Tíminn - 25.04.1926, Síða 3

Tíminn - 25.04.1926, Síða 3
TIMIN* 77 Ekki þriggja mánaða heldur um þrjátíu ára reynsla bænda út um alt land, sannar að Alfa Iiaval skilvindurnar reynast best. Alfa Laval skilvindan hefir hlotið yfir 1200 -- tólt hundruð -- fyrstu verðlaun á sýningum víðs- vegar um heim, enda voru taldar að vera í notkun um síðustu áramót hátt á Qórðu miljón, og eru það miklu fleiri en frá nokk- urri annari skilvinduverksmiðju. Einkasölu á íslandi hefir Samband ísl. samviélaga. ititi m 11 i i nTTTnTin 111 Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. HAVNEMBLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúg' mjöli o g hveiti. Meiri vöruéæði ófáanleg. S.I.S. slsziftir ©in.g-özxg-UL -við olsilcnjir. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. verið drykkjumaður né á því, að hann skyldi við konu sína. Byron er varanlega frægur fyrir að hafa verið eitt af höfuðskáldum heims- ins. þó að Kr. Alb. færi á þrot- laust fyllirí út um öll lönd, og þó hann væri sendur af hinum um- talaða blómræktarmanni Ólafi frænda sínum, þá væri ekki til neins fyrir Kr. að heimta heims- frægð á borð við Byron fyrir það. Ef út í samanburð ætti að fara, yrði að leggja á metaskálar sitt skáldverkið eftir hvom. Kr. hefði Hilmar Foss, hið aumasta leikrit sem nokkur andlegur húsgangur hefir látið ganga á þrykk. Byron gæti lagt Manfred á skálina á móti, og hann yrði nokkuð þung- ur. pó að Kristján vildi bæta skáldskap Jóns Bjömssonar og Laxness ofan á, yrði það ekki til neins. því að fitegð Byrons hvílir hvorki á minningu um ofdrykkju né leirburð. þjóðnýtingin á Sandi. þrjátíu ára stríðið endaði með vestfalska friðnum, en 30 ára stríð Guðm. Friðjónssonar endaði með því að hann komst á landssjóðinn. Guðm. er nú landssjóðsfyrirtæki, rekinn á bolseviskan hátt eins og sprúttsalan. Og afurðir þessarar þjóðnýtingar eru sá rímaði sam- setningur sem við og við sést í Mbl. og dilkum þess. það er und- arleg hæðni forlaganna að Mbl. skuli þurfa að birta þessa bolse- vika-framleiðslu frá Sandi. Mbl. hefir haldið á móti allskonar þjóð- nýtingu sem vit var í, þar á með- al á olíu og tóbaki. Mbl. hefir sagt, að allur slíkur rekstur gengi illa, bæri sig illa, væri dýr og af- kastið lélegt. í mjög mörgum tilfellum var kenning Mbl. röng. Ríkið var á góðri leið með að fá alt að hálfri miljón í gróða á tó- bakinu. Mbl. verður að trú sinni um Guðm. Rím hans verður æ þynnra og þynnra. Enginn maður lætur sér koma til hugar að læra eina línu eftir hann hvað þá meira, utanbókar. Seinast er Guðm. farinn að finna vesöld sína og þykist finna leirburðinn rekinn af sjó. Mönnum verður að trú sinni. Eigendur Mogga hafa í þessu efni orðið fyrir sorglegri reynslu. X. Búnaðarnámskeið hafa verið haldin í vetur á Austurlandi, að tilhlutun Búnaðarfél. Islands. þeir Metúsalem Stefánsson ráðanautur og Hallgrímur þórbergsson bóndi á Halldórsstöðum voru á náms- skeiðunum fyrir Búnaðarfélagið, Metúsalem kom aftur að austan með „Esju“ 13. þ. m. Fyrirlestrar- námskeið fóru fram á þessum stöðum: Hornafirði. Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum, Borg- arfirði og Vopnafirði. Auk þess höfðu fyrirlesaramir fundi á Kóreksstöðum og Sleðbrjótsseli og fluttu þeir 4 fyrirlestra á hvorum stað. Á Eiðum fluttu þeir 2 fyr- irlestra. Á námsskeiðunum voru til jafnaðar um 150 þátttakendur, og samanlegt sótti þau yfir 1000 manns. I Vopnafirði var fjöl- mennust þátttaka ca. 284. Máms- skeiðin stóðu í 4—6 daga hvert og voru fluttir um 20 fyrirlestr- ar á hverjum stað. Hallgrímur þórbergsson flutti fyrirlestra um ullariðnað, hrossarækt, fjárrækt, og nýbýli og ræktun. Metúsalem Stefánsson flutti fyrirlestra um: Áburð og ræktun, nautgriparækt, kartöflurækt, hreppabúnaðarfélög og erindi er hann nefndi: Hugur og hönd. Umræðufundir fóru fram á kvöldin um ýms efni viðkom- andi sveitalífinu. Á Egilsstöðum var þingmönnum Múlasýslna send áskorun um að útvega viðlaga- sjóðslán til að koma upp kembi- vélum á Reyðarfirði, er kaupfé- lagið þar ræki. Á Djúpavogi var kosin nefnd til að sækja um fjár- styrk úr sýslusjóði í sama til- gangi; á Vopnafirði vær stofnað- ur Framfarasjóður Vopnfirðinga, og kosin 5 manna nefnd til þess að leita samskota og semja skipu- lagsskrá fyrir sjóðinn. Búnaðar- samband Austurlands lagði til einn fyrirlesara á námsskeiðun- um, auk þess fluttu þar ýmsir af héraðsbúum erindi. — I Múlasýsl- um höfðu safnast, á þessum sam- komum, 102 félagsmenn í Búnað- arfélag Islands. Ingþór á Melstað. Ofl Ingþór í Reykjavik. í 19. tbl. Tímans er grein eftir Ingþór Bjömsson með fyrirsögninni: „þórarinn á Melstað og þórarinn í sameinuðu þingi“. Af þessari grein sé eg að ekki er lokið fréttaburði af þingmálafundum í kjördæmi mínu Hélt eg þó að ekki myndi verða um sinn vegið frekar í þarin sama kné- runn. En þar sem söguberinn ritar með fullu nafni og ritstjóri Tímans hefir góðfúslega leyft mér rúm i blaðinu fyrir stutt svar, skrifa eg þessar línur. Aðalefni greinarinnar er áfellisdóm- ur yfir mér, fyrir það, að greiða atkvæði með rökstuddri dagskrá í sameinuðu þingi, út af þingsályktun- artillögu frá Jónasi um val á sendi mönnum til annara ríkja. Dagskrár- tillagan taldi þingsályktunartillöguna óþarfa, því það væru óskrifuð lög, reisa þar nýbýli, og það er líka mikið um það talað. En eg held að það geti komið til álita, hvort nýbýlin verða reyBt fyrir austan heiðina eða fyrir vestan hana. Nýbýlin verða, a. m. k. til að byrja með, að byggjast mest- part á heysölu og mjólkursölu. Flutn- ingskostnaður á heyinu er jafn, hvorumegin heiðar sem býlin væru. Aðstaðan til heyskaparins að vísu betri fyrir býli austan heiðar, en markaðsaðstaðan betri vestan heiðar, og auk þess stuðningur af atvinnu við útgerðina og i bæjunum, og það býst eg við að dragi meira. Af þessum ástæðum, sem eg nú hefi vikið að, þykir mér fullkomlega álitamál, hvort nýbýli þau, er reist verða vegna járnbrautarinnar og Flóa-rækt- arinnar, verða reist hérnamegin heiðarinnar eða fyrir austan hana, en í sjálfu sér er þetta máske ekki svo mikilvægt atriði, því það getui verið ávinningur, hvort sem fólks- fjölgunin verður austur í sýslum eða i bæjunum og nágrenni þeirra. Háttv. flm. segja: Járnbraut, ekk- ert nema jámbraut getur komið hér að liði. En alt fram að síðustu tím- um hefir það þó verið talið álita- mál, eins og hv. þm. Vestur-Hún vetninga (þ. J.) hefir best sýnt fram á, hvort leggja ætti góðan bilveg eða jámbraut, og það er það fullkom- lega enn, meðal annars af þeim á- stæðum, að jámbrautir, einkum styttri brautir, eru yfirleitt að verða undir í samkepni við bifreiðamar. það hefir verið fært jámbrautinni til gildis fram yfir vegina, að hún þyrfti ekkert viðhald, en það þyrftu vegimir árlega. Við þetta er fyrst og fremst það að athuga, að æðimikill munur er á stofnkostnaði hvors fyrir sig; munurinn er um 3 milj. kr. 6% af þeirri upphæð, 180000 krónur, mundi verða nokkurt fé til árlegs viðhalds á veginum. í öðru lagi hefir það og verið viðurkent, að með járn- brautinni þyrfti lika veg, svo ekki kemur þá til, að losnað verði við alt viðhald á vegum austur. Að vísu hefir það verið sagt, að sá viðhalds- kostnaður yrði lítill, þar sem um- ferðin um veginn yrði að sjálfsögðu miklu minni. En þess ber að gæta, að hugsað er, að hinn nýji vegur verði mikið vandaðri en sá, sem nú er og þó er ekki að vita, að við- haldið á honum verði svo mikið dýrara en á þeim gamla og lélega, þó umferðamunur væri mikill. Hærst. fjrh. (J. þ.) talaði þannig, að hann taldi málið ekki eiga rétt á sér, ef það yrði til að hindra aðrar almennar framkvæmdir, en taldi forsvaranlegt, af því að ætla mætti að jámbrautin bæri sig. þetta verð eg að telja mjög óákveðin um- mæli. það vantar sem sé vissuna um hvort áætlanimar munu stand- ast, eða verða eitthvað nærri lægi Áætlanir hafa oft bmgðist, þótt að- eins hafi verið um stofnkostnað, og hvað þá þegar þarf að gera áæltun 10 ár fram í tímann. Og þó svo reyndist, að áætlunin væri nærri lagí, þá hlýtur slíkt stórmál, sem þetta, altaf að hindra að miklu eða tölu- verðu leyti aðrar framkvæmdir. Fyrst og fremst má búast við, að eitthvað verði tekið af þvi fé, sem fyrir hendi er, í viðlagasjóði, og mátti skilja á hæstv. ráðherra, að hann teldi það óhætt. En því fé verður þá ekki varið til annars. Jafnframt yrði að leggja á gjaldþol manna, til að alfa fjár til fyrirtækisins og það gjaldþol, sem til þess gengi, yrði þá ekki notað til annars. í þriðja lagi verður að taka mikið lán, en þaö kostar árleg útgjöld í vaxtagreiðslu og dregur frá lánstrausti landsins, ef til þess þyrfti að taka til annara hluta. Eftir hugsanagangi sumra af for- mælendum þess máls, þá eigum við að standa betur að vígi til almennra framkvæmda, eftir að hafa bundið 6—7 milj. í þessu fyrirtæki! Samkvæmt áætlun þeirri er ligg- ur fyrir um stofnkostnað þessa fyrir- tækis, er hann áætlaður 6t/4—6l/o miljón kr. og gert ráð fyrir, að 3 ár gangi til að koma því á fót. Rekstraráætlun hefir verið gerð til 10. rekstrarárs, og á þessari áætlun ætla eg að byggja útreikning um hinn eiginlega rekstrarhalla fyrirtæk- isins. Eftir áætlun þessari, verður framlagið að meðaltali á ári í 3 ár nálægt 2,16 milj. kr. 6% vextir af 1. árs framlaginu verður um 12,96 þús. á ári. f 13 ár verða það því um 1 milj. 680 þús. Á sama *hátt reikna jeg framlag 2. arsins og verða vextimir af því í 12 ár rúm 1 y2 milj. og framlagi 3 ársins í 11 ár tæp IV2 milj. þetta verður samtals rúm- ar 4,6 milj. Frá þessu ber svo að draga tekjur þessara ára, og áætl- un er gerð um þær á 1. og 10. rekstrarári og eftir henni má gera , ráð fyrir, að þær verði að meðaltali | 185 þús. kr. á ári, og það í 10 ár verða 1 milj. 850 þúsundir. það dregið frá 4,6 milj., eftir verða þá ca. 2,8 milj., sem verður samlagður rekstrarhalli til 10. rekstrarárs. Sé : þetta svo lagt við stofnkostnaðinn, : verður hann yfir 9 milj. En ef þess- ari upphæð er aftur á móti deilt á 13 ár, þá verður það um 216 þús. á ári. Mönnum kann nú að þykja i þetta ekki gífurleg upphæð, en hún j slagar samt upp i það, sem veitt I hefir verið til allra verklegra fram- kvæmda í landinu sum árin. þá er athugunarmál, hvort það ætti að vera ríkið eða félag einstakra manna, sem ræki þetta fyrirtæki. Væri það félag einstakra manna, sem ræki það, væri fyrirfram ákveðið hversu mikið fé ríkið legði fram, og jafnframt tæki það enga ábyrgð, hvorki á áæltun eða á rekstrarhall anum. En ef ríkið ræki fyrirtækið, þá yrði að taka ábyrgð á áætlunum, ekki aðeins á stofnkostnaðinum held- ur og líka á rekstrarkostnaðinum. þvi hefir nú verið haldið fram, að þessi áætlun væri mjög varlega gjörð, sem eg ætla ekki að mótmæla, því það má vel vera rétt En hitt er þó víst, og á það hefir verið bent með fullum rétti, að alt til þessa hafa allar áætlanir um jámbrautina verið mjög á reiki, og væri þá næsta undarlegt, ef hún nú alt í einu væri orðin óskeikul. Og jafnframt má benda á það, að sjálfir flutningsm. hafa vefengt hana, að því leyti, að þeir hafa talið hana alt of varlega! Eg skal fúslega játa, að þetta er stórt mál, sem á skilið alla athygli. En það á enga heimtingu á blindu fylgi- Sum mál eru svo stór og þýðingar- mikil, að nauðsyn þykir að leita um þau þjóðaratkvæðis, og jeg verð að telja þe.tta mál meðal þeirra, þótt eg hinsvegar búist ekki við að það verði gjört. En því ver þykir mjer við eiga, að ætlast til, að málið gangi fram nú þegar á þessu þingi, svo að kalla án þess að þjóðin fái nokkuð um það að vita fyr en það er orðið að lögum. Og heldur ekki kann eg við þá lægni, sem reynt er að afla frv. fylgis með, með því að halda þvi fram, að áhættu- laust sé að samþykkja það vegna þess, að það sé aðeins heimild fyr- ir stjómina, og að hún muni þá hafa vit og varúð fyrir þinginu Af undirtektum tveggja ráðherranna má skilja, að þeir hafa ekki viljað taka ábyrgð á málinu með því að bera það fram sem stjómarfrv., en hinsvegar muni þeir taka fegins hendi við heimildinni, ef þeir séu aðeins lausir við ábyrgðina á málinu. -----o-----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.