Tíminn - 28.11.1925, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1925, Blaðsíða 4
/ 206 valdið fengið í hendur útsendur- um Mussolinis. — Kunnur iðnrekandi, danskur, lýsir afstöðu iðnrekanda þannig, eins og hún nú hefir verið vegna. gengishækkunarinnar: pað er eins og við höfum setið við hin grænu borð í Monte Carlo og við höfum tapað endalaust og höldum áfram að tapa. Fjármálai’áðherra íslands er á annari skoðun, eins og kunn- ugt er. Honum þykir það mjög æskilegt að íslenskir atvinnurek- endur spili fjárhættuspil eins og þau tíðkast Monte Carlo. — Spánverjar eiga í einlægum tollstríðum við aðrar þjóðir og er vínsalan ávalt tilefnið. Slitnaði upp úr samningum milli þeirra og þjóðverja snemma í þ. m. og lögðu Spánverjar óðara á 80% aukaverðtoll á þýskar vörur. Síð- ustu fregnir eru þær að aftur hafi gengið saman. Eru Spánverjar ill- ræmdastir allra Norðurálfuþjóða fyrir yfirgang í tollmálum. — Búist er við að tekjuhalli á núverandi fjárhagsári þýska ríkisins verði um einn miljarður dollara. — Mjög alvarlega er það nú rætt á Frakklandi að festa verð- gildi frankans. — Á fundi alþjóðabandalagsins, í Genevé, snemma í þessum mán- uði, bar Friðþj. Nansen fram til- lögu um að stofnað yrði til stórra áveituframkvæmda í þeim hluta Armeníu, sem nú er undir stjóm Rússa. Er talið vafalaust að með áveitunni megi breyta miklu land- flæmi, sem nú er nálega eyðimörk, í frjósamt hérað. Er tilætlunin að á þessu svæði geti um 25 þúsund flóttamenn frá Armeníu sest að, þeir sem flúið hafa undan grimd- arverkum Tyrkja og eiga nú hvergi höfði sínu að að halla. Áætlað er að framkvæmd verksins muni kosta eina miljón sterlings- punda, og gerði Nansen ráð fyrir að fá mætti lán til þess. Var til- lögunni vel tekið og nefnd skip- uð til undirbúnings og fram- kvæmda. Er Nansen formaður nefndaiinnar. - — Norska stjórnin hefir náðað foringja kommúnista, er dæmdir voru í fangelsi, fyrir alllöngu síðan. — Flugslys mikið varð í Dan- mörku nýlega. Farþegaflugvél hrapaði úr lofti og týndu allir lífi sem í henni voru. Farþegar voru druknir og flugmaðurinn fór óvar- lega. — Blöð Musslinis geta þess, að ef samsærismönnum hefði tekist að ráða hann af dögum, hefði þess verið ógurlega hefnt. þá hefði ekki orðið um að ræða eina blóðuga Bartólómeusnótt, heldur mánuð og ár. — Snemma í þ. m. var daglega yfir 20 gráða frost í Norður-Sví- þjóð. Fraus sjór í Botneska flóa svo að öll skipaurrferð hindraðist. — Ein af mörgum „íþróttum", sem kept er í, er sú að geta soltið sem lengst og er til mikilla verð- launa að vinna. Italskur maður, Succi, hafði lengi heimsmet. Hann svalt í 29 daga og vann mikið fé í fyrsta sinn. En nýlega fór franskur maður, Harry Hoch, fram úr honum. Hinn 1. okt. síð- astl., á hádegi, lagðist hann í gler- kistu í ráðhússsalnum í borginni Amiens. Voru viðstaddir gæslu- menn Succis og borgarstjóri, og settu innsigli fyrir kistuna. þarna lá hann svo hreyfingarlaus, undir gæslu, og lagði sér ekki annað til munns en eilítið af sætu vatni og litla ópíumpillu, daglega. Annan hvern dag var kistan opnuð, að vottum viðstöddum, og „íþrótta- maðurinn“ smurður ilmvötnum. Á hádegi 31. okt. var hann tekinn endanlega úr kistunni og hafði þá sett heimsmet: 30 daga sveltu. Hann var aðeins málhress og hafði unnið 50 þús. franka. — Enskur læknir, Bell, frá Liverpool, flutti fyrirlestur nýlega um krabbaméinslækningar. Að- ferðin er sú að dæla blýi inn í TlMINN sjúklingana. Á þrem árum hefir honum tekist að lækna 200 sjúkl- inga, sem taldir voru ólæknandi. Aðrir læknar enskir álíta að um stói’merkan atburð sé að ræða, þó að lækningar þessar séu enn á til- raunastigi. — Lýðveldissinnarnir írsku láta enn á sér bæra. Hinn 11. þ. m. fóru fram hátíðahöld í Dublin, eins og í öðrum borgum Banda- manna, í minningu vopnahlésins eftir heimsstyrjöldina. Komu þeir þá af stað miklu uppþoti í borg- inni. Nokkrir tugir manna særð- ust, en um síðir tókst lögreglunni að koma aftur á friði. — Erlendum blöðum ber saman um að hinn nýlega látni hermála- ráðherra Rússa, Frunze, hafi ver- ið yfirburðamaður, sem hafi unn- ið stórvirki um að efla og koma skipulagi á Rússaher. Er fullyrt að herinn sé nú búinn hinum allra fullkomnustu tækjum, hafi gnægð af þeim, og hermenskuandinn ágætur. Eftirmaður Frunze, Waroschilow, er og talinn afburða- maður á sínu sviði, enda þraut- reyndur herforingi. — Aðalmálgagn Rússastjórnar, Prawda, gerir grein fyrir því ný- lega, hversvegna Rússar gangi ekki í Alþjóðabandalagið, á þessa leið: „Borgaraleg blöð, um heim allan, tala um að nauðsyn beri til að rússneska lýðveldið gangi í Al- þjóðabandalagið. En þó veit öll hin „kapítalistiska" Norðurálfa að Rússland getur með engu móti gert það. Við getum ekki látið gjörðardóm skera úr um skuld okkar við og skaðabótaskyldu okkar til ,,kapítalista“, sem beðið hafa tjón við byltinguna. þar sem við eigum í deilu við hin „kapítal- istisku“ ríki, getum við ekki látið enhverja og einhverja dómara skera úr þessum málum. það er enginn hlutlaus aðili til í deilunni milli ráðstjórnarinnar og „kapítal- istisku“ ríkjanna. — þó að blöð þessi viti þetta, láta þau þó svo sem þau búist við að við göngum í Alþjóðabandalagið. þau gera það til þess að geta síðar sagt. Sjá! Við höfum boðið Bolsivikum að koma í félagsskap siðaðra ríkja. Við óskuðum að deilumálin við Rússland yrði útkljáð með gjörð- ardómi. En þessir tortryggu menn vildu ekki heyra frið nefndan. Gott og vel! þessa vegna skulum við sameinast gegn þessum ófrið- arseggjum. — þetta er klókinda- lega hugsað. En verk þessara frið- arvina sýna nægilega hvaft býr inni fyrir: Englendingar brytja niður Kínverja, heima í þeirra eigin landi; þeir neita Indlandi um sjálfstjórn; þeir taka Sudan frá Egyptalandi, og Frakkar drepa Marokkómenn og skjóta á Da- maskus í umboði Alþjóðabanda- lagsins. þegar þetta er athugað, er það Ijóst, að tilgangurinn er enganveginn sá að fá Rúss- land í friðsamlega samvinnu, heldur að undirbúa það, að sam- eina allan hinn „kapítalistiska" heim á móti okkur. — Svar okkar við þessu er að opinbera öllum heiminum hvað er hið sanna eðli Alþjóðabandalagsins. Rússastjórn er reiðubúin til að taka þátt í hverskonar starfi, sem miðar að því að tryggja heimsfriðinn, en hún mun aldrei fórna hagsmun- um rússneskra verkamanna og bænda, fyrir „kapítalistiskan" fé- lagsskap. — Mussolini lætur lögleiða, að ítalir, sem flutt hafa úr landi, skuli missa borgaraleg réttindi, og allar eignir, sem þeir hafa skil- ið eftir, skulu gerðar upptækar. Jafnframt hefir hann náðað og látið sleppa lausum mönnum þeim er myrtu Jafnaðarmannaforingj- ann Matteotti. Var þó rannsókn á máli þeirra ekki nema mjög stutt komið. Fullyrt er að ástæðan sé sú, að morðingjarnir hefðu annars fullyrt og jafnvel getað sannað, að aðalfrumkvöðull morðsins sé Mussolini sjálfur. — í aðalmálgagni frjálslyndra Tveir þriðju hlutar jarðarinnar Vetleifsholt í Rangárvallasý8lu ásaxnt hálfri hjáleigujörðinni Götu, fást til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Frekari upplýsingar gefa eigandi jarðai'innar Þorsteinn Björns- son og Pétur Jakobsson kennari Freyjugötu 10. Reykjavík (sími 1492). guðfræðinga á þýskalandi, „Die Christliche Welt“, ritar einn af mei’kustu guðfræðingum þjóð- verja, doktor Friedrich Heiler, um hinn mikla kristilega fund, sem háður 'var í Stokkhólmi í sumar. Sótti Heiler sjálfur fundinn, en af hálfu þýsku kirkjunnar voru eink- um sendir þeir menn, segir hann, sem voru alveg andstæðir þeirri einingar- og friðarstefnu, sem ríkja átti á fundinum og sem fundinum var sérstaklega ætlað að styðja. Hafi framkoma þeirra verið eftir því og sé eitthvert sorglegasta fyrii’brigði á síðari árum. þá er sá úr hóp frönsku prestanna talaði, sem kjörinn var til að tala af þeirra hálfu, og end- aði ræðu sína til þjóðverja með þessum orðum: „Eg rétti yður hönd mína og við bíðum eftir ykkur“ — þá tóku allir fundar- menn þessu með afskaplegum fögnuði, nema þessir fulltrúar þýsku kirkjunnar. þeir sátu hljóð- ir og þykkjuþungir. Að vísu tókst að hindra það, að bein mótmæli kæmu fram frá þýsku fulltrúun- um, en sá andi, sem ríkti hjá þeim, var allur annar en sá, sem ríkti hjá öðrum fundarmönnum. Kona ein, sem var í hóp þýsku fullti’úanna, sagði t. d. eitt sinn opinberlega: Sérhver kristinn þjóðverji er jafnframt þjóðemis og einveldissinni. Hafði fram- koma þessara þjóðverja um eitt atriði úrslitaáhrif á fundinum. Var áformað að fundurinn ein- róma gæfi út yfirlýsingu gegn styrjöldum. þjóðverjarnir neituðu að samþykkja hana og því kom hún aldrei til atkvæða. — ftölsku sendinefndinni til Bandaríkjanna hefir orðið betur ágengt en hinni frönsku um að semja um skuldirnar. Eru samn- ingar fengnir. Sleppa ftalir alveg við að greiða 75% af skuldinni, en eiga að greiða hitt á 62 árum. Vextir eru engir fyrstu árin og verða aldrei hærri en 2%. Búist er við að þetta viti á að samning- ar takist einnig við Frakka. Strandaði á því síðast að Frakkar gyldu 40% skuldarinnar. — Enskur neðansjávarbátur fórst nýlega með allri áhöfn, 68 mönnum. — í annari viku þessa mánað- ar bættust 5190 menn við í hóp atvinnulausra manna í Danmörku. Tala atvinnulausra manna um miðjan mánuðinn var 43370. það er töluvert meir en helmingi hærri tala en í fyrra um þetta leyti og eru mörg ár liðin síðan svo marg- ir hafa verið atvinnulausir. Talið er víst að tala atvinnulausra haldi áfram að vaxa hraðfara og að þeir verði orðnir um 75000 um jólaleytið. Atvinnuleysið eykst undantekningarlaust í öllum at- vinnugreinum. Gengishækkunin hefir þegar lamað atvinnurekend- ur svo mjög, að þeir verða að draga inn segiin á öllum sviðum. Slík er blessun gengishækkunar- innar. — 400000 smálestir af kolum hafa verið fluttar frá Svalbarða í ár. Mestur hlutinn var fluttur til Noregs. — Nokkrir félagsmenn í íhalds- mannafélagi í Leipzig gerðu sam- særi um það um miðjan þ. m. að sprengja í loft upp samkunduhús Gyðinga þar í borginni. Lögreglan komst á snoðir um samsærið og tókst að hindra áður en yrði að framkvæmd. — Borgarastyrjöldin í Kína geysar áfram. Herforingjarnir þrír berjast innbyrðis. í Suður- Kína vinnur sá flokkurinn á sem er í bandalagi við Rússa. — Heyrst hefir að bæði Dou- mergue, forseti Frakklands, og Hindenburg, forseti þýskalands, muni koma með utanríkisráðherr- um sínum til Lundúna til þess að undirrita Locarno-samningana. — Franska stjórnin hefir orbið að leggja niður völd. Lenti í minnihluta um þýðingarmikið at- riði í fjármálastefnu sinni. óvíst er hvemig nýja stjórnin verður skipuð. Jafnaðannenn gerðu árangurslausa tilraun til að mynda stjórn og Herriot er að reyna, en óvíst hvort tekst. — Alexandra, ekkja Játvarðar Englandskonungs, er nýlega látin. Hún var á unga aldri annáluð fyr- ir fegurð og urðu vinsældir henn- ar miklar á Englandi. — Vopnalilé hefir loks náðst í Marokkó. Viðurkennir Abd-el- Krim andleg yfirráð Marokkó- soldáns, sem alveg er á valdi Frakka, og sættir sig við minna sjálfstæði en áður var og meiri íhlutun Fi’akka og eftirlit. — Jafnt og þétt herðir Musso- lini á harðstjórninni. Hefir hann látið samþykkja að ekki megi bera fram frumvarp á þingi, nema hann hafi fyrirfram fallist á það, og ennfremur að hann beri enga ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þinginu, heldur aðeins gagnvart konungi. — Svíar og Norðmenn hafa orð- ið ásáttir um að öll deilumál milli landanna skulu úrskurðast af gerðardómi. ----o---- Langa grein ritar Jón þorláks- son í málgagn sitt fyrir hálfum mánuði um flokkaskiftinguna. Hann beinir þeixri ásökun til Framsóknarflokksins, að hann vilji vera þröngsýnn stéttarflokk- ur og telur að slík ummæli hafi komið fram í Tímanum. Eru það hinar mesu blekkingar og, því miður, sennilega vísvitandi blekk- ingar. það sem bent var á í Tím- anum, var fyi’st og fremst það, að það eru aðrir en bændunxir, sem eru kjarni Fi’amsóknarflokks- ins, sem hafa runnið á vaðið um að stofna til pólitiskrar flokka- skiftingar eftir stéttum. það var sannað og var enn sannað í blað- inu síðast, að íhalds- og Alþýðu- flokkamir eru römmustu stéttar- flokkar. íhaldsflokkurinn íslemki er t. d. áreiðanlega starblxnáasti og þröngsýnasti stéttarflokkur sem til er í víðri veröld, að Fas- cistunum á Ítalíu og Bolsevikun- um á Rússlandi ef til vill einum undanteknum. Frumvörp lands- stjórnarinnar og Ihaldsmamxa á síðasta þingi eru svo talandi vott- ur um það, að engin mótmæli duga. þessi stéttarsamtök, á báð- ar hendur bændúm íslands, eru það, sem knýja þá til hins sama, þó að á víðsýnni grundvelli verði að sjálfsögðu. Harðgáfaður er Valtýr, en þó er Jón Kjartansson enn gáfaðri — og báðir á eina lund. Tók Jón sér fyrir hendur nýlega að út- skýra orðið „hundavað“. Segir hann að ef á sé svo breið að hund- ur geti ekki stokkið yfir hana — er helst að skilja sem allmargar ár séu ekki svo breiðar — þá velji hundarnir vaðið, þar sem áin er dýpst, þ. e. þar sem þeir alls ekki geta vaðið yfir. Vað er því þar sem ekki er hægt að vaða. — Er engin von til að svo sauðheimsk- ur maður geti botnað í varalög- reglumálinu — með alla karl- menskufrægðina sína á baki frá Ólafsmálinu. Kver og kirkja heitir bók nýút- komin eftir Ásgeir Ásgeirsson. Eru þar sérprentaðar samnefndar greinar, sem birst hafa í Tíman- um. Ársæll Árnason gefur út. Ágúst Flygenring þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir sagt af sér þingmensku. Hefir legið alllengi veikur. Ekki er um H.f. Jón Sigmtmdsson & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Sexd meðpóstkröfuútunxland,efóskaðei. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sínxi 383. — Laugaveg 8. Bækur Bókafélagsins: Hjá Ársæli Árnasyni og öllum bóksölum: íslandssaga II. Verð 3,50. Dýrafræði I. (Spendýrin). Vei’ð 3,50. Hjá nálega öllum kaupfélögum og nokki’um bóksölum: Islands- saga I, Dýrafi’æði II (Fuglanxir), Nýju skólaljóðin. Verð hverrar af þessum bókum 2,50. Kaupendur Tímans, sem verða fyrir vanskilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni viðvart þegar í stað. Ódýrar og góðar bækur sem allir ættu að eignast: kr. Ben. Gröndal: Dagrún .. . . 0.75 Sveinbj. Bjöxnsson: Hillingar 1.00 Valur: Dagrúnir.............1.00 Valur: Brot.................1.00 Hulda: Syngi syngi svanir mínir....................1.00 Hulda: Tvær sögur...........3.00 Hulda: Æskuástir............2.00 Jónas Guðlaugsson: Sólrún og biðlar hennar . .' . . . . 4.00 Theódór Friðriksson: Útlag- ar.......................4.00 Sig. Heiðdal: Hrannaslóð . . 5.0Q Fást hjá öllum bóksölum. Bókaverslun það frétt enn, hvenær kosning fer fram. Látin er hér í bænum Áslaug þorláksdóttir kaupmanns John- sens, kona Sigfúsar konsúls Blöndahls. Hún var kona á besta aldri og átti skamma legu. Nýr doktor. Jón Helgason magister, sem um mörg ár hefir dvalist í Kaupmannahöfn, ætlar að verja doktorsritgjörð við há- skólann hérna. Ritgerðin er um Jón Ólafsson Grunnvíking. „Vér brosum". Kl. 12% síðastliðna mánudagsnótt vildi það sorglega slys til á Akur- eyri, að Björn Líndal ílýði af al- mennum umræðufundi um landsmál. Umræður höfðu staðið tæpar 4 stund- ir. þetta er í annað sinn, síðan þingi sleit, sem Bjöm verður að flýja af hólmi frammi fyrir fullu húsi af kjósendum sínum. Eftir siðgæðiskenningum fjólupabba hefir Stefán á Möðruvöllum sýnt víta- vcrða fjárgræðgi með því að flytja inn í skólastjóraíbúðina á Akureyri, er hann tók við stjóm skólans. Sjálf- ur Valtýr hefði unnið sér til óhelgi, ef hann hefði timt að leggja eins árs tekjur sínar í jarðabætur á Möðru völlum, af ræktarsemi við jörðina. Eftir sömu kenningum „flosnar” hús- bóndi Valtýs, Daninn Jacobsen, upp í hvert sinn er hann flytur úr sumar- dvöl sinni hjá Geithálsi. Skáldið auma kemst að þeirri nið- urstöðu að ekki megi dæma íhalds- flokkinn eftir lélegustu mönnum hans. En þeir sem um var að ræða voru ráðherrarnir, bískup og Ól. Thórs. — „Smásaman fer dengja mín- um frarn!" Blómavinur. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjttn Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.