Tíminn - 28.11.1925, Qupperneq 2
204
TlMINN
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
‘V’ ±33.c5Ll±ixg-sLr:
Capstan med. 10 stk. pk. frá Br. American Co.
do. — 50 — dós. — sama
Elephant med. 10 stk. pk. frá Th. Bear & Sons
do. — 50 — dós. — sama
Lucana med. 10 stk. pk. frá Teofani & Co.
Westm. AA.cork lOstk. pk. frá Westminster Tob. Co
Flag 10 stk. pk. frá Br. American Co. .
Gold Flake 10 — — — sama
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Xiandsverslim íslands.
Kr. 0.80 pr. 1 pk.
— 5.00 — 1 dós.
— 0.53 — 1 pk.
— 3.75 — 1 dós.
— 0.68 — 1 pk.
— 1.00 — 1 pk.
— 0.60 — 1 pk.
— 0.77 — 1 pk.
SMARA
SniORLÍKI
iKZa.Tj.pfélagsstj órar I
Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er
„Smára“ - smjörlíki
Sendið því pantanir yðar til:
H.f. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík.
Gaddavírinn
„Samband“
er sterkur og tiltölulega langódýrastur.
Kaupfélögin annast um pantanir.
Hinir margeftirspurðu grammófónar
„Sonora" fyrirliggjandi
Samband ísl. samvinnufélaga.
Árnesíngamót.
í fyrra vetur seint var haldið
hér í bænum Árnesingamót. Geng-
ust þá fyrir því nokkrir menn,
sem flestir eiga hér heima. Að-
sókn var mikil að mótinu, þótti
skemtun góð og óskuðu margir,
að slíkt mót yrði haldið aftur
næsta vetur.
Nokkrir hinir sömu menn efndu
því aftur til Árnesingamóts; varð
aðsókn mun meiri heldur en í
fyrra, svo að margir urðu frá að
hverfa; þótti eigi hösrúm fyrir
fleiri en 220 manns. Mótið var
haldið laugardagskvöld 21, nóv. í
Iðnó. Settust menn að kaffi-
drykkju stundu fyrir náttmál og
sátu til miðnættis. Á meðan voru
ýmist ræður haldnar eða sungið.
Sigurður Skúlason frá Skálholti
setti mótið. Séra Magnús Helga-
son mælti fyrir minni héraðsins.
Séra Ólafur Magnússon frá Arn-
arbæli hélt ræðu til Árnesinga,
er heima eiga í Reykjavík. Tómas
Guðmundsson frá Brú mælti fyrir
minni kvenna. þorvaldur Ólafsson
frá Arnarbæli söng einn mörg ís-
lensk ljóð, en Páll Isólfsson lék
undir á hljóðfæri. Kjartan Gísla-
son frá Mosfelli flutti kvæði, er
hann hafði ort. þess á milli sungu
menn í sætum sínum, en Páll Is-
ólfsson lék undir. Um miðnætti
voru borð upp tekin og dansað
síðan til þess er mótinu var slit-
ið stundu fyrir miðjan morgun og
mælti Kjartan Gíslason nokkur
orð að skilnaði.
Alt þetta mun nú vera líkt því
sem gengur og gerist í slíkum
samkvæmum, en þá er það enn,..
ótalið, er til tíðinda gerðist, meðan
setið var að borðum. og í frá-
sögur er færandi. Séra Magnús
hafði vikið nokkrum orðum í ræðu
sinni að skólamáli Sunnlendinga;
litlu síðar tók til máís Jörundur
Brynjólfsson alþingismaður; kvað
einn nefndarmanna þeirra, er hafa
það mál með höndum austur þar,
hafa ætlað sér að koma á mótið,
en för hans hindraðist, er til kom.
Skýrði hann síðan frá, hvar skóla-
málinu væri nú komið, taldi enn
mundu vanta um 40000 kr. tíJ
stofnkostnaðar og hét á Reykvík-
inga til liðsinnis. Undirtektir und-
ir undir þá málaleitun voru hinar
bestu. Til máls tóku séra Árni
Sigurðsson, Jón ólafsson fram-
kvæmdarstjóri og Bjarni Jónsson
frá Galtafelli, en allur almenning-
ur lét í ljósi samhug sinn með því
að standa upp. þeir er til máls
tóku vildu þegar hefjast handa
og voru nefndir til menn, er við-
Kristín Sigfúsdóttir.
Síðustu 150 árin eru frelsisöld
mannkyns’ins. Fram að þeim tíma
hafði hinn veikari löngum veriö kúg-
aður af þeim sterkari, eins og væri
ofbeldið órjúfanlegt náttúrulögmál.
En síðan laust eftir miðja 18. öld hef-
ir staðið óslitin frelsisbarátta milii
kynþátta ,þjóða, stétta, kynja og ein-
staklinga. Tilefnið hefir jafnan verið
hið sama. Hinn veikari hefir reynt
að slíta af sér gamlar hömlur, neyta
krafta sinna, njóta lífsins í samræmi
við eðli sitt. Á þessari frelsisöld hafa
íslendingar brotið af sér nokkuð af
stjómmálafjötrum annarar þjóðar.
Bændastétt landsins hefir slitið af sér
hin eldgömlu verslunarhöft, og trygt
hverjum borgara, sem hefir vilja og
mátt, fullkomna sannvirðisverslun.
Öreigar stórborganna í öllum löndum
hafa myndað með sér sjálfsvamar-
félagsskap, og bætt húsakynni sín,
fatnað, fæði og mentun bama sinna.
Unga fólkið hefir gert uppreist móti
feðmm og mæðrum, og velur sér nú
lífsstöðu og lífsfélaga, án þess að
hlíta valdboði foreldranna. Og kven-
fólkið, sem fyrrum var sett hjá um
arf, mentun, fjölbreytni í lífsstarfi og
ráð í þjóðfélaginu, hefir nú um all-
langt skeið gert kröfu til fullkomins
jafnréttis við karlmenn. Breytingin á
staddir voru, til að taka að sér
forgöngu málsins hér syðra, leita
samskota og veita viðtöku o. s.
frv. Skoraðist einn þeirra undan,
er til voru nefndir, og almenning-
ur lýsti aftur samþykki sínu með
því að standa upp.
I nefndinni eru: Séra Árni Sig-
urðsson, óðinsgötu 32, Bjarni
Jónsson frá Galtafelli, Laufásv.
46, Guðjón Jónsson kaupmaður,
Hverfisgötu 50, Guðmundur Ás-
bjömsson kaupmaður, Njálsgötu
30 A, frú Guðrún Jónsdóttir, þing-
holtsstræti 33, Jón Ólafsson fram-
kvæmdarstjóri, Laufásv. 51, Jóna-
tan þorsteinsson kaupmaður, Álf-
heimum á Sólvöllum og ögmundur
Sigurðsson skólastjóri 1 Flensborg.
Síðar var lagður fram samskota-
listi og söfnuðust þegar um nótt-
ina loforð um 2190 krónur frá 29
mönnum.
þess er vert að geta, að einn
nefndarmaðurinn, Jón ólafsson,
er eigi Árnesingur að ætt, þótt
hann væri á mótinu, heldur Rang-
æingur. Enginn tók máli þessu
betur en hann og lofaði þegar 500
kr. Vonandi er, að það sé fyrir-
boði þess, að Rangæingar skerist
ekki úr leik við Ámesinga í þessu
máli; það sýnist vera héraðsmál
beggja jafnt, Ámessýslu og Rang-
árvallasýslu, sem liggja þarna hlið
við hlið í fjallavöggunni sinni, og
hefir löngum eitt yfir báðar geng-
ið. það ætti ekki að valda sund-
rungu um skólamálið, þó að nátt-
úran hafi hagað því svo að halda
jarðhitanum í Rangárvallasýslu
öllum til Heklu, sem engum verð-
ur að gagni, en skift honum þar
á móti í Ámessýslu viðsvegar í
fjölda hvera, sem bjóðast nú hver
í kapp við annan til að orna ung-
lingum sýslanna beggja og elda
handa þeim matinn, meðan góðir
kennarar leitast við að hita þeim
um hjartarætur með fræðslu
sinni. það virðist einsætt að hafna
ekki því boði, hvar og hvenær
sem skólinn annars verður reistur.
Árnesingur.
----o-----
„Þóttust allir þekkja fúla
þaralykt trá sjó“.
„Borgarinn“, sem skrifað hefir
mestar lokleysurnar í „Vísi“ í
haust, um kjötverðið í Reykja-
vík, hreytir úr sér ónotum út af
greinarstúf, sem eg skrifaði hér
í blaðið á dögunum, þar sem eg
bar saman kjötverð og fiskverð í
Reykjavík. Sýndi eg þar fram á
að fiskverðið væri óhæfilega hátt
öllum þessum sviðum er alveg gífur-
leg. Dönskum embættislýð hefði kom-
ið undarlega fyrir sjónir, ef þeim
hefði veríð sagt um 1850, að innan
skamms yrði ísland fimta ríkið á
Norðurlöndum. þá hefði selstöðukaup-
mönnunum þótt sú saga meir en ótrú-
leg, að bændurnir, sem komu bognir
og niðurlútir inn i kaupmannsbúðina
og urðu þar fyrir ótal merkjum lítils-
Virðingar, og stundum fyrir ofbeldi,
myndu fyr en varir eignast sínar eig-
in búðir við hverja höfn, hafa heild-
sölu í höfuðstaðnum og fulltrúa er-
lendis til að kaupa inn fyrir lang-
flest sveitaheimili á landinu og selja
afurðir þeirra á útlendum markaði.
Af sögum Gests Pálssonar má sjá,
þótt menn vissu það ekki annars-
staðar að, hversu gamla kynslóðin,
sem hann hafði alist upp með, taldi
sér heimilt að hafa fullkominn ráð-
stöfunarrétt á börnum sínum, jafn-
vel í viðkvæmustu einkamálum.
þeim sömu gömlu mönnum, sem van-
ir voru að hafa sjálfdæmi í skiftum
við hjúin, myndi þykja nýstárleg sú
tíð, sem nú stendur yfir, þar sem
fólksflestu atvinnurekendur landsins
segja upp tugum og jafnvel hundruð
um vinnuhjúa sinna í einu, en fá þau
ekki aftur nema með samningum,
þar sem hjúin eru jafn rétthár samn-
ingsaðili. En einna mest mundu
gömlu mennirnir, *em lögöust tii
og öll xneðferð á fiskinum í megn-
asta ólagi. Átaldi eg þennan
„borgara", sem virðist bera hag
bæjarbúa svo mjög fyrir brjósti,
fyrir að hafa ekki beitt áhrifum
sínum til umbóta á fiskverslun-
inni og meðferð fiskjarins, sem
seldur er í bænum.
I stað þess að taka þessa bend-
ingu til greina, endurtekur „Borg-
arinn“ ósannindi sín um kjötverð-
ið í Reykjavík í haust. Finst hon-
um „sveitaþefur“ af skrifum mín-
hvildar um 1874, verða hissa, ef hægt
væri að koma til þeirra vitneskju
um, að á þeim tima, er þeir marg-
lýstu yfir, að kvenfólk ætti ekki að
læra að skrifa, af því það skrifaði sér
aldrei nema til skammar, væri að
vaxa upp hér í sveit á íslandi kona,
sem yrði eitt af höfuðskáldum sinn-
ar aldar með sinni þjóð.
Gömlu mönnunum myndi hafa þótt
sagan ótrúleg. En hún er samt sönn.
Norður í Eyjafirði er miðaldra kona,
sem heitir Kristín Sigfúsdóttir. Hún
hefir aldrei gengið i neinn skóla, svo
að talist geti, aldrei notið neins af
nábýli við bæjamenninguna, aldrei
siglt til annara landa. í þess stað
mun hún hafa gifst ung heima í
sveit sinni, búið á litlu koti, átt nokk-
ur börn, sem nú eru að verða upp-
komin, og jafnan haft þröngan fjár-
hag. En þrátt fyrir þessi lífskjör er
hún nú að veröa Selma Lagerlöf okk-
ar íslendinga. Skáldfrægð Kristínar
Sigfúsdóttur byrjaði með því, að fyrir
fáum árum gerði hún sjónleik, sem
hét „Tengdamamma". Eyfirðingar
hafa þann góða sið að leika sjónleiki
allan veturinn víðsvegar í héraðinu.
„Tengdamamma" var fyrst sýnd í átt-
högum skáldkonunnar, og þótti mik-
ið til koma. Síðan hélt leikritið sigur-
för niður dalinn, til Akureyrar; var
leikið þar mörgum sinnum, og síðan
í Reykjavík. Tvant einkendi skáld-
um og þykir hann illur. — Snáps-
leg hrópyrði af þessu tagi heyr-
ast stundum hjá götustrákum og
spjátrungum höfuðstaðarins í
garð sveitamanna, en þau sjást
sjaldan í blöðunum. Bendir orð-
færið greinilega á, hvaða flokki
manna rithöfundur þessi tilheyri.
Væri við hann talandi, myndi eg
bjóðast til að rökræða nánar við
hann sölufyrirkomulag og verð-
lag á kjötinu, sem bændur selja
Reykjavíkurbúum, og fiskinum,
gáfu Kristínar þegar í stað: Djúpur
skilningur á mannlegu eðli og íull-
komin tök á að koma efninu í skáld-
legan búning. Síðan hefir Kristín
gefið út nokkrar ágætar smásögur,
og nú í haust langa skáldsögu, sem
heitir „Gestir“.
Mönnum verður starsýnt á þennan
lífsferil. Sig. Nordal mintist Kristínar
í ræðu, sem hann hélt í Helsingfors
í sumar, þar sem hann rakti sérein-
kenni íslenskrar menningar. Annar
íslendingur hélt litlu síðar ræðu í
Noregi um það hversu íslensk nátt-
úra og atvinnuhættir hefðu verið
skóli fyrir okkar skólalausu þjóð, og
barst talið þar líka að eyfirsku
skáldkonunni. í báðum stöðunum
þótti saga Kristínar merkileg og eftir-
minnileg.
En Kristin Sigfúsdóttir hefir átt
annan albróður í skáldskap. það var
Jón Stefánsson bóndi á Litluströnd
við Mývatn. Honum tókst að komast
á hæsta stig íslenskrar sagnagerðar
í nýrri tíð, án þess að koma inn fyr-
ir dyrastaf á nokkrum skóla, án þess
að hafa nokkuð við að styðjast frem-
ur en Kristín, annað en náttúrugáfu,
mikla mannlund og áhrif umhverfis
og samtíðarbókmenta er til náðist.
það sem einkennir Jón Stefánsson
(þorgils gjallanda) og Kristínu Sig-
fúsdóttur, er það, að hæfileikar þeirra
eru svo miklir, og einkum svo sam-
sem bæjarbúar framleiða sjálfir.
Sá samanburður er nauðsynlegur,
einkum fyrir Reykvíkinga. Sann-
aðast það í þeim umræðum, að
kjötverðið i bænum væri of hátt,
sem þó er ósannað enn, þá liggur
nærri að álykta svo, að hið óhæfi-
lega okurverð á fiskinum eigi
ekki hvað minstan þátt í því að
viðhalda dýrtíðinni í höfuðstaðn.
um. þýðir ekkert fyrir þennan
„Borgara“ né aðra að hrópa til
bændanna og heimta af þeim
„billegt kjöt“ á meðan þeir það
viðgangast að þeirra eigin fram-
leiðsluvara sé seld okurverði.
P.
-----o----
A víð og dreíf.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri.
Sú mikla breyting er nú þar á orðin,
að í viðbót við hinar gömlu þrjár
deildir skólans, sem sumar eru tví-
skiftar, er þar nú í vetur kent menta-
skólanám, er svarar til 4. og 5.
bekkjar í mentaskólanum í Rvík.
Halda þar áfram námi margir hinir
efnilegustu menn úr skólanum, er ná
vilja stúdentsprófi. Dvölin á Akureyri
mun verða þeim sem næst helmingi
ódýrari en orðið hefði i Reykjavík.
Er þetta ekki lítill sparnaður, bæði
fyrir þjóðina og einstaklinga þá er
hlut eiga að máli. Landssjóður legg
ur í engan aukakostnað vegna fram-
haldsnáms þessa. Kenslunni er haldið
uppi með nokkru skólagjaldi, vinnu-
gjöfum kennara við skólann, og með
samskotum gamalla nemenda skól-
ans. Hefir komið til orða að heita á
gamla lærisveina skólans, að hver
þeirra gefi 10 kr. á ári eða meira til
framhaldskenslu þessarar, þar til
skólinn er búinn að fá fulla viður-
kenningu við hlið mentaskólans í
Reykjavík.
Finnur Jónsson llstmálari.
Rétt hjá Djúpavogi er lítið býli, sem
heitir Strýta. Er þar náttúrufegurð
mikil og einkennileg. í túninu rétt
við bæinn er einkennilegur kletta-
drangur, skemtilegur huldumannabú-
staöur, samkvæmt þjóðtrúnni. Á
Strýtu hafa fæðst tveir listamenn,
Ríkarður Jónsson og Finnur. Ríkarð-
ur er nú fyrir löngu þjóðkunnur
maður. Finnur er nokkru yngri. Hann
nam gullsmiði í Reykjavík en lagði
að því búnu út á hina þymum stráðu
braut islenskra málara, og hefir
stundað nám erlendis árum saman,
og áreiðanlega gengið í gegnum all-
ar þær þrautir sem eldvígsla fátækt-
arinnar getur bakað hraustum, reglu-
sömum áhugamanni. þeir sem til
þektu gátu vel búist við að Finnur
stiltir, að hin innri þróun verður
brotalaus, þrátt fyrir það, að þau
vanta fjölmörg ytri skilyrði, sem
venjul.ega eru talin alveg nauðsyn-
leg til mikils skapandi þroska í list-
um. í verkum Bólu-Hjálmars sjást
ávantanir sjálfsmentunar eins og vera
hlaut í fremur þyrkingslegu umhverfi
á fyrri hluta 19. aldar. í verkum
Hjálmars glóir á gimsteinana nálega
hvar sem er í ljóðagerð hans. En
feiknamargir eru sprungnir og sora-
blandnir. Hin mikla gáfa ein var ekki
nægileg, til að láta hugarsmíðar hans
njóta sín.
þorgils gjallandi og Kristín Sigfús-
dóttir standa be.tur að vígi. þau fæð-
ast inn í ríkara þjóðfélag, að and-
legu verðmæti og smekk. þau eru
fædd og ala aldur sinn í tveim feg-
urstu sveitum þessa lands, þar sem
hin andlega heimastjómarbarátta er
búin að standa einna lengst, og hefir
haft einna dýpst áhrif á mennigu
sveitafólksins. Eg vil á engan hátt
gera lítið úr meðfæddum leikskálds-
liæfileikmn Kristínar. En mér þykir
ólíklegt, að hún hefði getað gert jafn
prýðilegt leikrit eins og „Tengda-
mömmu“, ef það gróðurmagn hefði
vantað í hug Eyfirðinga, sem valdið
hefir því að þar eru leiknir sjónleikir
upp um allar sveitir, ár eftir ár.
Nú skal vikið að „Gestum“. Sagan
geriat í sveit, nú á dögum. Líklega í