Tíminn - 27.02.1926, Síða 1

Tíminn - 27.02.1926, Síða 1
(Sfaíbfcti oq afgrei&slur'aftur limans er 5igurgeir ^rt&rifsfen, 5amban&sbúsinu Kevffapif ^.fgteiböía Ifmans er í Samban&sljúsinu ©pin baglega 9—12 f. b- Simi í9f>. X. ár. Reyk.javtk 27. febrúar 1926 10. blaö Baugabrot. zbct öRa. Úr föður- og móðurarmi er fyrst hún heiman gekk Var fátækt annarsvegar með spora sinn — og hlekk. 0g þó var einn er saigði, að Dalamærin mörg Ei meira hefði þegið af drottni heldur en Björg. Með glóð í hvössu auga og gullhár furðu sítt og gerfileiika þess kyns er auðna fylgir lítt. Með orð, sem gátu stungið, þótt virtust mjúk og inild Og marga verkaprýði með drjúgan keim af snild. þótt sértu stór af guðsnáð, sé mannalán ei með, hinn minsti telst þér æðri, ef hnossið það er léð, Og vera má þú ratir í algert auðnubann, Sért útlægur og friðlaus, en veröld tigni hann. En blási hér á móti og bylgjum ýfist drófn Er blessuð gamla trúin um sælu og friðarhöfn, þótt h é r þú verðir undir, og oft af slysi og prett, Er öðru máli að gegna, við drottins hæstarétt. Og öll við munum ganga þá einu og sömu brú Við æfilokin handvís, þótt sýnist fjarri nú, Með spora vora og hlekki, svo veil og veikluð mörg Af völdum guðs og manna á líkan hátt og Björg. Indriði í Fjalli. Utan úr heimi. Fjármál þjóðverja. Enski hagtræðingunnn Keynes, sem fyrstur- manna sýndi fram á, að þjóðverjar myndu aldrei geta borgað hinai’ miklu skaðabætur, hefir nú ritað ítarlega grein um fjárhagshorfur þýskalands, eftir að fram eru komnar skýrslur skaðabótanefndar Bandamanna, þeirrar er situr í Berlín. þýskaland hefir nú einkennilega aðstöðu. það hefir beðið ósigur í heimsins mestu styrjöld, mist lönd heima fyrir, flota sinn og nýlendur. þó er þetta land, eins- konar paradís fyrir fjármálaráð- herra sína, að frátöldum skaða- bótunum. Fall marksins strikaði út allar innlendu skuldii’ ríkisins, svo gersamlega, að þegar gull- markið var staðfest í gildi voru skuldir ríkisins ekki alveg 50 £. Herinn er svo lítill sem mest má verða og flotinn nálega enginn. Ekki er heldur neinn kostnaður við fjarlægar og óhægar nýlendur. En skaðabæturnai’ eru miklar og þjóðverjar eru eiginlega ekki byrjaðir að borga þær. Samkvæmt tillögum Dawes lánuðu Bandar menn þjóðverjum ógrynni fjár til að koma iðnaðinum aftur í gott lag, í von um, að þjóðin yrði þá fær um að borga hinu erlenda skatt. í fyrra var ársgjaldið í skaðabætur 47 miljónir sterlings- punda, og 40 miljónir af því var fengið með erlendu láni. Auk þess fengu þjóðverja þá 33 miljónir sterl.punda í löngum lánum til annara þarfa. Nýjar þýskar hag- skýrslur benda til að árið sem leið hafi verslunarhalli gagnvart öðrum löndum verið, sem nam 100 miljónir punda, ef með eru talin útgjöld við skaðabætumar. þessa fjárhæð hafa þjóðverjar fengið bæði með því, að taika lán í útlöndum, og með því að draga heim geymt fjármagn frá öðrum löndum. Haustið 1924 byrjuðu lánspen- ingar Bandamanna að streyma inn í þýskaland. Frmleiðslan óx og náði náleg sama hámarki og fyrir stríðið. Atvinnan var mikil og al- menn, og þrengingar almennings sýndust horfnar í bili. Ríkisbank- inn varð að hafa 11% vexti, bæði af því að hin útlendu lán voru dýr, og líka til að starfa í samræmi við skaðabótanefnd Bandamanna. I fyrstu þoldi atvinnulíf þjóð- verja þessa geysiháu vexti, meðan verð á iðnaðarvarningi var hækk- andi. En þegar kom fram á sum- arið 1925 byrjuðu skuggahliðar peningahækkunarinnar að koma í ljós. Fjármagnið var of dýrt fyr- ir atvinnurekstur, þegar erfitt var að selja. Framleiðendumir rifuðu seglin. Framleiðslan minkaði. At- viimuleysið óx. Hlutabréf atvinnu- fyrirtækja féllu í verði. Gjaldþrot fjölguðu. 1 byrjun júlí 1925 var tala atvinnulausra í þýskalandi tæp 200 þús„ en 1, nóv. 364 þús. 15. des. 1 milj. og 50 þús. og 15. jan. í ár 1.750.000. öllum þessum mikla grúa atvinnulausra manna verður að halda við með styrk af almannafé, því annars er hungurs- neyð yfirvofandi. Með þessu lagi em litlar líkur til þess, að tekju- afgangur verði á þjóðarbúskapn- um. Niðurstaða Keynes er, að eini vegurinn til þess að þjóðverjar geti borgað skaðabætur sem nokk- uð munar til Bandamanna sé sá, að þrýsta lífskjörum alls almenn- ings í landinu. Með því eina móti, að þjóðverjar hafi um mörg, kom- andi ár minna að bíta og brenna en aðrar siðaðar þjóðir, geta þeir borgað eitthvað af hinni geysiháu skuld til Bandamanna. En nú sem stendur sverfa fast að þjóðverjum afleiðingar okuivaxta á starfsfé atvinnuveganna. J. J. ----o-- Albinéí. Stjórnarfrumvörpin. 10. Frumv. til 1. um raforku- virki: 1 athugas. við frv. þetta er þess getið, að lög um rafmagns- veitur frá 1915 hafi verið feld úr gildi með vatnalögunum, án þess að tekin væra upp úr þeim ýms nauðsynleg ákvæði. Hafði stjóm verkfræðingaifélagsins bent á þetta, og hefir hún samið fmmv. Helstu ákvæði í frumv. em þessi: Einkaréttur bæja- og sveitastjórna til þess að stofn- setja og starfrækja rafmagnsver önnur en vatnsorkuver. Réttur ráðherra að setja reglur um frágang og notkun rafmagns- virkja. Réttur ráðherra og ifélags- stjórna að löggilda hæfa menn til að vinna við rafmagnsvirki. 11. Frumv. til I. um bryggju- gerð í Borgarnesi: Samkv. frv. sikal stjórninni heimilt að láta gera bryggju við Stóru-Brákarey í Borgarnesi, að undangenginni rannsókn, enda sé svo mikið dýpi við bryggjuna, að hæfilega stórt skip til flutninga milli Rvíkur og Borgarness geti legið við hana í hálfföllnum sjó; kostnaður við nauðsynlega dýpkun út frá bryggjunni telst með byggingar- kostnaði. Gera skal garð eða brú yfir sundið milli eyjar og lands, og veg eftir eynni að bryggjunni. Ríkissjóður skal greiða allar. kostnað af þeim framkvæmdum og helming af bryggjugerðar- kostnaðinum gegn helmingsfram- lagi annarstaðar frá, er sé trygt áður en byrjað er á verkinu. — I aths. við frv. er talið óvíst hvenær hafist verði handa um þetta verk, en það er sett í sambandi við byggingu bílvegar norður um land, er vegamálastjóri gerði til- lögur um á þinginu 1925. 12. Frv. til laga um fræðslu bama. það hefir tvisvar áður leg- ið fyrir Alþingi og er samið af mentamálanefndinni frá 1920. Samkvæmt því skal dráttlist og biblíuleotri bætt við námsgreinir bama, og prófskyld skulu böm frá 8—14 ára. í hvc.xju skólahér- aði sé 5 manna skólanefnd. En formanni skólanefndar er engin þóknun ætluð fyrir ómök sín, eins og nefndarfrv. gerði þó ráð fyrlr. 13. Frv. til 1. um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, Frumvai*p þetta er að mestu sam- bræðsla úr 15 núgildandi lögum og tilskipunum um þessi efni, og að- eins teknar úr lögunum þær grein- ar, er um það fjalla. þó em 6 lög, um breytingar á bæjarstjómarlög- um, úr gildi feld með þessu frv., enda giltu eigi alstaðar sömu reglur um kosningarrétt og kjör- gengi í kaupstöðum og sveitum og ekki heldur í öllum kaupstöð- unum. Kosningarréttarskilyrði eru hin sömu og við alþingiskjör, að undanskildu skilyrði um 5 ára bú- setu í landinu. Breytingar eru fá- ar, en þó má nefna þessar: að borgarstjóraefni þarf ekkx að hafa átt lögheimili í kaupstað síðasta árið fyrir kosningu, að kjörstjóm skuli úrskruða um kjörgengi borg- arstjóra 0g fulltrúaefna áður en kosning fer fram, að atvmrh. skuli ákveða um hlutbundnar kosningar í hreppsn., ef skrifleg krafa kemur um það frá svo mörgum kjósendum í einum hreppi, sem þurfa til þess að koma einum manni í hreppsn. með hlut- fallskosningu. Aftur á móti er úr gildi feld reglan (frá 1915) um að kjósandi megi gefa sama manni jafnmörg atkv. til hrepps- nefndar eins og kjósa skal marga í hvert sinn. 14. Frv. til 1. um útsvör. Með því er leitast við að samræma löiggjöf landsins um útsvör; safn- að er saman ákvæðum úr 19 lög- um og tilskipunum, og verði frv. að lögum, falla úr gildi tilsvarandi greinar og ákvæði í þeim. Að öllu leyti eru úr gildi numin aðeins þrenn lög um breytingar á bæjai- stjórnarlögum, og tvenn lög, frá 1922 og, 1924, um breytingar á sveitarstjórnarlögum frá 1905. Hér er eigi rúm til að gera nána grein fyrir frv., en þó skulu nefnd- ar þessar breytingar frá núgild- andi lögum, sem í því felast: a. Reikningsár sveitarfélaga skal vera almanaksárið, - b. Lægst útsvar er ákveðið 5 krónur. c. Útsvar skal einungis lagt á gjaldþegn hvern á einum stað, í heimilissveit hans, þar skal leggja á allar eignir hans hvar sem þær eru og allar tekjur hvar sem þeirra er aflað. Gildir það um alla sem ekki era búsettir erlendis. önnur undantekning er það, ef gjaldþegn hefir heimilisfasta at- vinnustofnun í fleiri en einni sveit (útibú), má þá leggja á þau, enda sé ekki lagt á þau í heimilissveit hans. d. Niðurjöfnunamefndum heim- ilast til afnota framtalsskýrslur gjaldenda til skatts, og einn skattanefndarmaður á að vinna með henni í hverjum hreppi. Ráð- herra getur skipað gjaldendum að veita nefndunum upplýsingar um efni sín og hag, að viðlögðum dag- sektum. e. Aðalniðurjöfnun útsvara fer fram á tímabiiinu febrúar—maí, að báðum mánuðum meðtöldum, eftir nánari ákvörðun sýslunefnda. f. Yfirskattanefndir eiga að vera yfirdómur í málum um út- svarskærur, í stað sýslunefnda og bæjarstjóma, úrskurðum þeirra má áfrýja til atvinnum.ráðun., þar til landsyfirskattanefnd kynni að verða skipuð. Aths. pó að ýmisiegt í stj.-írv. um út- svör miði til bóta frá þvi sem nú er, einkum það að dreifð lagaákvæði um sama eíni eru sameinuð, þá eru sanxt eítir ósamræmd, ýmislionar slit- ur af sveitarstj.-, bæjarstj.- og fá- jtækralögum, sem vinna þarf úr og endurnýja. það hefði vaíalaust oiðið hagkvæmar og ódýrara, að skipa milliþinganefnd, eins og samþ. var i neðiá deiid á siðasta þingi, til að vinna það verk i einni heild. Nota til þess að nokkru leyti krafta þeirra mamia, sem kunnugir eru meðferð sveitai'máieíua og aðstöðu út um land, en fela eigi þessa endurskoðun laganna algerlega á vald 2j a—3j a lögfræðinga, sem venjulega skortir hugkvæmd, víðsýni og reynslu um meðferð fátækra- og sveitamálefna. pó að leitað hafi verið eftir tillög- um i þessum málum frá sveitar- stjórnum viðsvegar af landinu, þá er liitt höfuðatriðið hvernig valið er úr þeim og lxvað er tekið upp i frum- vörpin, sem lögð eru fyrir þingið. — Virðist einkennlegt að atvinnu- málaráðh. skuli leggjast á móti því að sveitirnar eigi fulltrúa við að velja úr tillögunum og undirbúa frumvörpin, úr þvi að keypt hefir vei’ið vinna til þess hvort sem er. það er augljóst að margar tillögur írá sveitarstjórnum, hafa ekki verið teknar til greina við samningu þess ara frumv. Löglærðum fuiitrúum úr bæjunuin er sýnna um þá dauðu vinnu, að koma skipulagi á fyrir- liggjandi efni, t. d. dreifð bæjar- stjómarlög eins og frv. bera vott um. -----O---- Staka. Átti eg fyrrum áform glæst, eina von, sem fékk ei ræst. Nú er sú mín hugsjón hæst: Hvenær verður étið næst? -----0---- Rökræður Mbl.I! Leiðarar þeir, sem birtir hafa verið í þremur síðustu tölubl. Mbl. — um stærsta fjárhagsmál- ið, sem komið er fram í þinginu — gengismálið —, sýna ljósast að við stærsta blað landsins starfa menn, sem hvorki virðast gæddir sannfæringu né ábyrgðartilfinn- ingu til þess að ræða stórmál án persónulegs skætings. það er ekki einu sinni gerð tilraun til að skýra rétt eða hlutdrægnislaust frá neinu atriði í frumv. Tr. þ. eða greinargerð þess, og engin manns- lund sýnd í þá átt að snúast með rökum á móti því. Heldur em ein- stök atriði og setningar slitnar úr samhengi og snúið út úr þeim. Alt virðist þetta gert í þeim eina tilgangi að ranghverfa málinu og þyrla upp slúðri. 1 öllum greinun- um er miklu meira talað um flutningsmanninn (Tr. þ.) heldur en málið sjálft. það er eins og ritstj. (V. St. ?) sjái ekkert ann- að, og að nú rifjist upp fyrir hon- um gamlir draumar, þegar hann sá sjáLfan sig í anda sem „full- trúa landbúnaðarins". En að mað- urinn skuli ekki reyna að fela sjálfan sig betur. Tr. þ. er brugðið um „hræsni og yfirdrepsskap“ vegna þess að hann vill unna útgerðarmönnum þess, að njóta öruiggrar aðstöðu í rekstri atvinnuvegar síns jafnt öðrum atvinnuvegum; þó að hann hinsvegar sé mótfallinn því að veita þeim undanþágu frá að greiða tekjuskatt til ríkissjóðs, eins og þeim nú ber að gera sam- kvæmt tekjuskattslögunum. Hér er um tvö óskild mál að ræða. I öðru lagi er þess getið, að ef frv. Tr. þ. yrði að lögum, þá sé líklegt að sparisjóðseigendur missi aJt sitt, „peningamir verði verðlausir“. Ennfremur að „frv. miði eingöngu í þá átt að gera ísl. krónu verðlausa“. það er síst að undra, þó að flestir, sem minnast á þessar heimskulegu greinir í Mbl., séu sammála um, að ekkert sé að marka það, sem blaðið slúðr- ar um málið, á bak við það standi engir landsmálamenn og enginn heill flokkur. Hitt þarf ekki að benda á, að hártoganir og öfund- sýki Mbl.ritstj. hagga ekki hið minsta við frv. Tr. þ. Hávaði þeirra og glamuryrði um veiga- mesta þingmálið, verða aðeins rit- stjórunum sjálfum til ævarandi minkunar. Frásögn þeirra af þingfundi neðri deildar í gær, þegar frv. Tr. þ. var þar til 1. umr., er hæfi- legt framhald þess, sem á undan var gengið í blaðinu. Persónuleg- ur skætingur, setningaslitur oig, kveðlingar frá ritstj. fylla það rúm, þar sem talið er að eigi að skýra frá þingi-æðu. Ef til vill má búast við að Kr. A. bendi öðr- um blaðamönnum á þetta til fyr irmyndar? Druknun. 17. þ. m. druknaði þorlákur Ólafsson frá Rauðanesi á Mýrum á heimleið til sín úr Borgarnesi. Var hann ríðandi og með klyfjahest og fór svokallað- ar Leirur, sem sjór gengur yfir með flóði. Hestarnir fundust lif- andi. Guðjón Samúelsson húsameist- ari og Ágúst Helgason alþm. fóra nýskeð austur að Ólafsvöllum til þess að athuga skólasetur fyrir héraðsskóla Suðurlands. Mun þeim eigi hafa litist staðurinn vel til þess kjörinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.