Tíminn - 11.09.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1926, Blaðsíða 3
TIMINN 157 Kaupið. Mi\i sSorna oeítiiiok í 100 eða 500 gramma loftþétt- um blikkdósum. — Altaf jafn- hressandi í þessum umbúðum. Sparið. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúg’mjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. elciftii’ ©iixg-öng-u. -vi<3 oiclcuLr. Seljum og mörgum ö'ðrum íslenskum verslunum. Hínir margeftirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Samband ísl. samyinnufélaga. Hlægilega hafa þeir oft gert sjálfa sig Morgunblaðsmenn, en aldrei hefir þeim tekist svo upp sem nú, er þeir taka sér fyrir hendur að vekja tortrygni bænda gegn þjóðkunnum og margreynd- um mönnum í þjónustu bændafé- laganna. Eins vel gætu þeir tekið sér fyrir hendur að fá menn til að trúa, að Jón Þorláksson vildi banna sementsverslun, Bjöm Lín- dal síldveiði, Árni íhaldssendi- herra vínverslun, eins og að ætla að sannfæra bændur um, að Jón Sigurðsson og Jón Guðmundsson séu byltingamenn og bændafénd- ur. Siguivonin. Um eitt ætlar Tíminn að vona að Morgunblaðinu hafi ratast satt á munni, aldrei þessu vant: að sú verði reyndin, að allir íhalds- andstæðingar sameinist um, að kjósa lista Framsóknarflokksins. Getur ekki liðið á löngu áður en það kemur fram opinberlega. Framsóknarflokkurinn er stærsti og fjölmennasti andstæðingaflokk ur íhaldsins. Undir slíkum kring- umsitæður sem þessum ber hon- um því skylda til að hafa foryst- una í baráttunni móti íhaldinu. Þesisa vegna hefir Framsóknar- flokkurinn, svo fljótt, ákveðið lista sinn, til þess að aðrir stjóm- arandstæðingar fái svigrúm til að íhuga hvort þeir geti fallið frá að bera fram sérstakan lista og hvatt flokksmenn til að kjósa þennan. í aðalmálgagni verkamanna hér í bænum hafa komið fram um- mæli, sem benda í þá átt, að eins og sakir standa, verði allir and- stæðingar íhaldsins að sameinast. Af hálfu hins nýja flokks, er Btuddi Sigurð Eggerz við síðasta landskjör, hefir aftur á móti ekk- ert komið fram opinberlega. En fyrst og fremst er sigurinn undir því kominn, að bændur um alt Island sameinist vel um list- ann og sæki kosninguna af kappi. Nú má enginn maður eða kona í sveit hugga sig við það að fram- bjóðandi Framsóknarflokksins só viss að ná kosningu, þó hann eða hún ekki sæki kjörfund. íhaldið veit vel hve mikið er í húfi um þessa kosningu, og isparar áreið- anlega hvorki fé, bíla, né vinnu, til þess að smala liði sínu að kjör- borðinu í kauptúnunum. Bændurnir hafa nú meginhluta hins pólitíska valds og gætu alveg ráðið stjórn landsins, væru þeir samtaka. Rík skylda fylgir þeim réttindum — skyldan að sækja vel kjörfundina. Landið í heild sinni á í haust ungur II. langt bréf til Grænlend- inga — norrænu íbúanna, er hann og aðrir hugðu þá vera þar. — Jafnframt sendi hann skip í Græn- landsleit, en för sú varð árang- urslaus, því skipið komst ekki inn úr ísnum, og sneri heim aftur. 1605 sendi Kristján konungur IV. 3 skip í sömu leit. Náðu þau til Grænlands að suðvestanverðu. Fundu þar skrælingja og versluðu við þá: Gáfu þeim glingur fyrir gullvægar vörur, og féflettu þá ósparlega. En í kaupbætur rændu sendimenn 6 skrælingjum, sér til skemtunar — og þetta gerðu Dan- ir oftar. Leið þessum villimönnum mjög illa á leiðinni, og dóu allir í útlegðinni — flestir í Dan- mörku. Skipstjórinn einn og aðal- foringi fararinnar voru enskir. Á heimleiðinni skaut hann 1 af þess- um sex villimönnum, til þess að temja hina og kenna þeim hæfi- lega kurteisi!! — I hefndarskyni var þessi skipstjóri síðar drepinn í Grænlandi. Næsta ár voru send 5 skip sömu leiðina, og stóð nú mikið til að græða á silfursandi, er hinir höfðu séð áður. Gekk þeim ferðin vel, og hlóðu skip sín af „silfrinu“, en gáðu þess miður að taka „gull“ fyrir glingur. Svo þegar heim kom reyndist „silfrið“ ónýtt kís. En að velja á milli tveggja gjörand- stæðra stefna: íhaldsstefnunnar, yfirdrotnun- unarstefnu fámennra auðmanna og embættismanna í kauptúnunum, kyrstöðu í þjóðlífinu, með hægð og makindum fyrir þá, ,sem rík- astir eru í kauptúnunum, stefnu, * 1 sem daufheyrist við öllum kröf- um um mentun alþýðu, grimmi- legrar stefnu í skattamálum, harð- snúinnar kúgunarstefnu gagnvart hinum minnimáttar í bæjunum, stefnu, sem daufheyiist fullkom- lega við hinum réttu kröfum um styrk og bætta löggjöf til alhliða viðreisnar landbúnaðarins, af því að augu íhaldsmanna eru blind fyrir því, hversu þýðingarmikill landbúnaðurinn er bæði fyrir heil brigðilega og menningarlega fram- tíð þjóðarinnar og fjárhagslega afkomu hennar, Ihaldsstefnu, eins og hún er alræmd orðin í öllum löndum og á öllum tímum og bæld til áhrifaleysis í miklum meiri hluta siðaðra landa — og: Framsóknarstefnunnai', — sem fyrst og fremst grundvallast á þeirri lífsskoðun, að ofvöxtur kauptúnanna síðari árin og fækk- un fólksins í sveitinni :sé stór- hættuleg fyrir framtíð þjóðarinn- ar, og leggur því megináherslu á viðreisn landbúnaðarins, vill í verslunarmálunum hlynna að ;sam- vinnufélagsskapnum, bæði vegna mannbætandi áhrifa þess félags- skapar, vegna hinnar stórkostlega auknu hagsældar sem sá félags- skapur alstaðar hefir fært al- menningi, og- loks vegna þess rétt- lætisgrundvallar, sem hann hvílir á, stefnu, sem vill leggja megin- áherslu á aukna mentun allra ein- staklinga þjóðfélagsins, til þess að þeir fái aðstöðu til að njóta sín í lífinu, stefnu, sem í skatta- málum vill gæta réttlætis og leggja byrðarnar hlutfallslega langþyngstar á þá, sem breiðust hafa bökin; stefnu, sem með for- sjá og sáttaumleitunum, að dæmi siðaðra þjóða, vill isetja niður kaupdeilur, en ekki með hervaldi og kúgun; stefnu, sem trúir á framtíð landsins og gæði þess og vill þess vegna sækja ótrauð fram öldum saman hefir Ihald og afturhald þjakað land okkai' svo greipilega, að engin þjóð ætti frekai’ en íslendingar að fordæma alt, sem kennir sig við það hvim- leiða nafn. Bændur og búaliðar! Verið minnugir Ihalds-óheillasporanna á Islandi fyr og síðar. Fjölmennið á kjörfundina 1. vetrardag og kveðið upp dauða- dóm yfir Ihaldsstefnunni. aðrar vörur hrukku skamt fyrir öllum kostnaði. Þó voru enn send 2 skip 1607, og átti nú að heim- sækja norræna bændur á austur- strönd Grænlands. Komust þau þar við land að ísnum. Urðu menn fljótt ánægðir af þeim góðgerðum, og héldu heim aftur. (Gr. hist. Mind! III. 199, 666, 698). V. G. ----o---- (Viðtal við Jón Dúason). „Álítið þér að íslenska lands- stjórnin eigi að fara fram á það við dönsk stjómarvöld, að íslend- ingar fái að hafa bækistöð á Græn- landi, á betri stað en Stóru- Hrafnsey, og með betri skilyrðum en boðin hafa verið?“ spyr eg Jón Dúason. „Nei“, svarar hann, „það álít eg ekki að hún eigi að gera, því að með því viðurkennum við eign- amétt Dana á landinu. íslending- ar eiga Grænland. Það er hægt að sanna það þjóðarréttarlega og ríkisréttarlega. Þess vegna álít eg, að réttast væri að íslendingar færu að fiska við Grænland, verka fiskinn 1 landi, versla við Skræl- ingja, reka búskap, námugröft og Látin er 18. þ. m. í sj úkm- húsinu á þingeyri Hrefna Egg- ©rtsdóttir, dóttir Eggerts bónda Fjeldsted að Klukkulandi í Djúpa- firði. Hrefna var myndarstúlka, eins og hún átti kyn til. Hún var fædd 8. júlí 1903. X. „Skólasöngvar“. Fiiðrik Bjarna- hvað eina, einsi og einokunin og- Danaveldi væri ekki til. Leyfi dönsk yfirvöld sér að skerða svo mikið sem eitt hár á höfði þeirra, eða trufla atvinnu þeirra á nokk- urn hátt, eiga þeir að kæra til stjómarinnar í Reykjavík, «em þá 9v skyld að gera málstað þessara íslensku borgara að sínum mál- stað og beita öllum þeim frið- samlegu úrræðum, sem þjóðar- rétturinn heimilar fullvalda ríki að beita undir svona kringum- stæðum, t. d. ef þörf gerist að gera upptækar danskar eignir hér upp í skaðabótakröfu sína. Sem sagt okkur varðai’ ekkert um, hvað Grænlandsstjórnin lofar eða leyfir, því við eigum landið, og Alþingi Isendinga er eina lögþing- ið, sem hefir rétt til þess að ráða lögum og lofum í Grænlandi. Þetta álít eg réttast að væri ;gert“. „Er ekki til nein friðsamari leið en þetta, að yðar áliti ?“ „Jú, það er til friðsamari leið. En við verðum fyrst og fremst að gá að því, að gera ekki neitt það, er gæti orðið til þess, að við töpuðum rétti vorum til Græn- lands. Með óbifanlegri þrautseigju héldu íslendingar fram sjálfstæð- isréttindum sínum, þar til Danir viðurkendu þau, og hið sama verð- son kennari í Hafnarfirði gefur út einkar snoturt sönglagahefti með því nafni. Eru í heftinu 23 lög, samin af honum sjálfum, létt og líkleg til að verða vinsæl af böm- um. Raddsett eru þau þrem sam- kynja röddum og eru því einkar vel fallin til söngæfinga í skólum. um við að gera gagnvart Grsen- landi. Förum við ekki leið þá, er eg' fyr nefndi, verðum við þess vegna fyrst að heimta, að Danir afhendi okkur Grænland. Vilji þeir það ekld, eigum við að mótmæla form- lega yfirráðum þeirra þar, en að því gerðu, getur stjómin farið að semja við þá um atvinnurekst- ur Islendinga á Grænlandi, án þess að við töpum neinu af okkar sögulega rétti. Einstakir menn eða Fiskifélagið geta líka samið við Grænlands- stjómina eða sótt um leyfi hemi- ar án milligöngu íslenskra stjóm- arvalda, án þess að neinn réttur tapist". „En ef Danir vilja aldrei við- urkenna rétt þann, er byggist á því, að við námum landið til foma?“ „Þeir verða að gera það. Þeir komast ekki hjá því. En það renna fleiri stoðir undir þá kröfu, að við fáum athafnafrelsi í Græn- landi, en hinn fomi réttur var. Sérhvert ríki er samkvæmt al- menna þjóðarréttinum skylt til þess að hafa lönd sín opin fyrir verslun og siglingum og allskonar efnalegum og andlegum viðskift- um við lönd og borgara allra aim- ara þjóðarróttarríka. Grænland er Frá útlöndum. Hinn 11. f. m. komu sendiherr- ar Rúmeníu, Grikklands og Suð- ur-Slafalands á fund stjómarinn- ar í Búlgaríu og afhentu henni sameiginlegt bréf frá stjórnum sínum. Er í bréfinu látið í ljós, með miklum þunga, að þessi ríki geti ekki þolað þá starfsemi sem þróist innan landamæra Búlgaríu, af hálfu ýmissa byltinganefnda, sem ríkin fullyrði að starfi þar og haldi uppi uppreisnarflokkum sem geri tíðar árásir í landamærahér- öðunum. Krefjast ríkin þess að stjóm Búlgríu friði svo land sitt að þessum nágrannaríkj um stafi ekki hætta af. Hefir oft ekki þurft meira til en þetta til þess að alt færi í bál og brand á Balk- anskaga, og fullyrt er að staðið hafi til, að þessi oi'ðsending til Búlgaríu yrði enn hvassari og ná- lega úrslitakostir. En stórveldin hafa að nokkru dregið úr brodd- ana. Em þessi tíðindi í beinu framhaldi af því, sem áður hef- ii' borið við á Balkanskaga.. — Makedóníu er skift milli þriggja landa. Vilja Makedóníumenn all- ir sameinist Búlgai'íu og hafa því stofnað umrædd uppreisnarfé- lög. Hefir stjórn Búlgaríu ekkert bolmagn til að friða landið, enda talið óvíst, hve henni sé það fast í huga. Að vísu mun hún telja sig knúða til að svara vinsamlega þessu bréfi nágrannanna, en alt er vafasamara um efndimar. — — Seint í fyrra mánuði lét einvaldsherrann spánski, Primo de Rivera, birta viðtal við sig í einu aðalblaðinu í Madrid, og hefir það vakið mikla eftirtekt. Hann sagðist mundu hefja að nýju kröfuna að Tangerborg og héraðið umhverfis yrði spánskt land. Hann sagði, að það væri ranglátt, þar sem Spánn hefði háð 17 ára styrjöld í Marokkó, fóm- að 40 þús. mannslífum og eytt til þess 500 miljónum peseta, að Tanger væri enn óháð, undir al- þjóðavemd, og væri Spáni stöð- ugur fleinn í holdi, því að þar væri heimkynni leynifélaga, sem ynnu gegn Spáni og vopnum væri stöðugt smyglað á land handa uppreisnarmönnum í Marokkó. — Tanger hefir oft verið nefnd Mikligarður vestari. Eru borg- arbúar um 70 þúsund. Borgin liggur við Njörfasund, beint and- spænis Gibraltar. Árið 1912 var Tanger gerð alþjóðaborg með innlendri stjórn — 15 innlendir menn, 4 Frakkar, 4 Spánverjar því ekki þjóðarréttariega lokað gag-nvart neinum öðrum ríkjum en þeim, sem hafa gefið Dönum sér- stakt leyfi til þess að halda því lokuðu. Hjá Hollendingum hafa Danir t. d. aldrei getað fengið þetta lokunarleyfi og hafa Danir þó lagt hart að þeim í hvert skifti sem samningar hafa farið fram um viðskifti Hollendinga og Dana. I verslunarsamningum Hollend- inga og Dana gefa Hollendingar aðeins leyfi til að ísland og Fær- eyjar megi vera lokaðar. Danir hafa nú viðurkent Is- land sem fullvalda þjóðarréttaiTÍki og þar með hafa þeir hátíðlega heitið að Grænland standi Islend- ingum opið og öndvert, svo fram- arlega sem það er hluti úr danska ríkinu. Ennfremur hafa Danir heitið því með sambandslögunum, að Is- lendingar skyldu hafa sömu rétt- indi í Danaveldi eins og danskir þegnar í voru rflri. Til áréttingar er það sérstaklega tekið fram í 3. lið 6. gr. sambandslaganna, að danskir og íslenskir þegnar hafi sama rétt til fiskveiða hvar í landhelgi annara, án tillit til hvar þeir eru búsettir. Þessi réttur hefir verið skilinn svo, eftir ósk- um Dana, að þeir hefðu eigi ein- göngu rétt til þess að veiða hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.