Tíminn - 27.11.1926, Síða 1
©faíbfeti
o$ ofgvcttslmnatat Cimans ec
Si«nr*«ír írilrifsfnn,
Scmtfccmösíjáamn, Seyfjeríf
^Kfgzei&ðía
C f m a n s er i Sambcmösljástnii
(Dpirt Öagíegö 9—{2 í). f.
Simi 4t96.
X. ár.
Utan úrheimi.
Kosningar í Danmörku.
Aíieiðmgar krónuhækkunarinnar í
Noregi.
Svo sem kunnugt er leysti
verkamannastjórnin danska upp
þingið og verða nýjar kosningar
þar í byrjun næsta mánaðar. Hið
beina tilefni kosninganna var það
að stjórnin fekk ekki stuðnings-
flokk sinn, þá frjálslyndu til að
styðja að því að bæta iðnaðinum
upp um stund skaða þann er hann
verður fyrir af völdum krónu-
hækkunarinnar. En það var eina
ráðið til þess að verkamenn gætu
haldið lítið breyttu kaupi, þó að
krónan stækkaði*).
Það er alment álit að hin nú-
verandi danska stjóm muni falla
eftir kosningarnar og vegna
þeirra. Kaupið lækkar síðan í
hlutfalli við hækkunina, svo að
„gróði“ danskra verkamanna af
hækkuninni, verður álíka og ís-
lenskir embættismenn verða nú
varir við fyrir sitt leyti.
Annað mál, líka afleiðing geng-
ishækkunarinnar, hefir orðið á
vegi danskra stjómmálamanna.
Það er hin mikla og sívaxandi
óánægja bænda í Suðurjótlandi.
Bændur í þeim héröðum sem áð-
ur vom þýsk urðu að taka mikil
lán kring um 1920—21, bæði til
jarðakaupa og bústofnsauka. Þeir
fengu lánin í pappírskrónum. Síð-
an hefir verðgildi krónunnar
hækkað um nálega hehning, og
skuldir bændanna hækkað raun-
verulega að sama skapi. Hefir því
verið lýst yfir, að alt að því 50
þús. bændur í Suðurjótlandi gætu
búist við að flæmast frá jörðum
sínum, vegna þeirrar gífurlegu
og ranglátu byrði, sem lögð er á
herðar þeirra.
1 Noregi er ástandið enn al-
varlegra. Norska krónan hækkaði
í fyrra um líkt leyti og sú ís-
lenska. Nú á dögunum stórhækk-
aði hún aftur, þvert á móti til-
ætlun Noregsbanka, sem vegna
atvinnulífsins hafði unnið móti
hækkun eins og nú stóðu sakir.
En ástæða hækkunarinnar í Dan-
mörku og Noregi, bæði í fyrra og
nú, er ekki velgengni þegnanna
sjálfra, heldur bráðabirgðainn-
flutningur peninga frá auðmönn-
um í öðrum löndum, sem speku-
lera í að hækka krónuna í þessum
litlu löndum og flytja síðan fjár-
magnið heim aftur og taka á
þurru landi 10—20% gróða á
fjármagni sínu auk vaxta.
Vandræði Norðmanna, er stafa
af hækkuninni, eru ákaflega mik-
il, en langmest fyrir þá sem af
jarðrækt lifa. 1 blaði bænda-
flokksins norska frá 13. þ. mán.
er skýrt frá ávarpi sem stjórn
bændaflokksins beinir til þings og
stjómar út af hækkun krónunn-
ar, sem erlend fésýsla hefir kom-
ið til leiðar. 1 ávarpinu er skýrt
blátt áfram frá ástandi því sem
krónubreytingin leiðir yfir norsku
bænduma. Þeir tala um „algert
*) Danska stjómin reynir þar hið
sama sem J. þorl. tæpir nú á í Mbl.
að hækka laun embættismanna i
Rvik vegna húsaleigunnar. Með öðr-
um orðum. Bjarga vissum flokki
manna á almannakostnað, fram hjá
hinum óhjákvæmilegu afleiðingum
krónuhækkunariimar.
f járhagslegt hrun“, sem vofi yfir
bygðunum, um beina „eyðilegg-
ingu“, sem steðji að megin at-
vinnu landsmanna af krónuhækk-
uninni. Þeir segja að iðnaðurinn
hafi að miklu leyti velt af sér
böggum í fyrri kreppunni 1920—
21, og þá voru það auðvitað bank-
arnir og að nokkru leyti ríkissjóð-
ur sem fengu skellinn. Nú segir
bændaf lokkurinn norski: „Hin
óttalegu áhrif af hækkun krón-
unnar munu smátt og smátt
koma í ljós í sveitunum“. Stjóm
bændaflokksins óttast að þessi
áhrif verði seigdrepandi fyrir
landbúnaðinn norska.
Ekki svo að skilja, að áhrifin
séu ekki nú þegar farin að koma
í ljós. Mörg hundruð býli eru nú
í vetur sett á nauðungaruppboð
hvarvetna í Noregi, vegna hækk-
Fimtungsskattur.
Ræktunarsjóðurinn nýi tók til
starfa fyrir rúmu ári síðan. 1
gær var búið að veita úr honum
277 lán, til manna sem búsettir
eru víðsvegar um landið. Upp-
hæðin sem lánuð hefir verið var
sama dag 902000 kr., eða tæp
ein miljón króna.
Fyrir tæpum tveim mánuðum
var byrjað að lána í hinni nýju
veðdeild. Um miðja vikuna var
búið að veita þar 238 lán til
manna víðsvegar um landið og
lánaupphæðin var þann dag c.
1821200 krónur. Um mánaða-
mótin næstu verða lántakendurn-
ir orðnir c. 250 og lánaupphæð-
in c. 2 miljónir króna. — Til
viðbótar er búið að panta marga
tugi nýrra lána í veðdeildinni,
sjötti veðdeildarflokkurinn fer að
byrja. Skifta þessi veðdeildarlán
mörgum hundruðum þúsunda
króna, sem veitt verða á næst-
unni.
Bændumir sem fengið hafa
miljónina tæpa að láni úr Rækt-
unarsjóði hafa varið því fé öllu
til nauðsynlegra framkvæmda,
því að Ræktunarsjóðurinn lán-
ar alls ekki til annars en nauð-
synlegra framkvæmda.
Og nálega alt féð sem lánað
hefir verið, úr veðdeildinni hefir
líka gengið til nauðsynlegra
framkvæmda.
Þessir rúmlega 500 menn, sem
fengið hafa þessar þrjár miljónir
króna að láni eru yfirleitt hin-
ir framtakssamari í þjóðfélaginu
síðustu mánuðina. Sumpart hafa
þeir verið að reisa hús yfir sig,
konu sína og böm, sumpart hafa
þeir verið að rækta landið og
gera það byggilegra.
Þessir menn ættu að mæta
góðu hjá þjóðfélaginu, því að
yfirleitt eru þeir áreiðanlega í
Yöð hinna bestu borgara.
En það eru til þeir menn á
íslandi sem vilja íþyngja þess-
um lántakendum alveg sérstak-
lega. Þeir vilja að lagður sé, og
það sem fyrst, nýr skattur á
þessa framtakssömu menn. og sá
skattur á að nema einum fimta
af þeirri lánsfjárupphæð sem þeir
hafa tekið að láni úr Ræktunar-
sjóðnum eða Veðdeildinni, og vit-
anlega líka á öllum öðrum lán-
um sem þeir kunna að hafa
tekið.
Reybjavík 27. nóvember 1926
unarinnar. Á sumum þessum
jörðum hefir sama ættin búið í
nokkur hundruð ár, en verður nú
að hrekjast þaðan, þrátt fyrir
ítrasta dugnað og sjálfsfórn við
atvinnureksturinn.
Kreppan sem skall á 1920 var
heimsviðburður, bein afleiðing af
verðhækkun og eyðslu stríðsins.
Kreppan sem nú er í Danmörku,
Noregi og Islandi er „innlend
framleiðsla“, viðgeranlegt böl,
sem dunið hefir yfir þjóðirnar,
af því að einstakar stéttir hafa
viljað bæta hag sinn með breyt-
ingum á verðmælinum. Síðan
koma útlendir gróðamenn og
hjálpa til, enda fá þeir sigurlaun-
in. En í öllum þessum þrem
löndum virðast bændumir eiga
að bera aðalbyrði hækkunarinn-
ar. J. J.
Þetta vilja þeir menn gjöra
sem berjast á móti því að pen-
ingamir sjeu gerðir verðfastir,
sem heimta að þeir verði fyrst,
og sem fyrst, látnir hækka í verði
um þá c. 20% sem á vantar að
krónan hafi náð gamla gullgild-
inu.
Fimtungsgjöf.
Ræktunarsjóðurinn hefir á því
rúmu ári sem liðið er síðan hann
var stofnaður gefið út verðbréf
fyrir c. 365000 kr. Á allmörgum
höndum eru bréfin, að sjálfsögðu
og þar á meðal ekki fá í eign út-
lendra félaga. Bréfin gefa að
mun hærri vexti en sparisjóðs-
vexti (51/2%). Og ætti þeim að
vera vel borgið sem eiga.
Þá hefir veðdeildin gefið út
síðustu mánuðina veðdeildarbréf
fyrir jafnháa upphæð og lánað
hefir verið út þ. e. um tvær
miljónir króna um næstu mán-
aðamót. Veðbréf þessi gefa 5%
í vexti og hefir ríkissjóður
keypt þau öll og gefið 92 kr.
fyrir hvert 100 kr. bréf, og við
þeim kjörum em þau vafalaust
föl, þeim er kaupa vill. Vel virt-
ist fyrir þeim séð þeim fjár-
magnseigendum sem það gjöra.
1 októberlokin í fyrra stöðv-
aðist gengishækkunin. Mánuðinn
næsta, voru lagðar inn í spari-
sjóð Landsbankans rúmlega 3
milj. 350 þús. kr. og í desember
í fyrra vora lagðar inn í spari-
sjóð Landsbankans rúmlega 4
miljónir króna. Sé gert ráð fyrir
að frá októberlokum í fyrra til
októberloka í ár hafi að meðal-
tali verið lagðar inn í sparisjóð
Landsbankans 3 milj. kr. á mán-
uði, þá nemur það 36 milj.
króna. Svona er veltan mikil á
sparifénu á þessu eina ári.
Varla munu þeir til sem segja
að vextinrir séu of lágir sem
goldnir eru af þessu sparifé,
fremur en af veðbréfum þeim
sem áður getur.
Og varla verða þeir margir
sem halda því fram að þeir sem
eignast&hafa jarðræktarbréf og
veðdeildarbréf eða þeir sem lagt
hafa inn þessar 36 miljónir í
sparisjóð Landsbankans undan-
farið, sjeu þarfari menn í þjóð-
félaginu, en hinir sem fyr eru
nefndir er tóku áðumefndar 3
milj. kr. að láni til þjóðnýtra
framkvæmda.
En samt era þeir menn til á
þessu landi sem vilja gefa þess-
um verðbréfaeigendum og spari-
fjáreigendum stórfé, og það sem
fyrst og sem svarar fimta hluta
af því sparifé sem þeir eiga.
Þetta vilja þeim menn gjöra
sem heimta að gengi íslensku
krónunnar verði, sem fyrst, látið
hækka í gullverðið gamla, um
þá c. 20% eða fimta hluta sem á
vantar.
Byltingin meiri en þetta.
Fjármálabyltingatilraun má
þetta kalla, að lagt er til að skatt-
leggja einn flokk manna um 20%
af því sem þeir hafa tekið að
láni og að gefa öðrum 20% til
viðbótar við það sem þeir hafa
lagt á vöxtu.
Sannarlega má kalla þá menn
byltingamenn sem leggja til að
fara þannig ofan í vasa sumra
manna, og gefa öðmm alveg
óverðskuldað.
En þessi fjármálabýlting sem
þessir menn vilja fremja er
miklu meiri og víðtækari en nú
hefir verið lýst.
Dæmin hér að framan era að-
eins tekin um stuttan tíma og
innan þröngra takmarka.
En það eru sex ár en ekki eitt
sem liðið er síðan peningamir
féllu og peningamir voru lengst-
af á þeim tima ekki 20% neðan
við gullverð, heldur 40—50%
neðar.
Traustatakið sem tekið hefir
verið hjá þeim sem staðið hafa í
framkvæmdum á þessu tímabili,
og hafa þurft á lánsfé að halda,
er því geysilega mikið.
Gjafimar sem gefnar hafa ver-
ir á þessu tímabili, þeim er á
því hafa safnað fé, þær eru líka
geysilega miklar.
En nú, þegar við höfum þó
búið við fast peningagildi í fult
ár, þá verður þetta svo áberandi,
að það skuli virkilega vera til
þeir byltingamenn í fjáimálun-
um, að krefjast þess að allar
skuldbindingar sem gerðar hafa
verið á árinu verði sviknar —
um fimtung, annaðhvort of eða
van.
Kverskonar siðferði er þetta
eiginlega að horfa upp á það ró-
lega að ár eftir ár em gerðir
nýir og nýir versíunar- og við-
skiftasamningar í þjóðfélaginu —
og svo eru þeir menn til sem
beinlínis vilja vinna að því að
raska algjörlega þeim gmndvelli
sem þjóðfélagið hefir hvílt á fjár-
hagslega í meir en ár ?
Byltingamenn mega þeir heita
— og mjög hættulegir byltinga-
menn, hvort heldur er litið á 'mál-
ið frá fjárhagslegu sjónarmiði
eða siðferðilegu.
Byltingin í fyrra og hitteðfyrra.
Hafa þeir afsökun þessir fjár-
málabyltingamenn — gengis-
hækkunarmenn — í þeim tíðind-
um sem áður hafa gerst?
Er þeir nú heimta að tekinn
sé fimtungur af lántakendum og
gefinn sparifjáreigendum — er
þeir nú, eftir að peningamir hafa
verið verðfastir í meir en ár
heimta að nú, eða eftir að pen-
ingamir hafa verið enn lengur
verðfastir, verði framkvæmd sú
bylting að breyta verðgildi þeirra
um fimta part — geta þeir þá
bent á glæsilegan árangur af
þeim byltingum hliðstæðum sem
áður hafa átt sér stað?
53. blað
Skulu athugaðar tvær bylting-
ar slíkar, sem áður hafa orðið
og skamt er að minnast, því að
önnur bar að höndum í hitteð-
fyrra, hin í fyrrahaust.
Um gengishækkunina í hitteð-
f.vrra verður hér aðeins fátt sagt.
Gildir um hana hvorttveggja, að
annarsvegar er lengra um liðið
síðan hún var, og hinsvegar og
það er aðalatriðið, gerði gengis-
hækkunin seinni hluta ársins lít-
ið annað en jafna aftur hið mikla
gengisfall snemma á árinu.
En því meir má mönnum vera
í fersku minni gengishækkunin í
fyrrahaust og mun enginn neita
að hún hafi leitt af sér geysilega
afleiðingaríka fj ármálabyltingu,
en þeir munu verða fáir sem telja
að sú saga sé svo glæsileg að
endurtekning sé æskileg.
Fjárkreppan sem nú er dunin
yfir okkar þjóð, er fyrst og
fremst afleiðing gengishækkunar-
innar.
Ógurlega fjárbyltingu gerði
hún. Tók hundruð þúsunda og
miljónir ki’óna úr vasa framleið-
endanna um leið og hún kipti fót-
um alveg undan heilbrigðum at-
vinnurekstri í bili. Hinsvegar gaf
hún inneignamönnum stórfé.
Afleiðingin varð vitanlega sú,
að framkvæmdamennimir urðu
ragir á að láta féfletta sig á-
fram og kiptu að sér hendinni
um framleiðsluna. Atvinnuleysi
varð afleiðing þess — sorglegasta
og heimskulegasta eyðslan sem
framin er, að láta vinnufúsa og
verkfæra menn og konur sitja
auðum höndum svo hundruðum
skiftir og þúsundum.
Á þessari öld hefir útlitið um
afkomu mikils hluta Islendinga
aldrei verið eins ískyggilegt og
nú.
Hungur og vandræði vofir yfir
hundruðum fjölskyldna í kaup-
túnunum.
Það er fjármálabylting gengis-
hækkunarinnar í fyrra sem veld-
ur að langsamlega mestu leyti.
Þessi er reynslan síðan í fyrra.
Og þessa byltingu vilja hækkun-
armennimir aftur leiða yfir land
okkar og það sem fyrst, með því
að láta aftur fjárhagsgrundvöll-
inn raskast um fimtung.
Hverjir mega byltingamenn
heita í þjóðlífinu, ef ekki þessir
sem vilja, þá er eða áðúr en
þjóðin hefir kastað mæðinni eftir
fjárkreppuna sem nú stendur yf-
ir, vilja þá leiða nýja samskonar
eða ennþá verri kreppu yfir? Vilja
fremja aftur eignamám á fram-
kvæmdamönnunum, en gefa hin-
um sem hafa hendur í vösum.
Byltingamenn eiga þeir að heita
og það þótt meginhluti þess
stjórnmálaflokks teljist þar til
sem styður núverandi landsstjóm
og þó að þar standi fremstur í
flokki byltingamannanna sá mað-
ur sem skipað hefir sjálfan sig
í hið æðsta sæti á Islandi. Ber
og enginn sem hann ábyrgð á
þeirri fjármálabyltingu og fjár-
kreppu sem þegar er orðin vegna
gengishækkunarinnar.
Frh.
----0----
Prestsvígsla. Síðastl. sunnudag
var vígður til Skinnastaða í öx-
arfirði Páll Þorleifsson cand.
theol. frá Hólum í Homafirði.
Árnesingamót verður haldið á
Hótel Island í kvöld.
——0-
Byltin^amenn.