Tíminn - 10.04.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1926, Blaðsíða 1
(2>)a(bfeti og afarei6slur”aíiur Ctmans ct Sigurgeti' ^riétifsfon, SaTnhanbshúsinu, Heyfjaoif timans er i SamÍHmbsljáginu ©pht bogíega 9— [Z f. h- Simt 496 X. ár. Utan úrheimi. Framtíð Bretaveldis. Mjög- frægur enskur heimspek- ingur að nafni Schiller hefir ný- veiúð ritað bók um íramtíð Breta- veldis og er heldur bölsýnn. Skai hér skýrt frá helstu ályktunum hans 1 þessu efni. Iiann segir að heimsgengi sitt hafi Bretland fengið með öflug- asta ílota í heimi. Undh’ vernd ílotans haí'i þeir fengið yfirráð yfir helstu löndum hnattarins, og notið þeirar aðstöðu um leið og þeir hafi gætt þess að aðrar stór- þjóðir Evi'ópu héldu hver annari í skák. En stríðið breytti þessu þýska- land hætti að vera stórveldi, Austurríki féll í mola. Rússland varð einangrað og lamað. Frakk- land varð mesta valdaþjóð á meg- inlandinu, raunar engu valdaminni þar en á blómatíma Napóleons íyrsta. þegai' Frakkar tóku Ruhr, hefðu iþeir eins vel getað her- tekið Berlín. Engin þriðja þjóð gat hindrað það. Eftir stríðið urðu Bretar að viðurkenna rétt Bandaríkj anna til að hafa jafnsterkan herflota. En það er raunar sama og að leyfa þeim að! verða miklu voldugra herveldi, því að enski flotinn verður að vera dreifður um öll heimshöfin, en Bandaríkjaflotinn þarf ekki annað að gera en gæta Panamaskurðsins. I fjármálaefnum er aðstaðan hin sama. Bretland var áður forustu- land í peningamálum. í London var ákveðið um hvar lánsfé heimsins skyldi notað. Nú er þetta vald flutt til New York. Bretar geta ekki einu sinni lánað ný- iendunum fé, sem þær þurfa. Bandaríkin hafa tekið þar við. þá er verri, ef nokkur er, að- staða Breta um framleiðsluna sjálfa. Kolanámumar eru reknar með tapi fyrir ríkið, og engin úr- ræði sýnileg. þungamiðja iðnaðar- ins er líka að flytjast vestur yf- ir Atlantshafið. I styrjöldinni miklu stóðu ný- lendurnar með Bretum af frjáls- um vilja. En hagsmunasamband þeirra við England er að verða veikara með hverju ári. Banda- ríkin koma í Englands stað, líka í því efni. Framtíð Englands liggur þá í því að leita samstarfs og vináttu við Bandaríkin. Meðan jafnræði er með þeim frændum um völd og áhrif, getur England haldið sínum hlut. En jafnskjótt og Bandaríkin finna að England er máttarminna í þeim félagsskap, þá hverfur jafningjatilfinningin. Bandaríkin verða þá um stund öndvegisríki heimsins, og Eng- land lýtur forlögum Rómaveldis forna. J. J. -----0---- Kappglíma Ármanns var þreytt 28. f. m. í Iðnó. Kept var í tveim flokkum. í 1. flokki keptu 5. þorgeir Jónsson sigraði og' fékk 4 vinninga, Eggert Kristjánsson 3 og' JÖrgen þorbergsson fékk 2 vinninga. — I öðrum flokki keptu 6. Hlutskarpastur varð Vagn Jó- hannsson (5 vinninga), Björn Blöndal fekk 4 og Stefán Run- ólfsson 3. þrír verðlaunapening'- ar voru veittir í hvorum flokki. Glíman fór vel fram. Revkjiirík 10. apríl 1926 18. blafl Sa,la> laaidsins. 11. Kristján Albertsson stendur enn orðlaus og varnarlaus fyrir að hafa, vegna landsstjóinariniT- ar, húðflett helstu menn stjórn- arflokksins og' gert gælur við þá hugmynd að íslendingar eigi að verða aftur pólitisk undirlægja annarar þjóðai'. | Einn þektasti lögfræðingur | þingsins hefur tvívegis vikið hörkulega að landráðastefnunni í þinginu. Stjórnin hefir ekki borið blak af ólánsmönnunum tveim, sem hlut eiga að máli. þegar flett var ofan af land- ráðastefnunni hér í blaðinu virð- ist Sigurður pórðarson hafa trufl- ast svo, að liann sé ekki með réttu ráði síðan. Vitundin um ævarandi óvirðingu þá, sem hann hefir tengt við nafn sitt, og hegn- ingu þá er bíður hans, ef málið er rannsakað, hefir orðið of þung' byrði fyrir taugakerfi, sem áður var veiklað. C i v i s. Fundur í sameinuðu þingi. í fyrradag var til umræðu í sameinuðu þingi, tillaga til þingsá- lyktunar um, hverjar kröfur beri að gera til trúnaðarmanna Is- lands erlendis. Flutningsmaður Jónas Jónsson fylgdi tillögunni úr hlaði með ít- arlegri ræðu, sem prentuð er á öðrum stað í blaðinu. Að ræðu hans lokinni bar Jak. Möller fram rökstudda dagskrártill., um að vísa þingsályktuninni frá serr. óþarfri, þar eð efni hennar bæri að skoða sem óskráð lög. Mælti hann svo fáum orðum, sem hon- um var unt, til þess að róta sem minst upp í því, sem dagskráin átti að breiða yfir. Var á honum að heyra að hingað til hefði vel tekist að fylg’ja þessum óskráðn lögum! og að þarflaust væri að minna stjórnarvöld landsins á að gæta þeirra framvegis. Broslegt þótti að „sjálfstæðis" hetjur þingsins skyldu skipa sér í-fylk- ingarbrodd með allan stjórnar- flokkinn og fjóra þingmenn aðra að baki sér, um að lýsa velþókn- un sinhi vá fulltrúavalinu til fram- kvæmda á erindum ísl. þjóðarinn- ar gagnvart öðrum ríkjum og óbeinu trausti til stjórnarinnar um að hin óskráðu lög mundu veita henni nægilegt aðhald í þessum efnum hér eftir sem hingað til. Stjórnin mun hafa trú- að „sjálfstæðisrqönnum" vel til þess að gera ekki í hjarta sínu jafnstrangar kröfur og í stefnu- skránni til ajálfstæðis og sóma íslenskra sendimanna erlendis — þess vegna þurfti hún ekki að fá neinn af flokksmönnum sínum til að flytja dagskrána. þá talaði atv.m.ráðh. M. G. í sínum venjulega „pexara“-tón, og vissi ekkert hvaða tökum hann átti að táka á ræðu flutningsm. þótti honum óviðeigandi að minst var á framkomu vissra fundar- manna í Borgarnesi, og vildi bera blak af Gunnari Egilsyni, er hann taldi jafngóðan fulltrúa í fiski- sölu- og vínversluuarsamningum við Spánverja, hvað sem liði skoð- unum hans í bannmálinu eða for- tíð hans að öðru leyti. Taldi hann að á bak við ræðu flm. mundu vera fleiri sakir á hendur stjórn- inni, en beinlínis hefðu komið fram í ræðunni, sem hann þó hefði búist við, og beindi þannig að nokkru leyti áskorun til flm. um að koma fram með þær. Fors.rh. (J. M.) tók fram með sterkum orðum hve tilefnislaus þingsál. væri, og með öllu ástæðu- laust að finna að framkomu ísl. sendimanna erlendis, þótti sem þar væi i hvergi blettur né hrukka á. Lýsti með fögrum orðum þeirri tiltrú sem Gunnar Egilson hefði notið við Spánarsamningana, og talaði um þann megna misskiln- ing hjá flutningsmanni að erlend- ir fulltrúar færu með utanríkis- mál okkar, það væri aðeins gert eftir umboði. Vafði hann með mjúkum höndum kaldan hjúp hræsnis og yfirdrepsskapar um þá meðferð, sem mál vor sæta út á við og um framkomu opin- berra íslenskra sendimanna er- lendis. þá talaði flutningm. aftur. svar- aði í'áðherrunum og herti sókn- ina. Gat hann þess að samkvæmt skjölum, sem liggja frammi á lestrarsal þingsins, hefðu íhalds- rnenn í Borgarnesi barist þar gegn samskonar tillögu og hér lægi fyrir, og væri þessvegna heimilt að vitna til þess. þá spurði hann hvort nokkur legði trúnað á að stórþjóðirnar hefðu sent mann til samninga við Spánverja um áfengismálin, sem áður hefði opinberlega óvirt bannlögin. Enn- fremur hefði það kornið í ljós á síðasta þingi að G. E. stóð 1 ó- bættri sök við ríkissj., sem semja varð um að greitt yrði á fleiri áratugum. þetta viðurkendi M. G„ en taldi það fullgilt ef G. E. stæði við samninginn, sem liann von- aði, en eigi yrði fullyrt um. — Flutningsmaður gat þess að M. G. hefði í ræðu sinni hagað sér eins og' barn, sem ætti von á hirtingu og vissi um sakir á sig, hann hefði talað digurbarkalega um gróusögur. Fyrst hann væri að knýja fram sakirnar og létist ekld liafa fengið full tilefni til ályktun- arinnar, þá væri líklegt að hann gæfi rækilega skýrslu um för sendimannsins til Bandaríkjanna síðastl. liaust. Kvaðst hann ávalt hafa beint ásökunum sínum til stjórnarinnar í því máli, en eigi sendimannsins, sem væri verk- færi í höndum stjórnarinnar. Framkoma hennai' gagnvart sendi- manninum hefði í alla staði verið ósæmileg. Sagðist hann hafa beð- ið átekta um hvort að í brjósti ráðh. leyndist engin tilfinning fyrir því að í þessu máli væri um sök að ræða, sem ráðh. gæti hrein- lega játað óknúður, en svo væri háður í þinginu sami leikurinn 0g stjórnarblaðið hefði haft í frammi í allan vetur, að breiða með blekk- ingum og ósannindum yfir mál, sem öllum væri ljóst, og þröngva sendimanninum sjálfum til að taka þátt í þeim grímuleik. Sagð- ist ræðumaður hafa ætlað að hlífa hlutaðeigendum málsins við því að nefna þær sakir, sem atv.rh. gæti aldrei að eilífu af sér þvegiö í þessu máli. — Gerðust nú ókyrr- ir þeii' þingmenn, sem ekki treyst- ust til að tala, Sigurj. J. og Ól. Th„ og brugðu flm. um lýgi og ódrengskap. Forseti þaggaði niður í þeim. En ræðumaður, J. J„ taldi ekki vel hæfa að tala um dreng- skap í sambandi við Sigurjón, og sköraði á hann að taka til máls til þess að bera vitni þeirri lýgi, sem í honum byggi. þá vék ræðu- maðurvnokkrum orðum að þeirn hégómlega orðaleik, sem forsætis- ráðherra temdi sér þegar um með- ferð utanríkismála væri að ræða. Atv.m.rh. (M. G. reis upp til and- svara, en var móðlaus og' fáorður, lýsti hann aðeins yfir því að sendi- maðurinn hefði beðið sig þess í Khöfn, að losna við Ameríkuför- ina, það hefði hann veitt, og hugs- að sér að senda Svein Björnsson síðar vestur en nú væri nýkomin frétt um lagfæring á ullartollin- um, sem að vísu væri eigi sér að þakka, en hann væri ánægður með málalokin og svo mætti 3. landskj. lasta sig eins og hann vildi. M. G. gaf ekki frekari skýrslu og talaði eigi aftur í mál- inu. Flutningsm. hafði vitnað í till frá þingmálafundi á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu. — þór. J. tók því tvisvar til máls, skýrði á sinn hátt frá fundinum og sner- ist persónulega að flm. J. J. — Aths. frá Vesturhúnvetningi við hina ranghverfu frásögn þ. J. af fundinum, kemur í næsta blaði. Að öðru leyti viku þeir þ. J. og J. J. að gömlum deilum og brugðu hvor öðrum um ósannindi. Fjármálarh. (J. þ.) vék að ullartollinum og taldi að orsök hans væri samningur landstj. við biæska steinolíufélagið og einka- söluákvörðunin. Gaf hann í skyn, að breyting á tollinum nú mundi aftur stafa frá afnámi olíueinka- sölunnar. Kl. J. og Tr. þ. and- mæltu þessu kröftuglega, svo að ráðh. svaraði þeim engu aftur. Sagði Tr. þ. að fjárm.rh. sýndi með þessu meiri brjóstheilindi. en hann hefði nokkru sinni áðui' vitað koma fram í opinberum málum, svo fjarri öllum sanni væru þessar dylgjur hans um or- sakir ullartollsbreytinganna í Bandaríkjunum. Niðurstaðan af umræðum þessa fundar var sú, að ráðherramir fengu þá hirtingu, sem þeir hættu að rísa á móti, en gáfu upp alla vörn í þeim málum, sem um var rætt. þessu reynir Mbl. að leyna í fvásögn sinni af fundinum, sem er með venjulegum gleiðgosabrag. Enda kveðst Valtýr eins og oft áður, ætla að skýra síðar frá því, sem hann treystir sér ekki að tala um, en hann er alveg hættur að efna þau loforð sín. Að lolcnum umræðum voru at- kvæði greidd um dagskrá Jak. M„ og var hún samþykt með 28:13 atkv. Með henni voru stjórnarflokkurinn allur, sjálf- stæðismennirnir Jak. M„ Sig'. E. og B. Sv.; ennfremur Á. H„ Á. Á„ Halld. St. og Kl. J. Á móti dagskránni voru 11 Framsóknar- menn og Magn. T. og J. Bald. Eftir þenna þingfund getur þjóðin dæmt um hvorir láta sér annara um, að framfylgt verði hinum „óskráðu lögum“ þjóðar- innar, sjálfstæði hennar og sæmd út á við: þeir sem með atkvæði sínu höfnuðu þingsályktuninni, og lýstu þar með ánægju yfir nú- verandi fi'amkvæmd hinna ó- skráðu laga — eða hinir sem víttu veilurnar í þeirri framkvæmd og hvöttu til umbóta með þingsál.till. ----o---- Víðvarpsmálið. Ríkisstjórnin hefir nýlega veitt „H/F. Útvarp“ sérleyfi til 7 ára til reksturs víðvarps-stöðvar hér á landi. Stöð félagsins var opnuð af atvinnumálaráðherra þ. 18. f. m. Reglugerð um reksturinn var gefin þ. 23. s. m. og er hún birt í Lögbirtingablaðinu þ. 30. mars. Mikil óánægja hefir risið hér meðal víðvarpsnotenda út af reglugerð þessar. þykir hún jafn- vel ganga lengra en lög leyfa og gæta meir hagsmuna „H/F. Út- varps“ en notenda stöðvarinnar. Fyrir nokkrum dögum hélt „Félag víðvarpsnotenda“ fund um þetta mál. Kom þar fram einróma óánægja hjá fundarmönnum yfii' reglugerðinni. Formaður „H/F. Útvarp“ vai- á fundinum. Vai’ð loks að samkomulagi, að ;kosin skyldi nefnd þriggja manna til þess að athuga hvað „Félag' víð- varpsnotenda“ gæti gert best íyrir þetta mál og ræða tillögur sínai' og óskir víðvarpsnotenda við „H/F. Útvai'p. 1 nefndina voru kosnh' Luðvig Guðmunds- son mentaskólakennai’i (form.), Magnús Thorberg’ útgerðarmaður og þorkell Clementz vélfræðing- ur. Nefndin á að hafa lokið störfum sínum n. k. þriðjudag. það er von allra að samkomu- lag náist milli víðvai-psnotenda og „H/F. Útvai'p". þeir, sem hafa í hyggju að kaupa viðtökutæki, ættu að bíða með það uns samningum er lok- ið og árangurinn verður birtur. þorvaldur Ari Arason á Víði- mýri í skagafirði andaðist 3. mars s. 1. 76 ára að aldri Hann vai' póstafgreiðslumaður öll þau ár, sem hann bjó á Víðimýri. Margt var einkennilegt um þorvald og frábrugðið flestum öðrum. Mjög vai- gestkvæmt á heimili hans; og gestum sínum vottaði hann jafn- an glaðværð og fyrirmannlega hæversku. Hörmulegt slys varð á Viðeyjar- sundi föstudagskvöldið, 2 þ. m. þar tapaðist bátur með 4 mönn- um. þeir sem fórsut voru Sólberg Guðjónsson á Grettisgötu 43 og sonur hans 14 ára gamall, og 2 bræður 13 og 16 ára gamlir, einkasynir þorsteins þorkelssonar, Grettisgötu 44. Ei’ talið að þeii' hafi verið á skemtisiglingu. Bát- urinn hefir ekki fundist, þrátt fyrir milda leit. Sýslunefnd Árnesinga samþykti á fundi á Selfossi 6. þ. m. að reisa hinn væntalega héraðsskóla á Laugavatni. Aðalfundur Heilsuhælisfélags Norðurlands var haldinn á Akui’- eyri 14. f. m. voru þar lagðir fram reikningar félagsins og skýrt frá fjársöfnun til hælisins. Alt fé Heilsuhælisins, safnað að fornu og nýju, mun vera orðið 230 þús. kr. Á fjársöfnunarlistanum eru nú 13 hundruð nöfn. Stjórn fél. sendi símleiðis áskorun til fjárveitinganefndar um að veita fé á fjárlögunum til móts við framlög Norðlendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.