Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 2
26 TÍMINN Kjöttunnur, J. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg á selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Craddavirinn „Samband££ er sterkur og tiltölulega íangódýrastur. Kaupfélögín annast um pantanir. Hvar er Stórisjór? I 56. tbl. Tímans f. á. er grein með þessari fylirsögn eftir hr. Fi’. de Fontenay sendiherra Dana. Og þó að hann svari eigi til fulls spurningunni, þá er grein þessi næsta merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er gott yfirlit yfir ferðalag hans síðastliðið sumar, hún sýnir að svæðið, sem hann fór um, austan Köldukvísl- ar, hefir ekki áður verið rann- sakað og að þar er enn svæði órannsakað, hún sannar að Stóri- sjór getur verið til, og svo það, sem að vissu leyti er ekki ómerk- asti þátturinn, hún sýnir- að mað- urinn, sem segir frá, kann að meta þá tign og njóta þess unaðar, er öræfin og óbygðimar hafa að sýna og bjóða. — Fyrir alt þetta er eg greinarhöf. mjög þakklátur. Hr. Fr. de Fontenay gerir að umtalsefni greinarstúf minn í Tímanum 31. okt. f. á. Segir hann að margt af því, er eg tilfæri um Stórasjó — eftir öðrum — geti vel átt við vötn þau, er hann fann í sumar. Telur hann það síðan upp og má það furðulegt heita, hvað lýsingar hans á vötnum þess- um oig lýsingu Jóns sál. Áma- sonar á Stórasjó ber vel saman; finst mér varla skorta annað á, en hvort hægt sé að komast að þessum nýfundnu vötnum frá Veiðivötnum með sæmilegu móti. það er órannsakað enn. þar að auki segir hr. Fr. de Fontenay, að landið frá Vatnajökli að Veiði- vötnum sé en ekki svo rannsak- að, að Stórisjór geti verið þar. Aftur á móti segir hann, að gegn því að þessi nýfundnu vötn — annað eða bæði — sé Stórisjór mæli sterkiega upplýsingar, er Sveinn læknir Pálsson hafi aflað sér á ferð sinni til Veiðivatna 1795. „Lýsir hann Stórasjó svo, að hann sé nyrstur og stærstur allra vatnanna, að hann sé mjög vogskorinn, nái lengra norður en menn séu vanir að fara, afrensli sé frá honum undir hrauninu í Stóra-Fossvatn og suðaustur í Gi'ænavatn, fyrir austan og norð- an vatnið liggi hár fjallgarður .... (og) eftir sögn hafi menn til foma veitt mest í Stórasjó". — Virðist sem hr. Fr. de Fontenay hallist að því, að hér sé átt við Litlasjó, sem er nyrstur og stærstur allra þeirra vatna, sem menn nú þekkja, og að því leyti á þessi lýsing við Litlasjó og svo, að hugsanlegt er, að afrensli frá honum geti komið upp í hraun- inu við Fossvatn, því örskamt er þar á milli, lágur ölduhryggur, svo sem 10 mín, gangur. þó mun oftast erfitt að segja um, hvert eða hvaðan neðanjarðarvötn renna. — En svo er þess að gæta, Nokkur orð um bækur og bókmentir. Hinn góðkunni íslandsvinur og fræðimaður, prófessor Willard Fiske skrifaði einu sinni ritgerð til þess að sýna og sanna að ís- lendingar hefðu meiri áhuga á bókmentum en aðrar þjóðir ver- aldarinnar. Hann rannsakaði hve margar bækur væru gefnar út ár- lega á Islandi og öðrum löndum í hlutfalli við íbúatölu landanna. Og hann komst að þeirri niður- stöðu, að íslendingar væru til- tölulega langhæstir á blaði. Síðan Fiske skrifaði þetta hefir íslenska þjóðin aukist um rúm 20%, en bókaútgáfa hefir mikið meir en tvöfaldast. það er því sennilegt, að nú sé að tiltölu við fólksfjölda, meiri bókaútgáfa á íslandi en í nokkru öðru landi veraldarinnar. En þess er full þörf fyrir oss Islendinga að nema staðar og at- huga hvert stefnir. Er ekki hætta á að vér misbeitum kröptum vor- um? Skyldu það vera margir, sem að Litlisjór er alls ekki vogskor- inn, norðan að honum liggja lág- ar öldur, en að sunnan hár fjall- garður, Snjóöldufjallgarður, að austurbotni hans liggur sléttur sandur, en fjöll eða háar öldur er fjær dregur. þó er það ekki fjallgarður sá, er hr. Fr. de Fon- tenay segir að sé sunnan við lín- una frá Illugaveri til Kerlinga; hann sést ekki frá Litlasjó, nær- liggjandi öldur byrgja útsýnið. Grænavatn er í suður-útsuður frá Litlasjó, en ekki landsuður (suð- austur). I Litlasjó er engin veiði og hefir aldrei verið, eða engar líkur til þess, eftir staðháttum að dæma, enda hafa núlifandi menn hér engar sagnir heyrt um veiði þar. Hér ættu sagnir að geymast lengi um Veiðivötn, því að þang- að er farið á hverju ári, og aðal- umtalsefni þar, um vötnin, veið- ina og landið í kring. Aftur fylgja sögnunum um Stórasjó, að þar sé mikil veiði, en aðeins handa úti- legumönnum! Bygðamenn hafa aldrei laigt þar veiðarfæri, eftir því sem sagnimar segja. Olli því, að ekki var árennilegt að keppa við útilegumenn, að þangað var óraleið frá Veiðivötnum og þar var ekkert gróðurland, svo ekki var hægt að dvelja þar með hesta. Af þessu er ljósit, að lýsing Sveins, Pálssnar getur ekki átt við Litlasjó. Hafi Sveinn séð Litlasjó sjálfur — en það hygg eg að hann hafi gert, hafi hann farið til Veiðivatna —, þá er óhugsandi að hann hafi lýst hon- um, umhverfi hans og veiði á þenna veg. það er líka óhugsandi að „Vatnamenn“ hafi gefið þann- ig lagaða lýsingu. það sennilega er, að lýsingin sé tekin eftir sögn- um um Stórasjó. Og alls ekki átt við Litlasjó. En hvort hún er rétt er eftir að vita. þó má varla bú- ast við, að veiði verði í Stórasjó, því þær sagnir hygg eg að hafi' skapast af nauðsyn þeirra manna, er þar áttu að lifa. Gróðurleysi og veiði geta ekki farið saman. Gi’ænu vötnin upp undir jökul- röndinni geta því vel verið Stóri- sjór þess vegna. , Vonandi getur h'r. Fr. de Fon- tenay framkvæmt þá fyrirætlun sína, að fara til Veiðivatna næsta sumar. Sér hann þá sjálfur, að lýsing Sveins Pálssonar á Stóra- sjó getur ekki átt við Litlasjó. Að því leyti er óþarfi fyrir mig að gera þessa athugasemd. En vegna lesenda Tímans finst mér það óumflýjanlegt. G. Á. Hið íslenska kvenfélag Á að- alfundi þess í s. 1. mánuði sagði frú Katrín Magnússon af sér for- mannsstörfum. Frú Ragnheiður Pétursdóttir var kosin formaður, en frú Katrín gerð að heiðurs- félaga fyrir ágætlega unnið starf. hafa veitt því eftirtekt, að árið 1924 komu út 68 blöð og tímarit hér á landi og síðastliðið ár hefir talan sennilega verið ennþá hærri. Ef Bretar stæðu oss jafnfætis í þessu efni, þá ættu að koma út árlega hérumbil 29,000 blöð og tímarit á Bretlandseyjum. Danir yrðu að gera sig ánæigða með 2,100 og það myndi þeim víst þykja fullnóg. Hvaða gagn gera öll þessi blöð? mun einhver spyrja. Sum eru mál- gögn flokka eða atvinnu- og vís- indagreina, en sum virðast hafa átt sáralítinn tilverurétt, sem sjá má af því, að sex blöð sáluðust áður en sex tölublöð kæmu út. Mikið mega þeir menn hafa að segja, sem stofna ný blöð til þess að skýra alþjóð frá huigsjónum sínum. En ef blöðin hrökkva upp af þegar tvö tölublöð ei*u komin út, þá virðist svo sem tfull ástæða sé til að ætla, að eitthvað sé bog- ið við útgefenduma. , Er nú ekki full ástæða til að fækka þessum blöðum og tímarit- um? en reyna að gera hin betur úr garði. það er skaðlegt fyrir Askorun. Eitt tungumál erlent getum vér Islendingar lesið, án sérstaks náms í öðru en eigin móðurmáli. það er Færeyska, sem svo lík er máli voru. Færeyingar hafa varð- veitt norræna tungu, litlu miður en vér, þrátt fyrir erfiðari að- stöðu á margan hátt. Fyrir það eiga þeir þakklæti skilið og virð- ingu, ekki síst frá vorri hendi. Kunnugt mun það vera flestum Islendingum, að Færeyingar heyja nú og hafa undanfarið háð harða baráttu fyrir þjóðerni sínu og sjálfstæði. Engum stendur nær en Islendingum að rétta þeim bróðurhönd í baráttu þeirra. þjóð- imar eru af sama foreldri. og við höfum að baki svipaða baráttu og þeir heyja nú, þótt ýmsu muni að vísu, og þá helst því, að við höfðum færri hlekki að brjóta. Einn þáttur, ekki ómerkur, í menningu vora að ausa út yfir þjóðina fjölda af tímaritum, sem ekkert hafa að segja, og sem kannske eiga tilveru sína því að þakka, að ritstjórinn fékk ekki rúnj fyrir greinar sínar annars- staðar. Fáir munu hafa hag af þessonar útgáfum. Harðjaxls-æf- intýrið endurtekur sig vonandi ekki. Islenskur bóka- og blaða- markaður er næsta takmarkaður, og vegna þess, þó ekki væri ann- að, ættum vér að reyna að sam- eina kraftana í stað þess að dreifa þeim út um hraun og hrjóstur, þar sem þeir koma eng- um að liði. Frá alda öðli hafa verið tvær meginstoðir íslenskra bókmenta. Skáldskapur og sagnaritun. En nú er komin öldin önnur. Vér höfum eignast málgögn fyrir póstmenn, símamenn, verkfræðinga, lækna og búfræðinga og margar fleiri stéttir og sennilega verður þess ekki langt að bíða, að vér fáum blöð fyrir vélstjóra, víðvarpsnot- endur, bifreiðarstjóra o. s. frv. það er ósköp eðlilegt að á vorri þjóðemisstríði Færeyinga, er bókaútgáfa þeirra. En hún á geysiörðugt uppdráttar. þjóðin er fámenn — einar 23 þúsundir — og alþýða manna fátæk. Bækur seljast því lítið og hljóta að vera dýrar. Ekki bætir það úr skák, að danska er skólamál í eyjunum; almenningur á þar nógan kost ódýrra, danskra bóka og á hægt með að nota þær. — Mundi Fær- eyinga muna það drjúgum, ef Is- lendingar keyptu bækur þeirra, og getum vér á þann hátt best styrkt málstað frænda vorra. þeir gefa út fáar bækur, en vald- ar, og þarf það síst að fæla frá bókakaupum við þá. , Færeyingar gefa út eitt tíma- rit. það heitir „Varðin“ og koma út 5 hefti á ári. Flytur það rit- gerðir, sögur, kvæði, bókafregnir o. fl. Tímarit þetta er hið læsileg- asta og vel úr garði gert. En nú „stendur so ílla í tí, at lítið er vantandi annað, en at tað fer að lestraröld vilji hver stétt hafa sitt málgagn. En þó væri það miklu heppilegra, að þær samein- uðu sig um útgáfu tímaritanna. Gerðu þau færri og stærri. það væri ódýrara fyrir útgefendur og þægilegra fyrir lesendur. Auk þess mundi það vera hagstæðara fyrir menningu vora, því í stór- um tímaritum er meira rúm fyrir stórar og lærðar ritgerðir, en í smáritum, sem eru að berjast við dauðann af fátækt og kaup- endaleysi. það væri því æskilegt að nán- ari samvinna tækist milli vísinda- og atvinnugreinanna, svo gefin væru út fá en stór og öflug tíma- rit. En hvað sem þessu líður, þá má segja að þessi tilraun til þess að halda úti fagtímaritum, sé góðra gjalda verð, í þeim hafa hafa komið margar góðar ritgerð- ir og á þessari öld raunvísindanna ríður oss mikið á að eignast rit um náttúrufræði og verkleg vís- indi. Bókmentir vorar þurfa að vera fjölbreyttari, en þær hafa verið hingað til, og víða sést nú votta fyrir nýjum igróðri, sem ganga inn“, skrifar færeyskur vinur minn. „Föroyingar eru so fáir, at einki kann bera seg“. Væri það skaði mikill máli Færeyinga og þjóðlegri menningu, ef eina tímarit þeirra dæi þannig sakir fámennis þjóðarinnar og of fárra kaupenda. Og skaði Færeyinga í því efni er jafnframt tjón nor- rænum kynstofni yfirleitt, því að Færejúngar eru frjó og merkileg grein hans. Ög dauða tímaritsins færeyska — ef að ber — mundi eg telja meira en meðalskömm oss Islendingum, sem næstir stöndum og teljum oss útverði norrænnar menningar. Nú leyfi eg mér að skora fast- lega á alla þá, er mál mitt nær til, að þeir gerist kaupendur fær- eyska tímaritsins „Varðin“ frá byrjun þessa árs, og bjargi með því ritinu úr klípu þeirri, sem það er í statt. Væri með því drengi- legt verk unnið, og þó ekki um | skyldu fram. — Ritið geta menn án efa fengið sént sér beint frá afgreiðslunni, með póstkröfu, og er óhætt að skrifa þangað á ís- lensku. Utanáskrift má vera: Tíðarsikriftið „Varðin“, Tórshavn, Föroyar. þeim, er kaupa vilja færeyskai bækur, — og slíkum mönnum ætti að fjölga á landi hér, —skal bent á, að stærsta og elsta bókaverslun eyjanna er H. N. Jacobsens bók- handil, Tórshavn. þar fást allar færeyskar bækur. Aðalsteinn Sigmundsson. ----o---- A víð og dreif. Póstmeistarl Skaftfellinga er býsna óheppinn með bréfhirð- inguna frá Klaustri. Eftir að' póst- stjórnin var búin að uppgötva að maðurinn, sem hefir bætt samgöng- ur sýslunnar mest af öllum, væri ekki fær um að hafa bréfhirðingu, var þessi vandasama afgreiðsla flutt út úr sveitinni. þetta þótti óviðkunnan- legt. þá var samið við Bjarna bónda á Hólmi um að taka að sér vandann. En er til lcom neitaði hann að taka við starfinu af ástæðum, er honum hefðu verið .ókunnar, er hann var beðinn að taka við fyr í sumar. Sennilega verða póstmeistari Slcaft- fellinga, þm. kjördæmisins og sýslu- maðurinn í Vík, að hindra það með lagaboðum og reglugerðum, að> nokk- ur póstur flytjist framvegis í hrepp þann, er hér á hlut að máli. Mynd af Hallgrimi Eristinssyni. Eftir andlát Hallgríms Kristinsson- ar gerði Ríkarður Jónsson mynd- höggvari af honum vangamynd i fullri stærð fyrir Sambandið. Mynd þessi er varanlegri en nokkrar ljós- myndir. Myndin er ágætlega vel gerð getur ef til vill orðið fagur og fjölskrúðugur er tímar líða. Bókaútgáfa hefir einkum aukist stórkostlega nú allra síðustu ár- in og í ýmsum greinum vísinda og bókmenta hafa góð verk ver- ið unnin. Skáldskapurinn er mikill að vöxtum, en gæðin eru vafa- söm. Að minsta kosti er það víst, að þó Islendingar séu meðal hinna ljóðelskustu þjóða, þá hafa þó sárafá eða engin kvæði verið kveðin, sem orðið hafa þjóðar- eign, svo þau séu sungin og kveð- in af allri alþýðu. Sum skáld- rit, ekki síst kvæðabækur, hafa nálega enga kaupendur fengið. Er þó synd að segja, að íslendingar séu tregir til að kaupa ljóðabæk- ur. Sjálfsagt er þetta að einhverju leyti að kenna ritdómurum þeir hafa hælt ungum skáldum um skör fram, eða séð í gegnum fing- ur sér veikleika þeirra. Auðvitað er rangt að ráðast grimdarlega á byrjendur í skáldskap, þó lé- legir séu, en það þarf fyrst og fremst að finna að göllunum, og brýna það fyrir hverjum, er yrkja vill, að vanda sem mest verk sín,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.