Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 4
28 TIMINN Frh. at 1. síðu um of og- haidið til streitu lengur en góðu hófi gegnir. J>að er að vísu, út af fyrir sig, mjög gott til þess að vita að skuldir ríkis- sjóðs skuli hafa lækkað svo er raun er á orðin, en því má ekki gleyma að þar er ekki um hreina skulda- greiðslu að raða, heldur er að nokkru leyti tekið úr einum vasa þjóðarinnar og látið í hinn — verðmæti flutt frá gjaldendum landsins í ríkissjóðinn. Um leið og skuldir ríkissjóðs minka, hækka skuldir á einstaklingum og at- vinnufélögum, meðal annars fyrir öþyrmilega skatta- og tolla-álögur síðastliðið ár. það mátti líka glögt skilja á seinni hluta af ræðu J. þ., að hann bjóst við, að gjaldþrot borg- anna væri nú ofboðið, atvinnu- vegimir væm lamaðir og horf- urnar engan veginn glæsilegar. En það hefði hann betur mátt sjá fyr, t. d. á þinginu í fyrra, þegar hann reri lífróður fyrir öllum tollauka- tillögum, er þyngst koma niður á almenningi og atvinnurekendum í heiid sinni — þó hann hins- vegar vildi iþá stinga peningun- um í vasa tóbakskaupmanna og tekjuskattinum í vasa fárra efn- uðustu atvinnurekenda í Reykja- I neðri deild stýrði Klemens Jónsson kosningu forseta og hlaut Benidikt Sveinsson kosningu með 17 atkv., en Klemens Jónsson fékk 11 atkv. Varaforsetar eru Pétur Ottesen og Sigurjón Jónsson, en skrifarar Tryggvi þórhallsson og Magnús Jónsson. I efri deild var Halldór Steins- son kosinn forseti með 8 atkv., en varaforsetar Eggert Pálsson og Ingibj. H. Bjarnason. Skrifarar Einar Ámason og Gunnar ólafs- son. Kosning fastanefnda í efri deild með hlutfallskosningu: Fjárhagsnefnd: B. Kr„ Jóh. Jóh., Gunnar Ólafss., Jónas J. og Ingvar P. Fjárveitinganefnd: Jóh. Jóh., I. H. B., Eggert P., Einar Á. og Guðm. Ólafsson. Samgöngumálanefnd: Sig. Egg- erz, Jóh. Jós., B. Kr., Einar Á og Ágúst Helgason. Landbúnaðamefnd: Eggert P., Gunnar ól., Ágúst Helgas. Sjávarútvegsnefnd: B. Kr., Jóh. Jós., Ingvar P. MentamáJanefnd: Jónas J., Jóh. Jóh., I. H. B. Allsherjai'nefnd: Jóh. Jóh., Eggei-t P„ Guðm. ól. Kosning fastanefnda í neðri deild, hlutfallskosningar vom við- hafðar, komu stundum fram þrír listar — frá Ihaldsfl., Framsókn og Sjálfstæðisfl. — Sjálfstæðisfl. kom að manni í sjömannanefnd- irnar; en við fimm manna nefnda- kosningaraar komu fram 4 seðlar auðir frá sjálfstæðism., nema við kosningu allsherjam., þar höfðu þeir sérstakan lista, sem hlaut 5 atkv., en kom ekki að manni í nefndina. Fjárhagsnefnd: J. A. J., Magn. J., B. Líndal, Kl. J., Ásg'. Ásg., Halld. St., Jak. M. Samgöngumálanefnd: Kl. J., Sv. ÓJ., Hákon Kr., J. A. J., J. Kj. Fjárveitinganefnd: þorl. J., Tr. þ., Ing. B., Magn. T„ þór. J„ Jón S., P. Ott. Landbúnaðamefnd: Jör. B., Halld. St., Árni J., Hákon Kr., J. Sig. Sjávarútvegsnefnd: Sv. ÓI., J. Bald., ól. Thórs, Sigurj. J., B. Líndal. Mentamálanef nd: Ásg. Ásg„ Bemh. St., Sigurj. J., Magn. J„ þór. J. Allsherjamefnd: Pétur þ., J. Bald., Árni J., P. Ott., J. Kj. Stjómarfrumvörpin. það sem enn er fram komið af frumvörpum frá stjóminni ber ekki vott um miklar hugsjónir eða fjölbreytni í löggjafarstarfinu frá vík. — Á síðasta þingi gerðu Framsóknarmenn tilraunir til þess, að fá verðtollinn lækkað- an til muna, en fengu því ekki framgengt. Ennfremur reyndu þeir í éfri deild að stytta gengisviðaukanum aldur en það fór á sömu leið. Fjármálaráðherra J. þ. hefði líka mátt vera betur sjáandi síð- astliðið haust, þegar hann lét sem elckert væri þó að hin snögga gengishækkun íslensku krónunn- ar veitti framleiðendum hér á landi þá blóðtöku, sem þeim verð- ur seint eða aldrei bætt. — Toll- aukagjöldin og gengissveiflan síð- astliðið haust hafa sameiginlega reitt blóðpeninga úr höndum út- gerðarmanna, bænda og verslun- arfélaga þeirra. það dregur óneit- anlega mjög úr ánægjunni yfir lækkun ríkisskuldanna, að skuld- ir einstaklinga, bænda og útgerð- armann, hafa aukist til muna síð- astliðið ár. það þarf ekki víðtækt fjármála- vit til þess að innheimta hlífðar- laust tolla og gjöld í ríkssjóð : góðu árferði. Og það er enginn sérstakur kostur á engum fjár- málaráðherra, þó að hann kunni að sjá eftir á hinar misjöfnu af- leiðingar gerða sinna. hennar hendi. þrír ráðherrar ættu þó að hafa- tíma og aðra aðstöðu til þess, að leggja mikilsverð verkefni í hendur þingsins, og hlýtur það að teljast aðalþáttur- inn í starfi þeirra. Hitt getur eng- um dulist, að nóg eru starfs- og úrlausnarefnin á sviði þjóðmál- anna. Á ýmsum sviðum kreppir skórinn að almenningi og atvinnu- vegunum. Enn sem komið er verð- ur þó eigi séð á stjórnarfram- vörpunum að ráðherrarnir finni mikið til þess. Mörg frumvörpin eru uppsuða úr frumvarpaslitr- um þingmanna frá fyrri þingum og virðist svo sem Bjami frá Vogi hafi verið alveg sérstök gullnáma fyrir stjórnina í því efni, og að ráðherrarnir hafi lagt lítið fram sjálfir af hugsun, efni eða vinnu. Á síðasta þingi lét stjórnin flokksmenn sína í Efri deild fela atvinnumálaráðherranum að end- urskoða sveitarstjómar- og fá- tækralögin, til þess að spara milli- þinganefnd til þeirra starfa. Hefir það ekki reynst ábatavænlegt, enda bjuggust flestir við því í fýrra. Tvísýnt þykir að uppsuða stjórnarinnar. úr hinum gömlu frumvörpum, muni reynast ríkis- sjóði ódýrari, heldur en þó að milliþinganefnd hefði um málin fjallað, og til slíkrar nefndar var kostur á fjölbreyttari starfskröft- um, ,sem gert hefðu frumvörpin líklegri til samkomulags og sam- þyktar. Má búast við að sparnað- annenn í íhaldsflokknum, hafi með ákvörðun sinni í fyrra stofn- að til óþarfrar streitu og tíma- eyðslu um þessi stjómarfrumvörp nú á þinginu. Hér verður, samkvæmt venju, skýrt að miklu leyti frá efni stjómarfrumvarpanna, ekki af því að þau þyki þess verð, heldur til sönnunar því, sem hér er sagt um þau, og til þess að almenning- ur geti myndað sér rétta skoðun á starfshæfileikum Ihaldsstjóm- arinnar í löggjafarmálefnum. 1. Frv. tiJ fjáraukalaga fyrir árið 1924. þar er farið fram á að til viðbótar við gjöld þau, sem tal- in eru í fjárlögunum 1924, veitist kr. 748,961,65. 2. Frv. til laga um skipströnd og vogrek. Gildandi lög um skip- strönd era orðin 50 ára gömul og að ýmsu leyti úrelt. Eru eldri lög um þessi efni endurskoðuð og at- huguð og safnað í eina heild og nokkru nýju við bætt, sem skipu- lagi nútímans hæfir. 3. Frv. um löggilta endurskoð- endur hefir oft verið flutt á þingi áður af Bjama frá Vogi, og var það aðeins samþykt í Neðrí deild Vandamönnum og vinum tilkynnist að minn ástkæri faðir, þorsteinn þorsteinsson, andaðist að heimili sínu Reykjum á Skeiðum 3. þ. m., 92 ára að aldri. Jai’ðarförin er ákveðin föstudaginn 19. þ. m. Fyrir hönd móður minnar og systkina. Kolbeinn þorsteinsson. Jörðin Útverk á Skeíðum ásamt eyðijörðinni Miðbýli fæst til kaups og ábúðar frá n. k. fardög- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. ura. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðanna Bjarna Jónsson eða Hannes Björnsson Bragagötu 22, Reykjavík, Sími 1621. í fyrra, en kemur nú aftur með litlum breytingum og mun al- menningi ku-nnugt efni þess. — Glögt er það, þó að í litlu sé, að hvað styður annað, Bjarni og stjómin. 4. Frv. um kynbætur hesta er sniðið eftir frv. um sama efni, er Jón á Reynistað og P. Ottesen fluttu á síðasta þingi, og breyt- ingum þeim, sem landbúnaðar- nefnd Nd. gerði þá á því og sam- þyktar voru við 2. umr. í deild- inni. Efni þess er einnig áður kunnugt. 5. Frv. til laga um happadrætti (lotteri) og hlutaveltur (tomból- ur). Er það einkum ætlað til að stemma stigu fyrir verslun hér á landi með erlend happadrætti. — Happadrætti má eigi hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins og ekki hlutaveltur nema með leyfi lögreglustjóra. Peningahapp- drætti eða happspil má ekki setja á stofn án lagaheimildar. það varðar 500—5000 kr. sektum að versla hér á landi með hluti fyrir erlend happadrætti. 6. Frv. til Jaga um veitingasölu, gistihússhald og fJ. Frumvarp þetta er með líku sniði gert og lög um verslunaratvinnu er sett voru á síðasta þingi. -Samkvæmt því verður gistihússhald og veit- ingasala hér eftir bundin við leyfi eins og gert er um verslun, í þeim tilgangi að vandaðir menn og heiðvirðir veljist til þeirrar atvinnu. í 6. gr. frv. er ákvæði um, að ef maður hefir verið dæmd ur þrisvar sekur um brot, e ða undirgenjgist sektargreiðslu fyrír brot á fyrirmælum laga eða reglu- gerða, um góða reglu eða velsæmi á gistihúsi sínu eða veitingastað, eða á lögum eða reglugerðum um áfengi, þá hafi hann fyrirgert leyfi sínu til atvinnurekstrar. 7. Frv. til laga um heimild fyrir stjórnina til að ganga inn í við- bótarsamning við myntsamning Norðurlanda. Viðbótarsamning þenna hafa Danmörk, Noregur og Svíþjóð gert með sér 22. mars 1924 og fylgir hann prentaður með frumvarpinu. Skiftimynt Norðurlanda, sem slegin hefir verið samkvæmt eldri myntsamn- ingum, hættir að vera Iöglegur gjaldeyrir á íslandi 6 mánuðum eftir að auglýst verður fullgild- ing á inngöngu Islands í áður- befndan viðbótarsamning. 8. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 68, 1917, um áveitu á Fló- ann. 1. gr. Landsstjóminni heim- ilast að láta gera þau mannvirki á Flóaáveitusvæðinu, auk skurða og garða, sem nauðsynleg verða að teljast, til þess að áveitan komi að fullum notum og greiðist kostnaður af framkvæmdum þess- um á þann hátt, sem um siemst milli landsstjómarinnar og íbúa áveitusvæðisins. þó er tilskilið að stjómin skipi áður nefnd til að gera tillögur um mannvirki þessi, og einnig heim- ilast henni að kveðja til þess sér- fræðinga. — Vegum þeim, sem lagðir kunna að verða á áveitu- svæðinu samkvæmt lögum þess- um, sikal skift í sýsluvegi og hreppavegi eftir till. vegamála- stjóra. I aths. við frv. þetta er gert ráð fyrir að lokið verði við Flóaáveit- una á næsta sumri. þar er og gert ráð fyrir viðbúnaði til þess að stofna sameiginleg mjólkurbú á svæðinu eitt eða fleiri. — það virðist nokkuð athugavert að stjórni-n skuli vilja halda áfram þessu dýra landbúnaðarmannvirki án þess að kveðja Búnaðarfél. Is- lands að nokkru til þess máls. 9. Frv. til laga um lærða skól- ann í Reykjavík. Frv. þetta er að mestu leyti siamhljóða því frv. um lærða skólann, sem borið var fram á þingi 1921 og sem Bjami frá Vogi hefir flutt nokkur undan- farin ár á hverju þingi; enda er þess getið í aths. við þetta frv., að það sé „endursamið og saman sett af Bjama háskólakennara Jónssyni frá Vogi, eða eftir hans fyrirsögn"! Ýmsar brtt., sem fram komu við frv. á síðasta þingi, eru teknai- til greina, þar á meðal ákvæði um heimavistir við skólann. Fylgir áætlun frá húsa- meistara ríkisins um kostnað við húsbyggingu fyrir heimavistir; þar sem hann gerir ráð fyrir að hús með 50 heimavistum muni kosta nálægt 150 þúsundum kr. Aðalefni þessa frv. er orðið svo kunnugt um land alt að óþarft er að skýra frá því nánar. þar er gert ráð fyrir 6 ára óskiftum skóla og sambandsslitum við gagnfræðaskólann á Akureyri. Latínan á að verða ein af aðal- námsgreinum sikólans, sem nem- endur þurfa lenigstum tíma að fóma. — Gegnir það mikilli furðu að skólamenn þeir og þingmenn, sem komnir eru á efri ár skuli beita svo blindu kappi og metnaði til þess að keyra ælsikumennina enn á ný í gapastokk hinna dauðu fommála; aðeins af þeirri yfirborðs-ástæðu að engin önnur námsgrein reyni eins á gáfur þeirra og þrótt og latínan. — Með jafnmiklum rétti mætti skipa æskumanninum að eyða fjórða- parti af tíma sínum og orku í 6 ár, til • þess að glíma við sama steininn, enda þótt hann ætti kost á möngum lífrænni og hagkvæm- ari verkefnum til þess að þroska og æfa líkamskrafta sína á. -o- Valtýr Stefánsson hefir í blaði danskra og íslenskra kaupmanna þrásinnis fullyrt, en aldrei fært rök fyrir, að eg og samstarfs- menn mínir við Samvinnuskólann reyndum í kenslustundum að inn- ræta nemendum tilteknar stjórn- málasikoðanir. þar sem ennfremur er alkunnugt, að Valtýr skifti sjálfur um skoðun fyrir peninga, þykir rétt að gefa honum færi á, að svala þessari fjárfýsn sinni, ef ástæður hans leyfa. Eg vil þá hér með lofa Valtý, að greiða honum næstu tvo mánuði tuttugu og fimm krónur í verðlaun fyrir hvern nemanda úr Samvinnuskól- anum, bæði núverandi og fyrver- andi, sem lýsa yfir skriflega og með sannindum, að einhver af starfsmönnum við Samvinnuskól- ann hafi einhverntíma reynt með fortölum eða bænum að fá nem- Sjó- og bruna vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryáéið hjá íslensku íélagi. Sel matvörur allskonar. Kaupi íslenskar afurðir. Gunnar Jónsson Laugaveg 64. (Vöggur). Sími 1580. Pósthólf 586. Síðastliðið haust var mér dreg- in hvít ær. Mark: tvístýft framan bæði eyru. Brennimark 68. Réttur eigandi vitji hennar til Helga Benónýssonar, Iláafelli í Skorra- dal. Sportrifflar mod. VIII Kal. 22 og fl. tegundir eru nú aftur fyrir- liggjandi. Remo 2-skota hagla- byssur eru að útrýma öllum öðrum byssum. Skotfæri allskonar. Stór ' verðlækkun á öllu. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Björnsson) Sími 1053. Box 384. endurna til að aðhyllast einhverja ákveðna stjórnmálaskoðun. Eftir sögusögn Valtýs ætti hann að geta fengið þessi verðlaun fyrir heilan hóp nemenda, ár hvert, sem skólinn hefir starfað. En geti Valtýr ekki fengið slík vottorð, þá hefir hann áunnið sér, í stað peninganna, varanlega nafn- bót, og mun hennar getið þegai' þar að kemur. Jónas Jónsson frá Hriflu. ---_o---- Nýr gamanleikur. Reykvíkingar eiga von á nýjum gamanleik ©ftir helgina. Verður hann fyrst leik- inn næstkomandi þriðjudag, svo og miðvikudag og fimtudag. Heit- ir hann Eldvígslan, opið bréf til almennings í 4 þáttum, og kemur víða við. Höfundar eru hinir sömu og að Efaustrigningum, sem leiknar voru hér í fyrra við óvenjulega góða aðsókn. Má óefað vænta þess, að hér sé góð skemtun á ferðinni. Ritstjóri Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.