Tíminn - 05.12.1925, Síða 3

Tíminn - 05.12.1925, Síða 3
TlMINN 209 Ekki þriggja mánaða heldur um þrjátiu ára reynsla bænda út um alt land, sannar að Alfa laval skilvindurnar reynast best. Alfa Laval skilvindan hefir hlotið yfir 1200 — tólt hundruö — fyrstu verðlaun á sýningum víðs- vegar um heim, enda voru taldar að vera í notkun um síðustu áramót hátt á fjórðu miljón, og eru það miklu fleiri en frá nokk- urri annari skilvinduverksmiðju. Einkasölu á íslandi hefir Samband ísl. samviélaga. Á víð og dreif Frá útlöndum. Upp úr miðjum f. m. sendi iðn- | aðarráðið danska álit sitt til lands- stjórnarinnar um gengismálið. Mjög ákveðið er látið í ljós hver liætta stafi af gengishækkuninni. Um atvinnuleysið farast ráðinu svo orð: „Hinn sífeldi vöxtur at- vinnuleysisins gefur að nokkru leyti rétta mynd af því hvemig ástandið er. En ráðið vill leggja sérstaka áherslu á, að ástæðan til þess að atvinnuleysið hefir ekki orðið enn miklu meira er sú, að margir iðnrekendur hafa hingað til verið að leysa þau verk af hendi, sem búið var að panta áð- ur en afleiðingar gengishækkun- arinnar fóru að gera vart við sig. Hjá mörgum iðnrekendum er að- staðan nú sú, að hinar venjulegu pantanir hafa nálega gjörsamlega brugðist. Hljóta því þessir at- vinnurekendur að gera ráð fyrir að minka framleiðsluna í miklu stærri stýl en áður, nema því að- eins að sérstakar ráðstafanir verði gerðar af ríkisins hálfu*'. — Sarrail, hinn afsetti hers- höfðingi Frakka á Sýrlandi, gerði franska þinginu grein fyrir starfi sínu 19. f. m. Átta sprengikúlum hafði veiið varpað yfir Damaskus fyrsta daginn, en 150 þann næsta. Hann áleit að að baki uppreisn- inni stæði allsher j armótspyma Múhameðstrúarmanna gegn Norð- urálfumönnum. Væri því um sam- band að ræða milli ófriðarins í Marokkó og Sýrlandi. Hann vildi halda því fram að undirróðuf af hálfu enskra j manna ætti nokk- urn þátt í uppreisninni. — Hinn 19. f. m. hélt Musso- iini ræðu mikla í ítalska þinginu. Lagði út af afreksverkum sínum og stjórnar sinnar og lét jafn- framt mörg þung orð falla til er- lendra þjóða. Hafa erlend blöð, nálega einróma, farið hörðum orð- um um harðstjórnina og vildi Mussoiini svara því. þyngstu orð- in er álitið að hann hafi mælt í garð Frakklands, enda dveljast fjölmargir ítalskir flóttamenn þar. Fascistar á þinginu tóku ræðunni með afskaplegum fögnuði og færðu Mussolini lárviðarkrans. Nokkru 'síðar á fundinum fékk einn jafnaðarmaður orðið. Hann hóf að tala með þeim orðum að fagnaðarlætin í þinginu væru ekki spegilmynd af vilja þjóðarinnar. Fleira fékk hann ekki að segja. Fascistar réðust á hann og alla flokksbræður hans, börðu þá til óbóta og hentu þeim út úr þing- húsinu. Einn Jafnaðannanna kom of seint á fundinn. Hann var þeg- ar tekinn og barinn svo, að það varð að flytja hann á spítala. Forseti þingsins skifti sér ekkert af meðan Jafnaðannenn voru barðir, en er því var lokið hélt hann áminningarræðu, ekki til Fascista, heldur til andstæðinga stjórnarinnar, að þeir yrðu að gæta þess í framtíðinni að æsa ekki skap Fascistanna. — Um miðjan þennan mánuð var sýnd mynd af enska hernum í stríðinu, á kvikmyndahúsi einu í Dublin. Var það írslcu lýðveld- issinnunum mikill þyrnir í auga. Óku nokkrir þeirra að kvikmynda- húsinu í bifreið, vörpuðu á það sprengikúlu og sprengdu í loft upp. Varð sprengingin svo mikil, að mörg næstu hús skemdust stór- lega. Lögreglan reyndi að hand- sama tilræðismennina en hafði ekki annað upp úr krafsinu en að tveir lögregluþjónar fengu sár af skammbyssukúlum, en tilræðis- mennirnir komust sína leið á bif- reiðinni. — Locarnosamningurinn vai' undirritaður í London 1. þ. m., eins og áformað var. Var þar saman kominn mesti fjöldi stór- menna. Er það almannarómur, en einkum þeirra sem best þekkja til, að aldrei hafi verið saminn fyr merkari friður og líklegri til að haldast. í öllum þeim löndum, sem við samninginn eru riðinn, átti hann að fagna óskiftu fylgi alþjóðar, nema á þýskalandi einu. þar risu hinir æstustu Ihaldsmenn á móti, með frábærri heift, en fengu engu ráðið'. Um hríð gerðu þeir sér von um að Hindenburg forseti yrði móti samingnum. En sú von brást þeim algerlega. Var Hindenburg sjálfur í London til að undirrita samninginn. Luden- dorff, samherji hans fyrverandi, er einn af helstu mönnum Ihalds- mannanna þýsku. þá er kunnug varð stefna Hindenburgs skrifaði Ludendorff um hann afarharð- orða grein, í blað eitt í Múnchen. Fórust svo orð, meðal annars: ,,Á fyrri tíð áttum við saman æru og frægð, og eg hefi átt þátt í að auka heiður hans. En nú nístir harmur mitt þýska hjarta, þá er eg sé að Hindenburg ætlar að fórna frægð sinni og hefir þegar gert það, þá er hann ritar nafn sitt undir skjal svívirðingarinnar og smánar. Ef Ilindenburg álítur Locarnosamninginn réttlátan, þá hefir forsetatign hans orðið hættuleg hinum þjóðlega vilja“. — þriðju vikuna í nóvember fjölgaði atvinnulausum mönnum í Danmörku um 4210. Voru þá alls atvinnulausir 47580 verkamenn. Óheiðarleg blaðaútgáía. Afturhaldsflokkurinn íslenslu hefir tekið upp aðferð í blaðamensku, sem varpar óskemtilegu Ijósi yfir stjóxn- málastarfsemi flokksins. Erlendis gefa ihaldsmenn út mörg blöð og stór. í Danmörku t. d. á íhaldsflokk- ui'inn rnörg stærstu blöðin. En þessi blöð eru fjárhagslega sjálfstæð fyrir- tæki. pau eru seld áskrifendum og i lausasölu fyrir ákveðið verð, sem borgáf útgáfukostnað þeirra. Engum pólitiskum flokki í nágrannalöndun- um kemur til hugar að dreifa út. blöð um sinum gefins, til rnanna út um boi'gir og bygðir, ekki fremur en nokkurri verslun dettur í hug að gefa vörur úr búð sinni. Hér hefir stjórnarflokkurinn tekið upp á þeim max’gföldu ósvinnu, að gefa út blöð sem ráðheri’ar og þing- menn flokksins afneita, blöð sem þeir di’eifa siðan gefins út um alt land. þetta er ekki frjálsmannleg framkoma. Eina Reykjavíkurblaðið af ihaldsmálgögnunum, sem segir rétt til litar, er Mbl. það fer ekki i felur með ást sina á brennivíni, afturhalds og kyrstöðulöngun, og óvináttu við heilbrigða sjálfsbjargarviðleitni sveit anna. Og Mbl. er ekki gefið. það hegðar sér að þessu leyti eins og venjulegt íhaldsblað, þó að andlegu kraftarnir, scm að blaðinu standa, séu lítilfjörlegir. En síðan versnar sagan. íhaldið gefur út þrjá Morgun- blaðskálfa, ísafold mörð og Stoim. í þessum blöðum er nálega ekkert efni nema árásir á samvinnufélögin og viðreisnarstarf sveitanna. Og þessum blöðum er dreift gefins út um land ið. þeim er þröngvað upp á menn, þó að þeir vilji ekki sjá þau. Tilgangur inn er auðsær. Blöð þessi sigla öll undir fölsku flaggi. Eru gefin bænd- unum til að hindi'a framfarir í sveit- unum. Við því e.r ekkert að segja, að aftui'haldsmenn i sveitum sem ann- arsstaðar kaupi opinber aftui’halds- blöð. En það er fullkomlega svívii’ði legt, þegar togaraút.gei'ðarfélög og út- lendir vínkaupmenn fara að læða snikjumenningu sinni inn á sveita- heimilin, mcð því að ge.fa bændastétt landsins blöð, sem látast vei’a henm vinveitt, en eru úlfar í sauðargæru. „Skuldakóngur'1 landsins. Af þvi enginn, sem vinnur við blöð stjórnarinnar, liefir neitt vit á lands- málum, verður fjárinálaráðheri’a að ski'ifa í blöðin, oft undir dulnefni, þar sem reynt er að verja gerðir flokks- ins. En blaðamenska Jóns er svipuð öðrum verkum hans. Fyrst í haust bolgdi Jón sig upp út af vanþekkingu Tímamanna um fjármál, er þeir vildu festa íslenska krónu. þá var stungið upp í Jón með því að hann taldi í pésa * sínum um gengið Cassel, sænska hag- fræðinginn, er mest álirif hefir haft i því að kenna þjóðum, er hafa fallna peninga, að fasta, hinn viti’asta hag- fi’æðing, og lánað aðalefnið í pésa sinn úr ritum Cassels. Jón þagnaði við þessu um gengið. í Boi'garnesi vildi Jón sanna, að hann væri sá sanni v.erndari landsins móti skuld- um. þá var sannað á Jón, að hann er „skuldakóngur" landsins, hefir átt mestan þátt i að sökkva Reykjavikur- bæ, Eimskipafélaginu og landinu í skuldir. Síðan þegir Jón um skuldii’. Að lokum vildi Jón í einni útgáfu Mbl. sanna, að íhaldið væri ekki hefði komið fram, ef hver hefði setið kyr í sínu horni. Og það má vel minna okkur á það, að við munum vera til þess komnir hingað norður á þessa eyju við hið ysta haf — allir ís- lendingar — að skapa þeim mun mikilvægari ánægjustund og þroskaskeið í alheimstilverunni, sem öll þjóðin er stærri en þessi hópur og æfitími hennar lengri en þessi kvöldstund. En þótt við séum ekki mörg hér í hlutfalli við alla þjóðina, þá er sama dæmi til að dreifa. það er dæmið um samtök og samstarf margra einstaklinga — um þau samtök sem gefa þjóð sinn til- verurétt. það er eitt af þessum fjölhliða dæmum um afstöðu einstaklings og þjóðar, dæmið sem minnir á einstaklinginn, er daglega leggur eitthvað af starfskröftum. sínum í sölurnar fyrir þjóðarheildina og sem daglega nýtur verndar, styrkt ar og uppörfunar frá þeim lifandi krafti, er streymir frá sameigin- legum arni þjóðfélagsins. því þótt okkar öld sé borið margt misjafnt á brýn, sýnir hún þó í ríkum mæli hinn mikla samtakanna. Jafnvel með okkar þjóð, þar sem strjálbýlið væri löngu orðið heimsfrægt, ef það væri ekki of lítilmótlegt fyrir Evrópukvarðann •— þar má sjá vott þeirra víðs- vegar, ef um er litast á landinu og meðal þjóðarinnar. Eða hverju mun það að þakka, að nú kallast menn ekki einungis á -yfir þveran dal eins og tröllin forðum, heldur talast menn við yfir landið þvert og endilangt? Hverju er það að þakka, að nú ganga menn þurrum fótum yfir ólgandi jökulfljótin, sem áður voru ófær allri skepnu? Hverju á að þakka öll þau andnesjaljós og eyjaleiftur, sem glampa út yfir farvegu hafsins í gegnum skamm- degismyrki’ið ? Hverju á að þakka þá bættu að- stöðu sem skáld og listamenn og fræðimenn hafa nú til þess að efla þroska sinn? — Hverju á að þakka allar þær geisiframfarir, sem orðið hafa á fjölmörgum sviðum. síðustu áratugina? Etg hygg, að þetta sé fyrst og fremst að þakka samstarfi okkar veiku og dreifðu krafta. þó er. eins ógetið: Við getum svo miklu, miklu meira. þetta alt sem eg hefi nú talið og alt það sem eg hefi ekki nefnt, það er mestmegnis ávöxtur af undirbún- ingsæfingum undir miklu full- komnara og almennara samstarf. Mikið af samstarfi undan- farinna ára hefir verið þannig vaxið, að við höfum ekki vitað nógu vel af því sjálfir. það lítur út fyrir, að það hafi verið nauðsynlegt að fara á bak við fjöldann til þess að fram- kvæma það mesta og besta. Lög- gjöfin hefir talið það hyggilegt að lauma því yfir okkur í alls- konar dularbúningi. Svo margir hafa naumast vitað að þeii' voru að vinna að stórvirkjum nema þeir beittu nákvæmi'i rannsókn og athugun. Eg skal benda á það dæmi til skýringar, að þegar við höfum verið að kaupa í búðunum kaffi og sykur, glingur og glys- vöru, þá vorum við í rauninni að byggja brýr, leggja síma, reisa skóla. Og þótt skipulagsbundið samstarf sé nú að ýmsu leyti á hröðu þroskastigi, þá getur sú til- gáta naumast talist ósennileg, að fegursti fífill þess muni enn óút- sprunginn. Eg fæ ekki betur séð en að sú tilgáta sé bygð á traust- um grundvelli reynslunnar. Sá árangur sem þegar er fenginn hlýtur að örfa til aukinnar fram- sóknar, sem felur í skauti sínu nýja sigurvinninga. Og við sameinumst um það í kvöld, að minnast hins liðna og vænta þess ókomna í fullu trausti þess að hið besta þróist. Okkur hlýtur að finnast það bæði gagn og gaman, að njóta allra þægindanna og alls ávinn- ingsins af samstarfi þjóðarinnar á andlegum og verklegum svið- um. Við vitum að það getur ver- ið ómetanlegt að skoða listaverkin og' lesa skáldritin. Við vitum að það er ekki einskisvert að geta þeyst á gæðingi eða bifreið eftir þjóðveginum, hvort heldur er til gamans eða í lífsnauðsyn. Á slíku ferðalagi gæti farið svo að ein- hverjum flygi til hugar að þarna í veginum væri eitthvað af hand- tökunum eða ígildi þeirra lagt fram af líkum efnum og svipuðu hugarfari og konan gaf, sú sem Kristur sagði um þessi orð: „Sann lega segi eg yður að þessi fátæka ekkja lagði meira en allir aðrir, er lögðu í fjárhirsluna, því þeir lögðu allir af nægtum sínum, en hún lagði af skorti sínum alt það er hún átti, alla björg sína“. En svo segir á öðrum stað í okkar bókum: „Sá eg á veg vega: vegur var undir stéttarflokkur, heldur réttlátur, víð- sýnn umbótaflokkur. þá var stungið upp í skuldakónginn með tvennu. Fyrst liversu hann sjálfur hefir í Lögréttu lýst íhaldinu, sem þröng- sýnum, eigingjömum og svikahneigð- um kyrstöðuflokki svokallaðra efna- rnanna. í öðru lagi var sannað með verkum ílialdsmanna á þingi, að þeir ei’u kyrstöðusamband þi’iggja ihalds- stétta. Járnbrautin og Alexander. Áður en J. þ. snérist til kyrstöðu, skrifaði liann mikið urn nauðsyn járnbrautar frá Reykjavík og aust- ur fyrir heiði. þetta var hugsjón hans sem framfaramanns. En meðan hann hafði þessa hugsjón, var hann sífelt að falla við þingkosningar. Fépúkar í Rvík feldu hann þá af því þeir bjuggust við auknum sköttum vegna þessarar miklu fi’amkvæmdar. En síð- an hætti J. þ. að tala um járnbraut, og komst þá að í Rvík. í fyrra lireyfði einn Fi’amsóknarmaður i Ed. málinu með þingsályktun, til að gefa J. þ. tækifæri til að sýna hvort hann væri snúinn. Og re.yndin varð sú, að J. þ. llúði umræðurnar, kom ekki í deild- ina meðan járnbrautarþörfin var til meðferðai'. Hann þóttist eiga svo ann- ríkt í Nd. þar var þá vei’ið að sam- þykkja að konm Alexander á föst laun. Jón var nú með því. Ári áður vildi hann í sparnaðarskyni leggja deildina niður. Af þessu atferli má sjá, að Jón muni meir en lítið snú- inn í járnbrautai’málinu. Ullar-legátinn. Nú hafa komið nánari fréttir af sendimanni stjómarinnar í Banda- ríkjunum. Hann átti að fai’a til Washington og flýta hagkvæmum samningum urn ullartollinn. í stað þess viltist liann til Khafnar og hefir fengið sér þar einhverja aðstoð i Morten Ottesen, fyrrum trúnaðar manni póstmeistara við að koma pen- ingum til Noregs. I-Ivað Árni sendi- herra frá Múla gerir landinu til gagns og sæmdar í Khöfn og til fremdar ullarsölu í Bandaríkjunum, þó að hann liafi Morten Ottesen sér til fylgdar, er ekki enn útskýrt af stjórninni, eða blöðum hennar. Kjós endur Árna eiga þó rétt é að vita um afrek fulltrúa þeirra i öðrum löndum. Póstmeistari og sltaparinn. Póstmeistari hefir flutt bréfhirðing- una frá Ki rkj ubæj ark 1 aust ri að öðr- um bæ þar í sveitinni. Og í Mbl. þjösnast Sig. Briem út af því að Kirkjubæjarklaustur sé eklti í alfara- leið. Eftir því ætlar veslings Sig- urður að fara að umbæta verk skap- arans. Kirkjubæjai’klaustur hefir vegna legu sinnar í héraðinu i hálfri og vegur yfir og vegur á alla vega“. Hvaða veg sem menn velja sér um landið eða um þjóðlífið, hygg eg, að hvervetna sé hægt að koma auga á einstaklinginn mitt í þjóð- arheildinni. það mun hver og einn eiga kost á því að leggja sinn litla pening í fjái'hirsluna eða handtakið í veg- inn. Og þá fær öll þjóðin hlut- deild í starfsemi hans. Og hún getur notið þeirrar starfsemi jafnt fyrir því, þótt nafn hans sé ekki ritað á vörðurnar meðfram veg- inum. því má aldrei gleyma nein- um þennan dag, þótt hans gæti lítt á glæsilegri sviðum þjóðfé- lagsins. Meðan fyrsti desember er helg- ur haldinn á Islandi til minning- ar um mikla baráttu þjóðarinnar og mikinn sigur hennar á liðinni tíð, og í von um þetta hvort- tveggja í framtíðinni, þá á hann líka að vera blessunar- og gleði- dagur fyrir hvern einstakling — einnig fyrir þann sem kann að hafa lagt minstan pening í fjár- hirsluna. Guðgeir Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.