Tíminn - 19.06.1926, Side 1

Tíminn - 19.06.1926, Side 1
(Sfaífcferi dg afgtei&slurra&uc Ctmons et Sighrg«ir ^ti&rifsftn, Sam&attöslíúatnu, Seyfj«»íf. it\fgteií>sia C f m « n s «c i Samíxmiisíjúíítui (Dintt feagbga 9—\i f. Simi ^96. Hér með tilkynnist vinurn og vandamönnum, að hjartkær faðir okkar og tengdafaðir, Sigurður Sigurðsson, frá Fiski- læk I Leirársveit, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 17. þ. mán. Jaiðarförin verður ákveðin síðai'. Fyrir hönd mína, systkina og tengdasystkina. Halldóra Sigurðardóttir. X. &r. Athugasemd um áburðarmálið. I janúar síðastliðinn vetur var mér falið af stjóm Búnaðarfé- lags Islands að leita upplýsinga lijá Norsk Hydro Elektriske Kvæl stofaktieselskab um, hvernig gangi þeirra verslunarviðskifta hefði verið varið, sem farið hafði fram milli nefndra félaga um nokkur undanarin. ár, og :sem á- greiningur var risinn út af milli stjórnar og framkvæmdarstjóra Búnaðarfélagsins. Jafnframt því átti jeg á ferð minni að gera til- raun til að útvega viðskftasam- bönd fyrr félagið hjá áburðar- verksmiðjum eða sölufélögum þeirra erledis, og fór með umboð stjórnar Búnaðarfélagsins í þessu skyni. Eg gef stjórn Búnaðarfélags- ins skýrslu um málið, dags. 14. febrúar 1926. Hún er gefin eftir að Norsk Hydro Elektr. Kvæl hefir skýrt gang viðskiftanna, og lagt fram öll bréf ig símskeyti, er félagið kveðst hafa sent og móttekið, viðvíkjandi sölu áburð- ar á Islandi eftir 1922. Skýrsla þessi er gefin hlut- drægnislaust, í fullu samræmi við sannanlegar staðreyndir, og átti því að geta gefið nægar forsend- ur fyrir réttri skýringu á gangi þessa máls. I því sem opinberlega hefir komið fram um þetta mál eru atiáði, sem bygð eru á alt öðrum grundvelli, og knýja mig til að birta almenningi það, sem réttara er. I grein Varðar frá 8. maí s. 1., er ber yfirskriftina „Áburðarmál- ið“, komu fram missagnir, sem eru varhugaverðar, og almenn- ingur má ekki byggja dóm sinn á í þessu máli. Blaðið birtir nefnd- arálit neðri deildar Alþingis, og tilfærir þar meðal annars: „Það mál er þannig vaxið sam- kvæmt skýrslu stjórnar Búnaðar- félags íslands, að framkvæmdar- stjóri félagsins hefir snemma á síðastl. ári, af ástæjðum, sem ekki eru kunnar, slept, að því er virð- ist viljandi, þvert ofan í samþykt búnaðarþingsins, einkasölu þein-i, er Búnaðarfélag íslands hafði haft frá Norsk Hydro á Noregs- saltpétri, í hendur firmanu Nat- han & Olsen í Reykjavík, og dul- ið félagsstjórnina þessa nær hálft annað missiri". Hvorki Búnaðarfélag íslands né framkvæmdarstjóri þess hafa haft einkaumboð á Noregssalt- pétri fyrir ísland frá Norsk Hydro Elektr. Kvæl. Það hefir aldrei af nefndum aðilum verið farið fram á það við N. H. Elektr. Kvæl., að samningar væru gerðir, er trygðu Búnaðarfélaginu slíka einkasölu eða einkaumboð. Einka- umboð (Eneforhandling, Allein- verkauf), er bindandi samningar af tveggja aðila hálfu. Þar er af hálfu seljanda framlögð skuld- binding um, að svo lengi sem samningurinn hefir gildi, þá megi sú vara, er hann. gefur um- boð á, eigi að seljast af honum, — hvorki beint eða í óbeinum við- skiftum — til annara en umboðs- hafanda, í landi því, er hann hef- ir fengið umboð fyrir. Það er fyrst á síðastliðnum vetri (1925— 1926) að Búnaðarfélag Islands fer fram á að fá samningsbundið umboð. Gangur viðskifta milli Bfl. ísl. og N. H. E. Kvæl. er, að hið fyrra óskar verðtilboða frá Norsk H. Elektr. Eftir að þau eru g-efin, gengur Bfl. Isl. að þeim með vissum skilyrðum, að samningar gerðir um hvernig greiðslur fari fram, og greiðslur fóru ætíð fram við móttöku. Hitt er annað mál, eins og skýrsla mín glögt ber með sér, að N.H.Elektr. hér sem annarsstaðar óskaði að fylgja þeirri viðskiftavenju sinni, að sala þess á íslandi væri í hendi einnar stofnunar, en þareð það tvisvar sinnum afgreiðir pantanir frá öðrum aðilum hér heima sést, að það hefir ekki talið sig háð þeim skuldbindingum, er veittu einkaumboði fylgir. — Það mætti nefna þetta umboð án skuldbindinga og við það á N. H. Akt. í símskeyti, er það sendir einum stjórnamefndarmanni Bfl. ísl. Af þessu er ljóst, að framkv.- stjóri Bfl. ísl. hefir ekkert umboð af hendi að láta, og þar sem sagt er í nefndri giein Varðar, að þessu ímyndaða umboði hafi verið slept í hendur formanu Nathan & Olsen í Reykjavík, er djarft til orða tekið af þeim, er fræddu landbúnaðarnefnd á því, þareð eg hefi í höndum skriflega viður- kenningu frá Norsk Hydro, er sannar, að búnaðarmálastjóri hef- ir alls eigi mælt með, eða vitað um, að um slíka samninga væri að ræða mlli Norsk Hydi-o og Nathan & Olsens, og er í þessu atriði farið með blekkingar í Varðargreininni. Ef nefndarálit Nd., sem birt er í Verði, er tekið sem heild, sést, að landbúnaðamefndin hef- ir útvegað sér hrafl af upplýs- ingum um málið; en sje dæmt eft- ir þeim ályktunum, sem þar koma fram, eru þæg upplýsingar næsta einhliða. I fullu samræmi við þær upp- lýsingar, sem hér eru gefnar, er framburður, framkvæmdarstj. Bfl. Isl., Sig. Sig á Búnaðarþinginu 21. febr. 1925, eins* og sjá má á fund- argerð þess, er segir: „Búnaðar- málastjóri bað það bókað, að hann hefði útvegað þetta tilboð um Noregssaltpétur og samið um það, að hér lægi aðeins fyrir til- boð frá Norsk Hydro, en ekki umboð“. — Það er af áhuga fyr- ir að styðja ræktunarviðleitni bænda að Sigurður útvegar á- burðinn, á meðan notkun hans er að komast í gang. Meðan alt er óvíst hvernig hann reynist við vora staðhætti hafa allir aðr- ir en framkv.stj. Búnaðai-félags- ins hendiu- í skauti sér í því efni. Tíminn líður, og reynslan sýnir að fæst ágætur ái’angur; þá em framréttar fleiri hendur, sem bjóðast að annast viðskiftin milli bænda og söludeildar verk- smiðjunnar. Mjólkurfél. er fyrst á ferðinni hjá Norsk Hydro El. Kvæl., til að bjóðast til að annast söluna. Árið 1924 annast Búnaðarfél. Isl innkaupin á Noregssaltpétri, en firmað Nathan & Olsen út- söluna hér heima. Firmað leysir út gegn farmskírteinum tvær pantanir, aðra frá 14. maí, hina frá 4. júní. I desember sama ár er leitað verðtilboðs af Bfl. Isl. á 200 smálestum Noregssaltpét- urs, og er það gefið af N. H. Kv. Aktieselsk. I bréfi framkv.stj. Búnaðarfél. Islands til N. H. Akt. selsk. er farið fram á, að endan- leg ákvörðun um kaupin megi bíða, vegna þess, að búnaðarþing komi saman innan skamms en Reykjavfk 19. júní 1986 þá verði ákvörðun tekin um mál- ið. Bréf þetta er frá 29. jan. 1925. Þann 5. febr. sama ár kem ur framkv.stjórinn úr firmanu Nathan & Olsen í Reykjavík á fund N. H. E. K. Akt.selsk. Sá fundur leiðir til þess, að tvenn samningsbundin lofoi’ð eru gefin af N. H. Akt.selsk. undir vissu skilyrði. Hið fyrra er, að Nathan & Olsen fái keyptar þær 200 smá- lestir, sem Bfl. ísl. var gefið til- boð um, svo fremi það gefi sam- þykki sitt til þess. Á fundi í Bfl. ísl. 5. mars samþykkir stjórn Búnaðarfél. (tveir stjórnarnefnd- armenn á fundi) að Nathan & Olsen fái til ráðstöfunar 140 smá- lestir, og 60 smálestir fái Mjólk- urfélag Reykjavíkur. Þann 7. mars fær N. H. Akt.selsk. símsk. frá Nathan & Olsen um, að firm- að taki móti 200 smál. samkv. samningunum. Samtímis fætr það skeyti Bfl. Isl., sem Vörður birt- ir, og þó aðeins nokkurn hluta af, en sem samhljóða frumritinu er þannig: „Búnaðarfélag inde- forstaat Nathan & Olsen dags- telegram*. Þetta símskeyti get- ur aldrei skoðast að fela í sér annað meira en framkvæmd á gjörðum og samþykt stjórnar Bfl. ísl. frá 5. mars. I bréfi N. H. E. K. Akt.selsk. frá 7. mars er að- eins tekið fram, að það skoði sölusamn-ing sinn á þessum 200 smál. viðurkendan af Bfl. ísl. og viðskiftin fyrst um sinn farl fram gegnum firmað Nathan & Olsen. Bréf þeirra gefur þannig engar beinar upplýsingar um, að samn-ingar, viðvíkj andi einkaum- boði, hafi átt sér stað. Hið síðar samningsbundna lof- orð, sem N. H. E. K. þann 5. fe- brúar gefur firmanu Nathan & Olsen, er viðvíkjandi einkaum- boði á Noregssaltpétri á Islandi. Um það er gerður sérstakur samningur, þar sem N. H. E. K. gengur inn á, með nánar ákveðn- um kjörum, að veita firmanu N. & Olsen, einkaumboð á Noregs- saltpétri á íslenskum markaði 1926—26, og skuldbindur sig til jafn-framt að selja ekki þessa vöru á íslandi, hvorki beint eða óbeint, með aðstoð annara en N. & Olsen, og gefa ennfremur við- urkenning fyrir að þeir eigi muni gera samning við an-nað firma fyrir tímabilið 1926—27, fyr en það hefir yfirvegað með N. & 01- sen samskonar viðskiftasamband fyrir það tímabil. Sem skilorð fyrir að þessi samningur fái framkvæmdagildi, er, að Bfl. ísl. eða Sig. Sig. búnaðarmálastjóri samþykti það. Hvorugur þessara aðila -höfðu möguleika til að gefa þetta samþykki, nje til þess að andmæla samningnum, þareð þeim er aðeins kunnugt um kaupsamninginn viðvíkjandi 200 smálestum áburðar, en alls eigi um samninginn um einkaumboð- ið. Það sýnir grunnfærni í rann- sókn á skýrslum þeim, er fyrir lágu í málinu, áður en Varðar- greinin er skrifuð, að tilfæra án réttrar skýringar þau atriði úr bréfi N. H. til Bfl. Isl. frá 7. mars, að það skoði skeyti Bfl. ísl. sama dag sem samþykki þess> á samningunum við Carl Olsen frá 5. febr. um hið veitta einka- umboð. Engum óhlutdrægum, sem les það bróf, getur blandast hug- ur um, að með orðinu „Salgav- tale“ er átt eingöngu við kaup- samninginn um hinar áðumefndu 200 smálestir, en ekki þær gagn- kvæmu skuldbin-dingar, sem sama dag eru gerðar um einkaumboðið Eftir því að dæma, sem fram hefir komið í þessu máli, er eins og líf og dauði hins íslenska landbúnaðar byggist á þessari einu köfnunarefnisáburðarteg- und; en svo er ekki. Fleiri öflug sölufélög -hafa minst 10 aðrar köfnunarefnis áburðartegundir að bjóða, sem margar hverjar að verði og gæðum eru fullkomlega samkeppnisfærar við Noregssalt- pétur. Norsk Hydro hefir aðeins 2,7% af magni þess köfnunar- efnisáburðar til yfirráða, sem hin keppandi sölufélög bjóða á markaðinum. Þó skýra mætti fleiri hliðar þessa máls, á annan réttari hátt en hin-gað til virðist hafa verið gert, skal eigi frekar út í það farið hér, þar eð nákvæm skýrsla með fullum sönnunargögnum verð- ur lögð fyrir búnaðarþing frá einum viðkomandi málsaðila. • Reykjavík, 9. júní 1926. Pálmi Einai-sson. Áburðarmálíð. Á aðalfundi Búnaðarfélags Is- lands á Egilstöðum var eftirfar- andi tillaga samþykt: Um leið og aðalfundur Búnað- arfélags Islands lýsir megnri óánægju sinni yfir því að félagið skuli vera búið að missa úr hönd- um sér hna góðu aðstöðu er það hafði til að útvega bændum Nor- egssaltpétur á sem ódýrastan hátt, þá skorar hann jafnframt á stjórn félagsins að gera alt sem í henn- ar valdi stendur til að ná aftur í hið tapaða einkasölusamband við Norsk Hydro Elektrisk Kvælstof- aktieselskab, og enn-fremur að hafa athygli fyrir nýjum áburðar- tegundum sem kunna að koma á markaðinn og reyna að tryggja þær félaginu. Endanlegt skipulag með fyrirkomulag áburðarverslun- arinnar leggur fundurinn í hend- ur nætsta búnaðarþings, en felur hér með stjórn félagsins að und- irbúa það mál rækilega áður. --------- Sjáið hvemig moldin lætur f blaðkyrru veðrinu! „Vísir“ (Sig. Eggerz?) segir að innan skamms muni Framsókn- arflokkurinn leysast upp, íhalds- 30. blað flokkurinn muni falla saman, en „Frjálslyndi flokkurinn“ (sem ennþá er ekki fæddur) muní blómgast og verða voldugas-ti flokkur landsins. Ójá. Þeir lifa lengst, sem með orðum eru vegn- ir. Það er víst. En um „Frjáls- lynda flokkinn“! er það að segja, að það er engin hætta á að hann deyi, því enginn getur dáið nema hann fæðist. En flokkurinn er ófættt örverpi og getur því hvorki lifað né dáið. STAKA. Munai' um eina atkvæðið. — Eggerz smalar víða. Launið þið honum laufblaðið, látið það ekki bíða. Víðvarpsmálið. Eins og Tíminn hefir áður skýrt frá strönduðu allar samningatil- raunir milli viðvarpsnotenda og H.f. Útvarp, síðast er reynt var. Nokkru síðar byrjaði H.f. tJt- varp að innheimta stofngjöld af viðtækjum samkv. reglugerð sinni, kr. 85 af hverju. Víðvarps- notendur boðuðu þá á ný til fundar. M. a. er þar gerðist var kosin ný samninganefnd. I henni eru Ólafur Friðriksson bæjarfull- trúi, Luðvig Guðmundsson menta- skólakennari og Höskuldur Bald- vinsson rafmagnsfræðingur. Tvær nefndir voru kosnar til þess að vinna að aukinni fræðslu um víð- varp meðal almennings. Ennfrem- ur voru samþyktar í einu hljóði tvær tillögur frá Luðv. Guð- mundssyni. önnur þess efnis, að félag víðvarpsnotenda skorar á alla víðvarpsnotendur að fresta greiðslu stofngjalda og árgjalda af viðtækjum uns samningar hafa náðst við Hf. Útvai'p um gjöld þessi. Hitt var áskorun til ríkis- stjórnarinnar að endurskoða reglugerðina um rekstur Hf. Út- varp. Vonandi verður stjórnin við þessari áskorun og breytir þeim ákvæðum reglugerðarinnar, sem varhugaverðust eru. Annars er ekki gott að segja hvað úr þessu máli kann að verða. Y. —— Konungskoman. Konungshjón- in komu til Reykjavíkur 12. júní að morgni og dvöldu þar í 4 daga. Var veður allan þann tíma hið ákjósanlegasta. Fór konungur til Þingvalla og austur að Þjórsá, ásamt ráðherrum og nokkrum öðrum embættismönnum. 15. júní hélt konungur ríkisráðsfund í sal efri deildar Alþingis. Undir- s-krifaði hann þar lögin frá síð- asta þingi, 51 að tölu. Síðar um daginn lagði drotningin homstein að Landsspítalahúsinu í viðurvist mikils fólksfjölda. Þann 16. júní ávdegis lagði konungur af stað norður fyrir land. Lögjafnaðarnefndin danska er nú komin til Reykjavíkur til þess að halda fundi. Vegna veikinda getur Bjarni Jónsson frá Vogi ekki mætt á fundunum. Eru þar þvi aðeins tveir fulltrúar fyrir íslands hönd. Mikil hátíðahöld vom í Reykja- vík þann 17. júní. Þá var hinn nýi íþróttavöllur vígður í viður- vist fjölda manna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.