Tíminn - 11.09.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1926, Blaðsíða 4
TlMINN 158_______________________________ Frh. af 1. sítfa, lausar og svo þjóðnýtar, vill íhaldsflokkurinn láta bera með óeðlilega háum vöxtum, nokkuð af töpum þeim sem verða á síld- arútgerð og heildsöluverslun 1 kauptúnunum. Og ekki einungis vill íhaldsflokkurinn þetta, heldur dirfist hann að bregða þeim mönn- um um „ölmusuhátt“ og metnað- armorð“, sem halda fram rétt- látum kröfum í þesisu efni. Þetta eiga allir bændur á Is- landi að festa sér í minni. Ótví- ræðlega er skráður í aðalmál- gagni íhaldsflokksins, hugsunar- háttur flokksins í landbúnaðarins garð. Hver ert þú, íslenskur bóndi, sem viðurkennir það réttlátt að þú eigin, með háum vöxtuin af láninu, sem þú tekur til að rækta túnið þitt, ræsa fram mýramar, girða tún og engi o. s. frv., að borga hluta af töpunum sem verða af sukkinu og óreiðunni norður á Siglufirði, af ofvexti í heildsöluverslununi í Reykjavík? Hver ert þú íslenskur bóndi, sem þolir að ekki sje gerður rétt- látur munur á þeim verkum sem þú vinnur til að bæta landið, verkum sem næsta kynslóð og kynslóðir hafa gagn af, og verk- og 3 Englendingar — en undir vernd Marokkósoldáns. — Þar sem síðan hafa verið háðir sí- feldir bardagar í Marokkó hefir gremjan yfir þessu skipulagi magnast á Spáni með ári hverju. Þó að Spánverjar og Frakkar þættust hafa útilokað uppreisnar- mennina í Marokkó frá öllum sam göngum varð reyndin jafnan önn- ur. Þeir fengu altaf við og við ný skotfæri og allskonar hergögn — frá Tanger; þar gátu Spánverjar engu eftirliti komið við. Ósigrana í Marokkó telja Spánverjar Tan- ger að kenna. Þeir telja, að þús- undir spánskra hermanna hafi fall ið fyrir vopnum sem komu frá Tanger til uppreisnarmannanna. Primo de Rivera hefir því áreið- anlega meginhluta spönsku þjóð- arinnar að baki sér, er hann krefst þess að Tanger verði spönsk borg. En það er alveg ó- víst að það liggi laust fyrir að fá kröfunni framfylgt. Englend- ingar hafa hingað til ekki viljað þola það, að hinum einstöku rík- jum leyfðist að eiga land gegnt Gibraltar. Með þeim eignarum- ráðum fengist réttur til að reisa þar vígi. En hingað til hefir Gi- braltarvígið enska haldið vörðinn í Njörfasundi og þar með ráðið yfir siglingum um Miðjarðarhaf. Verður áreiðanlega langsótt mál fyrir Spánverja að fá þeirri niður stöðu breytt. í landhelgi, heldur einnig rétt til þess að leggja aflann hér í land og verka hann og flytja út, og vitanlega hafa Grænlendingar þennan sama rétt hér á íslandi, ekki aðeins eftir okkar skilningi, heldur einnig eftir skilningi Dana á ríkisréttarstöðu þeirra. Þar eð það er skýrt tekið fram í 6 gr. að báðir hafi rétt til fisk- veiða hvor í annars landhelgi, án tillits til hvar þeir eru búsettir í Grænlandi hafa rétt til veiða í landhelgi þar og til þess að leggja þar upp fisk og verka, höfum við þennan sama rétt eftir skilningi Dana á réttarstöðu Grænlands, sbr. orðin: „án tillits til hvar þeir eru búsettir". öllum dönskum borgurum var heimilt að veiða í landhelgi Græn- lands, þar til það var bannað öll- um öðrum en Grænlendingum, með dönskum lögum í fyrra. En um þau lög varðar okkur ekkert, því þau koma í bága við skýlaus- an staf sambandslaganna, sem er milliríkjasamningur, þ. e. þjóða- réttur. En fyrir þjóðarétti verða landslög allra ríkja að víkja“. X. -----o----- Frjónavélar. Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia“ prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbatri. Síðustu gerðimar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði. Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00. Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00. Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kr. 127,00. Allar stærðii’ og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög istuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. í heildsölu hjá Sambandi ísl. samyinnufélaga. AÐLYF. Eins og að unadanförnu útvegum vér beint frá verksmiðjunum Mc. Dougalls Coopers Barratts Hreins með bestu kjörum sem hægt er að bjóða. Samband ísl. samyinnufélaga. baðlyf H.f. Jón Sigmundsson & Co Til gagns og gamans. Nú fer veturinn í hönd með löng, dimm og döpur kvöld. Þá þurfa allir að eiga góðar bækur, sem lyfta huganum og víkka sjón- deildarhringinn, jafnframt því, sem þær stytta löngu og dimmu kvöld- in og veita gleði og ánægju inn á heimilin. — Þessar bækur fást hjá öllum bóksölum: Kveðjur, kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ób. kr. 7.00, ib. 8,50, á betri pappír 10,00 og í alskinni kr. 20,00. Uppsprettur, kvæði eftir Halldór Helgason, ób. 7,50, ib. 9,00. Ljóðmæli eftir Guðm. Bjömsson sýslumann, ób. 7,50, ib. 9,00. Glampar, ljóð eftir Grétar Ó. Fells, ób. 7.00. Nokkrar stökur Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum, ób. 2,00. Heilög kirkja, sextug drápa eftir Stefán frá Hvítadal, skraut- prentuð, vönduð útgáfa, heft 1 karton kr. 2,00. Órar, kvæði eftir Hannes Guðmundsson. Þessari bók ættu allir ijóðelskir menn að kynnast, ób. 3,00, ib. 4,50. Veður öll válynd, þættir að vestan, eftir Guðm. Gíslason Hagalín, ób. 4,50, ib. 6,50. Sögur eftir Helga Hjörvar. Bók þessi kom út í fyrrahaust og er nú nærri uppseld, aðeins fá eint. óseld, ib. 7,75. Abdallah, eða fjögra laufa smárinn, eftir A. Labouley, göfgandi og spennandi Austurlensk skáldsaga, í þýðingu eftir Sig. Kristófer Pét- ursson, ób. 7,75, ib. 11,75. Dulmætti og dultrú, eftir Sig. Þórólfsson. Bók þessi skýrir frá ýmsum dultrúarstefnum á ýmsum tímum og þeim áhrifum sem dul- trú og dulspeki hafði á samtíð sína, mjög fróðleg bók, ób. 5,00. Jafnaðarsteínur, eftir Sig. Þórólfsson. I þessari bók eru raktar í sundur ýmsar stefnur, sem uppi hafa verið á öllum öldum, til samanr burðar við jafnaðarstefnuna eins og hún er nú í heiminum, ób. 3,00. Um saltan sjá, eftir V. Rasch, sönn æfisaga sjómanns, frá því hann er skipsdrengur þar til hann er orðinn stýrimaður. Góð og göfg- andi bók fyrir a 11 a, einkum sjómenn, ób. 6,50, ib. 5,80. Skjóna, eftir Einar Þorkelsson, falleg dýrasaga, sem aliir hesta- vinir verða að eiga, ób. 1,00. Haustrigningar, gamanleikur (revy), sem leikinn var í fyrravet- ur, við mikla aðsókn, 3,00. Eldvígslan, gamanleikur (revy), sem leikinn var síðastliðinn vet- ur, við enn meiri aðsókn, 2,50. Bréf til Þorbergs, ádeilurit á Bréf til Láru, 0,75. Gjaldþrot og réttvísi, ádeilurit, eftir R. P. Leví 1,00. í haust koma þessar bækur á markaðinn: Ferfætlingar, fimm dýrasögur eftir Einar Þorkelsson, með teikn- ingum eftir Ríkharð Jónsson, ób. 5,00, ib. 6,50. Ástir, tvær ástasögur eftir S. Melax. Kóngsdóttirin fagra, æfintýri eftir Bjama M. Jónsson, handa börnum, með 25 myndum eftir Tryggva Magnússon. Fjórtán dagar hjá afa, heilbrigðis- og hollustureglur fyrir böm, eftir Árna Ámason lækni, með 14 teikningum eftir Bjöm Bjömsson. Munkamir á Möðruvöllum, leikrit í 3 þáttum, eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Bí, bí og blaka, kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Bækur eru þinn besti vinur. Viljirðu eignast góðan vin, þá kauptu góða bók. Ofantaldar bækur fást hjá öllum bóksölum og hjá aðalútsöl- unni, sem er hjá Prentsm. Acta h.f., Rvík. leysinu „svindlaranna“ við sjó- inn? Hver ert þú íslenskur bóndi sem þolir, að þá er rökvíslega er sýnt fram á að landbúnaðarlán til far- sælla framkvæmda, eigi ekki með óeðlilega háum vöxtum að bera tap af mistökum kaupstaðabú- anna, að þá sé kallað að bænda- stéttin sé „ölmusulýður“ og á henni eigi að fremja „metnaðar- morð“? í fyrri daga gerðu íslenskir bændur hark að Krók-Álfi á Hegranesþingi, drápu Smið And- résson og mótmæltu einróma á þjóðfundinum, er þeir fundu sér misboðið. Nú er með öðrum vopnum veg- ið. Með því að beita sínu pólitíska valdi, á bændastéttin íslenska að svara þeim hugsunarhætti sem Ihaldsflokkurinn opinberar í aðal- málgagni sínu. Gefst til þess fyrsta tækifærið í haust, en enn betur næsta haust. — /Verður í næsta blaði vikið að síðari ákæruatriðum Ihalds- flokksins í Framsóknarflokksins garð út af landbúnaðarmálunum: tillögunum um fjölgun býlanna í sveitum og frumvarpinu um til- búinn áburð. — Hinn 26. f. m. fór fram úr- slita atkvæðagreiðsla um það í þýska þinginu hvort Þýskaland skyldi ganga í þjóðabandalagið. Kommúnistamir báru fram til- lögu um að Þýskaland gengi ekki í bandalagið og greiddu þeirri tillögu allir atkvæði. Og með þessari Kommúnistatillögu, um stærsta málið á dagskrá þýsku þjóðariiuiar, greiddu einnig at- kvæði helstu leiðtogai’ hinna römmustu Ihaldsmanna þýsku. Er holt fyiir Íhalds-Mogga ís- lenska að athuga þetta. — Mjög þektur maður dansk- ur, íhaldsmaður, kom til Lenin- grad, sem áður hét Pétursborg, fyrii- skömmu, og segir, meðal annars, þessai’ sögur af því sem fyrir augun bar: Honum fanst einkum til um fátæktina í borg- inni. Vel búinn maður sást varla á götunum, og sjaldgæft var að sjá menn „með hvítt um hálsinn“. Launakjörin, sem almenningur á við að búa, eru lág, en hins veg- ar allmikil dýrtíð. Ríkið á húst- in og vísar mönnum á húsnæði. Leigan er mishá, eftir tekjum leigjandans. Verkamenn borga mun lægri húsaleigu en opinber- ir starfsmenn, og kaupmenn enn hærri. Mikill hrörnunarblær eryf- ir húsum og götum. En hins veg- ar var alstaðar mikið fjör og líf á ferðum. — Fólkið virtist vera ánægt, hjálpfúst og góð- gjarnt, eins og Rússai’ eru jafn- an. Mönnum var frjálst að fara hvar sem var. Einkum var mikið um að vera alstaðar þar, sem hægt var að baða sig. Skipulag var gott á götum úti. Sporvagn- ai-nir voru ágætir. Konur stýrðu vögnunum. Það var dýrt fyrir út- lendinga að búa á gistihúsunum. Á skemtistöðunum voru aðallega útlendingar og opinberir starfs- menn og konur með þeim. Voru þær bæði fríðar og snyrtilega bún ar, en þær voru klæddar í ódýra baðmullarkjóla. Hinir opinberu starfsmenn hafa ráð á að halda sig ríkmannlegar en allur almenn- ingur, en engu að síður voru þeir klæddir í ódýr föt. -----o---- Höfundur greinarinnar: „1- þróttanámsskeið", í síðasta blaði, sem undirrituð er: B. J., er ekki Bjöm Jakobsson leikfimiskenn- ari. íþróttanámsskeið I. S. 1. og U. M. F. í. á áð byrja hér 1. nóvember n. k. ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur hefir ver- ið framlengdur til 15. október, og er þess vænst að sem flest félög sendi menn á þetta námskeið. ----------------o---- Jeg undirrituð kenni eins og að undanfömu að taka mál og sníða allskonar kvenfatnað eftir nýj- ustu tísku. Herdís Brynjólfsdóttir, Sími 324. Skólavörðust. 38. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta. Ágætir erfiðisvagnar, ásamt vönd- uðum aktýgjum, ódýrara en áður. Hin margeftirspurðu handvagna- hjól komin aftur. Reiðtýgi og alt tilheyrandi. Lækkað verð. Pantan- ir afgreiddar út um land. — Símnefni „SLEIPNIR". Laugaveg 74. Sími 646. Millur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 388. — Laugaveg 8. Skólasöng’var með þrem samkynja röddum eftir Friðrik Bjarnason. — Fæst h j á bók sö 1 um. — Beislisstangir, ístöð, keirslumél og reiðbeislamél (gúmmí og jám) selst ódýrt í heildsölu og smásölu. Símnefni: „SLEIPNIR“ Laugaveg 74. Sími 646. Sjó- og bruna vátryggíngar. Símar: Sjótrygging’ .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. Samvinnuskólinn 1926—27. Skólatíminn 7 mánuðir, frá 1. okt. til aprílloka. Kenslugreinar: Samvinnusaga, félagsfræði, hag- fræði, verslunarsaga, verslunar- löggjöf, verslunarlandafræði, bók- færsla, reikningur, verslunarreikn- ingur, skrift, vélritun, íslenska, danska, enska og fyrir þá sem þess óska sérstaklega byrjunar- kensla í jþýsku og frönsku. I fjarveru skólastjórans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í Sam- bandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspumum skólanum viðvíkjandi. SYIPA tapaðist á Þjórsármót- inu 11. júlí s. 1. Var merkt H. 'S. með gotnesku letri. Finnandi geri aðvart á Kárastíg 3 Rvík. TAPAST hefir grábíldótt for- ustuær, aðkeypt norðan úr Mý- vatnssveit í Þingeyjarsýslu. Mark, hægra eyra: hálftaf aftan, biti framan. Vinstra eyra: tví- stýft framan, biti aftan. Brenni- mark á hægra horni: HII. Var með bjöllu í vinstra homi. Lamb- ið er að líkindum mislitt. Sá er kynni að verða kinda þessara var, er vinsamlegast beðinn að iselja þær ekki, en gera mér að- vart, sem fyrst, gegn ómaka- launum. Einar Bjömsson Bessastöðum í Miðfirði, Húnavatnssýslu. (Næsta isímstöð: Melstaður).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.