Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.02.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 27 Ekki þriggja mánaða heldur um þrjátíu ára reynsla bænda út um alt land, sannar að Alfa laval skilvindurnar reynast best. Alfa Laval skilvindan hefir hlotið yfir 1200 — tóli hundruð — fyrstu verðlaun á sýningum víðs- vegar um heim, enda voru taldar að vera í notkun um síðustu áramót hátt á Qórðu miljón, og eru það miklu fleiri en frá nokk- urri annari skilvinduverksmiðju. Einkasölu á íslandi hefir Samband ísl. samv.íélaga. HAVNEMÖLLEN KAUPHIANNAHSFN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slsziftir eingöng-a "við olszIknJi.r. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Jeg sel urn alt land gegn póstkröfu allar algengar tóbaksvörur með lægsta smásöluverði, t. d. Rjól B. B. 8,50 bitann, Skraa B. B. 18,50 kg., Reyktóbak, Sigarettur og Vindlar í feyki stóru úrvali. Chumar Jónsson. Sími 1580. Laugaveg -64. (Vöggur). Póst Box 586. Reykjavík. og munu margir vinir og samherj- ar Hallgríms óska að eiga þesra mynd. Hœgt er að fá „afsteypu" eftir frummyndinni hjá listamanninum sjálfum og í Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Hver slík mynd kostar 30 krónur. Valtýr eflir samvinmma. Valtýr auglýsir stöðugt ágæti Sam- vinnuskólans. par er unnið svo mik- ið á fríde.gi Valtýs, er hann fyrst tal- aði um í Mogga, að tímar stóðu frá kl. 8 til 5, að einum tíma undantekn- um. Og þann dag bœttu þessir sömu nemendur á sig í ofanálag tveim er- lendum málum, og hafa þó fyrir dönsku, ensku og þýslcu. Alt skraf Valtýs um að þessir menn vanrœkl skólavinnu sína, eru jafnmikil ósann- indi eins og það, að frí sé á þeim degi, þegar kent er tvöfalt iengur en gerist í skólum yfirleitt. pá skrökvar Valtýr líka, að kennarar eða nem- cndur slái slöku við í hagfrœði. Á tveim vetrum er lesin bók eftir Ch. Gide, prófessor í samvinnufræðum við háskólann í París. Sú bók er 800 bls. og er ðll lesin og sumt tvílesið. þetta umtal Valtýs verður til þess að menn fá töluvert að vita, hve mikið er kent í Samvinnuskólanum og hve nemendur þar eru reglusamir og áhugamiklir. þar sem Valtý er kunn- ugt um alt það ólag, strok úr tím- um, óánægju, leiðindi og uppreisnir, sem kemur fyrir i mentastofnunum, þar sem flokksbræður hans kenna, og sem hann þegir um, þá verður honum enn einu sinni ljóst, hvað hann hefir mist, er hann sveik sam- vinnustefnuna, eftir að hann hafði árangurslaust þrábeðið skólastjóra Samvinnuskólans um að hjálpa „fjóluföður" til að verða yfirmaður Búnaðarfélagsins. Reykjavik — Vík — Reyðarfjörður. Mikið dagsverk bíður núlifandi kynslóðar í samgöngumálunum, að tengja saman þessa þrjá staði. Reykjavík þarf að fá örugt samband við sléttuna miklu austanfjalls, þann- ig að daglegar hraðferðir haldist vet ur og sumar. þetta er fjárhagsleg nauðsyn. En um leið þarf að tengjn saman höfuðstaðinn, Borgarfjörð, Norðurland alt; Vopnafjörð, Héraðið og Reyðarfjörð með samfeldum ak- vegi. Sú brúargerð er menningai- nauösyn. þá fyrst eiga fslendingar auðvelt með að kynnast landi sínu og hver öðrum. þá em múrar þeir, er frá aldaöðli hafa aðskilið helstu bygðir landsins, hrundir niður. þetta er mikið verk, en þó vel vinnandi hraustri kynslóð. Tóbakseinkasalan. Hún var lögð niður um nýárið, af því heildsalamir í Rvik bönnuðu Magnúsi Guðmundssyni að segja eitt „já“, þegar skyldan og sæmdin buðu. þögn Magnúsar hefir orðið landinu dýr. Síðastliðið ár gaf tóbaksverslun- eins og þorleifur jarlaskáld sagði Hallbirni sauðamanni forðum, er hann var að kenna honum • að yrkja: „Vanda sem mest bæði hátt ok orðfæri, ok einna mest kenningar“. Til þess að yrkja vel á íslensku, þarf vandvirkni og ná- kvæmni engu síður en hugmynda- auðgi. pað er því langt frá að horf- urnar fyrir góðum íslenskum skáldskap séu glæsilegar nú sem stendur. Að vísu eru skáldritin, sem út koma, mörs )g sum all- stór. En skáldskapur verður að metast eftir gæðum en ekki eftir bókaþyngd eða blaðsíðutölu. því miður hefir enn ekki verið gerð yfir skrá um íslensk skáld- rit, sem út hafa komið síðast- liðin ár, en hún mun bráðum vera tilbúin og skal verða minst á hana í framhaldi þessarar greinar. Munu þá koma í ljós tölur, sem margir verða hissa á að sjá. Ef litið er á hina þjóðlegu bók- mentagreinina, sagnaritunina, þá verður niðurstaðan önnur. þar hef ir verið unnið mikið og vel á síð- ustu árum. Að vísu hefir einn mað in 450 þús. kr. í gróða í landsjóð. Mikið hefði mátt gera fyrir það fé, iandsmönnum til hagræðis. Kjósend- ur geta reiknr.ð hver hjá sér óleystu viðfangsefnin, spurt hvað kosti brú yfir ár.a, vegur yfir fjallið eða niður eftir dalnum, skip til að komast með ströndum fram o. s. frv. þegar menn hafa athugað þetta, kemur í Ijós, hvað sú þögn hefir verið dýr, sem óþörfu milliliðimir heimtuðu :if M. G. fyrir að þeir lofa honum að sitja árinu lengur. Valtýr níöir föður sinn. Valtýr hefði átt að láta sér nægja að vera svo viðurkendur verfeðrung- ur, sem eðli hans bendir til. Honum er heldur ekki nóg að lána sig til að spilla fyrir aðaláhugamáli föður síns, mentaskóla á Akureyri. Hann sækist eftir, í ofanálag á það, sem nú er nefnt, að gera föður sínum ástæðu- lausa minkun. Valtýr veit ofboð vel, að helstu leiðtogar verkamanna hér á landi, þingmaður, bæjarfulltrúar, rit- stjórar o. s. frv., eru lærisveinar föð- ur hans og fööurbróður. Enginn hefir álitið þetta umtalsmál, þar til Valtýr fer að skrifa hverja blaðagreinina af annari um vöxt verkalýðshreyfing- arinnar í sambandi við skóla, alveg eins og verkamannasamtökin væru uppsprottin í skólum. Allir aðrir vita að stéttasamtök eru eitt af einkennum nútímans, að kaupmenn, verkamenn, embættismenn, útgerðarmcnn og bændur hafa með sér stéttarfélags- skap. Allar þessar stéttir mynda samtök sín, án þess að spyrja Valtý eða guðskistuhrelli Eyfirðinga um leyfi. Valtýr tekur ein samtökin út úr, og telur þau glæpsamleg — ein- mitt þau samtökin, sem lærisveinar Stefáns á Möðruvöllum og Sigurðar í Vigur hafa komið á og stýra. Val- týr er þannig að leita að tilefnum, fölskum eins og annað sem honum viðkemur, til að gera föður sinn og föðurbróður að misindismönnum. Refur milliliðanna er sannarlega far- inn að leita sér að bráð nærri gren- inu, þegar svo er komið. Landnámlð. „það þarf að kaupa fólkið til að vera kyrt í sveitunum“, sagði einn af helstu lögfræðingum, þeirra sem eru í þjónustu landsins, nýlega. Nö er það keypt til að flýja sveitimar. í verstöðvunum fær unga fólkið húsaskjól, rafmagn, heitar stofur. þar getur það efnt til heimila. En við sjó- inn er atvinnan stopul og framtíðin óviss. Fyrir nokkrum árum var hall- æri í Hafnarfirði, svo að 800 menn þaðan sendu stjórninni bæn um að leyfa erlendum sliipum að veiða þar. því miður koma slik óhöpp oft fyrir við sjóinn. þá sækir hungur og venju- legast landflótti að. Sveitin á að vera þrautaathvarf og höfuðvígi þjóðarinnar. — þessvcgna á nú að snúa við blaðinu. í stað þess að nú er unga fólkið heillað ur lagt þar mest af mörkum, pró- fessor Páll E. ólason, en margir aðrir hafa leyst góð verk af hendi. Bækur Páls eru nú orðnar þjóð- kunnar og skal því ekki minst á þær hér, heldur vikið að nýrri ritum, sem færri þekkja. Einhver hin merkilegasta bók, sem út kom á síðasta ári á ís- lensku, er doktorsritgerð Jóns Helgasonar um Jón Ólafsson frá Grunnavík. það eitt að háskóli vor taldi hana maklega til varnar við doktorspróf var nægi- legt til þess, að bókinni var veitt meiri athygli en alment ger- ist. Síðan Háskóli íslands var stofnaður hafa aðeins tveir menn tekið þar doktorspróf. Fyrstur var Páll E. ólason prófessor árið 1919. Jón Helgason, hinn nýi dr. phil., er aðeins 27 ára að aldri, Hann er Borgfirðingur að ætt. Árið 1916 lauk hann stúdents- prófi eftir óvenju skamma skóla- veru. Las lengst af utanskóla, mun það hafa verið af féleysi. Snemma kom það í Ijós, að hann var námsmaður með afbrigðum, og mun hafa orðið stúdent yngri burtu úr sveitinni,' þarf að hjálpa þvi til að gera sér þar ný heimili. Til þess þarf ræktun og húsabætur. Til að rækta og byggja þarf löng og ódýr lán. Enginn gróðabanki getur veitt slík lán. Annaðhvort veitir eng- inn þessi lán, eða þáu verða að koma frá þjóðfélaginu. — Menn segja að það sé skömm að fá peninga úr lands- sjóði fyrir að rækta og byggja? En þetta er nýtilkomið. Embættismenn landsins þiggja laun úr landssjóði, og þykjast ekki minni menn. Jafnvel fjármálaráðherrar taka laun fyrir verk sín. Á sama hátt geta þeir menn óhikað þegið stuðning þjóðfélagsins, sem búa í hendur ófæddum kynslóð- um, með því að byggja og rækta landið. ** -----o----- Eldur kom upp í Aðalstræti 8 (Gamla Bíó) í fyrrakvöld, og er talið að kviknað hafi út frá raf- magnsleiðslu. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn. en flestir aðrir, sem útskrifast hafa úr Mentaskólanum. Eftir stúdentsprófið fór Jón til Khafnar og las norræna málfræði við Háskólann þar. Jafnframt fékst hann við ýmiskonar af- ski'iftir á söfnum í Khöfn. Magisterpróf tók hann 1923 og árið eftir gaf hann út Heiðreks- sögu, og nú hefir hann náð hæstu viðurkenningu vísindamanna. þetta er glæsilegur ferill hjá jafn- ungum manni, en hins má líka geta, að hann er drengur góður, gleðskaparmaður, vinsæll og vel látinn meðal félaga sinna, og hag- yrðingur ágætur, einkum á gam- ankvæði. Eftir doktorsprófið fór Jón til Osló og kennir þar Is- lensku í eitt ár, en mun hafa í hyggju að setjast að í Kaup- mannahöífn. Er leitt að missa slík- an mann úr landi, en hinsvegar er full þörf fyrir oss, á því að eiga góða norrænumenn í Khöfn. því svo hafa forfeðumir í garðinn búið, að Reyikjavík er ekki fullkomlega höfuðborg ís- lenskra vísinda. Jón Ólafsson frá Grunnavík var Úr bréfi. ------ Nl. Reyndi íhaldið í alt að 3 klst. að fella þessa tillögu, enda fann það, að þarna var einn megin- þáttur í stefnuskrá Framsóknar- floklcsins á ferðinni. Loks var hún þó samþykt með yfirgnæfandi meiri hluta, án þess að íhaldinu tækist að skemma hana á nokk- urn hátt. Árás íhaldsins á þessa tillögu var alleinkennileg, aðal- efni þetta: í tillögunni er eitthvað einhversstaðar, sem þarf að breyta eitthvað í eitthvað óákveð- ið. En þar við sat. Helsta hug- fróun Ihaldsins á þessum fundi var að bera fram tilmæli til Al- þingis, að lækka ekki tollana (nefskattana) að svo stöddu. Og sýndi það þar sitt innra innræti, að vilja láta fátæka fjölskyldu- menn bera í mörgum tilfellum hærri gjöld til ríkissjóðs heldur nafnkunnur fræðimaður á sinni tíð, en þó olnbogabarn heimsins í mesta máta. Hann er fæddur 1705, en dó 1779. Ólst upp hjá Páli Vídalín lögmanni í Víðidals- tunigu, hinum nafnkunna fræði- manni, og mun hann þar hafa ■komist inn á braut vísindanna. Sigldi til Kaupm.hafnar 1726 til þess að verða skrifari hjá Árna Magnússyni. I Khöfn tók hann guðfræðispróf. en fékst samt alt af við rannsóknir í norrænum fræðum. Hann var á Islandi 1743 —1751, en bjó síðan til dauða- dags í Khöfn og átti oft við sult og seyru að búa. Dr. Jón segir réttilega um hann: „Hann kemur ekki hið minsta við atburðasögu landsins. Ekkert heldur minningu hans á loifti annað en rit hans. Hann slepti pennanum naumast úr höndum sér á lengsta skeiði æfi sinnar, enda liggur eftir hann þvílíkur bókahlaði, að vafasamt er, hvort nokkur íslendingur fram til hans daga muni vera þar hálf- drættingur, og fáir síðar“. Fæst af því, sem Jón ólafsson skrifaði hefir verið prentað, og rnjög er en efnað og ómegðarlaust fólk. — Annað má máske telja að Ihaldið hafi haft huggun af, eftir allar sínar ófarir undanfarið. I fundar- bjTjim fjölmenti það svo, að því tókst að ráða hver yrði fundar- stjóri. Sveitamenn, sem flestallir voru Framsóknarmegin, voru þá að mestu leyti ókomnir. Fundarstjóri tók strax fram í fundarbyrjun, að sveitamenn mættu ekki greiða atkvæði á fundinum, en var samt strax kúgaður til að heykjast á því. En undir fundarlokin leyfði hann mönnum ræður í 2—5 mínútur, og er ekkert við það að athuga. En hvað sem fjölgaði á mælenda- skránni, færði fundarstjóri sig sjálfan altaf síðastan. Loks neit- aði hann öðrum um leyfi til að tala, en steig sjálfur í ræðustól- inn og helti þai* í stundarfjórð- ung reiði- og fúkyrðum yfir Framsóknarmenn, bæði viðstadda og fjarverandi, en bannaði svo öllum að „fá orðið“ til vamar og sleit síðan fundi eftir að vera bú- inn að bera „sendimanns“-áskor- unina undir atkvæði. Hefi eg ald- rei þekt svo svívirðilega fram- komu nokkurs fundarstjóra eins og þessa hjá lagasnáp Ihaldsins hér í héraðinu og sýndi hún jafn- vel best málstað íhaldsins af öllu sem fram kom á þessum fundi. þessi skrælingjalega framkoma fundarstjóra og ofsi íhaldsmanna gegn kröfunni um sómasamlega framkomu sendimanna erlendis, sýnir best í hvert óefni er komið málefnum stjómarinnar og henn- ar manna“. — — ----o--- Albínéí. Aldursforseti þingsins, Bjöm Kristjánsson, mintist látinna þing- manna, er látist höfðu síðan síð- asta þing var háð, fyrst og fremst þeirra Hjartar Snorrasonar og Sigurðar Jónssonar frá Ystafelli, og einnig Ara Brynjólfssonar frá þverhamri, ólafs Briem, Jóns Jacobsonar, Jóns Jónatanssonar og Stefáns Stefánssonar frá Fagra- skógi. þá skiftist þingið í þrjár kjör- deildir, til að rannsaka kjörbréf þriggja nýrra þingmanna, þeirra Ágústs Helgasonar, Gunnars ól- afsscnar og ólafs Thórs; var kosning þeirra allra samþykt í einu hljóði. þvínæst vom kosnir embættismenn þingsins. Forseti sameinaðs þings var kosinn Jóhannes Jóhannesson með 22 atkv. Klemens Jónssn fékk 15 atkv. og Sigurður Eggerz 5. Vara- forseti var kosinn þórarinn Jóns- son með 21 atkv., en skrifarar Jón A. Jónsson og Ingólfur Bjamason. það misjafnt að gæðum, en þó hefir hann unnið eitt stðrvirki, þar sem er orðabók hans. Eitt hið stórkostlegasta handrit, sem ís- lenskur fræðimaður hefir látið eftir sig. , Orðabók Jóns yfir íslenska tungu er nú geymd í handrita- safni Áma Magnússonar í Há- skólasafninu í Kaupmannahöfn. það er heljarmikið verk. Níu bindi 1 arkarbroti. Minsta bindið er 160 blaðsíður, að frádregnum öllum miðum. Blaðsíðumar em mjög stórar og skriftin svo þétt að undrum sætir. Sum bindin em helmingi stærri. Víða em allar spássíumar útskrifaðar og alls- staðar þar sem nokkurt rúm var á pappímum er bætt við orðum og skýringum. Bókin er því torlæs og afar óaðgengilég. Frh. -o.. Kirkjuhljómleika hefir Páll Is- ólfsson haldið í Fríkirkjunni tvö kvöld í þessari viku, við mikla aðsókn. Söng þar 40 manna söng- flokkur undir stjóm hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.