Tíminn - 20.02.1926, Page 4

Tíminn - 20.02.1926, Page 4
32 TÍMINN SAMBAHD ÍSL SAMVINNUFÉLAGA útvegar allskonar landbúnaðarvélar og verkfæri og skal hér upptalið nokkuð af því helsta: Steingálgar til að rífa upp og lyfta grjóti. Sáðvélar til að sá grasfræi og korni. Rófnasáðvélar. Plógar K. K. Liens, Kyllingstad Arfa og hreykiplógar o. fl. gerðir. Diskaherfi Fjaðraherfl Mosaherfi norgk HANKFIO Ávinsluherfi Flahultherfi sænsk Spaðaherfi o. fl. gerðir. Lokræsaskóflur. Stúnguskóflur. Heygaflar. Stúngugaflar. Forardælur. bæði keðjudælur og venjulegar dælur. Forardreifarar. Forarkranar. Sfálljáir (einjárningar). Kerrur og kerruhjól með öxlum. Heyvagnar. Sleðar og önnur flutningatæki. Rakstrarvélar. Snúningsvélar. Brýnsluvélar. Steinar í brýnsluvélar. Heybindingsvélar og heybandsvír. Heylyftur tH að koma fyrir heyi í hlöður. Sjálfvirkur brynningaumbúnaður í fjós og önnur peningshús. „Alfa Laval“ skilvindur, strokkar og önnur mjólkuráhöld. „Herkúles“ sláttuvélar og aðrar heyvinsluvélar. Nýja Herkúles sláttuvélin slær frámunalega vel, og er sérstaklega traust og ódýr. Af Herkúles fást 3 stærðir, allar með þéttfingraðri greiðu, framhemlum og dráttartaugum. 3 l/s feta vélar, hæfilegar til að slá venjuleg tún; 4 feta vélar sérstaklega heppilegar þar sem engjar eru greiðslægar; og 4‘/a feta vélar handa þeim sem hafa sérstaklega góðar vélaslægjur. Ath. Stærð vélanna er í fullu samræmi við ljálengdina, eins og vera ber. Hér er því ekki að ræða um eina og sömu vél með mismunandi greiðum, sem ýmist ber vélina ofurliði, eða er of stutt í hlutfalli við breidd vélarinnar. Herkúles vélunum fylgir íslenskur leiðarvísir með fjölda mynda. Nokkrar sláttuvélar af annari gerð seljast með tæki- færisverði. Q^Svnntuspennnr f Upphlutsmillur og ^og alt til upphluts. Trúlofunarhriugarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiönr. Sími 383. — Laugaveg 8. „19. JÚNt“. Við síðustu órgangaskifti stækkaði blaðið nær því um helm- ing, er verð þess hélst óbreytt. Blaðið hefir smámsaman aflað sér rgjkilla vinsælda meðal lesenda sinna og náð útbreiðslu um land alt. Ættu konur jafnt til sjávar og sveita að kaupa blaðið, því það flytur margt það er heimilunum mó í hag koma og einnig, geta konur með hjálp þess fylgst með því er konur starfa,bæði hér heima og erlendis og hver eru áhugamál þeirra. — tJtgáfa blaðsins er vönduð; í því eru margar góðar myndir. Brotið er hentugt, og þegar nokkrir ápgangar eru komnir saman, er það eigulegasta bok. þeir sem gerast kaupendur að yfirstandandi árgangi, fá í kaupbæti allan síðasta árgang. Hina árgangana 7 má en fá á afgxeiðslu blaðsins og kosta 1 kr. hver. — Blaðið alt frá byrjun til ársloka 1926 kostar kr. 10,00 og auk þess ókeypis fylgirit. En þeir sem vilja sinna þessu boði þurfa að hafa hraðann á, því að lítið er orðið eftir af upplaginu. Pöntun sendist afgreiðslu „19. júní“, Sólvöllum, Reykjavík. Box 41. Sími blaðsins er 1095. Konur, styðjið yðar eigið blað! Kaupið „19. júní“ eitt ár til reynslu og þið munuð halda áfram það næsta. Ennfremur: Gaddavír, girðingastaurar, vírnet, tilbúinn áburður og grasfrs. Pantanir verða afgreiddar með aðstoð manns, sem er sérfræðingur í öllu sem að landbúnaðarverkfærum lýtur. Hjartans þakkir öllum þeim, sem sýndu mér hluttekningu og veittu mér aðstoð við hið skyndilega frá- fall míns elskaða eiginmanns, Lár- usar Jónssonar. Vil eg einkum votta þakklœti mitt Skúla Eyjólfssyni bónda á Gillastöðum, og þeim systr CTörð til sölu.. Jörðin Seljatunga í Plóa fæst tii kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum, borgunarskilmálar mjög góðir. Semja ber við eigandan Sigurð Einarsson bónda á Seljatungu eða Þ. Magnús Þorláksson Biikastöðum. Gíslasyni skósmið í Reykjavík, Ragnheiður, gift Einari þórðar- syni bónda á Skeljabrekku i Anda- kíl, Dómhildur, ógift og heilsubil- uð á sjúkrahúsi, og María, ógift heima hjá móður sinni. Jónas var í náinn ættlegg kom- inn af merku bændafólki í Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru Sig- valdi Ingimundarson frá Vestur- koti á Skeiðum og Guðrún Jóns- dóttir, merkisbónda í Reykjanesi, og verður ætt hans ekki rakin hér lengra rúmsins vegna. En fróðir menn segja hann verið hafa 11. mann frá Torfa ríka sýslumanni í Klofa og 14. mann frá Lofti ríka á Möðruvöllum. Jónas á Björk, eins og hann var oftast neifndur, var nafnkunnur bóndi í Ámessýslu og víðar, og bar mangt til þess. Hann var um langt skeið í röð hinna bestu bænda í sinni sveit, og að mörgu á undan samtíð sinni í búnaði, einkum að því er fjárrækt og fén- aðarmeðferð snerti. Hann var bú- i höldur góður og afburða fjör- maður og afkastamaður til allrar vinnu, byggingamaður með af- brigðum og snyrtimaður í allri umgengni, enda búnaðist honum vel, þrátt fyrir erfiðleika er á vegi hans urðu, svo sem langvarandi heilsuleysi konu hans og bama. Og á seinni áram hans hafði gigt- in svo þjakað honum, að hann komst ekki frá rúminu nema við tvo stafi, eftir það vann hann í sessi alla daga frá morgnr til kvölds, því áhuginn og atorkan var óþrotlegt fömneyti hans. Jón-, as var fremur lágur maður vexti, en vel vaxinn oig fríður sýnum, hvatlegur og snarlegur í öllum viðvikum. Hann var glaðlyndur, góðlyndur og bjartsýnn, og tfylgd- ist vel með i mörgu, því hann var skemtinn í viðræðum, ákveðinn, hreinlyndur og hispurslaus við hvem sem í hlut átti, tryggur og vinfastur og ábyggilegur í öllum viðskiftum, og félagsmaður hinn besti. Gestrisinn og góðgjörða- samur heim að sækja, jafnt við menn og skepnur, sem að garði bára, því hann var hvorttveggja í senn, mannvinur og dýravinur. Með honum er til moldar genginn maður, sem lengi mun í minnum hafður hjá þeim, sem þektu hann best. Hann var ástríkur eiigin- maður og góður og umhyggjusam- ur faðir. Blessuð veri minning hans. M. J. ----o---- „Segðu mér hverja þú umgengst — Ólafur, eigandi „marðar", þykist særður yfir því, að út af manndráps- hótunum Kr. Alb. hefi eg minst á „hraklýð". Ólafi þykir undarlegt að sumurn af samstarfsmönnum hans sé valið slíkt nafn. Nokkur dæmi munu skýra réttmæti orðsins. 1. Á fundi við þjórsárbrú, rétt fyrir siðasta land- kjör, talaði Ólafur til stuðnings J. M. En alt i kring voru fyllibyttumar úr Rvik, með illum látum, að þjóna sama málstað, trufluðu m. a. ræðu Hallgrims Kristinssonax. 2. Einn af togurum Ólafs var i fyrra dæmdur 1 stórsekt fyrir veiðiþjófnað við Suö- umes. Að sögn Flygenrings er tog- urunum hjálpað úr landi til að geta framið þetta svívirðilega afbrot Hvaða samstarfsmaður Ólafs visaði á landhelgina? — Og hvaða nafn verðskuldar slikur maður? Kr. A. hef- ir játað, að tveir af þeim sem mikið hafa ritað i blað Ólafs, skriíi „sal- emisstýl“. það þýðir að rit þeirra séu ekki í húsum hæf. Annar þessi maður er fyrsti ritstjóri Ólafs, núver- andi ritstjóri Storms. Orkar ekki tví- mæla um að sá maður sé og hafi Verið neðan víð siðað mannfélag. 4. Næsti ritstjóri Ólafs er Amerikuíar- inn, sem Kr .A. hefir lýst þannig, aö ef satt væri, ætti hann að geymast undir lás og loku. 5. þriðji ritstjór- inn er Kr. A. sjálfur, sem fyrir utan allan andlegan vanmátt hefir gerst til að ætla að breiða yfir alvarlegt stjórnmálaimeiksli ílokks síns með hótunum.. það brot er þess eðlis, að pilturinn yrði að sitja um stund í betrunarhúsi, ef kært væri, og dæmt án hlutdrægni. 6. Ólafur lætur ljós sitt stundum skína i blaði „ullarjót- ans“, og þaö blað studdi hann frek- lega við kosningar á dögunum.. Rit- stjórar þess eru frægir af endemum fyrri að haí* birt klám í þlaðinu uro erlenda konu og orðið að biðja fyrir- gefningar á glópsku sinni. — þessi fáu einföldu dæmi, ættu að verða til þess, að Ólaíur yrði aldrei framar hissa þótt minst væri á „hraklýð" i samhandi við íramkomu sumra samherja hans.. Viðkvæmni Ólafs er í þvi efni jafn óþörf, eins og ef negrar teldu sér misboöið í hvert skifti þegar hvítir menn minnast á hinn avarta bjór þeirra. J. J. ----o----- Hvannir heitir nýútkomin bók eftir Einar Helgason. Bókin fæst hjá útgefanda og kostar 6 kr. Verður hennar getið síðar hér í blaðinu. Neðanmálsgreinin: „Nokkur orð um bækur og bókmentir“, er eftir Hallgr. Hallgrímsson bókavörð. Slys. I óveðrinu 13. þ. m. varð öldruð kona fyrir bifreið hér í bæn- um og beið bana af. Hún hét Guð- björg Ingvarsdóttir og átti heima í Bjamaborg. Bifreiðarstj. gat ekki verið um að kenna, að frár sögn þeirra, er í bílnum voru. — Bam varð undir bifreið á Vesturg. nýlega og slasaðist töluvert, en er á batavegi. Ritstjóri Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta. kinum, Guðrúnu Jónasdóttur og Jó- hannesi Jónassyni á Sámstöðum, sem öll reyndust mér eins og bestu syst- kini við þetta sorglega tilfelli. Eg bið guð að launa þeim og öllum öðrum nágrönnum mínum, eem reyndust mér tryggir vinir í raunum mínum. Hömrum í Laxárdal, 31. des. 1925. HólmfriSur Sigurðardóttir. „Ekki brást hann „Vitazgjafi* enn“. þorgrímur læknir þórðarson í Keflavík og kona hans hafa nú í fjögur ár samfleytt sent mér hundrað krónur að afmælisgjöf 23. desember ár hvert. þessar höfðingsgjafir bið eg algóðan Guð og, alheimsdrottinn að endur- gjalda þeim og þeirra með tíman- legum og eilífum gæðum. Höfn við Hornafj. 1. jan. 1926. Eymundur Jónsson. Jörð til sölu. Jörðin Vatnsnes í Grímsnesi fæst keypt og til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er ein af bestu heyskaparjörðum í Grímsnesi, auk þess mikil skilyrði fyrir lax- og silungsveiði, nánari upplýsingar í síma að Minni-Borg, en semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinn- ar þórð Jónsson. Benedikt Fr. Magnússon frá Spákonufelli, nú í Reykjavík — Grundarstíg 3 —, tekur að sér að reka erindi hér í höfuðstaðnum fyrir menn út um land geign sann- gjamri borgun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.