Tíminn - 03.07.1926, Page 3

Tíminn - 03.07.1926, Page 3
TlMINN 119 andi í því efni. Markmiðið væri að veita börnunum söng-kunnáttu og- þroska smekk þeirra svo að þau gætu tekið þátt í hinum al- menna alþýðusöng, og skilið og notfært sér hið besta í söng og „músík“ listamanna. Gat hann ess, að von væri á handhægri eöngkenslubók við barna hætfi. Nokkrar umræður urðu um málið. Þótti mönnum gott til þess að vita að von væri betri bóka og aðferða en tíðkast hafa, því að árangur hins margraddaða skóla- söngs virtist sá að almenningur syngi minna en áður heima fyrir. 4 .Fræðslulögin nýju. Ásgeir Ásgeirsson alþm. hóf umræður. Rakti hann í höfuðdráttum sögu fræðslulag-anna, og mintistj í því sambandi á hin fyrstu fræðslu- lög, sem hinn nýlátni fræðslu- málastjóri, Jón Þórarinsson, og faðir hans, sr. Þórarinn Böðvars- son, báru fram á Alþingi 1887. Þau náðu ekki samþykki, sem kunnugt er. Síðan skýrði hann rrijög rækilega frá því, hver væri meginmunurinn á nýju fræðslu- lögunum og hinum eldri (frá 1907), og' taldi jþær yfirleitt til mikilla bóta. Lýsti hann sérstak- lega ánægju sinni yfir stefnu- breytingu þeirri sem orðin væri í fræðslumálunum hjá löggjafar- valdinu. Fram að síðasta þ ingi hafði jafnan verið dregið úr fræðslunni með öllu móti, en nú væri tekið að hlúa að henni. Um- ræður urðu riokkrar, og beindust einkum að vandræðum farkenn- ara, illum aðbúnaði og lágum launum þeirra. Voru allir á eitt sáttir um að hin mesta nauðsyn væri að ráða bót á iþessiu. Var samþykt svolátandi tillaga: „Þingið ályktar að fela stjórn kennarasambandsins að gera sér far um að athuga ðstöðu og laun farkennara og reyna það, isem í hennar valdi stendur til að ráða bót á aðbúnaði þeirra og kjör- um“. 5. Vandræðabörn og meðferð á þeim. Sigurður Jónsson skóla- stjóri í Reykjavík hóf umræður. Rakti hann í aðaldráttum reynslu grannaþjóða vorra í þessu efni. Kvað þetta ennþá meira vand- ræðamál þar en hér, og réði þröngbýlið og mannmergðin í bæjunum þar mestu um. Þar hefðu verið bygð bamahæli og barnafangelsi, en vandræðin hefðu þó fremur vaxið en mink- að. Nú mundi meira stefnt í þá átt að reyna að bjarga börnunum frá því að verða vandræðaböm, með því að hjálpa heimilunum með ýmsu móti. Taldi hann til Grænlands, og tókst þá loks við þriðju tilraun að komast gegnum ísinn og ná landi. Skip þetta kom sama sumarið hingað til lands, með föt og varning grænlenskan. Frá ferð þessari, viðskiftum, búningi og háttum Grænlendinga, er greinilega sagt í Seíluannál (prentaður 1924). Telja má Grænlandsfund Dana áreiðanlegan, einmitt á nefndu ári, því Seiluannáll er samtímis ritaður, og höf. (Halldór Þor- bergsson) segist hafa sjálfur tal- að við skipstjórann (Davíð Nell). Fyrir það er og frásaga þeirra öll merkilegri og athyglisverðari. — Maðurinn sem þeir lýsa í bein- hringabrynjunni, hefir máske ver- ið kynblendingur, eða afkomandi síðustu manna þar í landi, af norðurlandakyni. Ekki verður annað séð, en að þessi ferð gefi Dönum og Islend- ingum fyrstu kynni af Skræl- ingjabygð einni saman í Græn- landi. Þlöfundur er mjög undr- andi yfir breyting íbúanna þar, og heldur jafnvel, að inn til dala fyndist þá eitthvað af niðjum fyrri Grænlendinga, ef leitað yrði. Danir græiddu þegar fé á ráð- leysi og fáfræði Skrælingja, og sigldu þangað á næstu árum. Úr því hefur Grænland aldrei týnst margt benda til þess að sú leiðin væri farsælli. — Málið var mikið rætt og voru menn einhuga á þvi að Ihér vatri mikil umbótaþörf. í Reykjavík mundi þörfin þó bráð- ust og því yrðu menn fyrst að hefjast handa þar til umbóta. Bent var á það í umræðunum að tveir kennarar væru nú erlendis, til þess einkum að kynna sér þetta mál, þeir Steingr. Arason og Ilelgi Hjörvar. Þar sem eklri þótti rétt að hrapa að fram- kvæmdum var samþykt þessi til- laga: „Með því að vitanlegt er, að tveir kennarar úr iSambandi ísl. barnakennara eru nú erlendis til að kynna sér fyrirkomulag hæla fyrir vandræðabörn, þá telur kennaraþingið rétt að fresta á- kvörðunum um mál þetta þar til þeir eru heim komnir, enda felur þingið stjórninni að halda því vakandi“. 6. Vín- og tóbaksbindindis- fræðsla í skólum. Um hana var nokkuð rætt. Með því að í nýju fræðslulögunum ei* gert ráð fyrir því að börnin fái eftirleiðis fræðslu um áhrif eiturlyfja þess- ara, var samþykt þessi tillaga: „Þingið ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga nánar hvernig haga skuli fram- kvæmd laga um fræðslu um skað- semi tóbaks og áfengis“. í nefndina voru kosin: Sig. Jónsson skólastjóri, Rvík. Stein- unn Bjartmarsdóttir, kennari. Steinþór Guðmundsson skólastj., Akureyri. 7. Náttúrufræðikensla. Lúðvík Guðmundsson, kennari við menta- skólann í Rvík, hóf umræður. Taldi hann tilfinnanlegan skort á hæfum kenslubókum. Náttúru- gripasöfn þyrftu skólar og að hafa, og í því sambandi bauðst hann til að útvega mönnum grsa- tínum og pressur. 8. Kvikmyndir og skugga- myndir við kenslu. Gísli Jónasson kennari talaði fyrst um notkun þeirra, og sýndi síðan margar kvikmyndir. Á eftir urðu nokkr- ar umræður, og voru skoðanir skiftar um hvorar betri væri til kenslu, kvikmyndavélar eða skuggamyndavjelar. Var kosin nefnd til að greiða fyrir þeim, sem vilja afla sjer áhalda þessara. Kosnir voru: Gísli Jónasson, Guð- jón Guðjónsson, Sigurður Jóns- son, Rvík. 9. Þessi tillaga kom fram, og var samþykt: „Fundurinn skorar á stjórn sambandsins að hlutast til um að haldnir verði fyrirlestr- ar út um land á næs)ta ári um Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt í Dan- mörku úr - Icopal. — Notað um allan heim. Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum, Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- Þétt --------- Mlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabríker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V a 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupraanna. Hinir margeítirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Sambaud ísl. samvinnufélaga. uppeldis- og fræðslumál, og heim- ilar stjórninni að verja til þess alt að kr. 500,00 úr sambandssjóði. 10. Slcáíahreyfingin. Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri ræddi um hve gagnleg hún væri og nauð- synleg. Hvatti kennara til að nota hana í þjónustu uppeldisins, og taldi illa farið hve fáir sintu henni. 11. Þá var lcosin stjórn sam- bandsins. Þessir hlutu kosning: Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Ilafnarfirði, Guðjón Guðjónsson, kennari, Rvík, Guðm. Davíðsson, kennari, Rvík, Klemens Jónsson, skólastj., Álftanesi, Sigurður Jónsson, skólastj., Rvík, Sigurður Jónsson, skólastj., Mýrarhúsum, Þorsteinn G. Sigurðsson, kennari, Reykjavík. Þeir skiftu svo með sjer verk- um, að formaður er Bjarni Bjarnason, ritari Guðjón Guðjóns- son, fjehirðir Guðm. Davíðsson. Þrír fyrirlestrar voru haldnir. Sr. Jakob Kristinsson sagði frá Capri og sýndi myndir, Steinþór Sigurðsson talaði um stjörnufræði og próf. Sig. Noi’dal erindi, sem hann nefndi „Samlagning“. Þriðjudag 23. júní var þinghlje vegna jarðarfarar Jón Þórarins- sonar, fræðslumálastjóra, og fylgdu kennarar líki hans til grafar. Iiauk þinginu með því að menn komu saman til kaffidrykkju í Iðnó og' skemtu sjer að skilnaði við söng iog ræður. -----<>--- algjörlega aftur, eða gleymst um langan tíma. Danir vildu fá íslendinga til Grænlands. Síðla í jan. 1729 skipaði kon- ungur (Fr. IV.) nefnd danskra manna (C. Möinicken, A. Rosen- palm, B. Weijse og Muldenfort) til að rannsaka skýrslur þær, ei komið hefðu frá Grænlandi, og til þess að gefa ráð til hagkvæm- ustu aðflutninga, menningar og viðhalds bygðinni í Grænlandi. Nefndin ritar amtmanminum hér, Niels Fuhrmann 28. maí 1729, með Hafnarf j arðarskipi, og til vara með Eyrarbakkaskipi 31. s. m., ef hitt kæmist ekki út fyrir Alþing. Vilja þeir nefndarmenn og konungsstjórnin fá 40—50 fá- tælca bændur eða húsmenn af Is- landi með lconum og börnum, til bólfestu á Grænlandi, og gerast þar landnemar að nýju. Engan mátti þó taka með valdi, né þröngva til að fara; En þeim er fara vildu góðfúslega, skyldi verða séð fyrir bólfestu. Fluttir yrðu þeir frá höfnum á Suðurlandi á góðu Grænlandsfari næjsta vor, með búslóð sína alla og nauð- synjar. Þar með kýr, naut og kindur, með hæfilegu fóðri. Til drýginda og .sjparnaðar á rúmi í skipinu, býðst nefndini til að senda frá Danmörku hafra handa kind- um og' skorið bygg handa naut- gripum, ef það gæti þénað á leið- inni til Grænlands. Frá Islandi skyldu lamdnemar líka hafa mat- forða, fisk og smér til 1 eða 2 ára — meðan gripum fjölgaði og mönnum lærðist að nota þarlend- ar nytjar og veiðiskap. Þá skvldi þeim og lagður viður til bæja, með íslensku lagi, og efni til róðrabáta m. m. En smiðir og aðrir hagleiksmenn yrðu að vera með í förinni. Lagt var fyrir amtmanni að rita til 7 eða 8 nálægra sýslu- manna um Suður- og Vesturland. Gerði hann svo. Eftir því fór sýslumaður (Sig. Sig.) í Árnes- sýrlu fram á það, að 12 skyldu- lið færu úr þeirri sýslu. Þar, og í fleiri sýslum, brugðust margir vel við þesisu í fyrstu, og létu nokkrir skrifa sig, sem viljuga að fara (má enn finna nöfn þeirra). Þrátt fyrir þessar öruggu undirtektir í fyrstu, varð meiri dráttur á framkvæmdum en við hafði verið búislt, og landnáms- áhuginn brotnaði á bak aftur hjá flestöllum, þá er þeir höfðu melt hann nógu lengi. Engan mátti flækja í f 1 j ót- ræðisloforði. Því var hver þessara húsbænda kallaður fyrir þingvitni árið eftir, til þess að fullgera þar játning sína, eða færa fram af- sakanir. Og þá stóð ekki á af- sölcunum. Eftir fyrra árs þinghöldin, bárust til Danmerkur með hausit- skipunum svo greið svör, að kon- ungur úrslcurðar 22. maí 1730, að flytja skuli frá ísilandi 12 skylduliðshópa til Grænlands sum- arið 1731. Amtmaður, landfóget- inn og S. S. sýslumaður áttu að sjá um alla framkvæimd og farar- beiua, en greiða nauðsynlegan kostnað af jarðabókarsjóði. 6 bú- endur áttu að fá aðsetur við Góð- vonarbygð, og hinir 6 við „Nepe- sdne“. Eins og þessi landnámsáhugi fór út um þúfur hér heima, svo hefir hann lílca fjarað út í Dan- mörku, þegar líf og sál Fr. kon. IV. var tekið úr leiknum, þá um haustið 1730. Kr. kon. VI. hefur þó líka fall- ist á ráðstöfun föður síns. I hans nafni skrifar stiftamtm. Hinrik Ocken, til Joachims Lafrenta amtm. á Bersastöðum 24. maí 1738. Eru þá enn boðin sömu boð og áður — svo og mél fyrsta ár- ið — ef 20 hópar sikylduliðs, eða færri, vilji góðfúslega fara af Is- landi til Grænlands. Skyldu þeir setjast að í landinu vestanverðu, nálægt 60° norðurbr. og þar í nánd, er sjómenn kalla „Cap far 26. þiug- Stórstúku íslands var háð hér í bænum dagana 24. —28. júní að báðum dögum með- töldum. Þingið hófst með guðs- þjónustu í fríkirkjunni, og pré- dikaði Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur og lagði út af textanum: „Ef guð er með oss, hver er þá á móti oss.?“ Gengu þingfulltrúar í. slcrúðgöngu úr Templarahúsinu í kirkjuna og þaðan aftur, að guðsþjónustu lokinni, í Good- Templarhúsið, og var þingið þar sett af stórtemplar, Brynleifi Tobiassyni kennara á Akureyri. Minti§t hann þess, að Stórstúkan væri nú réttra 40 ára (stofnuð 24. júní 1886) og sérstaklega þriggja stofnenda hennar, er við- staddir voru þingsetningu og skipaðir voru þar í embætti, en það voru þeir Indriði Einarsson rithöfundur og pi'ófastarnir Þórð- ur Ólafsson á Þingeyri, og > Magn- ils. Bjarnarson á Prestsbakka. Skýrslur embættismanna Stór- stúkunnar báru með sér, að starf- ið hefði geugið fremur. vel á síð- astliðnu ári: 7 stúkur stofnaðar af uýju, 3 endurvaktar og nokkr- ar barnastúkur stofnaðar. Fram- kvæmdarnefndinni hafði tekist að greiða skuldir Stórstúkunnar að fullu s. 1. ár, og var alt að 1000 kr. í sjóði við reikningslok. Styrk- urinn til Reglunnar á fjárlögum 1927 hækkaður úr 6000 kr. upp í 10000 kr. á síðasta Alþingi. Enn eru í uppsiglingu að tilhlutun stórtemplars samtök meðal nokk- urra landsfélag'a í bindindis- og bannmálinu. Reglan telur nú fleiri félaga hér á landi en nokkru sinni áður eða 7267 alls, þ. e. hér urn bil 14. hver manneskja á landinu er templar. Stórstúkan mintist 40 ára af- mælis síns með fjölmennu sam- sæti hjá Rosenberg, og var þar einnig minst 75 ára afmæíis Good-Templarreglunnar. Kvæði var sungið eftir Þo.rstein Gísla- son um Stórstúkuna 40 ára, og fleiri ný kvæði voru þar flutt. Þinginu bárust mörg viður- kenningar- og þakkarskeyti, t. d. frá Hátemplar, Lars O. Jensen, rektor í Bergen, en hann er æðsti maður Reglunnar í heim- inum, frá biskupi landsins fyrir hönd prestastefnunnar, landlækni, Ungmennafélagasambandi land-s- ins og þar að auki frá fjölda stúkna. Alls eru nú 60 starfandi undirstúkur í landinu og 36 ung- lingastúkur. Þingið sóttu 92 fulltrúar, 51 úr Suðurumdæminu, 20 af Norð- vel“. Þar séu talin vera beitar- lönd góð, smávaxinn skógur, og vænt til veiða, bæði laxa og ann- ara fiska. Nú varð ógreiðara um svörin hér en í fyrsta skiftið. Þegar amtmaður s.varar bréfi stift- amtm. 4. ágúst s. ár., hefir hann það helst að segja, að hann hafi afhent málið sýslumönnum á Al- þingi. Þeir hafi átt að leita álits um alt land, en svörin séu ókom- in. Áttu þeir líka tal um málið á Alþingi, ásamt lögmönnum og landfógeta. Tóku þeir máli þessu Iieldur dauflega, og vildu sumir senda menn fyrst í rannsóknar- för til Grænlands— eins og Norð- menn gerðu, áður en þeir tólcu að byggja ísland. Þrátt fyrir 9 ára umhugsun, voru íslendingar þá ekki eins far- fúsir til Grænlands, og fyr á öld- um. Var nú einungis smiður einn, Sigui'ður Jónsson Hólm, sem fús- lega vildi fara. Þar með var líka þessi tilraun, og alt umstangið út af henni úr sögunni („af sig selv bortfalder“ — segir í bréfi 12. maí 1739. Sjá: J. S. 4°, 234; Þjskjs. A 3, og A 5, 78. Sbr. S'afn t. s. ísl. II. 775). V. G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.