Tíminn - 21.08.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1926, Blaðsíða 2
144 TIMINN M oregskvedja. Skálaræða í Lærdal í Sogní 19. júni 1926. Utan úrheimi. Vandamál Breta. Kolavandræðum Englendinga er ekki enn lokið. Verkbannið hefir nú staðið í nærfelt þrjá mánuði. Beint tjón fyrir England er eftir nýjustu rannsóknum talið 150 miljónir Sterlingspunda. Fyr er frá því sagt, að íhalds- stjórnin knúði fram breytingu á vinnulöggjöfinni, þannig, að nú má vinna, 8 tíma í námunum í stað þess að áður var ekki leyfi- legt að vinna nema 7. Vonaðist stjómin eftir, að neyðin mundi smátt og smátt sverfa svo að verkamönnum, að þeir leystu upp fylkingu sína, og sættu sig við að fá sama kaup og áður, en vinna lengur. Sjaldan hefir orðið eins mikill hiti í enska þinginu og við afgreiðslu þessara laga. Stóðu verkamenn og flestir hinir frjáls- lyndu, þar á meðal Lloyd George, á móti, en íhaldsmenn allir með. Fáeinir lávarðar telja sig fylgja verkamönnum og freistuðu þeir að tefja málið í efri deild, en þar var margfaldur meiri hluti með. Lá nærri að áflog yrðu í þinginu, er frv. varð endanlega að lögum. En enn sem komið er hefir stjómin lítið grætt á lögum þess- um, því að fáir verkamenn hafa tekið til vinnu. En þau hafa auk- ið mjög andúð gegn stjórninni. Við nýafstaðnar aukakosningar var verkamannaflokkurinn með 9000 atkv. meiri hluta, en um síðustu kosningar var meiri hluti þeirra aðeins 1600. Þykir þetta boða það, að hinn sterki íhalds- flokkur muni ekki geta til lengdar haldið völdum í Englandi. Neyðin fer stöðugt vaxandi í landinu, og hvergi sést til lands. Þá hafa biskupar Englands aft- ur gengið fram fyrir fylkingar og boQið málamiðlun sína. En stjómin hefir ekki þegið þá hjálp, og er sú tilraun úr sögunni. Atvinnuleysið í Englandi er gífurlegt, því að fyrir utan námu- mennina er talsvert á aðra miljón atvinnulausra manna í landinu, og er það ekki nema að nokkru leyti afleiðingar kolaverkbannsins.; yf- irleitt búa Englendingar með alla sína framleiðslu að hækkunarpóli- tík sinni. Hún er ástæða kola- teppunnar, og hins almenna at- vinnuleysis og báginda í landinu. Gengismál Englendinga hefir nú komið til nýrrar umræðu í heims- blöðunum. Stórblaðið enska ..Daily Mail“ hefir nú um stund þráfald- lega áfelt Bandaríkjamenn fyrir græðgi þeirra að heimta aftur herlánin af bandamönnum sínum í Evrópu. Segja, sem satt er, að þær fjárkröfur hvíli eins og mara á álfuipii og sé bæði fávíslegt og siðferðislega rangt að heimta þess ar skuldir. Bandaríkjamenn hafi verið með í stríðinu. Þeirra mann- fall hafi verið 40 þúsund. Eng- lendinga 900 þúsund og Frakka 1400 þúsundir. Sje ekki meira þó Bandaríkin leggi til fé, heldur en Evrópuríkin líf sinna hraustustu sona. En Bandaríkjamenn eru þungir á brúnina og vilja fyrst fá peninga sína, hvað sem öðru líð- ur. Og skuld Frakka við þá er einmitt ein af aðalorsökunum til þess að frankinn fellur, og ring- ulreið kemst á fjármál álfunnar í sambandi við hrun hans. Á stríðsárunum fengu Englend ingar géysimikið fje hjá Banda- ríkjamönnum, en lánuðu mikið af því aftur samherjum sínum í Ev- rópu, til þess að þeir gætu haldið stríðinu áfram til sigurs. Árið 1923 voru Bretar að búa sig und- ir að lyfta sterlingspundinu upp í gullgildi, en gátu það ekki nema með því að tryggja sér stórt pen- ingalán í Bandaríkjunum. En Ameríkumenn vildu ekki veita gengislánið nema samið væri um gömlu skuldina. Þá samdi Baldwin núverandi yfirráðherra í Englandi um að borga þessa miklu skuld á tveim mannsöldrum. En til að geta það, verða þeir að krefja bandamenn sína, Belgíumenn, Frakka og ítali, um mikið fé, sem þeim var lánað. En langmest- an hlutann verða samt Bretar að borga af því, sem bandamenn þeirra fengu. Baldvin undirskrifaði þennan samning til að geta komið sterl- ingspundinu í gullgildi. En nú verður hann sem ráðherra að glíma við þann draug, sem hann hefir vakið upp. Atvinnuleysið og vinnudeilumar eru bein og óhjá- kvæmileg afleiðing af gengis- hækkuninni. En á hinn bóginn er skuldin við Bandaríkin svo þung, að hún liggur einsi og mara á Evrópu í meira en hálfa öld. Og auk fjáfhagserfiðleikanna skap ar hún hatur á Ameríkumönn- um og óvild og illdeilur milli Evrópuþjóðnna um það, hversu skifta skuli milli þeirra synda- byrði stríðsins, Áður en samið var buðust Bret ar til að gefa upp allar skuldir bandamönnum sínum, ef Bandarík in vildu gera slíkt hið sama. En við það var ekki komandi í Ame- ríku. Nú krefst Daily Mail að málið sé tekið upp að nýju á þeim grundvelli. Eitt hefir að minsta Tíðir líða — en lýðsins sála lengi man sín stærstu spor. Þúsund ár kann þrá að bála í þjóðarlund, sem býr í skála. Flog-nar þrár um Islands ála einatt gista Noregs vor. Norðmenn! alla aldannorgna yðar lands vér mintumst fyrst, það var okkar fóstran foma uns firða, hersa eðalboma hrakti gustur harðra norna héðan burtu. — Hvers’var mist? • Þungar bylgjur brimað hafa um beggja vorra þjóðarskeið. Ber ei síður blóðgra stafa beggja saga? utan vafa. kosti hafst upp úr þeirri sókn. Blöðin í Ameríku hafa orðið að taka skuldamálið til meðferðar. En hingað; til hafa þau eiinkum álit ið best að hafa hægt um málið, og láta almenning í landinu ekki vita um hvílíkt ranglæti Ameríkumenn fremja með því að ætla að þraut- pína Evrópuþjóðimar til að greiða óborganlegar skuldir. Aðstaða Englands er þannig að öllu leyti hin erfiðasta, bæði sök- um gengishækkunarinnar og þar af leiðandi atvinnuleysi og vinnu- tjón, en á hinn bóginn skuldainn- héimtan fyrir Bandaríkin, sem sýnist líkleg til að enda með gjaldþroti sumra af merkustu þjóðum álfunnar. 24. júlí. J. J. ---o--- Baráttan um dn3ka kjötmarkaðiun Síðasthðið ár háfa Englending- ar orðið fyrir því sjaldgæfa happi að hafa fengið frosið kjöt inn- fiutt svo skiftir hundruðum þús- unda smálesta frá Argentínu og Norður-Ameríku. (fg hafa ekki þurft að borga fyrir það full- virði. Kjötið hefir verið selt und- ir verði, og að því er virðist kjöt- kaupmönnunum í skaða. En sú er orsök til þessa undar- lega ráðlags, að tveir hringar, annar enskur, hinn amerískur, keppa um enska kjötmarkaðinn. Og ameríski hringurinn ætlar sér ekki annað minna en að drepa enska hringinn í hans eigin landi. Þess vegna hafa Ameríkumenn sett kjötið niður í Englandi. — Og drjúgum sköflum danskra tafa dyngdi á beggja framaleið. Fram þó komst á orðs og anda ystu mið hin norska þjóð. Engir snúning Ibsen standa utan Noregs bröttu stranda; en margur snjall og vaxinn vanda vóð hér fram í líkum móð. Góða ferð um framtíð alla fræga, djarfa Noregs þjóð. Vítt um heim mun hróður gjalla hreysti lýðs með framsókn snjalla. Tig-nin þinna fögru fjalla fær þér magn og innri glóð. Jakob Thórarensen. Enski hringurinn hefir á nokkr- um mánuðum tapað 10 miljónum sterlingspunda á þessari styrjöld. Ameríski hringurinn hefir eitt mikið hagræði fram yffr keppi- naut sinn. Hann drotnar einvaldur í Norður-Ameríku, og þar selur hann kjötið, sömu tegund 25% dýrara en í Englandi. Með þeim gróða getur hann staðist tapið á langri verðstyrjöld í Englandi. Hvað gera Bretar? Þeir vilja að minsta kosti ekki gefast upp. Þeir vita, að Ameríkumenn myndu ekki selja kjötið ódýrara í Englandi heldur en heima fyrir, eftir að þeir væru orðnir einir um hituna. Á næstu mánuðum sést hvað Bretar taka til bragðs. Á eitt ún’æði hefir verið bent, sem getur haft mikla þýðingu. Ný tæki kváðu vera fundin tii að halda köldu kjöti óskemdu í 2 mánuði. Reynist það, geta Bret- ar flutt inn kælt kjöt frá Ástra- líu, og trygt sér nægar byrgðir þaðan, án þess að frændur þeirra í Ameríku fái við ráðið. En þessi barátta hefir geysi- mikil áhrif fyrir Islendinga. Ef einn hringur nær alveldi um eniska kjötmarkaðinn, myndi eitt af að- alhlutverkum hans verða að halda niðri kjötverðinu fyrir bændum. Það gera þeir í Ameríku. Þeir myndu skamta bæði framleiðend- um og neytendum verðið. Á hinn böginn hafa allar umbætur á kæli- flutningnum mikla þýðingu fyrir okkur, bæði til góðs og ills. J. J. ----o---- Björn Þórðarson hæstaréttarrit- ari hefir verið skipaður sátasemj- ari í vinnudeilum. Kosnlngin í Dalasýslu. Landsstjórnin er ekki að flýta sér að því að boða til kosninga þeirra, sem eiga að fara fram í haust, bæði í einstökum kjör- dæmum og landskjör. En senni- legast er og þægilegast, að allar kosningamar fari fram á sama tíma, á síðasta vetrardag. Um Dalasýslu er það nú full- ráðið, að séra Jón Guðnason á Kvennabrekku verður þar fram- bjóðandi af hálfu Framsóknar- flokksins. Séra Jón er Hrútfirðingur að ætt, rúmlega hálffertugur að aldri. Þegar meðan hann var í skóla, hafði hann hinn mesta á- huga á stjómmálum. Hefir hann jafnan síðan fylgst óvenjulega vel með í öllu í stjómmálabaráttunni og ávalt verið hinn ákveðnasti í skoðunum. Hann skipaði sér snemma undir merki Framsókn- arflokksins. Eiga Dalabændur það víst, að með því að fela séra Jóni Guðnasyni umboð sitt, eignast þeir á Alþingi einn hinn öruggasta fylgismann allra þeirra mála, sem miða að viðreisn landbúnaðarins, eindreginn samvinnumann , og frjálslyndan mann í öllum menn- ingarmálum. Hitt er og öllum Dalamönnum vitanlegt, að séra Jón Guðnason er hinn grandvar- asti maður, sem í engu vill vamm sitt vita. Engar áreiðanlegar fregnir eru enn um það fengnar, hverir muni verða andstæðingar séra Jóns Guðnasonar í Dalasýslu. En fleir- um en einum mun leika hugur á, að hreppa hnossið. Sigurður Eggerz bankastjóri í Islandsbanka hefir sent mann vest ur í Dali, til þess að safna áskor- unum og meðmælum sér til handa. Engar ábyggilegar fregnir eru komnar um árangur af því. En af kunnugum er fullyrt, að 8%- urður muni bjóða sig fram. Þá hefir Ihaldið og sent mann vestur, í Dali, til þessj að safna liði sér til handa. Er það verslunar þjónn frá Garðari Gíslasyni, sem fer með það erindi af íhaldsins hálfu. Nefndir hafa verið Jóh. L. L.Jóhannesson uppgjafaprestur og Páll ólafsson útgerðarmaður. — En af kunnugum er talið líkleg- ast að Ihaldið munil gefast upp við að bjóða nokkum mann fram í Dölum. Sýslan er einlitt bænda- kjördæmi og fylgi Ihaldsins nauða lítið. Er búist við að Ihaldið kasti sínum fáu atkvæðum á Sigurð Eggerz. — Um alt land munu bændur vænta þess, að Dalamenn sendi Verslun á 19. fild. (Getið er á öðrum stað hér í blað- inu hins myndarlega minningarrits Kaupfélags Eyfirðinga. Inngangur rits ins, saminn eins og alt ritið af Jón- asi porbergssyni ritstjóra, er svo fróð- legur, að hann verður að komast fyr- ir margra augu. Fer hann hér á eftir. Ritstj.). I. Laust eftir miðja næstliðna öld var af ljett verslunareinokun Dana landi hér. íslenskar versl- unarástæður tóku þó, fyrst í stað, engum verulegum breytingum við þá réttarbót. Verslunin hafði ver- ið gefin frjáls til allra þegna Danakonungs árið 1787. Tilraun- um Englendinga og annara þjóða, að reka verslun við landsmenn, var jafnharðan bægt frá og slegið niður. Viðskiftin komust því öll í hendur dönskum kaupmönnum, sem ráku verslun sína hér á landi, ýmist sjálfir, eða höfðu hér danska forstöðumenn, sem í einu og öllu gættu hagsmuna hinna er- lendu húsbænda. Það leikur eigi á tveim tungum, að verslunareinokunin er talin hin hörmulegasta plága, sem dunið hefir yfir þessa þjóð frá upphafi bygðar í landinu. Má telja, að hún legði land og þjóð í rústir. Orkaði hún hvorutveggja: mjög mikilli, almennri örbirgð og andlegri nið- urlægingu. Allur þorri manna var heftur skuldafjötrum og almennu framtaki drepið niður, en vesæl- menska og undirlægjuháttur ríkj- andi. Ómannúðleg verslunarað- búð, rangsleitni og undirhyggja hinna erlendu verslunarrekenda hafði og sljóvgað réttarmeðvit- und landsmanna. Mátti því telja, að af beggja hálfu, kaupmanna og viðskiftamanna, væri setið á svik- ráðum í verslunarefnum. Upp úr þessum rústum risu hinar dönsku selstöðuverslanir, sem um nokkurt skeið urðu ná- lega einráðar. Markmið verslunar- innar og viðsikiftahættirnir urðu að mestu óbreyttir. Selstöðukaup- mennimir erfðu leifar einokunar- innar bæði í húsum og viðskifta- mönnum, sem máttu teljast eins- konar innstæðukúgildi verslan- anna. Þannig hafði einokunin bú- ið þeim í hendur. Til þess að breyting gæti orðið á til batnaðar, þurftu að rísa upp nýir menn með nýjum stefnumiðum. En það gat tæplega orðið, meðan eigendur verslananna voru nálega allir er- lendir menn. Þeir voru börn sinn- ar tíðar og hafa vafalaust margir verið í þjónustu einokunarinnar á síðustu árum hennar. Viðleitnin og markmiðin urðu því æ hin sömu: — að auðgast sem fyrst og sem mest og njóta afraksturs verslunarinnar í fjarlægu landi. Verslunarsaga landsins á tíma- bilinu frá 1854 og fram á síðasta fjórðung aldarinnar mun hafa ver- ið lítt rannsökuð á samfeldan og sagnfræðilegan hátt. Á því tíma- bili gerðust þó merkilegir atburð- ir. Iíefst þá viðleitni landsmanna sjálfra um samtök, er verða upp- haf sjálfstæðisbaráttu þeirra í verslunarefnum. Tímabil þetta er því morgunstund þess hamingju- dags, er þjóðin rís gegn niðurlægj- andi áþján og innlend mannræna rumskast. Heimildir sögulegra staðreynda um atburði þessara tíma, munu víða liggja dreifðar í ritgerðum, einkabréfum og minn- um þeirra manna, sem komnir eru af fótum fram. Eigi getur í þessu riti, orðið gerð veruleg grein fyrir efni því, sem hjer um ræðir. En vegna þeirrar nauðsynjar, að skilja til nokkurrar hlítar hin sögulegu rót verslunarsamtakanna, verður hjer í fáum dráttum leitast við, að fá yfirlit um verslunarástæðumar á selstöðuverslanatímabilinu. Nokk- urar heimildir liggja fyrir um þetta efni. Meðal hinna merkustu má eflaust telja ritgerð Jóns Sig- urðssonar forseta „Um verslun og verslunai-samtök“, er birtist 1 „Nýjum félagsritum“ árið 1872. Jón Sigurðsson var gæddur yfir- burðum sagnritarans umfram flesta stjórnmálamenn. Fyrir því leitaði hann fyrst og fremst sann- leikans í hverju máli. Umsagnir hans munu því vera hinar sönn- ustu og framast óyggjandi af öll- um lýsingum þeirrar tíðar manna á verslunarástandinu. Höfuðmeinsemdir verslunarinn- ar á þessu tímabili áttu sömu ræt- ur og meinsemdir einokunarinnar, þó að stigmunur væri nokkur. Fáir af hinum erlendu verslunar- rekendum áttu neitt sameiginlegt með landsmönnum. — Takmark þeirra, að afla fjár sem mest og sem skjótast og flytja afraks|;ur- inn af landi burt, var ósamrým- anlegt hagsmunum viðskifta- mannanna og þjóðarinnar yfir- leitt. Einkunnir verslunarinnar urðu því: Lítt vandaðar og alloft stórskemdar innfluttar vörur, seldar ránsverði, afskaplegt hirðu leysi um meðferð, álit og verð innlendra framleiðsluvara, algert einræði kaupmanna um verðlag og skömtun vara og loks hin sið- spillandi mismunur viðskifta- mannana, þar sem kaupmennirnir ólu sér upp einstaka, vinveitta stórbokka með vinmælum, víngjöf- um, skjalli og vildiskjörum, með- an allur þorri viðskiftamannanna fóru haltrandi og jafnvel smán- aðir af kaupmönnum og verslun- arþjónum þeirra. Mjög snemma á þessu tímabili og jafnvel á öndverðri síðastlið- inni öld, hófust samtök bænda gegn öfgum þeim og ófögnuði, sem þeim var búinn af hálfu kaup- manna. Verður hér á eftir tekið saman yfirlit um þau samtök. En þessar tilraunir leiddu í ljós, jafn- vel berlegar en áður hafði verið, af hverskonar hugmyndum í sið- gæðis- og þjóðheillamálum versl- unin stjórnaðist. Hin fyrstu versl- unarsamtök voru með þeim hætti, að landsmenn slógu sjer saman og seldu og keyptu vörur í félagi innan lands. Leiddi þetta til sam- kepni milli kaupmannanna, sem urðu þá að igrípa til ýmiskonar bragða, til þess að halda viðskifta- mönnum sínum, eigi með um- bótum í verslunarháttum, heldur með því, sem Jón Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.