Tíminn - 02.10.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1926, Blaðsíða 4
168 TÍMINN Frh. af 1. fiíCu. Jón Þorl. og- fylgilið hans, er ekki vitund hrætt við umrót „bols- anna“. Þeir eru fúsir að skríða fyrir dönskum socialistum, ef þeir hafa völd, eins og fyrir öðr- um útlendingum, sem þeir geta haft eitthvað gott af á einhvern hátt. íslensku „bolsana“ vilja þeir hafa til að þræla fyrir sig, og kjósa með sér eins og sést af fordæmi Sigurðar ráðunauts og Ólafsvíkur bolsans. Sennilega vita Mbl.menn eins og aðrir, að socia- listamir, sem hafa sett Jón Bald- vinsson á þing, eru að mestu leyti bændasynir og bændadætur úr sveit, alið upp við sömu kjör og bændur og bændakonur í sveit. Við sjávarsíðuna hefir það unnið fyrir Mbl.menn, en sú kvnning sýnist ekki hafa aukið traust þessara bændabarna á for- sjá Mbl.manna í stjómmálaefn- um. Niðurstaða þessara athugana er þá sú, að Mbl.menn séu ekki hræddir við „bolsana“, hvorki þá dönsku né íslensku, þegar þeir geta haft eitthvað upp úr þeim. Mbl. ætti þess vegna að skilja út frá reynslu sinni og yfirmanna armenn í flestum menningarmál- um, en fylgt íhaldinu um flest sem peninga- og fjármálum við- víkur. Því hefir áður verið lýst hér í blaðinu, að Jón Guðnason hefir frá unglingsaldri verið áhuga- maður um landsmál. Hann er greindur maður, vel mentur, og vel máli farinn. Hann er hjálp- samur og drengilegur í allri við- búð. Þetta eru hans persónulegu kostir. En í viðbót við þá hefir Jón aði~a kosti, sem mikið koma til greina við þingmannsvalið í sýslunni. Síðan hann kom í hér- aðið, hefir hann verið meðstarf- andi um alt það sem Framsókn- armenn hafa verið að vinna að sýslunni til framfara. Fram að þessu hefir Dalasýslu verið mjög einangruð. Þjóð- brautin milli Suður- og Norður- lands, á landi, lá yfir Holtavörðu- heiði. Sá straumur náði ekki til Dalamanna. Skipaleiðin lá um Stykkishólm og Flatey, en skip- in komu sjaldan og lítið inn til Dalamanna. Viðfangsefni það sem Fram- sóknarflokkurinn hefir sett sér viðvíkjandi Dalasýslu er að koma báðum „þjóðleiðunum“ inn íhérað ið. Annarsvegar þarf að koma veginum yfir Bröttubrekku inn í Dali. Þar með kemst héraðið í örugt sumarsamband við önnur héruð landsins. Á hinn bóginn þurfa að koma hæfilega tíðar strandferðir, bæði á Hvammsfjörð og Gilsfjörð. Framsóknai-menn í Dalasýslu og þar fremst í flokki er Jón Guðna- son, hafa ákveðið að gera alt sem í þeirra valdi stendur til að hrinda áleiðis þessum tveim samgöngu- bótum, Dalaveginum og strand- ferðunum. Á þinginu í vetur bar eg fram tillögu í samráði við Dalamenn um fé til bryggjugerðar í Búð- ardal, og náði sú tillaga fram að ganga. Fá Dalamenn þar trygg- ingu fyrir landssjóðsframlagi í alla bryggjuna. Þá beittust Fram- sóknarmenn fyrir tillögu um að bygt yrði strandferðaskip, er sniðið væri eftir smáhöfnum landsins, ekki síst í Dalasýslu. Þegar það skip er fengið ger- breytast allar strandferðir hér við land, en engir myndu vinna meira við þá umbót, heldur en Barðstrendingar og Dalamenn. Þá væri fullnægt aðalkröfu þeirra, að fá vörur með Eimskipafélags * farmgjaldi á öllum tímum árs, bæði á Hvammsfjörð og Gils- fjörð. En íhaldið skildi ekki þessa þörf Dalamanna og annara sem af- skektir eru og búa við illar sam- göngur á sjó. Jón Þorláksson sinna, að Framsóknarflokkurinn tekur með mikilli ánægju móti atkvæðum frá öllum sem vilja styðja lista flokksins móti Mbl.- mönnum. Rétt er að geta þess, að ef nokkuð ætti að þakka þennan stuðning fólki við sjávarsíðuna, þá á Mbl. að fá vænan skerf af þakklætinu. Með því að gera fá- tæklingum við sjóinn alt af og ætíð alt það ilt sem frekast stóð í valdi blaðsins og flokksins, hef- ir það komið inn þeirri skoðun hjá meginhluta hinnar vinnandi stéttar, að hún eigi æfinlega að vera móti öllu sem Jón Þorláks- son og Mbl. vill. í eitt skifti hafa „bolsarnir“ þó ekki komist hjá að vinna með Jóni og Mbl. Það var í gengismálinu. Þar gerðist Mbl. og meginhluti flokksins ósjálfbjarga taglhnýtingar Hall- bjarnar og Jóns Baldvinssonar. Mbl. og aðstandendum þess eru því hérmeð færðar viðeigandi þakkir fyrir að það og þess menn eru á góðum vegi með að sam- eina alla sæmilega menn í land- inu um það velferðarmál að halda í skefjum ofsa og yfirgangs- stefnu Jóns Þorlákssonar. J. J. fylkti öllu sínu liði móti málinu og féll það með nálega jöfnum atkvæðum. íhaldinu er það bein- línis kappsmál, að bæta ekki strandferðirnar. Framsóknarmenn höfðu samt áður lagt „á borð“ með þessari skipsbyggingu meira fé en þurfti með þeim, 600 þús. sem þeir árið áður höfðu bjarg- að landssjóði til handa, þegar Jón Þorláksson ætlaði að gefa þá upphæð fjárbrallsmönnum í Rvík. Það er enginn vafi á því, að lausn strandferðamálsins er ein- göngu komin undir því, hvort Framsóknarflokknum vex fylgi við kosningar í haust og að hausti og hvort íhaldið tapar að sama skapi. Norðmýlingar munu hafa góðan hug á að þakka Árna fyr- ir að, drepa bættar samgöngur við Borgarfjörð og Vopnafjörð. En Dalamenn ættu að hafa enn meiri hvöt til að hrinda íhaldinu af því að þeir eru þó enn ver settir með samgöngurnar. Þá er verslunarmálið. Torfi í Ólafsdal var hinn mikli brautryðjandi í samvinnumálum við Breiðafjörð. Eftir hans daga kom nokkurt hik á þróun verslunarframfar- anna, uns bæði kaupfélögin i Dalasýslu gengu í Sambandið. Þó versluðu nokkrir Dalamenn í Stykkishólmi. Efnahagur þeirra bænda sagði til að sú verslun var ekki heppileg. Nú hefir mynd- ast sambandskaupfélög í Stykkis- hólmi og þangað hnígur meir og meir af verslun úr Dalasýslu. Sýnir það best hve mikinn mun bændur gera á því að vera í klóm útlendrar selstöðuverslunar eða að vera í samstarfi við aðra sam- vinnumenn landsins um verslun- armálið. i Dalamenn munu ekki vera alls ófróðir um hið nána samband sem er á milli kaupmannavaldsins og íhaldsflokksins. Útlendir og inn- lendir kaupmenn eru aðalráðend- ur í Ihaldsflokknum. Þeir menn, Garðar, Fenger og Jón Þorl., fara ekki dult með að þeir vilja alt gera til að eyðileggja kaupfélög- in. Myndu Dalamenn vilja það? Væri ávinningur fyrir þá að þau þrjú kaupfélög sem hafa á und- angengnum árum veitt sýslubú- um sannvirði um útlenda og inn- lenda vöru og þrásinnis komið við beinum skipaferðum inn á Hvammsfjörð yrðu nú fyrir of- sóknum og hnjaski frá hálfu óvin- veittra manna, svo að þau hættu að starfa? Enginn hugsandi maður í Dala- sýslu mun neita því að kaupfé- lögin hafa þar í sýslu alt frá því að Torfi hóf starf sitt, verið að- albjargvættur bænda í sýslunni, og að Dalamönnum hefir í versl- unarmálum vegnað því betur, sem þeir hafa haft minna saman við kaupmenn að sælda og meir í samstarfi við aðra bændur. Hvem- ig er nú aðstaða frambjóðend- anna? Jón Guðnason hefir verið stuðn- ingsmaður kaupf élagshugs j ónar- innar í orði og verki síðan hann kom í sýsluna. Svo mundi hann verða áfram á þingi. Ámi læknir er boðinn fram sem viljalaust verkfæri hins innlenda og útlenda íhaldsflokks. Hann mundi eins og Jón Kjartansson eða Líndal greiða atkvæði með hverri fjar- stæðu sem kaupmannavaldið vildi knýja fram. Að kjósa hann er að vinna að kyrstöðu í sam- göngumálum Dalamanna, og auka fjandskaparmöguleika við það verslunarform, sem svo miklu hefir áorkað til efnahags og menningarbóta í sýslunni. Ef svo skyldi fara, að Dala- menn annaðhvort nú, eða við næstu kosningar yrðu svo slysnir að velja íhaldsmann á þing, en hafna Framsóknarmanni, þá myndi slíkt óhapp hafa sýnilegar afleiðingar fyrir svo að segja hvert heiimli í sýslunni. íhaldið ætti hægra með að hindra sam- göngubætur í sýslunni, bæði veg- inn og strandferðirnar. íhalds- stjórnin hefir neitað Dalamönn- um um að sjóður Herdísar Bene- dictsson mætti taka til starfa í sambandi við Staðarfell fyr en eftii' 25—30 ár. Þeir myndu halda sömu stefnu áfram. íhalds- menn hafa fullan hug á að skatt- leggja kaupfélögin með tvöföld- um skatti. Þeir hafa bæði staðið á móti tilraunum Tr. Þ. til að tryggj a bændunum venjuleg ræktunarlán með lágum vöxtum, og frv. mínu um að gera kleyft fyrir sveitafólk að fá svipuð lánskjör til ræktunar og býla- fjölgunar eins og tíðkast í Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. I stuttu máli: Takist íhaldinu nú eða síðar að fá bændur í Dala- sýslu til að kjósa andstæðing Framsóknarmanna á þing, þá efla þeir óvini sína, en veikja sam- herja sína, þá sem hafa verið, eru og munu starfa að því að hrinda áfram velferðarmálum sýslunnar. Sr. Jón Guðnason er æskileg- ur þingmaður vegna persónu- legra eiginleika. Hann myndi hjálpa til að þvo af þinginu þá bletti, sem einstaka óreglumenn og iðjuleysingjar hafa settáþað. Én fyrir héraðið myndi kosning hans þýða það að á hverju ári yrði leitast við í þinginu að þoka áí'ram Dalaveginum og strand- ferðurn á báða firðina, hrundið hverri árás á sjálfbjargarfélög bænda, og unnið að því að jafn- an sé fáanlegt fjármagn til rækt- unar og skynsamlegra húsabygg- inga, hvar sem dugandi maður vill leggja vinnu sína í að skapa sér framfærslumöguleika í sveit- inni. J. J. ----o---- Dalakosningin. Sunnudag og mánudag síðastliðinn voru Jialdn- ir fjölmennir kosningafundir vestur í Dölum. Fyrri fundurinn var í Búðardal og sóttu hann um 200 manns, síðari fundurinn var í Ásgarði og sátu hann um 100 manns. Stóðu báðir um 10 tíma og fóru að öllu leyti vel fram. Fyrst tóku frambjóðendurnir til máls og gerðu grein fyrir skoð- unum sínum. Síðan töluðu: Jón Þorláksson forsætisráðherra af hálfu íhaldsflokksins og Tryggvi Þórhallsson ritstjóri af hálfu Framsóknarflokksins. Snerust fundirnir upp frá því aðallega um rökræður þeirra í milli um að- stöðu flokkanna til landbúnaðar- málanna. Ekki gat það dulist, að á þessum fundum báðum hafði Framsóknarflokkurinn meiri byr. Af hjeraðsmönnum tóku til máls: Jóhannes bóndi ólafsson á Svín- hóli á Búðardalsfundinum og Benedikt Magnússon kaupfélags- stjóri í Tjaldanesi á Ásgarðs- fundinum og eru báðir Fram- BRITTANNIA prjónavélamar eru ódýrastar. Samband ísL samvinxiufélaga. I Nýjar fsiensUr I piovur. | * Eggert Stefánsson syng- I ur þessar: Hættu að gráta I hringaná. Stóð eg úti í H tunglsljósi.—Ó,þá náð að eiga Jesúm." Ó, guð vors iands. — Agnus Dei (gamalt ísl. sálmalag). Nú legg eg aug- un aftur. — Betlikerlingin. Heimir. — Leiðsla. Eg lít í anda liðna tíð. — Austan- kaldinn á oss blés. Fagurt galaði fuglinn sá. — Hvar eru fuglai'. Björt mey og hrein. — Heiðbláa f jólan mín fríða. Invernalis Temporis. — ísland. Ave Maria (Kalda- lóns). — Fögur er foldin. AI- faðir ræður. — Heims um ból. I Betlehem er barn oss / fætt (Kaldalóns). Siguiður Skagíeidt syngiu- þessar: Sverrir konungur. Miranda. — Árniðurinn. Roðar tinda sumarsól. — Sprettur. Hugsað heim. — Visnar vonir. Huldumál. — Heimir. Friður á jörðu. Einar E. Markan syngur þessar: Sverrir konungur. Betlikerlingin. — Ásareiðin. Rósa. — Erla. Miðsumar. — Brúnaljós þín blíðu. liuldu- mál. — Heimir. Leiðsla. Hver plata kostar kr. 5,50. Á hverri plötu eru tvö af þeim lögum, sem standa sam- an (milli þankastrikanna). Sendar gegn póstkröfu um land alt burðargjaidsfrítt ef borgun fylgir pöntun. Náladósir á kr. 1,50 og kr. 2,00, bestu tegundir. Einnig náladósir á 75 aura, í öllum er 200 stykki. Plötualbúm, mjög sterk, fyrir 12 plötur, kr. 6,00; fyr- ir allra stærstu plötur 8,50. Pantanir sem óskast fyrir jól er best að geia nú þegar. HljóðfæraMs Reykjavíkur. Sími 656. Símnefni: Hljóðfærahús. sóknarmenn; auk þess voru born- ar fram nokkrar fyrirspurnir. Enn verða haldnir í Dölum sjö kosningafundir, af frambjóðend- unum einum. — Til tíðinda mun það mega teljast, að frambjóð- andi Ihaldsflokksins, Árni læknir Árnason, taldi sig fylgjandi því að stofnuð yrði ný ríkiseinka- sala á lyfjum og enn gat hann þess, að ekki gæti hann um alt verið sammála íhaldsflokknum né borið skjöld fyrir landsstjórn- ina í öllu. — Eigi síður þótti það tíðindum sæta, að Jón Þorláks- son kvað íhaldsflokkinn nú orð- inn hlyntur bindindisstarfsemi. Mun það vera þess vegna sem flokkurinn hefir Einar Jónsson á Geldingalæk í kjöri í Rangár- Ij vallasýslu. Sorglegt slys bar að höndum á Hvanneyri föstudagskvöldið í næstsíðustu viku var verið að vinna að því að ná laxakláfum upp úr Hvítá. Stóðu tveir pilt- anna í einum kláfnum og réttu grjót úr honum upp í bát; en alt í einu losnar kláfurinn, stukku þá piltarnir báðir skyndi- lega á borðstokkinn á bátnum, sem þá fyltist og sökk á auga- H.f. Jón SigmundsMMi & Gtu ynrr'o'y Trúlofunar- hrmgarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Ser.f með póstkröfu útumland,ef óskað ei. Jón Siginundsson gnlismiðnr- Sími 383. — Laugaveg 8. Hin heimsfræga „DIABOLO“- skilvinda ásamt öllum nauðsynlegustu varahlutum fyrirliggjandi. V ersL 1T adnes Sími 228. AUGLÝSING. Barnakennari, sem veitir einn- ig ábyggilega tilsögn í ensku og dönsku, vill fá heimiliskennara- stöðu í 3—4 mán. komandi vetur, á góðum sveitabæ. Laun eftir samkomulagi. — Tilboð áritað „Barnakennari“, sendist á afgr. Tímans. fisieipa-1 iiDheiniiusioía mín er á Freyjugötu 10 Reykja- vik. Þar eru seldar fasteignir, innheimtar skuldir, skrifaðir alls- konar lögfræðislegir samningar, stefnur, kærur, veðbréf o. s. frv. Við sölu fasteigna er lögð stund á hrein og hagkvæm við- skifti. Innheimtu skulda hraðað eins og unt er. Fyrir alla vinnu eru tekin lág ómakslaun. Reynið og þér munuð sanníærast. Virðingarfylst. Pétur Jakobsson. bragði. Þorgils Guðmundsson leik- fimiskennari var í bátnum og bjargaði sér á sundi til lands. En hvorugur hinna piltanna kunni sund; skaut öðrum þeirra aldrei upp, en einusinni sá á aðra hendi hins. Voru aðrir piltar nær- staddir á bát og komu þegar á vettvang, en gátu ekki hjálpað. Hinir látnu piltar voru báðir rúm lega hálfþrítugir, atorkumenn miklir við vinnu og drengir góðir. Hét annar þeirra Hrollaugur Ein- arsson frá Meðalfelli í Nesjum í Homafirði, en hinn Bjarni Bjarnason frá Holtum, einnig úr Austur-Skaftafellssýslu. — Lík þeirra beggja fundust stuttu síð- ar. „Ekki hönd heldur hnefi“. Þeg- ar sýnt hafði verið fram á af hálfu Framsóknarmanna, á fund- unum í Búðardal og Ásgarði, hve illa íhaldsflokkurinn hefði komið fram í garð bændastéttarinnar og það i*ökstutt með mörgum dærnum, þá vildi Jón Þoriáksson freista að bæta fyrir sér með því að segja að íhaldsflokkurinn hefði hönd sína útrétta til bænda. Þá sagði einn fundarmaður: „Það er ekki hönd, heldur hnefi“. Umboð frá bændum. Ólafur Thors og Valtýr fara oft með ill- yrði og dylgjur um samtök bænda, og um fulltrúa bænda á þingi, eins og þeir hefðu skjal- legt umboð frá bændum. Hvar er þetta umboð? Vilja þeir leggja „bændapassa“ sinn fram? ----o----- Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.