Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 3
TIMINN 87 P.W.Jacobsen&Sön Timburverslnn. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum' frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og* * efni i þilfar til skipa. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V H 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Álit kennara og foreldra um hinar nýju ltenslubækur eðá sjálffræðara Bókafélagsins: (6) Eg hefi notað Islandssögu J. J. sem kenslubók, síðan hún kom út. Líkar hún ágætlega og bömunum hefir jafnan þótt mjög gaman að lesa hana. Suðureyri, 2. nóv. 1926. Friðrik Hjartarson. hafa áveitunnar. Annars er mjólkurmarkaðurinn framvegis eitt mesta áhyggjuefni bænda austanfjalls. Verkamannafélagið Dagsbrún og eimskipafélögin hafa gert með sér samning um kaup við ferming og afferming skipa. Greiða eimskipafélögin tímakaup sem hér segir: Fyrir dagvinnu kr. 1,20 frá kl. 6—10, kr. 2,00 fyrir nætur- og helgidagavinnu kr. 2,50. Lokið er nú aðgerð varðskips- ins Óðinn og er það komið til landsins. Svo sem kunnugt er, reyndist skipið ónothæft. Meðal annars hefir það verið lengt að nokkrum mun. Sjómannafélag Reykjavíkur og Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda gerðu í fyrra samning um það, að kaup sjómanna akyldi miðast við \eiðlag í landinu og hækka og kekka samkvæmt vísitölu, sbr. dýrtíðaruppbót embættis- manna. Hagstofstjóri hefir- unn- ið að því undanfarið ásamt full- trúum félaganna beggja reikna út kaup íyrir þetta ár. Hafa þeir nú lokið starfi sínu og samningar verið undirritaðir. Lækkar kaupið um 10%. Eigi nær þessi ráðstöfun til skip- stjóra og stýrimanna þeirra, sem með sérstökum samningum eru ráðnir, en jafnt gilda þær um sjómenn á flutningaskipum sem á togurum. Er ánægjulegt, að hér skuli leið fundin til að kom- ast hjá illdeilum, a. m. k. um stundarsakir. Nokkrir guðfræðistúdentar o. fl. hafa stofnað til útgáfu mán- aðarrits um trúmál. Eitt hefti er komið út. — Ritið nefnist Straumar. Útgefendurnir munu vera frjálslyndir í skoðunum. Trú og vísindi nefnast fyrir- lestrar er Ágúst H. Bjamason prófessor flytur fyrir almenn- ing í vetur. Er vel, að Háskól- inn láti sem flesta njóta þeirra krafta, sem hann hefir ráð á. Úrskurður hæstaréttar í máli Sigui-ðar Sigurðssonar og Jóns H. Þorbergssonar, gegn atvinnu- málaráðherra og stjórn Búnaðar- félags Islands var kveðinn upp á mánudaginn var. Fógetaúr- skurðurinn var staðfestur. Inn- setnihgin á ekki að fara fram. Kröfu Jóns H. Þorbergssonar um að verða settur inn í stjórn B. l. var vísað frá. Sigurður var dæmdur til að greiða 200 kr. í málskostnað og Jón 100 kr. Búnaðarþingið gat ekki tekið löglega til starfa fyr en 9. þ. m. því að þangað til vantaði fulltrúa. Þessir eiga sæti á þing- inu og eru nú allir komnir: Sig- urður Sigurðsson fyrir Ræktun- arfélag Norðurlands, Benedikt Blöndal fyrir Búnaðarsamband Austurlands, Guðmundur Þor- bjamarson fyrir Búnaðarsam- band Suðurlands, Magnús Þor- láksson fyrir Búnaðarsamband Kjaiamesþings, Magnús Frið- riksson fyrir Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsness, Kristinn Guðlaugsson fyrir Búnaðarsam- band Vestf jarða, Páll Zóphónías- son sem skólastjóri bændaskól- ans á Hólum og loks fjórir kosn- ir af aöalfundum: Halldór Vil- hjálmsson, Jakob Líndal, Björn Hallsson og Tryggvi Þórhallsson fyrir Vestfirðinga, Norðlendinga, Austfirðinga og Sunnlendinga- fjórðung. Hefir fátt gerst enn, annað en að skipa fastanefndir, samkvæmt tillögu félagsstjómar- innar og að vísa til þeirra hin- um helstu málum, sem borist hafa. Af hálfu stjómarinnar bar formaður fram þá tillögu að skipuð væri sérstök nefnd til að taka til athugunar hið svonefnda áburðarmál og frávikning Sig- urðar Sigurðssonar. Var sú til- laga samþykt. Voru kosnir í nefndina: Halldór Vilhjálmsson, Björn Hallsson, Benedikt Blön- dal, Páll Zóphóníasson og Jakob Líndal. Fundir Búnaðarþingsins eru háðir í baðstofu Iðnaðar- mannafélagsins. ---o--- Samvinnumál. í áramótakveðju sinni segir samvinnublaðið norska Koopera- tören: Okkur var gefið gott ár. Aðstaðan fyrir bændum var i góðu lagi hvað veðuráttu og upp- skeru snerti. Sjávaraflinn var al- veg óvenjulega mikill. Hvalveiðin var mikil og tekjur af skipastól landsins í betra lagi. Og þó er fjárhagsástandið alveg hörmu- 'legt, alt fyrir 'hækkun krónunn- ar, sem komið hefir ringulreið á alt fjármálalíf landsins. Vegna krónuhækkunarinnar er iðnaður- inn í rústum. Sjómennimir hafa haft litla gleði af hinum mikla afla og bændumir eru í stökustu vandræðum. Afleiðingin er at- vinnuleysi og fátækt. I sumar sem leið hafði norska samvinnusambandið sumarskóla í fyrsta sinn. Studdist skóli sá. við dánargjöf Dehlis málfærslu- manns, en haxm var svo sem kunnugt er brautryðjandi kaup- félaganna í Noregi. Norska Sambandið bauð húsa- meisturum í landinu til samkepni um hver gæti gert fullkomnasta teikningu að sambygðum húsum. Tilætlunin að létta undir með samvinnubyggingum í bæjum og borgum. Áttatíu húsameistarar tóku þátt í samkepninni. Gera menn sér góðar vonir um árang- urinn. Sænsku kaupfélögin hafa lengi haft aúga á þeim hring sem skó- hlífaverksmiðjur landsins hafa myndað til að hækka verðið ó- eðlilega. Á aðalfundi sínum í vor ákváðu samvinnufélög Svía, að Sambandið sænska skyldi reisa verksmiðju til að keppa við hringinn, ef hann bætti ekki ráð sitt. Þetta varð til þess að hring- urinn lækkaði um stund, en ekki nóg. Nú er ákveðið að reisa verk- smiðjuna í örebro. Hún á að kosta hálfa þriðju miljón króna, H.f. Jón Sigmnndsson & Co. og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gnUsmiSnr. Sími S8S. — Laugaveg 8. Best. — Odýrast. Innlent. og geta búið til 600 þús. skó- hlífar á ári, en það eru 25% af því sem með þarf í landinu. Samvinnublað Finnlendinga „Samvirke“, hefir alt aðra sögu að jsegja en blað frænda okkar í Noregi í áramótahugleiðing- um sínum. Finnar höfðu mjög fallna mynt, svo sem kunnugt er. Þeir hættu við hækkunar- braskið, en ákváðu í þess stað að festa markið þar sem það var komið. Þetta tókst, og nú er byrjuð gullinnlausn á hinni nýju mynt. Blaðið segir hin bestu tíðindi af atvinnulífinu. Bændun- um hefir gengið vel. Iðnaðar- framleiðslan er meiri en nokkru sinni áður. Verslunarjöfnuðurinn er í góðu lagi. Kaupfélögin eoru í mikilli framþróun. Félög bænda hafa haft veltu sem nemur 1400 miljónum marka, en félög bæja- manna 740 miljópir. ----o----- augun í, að þýðingin er óþægi- lega nálægt því að vera fölsuð. Það er ekki nema sjálfsagt að forseti safnaðarins sími, þegar hann er spurður um, hvort nokk- urt samband sé milli hans og Únítara: „We deny any con- nection with Unitarians“, fyrst það var satt, að um ekkert sam- band væri að ræða. Hitt hefir söfnuðinum aldrei dottið í hug, að „afneita sérhverju sambandi við Únítara". Sumum var kent • forðum, að „afneita djöflinum og öllu hans athæfi“. En enguxn dettur í hug að „afneita“ sam- bandi við menn, sem eru þeim svo andlega skyldir, að þeir ganga í kirkjulegt félag með þeim, jafnskjótt og fundum þeirra ber saman og þeir taka að ræða áhugamál sín. Skilningur manna á Dr. Jóni Heglasyni biskupi hefir vaxið hér vestra af þessu máli. Heima á Islandi hefir hann ekki verið nein ráðgáta í seinni tíð. Hann er að leggja í rústir það starf, sem eftir hann liggur frá bestu manndómsárunum. Oss, sem verið höfum lærisveinar hans, þykir mikið fyrir því. En verst þætti oss, ef hann yrði, fyrir ó- sjálfstæði og skort á karlmensku, verkfæri í hendi þeirra manna, sem vilja þjóðkirkjuna á Is- landi feiga. Það er dáðleysi þeirra að þakka, en ekki athöfn- um hans, ef þeim tekst það ekki. ----e---- Úr bréfum. Þingeyjarsýslu 14. desember 1926: „Betri samgöngur þyrftum við að hafa svo að bréf væru ekki sex vikur á leiðinni frá Reykja- vík og hingað. Svona er sleifar- lagið á öllu hjá þessari vesahngs póststjórn. Veturinn er býsna harður það sem af er, og sumarið erfitt. Haustið var stuttur rign- ingarkafli. Svo kom vetur. Sauð- fé var víða tekið í hús hálfum mánuði fyrir veturnætur. Og svo koma skuldirnar og gengishækk- unin. Gengishækkunin er eins og öfug verðlaun á okkur, sem höf- um bygt upp sveitabæina, girt tún og engi, rutt óræktarmóa og breytt þeim í ræktarland“. Úr Norður-Þingeyjarsýslu er skrifað: . . . Það hefir lengi verið sagt, að við bændur værum sein- þreyttir til vandræða. En öllum má ofbjóða. Hér í sýslu hafa bændur félagsskap urn verslun sína og fundist, að þeir mættu vera í friði með hana. Samt hafa kaupmenn og þeirra liðar gerst afskiftasamir um þau mál og reynt að telja okkur trú um, að við værum heimskingjar og lét- um teyma okkur á eyrunum út í allskonar fjárbrall. Teljum við bændur þetta illa mælt og ómak- lega 1 okkar garð og koma úr horðustu átt. Hygg eg, að kaup- menn hafi meir sólundað fé lánsstofnana en kaupfélög. En bændur fárast eigi um þetta af því kaupmönnunum er þetta vorkunnarmál. Þeir (kaupmenn- irnir) hálda nefnilega dauðahaldi í tilverurétt sinn, sem smám- saman hlýtur að hverfa. En hitt gremst bændum meir, þegar þeim er ámælt fyrir það, að þeir vilja fá lán með vægum vaxta- kjörum. Eg hefi ekki ýkjamikið fjármálavit, en það þykist eg þó sjá, að lægri vaxta megi þeir njóta, sem altaf greiða skuldir sínar að fullu, en hinir, sem ekki standa í skilum. Og ekki veit eg til þess, að bankar hafi tapað lánum til bænda hér í sýslu. — En verst eru blöðin frá andstæð- ingunum í Reykjavík. Það er satt, að margir bændur eru fár tækir og hafa lítil ráð til bóka- kaupa, en svo aumir eru þeir ekki, að þeir geti eigi greitt þau blöð er þeir kæra sig um. Nú eni íhaldsblöðin, Vörður og ísa- fold, send víða og eigi krafist greiðslu fyrir a. m. k. ekki í peningum. En þetta er grátt gaman. Lítilsigldir menn og at- hugalausir innan stéttarinnar taka við gjöfunum og hirða svo eigi um að afla sér annara blaða, þeirra, er þeir verða að borga. Þannig gjörast andstæðingarnir einráðir um að hafa áhrif á skoðanir bænda í þeirra eigin velferðarmáum. Eitt það, sem eg sé, að Vörður og ísafold leggja mesta stund á, er að vekja í sveitunum óvild til þeirra manna, sem best styðja mál bænda á þingi. Hvað sem öðru líður mega bændur ekki þiggja blöð af and- stæðingum sínum. Þeir eiga yfir- leitt engar gjafir að þiggja og síst þær, sem gefnar eru til fjör- ráðs við þá. Bændur eiga að velja sér sjálfir blöð og borga þau, en engir ölmusumenn gjör- ast hjá reykvískum fjárafla- mönnum. —• Eg hefi heyrt, að víða væri meira um gjafablöð þessi en í mínu héraði, því bið eg Tímann flytja þessi orð mín öllum bændum landsins. Eg óska að það yrði öllum skiljanlegt, að stórri stétt er með þessum blaðasendingum gerð óvirðing, og það á hún ekki að þola. . . Hafnarfirði 7. febr. 1927: Þingmálafundur er hér nýaf- staðinn. Bjöm Kristjánsson og ólafur Thórs boðuðu til hans með litlum fyrirvara og með nokkurri leynd kvöld eitt er þeir vissu að verkamenn bæjarins voru áður búnir að ákveða fund hjá sér. Þingmennimir komu með þrjú mál. Fyrst almenna sparsemi, og var sú tillaga sam- þykt. Þá um jámbrautarmálið, mótmæh gegn því að landið legði í jámbraut austur yfir heiði. Þessu mótmælti fundurinn og var tillaga þeirra feld með öllum þorra atkvæða gegn 4 eða 5. Þá báru Bjöm og Ólafur fram til- lögu gegn óþarfa mælgi í þing- inu. Urðu um þetta nokkrar um- ræður og sagði Bjöm, aS sér þætti miklu skifta að tillagan væri borin undir atkvæði. Þá kom fram breytingartillaga um að Hafnfirðingar skoruðu á þingið að takmarka óþarfamælgi íhaldsþingmanna og íhaldsráð- herra á þinginu og var hún sam- þykt, en fundarstjóri sem var íhaldsmaður lýsti yfir að hún væri ekki samþykt. Ólafur bar sig illa undan þessari meðferð. Einn sociahstinn kendi þá í brjóst um þingmennina og bar fram tihögu um að fundurinn tæki máhð úr höndum Bjöms og ólafs og út af dagskrá. Var það samþykt. Sást á öllu þessu hve fylgislausir þingmennimir vom, og hve smeykir þeir voru við andstæðinga sína. Hálfhart þótti bæjarmönnum að fá ekki neitt áhugamál eða stórmál til umtals við kjósendur, nema hvort þeir vildu eyðileggja eitthvert mesta áhugamál Hafnfirðinga, jámbrautina austur yfir heiði. Áður vissu menn framkomu Bjöms í því máli, en framkoma ólafs kveikti grun hjá mörgum Hafnfirðingum um að Jóni Þorl. væri nú minna áhugamál um jámbrautina, heldur en hann lætur á kjósendafundum auatan- fjalls“. -----o---- Ait að þessu hefir tekist að stemma stigu fyrir því, að spánska veikin bærist til lands- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.