir lands- stjórnin gert með hinni gífurlegu hækkun krónunnar. Á pappírnum getur landsstjórn- in sýnt glæsilega útkomu þessar- ar ráðsmensku. Skuldir ríkissjóðs við útlönd, enska lánið alræmda t. d., lækka stórum að krónutölu. Á pappírnum mun líta svo út sem hagur íslands hafi stórlega batnað á þessu ári. En sú mynd er röng mynd af ástandinu nú á íslandi. Ríkissjóðurinn hefir að vísu mokað til sín fé með nýjum skattaálögum og ríkisskuldirnar lækkað að krónutali vegna gengis- hækkunar. En skattþegnarnir sitja eftir með sárt ennið. Bændur um alt ísland verða yfirleitt miklu skuld- ugri við næstu áramót en þau síð- ustu og útgerðarmenn allflestir líka. Og báðir verða að horfa fram á óyfirstíganlega erfiðleika á næsta ári um rekstur atvinnuveg- arins. Slík stjórnsemi landsstjórnar minnir á konuna sem slátraði hænunni sem verpti gulleggjum. Eitthvert mesta öfugstreymi í stjórnarfari er það að ganga svo nærri þegnunum í skattaálögum að þeir verði að hleypa sér í skuldir til að borga þá. Og ekki getur vitlausari fjármálastjórn en Reykjiavík 24. október 1926 þá að hækka svo verðgildi pen- inga að atvinnuvegirnir verði ekki reknir n'ema með tapi — til þess að geta lækkað ríkisskuldirnar á pappírnum. Hvorugt getur gengið nema í bili. Afturkastið kemur jafnáreið- anlega og að nótt fylgir degi. Skattarnir hætta að greiðast. Rík- issjóðurinn missir tekna og verð- ur að taka lán til að standast lög- boðin útgjöld. Töp atvinnurekend- anna og aukin seðlaútgáfa leiða af sér nýtt verðfall peninganna. þá er miklu ver farið en heima setið. Fjármálastjórnin núverandi er svo forsjárlaus sem frekast er hægt að hugsa sér. Engin þjóð í heimi þolir að á hana sé lagt hvorttveggja í senn: stórum auknir skattar og stórfeld gengisbækkun. þá er boginn spentur svo hátt að hann brestur. Eina ráðið til bjargar, til þess að forðast að afturkastið komi, var að festa verðgildi peninganna, til þess að gera atvinnuvegunum kleift að rísa undir skattabyrð- inni. Alþingi var það ljóst er það skipaði að festa verðgildi krón- unnar eða stuðla að varlegri hækkun hennar. því hefir ekki verið hlýtt og þessvegna vofir það nú yfir að togararnir verði allir bundnir við hafnargarðinn um næstu mánaða- mót og að allir tapi á næsta ári. Verður það erfitt verk og eitt- hvert hið ábyrgðamiesta sem krafist hefir úrlausnar, sem Al- þingi næsta verður að leysa af hendi, að bæta fyrir hið óafsakan- lega og háskalega skilningsleysi sem fjármálaráðherra landsins hefir sýnt með framkvæmdum og framkvæmdaleysi sínu í gengis- málinu. o- íslensk króna er nú um 80 gull- aura að verðmæti. Menn sem eiga inni í bönkum og sparisjóðum vilja láta hana hækka enn um V5 hluta til að græða enn 20 aura á hverri krónu. Hinsvegar verða menn sem skulda fi*á kreppuárun- um að sætta sig við það, að gefa inneigendum 20 aura af hverri krónu er þeir skulda, ofan á þá gjöf sem á undan er komin síð- ustu mánuðina. Aðalatriði málsins er þá það, að nú er af hálfu stjómarinnar og Mbl.manna yfirleitt verið að vinna að því, að reita þá skuldugu og í þeim hópi eru yfirleitt flestir þeir menn sem eitthvað hafa gert í landinu, reita þá innað skyrtunni; stækka hverja krórtu um einn fimta hlut, til þess að skuld þeirra verði enn þungbærari. Að sama skapi á að gefa þeim sem eiga ]>eninga í sjóðum stóra gjöf sem þeir hafa ekki unnið fyrir. En svo herfilega er málum blandað, að sumir Mbl.menn halda því fast fram að þeir sem leggja til að íslensk króna verði fest á næstu mánuðum ætli að lækka innieignir manna um 20%. Sam- kvæmt þessu ætti það að vera til- gangur þeirra sem festa vilja krónuna, að breyta peningalög- gjöfinni þannig, að með lögum yrði fyrirskipað að lækka inneign í banka eða sparisjóði sem nú er 1000 kr. þannig að hún yrði ekki nema 800 kr. — En þessi „skýr- ing“ Mbl.manna er hrein endi- leysa. Engum þeim sem vinna að festingu krónunnar hefir komið til hugar að fara þessa leið. í stað þess að minka pappírs- krónuna sem nú er, og hefir geng- ið manna á milli um mörg ár, vilja festingarmerm láta breyta myntlöggjöfinni þannig, að bak við hverja krónu verði tilsvarandi minna gullmagn heldur en var fyrir stríð, sem pappírskrónan er verðminni en gullkróna. þetta er ekki annað en að gera pappírs- krónuna varanlega eins og hún er nú. Eigendur innstæðufjár hafa yfir engu að kvarta. Nálega allir hafa þeir lagt inn fallnar krónur, jafnvel mun minna virði en þær eru nú. það eina sem festingar- menn gera á móti þeim, er að hindra þá frá að fá óverðskuldað- an gróða meir en orðið er. Krónan er nú um 80 gullaurar og hefir árum saman verið lægri. Festingarmenn vilja stöðva hana þar sem hún er. Með því er eng- um óréttur ger, frá því sem er og hefir verið. J. J. ---o---- Baðlyf. Magnús Einarsson dýralæknir hefir ritað langa grein um baðlyf. þar sem greinin birtist í tveim blöðum, sem fara út um land, þótti Tímanum óþarfi að prenta hana einnig. Aðeins skal vikiS að aðalatriðum greinarinnar. Skipulag það sem nú er um innlenda baðlyfjagerð, er sett fyrst og fremst samkvæmt til- lögum M. E. Greinin er vörn fyrir þetta skipulag. Hafa aðfinsl- ur um baðlyfin komið fram úr ýmsum sveitum og eru tilefni greinarinnar. M. E. vitnai’ til erlendra vís- indarannsókna og eigin reynslu um það, að kreólínbaðlyf sjeu bestu baðlyfin. En sá hængur er á að slík baðlyf er mjög auðvelt að svíkja. Verður að fara fram nákvæmt eftirlit með hverri blöd- un. Farast M. E. þannig orð: „Aðalástæðan til þess að tilboði h.f. Hreins var tekið er sú, að nákvæmt eftirlit með hverri blönd- lyfs er ekki hægt að hafa, nema það sé búið til á þeim stað, þar sem rannsóknarstofa ríkisins er. Baðlyfið er hér búið til í stórum kerjum, sem taka um 3000 lítra, og þegar hvert ker er fullbúið, fær forstjóri rannsóknarstofunnar sýnishorn til rannsóknar og sala á lyfinu þá ekki leyfð nema lyfið reynist eins gott og tilskilið var. Á sama hátt er hægt að reyna gæði hvers einasta lítra, sem sendur er út frá verksmiðjunni. Að hafa slíkt eftirlit með baðlyfj- um, sem aðflutt eru á 180 lítra tunnum frá útlöndum er gersam- lega ókleift, enda þótt baðlyfið væri alt flutt til Reykjavíkur. I stað einnar rannsóknar þyrfti ekki minna en 17 á hver 3 tons og má geta nærra hversu fljót afgreiðsl- an héðan út um land gengi, þeg- ar fyrst þyrfti að efnarannsaka hverja tunnu eða gera sem næst 240 rannsóknir í stað 14, eins og átti sér stað í fyrra. þetta mundi hleypa verðinu að mun upp og þá mundi kostnaður við að flytja alt baðlyfið til Reykjavíkur og þaðan út um alt land verða alltilfinnan- legur“. Fullyrðir M. E. að þetta innlenda baðlyf fullnægi öllum 49. hlað réttmætum kröfum og bætir við: „þetta fyrirkomulag með baðlyf, sem nú er á, verður að mínum dómi að teljast hið ákjósanleg’asta, sem völ er á, og væri það sannar- leg synd gagnvart fjáreigendum og landinu í heild, ef einstökum náungum tækist að níða það svo, að það yrði afnumið“. Síðan vík- ur M. E. að kvörtunum þeim, sem borist hafa um baðlyfin. Er bert að hann álítur aðalástæðuna þessa. „Sumar kvartanirnar fyrir Hreins kreólíni, er eg hefi séð bera það beint með sér, að höfundar þeirra eru undir áhrifum frá einum af baðlyfjasölum þeim, sem gátu ekki komið sínum baðlyfjum að, manni, sem nú um mörg ár hefir unnið að því leynt og ljóst, að gera alt baðlyfjaval að pólitísku atriði, og nú loks, er alt annað þraut, hefir tekið það ráð, að fá menn út um land til að níða það baðlyf, sem stjórnin hefir löggilt, væntanlega í því skyni, að koma sínu lyfi svo að. — petta er 'sannanlegt, ef á þarf að halda. Ennfremur hefir sami maður látið sér sæma, eflaust gegn betri vitund, að bera það út, að eg væri einn af eigend- um baðlyfjagerðarinnar og er það sýnilega gert í því skyni, að vekja tortryggni fjáreigenda gagnvart mér, gefa þeim í skyn að eg sé til eiginhagsmuna að reyna að svíkja þá — og embættisskyldu mína. Eg læt lesendurna um það, hve mikið sé leggjandi upp úr þeim kvörtunum um Hreins kreólín, sem af þessa manns toga eru spunnar, hvort heldur þær eru af- leiðingar af blindu fylgi kvartend- anna, eða öðru verra. En tækist það að leika bændur svo grátt, að þeir gerðust sínir eigin böðl- ar, með því að heimta það atriði í baðlyfjamálinu afnumið, sem best hefir ráðið verið, mætti enn segja, að íslands óhamingju verði alt að vopni. — Loks getur hann þess að hann hafi nú samið stutt- an leiðarvísi um notkun innlendu baðlyfjanna, sem útbýtt sé með lyfjunum til fjáreigenda. -----o---- Kvikmynlahúsin. Blöðunum hef- ir orðið tíðrætt um verð á að- göngumiðum í kvikmyndahúsin; ýmist borið fram að mundi lækka, eða borið til baka. En .aðalatriði málsins er alls ekki verð aðgöngu- miðanna, heldur hitt, að forstór- arnir leggi áherslu á að velja góð- ar myndir og hafna þeim, sem teljast verða miður góðar og jafn- vel ósiðlegar. þetta hafa forstjór- arnir yfirleitt leyst vel af hendi og á Reykjavíkurbær mikið und- ir að þeir geri það framvegis, svo mikið að verð aðgöngumiðanna er algjört aukaatriði. Skýrsla Gagnfræðaskólans á Akureyri fyrir síðastliðið skóla- ár er nýkomin út. Voru nemendur 110, þar af rúmur helmingur í heimavist. Munar mjög miklu hve námið verður ódýrara þar en hér við Mentaskólann. Samningar um vinnulaun, milli verkamannafélagsins „Dagsbrún“ og vinnuveitenda eru strandaðir, eins og samningamir við sjómenn- ina. Kemur þá einnig á því sviði til kasta sáttasemjara. ÍLátin er hér í bænum Helga Proppé, móðir þeiiTa mörgu Proppé-systkina. Hún er jörðuð í dag í Görðum á Álftanesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.