Tíminn - 28.08.1926, Qupperneq 2

Tíminn - 28.08.1926, Qupperneq 2
148 TÍMINN iLýðliáskólinn á Yoss (Yoss Tolkehögskule) hefst hinn 7. dag októbermánaðar, og er skólatíminn 6 mánuðir. Skólinn tekur ekki á móti nemendum innan 17 ára. Fæði, húsnæði, ljós og hiti 65,00 kr. á mánuði. Nokkrir íslendingar hafa þegar sent beiðni um upptöku. Skrifið til skólastjórans. Lars Eskeland, Voss, Noreg. Utan úrheimi. Verðfesting peninga í Frakklandi og Belgíu. Þegar Keynes hinn enski og Cassel hinn sænski réðu, að stríð- inu nýloknu, þjóðum með fallna peninga til að festa þá nærri þá- verandi verðgildi, en reynya ekki hækkunarleiðina, var þessum ráð- um mjög fálega tekið af Suður- landaþjóðunum, sem mest þurftu þess með. Sérstaklega létu Frakk- ar, ítalir og Belgíumenn sér fátt um finnast. Og fram á síðasta missiri létu stjórnmálamenn þess- ara landa altaf í veðri vaka, að ekki kæmi til mála annað en hækka peningana upp í hið fyrra . ji ðgildi. Þessi aðstaða var einkum skilj- anleg í Frakklandi. Þar var gam- all auður, og nálega hver bjarg- álna maður átti meira eða minna fé í ríkisskuldabréfum eða inn- stæðu í bönkum og sparisjóðum. Mikið af þessu fé var þar að auki dregið saman fyrir stríð og átti þess vegna meiri rétt á sér en skyndigróði verðhækkunaráranna. Lítill vafi er á því, að frönsku þjóðinni hefir orðið það til óláns að stjórnmálamenn landsins höfðu ekki kjark til að segja kjósendum sínum í tíma, að mikið af hinum gömlu eignum yi’ði aldrei endur- borgað. En þegar myntin í Frakklandi og Belgíu fór sílækkandi, mánuð eftir mánuð, þá skildu þessar þjóð ir, án þess að þeim væri beinlínis sagt það, að fé þeirra í ríkis- skuldabréfum og innstæðum væri að miklu leytyi tapað. Þá komu hugmyndir Keynes og Cassels í góðar þarfir. Meðan von var um hækkun var alt tal um verðfest- ingu peninga hrein og bein árás á eignarréttinn í augum þeirra, sem áttu sparifé í hættu. En þegar svo var komið, að algert hrun mynt- arinnar sýndist fyrirsjáanlegt, þá kom stöðvunarkenningin eins og verndarengill til að hjálpa inn- stæðueigendum og bjarga því sem bjjirgað varð. Belgíumenn reyndu fyrst stöðv- unarleiðina. Stjómin samdi um skuldir landsins við Bandaríkin og fékk betri kjör en nokkur önnur skuldaþjóð í Evrópu. Lán var tekið til að styðja verðfestingu myntar- innar. Alt gekk vel í fyrstu. En ríkið var með geysimikla innlenda skuldabyrði á herðum sér, og í öðru lagi tókst ekki að skapa trú á verðfestinguna. Eftir nokkra stund hrundi hin nýja fjármála- bygging. Franki Belgíumanna hríðféll, og auðmenn landsins gerðu ilt verra með því að flytja fjármagn sitt úr landi. Þá sá þjóðin að grípa varð til sérstakra úrræða. Stjórnin, sem hafði meirihluta í þinginu en réði ekki við gengismálið, fór sjálfviljug frá völdum, og í stað hennai- var mynduð samsteypu- stjórn úr öllum aðailflokkum þingsins. Afturhaldsmenn, frjáls- lyndir menn og sósíalistar eru þar í einu kærleiksheimili. Þinginu þótti þetta ekki nægja. Það gaf stjórninni alræðisvald í fjármál- um í hálft ár. Stjómin má gera það sem hún vill um skattkröf- ur, lántökur o. s. frv. Ekki er enn hægt að sjá hver árangurinn verður, en þjóðin stendur sem einn maður saman um þessar gerð ir. Og takmarkið er að stöðva myntina þar sem núverandi verð- gildi hennar er. 1 Frakklandi hefir stöðvun ekki verið reynd, en fyrsta sporið í þá átt var hin nafntogaða ráðagerð Caillaux um að franska stjórnin fengi alræðisvald í fjármálum um nokkra mánuði, til að geta stöðv- að myntina. Að vísu féll Caillaux, en um leið hrapaði frankinn meir en nokkru sinni áður. Við það óx festingarhugmyndinni fiskur um hrygg. Um leið og samsteypustjóm Poincaré settist að völdum breytt- ist viðhoifið þegai- í stað. Stjórn- in heimtaði mikla skatta, og fékk allar þær álögur samþyktar nálega umræðulaust. Tekjur og gjöld eru í jafnvægi á fjárlögunum. Allir flokkar standa saman um stöðvun- arpóíitík stjómarinnar, nema verkamenn og svartliðai’, þ. e. a. s. sá hluti afturhaldsmanna, sem hneigist að ofbeldisstefnu Musso- linis, og vill koma einveldi á í land- inu. Fyrstu dagana eftir að stjórn- in tók við bráðhækkaði frankinn. Sterlingspundið var þá um 200 franka, en er nú 160. Hvað veldur breytingunni ? Er það tiltrúin ein? Eða er þetta aðeins stundai’breyt- ing, eins og margir hyggja, veiði- brella amerískra fjármálamanna til að lokka Frakka til að undir- skrifa samninga um að borga stríðsskuldina með vöxtum og vaxtavöxtum. Áður en Poincaré tók við völdum var hann mótfall- inn þeim samningum við Ameríku, sem stóðu til boða. Nú vildi hann fá þingið til að samþykkja slíka undirskrift, en það tókst þó ekki. Honum virðist því hafa snúist hugur. Sennilega sér hann, eins og Caillaux, að Frökkum tekst ekki að festa myntina, nema með því að hafa beinan og óbeinan stuðn- ing amerískra fj ármálamanna, og þann stuðning; eru þeir ekki lík- legir til að veita, nema þeir fái vissu fyrir, að gamla skuldin greiðist. J. J. ----o--- Pílatusarþvoftur Þóraiins á Hjaltabakka. ------ NI. Þó tekur út yíir þegar Þórar- inn reynir að verja framkomu sína á þingi með því, að þegar til- lagan í sendimannsmálinu var bor- in upp á Melstað, þá hafi margir verið farnir, og byggir á því er fundarstjóri ritaði neðan á fund- argerðina eftir fund. Var engum kunnugt um þær aðfai’ir nema fundarstjóra og þingmanni, því talið er víst, að áritun þessi hafi til orðið um nóttina eftir fund í samráði við Þórarinn. Er því ekki að undra, þótt Þórai’inn í grein sinni telji áritunina „hár- rétta“. Mig furðar að Þ. skuli leggja á svona tæpt vað, því það má sanna hvenær sem er, að eng- ir voru famir þegar fundi var slitið, svo Þórai’inn fer þarna með vísvitandi ósannindi. Þessi aðfei'ð fundarstjóra og Þórarins mun eiga að hjálpa Þórami til að sýna, að ekki hafi verið að marka þó til- lagan hefir verið samþykt, því að mangir hafi verið famir. Nú er það ósatt, að margir hafi verið farnir, og í öðru lagi má sanna, að íhaldsmenn voru inni á fundi. Verslun á 19. ðld. II. Upphaflegum verslunarhögum landsmanna var þannig háttað, að bændur á misjafnlega stórum landssvæðum gerðu með sér félag að versla sameiginlega, einkum að selja framleiðsluvörur sínar. — Völdu þeir sér síðan oddvita, einn eða fleiri, til þess að standa fyrir samningum fyrir sína hönd. Tak- mark þessarar viðleitni var ekki hæma en það, að „prútta“ við kaupmennina, lokka þá til að yf- irbjóða eða undirbjóða hvem fyr- ir öðrum eða gera sér far um að komast í samband við lausakaup- menn, „spekúlanta“, er sigldu kaupföram sínum víða á hafnir landsins og versluðu á skipum úti. Urðu þeir alloft fengsælir í sam- kepninni við kaupmennina í landi. Einhver fyrstu samtök þessarar tegundar var félag Rangvellinga um 1830. Sóttu þeir verslun til Reykjavíkur. Þótti kaupmönnum það sæta tíðindum, er það frétt- ist, að „Jón í Selsundi“, oddviti Rangvellinga, lægi með lest sína á Bolavöllum, eða væri búinn að tjalda í Fossvogi. Slík félög sem þessi risui upp víða á landinu. Eitt þessháttar félag var stofnað í Háls- og Ljósavatnshreppum í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1844.1 sjöunda árgangi „Nýrra Félags- rita“, 1847, er í grein „Um versl- unarfélög“ ljóslega greint frá stofnun félagsins, fyrirhuguðu skipulagi þeas og starfsháttum. Er þess getið, að „ásigkomulag verslunarinnar í Húsavík og á Eyjafirði“ hafi hrundið fram þessum félagssamtökum. Voru valdir forstöðumenn í hvomm hinna tveggja hreppa og auk þess umboðsmenn, sem voru einskonar framkvæmdastjórar og höfðu á hendi samningagerð við kaupmenn ina og fleira. í reglum félagsins eru sett allnákvæm og eftirtektar- verð fundarsköp og sundurgrein- ing á skyldum umboðsmanna, for- stöðumanna, skuldlausra félags- manna og skuldugra félags- manna. Er þess getið, að félag- inu hafi þegar í byrjun unnist talsvert á í samningum við kaup- menn á Akureyri. Em tilnefndir kaupmennimir Möller og Mohr. — Um 1860 stofnuðu Hörgdælir svip- að verslunarfélag og vom oddvit- ai' fyrir þá Jón Pálsson hrepp- stjóri í Skriðu og Guðmundur Halldórsson bóndi í Dunhaga. Hefir nú verið drepið á aðeins fá af fjölmörgum svipuðum félags- samtökum í landinu um þær mundir. Jafnvel þótt stórt og merkilegt spor væri stígið með þessum fyrstu samtökum, þar sem með þeim var rudd braut meiri hátt- ar félagsskap síðari tíma, kom það brátt í ljós, að samtökin voru ófullnægjandi og að menn fengu sig fullsadda á, að þrátta við kaupmennina, enda varð árangur- inn tvísýnn og vandmetinn. — Kaupmennimir höfðu og úti allar klær og leituðu ýmiskonar bragða, til þess að sundra og eyða þessum félö,gum. Hurfu þau og brátt úr sögunni. Næsta stig í þessum fé- lagsmálum urðu verslunarhlutafé- lögin. Skömmu eftir miðja öldina var í Reykjavík stofnað félag, sem steiig skrefi lengra. Það hafði bein verslunarviðskifti við útlönd. Á Norðurlandi risu upp tvö stór og merkileg félög af þessu tæi. Vom þau „Félagsverslunin við Húna- flóa“ og „Gránufélagið" við Eyja- fjörð. Stóðu þau félög með all- Því hreyfðu þeir sig ekki? Mun ekki mega líta þannig á, að þeir hafi verið tillögunni samþykkir, eða vill Þórarinn gefa í skyn, að þeir þori ekki að láta álit sitt í Ijósi nema þeir séu vissir um að vera í meirihluta?. önnur hlið málsins, um þessa áritun, er sú, og hún er þýðingar- mikil, að flestir munu líta þannig á, að þá fundargerð er upplesin og fundi slitið, megi ekkert á fundargerð rita, sem rýri eða styrki það, er í fundargerðinni stendur. í þessu tilfelli er sjáan- legt, að áritunin á að rýra krapt tillögu, sem þingmanninum er ekki um. Jeg vil spyrja Þórarinn: Finst honum sér samboðið sem þingmanni, að benda á, í þing- salnum, slíkar áritanir, sem hér um ræðir, og byggja framkomu sína á þeim; og hve langt má það ganga hjá íhaldsfundarstjóra að rita á fundargerð eftir að fundi slitið, til þess að Þórami finnist sér ósamboðið að minnast á það? Sem trygging fyrir að fundar- gerð sé rétt, er hún lesin upp fyrir fundannönnum og þeir látnir sam- þykkja hana, og undir hana skrifa fundarstjóri og skrifari. En þegar fundarstjóri fer að rita á hana eft ir fund, er hætt við að sannleik- urinn njóti sín ekki. Þetta býst jeg við, að Þórarinn viti. Af hend- ingu komst eg að þessari áritun; mun ekki veita af að hafa eftir- lit með þingmálafundargerðum Þ. því altaf mun hann hafa íhalds- mann fyrir fundarstjóra. Það er hreinasti misskilningur hjá Þórami, að eg búist við að ó- frægja hann í sínum flokk, síður en svo. Eg býst við, að jafn snún- ingaliðugur maður og Þórarinn verði í hávegum hafður hjá hin- um mest ráðandi mönnum í flokk- num, þegar hann vinnur það til að láta sína sannfæringu víkja, til þess að geta stutt flokksstjórn sína, mun hann líta þannig á, að stjórn skuli til langlífis hafa, en eigi til frægðar. Annað mál er það, hvort þessi framkoma Þórarins verður til þess að V.-Húnvetningar athuga fram komu hans og dæma að verðleik- um. Eg verð að taka upp nokkrar setningar úr grein Þórarins. Þær sýna svo vel, hve mikið fát hefir verið á Þ. og hvaða rök hann notar. Hann segir: „Hvað snert- ir atkvæðagreiðsluna í Samein- uðu þingi, þá nægir mér ð segja eitt þar um: Ingþór Bjömsson getur engum íslending talið trú um það„ að sú stjórn, sem nú sit- ur, hafi valið þennan mann til þessarar farar, af öðru en fullri sannfæringu um það, að hann væri í besta lagi fær til starf- miklum blóma og framkvæmdum um skeið. Átti Húnaflóafélagið sér að vísu skamman aldur, en varð þó upphaf þeima pöntunarfélaga og síðar þeirra kaupfélaga, er nú starfa bæði í Húnavatnssýslu og Skagafirði, eins og ljóslega er rakið í „Sögu Kaupfélags Hún- vetninga“.i) „Gránufélagið“ var stofnað um 1870. Forstöðumaður þess, Tryggvi Gunnarsson, var einn af mestu atorku- og áhuga- mönnum, sem þetta land hefir al- ið. Átti hann harðri andstöðu að mæta frá hálfu kaupmanna. Er það vel skiljanlegt, að kaupmenn, sem áður höfðu lag"t sig í fram- króka um að sundra hinum mátt- litlu og hverfulu verslunarsamtök- um bænda, þætti draga til mik- illa háskasemda, er bændur gerð- ust svo umsvifamiklir, að hafa skip í förum. Einkum urðu við- skiftin óvæg-ileg milli Tryggva Gunnarssonar og Höepfners kaup- manns á Akureyri. Hugðist Höepfner að taka þegar fyrir kverkar þessari sjálfsbjargarvið- leitni á þann hátt, að yfirborga x) Timarit ísl. samvinnufél. 1922, 2. hefti. ans, þótt einhverjir aðrir séu annarar skoðunar". Þetta eru svo Þórarinsleg rök, að þau þurfa ekki skýringar. Eftir þessu lítur Þó- rarinn þannig á, að ef sá, er ger- ir einhver afglöp, segir að hann hafi gert það í bestu meiningu, þá sé ekki að því að finna. Mikil er trú þín, maður! Ennfremur segir Þórarinn: „Af þessu var dagskrártillagan sjálf- sögð; að hún var ekki borin fram af íhaldsflokknum og með henni greiddu atkvæði Framsóknarfl.- mennirnir“. Eg skil ekki hvers konar hugs- anaruglingur hér hefir gripið Þ. Því greiddu allir Ihaldsmenn at- kvæði með dagskránni ? Þeir sýndu með því, að þeir álitu mál- ið flokksmál og fylktu sér með stjórninni. Býst eg við, að megi s'egja um þá, er greiddu atkvæði með dagskrártill., að þeir hafi unnið það fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans. Þá endar Þórarinn greinina með þessum orðum: „Það er best' að segja sögurnar í Reykjavík eins og þær gerast og eru réttastar“. Þórarinn gat ekki bent á neitt í grein minni, sem ekki var rétt og satt; getur því þessi ráðlegging ekki átt við hér, en mér dettur í hug, að hún hafi komið fram vegna þess, að hann hefir fundið að hann sjálfur fór full-langt frá sannleikanum. Væri rétt fyrir Þó- rarinn að reyna að glæða þennan sannleiksneista, í von um að hann geti endað þannig þingmensku sína, að hann færði fram rétt og sönn rök, og það þótt málið snerti sjálfan hann. * Óspaksstöðum, 2. júlí 1926. Ingþór Bjamason. ----o---- Síldveiðin. Fyrirsjáanlegt þykir að síldveiði verði með minsta móti. Herpinótaveiðin er alveg að hætta, en von um veiði enn í reknet. En síldverðið hefir hækk- að veralega upp á síðkastið vegna aflaleysisins. Þórarinn Jónsson heitir ungur, austfirskur sönglistarmaður, sem dvalist hefir utanlands við nám undanfarin ár. Eru nýlega kom- iu út eftir hann 18 frumsamin sönglög, sem hann kallar: Vest- rænir ómar. Sveinbjörn Svein- björnsson prófessor hefir raddsett lögin. Hefði hann ekki gert 'slíkt nema því aðeins að hann áliti að um efnilegan mann væri að ræða. Er það og vafalaust, að þessi lög Þórarins munu komast á margra varir og verða vinsæl, og’ ef honum endist aldur og heilsa má af honum vænta mikils. framleiðsluvörur héraðsbúa, með- an hann væri að koma félaginu á kné. Telur Jón Sigurðsson að þetta sýni, „að sumir af hinum dönsku káupmönnum þykjast enn þá eiga íslendinga eins og sauð í rétt, til að rýja og mylkja".1). — Tryggvi Gunnarsson ritaði í Norð- anfara mjög skarpa og harðorða ádeilugrein gegn þessum skemda- tilraunum Höepfners. Bendir hann þar meðal annars á, hvaðan Höepf- ner hafi fé það, er hann hyggist nú að beita gegn íslendingum. Hann segir: „Fyrir nokkrum ár- um var Höepfner fátækur maður og umkomulítill; nú þykist hann geta staðið jafnréttur, þó hann fleygi fram nokkrum tugum þús- unda, til að eyðileggja félag voii;. — Hvaðan hefir hann fé þetta? — Einungis frá oss Islendingum! Það er þá vort fé eða fé frá oss, er hann ætlar að hafa til þess að koma í veg fyrir framför vora".1) Eigi skortir heldur frýjuorð og eggjanir í garð bænda, og er Tryggvi Gunnarsson ómyrkur í máli um þessi efni. Honum far- a) Ný Félagsrit 1872, bls. 103. 3) Norðanfari 1871, bls. 64.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.