Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 1
©faíbfen oo, afgrct&slur"a6ur Eimans er 5tgurgeit ^riftrifsfon, 5amtanöshú9inu. HíyfíaiTÍf. ^.fgreiböía € f m a n s er i 5amb<m6stfúsinu <0|>tn iaglega 9—\2 f. V Simi 496. X. ár. I þingönnum ritstjórans sér pórólfur Sigurðsson í Baldurs- heimi um ritstjórn blaðsins. Afkoma og útlit. Alþingi, það er háð var árið 1924, að mestu hið sama og enn situr, getur nú htið yfir árangur- inn af fyrsta starfi sínu á fjár- málasviðinu. Tölurnar sem fjár- málaráðherra las upp, um fjár- hagsafkomuna á árinu sem leið, um leið og hann bar fram fjár- lagafrumvarpið, sýna árangurinn það var Alþingi, í heild sinni, undantekningarlítið, sem lagði á þjóðina þá nýju skatta, sem nú valda mestu um að tekjumar fóru svo gífurlega fram úr áætlum. það var Alþingi í heild sinni, undantekningarlítið, sem á þann heiður að hafa árið 1924 afigreitt ein hin gætilegustu fjárlög, sem afgreidd hafa verið á síðari árum. Árangurinn er hin stórfelda lækkun ríkisskuldanna, sem getið er á öðrurn stað í blaðinu, og sem allir menn fagna af heilum hug. En tölumar sem sýna lækkun skuldanna og hina gríðarlegu aukning tekna í góðærinu, sýna áreiðanlega ekki hina raunvera- lega réttu mynd af fjárhags- ástandinu og horfunum. þá er nánar er aðgætt sjást , mörg tákn á sólu, tungli og stjömum, sem benda í alt aðra átt. Skulu nokkur nefnd. Jafnframt því sem Alþingi 1924 lagðd á hina nýju skatta, sem hafa reynst svo dropadrjúgir, gekk það að mun lengra í jþví en áður hafði tíðkast að telja fram útgjaldaliðina í fullri hæð, til þess að fjárlögin væru sem réttust áætlun um gjöldin. Engu að síður fara gjöldin margar miljónir króna fram úr áætlun. Er þetta mjög alvarleg áætlun, þvi að svo óvíst sem það er, að góðæri gefi í annað sinn svo gríðarmiklar tekjur, svo miklu sennilegra verð- ur hitt að teljast að áframhald- andi hækkun útgjaldanna muni haldast. Annað atriði er það að Alþingi síðasta slátraði einni bestu mjólkurkú ríkissjóðs, sem á árinu sem leið' gad' miklu meiri tekjur en nokkru sinni áður: tóbaks- einkasölunni. Yfirslátrarinn var sjálfur fjármálaráðherrann. Mun það koma því greinilegar fram, því lengur sem líður, hve fávísleg sú ráðstöfun var. þriðja atriðið er það, að tekju- aukningin virðist hafa stigið landsstjóminni til höfuðs. Er það ljóst af mörgum atriðum á fjár- málafrumvarpinu. En áþreifan- legast dæmið er það, að nú er sendiherraembættið aftur komið inn á fjárlögin, með 45 þús. kr. auknum útgjöldum, sem vitanlega verða 25—75% hærri í reyndinni. En það er enn ótalið sem er langalvarlegast. Fátt er hægara verk en að> moka fé í ríkissjóð- inn með auknum sköttum. það er það verk sem hefir verið unnið að seilast í vasa almennings og flytja fé þaðan í ríkissjóðinn. 0g annað venk hefir verið unnið. Með gálausri gengishækkun hafa atvinnurekendur verið féflettir átakanlega — þvert á móti yfir- lýstum vilja Alþingis. Afleiðingin er sú að nú standa at^ vinnurekendurnir stórlega höllum fæti. Horfumar fyrir atvinnu- rekstrinum eru stórum verri en þær hafa lengi verið. þetta er hið mikla alvörumál. Nokkurir tugir þúsunda, eða hundruð þúsnda króna í pening- um í ríkisfjárhirslunni eru lítils virði. Vonirnar um sæmilega afkomu og heilbrigt búskaparlag ríkisins hvíla á því, og eingöngu á því, að aðstaða atvinnuveganna sé sú, að þeir geti áfram borið þær byrðar sem á þá verður að leggja vegna þarfa ríkisins. það verður eldki sagt að þær vonir séu góðar nú og vantar mikið á. — Ástandið nú er um margt svip- að og var um áramótin 1919— 1920. Stórkostlegur tekjuafgangur varð árið 1919, en þá var að sama komið og nú. Peningarnir í ríkis- sjóðnum reyndust gagnslitlir þeg- ar svo var ikomið á hinu leytinu að- tap atvinnurekendanna hófst og með því verðfall peninganna og hin stórkostlega tekjurýmun fyrir ríkið. Hið sama vofir yfir nú — hvað sem verður. Verkefni Alþingis nú er ekki síst það að reyna að ifyrirbyggja að eins fari nú og þá. þes.s vegna er það æðsta skylda þess nú að láta ekki blindast af peninga- hringlinu í kassanum. Höfuð- áhersluna verður að leggja ann- arsvegar á að verja fé fyrst og fremst til styrktar atvinnuvegun- um, en þó er hitt enn meiri nauð- synin að gefa atvinnuvegunum traustan starfsgrandvöll með verð- föstum peningum í stað svikinna. ----o---- Sómi landsins. Á allmörgum þingmálafundum hafa nú í vetur verið samþyktar tillögur um að þeir einir gætu orðið fulltrúar landsins erlendis, er komið gætu þar fram landinu til sóma. Menn vita að ákveðið tilefni liggur til grandvallar fyrir þess- um áskoranum. Nálega hver hugs- andi maður í landinu tekur und- ir þessa ikröfu Vestur-Húnvetn- inga, Mýramanna og Árnesinga. En því miður eru til undan- tekningar. Og í einni þessari sýslu beittust helstu fylgismenn nú- verandi landsstjómar fyrir því að reyna að fella þessa tillögu. það sýnist ekki benda á að löng skóla- ganga auki siðferðisþrekið, að í Borgarnesi voru það langskóla- gengnu mennimir, presturinn, læknii*inn og sýslumaðurinn, sem ekki vildu að gerðar væru þær kröfur til trúnaðarmanna lands- ins, að þeir kæmu fram þjóðinni til sóma. Rangt væri að bendla allan flokk stjómarinnar, þ. e. þá kjós- endur, er fylgja stjóminni að málum við þá niðurlægingu, sem stjómin sjálf og nánasta fylgi hennar hefir gert sig seka um. Allur þorrinn af íhaldsmönnum fordæma með sterkum orðum þiann smánarblett er settur hefir verið á landið. þetta kemur fram er íhaldsmenn tala um málið ut- an opinberra funda. Á Svigna- skarðsfundinum ámælti einn íhaldsmaður félögum sínum, er Heykjavik 13. febrúar 1926 þeir beittu sér fyrir því að fallið skyldi frá sæmdarkröfunni um fulltrúa landsins erlendis. En þó að einstakir kjósendui íhaldsmanna líti þannig á, er þingflolckurinn á annari skoðun. þeir vilja ekki hreinsa af sér minkunina. þeir knýja ekki 2. þingmann Norðmýlinga til að segja af sér, þótt stjóminni hafi verið boðin grið meðan stæði á endurkjöri. þeir reka manninn ekki úr flokknum, sem þó var sjálfsagt, ef flokkurinn vildi losna við sendimanninn en hann ekki viljað fara. Ekki verður heldur séð annað en að flokkurinn taki á sig syndabyrðina, því að enginn maður í flokknum hefir losað um tengslin við stjómina, þrátt fyrir það, sem fyrir hefir komið. M. Guðmundsson hefir reynt að láta verja sig út af veitingu á Branabótafélagsforstöðunni, með því að enginn hafi fyr en nú áfelt hann fyrir að hafa hafnað Birni þörðarsyni, fyrverandi sýslumanni, skrifstofustjóra og núverandi ritara hæstaréttar, og taka 2. þm. Norðmýlinga. Ráðherrann gleymir því að hann leyndi umsókn Bjöms, og pukraði með veitinguna. þess vegna vitnaðist ekki hversu að var ifarið, fyr en núverandi brana- bótastjóri var farinn að vekja um- tal með sendimannsframmistöðu sinni erlendis. Stjórnin hefir ennfremur látið bera það fram að sá sem þetta ritar vildi hafa af 2. þing- manni Norðmýlinga stöðuna. þetta er rangt. Eg hefi áfelt veit- inguna stranglega vegna hins mikla munar á reglusemi og kost- um umsækjenda. Eg hefi sér- staka ástæðu til að áfella þessa ráðstöfun, þar sem við Jön Magn- ússon höfum hjálpast að á þingi 1924, að leggja niður þrjú em- bætti við hæstarétt, og ihér vai’ tækifæri til að byrja sparnaðinn, og um leið að tryggja Brana- bótafél. einn hinn hæfasta mann sem völ var á í landinu til starf- ans. En eftir að ilt var skeð hefi eg opinberlega ráðlagt hinum miður hæfilega manni að gera sig hæfan til að standa sómsamlega í embætti þessu. Ákúrur til mín út af embættisveitingu þessari geta ekki lotið að öðra en því að stjórnin vilji ekki að krafist sé dugnaðar og reglusemi í daglegum störfum af þingmönnum er styðja stjómina. Frammistaða stjómarinnar og nánasta fylgiliðs hennar er þessi í máli því er hér ræðir um: 1. Stjómin veitir einum þing- manni sínum, er losnaður var frá verslun í kauptúni fyrir austan, forstöðu vandasamrar stofnunar í Reykjavík, þó að völ sá á miklu hæfari manni, og þó að með því að veita hinum síðarnefnda væri hægt að spara heilt embætti. Veiting þessi er ekki skilin af nokkurum kunnugum manni mema sem borgun frá 'hálifu stjómar- innar, en á kostnað landsmanna, til þingmanms er vamar með at- kvæði sínu veitingarvaldi sínu frá atvinnu og stöðumissi. 2. Stjómin sendir sama mann til fjarlægs lands til vandasamra samninga fyrir bændur landsins. En vegna sjálfskaparvíta, sem hneikslanleg eru fyrir þjóðina alla, viltist maðurinn, fer til ann- ars lands, lifir þar á þann hátt sem fulltrúar þjóða eiga ekki að lifa, eyðir öllu því fé sem stjóm- in hefir fengið honum, og það með, að íslensk stjórnarvöld verða þar að auki að greiða heim- senda veislufagnaðarreikninga. Ráðherrann, sem hafði sent mann- inn, M. Guðm., sendir fulltrúa landsins beint heim, ófæran til Ameríkuferðar. 3. I byrjun október, segir Jón þorl., í Borgarnesi, að hin brýn- asta þörf hafi verið, vegna ullar- sölunnar, að senda mann til Bandaríkjanna. En nú um miðjan febrúar er enginn kominn á vett- vang. þetta bendir á að stjórnin hafi aldrei ætlað annað með hinni fyrstu sendiferð, en að lofa óá- nægðu stuðningsatkvæði að fara skemtiferð til Washington, á bostnað landsjóðs. Hér er aftur sama sagan. Landsjóður verður að bera hallann af fylgisleysi stjómarinnar. 4. þegar sendimaður er kominn heim berst sagan um ófremdarför hans um alt land. En stjórnin ótt- ast að Tíminn muni ræða málið opinberlega. þá fæ eg tilkynningu frá hinum viðurkenda málsvara stjórnarinnar, um að eg megi eiga von á líkamlegu ofbeldi eða dauða, fyrir að skrifa opinberlega um málið. Síðan játar málsvari stjórnarinnar að hann hafi ógnað með sendimanninum sjálfum, og til að bíta höfuðið af allri skömm, játar sendimaðurinn undir nafni, í málgagni stjómarinnar, að hann kunni að vera í alt búnn. þessi þáttur málsins sýnir ótta stjóm- arinnar við opinberar umræður og skoðun stjórnarinnar á menning- arstigi Ameríkufulltrúans. Skraf hans í sömu átt er bergmál ó- lánssams manns af því sem sam- herjar hans hafa ætlað honum. 5. Stjórnin lætur málgögn sín þegja um atburðinm, lengi vel, og þegir sjálf. Með því játar stjórnin og blöð hennar, sem og er rétt, að athæfi landstjórnarinnar í þessu máli er með öllu óvérjandi. Að lokúrn er þó tveim lélegustu leirskáldunum skipað að skrifa fúkyrði um málið. 1 stað þess að játa að hinn brotlegi eigi að sæta ábyrgð, heimta vesalingar þessir, að sá sem hefir komið frásögn um brotið fyrir almannasjónir, sæti hegningu. Eftir sömu reglu ætti framvegis að hegna dómaran- um fyrir að hafa hendur í hári þjófsins og lækninum fyrir að lækna sjúklinginn. Og jafnvel þetta er ekki nóg. Stjórnin lætur ritstjóra sinn gera opinberlega gys að þroskuðustu lýðstjórnar- þjóð heimsins, fyrir að hún hefir í nokkrar aldir verið svo hláleg að heimta að trúnaðarmenn almenn- ings hefðu óflekkað mannorð. Ef dregið er saman það sem sýslu- maður, læknir og prestur í Borg- arnesi og ritstjóri núverandi stjórnar segja um opinbert sið- gæði, þá er frammistaða Ame- ríkulegátans að engu leyti ámæl- isverð. þjóðin á þá ekki að gera lágmarkskröfur um framkomu op- inberra starfsmanna. 6. Stjórnin neitar að láta endur- kjör fara fram, þótt henni séu boðin grið á meðan beðið er eftir nýjum fulltrúa. Og forsætisráð- herra stillir svo til að 2. þm. Norðmýlinga varð að halda fyrstu ræðuna á þingi í vetur. Með því að láta eins og ekkert hafi í skor- ist, og með hinum beinu og ó- beinu mótmælum nánustu stuðn- ingsmanna stjórnarinnar gegn því 7. hlað að gerðar séu kröfur um mann- dáð og reglusemi til trúnaðar- manna landsins, hefir stjórnin og þingflokkurinn tekið á hendui’ sér alla þá minkun sem leiðir af hinni ógiftusamlegu Ameríkuför. Ekki er ósexmilegt að þinginu ■gefist færi á, í einhverju formi, að segja álit sitt um það, hvort land- ið eigi ekkert að hirða um sæmd sína út á við. Væntanlega getur það ekki verið flokksmál nokkurs hóps af borgurum landsins, að vilja ósæmd þess. En sú alda, sem risið hefir út af þessu máli, á ekki að stöðvast við endalok þess. þjóðin á ekki eingöngu að heimta að hafa dug- andi og sómasamlega fulltrúa er- lendis, heldur og heima fyrir. þá væri til nokkurs unnið, ef hér eftir yrði byrjað að gera þá kröfu til allra starfsmanna þjóðfélags- insj, að þeir yrðu að vera raglu- samir og vinnufúsir. Og að ef út af brigði, hættu þeir að vera á launum af almannafé. J. J. ---o--- Fjárhagurinn. Um leið og stjórnin lagði fjár- lagafrumvarpið fyrir 1927 fram í neðri deild skýrði fjármálaráð- herra samkvæmt venju frá fjár- hag rikissjóðs síðastl. ár og horf- um á því næsta. Allar tekjui- ríkissjóðs árið 1925 höfðu verið áætlaðar í fjárlögum kr. 8,289.1000.00, en verða um kr. 16.281.000.00, eða hér um bil tvö- föld áætlunarupphæðin. Gjöldin höfðu verið áætluð um 8274 þús. kr., en verða um 11012 þús. kr., að því er virðist. Tekjuafgangur verður þannig um 5269 þús. kr. þessi útkoma stafar auðvitað af tvennu, góðu árferði, einkum 1924, og í öðru lagi geysilega auikn- um tollum en jafnframt varlegri áætlun og sparnaði á þinginu 1924. þón þorláksson þakkaði það í ræðu sinni báðum aðalflokkum þingsins. Fjármálaráðherra kvað >skuldir ríkissjóðs hafa verið 18197 þús. kr. í ársbyrjun 1924, en 11815 þús. kr. í árslok 1925. þær hefðu þannig lækkað um 6382 þús. kr. en sjóður aukist á sama tíma um 2123 þús. kr. og hagurinn þannig batnað um 8V2 miljón kr. á þessu tímabili. Af þessu mætti telja um 5 milj. kr. tekjur af igengisvið- aukanum og verðtollinum, en hinn hlutann mætti þakka árferðinu. Skuldir ríkissjóðs taldi ráðherr- ann nú: í innlendum lánum kr. 3.751.738.00; í dönskum krónum 5387 þús., og enska lánið 2676 þús. kr. — Samkvæmt núverandi gengi eru erlendu skuldimar að vísu nokkra hærri. — „Lausa“- sikuldir ríkissjóðs greiddust allar af tekjum síðasta árs. Afturhvarfið og hina fjárhags- legu viðreisn ríkissjóðs virðist réttast að telja frá þeirri stund, er fyrv. fjármálaráðherra Klemens Jónsson lét stöðva verklegar fram- kvæmdir sumarið 1923; þá sáu menn og skildu um land alt hvers við þurfti og um leið urðu stefnu- skiftin ákveðin. Kl. J. flutti og frumv. um gengisviðauka, tollinn á næsta þingi á eftir. — En hitt er vert að athuga, hvort fjár- hagsviðreisnartillögunum frá þing inu 1924 hefir ekki verið beitt Frh. á 4. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.