Tíminn - 21.08.1926, Page 4

Tíminn - 21.08.1926, Page 4
TlMINN 146____________________________ Frh. af 1. síðu. kallar, hafi látið í ljös að þing, sem að meiri hluta var skitpað íhaldsmönnum væri sérlega vel fallið til að hlynna að málefnum landbúnaðarins. í þessu efni fer Ámi Jónsson vísvitandi með rangt mál. 1 fyrsta lagi er þess að minn- ast að íhaldsm'enn voru alls ekki í meirihluta á þessu umrædda Al- þingi (1925). Þeir voru 13 af 28 í neðri deild og 7 af 14 í efri deild. I öðru lagi áttu ummæli mín alls ekki við alment um landbún- aðarmálin, heldur um það sér- staklega að stofna viðunandi láns- stofnun handa landbúnaðinum. í þriðja lagi, og það er aðal- atriðið, sagði jeg það skýrum orð- um, hversvegna jeg gerði mjer von um og vildi telja að aðstað- an væri góð á þinginu til þess að stofna góða lánsstofnun fyrir bændur. Jeg sagði að það væri vegna þeirra tíðinda, sem gerst hafa undanfarið urn málið, þ. e.: málið að koma á fót lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. Og hver voru þau tíðindi? Þau eru mönnum enn í fersku minni: Jón Þorláksson, íhaldsformaður, hafði neitað að stofna Búnaðar- lánadeildina. Hann hafði opinber- lega lýst yfir þeirri óheyrilegu lífsskoðun sinni, að hann teldi, að ekki væru til einar 250 þús. kr. til þess að lána bændum til fram- kvæmda, trygðar betur en nokkur önnur lán eru trygð á íslandi, um sama leyti og varið var mörgum miljónum króna til að kaupa nýja togara til landsins og reka þá. Þessi ótíðindi höfðu vakiið ákaflega sterka andúðaröldu, um allar sveitir íslands. Fyrir þing- inu lágu þilngmálafundaályktanir um málið frá flestum sveitakjör- dæmum, sem kröfðust skjótra að- gerða þingsins og lýstu vanþókn- un á fjármálaráðherranum. Eg gerði mér von um að þessi alda myndi hafa mikil áhrif á þingið. Eg hélt t. d. að fulltrúar þeirra bændakjördæma, sem eru svo ógæfusöm að hafa sent íhalds- menn á þing, myndu ekki þora annað en fylgja okkur Framsókn- armönnum í þessu máli. Þess- vegna var það, að jeg, „hinn bjartsýnij maður“, vildi gera ráð fyrir að aðstaðan væri góð. En jeg verð nú að játa, að í þetta sinn var eg of bjartsýnn. Undir þessum kringumstæð- um varð mér það á, sem eg vona að mér verðiJ aldrei á aftur, að gera ráð fyrir, að að minsta kosti einstaka íhaldsþingmanni, af ótta að vísu, rynni svo blóðið til skyld- unnar, að hann stæði með réttmæt um kröfum bændanna. En þeir brugðust allir sem einn. Eins og svo oft áður, og jafn- an mun verða hér eftir, þegar um er að ræða þau mál, sem varða viðreisn landbúnaðarins, lagði Jón Þorláksson sinn kalda hramm á herðar hverjum einstökum þegna sinna og allir sem einn sveigðu þeir sig undiir drottinvald hans og fylgdu hans smáskamtapólitík í bændanna garð. III. Árni Jónsson segir að stofnun Ræktunarsjóðsins sé „stærsta sporið sem stigið hefir verið enn til eflingar landbúnaðinum“. Hann er að öllu leyti ánægður með Ræktunarsjóðinn. Álítur að hann fullnægi að öllu réttmætum kröfum bænda til lánsstofnunar. Og út frá þessu leggur hann dóm á aðstöðu flokkanna til Ræktunar- sjóðsmálsins á Alþingi. Hann get- ur þess að sumir Framsóknar- menn, en hann nefndir sérstak- lega mi!g, hafi verið óánægðir með Ræktunarsjóðinn og í því efni fer hann með rétt mál. En út af hverju vorum við óánægðh' Framsóknarmenn og hvað var það sem við deildum um; við íhaldið í þessu máli? Það sem bar á milli var það að við Framsóknarmenn vildum láta Ræktunarsjóðinn vera miklu full- komnari stofnun en hann er. Og það sem á milli ber enn þann dag í dag er það, að Ihaldsmenn telja Ræktunarsjóðinn eins og hann er, fullgóða lánsstofnun fyrir land- búnaðinn, en við Framsóknar- menn teljum hann með öllu óvið- unandi. Og þó vildi Jón Þorláksson hafa Ræktunarsjóðinn enn aumari en hann er. J. Þ. vildi ekki láta sjóð- inn hafa neitt teljandi fé í reiðu peningum. Þá hefði hann algjör- lega verið háður vaxtabréfasöl- unni) og kjörin enn óbærilegri. Eg játa það að eg tek ekki þátt í hinum mikla fögnuði sem Árni Jónsson segir að hafa átt að grípa bændur út af stofnun Rækt- unarsjóðsins. Eg álít að vextir í honum séu ranglátlega háir. Hihir háu vext- ir stafa af töpum bankanna. Að- eins örlítið af tapi hefir tap- ast í sveitunum. Lánin til fram- kvæmda í sveitum eru hin allra tryggustu lán. Þessvegna er það ranglátt að hafa vexti af þeim lánum svo háa sem þeir eru. Árni Jónsson sagði á Egilsstöð- um að bændur mundu „þola“ að borga þessa vexti. En það er ekki sú hugsun sem á að vaka fyrir löggjafanum þegar hann býr til lánsstofnun fyrirlandbúnaðinn: hvað bændurn- ir geti „þolað“ að borga. Ræktun landsins og hverskonar landbúnaðarframkvæmdir eru þýð- ingarmestu störf sem nú eru unn- in á Islandi. Verkefni löggjaf- ans á því fyrst og fremst að vera það að finna ráðin til að hvetja menn til að vinna þau störf og gera þeim það á allan hátt sem hægast og aðgengilegast að geta unnið þau. Hugsun löggjafansi á því ekki fyrst og fremst að snúast um það hvað bóndinn „þolir“ að borga háa vexti. Hugsun hans á fyrst og fremst að beinast að hinu gagnstæða: Hvað „þolir“ ríkið að bjóða best kjör í þessiu efni til hvatningar í þessu efni? Hvað er réttlátt að fara lenglst niður með vextina til þess að stuðla að hinum farsælustu og nauðsynleg- ustu verklegum framkvæmdum. Árni Jónsson kallar greiin sína um þetta: „Hvað skilur?“ Hann var að því leyti heppinn að þetta mál sýnir átakanlega ljóslega hvað skiiur Framsóknar- og íhaldsflokkinn. Eins og á öllum öðrum svið- um vill Ihaldsflokkui’inn í þessu efni „halda í“ við bændur. Hann vill neita bændum um réttláta að- stöðu til að fá sinn hlut í veltu- fé landsmanna, með réttlátum kjörum. Árni Jónsson hefði átt að segja söguna dálítið lengri. Hann hefði átt að segja frá því hvemig hann og aðrir íhaldsmenn börðust á móti tillögum okkar Halldórs Stefánssonar á síðasta þingi, sem að því miðuðu að gera Ræktun- arsjóði það kleift að lána með betri kjörum. Árni Jónsson gleymir því vís- vitandi að geta um það. Hann álítur að bændur „þoli“ þann stjúpuaðbúnað sem íhaldið býr þeim. En ef við lifum báðir, þá skal hann fá að taka þátt í nýjum bardaga um það á næsta þingi. Mijg langar meðal annars til að sjá hvort hann og aðrir Ihalds- menn verða jafnkaldir fyrir rétt- mætum kröfum bændanna þegar kosningar standa fyrir dyrum. H IV. Síðast í grein sinni víkur Ámi Jónsson að mér persónulega. Þau ummæli hans valda því hver er yfirskrift þessarar greinar minn- ar. — Hann gefur það í skyn, að eg hafij misnotað aðstöðu mína sem einn í stjóm Búnaðarfélags Is- lands. Hann segist hafa heyrt að eg hafi ferðast í sumar á veg- um Búnaðarfélags íslands og í umboði þess. Tilætlunin er vitan- lega sú, að læða þeitm grun inn í hug bænda, að eg hafi látið Búnaðarfélag Islands borga alla ferð mína um landið í sumar. Er því máli þannig varið að mér var falið af stjóm Búnaðar- félags íslands að halda aðalfund þess á Egilsstöðum á Völlum, og sem formaður félagsins gat eg illa skorast undan því, einkum eins og á stóð. Reikninga um þá ferð mun eg gera upp þannig, að Búnaðarfjelag íslands greiðir eiai- ungis það sem slík ferð hefði get- að ódýrust orðið með því að nota skip. Mun eg engan kinnroða bera fyrir það. Og eg mun ekki heldur bera kinnroða fyrir að hafa heldur far- ið landveg á eigin kostnð, til þess að kynnast landinu betur og hag bænda. Ekki heldur fyrir það að hafa á þeirri leið haft tækifæri tiil að sækja marga stjómmála- og búnaðarmálafundi með bænd- um. Á þeirn fundum öllum undan- tekningarlaust hefi eg fyrst og fremst rætt málefni bændanna og hvatt þá til þeirra úrræða og sam- taka sem eg álít að séu nú hin nauðsynlegustu til viðreisnar land- búnaðinum. Vottamir að þeirri framkomu minni skifta mörgum hundruðum og eru í fjölmörgum bygðum á íslandi. Þannig hefi eg ferðast „í em- bættisnafni“. Og meðan jeg er formaður Búnaðarfélags íslands mun eg ekki einungis telja mér það leyfilegt, heldur beinlínis skylt, að nota hvert tækifæri sem mér býðst til að rökstyðja þá skoðun mína að viðreisn landbún- aðarins sé mesta verkefni' núver- andil kynslóðar og skýra frá því hvað eg álít að nauðsynlegt sé að gera til að ná því marki. Eng- an, hvorki Áma Jónsson, Jón Þor- láksson, nje neinn annan Ihalds- skarf læt eg loka fyrir munninn á mér í því efni. En — úr því Árni Jónsson fann ástæðu til að ræða um hvað eg hafi. gjört „í embættisnafni", þá virðist ekki úr vegi að spyrja hvernig hann hafi hagað sér „í embættisnafni“. Einkum liggur það beint við þar sem stutt er síðan honum var falið að inna af hendi þýðingarmiikið starf, einmitt fyrir landbúnaðinn „í euir bættisnafni“. Hann var skipaður sendimaður íslands til Ameríku, til þess að reyna að fá lækkaðan toll á ís- lenskri ull. Hann lagði af stað í ferðina, vel búinn vafalaust að nesti og nýjum skóm. Jeg fjöl- H.f. Jón Sigmundssnn & Co Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu,úrvalaf steinhringum, skúf- hóikum og svuntuspennum, margt fleira. Sent með póstkröfu útumland,ef óskað ei. Jón Sigmundsson gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8. yrði ekki um það hvernig þessi sendimaður íslands hegðaði sér í ferðinni „í embættisnafni“. Menn munu þegar alment hafa myndað sér skoðun um það. En jeg'full- yrði hitt, sem alkunnugt er, að þegar Árni Jónsson var sendur „í embættisnafni“ til þess að reka erindi landbúnaðarijns, þá fann hann ekki landið (sem hann átti að fara til, þá fann ,hann ekki einu sinni sjálfa heimsálfuna, sem hann átti að fara til. Jeg segi fyrir mig, að mjer þyk- ir það dálítið eftirtektarvert að íhaldið skuli ekki geta fengið annan til að vera merkisbera sinn og ritstjóra, að það skuli ekki geta fengið annan til kasta þeirri hnútu að mér að eg í málefnum bændanna misnoti aðstöðu mína „í embættisnafni“ — en Áma Jónsson, sem sorglegast hefir sýnt það hvernig ekki á að starfa fyrir bændur „í embættisnafni". Tr. Þ. -----o---- Frh. frá 3. síðu. hún. Hún var bending til núver- andi stjórnar, að vanda betur val næst og bending til komandi stjórna. I þessari tillögu fékk stjórnin væga aðfinslu fyrir gerð- ir sínar, en það skiljanlega skeð- ur, að Þórarinn fær þann vísdóm þá hann kemur suður að stjórnin hafi valið manninn með fullri sannfæringu um, að hann væri i besta lagi fær til starfans!! Þár lét Þórarinn sitt álit um óheppi- lega sendimenn víkja, í auðmýkt fyrir áliti stjórnarinnar. Skyldi það vera í fyrsta og síðasta sinn? Hvernig skyldi framkoma þing- manns þurfa að vera til þess að það komi berara í ljós, að hann hafi aðra skoðunu heim í hér- aði en á þingi, þar af Ieiðandi er honum ekki treýstandi. Niðurl. næst. Óspaksstöðum, 2. júlí 1926. Ingþór Bjamason. -----o---- inga“ og „kontrabækur" sveit- unga sinna, til þess að sannreyna, hvort þeir hefðu fengið það, „sem best verður". Vildi þá stundum skorta til. Og ef kaupmaður fann ekki fulla vöm í máli sínu, eins og oftast varð, byrjuðu samning- ar að nýju um „uppbót“ í næstu kauptíð. „Uppbótin fæst því í lof- orði, með því að binda sig aftur, og' byrja hið sama uppbótarþref eins og árið áður, og þetta koll af kolli, ár eftir ár“i). Þá nefn- ir J. S. fleiri „verslunarkrækjur“. Meðal þeirra: „Að sumir af helstu bændum fá fast ársgjald af kaup- manni, til að versla við hann æfilangt; aðrir mega eiga von á nokkrum „kringlóttum" í vasann þegjandi til kaupbætis. Það fara engar sögur af því og það er hvorki verðhækkun nje uppbót. Pelagjafirnar og staupagjafimar eru fremur handa alþýðunni og engin niðurlæging getur verið sár- grætilegri, en að sjá þann auð- mýktar og ófrelsissvip, sem menn setja upp, þegar menn eru að biðja um „í staupinu" við búðar- borðið og híma þar heilum tím- um saman iðjulausir, til að sníkja *) J. S.: Um verslun og verslunar- samtök. N. F. 1872, bls. 88. sér út hálfpela eða brauðköku"1). Hann getur þess, að þeim sem unnu að uppskipun vara, hafi á sumum stöðum, einkum á útkjálk- um, verið goldin daglaun að sumu í „brauðköku og miklum fjölda af brennivínsstaupum; þetta eru kallaðar „góðgerðir“, og þar sem þær eru vel úti látnar, eru .innbú- arnir næstum eins og innstæðu- kúgildi kaupmannsins og versl- unarinnar; þeir hafa mist alla til- finning fyrir sóma sínum í þess- ari grem“2). Þá eru og ótalin sérstök vildiskjör til handa þeim, „sem áttu í meira lagi undir sér og kaupmaður átti fyrir tölu- verðu vörumagni að gangast, ef ekki að gæðunum til, þá að vöxt- unum, svo sem sýslumönnum, rík- um prestum, klausturhöldurum og heldri bændum“3). Jón Sigurðsson leit svo á, að þessir annmarkar verslunarinnar hindruðu allar framfarir lands og þjóðar. Auk þess sem kaupmenn drógu nálega alt fjármagn burt úr landinu og voru algerlega hirðulausir um og jafnvel mót- snúnir öllu, sem horfði til hags^- x) Sama rit bls. 88. 2) Sama rit bls. 88. 3) Sama rit bls. 86. bóta landi og þjóð höfðu verslun- arhættirnir og féfletting sú, er þeim fylgdi, stórlamandi áhrif á alt framtak og mannrænu. Lýsing Jóns Sigurðssonar á hugarfari kaupmannanna gagnvart Islandi og íslendingum er ekki fögur, en hún er glögg og vafalaust sönn. Hann segir: „Meðan þessir ann- markar og því um líkt eru á verslun vorri, þá er það í aug- um uppi, að hvorki henni né land- inu er framfara von. Þeir, sem mest hafa verslunaraflið, sitja í Kaupmannahöfn og draga þangað fjármagn sitt og láta það eftir sig þar. Um framför íslands og atvinnuvegi skeyta þeir ekki, um að venja landsmenn við vandaða vöru skeyta þeir heldur ekki, og í stuttu málii ekki annað en að halda öllu í gamla horfinu; vér megum ætíð eiga þessi vísa von, að þeir eni mótfallnir öllum vor- um óskum og allri vorri viðleitni, til að ná framförum og stjórnlegu frelsi, nema því, sem stjórnin og þeir eru samdóma um að mæla óss út í spönnum og þumlungum Hvar sem stjóminni og þjóð vorri ber á milli, þar skulum vér vera vissilr að hitta þá stjórnar- megin. Enda þar sem stjórnin gerir sig líklega til að vilja koma einhverju áfram, þá eru þeir sjálf sagðir til að telja það úr. Þeir einir íslendingar eru þeim geð- feldir, sem vilja standa eins og „spakar kýr, meðan þær eru mjólk- aðar. — Allir aðflutningar eru af svo skornum skamti, að vöru- skortur er á hverju ári, og það einmitt af þeim vörutegundun- um, sem nauðsynlegastar eru og er það bersýnilega til þess, að neyða sem flesta til að liggja á bónbjörg og þurfa bæði að betla út nauðsynjar sínar og borga um leið dýrum dómum“.i) Ennfremur lýsir J. S. því, hversu hirðulausir selstöðukaupmenn séu um, að flytja inn gagnlegar nýjungar, eins og til dæmis að taka ýmis- konar áhöld til verkbóta í land- inu og þæginda. Telur hann það aldrei koma fyrir, að þeir, sem hafi mestan auðinn, gerist for- göngumenn um slíkt. Helstu nýj- ungarnar séu nýjustu tegundir af brennivíni eða vínblöndu, vindlum, kaffirót, klútum eða einhverju fornu glingri, sem sé fallið í verði annarsstaðar. Nú hefir verið, hér að framan, gefið stutt yfirlit yfir verslunar- x) J. S.: Um verslun og verslunar- samtök. N. F. 1872, bls. 89. ástandið á selstöðuverslunartíma- bilinu. Eru frásagnimar byigðar á merkustu heimild, sem kostur er á og sem ekki verður vefengd. Þótti vera nauðsyn á, að gera í þessu riti nokkura grein fyrir hinni sögulegu rót, sem verslunarsamtök landsmanna eru risin af. Sést af lýsingunni hér að framan, að með verslunarfrelsinu 1854 fengust lútl ar umbætur á versluninni sjálfri. Selstöðukaupmennirnir voru arf- takar einokunarinnar og gerðu sér alt far um, að halda öllu í forn- um skorðum. Hefir það jafnan ver ið sameiginlegt einkenni allra sel- stöðuverslana, að leggja alt kapp á, að flytja sem mestan auð úr landi, en hirða minna um fram- farir innanlands. Umbætumar í verslunarefnum og viðreisn lands- ins í þeirri grein varð hlutverk íslenskra bænda. ----o---- — ógurlegur fellibylur geysaði um síðastl. mánaðamót í norður- hluta Mexikóflóans, Tugir manna tíndu lífi á Floridaskaganum og á annað hundrað á Bahameyjum. TTjónið af ofviðrinu er metið á tugi miljóna dollara. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallason. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.