Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 4
«8 TIMINK Landbúnaðarverkfæri Herkúles heyvinnuvélar (eláttu-rakstrar- — snúnings- og brýnslu-vólar). Diskaherfi með framhjólum. Spaðaherfi (bíldherfi). FJaðraherfi. Handverkfæri alskonar; sænsk af bestu gerð, a. s. skófl- ur, gaflar, ræsaapaðar, gref og arfasköfur. og vélar. Steingálgar. Forardælur og forarkranar. Vagnhjól og vagnar (kerrur) með norsku lagi. Vélar til heimilisiðnaðar, svo sem saumavélar, prjónavélar, vefstólar. Alfa-Laval og Sylvia skilvindur og strokkar. Hefilbekkir. Aktýgi og dráttartaugar. Plógar og herfi fyrir dráttarvélar o. fl. o. fl. Samband ísl. s a m vinnufélaga. IF’a.ta.d.'ú.lca.r eru nú viðurkendir að vera fullkomnastir og bestir frá klæða- verksmiðjunni „Álafoss". Hvergi fá rnenn meira fyrir sína ull — eða betur unna í Lyppu — band og dúka — sendið því alla ull yðar til „Álafossu. Þar fáið þér fljótast, ódýrast og best unna ull yðar. Þér eflið með því íslenskan iðnað! Verslið við Klæðaverksmiðjan „Alafoss“. Sími 404. Afgreiðsla Hafnarstræti 17. Reykjavík. Alþingi. Þingsetning. Stundu eftir há- degi 9. þ. m. gengu þingmenn til kirkju og hilýddu á ræðu Bjama Jónssonar dómkirkju- prests. Síðan var þing sett, en þá voru fimm þingmerm ókomn- ir til bæjarins. Þeirra þurfti þó ekki lengi að bíða því að rúmri hálfu stundu eftir nón kom Gullfoss rneð þá að austan. Var því þingsetningarfundi haldið áfram kl. 5 e. h.. Eftir að kosn- íng allra hinna nýkjörnu hafði verið dæmd gild var gengið til forsetakosninga. Forseti sam- einaðs þings var kosinn Magnús Torfason með hlutkesti milli hans og Jóhannesar Jóhannesson- ar. Fengu báðir 21 atkvæði er kosið hafði verið þrisvar. Vara- forseti sameinaðs þings var kos- inn Tryggvi Þórhallsson með 21 atkv., Þórarinn Jónsson fékk 20 atkv. og einn seðill var auður. Skrifarar í sameinuðu þingi em éins og áður Ingólfur Bjarnason og Jón A. Jónsson. Til efri deild- ar var kosinn Einar Jónsson með 22 atkv., Pétur Þórðarson fékk 19 atkv. — Forseti í neðri deild var endurkosixm Benedikt Sveins- son með 15 atkv., Þórarinn Jóns- son fékk 13 atkv. Varaforsetar: Þorleifur Jónsson og Sigurjón Jónsson. í efri deild: forseti Halldór Steinsson með 8 atkv., Guðmundur ólafsson fékk 6 at- kv. og varaforsetar Jónas Rrist- jánsson og Ingibjörg H. Bjama- son. Skrifarar í Nd.: Magnús Jónsson og Tryggvi Þórhallsson, í Ed.: Einar Amason og Jóhann Jósefsson. Fastanefndir þingsins eru svo skipaðar: EFRI DEILD. Fjárhagsnefnd: Bjöm Krist- jánsson,, Jóh. Jósefsson, Jón Baldvinsson, Jónas Jónsson og Jónas Kxistjánsson. Fjárveitinganefnd: Einar Áma- son, Einar Jónsson, Guðm. ólafs- son, Ingibj. H. Bjamason og Jóh. Jóhannesson. Samgöngumálanefnd: Bjöm Kristjánsson, Einar Árnason, Einar Jónsson, Jónas Kristjáns- son og Magnús Kristjánsson. Landbúnaðamefnd: Einar Jóns- son, Ingvar Pálmason og Jónas Kristjánsson. ’ Sjávarútv.nefnd: Bjöm Krist- jánsson, Jóh. Jósefsson og Jón Baldvinsson. Mentamálanefnd: Ingibj. H. Bjamason, Jóh. Jóhannesson og Jónas Jónsson. Allsherjarnefnd: Guðm. ólafs- son, Jóh. Jóhannesson og Jóh. Jósefsson. NEÐRI DEILD. Fjárhagsnefnd: Bjöm Líndal, Halldór Stefánsson, Klemens Jónsson, Jakob Mölíer og Jón A. Jónsson,. Fjárveitinganefnd: Ingólfur Bjamson, Jón Sigurðsson, Magn- ús Torfason, Pétur Ottesen, Tr. Þórhallsson, Þorleifur Jónsson og Þórarinn Jónsson. Samgöngumálanef nd: Hákon Kristófersson, Jón ólafsson, Klemens Jónsson, Pétur Þórðar- son og Sveinn Ólafsson. Landbúnaðamefnd: Ámi Jóns- son, Halldór Stefánsson, Hákon Kristófersson, Jörundur Bryn- jólfsson og Pétur Þórðarson. Sjávarútvegsnefnd: Bemhard Stefánsson, Héðinn Valdemars- son, Ólafur Thórs, Sigurjón Jóns- son og Sveinn ólafsson. Mentamálanefnd: Ásgeir Ás- geirsson, Jón Guðnason. Jón Kjartansson. Bemharð Stefáns- son og Magnús Jónsson. Allsherjamefnd: Ámi Jónsson, Héðinn Valdemarsson, Jón Guðna son, Jón Kjartansson og Jörund- ur Brynjólfsson. Allmiklar breytingar hafa orð- ið um skipun þingsins. Sitja það nú 4 menn, er eigi hafa þar áð- ur verið, Jón Guðnason þm. Dalamanna, Héðinn Valdemars- son 4. þm. Reykvíkinga, Jón ólafsson 3. þm. Reykvíkýiga og Jónas Kristjánsson 6. landkjör- inn þm. Magnús Kristjánsson 4. landkjörinn þm. og Einar Jóns- son 2. þm. Rangæinga áttu auk þess eigi sæti á þingi í fyrra. Um flokkaskipun er það að segja, að Sjálfstæðisfl. hefir mist 2 þingsæti, Framsóknarflokkur- inn unnið 1 og Jafnaðarmenn 1. Ihaldsflokkurinn stendur í stað. Framsóknarmenn em 16, Jafnað- armenn 2, Sjálfstæðismenn 2, íhaldsmenn 21, utan flokka 1. — við kosninu í þmginu hafa stjómarandstæðingar allir sam- einast gegn íhaldsflokknum. Hafa þeir þá helming atkv. í samein- uðu þingi og meiri hluta í neðri deild. I efri deild em stjórnar- liðar fjölmennari. ----o---- Bækur og listir. Samvinnan — 20. ár, 2. hefti breytt að efni. Fremst er mynd af Benedikt á Auðnum, öldungn- um þjóðkunna, sem manna fróð- astur er um félagsmál og hefir þó hafist af sjálfum sér. Fylgja myndinni nokkur orð um starf- semi hans. Þá er grein eftir rit- stjórann, er nefnist: Heima og erlendis. Flytur ihún margskon- ar fróðleik um útbreiðslu og á- rangur samvinnunnar víða um lönd — jafnvel austur í Asíu. Er greinin fjörlega rituð og mun þeim kærkomin, er fylgjast vilja með samvinnunni sem al- heimsstefnu. Eftirtektarverð er árásin á kaupfélögin dönsku, sem svipar mjög til Verslunar- ólags B. Kr., og drepið er á þama. Hallgrímur Hallgrímsson magister skrifar um þingstjóm, sem undanfarið hefir birat smámsaman. Gefst hér tækifæri til að kynnast sögu þingræðis- ins, og er slíkt ómaksvert nú á tímum, þar sem því stjómarfyr- irkomulagi er ámælt og oft af litlum skilningi. Þótt eigi væri annað í heftinu en þessi grein, ætti það að vera í hvers manns eigu. Næst er fyrirlestur um samvinnu Norðurlanda, er rit- stjóri Samv. flutti í Bergen árið 1924 og vakti þá athygli í Nor- egi og Danmörku. Telur hann, að um þrennskonar samvinnu geti verið að ræða milli norrænna þjóða, stjómarfarslega, fjiár- hagslega og andlega, og eigi andleg samvinna ein rétt á sér. Leikur að vísu vafi á um! niður- stöðu þessa, en rök nokkur fær- ir höf. að máli sínu. Exm er grein um kaupfélögin, hvað þeim beri að varast, andstöðu gegn þeim, iðnaðarfyrirtæki samvinnu- manna erlendis o. s. frv. Þá eir framhald greinar um íslenska húsagerð með myndum af ýms- um best hýstu sveitaheimilum á landinu, Grænavatni við Mývatn, Böggversstöðum í Svarfaðardal, Vallanesi, Kaupangi. Síðast er „Aðstaða til skuldanna“, ágæt grein og orð í tíma töluð. Er þar bent á þá einu og jafnframt örfðugu leið, sem sjálfstæðum mönnum er samboðin iút úr ó- göngum kreppuáranna. Þrjár síðustu greinarnar eru eftir rit- stjórann. Vegna fróðleiks þess, sem felst í ritinu, á það erindi til allra, einnig þeixra, sem ekki taka ákveðna afstöðu 1 þjóð- málum. G. G. Ritstjóri Tryggvi Þórhall—on. Prentam. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.