Tíminn - 02.10.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1926, Blaðsíða 2
166 TÍMINN 1i rnwrnmiHirnHi^-Trpyrrm-TniiTRmTmwPhHiTíp V. W. Bnch (Litasmiðja Buclis) Tietgeusgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fL Bránspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. JeuÉflarnirj iautof. „Það er ekki hægt að neita því“, sagði gamall og merkur skipstjóri nýlega, maður, sem annars leiðir hjá sér umtal um stjórnnxál, „að þegar á reynir, þá eru það Framsóknarmennirnir sem eru islendingarnir í landinu. Þetta er svo vel sagt og rétt- mætt, að það mætti vel verða að vígorði hér á landi. Framsóknar- mennirnir eru Islendingamir í landinu. Og ef landið á nokkurn- tíma að verða alfrjálst aftur, bæði andlega, efnalega og stjórn- arfarslega, þá verður það að vera fyrir forustu og forgöngu Fram- sóknarmanna. Menn vita hvað hefir komið fyrir íhaldsmenn í því efni. Þeir hafa gert bandalag við út- lenda gróðabrallsmenn til að geta haldið úti blöðum sínum. Þeir hafa haft alútlendan mann sem ekki kann nema graut í málinu, fyrir aðalleiðtoga Mbl. árum saman. Þeir hafa þegið fé frá Berleme sem skiftir þúsundum til að halda uppi stjómmálastarf- semi í landinu. Þeir hafa fyrir þingmann og stuðningsatkvæði stjómarinnar Jón Kjartansson, sem sannarlega fær uppeldi sitt frá mönnum eins og Jensen- Bjerg, Jakobsen, Fenger, og um eitt skeið frá Berléme. Hvað fá þessir menn í staðinn? Gefa þeir fé sitt í blöð hér á landi án þess að óska eftir og fá áhrif á landsmál í staðinn? Tökum Eimskipafélagið. Starf þess er að vinna að því að sigl- ingar til landsins og með strönd- um fram verði í íslenskum hönd- um. Við það keppa tvö útlend og mjög fésterk félög. Hvaða menn eru tryggastir viðskiftamenn Eimskipafélagsins ? Það eru kaupfélagsmennimir ? Hverir eru mest á vegum útlendu skipafé- laganna og styðja mínst Eim- skipafélagið ? Það eru fjölmargir af dátum Mbl., alt í kringum land. Útlenda hagsmunasam- bandið heldur þar öllu föstu móti eðlilegri viðreisn íslendinga. Sam- einuðu verslanimar, hið alút- lenda fyrirtæki, þar sem Ámi í Múla var einn af starfsmönnun- um, skiftu fram að dauðadegi eins mikið við útlend skipafélög og eins lítið við Eimskipafélagið eins og frekast var unt. í vetur beitti íhaldið sér fyrir að koma í gegnum þingið frv. um að gefa útlendingum rétt til að stofna hér banka. Þetta var einskonar endurnýjun á norska bankanum sáluga sem íhaldið gei'ði lög um 1923, en enginn Gyðingur vildi þá bíta á krókinn. Framsóknarmenn börðust af al- efli á móti að útlendingum væri veitt leyfi til að hafa hér banka og sölsa undir sig vald í landinu. En Sig. Eggerz og allir íhalds- menn komu því máli í gegn. Litlu síðar var hvíslað að einum ráðherranna, úr svo háu sæti, að hann mun hafa veitt orðunum eftirtekt: „Varið ykkur á að hleypa Gyðingum inn í landið með þessum bankalögum, til að láta þá ná í sínar hendur fjár- málavaldi yfir ykkur“. En Jón Þorláksson kunni jafn- lítið að vera íslendingur þá, eins og þegar Framsóknarmenn 1 þinginu höfðu varað við hinu sama með öðrum orðum í umræð- unum. Jón virðist hafa sent Lárus son Jóh. Jóh. út í lönd til að bjóða Gyðingunum heim. Og nú eru hálfgjaldþrota Mbl.menn sem ekki fá lengur krít í íslands- banka, að aura saman í fargjald handa einhverjum „fínansmönn- um“, sem ætla að bæta úr neyð Mbl.manna hér með bankastarf- semi, en hafa ekki meiri trú á fyrirtækinu en það, að þeir vilja ekki hætta fé sínu í ferðakostn- að hingað norður, er þeir í fyrsta sinn eiga að sjá sína til- vonandi viðskiftavini. Fyrir skömmu skrifaði Ólafur | Thórs í Mbl. með allnúklum þjósti út af því að Færeyingar myndu leyfa stóru ítölsku tog- arafélagi að hafa þar veiðistöð, og gat þess, að þetta gæti þrengt mjög að kosti íslenskra útvegsmanna. Skaut hann því til íslensk-dönsku nefndarinnar, að verja hér hagsmuni íslands móti dansk-færeyskri ágengni. En þetta mál er ekki nýtt. Ólafur hlaut að hafa vitað um þetta ráðabrugg fyrir löngu og þá væntanlega skotið því að Jóni heitnum Magnússyni og Jóni Þorlákssyni, að stjórnin yrði að mótmæla þessum yfirgangi. Sömuleiðis voru hæg heimatökin í vor, er íhaldið var eitt um hit- una íslandsmegin í íslensk- dönsku nefndinni, með þá Einar Arnórsson og Jóhannes Jóhann- esson á fundinum hér í vor, að fá þá til að kippa í strenginn. En af orðum Ólafs er auðséð, að þetta hefir ekki verið gert. Ástæðan er auðsæ. Gera má ráð fyrir að bæði ráðherrarnir og nefndarmennimir, Einar og Jó- hannes, hafi viljað vera Islend- ingar, einkum þar sem hagsmun- ir Kveldúlfs fóru á þessu stigi saman við þjóðarhagsmuni al- ment. En þeir hafa vitanlega verið svo fjötraðir af eldri sam- böndum sínum við hið útlenda vald, sem veður uppi í landinu, að þeir hafa orðið að þegja. Þetta er eftirtektarvert atriði. Hér liggur fyrir opinber játning frá Mbl.manni um læpuskap sinna manna gagnvart bersýni- legri hættu fyrir íslenskan at- vinnuveg. Hvort togaraeigendum tekst að manna betur ráðherra sína og nefndarmenn í framtíð- inni, svo að þeir þori að játa sig Islendinga í skiftum við aðrar þjóðir, skal látið ósagt. Það er sjálfsagt að vona hins besta, meðan unt er, en reynslan fram að þessu er samt ekki glæsileg. Framsóknarmennimir eru ís- lendingarnir í landinu. Það er gott að þetta er komið skýrt fram. Þessi reynsla hefir verið að myndast á undanförnum ár- um. Framsóknarflokkurinn á þingi og utanþings hefir eftir því sem hann hefir haft orku til, starfa ð að því að íslendingar gætu staðið á eigin fótum stjórn- arfarslega, í bankamálum, versl- unarmálum, samgöngumálum og í allri andlegri starfsemi. J. J. ---o---- ÉgHðseioi FramstBar í Rangái'vallasýslu. í Rangárvallasýslu býður sig nú fram af hálfu Framsónar síra Jakob Lái'usson í Holti undir Eyjafjöllum. Síra Jakob er maður á besta aldri, fæddur 7. júlí 1887, út- skrifaður úr latínuskólanum 1908 (með fyrstu einkunn) og lauk guðfræðisprófi í prestaskólanum 1911 (eixxxúg með fyrstu eink- unn). Var hann síðan um hríð vestan hafs og stundaði þar prestsverk. En eigi nam hann yncii íjarri fósturjörðu siirni. Kom hann heim aftur 1913. Losnaði þá uxxi vorið Holtspi'estakall und- ir Eyjafjöllum við fráfalí hins vel metna kennimanns, síra Kjart- ans prófasts Einarssonar. Sótti sira Jakob þá um það prestakall og var kosixm með nálega öllum atkvæðixm, og kepti þó axmar í móti. Þegar eítir veitingu og vígslu fluttist síra Jakob austur; geidi haxm að eiga dóttur fyrir- rennara síns og hefir setið í Holti siðan. Síra Jakob hefir jaínan notið trausts mikils alla tíð eystra, gegnt þar ýmsum trúnaðarstörf- um í þágu sveitai- og sýslu, og jafnan komið þar íram, er bet- ur gegndi. Hann hefir reynst kappsanxur áhugamaöur og þó jafnan drenglyndur og göfuglynd- ur í skiftum. Er það einmælt aust- ur þar, að ekki sé völ á hæfari mamú þar til þingsetu fyrir sýsl- una, og mun öllum þykja sæmd að slíkum fulltrúa, enda fari þar saman gáfur og mannkostir, þekking og atorka, áhugi og ein- lægni. Er síra Jakob í einu orði að segja elskaður af samherjum sínum og virtin- af andstæðing- um. Það kenxur ekki á óvart þeim, er þekkja síra Jakob frá fomu fari, þó að Rangæingar hafi fest augu á honum sem fulltrúaefiú sínu á Alþingi. Og orðstír sá, er harm hefir getið sér eystra, er mjög í samxæmi við þær vonir, er vinir hans höfðu jafnan um hann. Með námsbræðrum sínum fyrrum var síra Jakob allra manna vinsælastur, Hann stóð jafnan framarlega í öllum skóla- málum, og voru þá oft erjur um það bil er hann var í latínuskól- anum. iSótti hann sér jafnan öll mál með kappi og einurð og þó fullkomnu drenglyndi, hjálpfús jafnan og góðgjarn og hafði rík- an félagsanda og félagshollustu til að bera. Síðar, í ungmennafélagsskapn- um, er reis upp á þeim árum, gætti allra hinna sömu kosta. — Síra Jakob hefir og þá kosti til að bera, er vel þykja sóma þing- mönnunx: Hann er manna mál- snjallastur og tölugastur. Ræður hans eru þó ekki hjóm eitt og froða, er hjaðni strax, þegar hann er sestur niður; þvert á móti, hann er manna rökvísastur, greiðir vel úr málum og skjótur til andsvara. Mest er þó um hitt vert, að hér er um að ræða fast- lyndan framfara- og hugsjóna- Ofbeldisstefnan. Frá því er skýrt í síðasta blaði, hversu íhaldsmennimir dönsku, á tíð Estrups, stjómuðu Danmörku árum saman með ofsa og ofbeldi. Þeir hrifsuðu féð úr ríkissjóði í herbúnað, þvert ofan í vilja þjóðarinnar. Þeir héldu fólkinu niðri með hervaldi. Þeir notuðu dómara sína til að fella svívirðilega „féránsdóma“ á and- stæðinga sína, eins og alstaðar gerist, þar sem siðspillingin hefir gegnsýx-t tilfinningalíf ofbeldis- sinnaðra íhaldsmanna. Hvernig var þessi tími Est- rupssinna fyrir ísland? Algerður kyrstöðutími. Ofsi dönsku íhalds- mannanna seinkaði viðreisnar- starfi íslands um aldarfimtung (1880—1900). Benedikt Sveins- son og samtíð hans hlaut að eyða kröftum sínum í árangurslausa baráttu við þetta illkynjaða kyr- stöðuvald. íslenskum lögum var þrásinnis neitað staðfestingar. Útlendir íhaldsmenn töfðu þann- ig eins og þeir gátu, byggingu ölfusárbrúarinnar, uns einn af Framsóknarmönnum landsins, Tryggvi Gunnarsson, dró málið úr höndum þeirra og bjargaði því við. Hvernig var þessi tími fyrir Dani? Kyrstaða í stjórnmálum. En framför að því leyti, að íhaldsstefnan í Danmörku gekk sér til húðar. Flokkurinn fekk á sig svo mikið óorð og fyrirlitn- ingu, að hann bíður þess aldrei bætur. íhaldsstefnan er um sýni- lega framtíð vígð ósigri í Dan- mörku fyrir ofbeldisverk sín á dögum Estrups. Móti ofbeldinu söfnuðu allir flokkar liði. Bændui', húsmenn, verkamenn (þ. e. socialistar) og frjálslyndir borgarar í bæj- um og borgum tóku allir hönd- um saman móti íhaldinu danska, uns það var felt að velli. Það er þetta sem er gott fyrir Jón Þor- láksson og félaga hans að at- huga. Alt sem var nýtilegt í dönsku þjóðinni að manndómi til, bjóst til vamar móti Estrup og liði hans. En í þeirri fylkingu voru bændumir fremstir og verkamennimir studdu þá. Þegar Estrup var fallinn, þá var hið sameiginlega verk unnið. Þá fóru bændur og verkamenn aftur að sinna séi'þörfum flokka sinna. Síðan hafa bændur og verkamenn í Danmörku mjög oft deilt og það harðlega, út af sér- hagsmunum stéttanna, en líka jafnan unnið saman þegar svo bauð við að horfa. Jón Þorláksson hefir í orði og verki sýnt að hann langar til að beita ofbeldi við stjórn landsins. Hið eina sem hindrar hann og lið hans frá því, er óttinn við mótstöðuna frá meginþorra þjóð- arinnar, bæði í sveitunum og við sjóinn. Menn þekkja dærnin. Jón vildi setja hér upp her, og mega eyða ótakmarkað í tæki og víg- búnað. Bændur og verkamenn eyðilögðu þetta ofbeldistæki Jóns þegar í byrjun. Jón fekk hvergi meðhald út á landsbygðinni eða í kauptúnunum. Alstaðar andaði kuldagjósti réttmætrar fyrirlitn- ingar og fordæmingar móti þeim mönnum, sem ætluðu sér að koma upp hervaldi á íslandi. Fátt hefir líklega verið átakanlegra fyrir Pétur Ottesen en að taka við skjali á Akranesi frá eitt- hvað 270 kjósendum sínum, þar sem herfrv. sem hann hafði, vegna Jóns og Magnúsar, greitt atkvæði með, var algerlega for- dæmt. Og kjósendumir voru svo harðir við Pétur, að þeir fólu honum að bera bréfið til þings, og afhenda það skrifstofustjóra. Pétur gerði þetta, en sennilega hefir hann þai' fengið aðhald, sem nægir til þess að hann treystir sér ekki í bili til að fylgja húsbændum sínum við þessa tegund ofbeldis á næstu missirum. Getur Mbl. skilið að hagsmun- ir Framsóknarmanna og t. d. sjó- manna á Akranesi falla hér alveg saman. Án þess að vita af, vinna þeir saman og lama íhaldið, þar sem ofsi þess kemur fram, svo að sýnileg stór hætta stafar af. 1 einu landi, Italíu, er nú of- beldisstjórn íhaldsmanna, langt- um grimmari og ver siðaðri en stjórn Estrups. Ihaldsmenn ítala hafa í þjónustu sinna Mbkkaup- manna, brent og rænt búðir kaupfélaganna í gjörvöllu land- inu. Þeir hafa drepið menn svo þúsundum skiftir fyrir að hafa aðra skoðun á landsmálum. Þeir myrtu einn þingmann á leið til þinghússins, af því þeir vissu, að hann hafði tilbúna ræðu með miklum sönnunum um fjársvik margra af leiðtogum stjómar- manna. Þetta stjórnarform á Italíu, of- beldið, manndrápin, ránin og brennumar, hefir verið lofað og tignða í blöðum ísl. íhaldsmanna. Þá dauðlangar bersýnilega til að geta líkt að einhverju leyti eft- ir þessari blóði stokknu fyrir- mynd. I sumar ákvað norska þingið að draga hinn gamla íhaldsfor- kólf, Berge, fyrir ríkisrétt, sök- um þess, að hann hafði, bak við þingið, lánað norskum brask- banka 25 miljónir króna af ríkis- fé, og það tapaðist. I einni af útgáfum Mbl. gerð- ist Jón Þoiiáksson svo djarfur, að verja atfexli Berge. Islenska íhaldsstjórnin lét halda því fram, að hér bryti nauðsyn lög. Hvers- vegna gat Jóni Þoii. komið til hugar, að láta blað stjómarinn- ar, tilefnislaust, fara að vei'ja hið vonlausa hneikslismál Berge.? Engin ástæða sýnist önnur til þess en sú, að Berge framdi of- beldi í þágu norskra íhalds- manna. Jóni dettur í hug að gott sé að hafa þarna fordæmi, ef íhaldinu íslenska lægi á að brúka /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.