Tíminn - 24.07.1926, Qupperneq 3

Tíminn - 24.07.1926, Qupperneq 3
TlMINN 129 snnnn SniSRLiKi IKZaxipfélagsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlikí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkísgerðin, Reykjavík. Timburverslun B Símnefni: öranfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. | Eik og* efni i þiifar til skipa. lifaS á kyrlátu sveitaheimili, en lilotið í vög-gugjöf hina látlausu írásagnagáfu. — „Bókin mín“ er til sóma íslenskri alþýðu. Styðjið höfundinn með því að kaupa bókina. — Þorst. Konráðsson.. Frá Skeggstöðum. í SvartárdaL Húsfreyjan þar, Hólmfríður Bjarnadóttir, ein af merkustu og bestu konum Húnavatnssýslu, er látin. Hún dó 19. mars þ. á., eft- ir stutta legu, úr lífhimnubólgu. Hólmfríður sáluga var fædd 25. júlí ^ 1862, dóttir Bjarna bónda í Stafni og Margrétar konu hans, sem vai’ þekt kona hér í sýslu, að skörungsskap, á sinni tíð. — Hólmfríður giftist Sigvalda Björnssyni 1886; hún var þá 24 ára, en hann 28 ára. Þau byrjuðu búskap á Eiríksstaðakoti. Sagði Sigvaldi mér, að þá hefði aleig- an verið : 2 kýr, 3—4 hross og um 20 kindur. Hann var, elstur átta systkina, er mistu föður sinn þeg- ar Sigvaldi var 14 ára. Blómaár hans fóru þá til þess að vinna og hjálpa fátækri móður. Og ungar stúlkur spunnu ekki silki úr vinnu sinni fyrir 40 árum. Hólm- fríður var líka greind, námfús og bókhneigð, og reyndi að afla sér þekkingar á ungdómsárum sín- um. — Hvorugt hafði því góða aðstöðu til að græða fé. Hólmfríð- ur var mest í föðungarði. 2 ár var hún hjá frú Ólöfu Hallgrímsd. á Sauðárkróki, merkri konu. Minnist hún þeirrar veru jafnan sem ánægjulegrar og gagnlegrar fyrir sig. Voru þær Ólöf jafnan vinkonur síðan. — Má vel vera að dvöl hjá fyrirmyndar húsfreyj- um yrði enn ungum stúlkum ó- dýrari og þó drýgri til þroska og nytsamrar þekkinigar en skólaver- an stundum reynist. En þó efni þeirra Hólmfríðar væru í byrjun lítil, búnaðist þeim ágætlega. Heimili þeirra hefirum mörg ár verð eitt hið besta þar í dölunum, efnaheimili, svo þaðan var ætíð styrks að vænta fyrir sveit og einstaklinga. Heimili friðar og ánægju, svo menn vildu þar gjarna vera, enda skorti ekki hér. Velgerða- og gestrisni- heimili, svo þaðan fóru menn á- nægðir jafnan. Hlýleik andaði til gestsins frá þeim hjónum báðum. Sigvaldi bóndi hefir ánægju af að veita gestum sínum og tala við þá, því hann er vitur maður og áhuga- samur um hverskonar alvörumál. En sá friður og ilur og ánægja, argerðinni og ósk um, að hann tæki málið til alvarlegrar athug- unar og beitti sér fyrir því, að hið bráðasta yrði gefin út kenslu- bók í kristnum fræðum, samkv. tillögunni. Á síðasta héraðsfundi, sem hald- inn var að Þingeyrum sunnud. 13. sept., vav prófastur spurður að, hvað igerst hefði í þessu máli. Vissi hann þá ekki til, að neitt hefði gerst, en fyrirmælum fund- arins kvaðst hann hafa framfylgt. Og enn hefur ekki heyrst um neina „vatnsins hræringu" hjá hinuiil háu stjómarvöldum kirkj- unnar. Væri þessi fundarákvæði á Blönduósi eina röddin, sem borist hefði kirkjustjórninni um kver- málið, skyldi mig ekki undra þó ekki yrði strax rokið upp til handa og fóta; en það er nú yfir 20 ár síðan farið var að hamra á þess-u máli. í N. Kbl. og víðar hafa ver- ið skrifaðar um það rækilegar greinar. Það hefur verið -þaulrætt á mörgum mannfundum, svo sem héraðsfundum og prestastefnum umlðin 20—30 ár, og altaf hefur hljómað sama óskin og krafan eins og á Blönduósfundinum. Mörgum finst því það ekki ó- sanngjörn krafa til biskups og sem manni ætíð fanst liggja í loftinu heima á Skeggstöðum, mun þó fyrst og fremst hafa ver- ið húsfreyjunnar verk. Það var yndi Hólmfríðar sálugu að gera mönnum gott og gleðja menn. Þess vegna var hún svo óvenju vinsæl kona og vel metin. Gest- risni á Skeggjastöðum var svo einlæg og yfirlætislaus; hún laut öll að þörfum og liðan gestsins; hún var svo gagnólík þeirri „gestrisni“, sem er að gefa hús- bændunum dýrðina og birtist í plussi og stofustássi, íburði og yfirlæti, sem engan gleður nema — hógómagirnina. Hjónasambúð þeirra Hólmfríð- ar sálugu var jafnan talin fyrir- mynd, og þau voru hamingjusöm um mörg ár. Foreldrar Hólmfríð- ar voru bæði hjá þeim til dauða- dags. Þau eignuðust 6 börn, þrjár dætur komust til fullorðinsára. Fyrsti stóri skugginn féll á heim- ilið 1913. Þá dó ein dóttir, Jóna, tvítug stúlka, fríð og mannvæn- leg. En í fyrra 25. júlí, dó önn- ur dóttirin, Ólöf, ung kona, frá tveimur sveinum komuigum. Það var þungt mótlæti fyrir Hólmfríði og mun hún ekki hafa náð sér eftir það. Þau hjón tóku sveinana höfuðmanna kirkjunnar, að þeir færu nú að verða við óskum al- þjóðar í þessu máli. Biskup vor hefur sýnt mikinn áhuga í því að rita sögu kirkjunnar, bæði hinnar almennu og íslens-ku, og í því að mæta á biskupafundum með öðrum þjóðum. Hann hlustar þar eflaust á margt vel hugsað og ; viturlegt. Við, sem heima s-itjum, einangraðir og afskektir, vonumst eftir að hann geri eitthvað af því okkur arðberandi. Við væntum þess líka, að hann hlusti eftir -því sem við stegjum, þó ekki séum hálærðir; við vitum þó eins vel og hann hvar skórinn kreppir að. Réttmætar kröfur verða hvort sem er aldrei þagðar í hel. Biskup vor hefur sjálfur margsinnis dauðadæmt -þá guðfræðisstefnu sem mótar kverin okkar. Hverju ætlar hann og prestastefnan að svara kröfum almennings um, að börnin séu losuð við að læra dauða dæmd fræði? Eg vænti þess fast- lega að svarið verði ekki þögn. En málinu verður að halda vak- andi, hvert sem svarið verður. Auðkúlu, 12. júní 1926. Bjöm Stefánsson. ----o---- báða heim að Skeg-gstöðum, en þeir nutu ekki ömmu sinnar leng- ur en þetta. Þeir hafa mikið mist, móður og ömmu á minna en ári. Og eiginmaður og heimili eiga á bak að sjá ágætri konu og hús- móður. E-g vona að „Tíminn“ flytji þessi minningarorð um Hólmfríði sálugu. Þau flytja um leið kveðju til manns hennar, Sigvalda bónda á Skeggstöðum, og votta honum hluttekningu, ekki aðeins frá einum vini hans í fjarlægð, heldur frá öllum þeim, sem þektu og möttu mikils hinar látnu mæðgur allar. Guð blessi minningu þeirra. L. K. ---o--- Yfirlýsíngar. I. Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins hefir haldið því fram í blaði sínu, að Jónas Jóns- son alþm. hafi hagað sér mjög ósæmilega gagnvart fermingar- systkinum sínum, þegar hann, á- samt þeim, gekk til spurninga fyr- ir fermingu, hafi reynt að koma illu af stað meðal þeirra með róg- burði o. s. frv. Við undirrituð fermingarsyst- kini J. J. lýsum hér með V. St. ósannindamann að nefndu ill- mæli, og krefjumst þess, að hann birti þessa yfirlýsingu okkar í Morgunblaðinu og ísafold, sem hann hefir áður notað til að flytja illmælið um landið. Ingibjörg Jónsdóttir. Rósa Guðlaugsdóttir. Guðfinna Sigurjónsdóttir. Konráð Erlendsson. II. Valtýr Stefánsson ritstj. Morg- unblað-sins, hefir í blaði sín-u Isa- fold birt og látið hafa eftir bónda úr Bárðardal, óhróðurssögu um Jónas Jónsson alþm. frá Hriflu. Er þar s-kýrt svo frá, að Jónas hafi, þegar hann gekk til prests- ins, til uppfræðslu undir fermingu, gert sig sekan í illri framkomu gagnvart fermingarsystkinum sín- um. Út af þessum staðlausa og ill- kvittnislega söguburði hefir í tví- gang verið skorað opinberlega á Valtý að tilgreina sögumanninn. I stað þess að svara, heldur hann og aðrir ritarar blaða hans, áfram að klifa á þes-sum illmælum. Með því að við undirritaðir bændur, sem allir vorum búsettir í Bárðardal á þeim tíma, sem sag- an á að hafa orðið til, erum þess fullvissir, að óhróður þessi er með öllu tilhæfulaus, en lítum hinsveg- ar svo á, að Jónas Jónsson alþm. eigi annað og betra skilið fyrir starfsemi sína í þarfir bænda- stéttarinnar, en að uppspunnum óhróðri um hann sé látið ómót- mælt, af þeim, sem best þekkja til; viljum við því hér með lýsa yfir því, að enginn okkar hefir átt þátt í slíkum söguburði; jafn- framt skorum við fastlega á sögu- berann, Valtý Stefánsson, að til- greina nafn heimildarmanns þess, er hann þykist hafa fyrir sögu- burði_ þessum. Geti hann ekki orðið við þess- ari áskorun, lýsum við undirritað- ir bændur í Bárðardal hann ómerk an að ummælum sínum, og teljum slíkan söguburð honum mjög til ósæmdar. Páll Jónsson. Tryggvi Jónsson. Stefán Jónsson. Guðni Jónsson. Jón Marteinss. Eir. H. Sigurðss. Jón Jónsson. Sigtr. Tómasson. Tryggvi Valdimarsson Sigurgeir Guðnas. Helgi Guðnas. Friðrik Nikuláss. Baldur Jónss. Jón Karlsson Sveinn Pálsson. Haraldur Illugason Tryggvi Guðnason. ----o-----• Héraðsmótlð við Þjórsárbrú. Skýrsla og leiðbeiningar. Eftir beiðni Bjarna skólastjóra Bjarnasonar í Hafnarfirði fór eg á mótið við Þjórsárbrú þ. 3. þ. m. til að aðstoða við leika þá, sem þar fóru fram. Mótinu stjómaði Aðalsteinn Sigmundsson, skólastjóri á Eyr- arbakka, í fjarveru Sig. Greips- sonar. Þar fluttu þeir erindi síra Magnús Helgason, kennaraskóla- stjóri, um alþýðumentun. Var það sér-staklega athyglisvert er- indi, sem óskandi væri að sem flestir vildu leggja sér á hjarta, — og framkvæmdarstjóri U. M. F. I., Gunnlaugur Bjömsson, rit- stjóri „Skinfaxa", um ungmenna- félagsskapinn. Á mótinu voru þessar íþróttir þreyttar: 1. 100 metra hlaup: A. Drengir 13—15 ára. Þrír þátttakendur. 1. Ólafur Helgi Guðmundsson, 15 sek. 2. Guðjón Jónsson, 15,5 sek. B. Unglingar 16—17 ára. Þrír þátttakendur. 1. Hinrik Þórðarson, 13,2 sek. 2. Baldur Kristjánsson, 13,4 sek. C. Fullorðnir piltar. Þátttak- endur sjö. 1. Brynjólfur Gíslason, 12,3 sek. 2. Jón Gíslason, 12,3 sek. 2. 800 metra hlaup: Þrír þátttakendur. 1. Magnús Haraldsson, 2 mín 29 sek. 2. Brynjólfur Gíslason, 2 mín 31 sek. 3. Glíma: A. Unglingar 15—17 ára. Þátt- takendur 6. 1. Hinrik Þórðarson, 4 vinn- in-ga (+). 2. Ásmundur Eiríksson 4 vinn- inga (-1-). B. Fullorðnir. Þáttt. 6. 1. Gestur Guðmundsson 4 vinn- inga (+). 2. Óskar Einarsson 4 vinninga (-)• 4. Langstökk: Þátttakendur 7. 1. Brynjólfur Gíslason, 5,73 m. 2. Hinrik Þórðarson, 5,22 m. 5. Hástökk: Þátttakendur 4. 1. Jón Gíslason, 1,40 metra. 2. Brynjólfur Ketilsson, 1,38 m. 6. Sund: Ca. 50 metr. Þátttak. 2. Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ^slandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. Hiutafélagið jii Uiladseiis firier Köbenhavn K. 1. Brynjólfur Ketilsson. 2. Þórður Guðmundssonr á 50 sek. hvor. Með því að eg ætla að þetta berist hlutaðeigendum fyrir augu og eyru, vil eg gera eftirfarandi athugasemdir við þetta leikmót, og leiðbeininigar fyrir þá um mót- in í framtíðinni. Þetta mót fór eftir atvikum vel fram. En íþróttaafrekin eru mjög lág. Eru orsakirnar sérstak- lega tvær. Fyrst að íþróttamenn- irnir æfa sig sárlítið og það, sem þeir æfa, gera þeir reglulaust. Þannig varð eg þess fljótlega var, að þeir vissu flestir (eða engir) ekkert í almennum leik- reglum og höfðu því ekki æft eft- ir þeim. Kom það þó sérstaklega í ljós í stökkunum. önnur orsök- in er sú, að leikvöllurinn er alls ekki nógu vel gerður til þess að hægt sé að ná þar nokkrum veru- legum árangri. Hlaupabrautirnar eru ósléttar, of mjóar og hallandi. 100 metra brautin of stutt og hringbrautin þannig, að á henni eru hvergi beinar línur; en það gerir það að verkum, að hvergi er hægt að renna fram hjá keppi- naut nema með því að gera sjálf- um sér óleik, og ekki hægt að gera lokasprett á hlaupi; munar þó oft miklu um hann. Fyrir stökk er enginn staður á leikvell- inum, sem á nokkum hátt er not- hæfur. Glíman var eina íþróttin, sem virtist vera nokkuð æfð og eftir reglum. Þó var auðséð að mjög var það misjafnt. Yngri hópurinn var miklu jafnbetri en sá eldri, og iglímur hans fallegri. Þar var þó einn piltur, sem varla virtist kunna nokkur brögð, en hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.