Tíminn - 27.03.1926, Qupperneq 1
©faíbfrett
afgret&slur"at>ur ?CtTnans er
5igurgeir ^rifcrifsfcn,
ScmíÍNmt>sbú$inu, Keyfiauíf
^.föttcibsía
C f m « n's cr i Sambanfesijúsinu
©pin íagleaa 9— {2 f. t).
Sími 446.
X. ár.
JM*
Reykjavík 27. mars 1926
16. biað
Utan úr heiini.
pjóðabandalagið.
það er nú smámsaman að koma
í ljós að sá dýrðaróður, sem
heimsblöðin voru látin básúna út
um löndin í haust um Locamo-
fundinn, var að mestu leyti reyk-
ur og sjónhverfingar. Blöðin hér |
á landi fluttu þenna fagurgala
líka athugasemdalaust, án þess að
skygnast nokkuð á baik við tjöld-
in, eða í spilin hjá utanríkisráð-
herrum Evrópuþjóðanna. það
sýndist þó fremur ótrúlegt, að
þeir menn (utanríkisráðherrarnir)
sem hafa það hlutverk að fram-
fylgja Versala-samninigunum,
væru alt í einu innblásnir nýjum
anda til þess að fóma nokkru
í þágu friðarmálanna í Evrópu,
hvað þá meira. Nei, til þess þarf
aðra menn en þá, sem ríkjum ráða
nú. — það var aðeins stjóm-
kænska Breta, sem taldi hyggi-
legt að binda þjóðverja fastari
tengslum við Vestur-Evrópuþjóð-
irnar og undirbúa inngöngu þeirra
í þjóðabandalagið. þótti vissara
að fjarlægja þá Rússum og stjóm- 1
arstefnu þeirra. Áhugamál bresku
stjómarinnar, er að sameina
aðalþjóðimar á meginlandi Ev-
rópu gegn Rússum. Á Locamo-
fundinum var ekki verið að létta
samningsbundinni gjaldabyrði af
þjóðverjum. En þýska stjómin
skuldbatt sig til þess að viður-
kenna eilíflega rétt Frakka til
Elsass-Lothringen. þjóðverjar
áttu svo hið fyrsta að fá fast
sæti í þjóðabandalagsráðinu.
En kúgunarandinn ríkir enn
meðal ráðandi stétta og stjórna í
Evrópu. Bak við tjöldin ei* verið að
mynda hemaðarsambönd, með
ýmisikonar milliríkjasamningum.
Tjaldið, sem skýlir fyrirætlun-
um hinna einstöku ríkja er þvi
miður, þetta margnefnda þjóða-
bandalag. Bandalagið heldur þing
einu sinni á ári. Stjórn þess hefir
aðsetur í Genf. Ráðið skipa 10
fulltrúar; þar eiga 4 fast sæti,
frá Frakkl., Engl., Ítalíu og Japan,
en 6 eru kosnir af þinginu.
Frakkai' hafa fullan hug á að
vera sterkasti aðilinn í Bandalag-
inu. Pólverjar em þeim háðir og
margt bendir til þess að þeir vilji
líka hafa Spánverja sér samtaka.
í janúarmánuði komu fram kröf-
ur frá Spáni, Póllandi og Brasilíu
um fast sæti í ráðinu, ef þjóð-
verjum yrði veitt það. Frakkar
studdu sumar af þessum kröfum,
en það er ráðið sjálft, sem getur
samþykt upptökuna, og þarf hún
að vera samþykt einróma. Ensku
blöðin snemst gegn þessum kröf-
um, og andmæltu ummælum
franskra blaða. þótti Englending-
um að rómönsku þjóðimar yrðu
nokkuð liðsterkar í bandalaginu,
ef þessum kröfum yrði sint, og
hafa séð að Frakkar mundu verða
þeirra leiðandi hönd. Svíar hafa
mótmælt því að nokkrir aðrir en
þjóðverjar fengju fast sæti í ráð-
inu, hin Norðurlöndin tóku í
sama streng og sama skoðun mun
vera ríkjandi í Englandi. þó að
Chamberlain virðist ekki hafa
tekist að sýna hreina stefnu, eða
láta jafnmikið til sín taka á þing-
inu í Genf í þessum mánuði, eins
og í Locarno. Á Genf-fundinum
varð ekkert samkomulag. Fulltrú-
ar PóUands og Brasilíu höfðu í
hótunum að vera mótfallnir upp-
töku þjóðverja, nema að þau
lönd fengju sjálf fast sæti ? ráð-
inu. Frakkar telja að nágrannar
þjóðverja hljóti altaf að halda
um þá vörð, og eigi að vera þeim
yfirsterkari.
Og utanríkisráðherrarnir sem
þóttu vera mikilmenni í Locamo,
virtust nú ekki ráða við neitt, en
ákváðu að inntöku þýskalands í
þjóðabandalagið skyldi frestað til
hausts. þó kváðu þeir hafa sent
út yfirlýsingu um að „andi
Locamo-samningsins“ væri enn
óskertur! — Chamberlain hefir
fengið kaldar viðtökur í enska
þinginu út af þessu. Lloyd George
og Mac Donald beindust að hon-
um, svo að Chamberlain bauð að
segja af sér; en það varð eigi,
því að stjómarflokkurinn feldi
vantraustsyfirlýsingu þá sem
borin var fram gegn honum.
Sala. landsins
Jón Magnússon múlbindur Kr.
Albertsson. .Ritstjóra . marðar
bannað að útskýra hvaða tegund
af sterkri og fagurri föðurlands-
ást kemur fram í að húðfletta
Jón Magnússon, Jóh. Jóh. og
Bjarna fyrir opinbera framkomu
og að vilja afhenda frelsi lands-
ina í hendur annari þjóð.
Tveir . helstu . andstæðingar
Framsóknar á þingi hafa bannað
að bera mörð f hús þeirra. Svo
| mikinn viðbjóð vekur saurblað
I ólafs Thors í herbúðum íhalds-
manna.
Sigurður þórðarson etur ofan í
sig hinar svívirðilegu kenningar
um að glata frelsi landsins. Mun
vera farinn að skilja átakanlega
vel nauðsyn dyrabreiðra tukt-
húsa. Búist við opinberri rannsókn
í þessu hneikslismáli Tíminn mun
flytja ítarlegar fregnir af flótta
þessara ólánsmanna. Civis.
Þrjátíu ára stríðið
á Sandi.
Guðmundur á Sandi hefir ný-
lega fengið inni í málgagni er-
lendra braskjara til að óvirða
bændastétt landsins og leggja
henni fláar bendingar.Aðalefniðer
að ráðleggja bændum að vera
sundruðum, hnýta sér aftan í
braskara kauptúnanna og gera
ekki kröfur um framlög úr lands-
sjóði til viðreisnar sveitunum. Að
dómi hans koma vegir, brýr, skól-
ar, skip og járnbrautir fljúgandi
upp í munn bænda, þótt þeir sofi
meðan allar aðrar stéttir samein-
ast innbyrðis í baráttunni fyrir
tilverunni.
En Guðm. hefir ekki lífað eftir
þessum reglum sjálfur. Hann hef-
ir að vísu ekki þráð neinar al-
mennar framfarir, svo sem vegi,
sikóla, nýræktun, íslenskar sigling-
ar með ströndum fram o. s. frv.
Guðm. hefir ekkert kært sig um
þetta. Hann hefir verið svefn-
purka í þeim efnum, og svo vill
hann að allir bændur séu.
En Guðm. hefir samt átt er-
indi í landssjóðinn. Hann hefir
viljað fá þaðan peninga til eigin
þarfa. Og til að ná þessu takmarki
hefir hann barist seigri baráttu,
með þolgæði sem er jafn óvirðu-
leg fyrir það málefni sem hann
barðist fyrir, eins 0g slíkt úthald
hefði verið til sóma hverjum
manni sem beitt hefði sér á þann
hátt fyrir þjóðþrifamáli.
Stríð Guðmundar stóð í þrjá-
tíu ár áður en hann komst 1
landssjóðinn með þeirri festu, sem
sál hans þráði. Frá þessum þrá-
láta sníkjuleiðangri eru til marg-
ar kýmilegar sögur. Ein hin
fyrsta er um lófann sem sveið, er
þingið neitaði. Og í niðurlagi sömu
vísu gerði skáldið ódauðlegt gys
að smekkleysum hans, mentunar-
leysi og hortittum. Annað frægt
atvik, er hann hröklaðist burt úr
Breiðumýri vorið 198t, tiWr að
sannast hafði að hann hafði elt
fjölda þingmanna til að biðja þá
að hækka framlagið úr lands-
1 sjóði í sviðna lófann með 200
krónum.
En sinn endanlega sigur vann
Guðm. vegna bændasamtakanna,
eftir sömu reglum eins og einn
nafnkendur Gyðingur fékk silfur-
gróða sinn. þeir fomfrægu pen-
ingai- voru greiddir manni sem
hljóp úr fylkingu sinna jafningja
til að þóknast sameiginlegum ó-
vinum. Á sama hátt fekk Guðm.
á Sandi rímlaun sín framborin af
andstæðingum bændasamtakanna.
Af því hann er einn af þeim sár-
fáu bændum sem lætur nafn sitt
sjást á prenti í blöðum síldar-
spekúlantanna, er hann þeim
nokkurs virði í blekkingaleik
þeim er háður er af Grimsby-
í lýðnum um atkvæði bændanna í
sveitinni.
þannig á Guðmundur sigur
sinn, að komast á landssjóð,
tvennu að þakka. þrálátri baráttu
sinni, 0g samtökum bænda. Nú
hugsa bændur landsins ekki til að
komast í landssjóð eins og hann
og síst með sömu meðulum. En
þeir þurfa að komast í landssjóð
vegna almennra umbóta f landinu,
vegna vega, brúa, skipa, skóla,
jámbrautar og ræktunar. Til þess
nota þeir samtök sín. Og af Guðm.
geta þeir lært þolgæði, sem bíður
sigurs í þrjátíu ár.
þingeyingur.
„Breiðu spjótin“
Jón þorláksson hefir löngum
verið kaldráður í garð bænda.
I eldlaúsdagsumræðunum í fyrra-
dag reyndi hann að bera blak af
gengisækkunarstefnu sinni, með
fjarstæðum og slagorðum og frá-
munalegu skilningsleysi á kjörum
landbúnaðarins. Vera má, að það
hafi ekki látið mjög illa í eyrum
grunnhygginna manna eins og
Valtýs Stefánssonar, sem telur
sjálfsagt, að aðrir séu með sama
marki brendir og hann sjálfur, að
hafa ekki vit á málum. Enda dylst
það ekki að J. þ. leggur nú orðið
! áherslu á að tala eins og vit-
grennri hlutanum af þingflokki
hans hæfir. Flestum öðrum þing-
mönnum er vel ljóst að J. þ.
svífur nú í lausu lofti í gengis-
! málinu. þeir vita að hann hefir
j þar breytt gegn vilja Alþingis
og er kominn í minnihluta, hversu
lengi sem honum verður leyft að
sitja, þó þannig að völd hans
verði framvegis takmörkuð meira
en áður. Ýmsir samflokksmenn
J. þ. hlutu því að vorkenna hon-
imi; en andstæðingar hans brostu
að slagorðunum. Jón þorláks-
son kvartaði yfir því, að
j „Tíminn“ væri búinn að láta
hljóm sinn í gengismálinu gjalla
yfir þjóðina og eyða fylgi hækk-
unarstefnunnar. Hann hældist um
af því að með síðustu gengis-
hækkun hefði hag þjóðarinnar
ekki verið hallað — hún hefði
ekki snert landbúnaðinn, því að
landbúnaðurinn bæri höfuðið nú
hærra en áður, sem væri að þakka
ýmsum gerðum núverandi stjóm-
ar! Að vísu kvaðst hann eigi nú
orðið kunnugur í sveitunum, en
ef að bændur hefðu safnað skuld-
um árið sem leið, þá væri það í
fullu samræmi við venju þeirra,
að safna mest skuldum 1 góðæri.
Og ef að ungir bændur í sveit-
unum voru nú meira og minna
brotnir á bak aftur, þá mundi best
hæfa að kveða um þá kesknis-
og grínvísur, eins og þá, sem Mbl.
flutti nýlega. —
þingmönnum úr bændahóp mun
hafa blöskrað svo ofstopi, kæru-
leysi og lítilsvirðinig J. þ. í garð
bænda og skilningsleysi hans á
núverandi aðstöðu landbúnaðar-
ins, að það verður munað. Enda
væri það lundlaus kynslóð, sem
léti einn kaupmannspjakk traðka
sér í orði og verki svo árum
skifti, með nokkra ábyrgðarlausa
liðhlaupara við blöðin sér til að-
stoðar, um að vísa á leiðirnar í
skörðin á bændafylkingunni.
En „þau tíðkast nú breiðu
spjótin" og feigðarmerkin sjást
á fjármrh. — Sá flokksstjóri sem
hættur er að hlíta ráðum og till.
hinna hygnari manna úr sínu eig-
in liði og telur framburð þeirra
ósannan, hann er veginn 0g létt-
vægur fundinn. — Áður hefir
verið skýrt frá orðum 0. Thors
um að fjármrh. hefði rofið ákvörð
un síðasta þings í gengismálinu
og fleiri munu það mæla í stjóm-
arflokknum. þetta telur J.þ. ósatt.
Varla mun það tilefnislaust, er
þórarinn Jónsson lýsir vantrausti
sínu á núverandi fjármálastjóm í
umræðum um járnbrautarmálið í
gær. Hann þorði ekki að fá henni
í hendur heimildarlög um fjár-
veitingu úr ríkissjóði, treysti
henni ekki um forgöngu þess
máls, sem fyrir lá. — Bændur
taka eigi snoppungum J. þ. með
eins miklu jafnaðangeði og undir-
lægjuskap og meiri hluti Reyk-
víkinga. þeir skilja kuldaglott
hans og skeytingarleysi um þeirra
hag, vita að hann er sjálfum sér
hollastur.
Nefna má enn eitt dæmi, sem
særir hækkunarstefnu J. þ. hol-
undarsári: Verkfallið í Rvík, sem
staðið hefir á 2. viku er afleið-
ing af gengishækkun krónunnar
og röskun á verðhlutföllum í land-
inu. það veldur stórvægilegu
tjóni fyrir bæinn og þjóðina í
heild. Auk þess sem verkamenn-
irnir sjálfir bíða halla af atvinnu-
tapinu.
Væri það glæsileirt að búa fleiri
missiri við stjómarstefnu J. þ. og
afleiðingar hennar? því verður
þjóðin að svara sem fyrst. Hún
verður við kosningar að fjölga
þeim breiðu spjótum, er stinga nú-
verandi stjóm af stóli.
--------
Baugahrot.
Átti eg flesta á einum stað
Yndis þresti vísu;
Meðan gestur gekk eg að
Garði Vesturdísu.
Gerast rokin gæftatreg,
Grandar þoka stundum.
Elja strokan ægileg
óðum lokar sundum.
þúsund rasta þó um haf
þetta fast að baki,
Til mín kastar ómi af
Æsku þrasta kvaki.
Kannske brísheitt kvakið það
Kólgu og ísu skarði
Og mér vísi veginn aS
Vesturdísu garði.
Indriði á FjalH.
----a---
Útvíirpsstcð vax opmuð hér 1
bænum 18. þ. m. í fuudarstofu
Búnaðarfél. Islands; nefir víð-
varpsfélagið leigt hana, til þesa
að þar verði haldnar ræður þær
og hljómleikar, sem stöðin sendir
út. Stofan er öll fóðruð með klæði,
til þess að koma í veg fyrir end-
uróma. Fyrsta kveldið fluttu þar
ræður M. G. atv.mrh. og séra
Friðrik Hallgrímsson.
Fiskafli er nú talinn ágætur
bæði á Vestfjörðum og Austfjörð-
um sunnan til. Við ísafjarðai’djúp
hafa bátar fengið um 6000 pund
af stórum þorski og ekki farið
út úr djúpinu. 1 Homafirði fá
bátai’ að jafnaði 5—10 skpd. á
dag. Á einum báti öfluðust einn
daginn 21 skpd. Á Fáskrúðsfirðt
fá bátar í róðri 12—15 skpd. alt
á handfæri. Á Djúpavogi komu
á land í síðustu viku nærri 300
skpd., alt handfæraveiði.
Lovísa ekkjudrotning móðir
Ivristjáns konungs X. andaðist
laugard. 20 þ. m., hún var dóttir
Karls XV. Svíakonungs. Lovísa
drotnig var ástsæl og tók mikinn
þátt í líknarstarfsemi. Útför henn-
ar fer fram á morgun í Hróars-
keldu.
Láms H. Bjamason hæstarétt-
ardómari á sextugsafmæli í dag.
Verkfallinu hér í bænum lauk
í gærkveldi með samningum og
samkomulagi beggja aðila um
kaupið. Vinna hófst aftur í
morgun.
Nefndai’álit fjárv.n. N.d. skýrir
svo frá, að nefndinni hafi borist
c. 225 erindi er hún þurfti að
athuga. Fjái'beiðnir voru nú fleiri
en áður hefir verið. — Fjárl.frv.
stj. gerir ráð fyrir kr. 44806,20
tekjuafgangi, tekjuhækkunartill.
nefndarinnar eru kr. 310000,00
og gjaldalækkunartill. eru kr.
65590,00. Gældahækkunartillögur
nefndarinnar eru kr. 283600,00
— og tekjuafgangur því kr.
136796,20l Meirihl. nefnd. hefir
samþ. að fella úr frv. framlag til
utanríkismála (sendiherra í
Khöfn) kr. 45000,00. Nefnd. viU
hækka framlag til heilsuhælis
Norðurl. úr 75 þús. í 125 þúa. kr.