Tíminn - 21.08.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1926, Blaðsíða 1
©talbfert aq, afgret&slumaöur ðTimans ct Sigurgetr 5rr&ri?Mcn, Somíxm6r.búsinu, Keyffnnff ^fgreiböta C t rn o n 6 ír í Sambanöaíjásmu öpm öagle^a 9—12 f. I). Sinti 496- X. ár. Rikjisiniliaiilið og Grænland. 1 7. ,gr. sambandslaganna er af- armarkvert ákvæði, er lýtur að deilunnii um eignarréttinn yfir Grænlandi. Þar er sagt í 3. máls- grein, „að ríkjasamningar þeir, J sem Danmörk gerir eftir staðfest- ing sambandslaganna, skuldbinda ekki ísland, „neraa samþykki réttra íslenskra stjórnarvalda komi til“. I þessari sömu grein er það einnig tekið fram, að þeir samningar, sem voru þegar áður gerðir „milli Danmerkur og ann- ara ríkja og birtir, og varða Is- land“, gilda hér á landi. Þessi ákvæði eru eftirtektar- verð, Oig sérstaklega er það tíma- bært vegna Grænlandsdeilunnar, að menn geri sér þau fullkomlega Ijós. Fyrst og fremst hljóta allir að reka augun í það, að hér er beinlínis gert ráð fyrir því að Danir hafi gert leynilega samn- inga sem varða ísland. Við slíka samninga er það athugv., að sam- þykki íslenskra stjórnarvalda þarf ekld að koma til. Nú er það enn- fremur svo, að því er snertir Grænland, að margt hefir komið fram á síðustu árum, er bendir til þess, að Dönum muni hafa sam- ist við erlend ríki um eylandið mikla. Það liggur í loftinu og er á almanna vitund, að sambandsríki vort hvorki er fært um, né fær leyfi til þess, að halda stranda- banninu uppi þar vestra. Fyrir- komulag svo nefndrar stjómar þar þolir ekki dagsljósið. Saga Grænlands undir oki Dana er hrylliieg og hlýtur að vei-ða strangdæmd af öllum siðuðum heimi. Þess vegna er það í sjálfu sér eðliiegt, að vitrh' stjórnmála- menn Dana reyni, ef unt væri, að slá tvær flugur í einu höggi, að fá væna fjárfúlgu fyrir af- hending á Grænlandi, og að losna frá ábyrgð af stjómarrekstri, löggæslu og landvörnum á eyland- inu vestra. Yrði það þá heldur ekki í fyrsta sinn að Danmörk sjálf auðgaðist á slíkan hátt af sambandslöndum sínum. En þá kemur fram eitt megin- atriði í rannsókn þessa máls. Ef fullnaðarsamningar hafa ekki þeg- ar verið gerðir um söluna fyrir 1. desember 1918, þá er það öldung- is efalaust, að málefnið kemur ís- landi við, þegar af þeitrri ástæðu einni, og þá krefst samþykki stjórnarvalda vorra til. I því sam- bandi kemur þá til fullra greina sú spuming, hvort hugsanlegt sé eftiir hlutarins eðli að nýtt fyrir- komulag um stjórnarskipun og rík- isstöðu Grænlands hafi getað átt sér stað með leynisamningi, svo að ekki þurfi nýrra og frekarii ráð- stafana til. Setjum það dæmi, að Kanada (England) hafi fyrir 1918 fengið ákvarðað kauptilboð Bret- um til handa. Efalaust mundi samt síðari samþykt og afsal á landinu heyra undir ákvæði Is- lands. Samkvæmt| 16. (grein sam- bandslaganna varðar slíkt íslenska „ríkið og stöðu og réttindi þegna þess“. Enn kemur hér til greina stór- vægilegur atburður einn, sem al- ment mun þó hafa verið gefinn lítill gaumur hér á landi. Þegar konungur vor kom hingað tii landsins 1921 bjuggust menn við því að Islendingar og gestir frá öðrum þjóðium mundu fá leyfi til þess að vera viðstaddir þegar lýst var yfir landnámi og eignartaki á hinni fornu nýlendu vorri. En sú von brást. Undir huliðshjálmi verslunaroksins bárust hinar kon- unglegu yfirlýsingar út yfir bygð- iv Eiríks rauða, meðal búðarþjóna og Skrælingja. Fréttaritara er- lendra stórblaða var meinuð sam- leiðin til þessa heimkynnis hinna saklausu náttúrubarna, sem Dana- stjórn er svo ant um að varð- veita frá „skaðlegum áhrifum“. — „Samþegnarnir“ íslensku báðu og um fararleyfi hjá konungi, en var neitað. Um þetta er getið hér fyrir þá sök, að þessi athöfn konungs fer fram undir sambandslögumbeggja ríkjanna. — Þetta er ráðstöfun, sem beiinlínis krefst athugunar af alþingi og stjórnarráði voru. — Alveg er óhugsandi að nú verði þagað hér lengur um þessa náms- athöfn., Hið ókurteisa, úrelta og iliræmda hafnabann á Grænlandi gat ekki dulið þetta tiltæki Dana- stjómar fyrir augum heimsins. Hýorkii með -beinum orðum né lagaþýðing getur slík athöfn fall- ið undir ráðstafanir, sem eru ekki „birtar“ (sbr. 7. gr. sambands- laganna). Konungur kemur hér fram sem yfirboðari samþegnanna beggja. Frá því sjónarmiði verð- ur að dæma um merking þessarar gjörðar. Með öðrum orðum, hlyti þetta atriði, út af fyrir sig, ef krafist væri, að falla undh- ákvæði 17. gr. sbsl. um gerðardóm, sem jafnskipast hæstaréttardómurum (4) af báðum ríkjum, með odda- manni sænskum eða norskum, ef á greinir. Nákomið þessu málsatriði er á- kvæði sambandslaganna, 6. gr., um þegnajöfnuð, þar -sem lögskip- ast, að íslendingar njóti að öllu leyti sama réttar í Danmörku sem þarlendir menn. Undh' Dan- mörk vilja lög þessi efalaust telja Færeyjar og Grænland, ,sem varð- ar máli hér, meðan ófeldur er dómur í Grænlandsdeilunni. En enginn efi getur verið á því, að Danastjórn brýtur sambandslögin, ef hún neitar stjórnarvöldum ís- lands um aðgang að atvinnu- rekstri og framtakssemi, hvort heldur er í framleiðslu eða við- skiftum — til jafns við Dani. Eins og -stendur reka Danir þar verslun og aðrar atvinnugreimar í svo miklum mæli, að yfirdrepsá- stæða þeirra um verndun „siðferð- is“, heilbriigði og velfamaðar gagn vart Skrælingjum, verður hverj- um til hróplegs athlægis, ,sem til þekkir. En hér kemur þá enn til álita einn mikilvægur þáttur í deilumál- inu. Vér megum ekki gleyma því á hvem hátt krafa vor, fyr-st og fremst um framkvæmdir í sam- í-æmiJ við orð og anda sambands- laganna, verður að berast fram. — Það er algerlega óhæf aðferð að einstakir menn eða félög sæki héðan um „leyfi“ til þess að fara til Grænlands, dvelja þar eða í- lengjast, á þann hátt að leita til Danastjórnar. — Almenningsálit íslendinga getur knúð Dani til sanngirni í þessu efni. Stjórninni í Höfn er fullkunnugt um það, að þegnajöfnuðurinn réttlætir slíkar kröfur af vorri hálfu. En þær eiga að -berast þannig fram, að stjórnarráðí íslnds fái heimild konungs vors í eitt skifti fyrir öll, (ad mandatum) ti þess að veita leyfin. Reykjavík 21. ágúst 1926 Slíkar heimildir frá stjórnarráði voru fela í sér engar viðurkenning ar um hið ráðandi fyrirkomulag, sem nú er haldið *uppi undir strandabanni Grænlands. Eins og kunnugt er, gilda ekki siðaðra landa lög meðal Skrælingja. Morð- um, þjófnaði, ráni og öðrum stór- glæpum er ekki hegnt þar eftir grundvallarsetningum mannaðra þjóða. Konungsvaldið yfir Græn- landi kemur því ekki fram í sam- bandi við lög og rétt, sem geti við- urkenst meðal kristinna manna. — Konungurinn á Grænlandi stendur þar fyrst og fremst sem konungur íslands yfir ný- lendu voiri, frá gamalli tíð, á grundvelli samninga við íslenska þegna. Þegar samband-slögin eru krufin til mergjar leyfa þau oss öldungis efalaust, til að byrja með, jafnstæðar framkvæmdir fyr ir vestan, til móts við nytjar samþegna vorra þar. En meðan slíku fer fram og íslenski fiskiflotinn ásamt kaup- mönnum héðan, iðnaðaimönnum og bændum ná fótfestu í Græn- landi og kynnast því, er öldungis sjálfsögð skylda vor gagnvart oss sjálfum og öllum siðmönnuðum heimi, að heimta Grænland af sambandsþjóð vorri, undir ríki Is- lands. Einungis með því verður þetta feiknaland notað samkvæmt þess eðlilegu ákvörðun. Danir, sam- þegnar vorir á þessum tíma, hafa sýnt þa-ð og sannað með óhrekj- anlegum, hræðilegum sönnunar- gögnum, að þeir eru algerlega ó- hæfir til þess^að starfrækja auðs- uppsprettur landsins, á þann hátt, sem þolast má af kristitnni sið- menning. Óskiljanleg blindni mætti það heita, ef samþegnar íslendinga í Danmörk vildu hllast á þá sveif, að meina oss aðgang að Græn- landi. Almenningsálit og blöð Dana geta unnið mikið í þá átt að finna sæmilega úrlausn þessa málefnis — því öll meginatriði Grænlandsdeilunnar eru einmitt þess eðliis, að þau áfrýja til sam- viskusemi og sanngirni. Tímarnir eru og að stórbreytast í þá átt að láta heyrð í þjóðmálum, rök og réttlætiskend almennings. Tímar hins ótakmarkaða einveldis eru liðnir og stjórnmálamenn heims- ins miða alstaðar, fram um alt, að því, að finna þungamiðju þeirrar sannfæringar landslýða, er geti borið þá fram til valda. Grænlands- okið hefir um fjöldamörg ár ver- ið hatað og fyrirlitið hjá dönsku þjóðinni — og verður æ því meir og með vaxandi þunga, eftir því sem fleiri -sannfregnir leka út um atferlið vestra. Það verður eiinmitt Grænlands- málið, sem treystir á haldgæði sambandslaga vorra með Dönum. Þjóðarálitið hér á landi er þegar orðið svo ákvarðað í þessu mál- efnii, að forsprakkar samþegTia vorra gera rétt í því að -skipa því ofarlega á dagskrá. Einar Benediktsson. ----o---- — Enn gengur Frökkum erfið- lega að friða Sýrland. Urðu all- miklar skærur og orustur um síð- ustu mánaðamót milli franska hersins og uppi'eisnarmanna. — Urðu Frakkar að vísu yfirsterk- ari, en mistu marga menn og enn fleiri særðust. Tvær franskar flug vélar lentu meðal annars í hönd- um uppreisnarmanna. Tóku þeir flugmennina höndum og brendu þá lifandi með flugvélunum. Kaupfélag Eyfirðinga. Hinn 19. júní síðastliðinn voru liði-n 40 ár síðan stofnað var stærsta og öflugasta kaupfélag landsins: Kaupfélag Eyfirðinga. Þessa tilefnis var það ákveðið, á miðjum síðastliðnum vetri að gefa út minningarrit félagsins á þessu 40 ára afmæli þess. Var Jónasi Þorbergssyni ritst j óra falið að semja ritið. Þó að tími væri naumur hefir hann unnið þetta verk sérlega myndarlega. Mmnin-garritið, 100 síður í stóru broti, prýðilega vandað að öllum fiágangi, með mörgum myndum, kom út á tilteknum tíma. Er það, í sinni röð, stórmerkilegt rit og prýðileg'a samið. Þar „tala verk- in“ skýru máli um undramátt samtakanna og þá miklu blessun, sem samvinnunni er samfara. Þar sést það og mjög greinilega hversu miklu máli það skiftir fyr- ir félögin, að eiga góða forystu- menn og hvers-u stórágæts árang- urs má vænta er félagsmenn fylgja ótrauðir góðum foringja. Fyrst ritar höf. almennan inn- gang. Gefur hann þar yfirlit yfir verslun á íslandi á 19. öld og að- draganda samvinnuhreyfingarinn- ar. Er fyrsti þáttur þess merki- lega kafla prentaður á öðrum stað í blaðinu. Þá kemur meginkaflil ritsins: Saga Kaupfélags Eyfirðinga. Skiftist sú saga í tvær helftir: Sögu pöntunarfélagsins og sögu s-ölufélagsins og-skiftist um þau tímamót er Hallgrímur Kristins- son tók við félaginu í mikilli hnignun, en hóf það síðan á fám árum tiltölulega, og Sigurður bróðir hans síðar, í þann sess að verða stærsta og myndarlegasta félag landsins. 1 Næst koma í ritinu: „Kaflar úr þróunarsögu Kaupfélags Eyfirð- inga“. Er þar skýrt frá útbreiðslu félagsins og vexti, skipulagi fé- lagsins hversu það þroskaðist smátt og smátt, starfsþróun fé- lagsins, byggingum þess og loks frá sjóðum þess, sem meiri eru en nokkurs annars félags á íslandi. „Allar sjóðeignir félagsmanna í vörslum félagsins eru samtals 1003408 krónur. I þessum sjóðum liggur fjárhagslegur styrkur fé- lagsins og' frambúðartrygging. Þeir eru ávöxtur af 20 ára óslit- inni viðleitni að tryggja framtíð félagsims. Fórnfýsin og fyrir- hyggjan hafa jafnan borið hærra hlut, þegar greint hefir á um þessi tryggingaimál“ — segir höf- ir höfundur. Síðast er í ritinu skrá um alla starfsmenn félagsins, æðri og lægri, og skýrslur ýmislegar, sem varpa skýru ljósi yfir stai'fsem- ina. Síðast dregur höf. saman í eitt eftirfarandi atriði til glöggvunar: „Samkv. framanrituðum skýrsl- um hefir Kaupfélag Eyfirðinga á tímabilinu 1906—1925: Selt vörur til viðskiiftamanna fyrir 12577.665 kr. eða rúmlega 12(4 miljón króna. Hreinn arður af vörusölu þess- ari hefir orðið 741.160 kr. eða tæp 3/4 miljón króna. Innkeyptar innlendar vörur sem næst 493(4 þús. kíló ull, 198 þús. pör prónles, 355 þús. kindur til sláturhúsanna, svo og ýmsar aðr- ar vörur, alt samtals fyrir. 9.720.041 kr. með áætluðu reikn- ingsverði; þar við bætast upp- 39. blað bætur 285.948 kr. ofhátt greitt 1920 og endurki'afið 50.873 kr., og er þá endanlegt reikningsverð 9.955.116 kr. eða ítæpar 10 milj. króna. Vöruvelta þessa tímabils verð- ur þannig innkeyptar og seldar vörur samtals 22.532.781 kr. eða rúmlega 22(/2 miljón krónur. Starfsmannahald ihefir verið þannig, að til jafnaðar kom ítæp- ar 100 þús. kr. af vöruveltunni á hvem starfsmann á ári. Ef tekin eru sér tvö síðustu ár- in, 1924—1925, koma ítæpar 160 þús. kr. á hvern starfsmann livort árið. Skattar hafa verið greiddir 86.991 kr. Þar af til Akureyrar^ bæjar 76.262 krónur og til ríkisr sjóðs 10,729 krónur. -----Til samanburðar er, að á 20 ára tímabilinu 1886—1905 eru innfluttar vörur 392.431 kr. og útfluttar vörur 278.980 kr. Vöru- velta þessa tímabils þannig að- eins 671.411 krónur, eða sem næst r/34 hluti af vöruveltu seinna tímabilsins". Þyrfti að geta rits þessa miklu rækilegar, þó að ekki verði gert í þetta sinn. Það þyrfti að koma fyrir augu hvers einasta bónda á Islandi. Mega Eyfirðingai’ bera höfuðið hátt. Þeir hafa sýnt ís- lenskum bændum það í verkinu hversu stórkostlega miklu góðu má koma til leiðar með góðum samvinnufélagsskap. Eyfirðingar hafa sýnt meiri þroska í félags- málum og fengið meira fyrir í aðra hönd en nokkrir aðrir — enda verið svo lánsamir að eiga bestu leiðtogana. ---0-- t „I embættisnafni“. I. Meðan Krisján Alberts,-on, hinn „pennaprúði“ er í sumarfríi, hefir miðstjórn íhaldsflokksins valið Árna Jónsson, sendimann íhaldsins fyrverandi, til að vera ritsjóra aðalmálgagns Ihalds- flokksins. Fer mjög vel á því að einmitt hann s,é merkisberi flokksins. Hefir hann vafalaust til þess alla verðleika, að Ihalds- mannadómi, að- svo sé mulið und- ir hann, að setja hann í virðing- arstöðu. Árni Jónsson notar tækifærið til að rita langt mál um það hvað skilji Framsóknarflokkinn og Ihaldsflokkinn. Góðra gjalda vert er það, því að sannrar uppfræðslu um það þarfnast þjóðin mjöig. Og þó að hálfssögð verði sagan er Árni segir frá, þá má þó þakka það að þetta gefur öðrum tilefni til að ræða málið og siegja rétt- ar frá. Aðallega virðist Ámi ætla að ræða aðstöðu flokkanna tiil land- búnaðarmálanna. Hefir þegai’ birst ein um Ræktunarsjóðinn. — Verður hún hér athuguð í nokkr- um meginatriðum. II. Árni segir meðal annars,, að jeg hafi lýst „því mjög skorinort yf- ir, að þingið, eins og það var þá skipað, væri sérstaklega vel skip- að tiil þess að hrinda áfram áhuga- málum landbúnaðarins“. Dregur hann af því þá ályktun að jafnvel jeg, „hinn bjartsýni maður“ um landbúnaðarmálin, sem hann svo Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.