Tíminn - 16.01.1926, Page 4

Tíminn - 16.01.1926, Page 4
12 TlMINN ferð Roalds Amundsens til norð- urheimsskautsins á næsta vori. Flugvélin hefir þegar verið keypt, við hlutfallslega lágu verði, af sjóhernum ítalska. Heitir flugvél- in nú: Noregur. Tilraunaflug eiga að fara fram um næstu mánaða- mót suður á Italíu. Alls eiga 16 menn að taka þátt í förinni. 1 aprílbyrjun á flugvélin að koma til Noregs og þaðan fljótlega til Svalbarðs. þaðan á að hefja sjálft heimsskautsflugið í maí, og sennilega verður flogið til Alaska frá heimsskautinu. Er áætlað að alt flugið frá Svalbarða til Al- aska þurfi ekki að taka nema 48 klukkustundir. Áætlað er að kostn aður við ferðina verði 1 milj. og 600 þús. kr. — Katólska kirkjan mun ætla að halda allsherjar kirkjuþing von bráðar. Er álitið að páfinn ætli meðal annars að leggja það und- ir úrskurð þingsins að kirkjan falli frá kröfunni um veraldleg yfirráð páfa. — Tcitcherin, utanríkisráð- herra Rússa var á ferð í París og Berlín, seint í fyrra mánuði. þýsku blöðunum sagði hann með- al annars þessar fregnir um stefnu Rússastjórnar í utanrík- ismálum: Rússland væri reiðubú- ið til samninga við England en af Englands hálfu hefði ekkert kom- ið fram sem benti til að það vildi ná samkomulagi. Núverandi stjóm Englands hefði hafnað samningi þeim sem fyrri stjórn hafði gert við Rússland, og Rússland gæti ekki hafið nýjar samningaumleit- anir fyr en það vissi hvað Eng- landsstjórn hefði haft út á gamla samninginn að setja. Væri óvíst hvort Englendingar yfirleitt kærðu sig um nokkurt samkomu- lag. — Rússland mundi eftirleið- is, eins og hingað til, vera utan við Alþjóðabandalagið og teldi sig vinna betur að því að tryggja friðinn með því. Rússland myndi ekki samþykkja alþjóðagerðar- dómstól. Milli Frakklands og Rúss- lands .væru samningar komnir vel á leið og myndi þeim verða hald- ið áfram er hinn nýi sendiherra Rússa kæmi til Parísar í janúar. — Loks lét Tchitcherin það álit í Ijós að Locarnosamningurinn myndi síst verða til þess að tryggja Norðurálfufriðinn, enda væri honum mjög stefnt gegn Rússlandi. — „Fríríkið" Danzig var skap- að í Versalafriðnum og sett undir yfirstjórn sérstakrar nefndar Al- þjóðabandalagsins. Hefir sú nefnd nú sent nýjan yfireftirlitsmann til Danzig, Hollending. Fær hann eru það bógstykkin, sem skemd eru, læri sjaldnar og miðstykkin ekki nema skemdimar séu því stórfeldari. Helst virðast skemdir hafa komið fram í saltkjöti í heitum og votviðrasömum haustum. — Haust 1923 var kalt og þurviðra- samt, enda heyrðist þá ekki getið neinna skemda, sést á því að hægt er að komast hjá þeim. I vot- viðrasömum haustum er vand- farið með kjötið og hætt við að það óhreinkist í meðferðinni, en við það verður að gæta mestu varúðar. þegar rakt er og hlýtt í veðri verður líka að gæta þess, að láta ekki skrokkana hanga of lengi, áður en þeir eru saltaðir, því þó áreiðanlega sé best að skrokkamir gegnkólni áður en þeir eru saltaðir, er hætt við að kjötið geti skemst, ef það hang- ir lengi í rökum og loftlitlum húsum, og þá er hættuminna að koma kjötinu sem fyrst í saltið. Eg gat þess áður, að skemdir koma helst fyrir í þykkustu kjöt- stykkjunum, t. d. bógstykkjum. Til að fyrirbyggja það, er best að höggva í sundur brjóstrifin og gera allstóra stungu milli bógs- ins og rifjanna og fylla með salti. Sé kjötið óskemt þegar saltað er, Gjöf Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“, skal hjermeð skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði, fyrir vel Bamin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok desember- mánaðar 1926, til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 1925, til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna séu verðlaun- anna verðir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinnar. — Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir. — Reykjavík, 8. jan. 1926. Hannes torsteiussou. Ólafur Lárusson. Sigurður Nordal. ærið að starfa, því að deilumálin eru nálega óteljandi milli „frírík- isins“ og Póllands. þegar Pólland var endurreist, með friðarsamn- ingunum í Versölum, og gert svo stórt að íbúatalan varð 27 milj- ónir manna, varð ekki hjá því komist að veita því aðgang að sjó. Til þess var Prússland skorið í sundur og búnar til „pólsku dyrnar“, alþýskt landflæmi, til sjávar, lagt undir Pólland. Dan- zig liggur þarna við sjóinn, í „dyra“-gættinni. Eru íbúar henn- ar langflestir þýskir og því var borgin ekki lögð undir Pólland, en gerð að fríríki. En í stjórnarskrá hennar eru Pólverjum trygð rétt- indi til að nota borgina til inn- og útflutnings og yfirstjórn borgarinnar falin sérstakri nefnd Alþjóðabandalaksins. En deilum- ar milli borgarinnar og Póllands hafa orðið mai’gar. þjóðverjar í borginni halda því fram að Pól- verjar vilji innlima hana, og rói að því að snúa íbúunum til fylgis við sig, og er það vafalaust rétt. Hinsvegar fer það ekki dult að þjóðverjar, bæði innan og utan borgarinnar vinna að því af kappi að „loka dyrunum“, til þess að sameina aftur austur og vestur Prússland. „Póstkassadeilan“ svo- nefnda stóð lengi yfir og var sótt og varist af mestu heift. Var skotið til úrskurðar Alþjóðabanda- lagsins, sem veitti Pólverjum rétt til að hafa sína eigin póststjórn í vissum borgarhluta. Síðasta deil- an er út af vopna- og skotfæra- innflutningi Pólverja. Flytja þeir mikið inn af slíku, einkum frá Frakklandi, því að Pólverjar leggja hina mestu áherslu á að vígbúast sem best. En þar sem um slíkan flutning er að ræða, telja þeir sér alveg nauðsynlegt að láta her manns gæta hergagn- anna og vopnanna, undir eins og á land kemur. Verður það annað- hvort að vera í sjálfri Danzig eða í nánd hennar, á landi, sem henm heyrir til. En þjóðverjamir í Danzig mótmæltu harðlega. þeir óttast, að ef Pólverjar fái að hafa her manns í borginni, eða á landi hennar, muni þeir smátt og smátt búa þannig um sig, bæði með landher og flota, að sjálfstæði borgarinnar verði í voða á hverju augnabliki sem er. Alþjóðabanda- lagið úrskurðaði að Pólverjar mættu eltki koma sér upp föst- um aðsetursstað fyrir her í borg- inni eða á landi hennar, en leyfði Pólverjum hinsvegar að hafa þar herflokk til þess að gæta vopna- og hergagnaflutningsins, með ýms um skilyrðum. Hafa Pólverjar því á þetta að vera örugt til vamar skemdum, enda sé þess gætt að fylgja að öðru leyti gildandi fyr- irmælum um söltun og pæklun. Eg sé ekki ástæðu til að fjöl- yrða meira um kjötsöltunina, en vil aðeins leggja áherslu á það, að réttileg notkun á saltinu ásamt nægilegri söltun, er ömggasta leiðin til að forðast skemdir. það er t. d. ekki nægilegt að nota 8 —10 kg. af þursalti í tunnu, ef þess er ekki jafnframt gætt að þursaltið liggi vel á milli allra laga og varni því að kjötstykkin renni saman í þéttar hellur, sem verða svo þykkar, að pækillinn nsér ekki að gegnvæta kjötið nægi- lega fljótt. Sauðfjárræktin er mikilsverð- asta og arðsamasta tekjugrein landbúnaðarins og andvirði út- fluttra sauðfjárafurða, er það, sem á að geta gert miklum hluta sveitabænda mögulegt að auka ræktunina, girða tún og engjar, byggja sæmileg hús yfir sig og búpening sinn og yfirleitt að kaupa það af nauðsynjum, sem ekki verður framleitt á heimilun- um. þegar á það er litið, hve mik- ill hluti þjóðarinnar lifir á fram- leiðslu landbúnaðarins, gegnir fengið sitt fram í aðalatriðum, en Danzigbúar, hinir þýsku, eru af- skaplega reiðir. Halda þeir því fram, að Alþjóðabandalagið sé hlutdrægt í úrskurðum, því að Frakkland og. England veiti Pól- landi; en vænta að heldur batni er þýskaland gengur í Alþjóðabanda- lagið. — Löngum hefir deilan verið harðvítug milli frjálslyndra guð- fræðinga og innratrúboðsmanna í Noregi — miklu harðari en ann- ars staðar á Norðurlöndum.Bar við atvik rétt fyrir jólin sem sýnir það. Innratrúboðsfélagið hafði boðað til fundar í Christiansand.og meðal annara átti einn norsku biskupanna að flytja þar erindi. Jafnframt átti aðalleiðtogi innra- trúboðsmanna, Hallesby prófess- or, að tala, en neitaði að gera það er hann frétti að biskupinn ætti einnig að tala. Stjórn trúboðsfé- lagsins ákvað þá að tilkynna bisk- upinum að hann fengi ekki að tala. Ástæðan til neitunar Hallesbys er sú, að biskup þessi stuðlaði að því, með öðrum, að einn af hinum merkustu frjálslyndu guðfræðing- um varð biskup í þrándheimi fyr- ir fáum árum. t — Frést hefir að miljónamær- ingurinn Henry Ford ætli að kosta flugferð til norðurheimsskautsins á næsta sumri og eigi Vilhjálmur Stefánsson að vera foringi farar- innar. Ýmsir frægir vísindamenn frá Bandaríkjúnum eiga og að vera með í förinni. — Gert hefir verið upp endan- lega manntal í New York og reyndust íbúarnir að vera 5873356. — Tíðindi mega það kallast að tyrkneska þingið samþykti í áre- lokin að breyta til um tímatal og taka upp tímatal Norðurálfu- manna. Er þetta eitt af mörgu sem Tyrkir gera nú til að sníða siðu sína eftir Norðurálfumönn- um. Fyrir nokkru bönnuðu Tyrk- ir fjölkvæni, en sumir ríkir Tyrk- það furðu, hve þing og stjórn virðast hafa verið tómlát ,um flest, sem þessum atvinnuvegi við- kemur.. það má oft á litlu marka hugi hinna ráðandi manna til at- vinnuveganna. það er kunnugt, að saltfisksverkun Islendinga er mjög góð, og orkar það ekki tví- mælis, að mest er það þakkað fiskimatsmönnunum og þá eink- um þorsteini heitnum Guðmunds- syni. þetta hefir líka verið viður- kent með því að vanda val þessara manna sem best og launa þá svo, að þeir geti gefið sig óskiftir við starfi sínu. þeir hafa verið látnir ferðast til markaðslandanna til að kynnast kröfum neytend- anna og þeir halda fundi að minsta kosti árlega, til að bera saman ráð sín um alt, sem lýtur að starfi þeirra. þetta eru sjálf- sagðar og virðingarverðar ráð- stafanir. En manni verður á að spyrja: Hvernig hafa forráða- menn landsins hagað sér gagnvart kjötframleiðendum í þessu efni? Hér eru fjórir yfirkjötmatsmenn og er þeim ætlað að leiðbeina um kjötverkun, hverjum í sínu um- dæmi, og upphaflega var gert svo ráð fyrir, að þeir ferðuðust eitt- hvað til leiðbeiningar meðan slát- urtíð stæði yfir, en þeir hafa ir, sem áttu stór kvennabúr, hafa tekið þeim lögum illa. I árslokin vann einn þeirra það til að blanda eitri í mat sinn og 36 kvenna sinna, fremur en að hlýða lögun- um. öll biðu bana. -----o---- Alvarleg áminning. þrjár kosn- ingai’ nýafstaðnar mega teljast aíar alvarleg áminning fyrir Ihaldsflokkinn. Bæði á ísafirði og Seyðsfirði fóru fram kosningar til bæjarstjórnar. Á báðum stöð- um unnu andstæðingar íhalds- manna hinn glæsilegasta sigur, komu tveim mönnum að á báð- um stöðum, en íhaldsmenn ekki nema einum. En bæði þessi kjör- dæmi eiga íhaldsmann á þingi. — þá er hin nýafstaðna kosn- ing í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bar Ólafur Thórs að vísu hærri hlut, eins og allir vissu fyrir- fram, hlaut 1318 atkvæði, en Har- aldur Guðmundsson 958. En ef borið er saman við atkvæðatöl- umar við síðustu kosningar, í þessu vissasta íhaldskjördæmi, sést að um stórkostlega afturför er að ræða fyrir íhaldið. Ágúst Flygenring fékk þá 1457 atkvæði en Björrw Kiistjánsson 1369, sam- tals 2826 atkvæði, eða 1413 að meðaltali á mann. Jafnaðarmenn- imir vom einnig tveir: Sigurjón Ólafsson fékk 708 atkv. og Felix Guðmndsson 566, samtals 1274, eða 637 atkvæði á mann að með- altali. Sést af þessu að atkvæða- tala ólafs Thórs er ca. 100 at- kvæðum lægri en meðaltal síðast, en atkvæðatala Haialds rúmlega 300 atkvæðum hærri en meðal- tal síðast. Haldi eins áfram falla Ihaldsmennimir við næstu kosn- ingar í þessu einu öruggasta Ihaldskjördæmi. — Og Morgun- blaðið segir að Ihaldsflokkurinn hafi unnið „glæsilegan sigur“. En vinni það marga slíka eru fengið fyrirmæli um að eyða sem allra minstu í þessi ferðalög og jafnvel verið bannað að ferðast. þeim hefir einu sinni — segi og skrifa — einu sinni verið gefinn kostur á að koma saman á fund til að bera saman ráð sín 1 þau 7 ár, sem þeir hafa starfað. Eng- inn hefir hreyft því, að gagnlegt gæti verið að senda einn og einn kjötmatsmann til útlanda með nokkurra ára millibili 'og ekki einu sinni verið ymprað á því við kjötútflytjendur, að þeir skýrðu matsmönnunum frá kröfum manna í markaðslöndunum. Eg veit ekki einu sinni hvort svo mikill áhugi hefir verið á hærri stöðum fyrir starfi þessara manna, að þeim hafi verið gefinn kostur á að kynnast kjötrannsókn- um Gísla Guðmundssonar, sem hafa leitt í ljós mikilsverðar uppt- lýsingar um meðferð saltkjöts. Sambandið hefir farið fram á það við landsstjómina, að kjöt- matsmennimir verði kallaðir sam- an á fund í vetur, en ekki er enn komið ákveðið svar við því, hvort í þetta stórræði verður ráðist. Frh. Jón Ámason. Ritstjóri Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Senf með póstkröf u út um land,ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 888. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna- vátryggingar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku féldgi. Smiuudagsblaðið. Myndablað gefið út til skemtunar og fróðleiks. Ritstjóri Axel Thorsteinson. Utanáskrift: Póstbox 956. — Verð fimm krónur árgangurinn. Skilvísir kaupendur II. árgangs, s.em nú eru yfir 20 blöð komin út af, fá tveggja krónu bók í kaupbæti, eins og áður liefir verið auglýst í Tímanum. Sunnudagsblaðið kostar því i raun og veru aðeins þrjár krónur og er því langsamlega , ódýrasta blaðið, eftir stærð og frágangi að dæma. dagar þess taldir áður en varir. Nýi doktorinn, Jón Helgason. varði ritgerð sína í fyrri viku. Fór athöfnin fram í neðrideildar- salnum í Alþingishúsinu. Páll E. ólason flutti aðalræðuna af há- skólans hálfu. — Doktorsritgerð- in er stór bók og prýðilega út gefin, prentuð í Kaupmannahöfn. Rekur höf. æfi og ritstörf Jóns Grunnvíkings með afbrigðum ná- kvæmlega. Framúrskarandi mikil vinna og nákvæmni virðist liggja að baki. Er ekki að efa að doktor Jón Helgason verður merkilegur og afkastamikill vísindamaður, ef honum endist heilsa og aldur, eftir því sem orðin er hans fyrsta ganga. Er gott til þess að vita að fá ungan og ötulan mann til starfs í hinum þjóðlegu fræðum. — Doktor Jón Helgason er Borg- firðingur að ætt og kvæntur dótt- ru Bjamar bónda í Grafarholti. Hann mun vera á förum héðan til Oslóar. Sest hann þar í það kenn- arasæti í norrænum fræðum, er áður var boðið Sigurði Nordal. Manntjón. Enn berast fregnir um manntjón. Mótorbáturinn, Goðafoss, frá Vestmannaeyjum kemur ekki fram og mun engin von um hann lengur. Hafa með honum farið í sjóinn fimm rösk- ir drengir. — Enn fórst enskt saltskip við Vestmannaeyjar í vikunni. Komu að íslenskur og enskur togari til hjálpar og gátu bjargað átta mönnum, en fimm fórust.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.