Tíminn - 18.12.1926, Side 3

Tíminn - 18.12.1926, Side 3
TlMINN 211 nautgripi, mundi sýnn hagiir, að fækka óþörfum hrossum, en fjölga kúm. Til að geta fjölgað kúnum, þarf auðvitað að auka ræktaða landið, og mun það nokkuð fara saman, að aukist ræktunin, fækkar stóðinu. Töðudálkurinn í töflunni hér að framan, sýnir nokkumveginn aukning túnanna. Hún var hæg- fara þar til eftir 1920, en úr því hefir miklu munað. Hafragras af nýrækt er talið sem taða. Jafn- framt þvé sem túnræktin eykst, þessara ára um nokkur býli, eftir tölu í býlaröð : Töflu þessari til skýringar má geta þess, að síðastl. sumar, sem var mjög vætusamt, bar talsvert á vanþrifum í kartöflum, og dróg það úr uppskerunni. Á 17. er tals- vert bæði árin af fóðurrófum á 35. var og meiri hl. fóðurrófur árið 1910. Á 17. og 30. er jarðhiti og garðræktin því mest stunduð þar. Á. 18. og 30. hafa engjar ver- ið bættar síðan 1910, svo að megnið af útheyinu er nautgæft Tölur býla 1. 10. 13. 17. 18. 19. 29. 30. 31. 32. 33. 35. ^ I1910 300 135 100 400 180 110 100 160 130 580 190 130 raoa j1926 99Q 4Q0 17Q 700 270 200 260 575 450 910 3800 950 T’Tf, (1910 500 450 270 380 250 270 130 210 220 160 220 530 utney j 1926 390 80 170 300 260 220 40 270 40 120 „ 50 Garða-11910 „ 10 6 120 30 25 18 7 12 4 17 34 ávöxtr (1926 _ 10 4 500 130 26 17 27 12 8 60 12 dregur úr utantúns -heyskapnum. Garðræktin eykst víðast í hlut- falli við túm-æktina. Húsamatsdálkurinn sýnir mikla framför í húsabyggingum síðan fasteignamatið fór fram. Af nú- verandi liúsamati er 580 mat á sumarbústöðum, sem Iteykvíking- ar eiga í sveitinni. Hitt eru að mestu hús, sem notuð eru við á- búð á jörðunum 381,400 kr. Þar af Aiafoss 70,900). — Alt fram á síðustu áratugi næstl. aldar, var fátæktarbúskapur í þessari sveit, tvíbýli á mörgum jörðun- um, og alt vesælir torfbæir. Nú er þar einn torfbær, á smábýli einu; en á 9 bæjum eru íbúðar- húsin úr steini, og á 26 aðallega úr timbri. Vatnsleiðsla (neytslu- vatn) er á 18 bæjum, er vatnið sjálfieitt í 8, handdælt í 6, en sjálfstarfsdæla (vatnshrútur) á 4 bæjum. Hitavatnsieiðsla (tii upphitunar), er á 2 býlum; og á 2 býlum er rafmagn notað. — Tvö býlin, meðal betri bújarða sveitarinnar, hafa um nokkur ár verið, og eru enn, notuð sem sei af utansveitarmönnum; hefir þar engin framför í ræktun verið þann tíma, og vitanlega misjöfn á öðrum. Um túna-aukning á einstökum jörðum hefi eg ekki aflað mér upplýsinga, en jarðargróðinn fyr og nú gefut bending um það. Ár- ið 1910 var fremur gott grasár, og í sumar var grasvöxtur í besta lagi. Hér fer á eftir samanburður Þeir, sem eg hefi upplýsingai' þessar frá, haíá«sagt mér, að þá fyrst hafi komist skriður á jarð- ræktina, er farið var að nota til- bújia áburðinn. Þó harm hafi ver- ið, og sé enn, í óhæfilega háu verói, nota nú sumir bændumir hann eingöngu á grónu túnin, en neimafengna áburðinn í nýrækt og matjurtareiti. — Mikið var orðið um gaddavírsgirðingar í sveitinni. En nú eru menn þar teknir að girða með víi'netum; þykja þau nú öruggasta vörnin. Sagt var mér, að væi*u allir þar hættir að brenna taði. Mórinn er aðal-eldsneytið, én sumir nota kol með. Mótak er nægt, en mór- inn léttur. Á býlinu 33., þar sem ræktunin og töðuaukningin er mest, og hef- ir verið gerð á síðastliðnum 3—4 árum aðallega, er nú meiri hluti iandsins ræktaður. Hefir tugum þúsunda verið varið til þess, eða miklu meiru fé, en bændur alment hafa í'áð á. Á hinum býlunum eru framkvæmdir smástígaii, og hafa tekið lengri tíma, en gerðar af ábúendum að mestu eða öllu leyti fyrir fé, sem aílað er á jörðunum sjálfum; því þó bændurnir sumir hafi orðið að fá peningalán til framkvæmdanna, hefir búið eitt staðið straum af þeim. Á önnur hlurmindi en jarðargróðann er þar ekki að byggja. Akfær þjóðvegur liggur um sveitina, og eiga 10 býli skamt á hann. Lagði sveitin og sýslan í fyrstu talsvert. fé fram, tií að fá Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia" prjónavélarnar frá Dresdíier Strickmaschinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði. .— Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00. Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00. Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kr. 127,00. Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Prjónavélar. Jarðir til sölit. Á Suðui’landsundirlendinu eru tvær samliggjandi jarðir til sölu nú þegar og lausar til ábúðar í næstu fardögum. Áveituengi á báðum jörðunum 348 ha. Meir en helmingur engjanna véltækar, ágætlega grasgefnar. Lax og silungsveiði er á báðum jörðum. Allar upplýsingar um jarðir þessar gefur undirritaður, sem einnig má semja við um kaupin. Pálmi Einarsson simi i84o Búnaðaríélag íslands R6ykjavík Heimasimi 1117. þann veg gerðan akíæran. En nú er akfær slóð að öllum býlum 1 þessari sveít, nema 1—2, og naía bændurnir að mestu gert þær brautir hver íyrir sig, einnig uin lönd jarðanna eftir þörfum, svo aö vagni má nú við koma til alira fituninga á fiestum býlum þar. Reiðingar ekki notaðir nema á sumum bæjum við útheyskap. En þeir bændur, sem mikið gera að nýrækt, þurfa að hafa 6 góða ökuhesta, til skifta, þegar plægt er eða herfað með þríspenntu. Fyrir -30 árum hafði verið einn vagn í sveitinni; nú er á minstu •býlunum einn vagn, margir á hin- um stærri. Öðrum verkfærum, sem hestum er beitt fyrir, fjölgar óðum hjá bændum. Svo þyrfti að vera í öðrum sveitum landsins ... -----o----- listiri £inar^]ánssanar. Listasafn Einai’s Jónssonar ber hæst af öiium húsum 1 höfuðstað landsins. Myndhöggvarinn sjálfur hefir valiö þennan stað og látið reisa þar ‘hið varanlega heimili fyrir iistaverk sín. Síðan hafa aðrir fundið hve vel þessi staður var valinn. Nú er afráðið að í nánd við listasafn Einars skuli í-tíisa margar af helstu bygging- um landjns. Skólavörðuhæðin á að verða fyrir Reykjavík það sem Akropolis var í Aþenu hinni fomu. Frá mínu sjónarmiði er lista- safn Einars einhver merkilegasta verkleg framkvæmd styrjaldarár- anna. 1 fyrstu átti að byggja skúr, sem kostaði 10 þús. kr. Og ef einhver hefði í byrjun nefnt 200 þús. þá hefði þingið áreiðan- lega/aldrei veitt svo mikið sem eina krónu til að gera fokhelt skýli yfir listaverk þau> sem Ein- ar hafði þá gefið landinu. Einar gerði sjálfur teikninguna að húsi sínu, og lagði þá um leið grundvöll að nýjum stíl í ís- lenskri húsgerðarlist, samhliða frænda sínum Ásgrími Jónssyni málara. Austurhhð hússins sýnir línurnar í hallarstílnum íslenska. Þannig má byggja vegleg hús undir blágrýtishlíðum. Sömu lín- urnar koma þrásinnis fram í myndum Einars. Þeir, sem eru kunnugir á bernskuheimili hans, Galtafelli, segja, að þaðan hafi hann úr náttúrunni fyrstu fyrir- myndir hstar sinnar. I aðalsalnum í hstasafninu eru ílestöll meiriháttar verk Einars • Jónssonar. Er allur umbúnaður- inn einfaldur og smekklegur. Svartir fótstallar með beinum lín- um fara vel við snjóhvítar mynd- irnar. Þohr sá salur fullkomlega samanburð við hvert annað ein- staks manns safn í álfunni. Þegar merkir útlendingar koma til höfuðstaðarins, þá er eiginlega varla nema tvent frumlegt sem bæjarbúar geta sýnt gestum sín- um. Annað er útsýnið, fjarsýnin úr Reykjavík, hinn víði, breyti- legi og fagurgerði sjóndeildar- hringur. Hitt er listasafn og lista- verk Einars Jónssonar. Þvi miður ná ekki allir Islend- ingai’ til að sjá verkin sjálf, eða þeir geta ekki haft þau fyrir augum sér nema einstaka sinnum. En nú vill svo vel til, að gefin hefir verið út bók um listaverk Einai’s, með hinum prýðilegustu myndum, bæði höggmyndum og málverkum. Stutt lýsing fylgir á islensku og skyldum málum. Aldrei hefir verið gefin út hér á landi vandaðri útgáfa með mynd- um. Þessi bók kom út fyrir ári síðan, en hún er því miður ekki enn kunn nema litlum hluta þjóð- arinnai’. En hún þarf að koma víðar, heim á hvert einasta íslenskt heimili, til landa okkar í Vestur- heimi, og til vina íslands erlend- is, þeirra, sem skyn bera á menn- ing landsins og séreinkenni ís- lenskrar náttúni. Einar Jónsson er frægastur allra núhfandi Is- lendinga. Það á hann ekki ein- göngu að þakka yfirburðum sín- um, þótt miklir séu, heldur líka því, að hann talar alheimsmál. 1 hnúturinn höggvinn sundur. — Séra Gunnar sker úr í stað drott- ins. II. Nú langar mig til að skjóta inn í ofurlítilli athugasemd og reyna sem snöggvast, að gera mér ein- hverja hugmynd um, hvernig á því stendur, að menn sem ann- ars þykjast vera eindregnir bók- starfstrúarmenn, ganga þannig, þegar á herðir, á snið við skil- merkileg fyrirmæli Krists, sem þeir þó hyggja að til sín séu töTuð, en finna, mælikvarðann á starf sitt eftir krókaleiðum hjá sjálfum sér. Það kemur af því, að auðveldara er að lifa í ímynd- un en verki. Þegar maðurinn rekst á vanmátt sinn til að lifa samkvæmt þeim trúarsetningum, sem hann játar í orði kveðnu, þá fer hann að láta ímyndunina eina nægja til sáluhjálpar. Þá verður fastheldnin við „guðsorð“ að meiri trúardygð en staðföst sið- gæðisbaráttan, þá kemur hávær og hjátrúarkendur vaðall um,,Jesú blóð“, sem eitthvert töframeðal, sem frelsi af „allri synd án verð- leika“, í stað skilningsins á þeirri hetjulegu fómarlund píslarvættis- ins, sem er ósigrandi. — Fjöldi bókstafstrúarmanna er þannig gerður, að þótt þeir sverji við skegg sitt að þeir trúi hverju orði Krists og elski Krist, þá kemur þeim ekki til hugar að breyta eftir siðaboðum hans frekar en tíska og tíðarandi leyf- ir. Menn gera sér þetta ekki ljóst að jafnaði vegna þess, að bæði skortir þá til þess andlegan kjark og hreinskilni við sjálfa sig. Og þó stendur víst einhvers- staðar skrifað: „Sá, sem trúir á mig, mun einnig gera þau verk sem eg geri“ og „ef þér elskið mig þá munuð þér halda boðorð mín“. Að krefjast fyrst og fremst persónulegrar ástar af þjónum Krists, ér sú léttvægasta krafa, er hægt er að gera. Því að þar er byrjað á þeim öfuga enda, er ein- att teygir sig inn í hina viðsjálustu trúhræsni. Enginn hlutur er auð- veldari né algengari en að ímynda sér að maður elski einhvem per- sónulega. En verkin og fómar- viljinn er sá eini prófsteinn og mælikvarði, sem unt er að leggja á trú og ást manna. III. Mörgum mundi koma ásamt um það, að til þess að geta predikað kenningar Jesú frá Nasaret þyrfti fyrst og fremst dálítinn skilning á þeim. Sem ærlegur og samviskusamur maður, yrði presturinn að hafa gert sér alt far um að skilja og vita, hvað hann er að fara með, því að annars stendur hann vitandi eða óafvitandi sem falsari og bullari frammi fyrir söfnuði sínum. Þá væri æskilegt, að prestinum væri kenningar Jesú svo mikið sann- færingarmál, að hann breytti sem mest eftir þeim. Gæti hann sjálíur breytt eins og hann kendi, þá væri nokkur von til þess, að starfsemi' hans bæri árangur, því að þá sæi fólk að hann tryði því sjálfur, að það væri hvorki ýkjamikil firra eða tóm falleg orð sem hann færi með. En sr. Gunn- ar kemst að öldungis annari nið- urstöðu. Hami segir, að til kenni- mannsstöðunnar þurfi fyrst og fremst persónulega ást á Jesú. Þessi skoðun þykir mér svo furðuleg, að eg verð að fara um hana nokkrum orðum. Það kemur að sjálfsögðu oft- lega fyrir við pólitiskar kosning- ar, að aðaldygð atkvæðasmalanna er fólgin í persónulegri ást þeirra til þess manns, er þeir berjast fyrir að kosinn isé. Hefir hann ef til vill gert þeim einhvern greiða eða heitið þeim stuðningi sínum til einhverra þeirra hags- bóta, er þeim liggja á hjarta. Hins vegar geta þeir verið alls ófróðir um verðleika þessa „ákjós- anlega“ manns til trúanaðarstarfa — þekkja hvorki hæfileika hans né annmarka, né gera sér nokkra hugmynd um hvernig starf þess. manns blasir við séð frá nauðsyn alþjóðar. Því minna láta þeir sig slíka hluti' skifta, sem hin per- sónulega ást er heitari. Slíkt blint fylgi tíðkast mjög í pólitík, en enginn vitur maður mundi þó hirða um slíkt fylgi, því að það er brigðult og ótrygt vegna þess, að það er aðeins fengið fyrir dutl- unga fávísrar eigingimi. Aðeins er einhvers um vert um það fylgi, sem fengið er fyrir lifandi skiln- ing á þeim hugsjónum og skoð- unum sem barist er fyrir. Líkt horfir við um þá, sem „drottinn sendir“. Mundi Jesús telja meira virði persónulega ást kennimannsins en skilning hans á þeim kenningum, sem hann var að flytja? Dæmin, sem sr. Gunnar velur, virðast mér flest sanna hið gagnstæða við . það, sem hami vill vera láta. Hin persónulega ást Péturs leiðir hann altaf í villu, jafnvel svo mikla, að sr.Gunnar telur sjálfur eðlilegast, að Jesús hefði rekið hann úr læri- sveinahópnum. Enda ávítti Jesús hann oft harðlega. Hin persónulega ást Péturs á Jesú, svo áköf sem hún var með sprettum, afneitaði honum þó þrisvar fyrir þrælum æðsta prests- ins. Hvers vegna? Einmitt vegna þess að hún var persónuleg, en ekki reist á neinum dýpri skiln- ingi á hugsjónum hans og starfi. Sést það best á sögunni frá Sesarea Filippí, hversu lítils Jesús metur ,7persónulega ást“ í raun og veru: „Haf þig á burt frá mér Satan, því að þú hugsar eigi um það, sem Guðs er, heldur það sem manna er“. Hér rekur hann reynd- ar vesalings Pétur burt frá sér, takandi ekkert tillit til þeirrar miklu persónulegu ástar, sem óneitanldga var valdandi að glappaskoti hans. Og þetta höst- uga svai’ verður einungis skýrt á þann veg, að Jesús hafi talið hina persónulegu ást Péturs ver en einskis nýta, þar sem hún af svo róttækum misskilningi á hon- um og hlutverki hans, lagðist á móti nauðsyn kenningar hans. Hann hefir séð að eigingirni og skammsýni blinduðu augu Pét- urs og þess vegna jafnar hann honum við freistarann, sem eigi hugsar um það sem guðs er. Persónuleg ást, hvort heldftr sem hún beinist að mönnum eða guðum, er ósiðferðileg vegna þess að hún verður altaf að meira eða minna leyti á kostnað allra hinna. I guðsdýrkuninni endar hún venjulega með því, að fóma mönn- um guði til dýrðar. IV. Eg ætla mér hér ekki að rekja nánari drög að ást Péturs, eri at- huga lítið eitt hvað séra Gunnar telur nauðsynleg skilyrði þessar- ar „nauðsynlegu“ persónulegu ástar. Iíann segir að tvent hafi það verið frá því um daga Páls, sem komið hafi öllum trúarhetj- um og „sönnum prestum" til að elska Jesúm: trúin á að hann hafi dáið fyrir syndir mannanna, qg að hann sé með þjónum sínum alla daga. — Og hann skilur eigi að unt sé að elska Jesúm öðru móti. Það getur verið að klerk- ur fari hér ,mjög nærri lagi. Allir mestu ofstækismenn hafa gripið þessa hugsun dauðataki. Hún felur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.