Tíminn - 31.10.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1925, Blaðsíða 4
190 TlMINN Frh. af 1. síðu stakt tilefni til þess að beina þeim aftur til sjómannanna. Sömu blindu er málgagn þeirra, Álþýðublaðið, slegið, sem fjár- málaráðherrann og Ihaldsblöðin. Alþýðublaðið hefir lagt sig undir vanga fjármálaráðherrans í geng- ismálinu, svo að ekki hefir mátt í milli sjá hvor hefir veitt hinum meiri ástaratlot. Nú ætti alvaran að sýna sjó- mönnum og verkamönnum öllum inn á hvaða brautir hinn blindi leiðtogi hefir leitt þá. Nú er fram- undan atvinnuleysið, kauplækkun- in og skorturinn. Tíminn vill ekki trúa því að í hóp sjómanna og verkamanna verði það ofan á að fóma hags- munum atvinnuveganna á altari flokksagans. pað hefir verið margrakið hversu ógurlegan skatt gengis- hækkunin þegar hefir lagt á bændastéttina. Nú blasir hitt við — og þó aðeins byrjunin — á hverju sjávarútvegurinn á von, báðir alilar, útgerðarmenn og sjó- menn. þjóðarinnar vegna er það óverj- andi að láta flokksfylgi við J. þ. og Alþýðublaðið, slegin sameigin- lega hinni hörmulegustu blindu, h indra það, að framkvæmdar séu ráðstafanir sem eru eina leiðin út úr ógöngunum. það er ekki eingöngu núverandi kynslóð íslands sem á alt undir því að gengismálinu sé nú ráðið skynsamlega til lykta. Festing verðgildis krónunnar er eina örugga ráðið til að koma nú á sáttum milli útgerðarmanna og sjómanna, sem líklegt er að dugi til nokkurrar frambúðar og eina ráðið til að tryggja að landbún- aðurinn verði ekki enn á ný og oft skattlagður svo ógurlega og ranglátlega sem nú er orðið. Tíminn vill ekki trúa því að sjáv arútvegsmenn sýni ekki þann þroska að hrista af höndum sér þá landsstjórn og þau blöð, er særa þá ólífissári — ekki sjálfra þeirra vegna einungis, ekki hins rétt- láta málstaðar vegna einungis, ekki einungis til þess nú í þetta sinn að hindra stórtöpin af stöðv- un togaraútgerðarinnar og bölið af atvinnuleysi sjómannanna — heldur einnig framtíðarinnai' vegna, og þjóðarinnar vegna í heild sinni. Alþingi næsta sker úr þessu al- varlega máli. þá ræðst hvoru megin fulltrúar þjóðarinnar skipa sér. Og undir öllum kringum- stæðum stendur sú leið opin, að láta þjóðina skera úr með nýj- um kosningum. Gengishækkunin liggur yfir Iík atvinnuveganna allra og sjó- manna. Festing verðgildis krónunnar liggur yfir hin pólitisku lík Jóns þorlákssonar og Alþýðublaðsins. Hvora leiðina á að fara? ----o---- Síra Bjöm porláksson á Dverga- steini hefir fengið lausn frá em- bætti frá næstu fardögum. Leikfélag Reykjavíkur byrjar að leika annað kvöld og leikur fyrst gamanleik eftir þýskan höfund: Dvölin hjá Schöller. Nýjar bækur. Guðmundur Björnsson sýslumaður í Borgar- nesi gefur út ljóðmæli sín, all- stóra bók, í vandaðri útgáfu. Hafa áður birst ýms ljóð hans í tímaritum. — Sjómannafélag Reykjavíkur gefur út tíu ára starfssögu sína, myndarlegt af- mælisrit, með myndum af mörg- um forgöngumönnum félagsins. Pétur G. Guðmundsson hefir sam- ið ritið. Taugaveikisfaraldur geysar á Isafirði. Er kominn í 14 hús. Tal- ið að veikin hafi borist með mjólk frá Engidal. þrjá þýska togara handsamaði íslands Falk í þessari viku, fyrir ólöglegar veiðar. A víð og dreif. Straumhvöri i Borgarnesi. Fiam á síðustu missiri haía brask- arar og þunnir landssjóðslaunamenn rúðið mestu á fundum i Borgarnesi. Nú er þessu brugðið. A hverjum fundinum eftir annan verður Borgar- nes-íhaldið sér til minkunar. Eins og sjá má af „merði", snúa afturhalds- menn einkum reiði sinni að Hervald skólastjóra Björnssyni. Hann er Vestur-Húnvetningur að ætt, ágætur ræðumaður og hefir aila þá hæfileika sameinaða, sem prýða góðan ræðu- mann, bæði um rödd, framgöngu, vald vfir málinu og skarpa hugsun. Hervald hefir hvað cftir annað rekið ihaldið í vörðurnar á mannfundum, og er svo komið og hvorki sýslumað- urinn né kaupsýslumenn þeir, sem þar hafa látið mest á sér kræla, þora að tuka þátt í umr^eðum um landsiriál, ef þeir eiga einir sér að fást við Hervald. Móðursjúkur piltur úr Reykjavík hefir nýlega ráðist á Hervald í pésa einum. Er auðséð að Mbl.mönnum þykir verst sú aðferð, er I-Icrvald iieitir mjög, en það er að rannsaka nákvsemiega blöð og pésa íhaldmanna, þingræður þeirra o. s. frv. og láta sjálfa ilialdsforkólfana vega hvern að öðrum með mótsögn- um og gagnstæðum fullyrðingum. þykir þeim sem standa að Stormi, Mogga, „merði“ og ísu ekkert verra en að standa undir sókn ágætra ræðu- manna, sem bregða upp myndum af heimsku þeirra og hringli, með þeirra eigin orðum. Hrakfarir „Jónanna“. Sjaldan hefir fruntaskapur réttlát- iegar komið siikudólgum í koll en þe.im íhaldsnöfnum, Jónum tveim, í Borgarnesi á dögunum Byrjunin er sú að þoir þora ekki að liafa fund- inn þegar andstæðingai' þeirra héðan úr bænum gátn farið upp eftir með venjulegri Suðurlandsferð. peir meina tveimur mönnum úr Reykjavík, M. Kr. og Jóni Árnasyni, að koma á fund- inn til þess að tala þar Mun það þó fiestra manna mál, að óviða sé svo vel setinn liekkur ræðumanna á fundum hér, að þessir tveir menn rnundu ekki auka við röksemdum er þroskuðum fundarmönnum þætti bót að. Ofan á þetta ofbeldi bætist svo að þeir flytja dreng upp eftir, sem við urkennir sjálfur að hann hafi hvorki vit né áhuga á landsmálum. þennan pilt léta þeir vaða elginn, þótt utan- sveitar væri, tómt endalaust væmið skjal) um íhaldið, en hinum færustu mönnum bægt með ofsa frá fundar- þátttöku. Næst setur Jón þorl. þau ósvifnustu fundarsköp, sem heyrst hafa. Hann og Jón M. mega tala eins lengi og þeim líst í fundarbyrjun. En fuiltriiar andstöðuflokkanna fá að tala hálfan tíma. Galt Jón þ. þar kauðalega gestrisni þeirra G. O. og J. J., er þeir leyfðu honum á Svein- stöðum í vor ll/2 tíma til frumræðu eins og þeir sjálfir fengu. Auk þess ætluðu Jónarnir sér með fádæma frekju að rjúfa röð ræðumanna og tala hvenær, sem þeim þótti við eiga. - En hefndin beið ekki lengi. Fund- armenn kunnu illa þessari frekju. Og þegar J. þ. hafði lokið ræðu sinni fögnuðu 4—5 menn, eða um l°/o af fundarmönnum, honum með lófa- taki. þótti „skáldinu auma“, sem sat aftarlega 1 salnum, þetta daufar mót- möttökur við húsbóndann. Og er Jón- arnir fundu kaldagust frá fundar- mönnum, þorðu þeir ekki að nota sér ofbeldisforréttindin til ræðuhalda nema að litlu leyti. Bar Jón gamli þar vit fyrir nafna sínum sem oftar. Síðan var krept að stjórninni á öllum sviðum. S. E. sýndi þar fram á hve staðlaust væri fjármálagort J. þ. Jón B. sýndi fram á yfirgang stjórnarinn- ar við efnalitið fólk í bæjunum. ,Pét- ur þórðarson sannaði hálfieik íhalds- manna við bændur í kjöttollsmálinu. Tr. þ. sannaði ailsherjar hirðuleysi og jafnvel óvináttu stjómarinnar í garð landbúnaðarins. J. J. sannaði margfaida snúninga Jóns, skammir hans um ilialdið fyr, og nú íhaldsfor- ystan, skuldafordæming Jóns í orði, f en í verki sífeld skuldasöfnun þar sem Ný bók! Ný bók! Xjjódmæli eftir Crudm. Björnsson Verð kr. 7,50 heft og 9,00 í bandi. Fæst hjá öllum bóksölum. • í aðalútsölu hjá Prentsm. Acta h.f. Hinir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. Hinar ágætu Prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufélaga. H.f. Jón Sigmundsson & Co. eauXBOXXXp ■■■■■ og alt, lil upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út 'Mxaaxc- um land, ef óskað er. Jón Sigmundáson gullsmiður. Sími S33. — Laugaveg 8. Imnn korn nærri. þá krepti Hervald Jónana i kútinn í steinolíumálinu, ER pVEGIÐ ÚR PERSIL VÍÐAR EN Á ÍSLANDI? Sjó- og bruna- en Steingrímur á Hvanneyri sakaði flokkinn fyrir fals og lymsku í sam- vinnumálunum oð vitnaði þar í pésa Mbl., Andrés i Síðumúla sótti á stjórn- ina fyrir bænda hönd í gengismálinu. Alstaðar varð stjórnin að hörfa undaii og þagna. Og þegar einn af þektustu andstæðingum stjórnarinnar tók til máls, gall við lófaklapp um allan saiinn. Eftir undirtektum að dæma var íhaldið ákafiega fylgis- litið á fundinum. Að lokum var Jón þorl. orðinn svo hreldur, að hann játaði í fundariok að unga fólkið væri Framsöknarmegin. En til að hugga lið sitt lét Jón þá guðhræddu von í ijósi, að ungu mennirnir myndu snúast, þ. e. svíkja æskuhugsjónir sinar. Eftir heimkomuna vildi Jón þori. vinna það upp heima í )hald- inu, sem hann tapaði í skiftum við andófið. Af þeim toga mun það vera spunnið hversu Jón M. er lítið getið i fuiidarskýrslu þess móðursjúka. Er það þó mála sanhast, að Jón gamli bjargaði sínum vanþakkláta og lítið trúa undirmanni út úr verstu ógöng- unum, með þvi að nota sér ekki götudrengjaform það, sem „skulda- kóngurinn" iiafði fundið upp um stjóm fundarins. Hvernig sem íhaldið snýr sér í þessu Borgarnessmáli, er ósigur þess jafn- glöggur. í vor höfðu þeir enga að senda og gáfust upp. í haust reyndu þeir að sigra með hrekkjum og of- beldi. Niðurstaðan varð allsherjar- flotti stjórnarmanna í öllum um- ræðumálum. Að endingu fólskast verri Jóninn á skárri helmingi spyrðu- handsins. ** ----o---- I „Mentamálum“, blaði kennara, sem Ásgeir Ásgeirsson alþm. gef- ur út stendur eftirfarandi smá- grein: „þórbergur þórðarson, rit- höfundur, hefir orðið að láta af íslenskukenslu við Iðnskólann og Verslunarskólann í Reykjavík. Sótti hann um kenslustörfin eins og að undanförnu. En skólanefnd- irnar réðu aðra í hans stað. Or- sakirnar eru taldar skrif hans, Bréf til Láru og Opið bréf til sr. Árna Sigurðssonar, er birtist í Al- þýðublaðinu í haust. Mun þór- bergur hafa reynst góður kennari, svo að ekki er því um að kenna, enda er hann ágætlega að sér í kenslugrein sinni. Skal hér ekki um rit pórbergs rætt, en hvað sem þeim líður er það hneyksli, að menn séu sviftir kenslustörfum sakir skoðana sinna í trúmálum eða flokkspólitík. Mun sr. Áma engin þökk á því, að hans sé hefnt með þessum hætti. Kunna ókunn- ugir að, halda, að þórbergur sé hættulegur maður í umgengni, fyrst hann er svo hörðu beittur. En það vita allir kunningjar þór- bergs, að hann er einkar viðfeld- inn í allri umgengni, reglusamur og skyldurækinn. Hann spillir engum nemanda sínum. — I lýð- frjálsu landi verða menn að temja Verksmiðjur Henkel & Co., Diis- seldorf, sem búa til Persil, nota til þess 8 potta eða katla. Hvert þessara íláta tekur 8 járnbrautar- vagna, en hver vagn tekur 15 tonn, eða til samans 960 tonn. þetta er framleitt á hverjum degi af þess- ari einu vöruegund. það samsvar- ar 300 förmur í Gullfoss á ári. Enda er Persil eina þvottaefnið, sem notað er um allan heim. Dettur nú nokkrum í hug, að þetta sé tilviljun ein, eða verk auglýsinganna, cf varan væri ekki annað eins ágæti og Persil er. það er ekki einungis, að Persil spari tíma og erfiði, heldur spar- ar það fataslit að miklum mun og sótthreinsar þvottinn að auki. — Efnarannsóknarstofur allra ríkia, þar sem Persil er selt, votta, að Persil sé algerlega skaðlaust fyrir tauið. Ótal eftirlíkingar eru gerðar af Persil, en þær eru eins og eftir- líkingar eru vanar að vera, — umbúðir og nafn er auðvelt að stæla. Persi er ekki Persil, athug- ið það. Notið ekki önnur þvottaefni á milli og kennið svo Persil um, ef þvotturinn gulnar eða slitnar. Persil inniheldur ekkert klór. Persil er ekki sápuduft og getur aldrei orðið selt eins ódýrt og þau. Ef þér viljið þvo úr sápudufti, þá er „Dixin“ ágætt. En það er ekki sjálfvinnandi þvottaefni, fremur en önnur sápuduft, þótt þau séu seld sem slík. Notið það besta, það verður alt af ódýrast. Á íslandi er notað árlega um 200.000 pakkar af Persil, en það mun tvöfaldast á næstu árum. Biðjið um Persil og þér fáið það rétta, hvar sem þér verslið. Inc.; sér að vinna að almennum störf- um með þeim, sem á annan veg hugsa. öll kúgun er ill og ósam- rýmanleg frjálslegu þjóðskipulagi. I henni er andi einveldis og ein- okunar, andi þeirra tíma þegar allir áttu að trúa og breyta eins og einvaldur konungur vildi vera láta. Flokkar, hvort sem það eru trúar- eða stjórnmálaflokkar, mega ekki setja sér lægri siðferði en heimtað er í kappleikjum. það þættu ekki drenglyndir íþrótta- menn, sem temdu sér að níðast hver á öðrum er þeir hittast við hin daglegu störf í þarfir þjóð- félagsins. Slíkar aðfarir í trúar- og stjórnmálum hafa hinar verstu afleiðingar. Geðlitlir menn mundu tæplega þora að hugsa vegna hagsmuna sinna. En það er hin hættulegasta spilling hverju þjóð- félagi, þegar hver hugsun er sett í samband við hagsmuni. Látin er 23. f. m. á Landakots- spítalanum hér í bænum, Helga vátrygglngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátrygéið hjá íslensku félagi. Baldvin Einarsson aktýgja- siniður, Hverfisgötu 56 a. M ARK. Fjár- og hrossamark mitt er: Lögg aftan hægra, sýlt og bitar tveir framan vinstra. Guðm. þorsteinsson, Auðsstöðum. Hálsasveit. þakkarávarp. Innilega þakka eg lækninum á Ilvammstanga og hjúkrunarkon- unni alla umönnun og alúð er þau sýndu mér í veikindum mínum í sumar. Einnig þakka eg af alhug öllu fólkinu sem kom hingað og heyjaði fyrir mig án endurgjalds svo við móður mín þyrftum ekki að eyða bústofni okkar í haust vegna vanheilsu minnar. Eg' bið góðan guð að launa þessu velgerðafólki mínu kærleiks- verk þess. Stórahvarfi í Víðidal u/9. 1925. Siguriína Jakobsdóttir. þorvaldsdóttir póstafgreiðslu- manns Arasonar á Víðimýri í Skagafirði, eftir langa legu. Hún var um íertugt, prýðilega ment- uð og myndarleg. I símablaðinu nýútkomnu, er það fullkoinlega látið í ljós að að því geti rekið að símamannastétt- in verði leidd „út á þær brautir, að við með ofstopa yrðum að fá framgengt réttmætum kröfum okkar“ — um stórum bætt launa- kjör á næsta þingi. Sjávarflóð mikið var í Bolung- arvík nýlega, braut fiskhús Pét- urs kaupmanns Oddssonar og tók út mikið af fiski. Svar við yfirklóri Kr. A. um það, er Jón þorláksson varð tví- saga í gengismálinu, verður að bíða næsta blaðs. ----o----- Ritstjóri: Trýggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.