Tíminn - 17.04.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1926, Blaðsíða 2
72 TlMINN Sýning- Ásgríms Jónssonar. Eins og- að undanfömu hefir Ásgrímur gefið bæjarbúum kost á að sjá list sína í litla salnum í Templarahúsinu um páskaleytið, sýningar hans eru dásaml. hátíð- arbrigði í einmánaðarhrökunum og fásinni vetrarins. pað er erfitt að dæma um lista- verk þau sem sýnd voru (um 40 að tölu), því að birtuskilyrði sýn- iiigarsalsins eru svo slæm að mjög fáar myndir nutu sín, og engir fullkomlega. það er óneitanlega söguleg staðreynd, að höfuðborg- in skuli ekki eiga neinn sýninga- sal sem boðlegur sé til listsýninga hvað stærð og Ijósmagn snertir, því að sækja sýningu í listvina- félagshúsinu að vetrarlagi myndi bæjarbúum veitast erfitt, þar sem það er álitin „Bjarmalands- för“ að sumarlagi. Að þessu sinni sýndi listamað- urinn eingöngu landlagsmyndir, olíu- og vatnslitamályerk, þrungin af litbrigðum sumarsins — sólu og skýjarofi. Viðfangsefnin sýna, að hann hefir ótakmarkaða ást á íslensku landslagi, og glögt auga fyrir einkennum þess, enda hefir hann auðsjáanlega unnið sína djarflegu vinnuaðferð og ein- kenni með langferðalögum um fjöll og firnindi. Beinar og sterkar línur heimta ákveðin, hrein form þar af leið- andi djörf pensilstrik. Blæbrigði og hvikulleiki ís- lenskrar náttúru krefjast glöggs auga og ótakmarkaðrar þolin- mæði þessa eiginleika virðist Ás- grímur hafa í ríkum mæli, bygg- ing myndanna er jafnan sterk og eðlileg, þó tel eg það vafasamt að láta margar óbrotnar, sam- hliða línur liggja þversum yfir mynd eins og í stóru myndinni af Beinageitafjalli. Gleðilegt er að sjá hvað lista- manninum er sýnt um að láta viðfangsefnin ráða vinnuaðferð- inni (teknikinni), ýmist grípur hann til olíu eða vatnslita, og vart sér maður tvær myndir með alveg sama vinnulagi; það er næg trygging fyrir því, að ekki sé um kyrstöðu að ræða. — Eg hygg að aðalstyrk hans að þessu sinni sé að finna í olíumálverkunum, enda virðist hann hafa meira dá- læti á þeim til stórræðanna. þar með er ekki sagt neitt niðrandi um vatnslitamálverkin, því að Járnbrautamálið. SíSari ræða Sveins Ólafssonar viS 1. nmr. Við fyrri hluta þessarar umræðu var vikið fremur kuldalega að mér af hv. flm. frv. fyrir þá skuld, að jeg hafði látið í ljósi, að jeg mundi eiga erfitt með að fylgja frv. þessu út úr þinginu. Frá þessum sömu mönnum komu þá iíka fram ýmsar athugaverðar fullyrðingar viðvíkj- andi málinu og horfum fyrirtækis- ins og get eg ekki leitt hjá mér að minnast nokkrum orðum á þetta. En áðui; en eg vík að því, sem til mín heíir verið beint, verð eg að fara nokkrum almennum orðum um mál- ið í heild sinni. pað kemur ljóslega fram í greinar- gerð frv., að jámbrautarfyrirtækið er á því bygt, að árangurinn af áveitufyrirtækjum austan fjalls verði svo og svo góður og uppfylli glæsi- legustu vonir manna, en eins og* kunnugt er, er aðaláveitufyrirtækið, Flóaá^eitan, með öllu óreynt enn, þar sem vatninu verður i fyrsta sinn á þessu ári veitt yfir svæðið. Lítils- háttar reynsla er að visu fengin um Skeiðaáveituna, en hún er ekki að öllu leyti að óskum, eins og vitað er. Eg hygg það flestum í minni, að á næstliðnu ári kom fram skýring eða athugun manns eins, sem við áveituna er riðinn og benti til þess, A >. J C i’j 4.. Ájrí . k Odýr Gúmmískófafnaður. Seljum meðan birgðir endast: Hina viðurkendu Strigaskó með gúmmíbotnum. No. 24—26 2,90. No. 27—30 3,25 No. 31—35 3,75, No. 36—42 4,50 og No. 43—46 5,25. Gúmmiskór (Skóhlifar) hvíibotnaðar afar sterkir. Karlmanna No. 6—11 9,75, Drengja (Kven) 2Va—6 8,50 Unglinga No. 8—2 7,50. Gúmmístígvél: Karlmanns hvítbotnuð hnéhá 23,50, fullhá 36,00 Drengja hvítbotnuð 3—6 19,75 do. svört 17,75, Unglinga hvítbotnuð 15,50 og 16,50 Kven 15,00 og Barna, glans 9,50. Allar þessar tegundir eru nauðsynlegar á hverju heimili. Pantið strax. Afgreiðum gegn póstkröfu um alt land. Lárus G. Lúðvigsson, Símn.: Ludvigsson. Skóverslun. Pósthólf 31. nnnn SniBRLiKÍ IEsZa.Tj.pfélagsstj ór aj? I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. einnig á meðal þeirra eru ágætis myndir t. d. „í Áskarði“ og „Hekla séð frá Odda“ o. fl. Til að benda á heilsteypt og „gegnumfært* málverk á meðal olíumyndanna, vil eg m. a. nefna „Við Meyjarsæti“. par er mynd sem sýnir ágætlega skilning lista- mannsins á því, að maður og hestar eru líka náttúra eða partur af náttúrunni. Reiðmaðurinn með koffortahestinn er „komponerað- ur“ í fylsta samræmi við um- hverfið, rólegar og tígulegar lín- ur Meyjasætis veita auganu stöðvun um leið og það fylgir reiðmanni niður einstigið og nýt- ur um leið með honum hins dá- samlega útsýnis yfir þingvalla- vatn. Að sameina hina „lifandi og dauðu“ náttúru er prófsteinn að eftir rannsóknum, sem hann hef- ir gert, mundi áveituvatnið fara burtn af áveitusvæðinu auðugra af næringarefnum jurtanna, heldur en inn á svæðið; með öðrum orðum: Jarðvegurinn ætti eftir því smátt og smátt að tæmast af frjóefnum. Vel getur verið, að þessi athugun sje ekki sannprófuð og að eitthvað sé bogið við hana, en skýrslan bendir þó til þess, að rétt sé að bíða og láta reynsluna tala, áður en miljóna fyrir- tæki er reist á voninni einni ópróf- aðri. Miljónafyrirtæki sem þetta, er alvariegt fótmál að stíga fyrir jafn fámenna og fátæka þjóð eins og vora. Eg hefi þegar látið það í ljós, að mjer þykir mest vandhæfi á að styðja þetta frv., sakir þess að ekki verður gengið úr skugga um — ekki einu sinni ráðið i það — hvemig fyrir- tækið á að bera sig. Einnig áliti eg óforsvaranlegt að skapa kyrstöðu í öllum öðrum opinberum fram kvæmdum vegna þessa fyrirtækis. Hitt hefi jeg látið i ljós, að jeg væri fyrirtækinu hlyntur og vildi styðja það, þegar sannfæringin leyfði og ekki væri með því hnekt til muna öllum öðrum framkvæmdum. — Eg verð að geta þess, að á undanförnum 10 árum, sem eg hefi átt sæti hér, hefi eg oftast með fúsu geði rétt upp hendina, þegar þurft hefir að styðja fyrirtæki til þrifa og hagsbóta hér- uðunum austan fjalls, sem þó hafa verið fjárfrek í meira lagi. Eg veit, að á þessum tima hefi eg lagt lið listamannsins. það væri g-aman að sjá slíka viðleitni hjá lista- mönnum vorum yfirleitt. -.... ■ ■■ .......... mitt til að veittar yröu miljónir til þessara hjeraða i vegum, áveitufyr- tækjum o. fl., án þess að nokkuð hliðstætt hafi verið gjört fyrir önn- ur héruð. Eg hygg því, að engan íuröi, þótt eg hiki við þegar enn er farið fram á að leggja þeim margai’ miljónir; þótt eg skoði huga minn áður en eg rétti upp hendina með þessari fjárveitingu, sem óhjákvæmi- lega hiýtur að skapa kyrstöðu um allar verklegar framkvæmdir ann- arsstaðar á landinu. pað er réttmætt að bera saman þau fríðindi, sem þessar sveitir aust- an fjalls hafa notið, móts við önnur héruð landsins. Sá samanburður sýn- ir það eitt, að ekkert hérað kemst í námunda við þær. — Jafnvel þótt teknar væru margar sýslur annars- staðar á landinu, þá mundu þær til samans ekki komast til jafns við þessar sveitir um efnalegan stuðn- ing frá ríkissjóði. Eg get nú að mestu látið mér lynda þenna formóla, en það verð eg að segja, að mér þótti kenna nokkurs vanþakklætis frá háttv. aðalflm. þessa máls (Jör. B.) til mín og annara, þegar það er athugað, hvc, oft og ör- látlega hefir verið stutt að því, að veitt væri stórfé til þessara héraða austan fjalls. Af því að því hefir verið haldið fram í umræðunum um þetta mál, að með jámbrautinni yrði bætt úr samgönguþörf, sem á engan annan hátt verði bætt úr og sem sé evo Annars hefi eg góða trú á því, að hin unga list okkar hefir aðal- lega bygst á landslagsmyndum, brýn, að úr henni verði tafarlaust að bæta, verð eg að benda ó það, að með járnbraut er alls eigi bætt úr akvegaþörf héraðanna, því að eft- ir sem áður verður að halda við vegi, akfærum fyrir bifreiðar og vagna, bæði austur um heiði og um sveitirnar eystra. Jámbrautin þýð- ir því tvær flutningabrautir austur, og fer því mjög fjarri, að ríkið losni við að halda við akfærum veg þeim sem nú er. pá vil eg einnig taka það fram, að það er ó engan hátt útilokað, að héruð þessi geti orðið aðnjótandi samgangna á sjó. Menn vita vel, að möguleiki er fyrir því, og hann ekki lítils virði. pannig var það fyr, meðan sam- göngur á sjó voru betri og strand- ferðaskipin vom tvö, að annað þeirra hafði fastan viðkomustað á Eyrar- bakka. þessi möguleijii er enn fyrir hendi og má margt gera til að efla slíkar samgöngur. Báðir háttv. flutningsmenn þessa máls tóku það fram með nokkuð berum orðum, að mótspyrnan gegn þessu frv. myndi stafa a/ hefndar- hug, sakir þess að feld var um dag- inn í þessari háttv. deild tillaga um kaup á strandferðaskipi. Sérstaklega lagði háttv. 2. flm., 4. þingm. Reykv. (M. J.), mikla óherslu á þetta. Tal- aði hann um, að hjer væri ó ferð einhver ógeðslegur „hefnigimipúki", sem málum spilti. Nafnið er frem ur óliðlegt, en þó er nokkurn veginn álít það góða undirstöðu fyrir hugmýndir og sögu málara okkar síðar meir. Við sjáum, að jafnvel hinir ítölsku snillingar 14. aldar- innar flöskuðuálandslagsmyndum og þar sem þeir notuðu landslag og byggingalist til uppfyllinga er það oft „dauður blettur" í mynd- inni. Annars var það ekki ætlun mín, að hæla íslenskum listamönnum á kostnað hinna gömlu meistara. Svo eg snúi aftur að sýning- unni, þá virðast mér olíumál- verkin úr Borgaríirði jafnbest. pað er gaman að sjá sömu „mo- tivirí’ máluð með nokkurra ára millibili af sama listamanni. Sjá þau aftur í nýjum formum og nýj- um htum, en samt með sínum eilífu einkennum. Til dýpri skitnings á list Ás- gríms, er það mjög nauðsynlegt, að gjöra sér það ljóst, að með því að mála sama verkefni aftur og aftur, er hann að gera tilraun til þess að skilja þau lögmál nátt- úrunnar sem dýpst liggja, og engum auðnast að sjá nema þeim, sem á í meðvitund sinni óslökkv- andi löngun til að gjöra betur — og- aftur betur. vn. ----6---- iPórarinn á lelstai og pórarinn í sameinuöu þingL Á íundi i sameinuðu þingi nýlega er rætt var um hverjar kröfur bæri að gera til trúnaðarmanna landsins erlendis, var vikið að tillögu sem samþykt var á þingmálafundi að Melstað í vetur, um Ameríku-fulltrú- aim i ullarmálinu. Meðal annars mintist þingmaður okkar V,estur-Hún- vetninga, pórarinn á Hjaltabakka, á ýmislegt sem gerðist á fundi þess- um og vil eg minnast á sum þau at- riði. Á þessum fundi var talsvert rætt um hina mishepnuðu Ameríkuför Árna í Múla. Eg bar fram tillögu í málinu, sem var samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan hljóð- ar svo: „Fundurinn vítir harðlega gerðir stjómarinnar í ullartollsmálinu sérstaklega þær, að senda óheppi- legan mann, og þá er hann ekki gjörði skyldu sína, að senda ekki annan mann í hans stað til samn- inga“. pegar eg mælti fyrir tillög- unni lét eg í ljós þá skoðun, að lang- eðlilegast hefði verið, að stjómin hefði beðið Sambandið að leggja til mann í þennan leiðangur, þar sem ljóst hvað í því liggur, og verð jeg að segja, að tæpast er viðeigandi að nota þessa samlíkingu og hvorki viturlegt né góðgjarnlegt. Annars má segja um þessa hefnigirni, ef hún á annað borð væri til, aö hún væri fremur óeðlileg frá minni hendi, þar sem hefndin kæmi niður á saklaus- um. Eg ætla ekki að fara að gera mikið veður út af þessu írafári hv. þingmanns, en verð að segja það, að þegar svona rök eru notuð til að styðja gott mál — eins og flm. eðliega telja járnbrautarmálið — þá verður naumast litið á það öðru vísi en sem rökþrot og ráðaleysi. Eg get ekki litið öðruvisi á, þegar háttv 4. þm. Reykv. (M. J.) viðhefir þessi ummæli, en að hugur hans sé mót- tækilegur fyrir hefndarhug. Hann vekur því aðeins grun á sjálfum sér, með þessum ummælum. Hv. aðal- flm. (Jör. B.) viðhafði meðal annars þau orð um athugasemdir mínar, að með því að mæla á móti þessu frv. yrði eg fyrsti maður til að hnekkja einliverju þýðingarmesta landbúnað- armáli, sem borið hefði verið fram hér á Alþingi. Og þar með virtist honum eg hafa sýnt, að eg metti ekki sveitamenninguna eins mikið og eg léti af. Með þessu hefir hv. þm. gefið fyllilega í skyn, að fylgi mitt við landbúnaðarmál og sveitamenn- ingu sé yfirvarp eitt. pótti mér sá lakastur grikkurinn og þetta einns kuldalegast af þvi, sem fram hefir komið í umræðunum. Eg verð aö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.