Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.02.1927, Blaðsíða 1
©jalbfeti 99 afgreiösluma&ur Ctmans er Hannoeig p o r s t e i n sbó ttir, Sambanösfyúsinu, KeyíjaDÍf. ^fgteifcsla Cimans er í Sambanösíjúsinu. ©ptn bagiega 9—J2 f. t)> Simi flf96. XI. ár Reykjavík, 12. febrúar 1927. 7. blaS. Utan úrheimi. Eftir fjögur ár. 1 haust 28. okt. voru liðin 4 ár síðan Mussolini og- svartliðar hans brutust til valda á Italíu. Voru þá stórkostleg afmæhshá- tíðahöld um alt landið á afmæli stjórnarflokksins. Lét Mussolini lesa upp bréf mikið í öllum helstu borgum, þar sem talin voru upp afreksverk byltingamannanna í svörtu treyjunum. Annars höfðu þeir einskonar hersýningu á stríðskröftum sínum, og létu mikið yfir sér. Á fjölmarga vegu hefir Musso- lini reynt að styrkja- vald sibt með því að látast líkjast Napo- leon fyrsta og herma eftir ein- ræðislöggjöf Napoleons þriðja. Tímatalinu hefir verið breytt, eins og byltingarmenn Fraikka gerðu seinast á 18. öld. Hinn nýi tími byrjar með valdtöku svart- liða, og nú telja ítalir, að þeir séu á 5. ári hinnar fyrstu ald- ar. Á myndum og málverkum reynir Mussolini að laga svip- brigðin og hárgreiðslu þannig, að hann minni á „yfirræðismann" Frakka fyrir' hundrað árum síð- an. Svo sem kunnugt er var Musso- lini socialisti fram undir þann tíma, er hann byrjaði að safna svartliðaflokknum saman, 0g var ritstjóri fyrir þann flokk. Fyrstu missirin eftir að hann tók við völdum gerði hann að nokkru leyti tilraun til að safna dugandi mönnum úr öllum flokkum til valda í landinu. En þegar vitn- eskjan um Matteottemorðið varð þjóðinni kunnugt, breyttist öll stjómarstefna hans. Þá sannað- ist,að nánustu vinir harðstjórans voru lægsta tegund glæpamanna, og að stjómarflokkurinn. vílaði ekki fyrir sér, að myrða and- stæðingana í stjómmálum, ef hentara þótti að öxin og jörðin geymdi líkama þeirra. Réttar- íannsóknin yfir morðingjunum var skrípaleikur einn, og að lok- um vom helstu forgöngumenn morðsins náðaðir að tilhlutun Mussolini. Þegar hér var komið málum skildu vegir. Allir frjáls- lyndir og heiðarlegir menn í landinu neituðu allri samvinnu um stjómmál við svartliðaflokk- inn og ýmist drógu sig í hlé frá opinberri þátttöku í félagslífi landsins, eða fluttu til annara landa. Jafnframt þessu þokaðist Mussolini yst til hægri. Hann sá að honum var engin öxmur leið' opin en að kasta sér í fang svæsnustu íhaldsmanna í landinu, og að vera þeirra verkfæri. Síð- an þá hefir verið i landinu meiri harðstjóm og almenn kúgun heldur en þekst hefir í Vestur- löndum síðan á miðöldum. J. J. -----0---- Borgarfirði 10. jan. 1927. „Heldur er mönnum farið að þykja framkoma þingmánnsins okkar skrítileg. Hann segist vera og er bindindismaður, en vinnur með þeim flokki þar eem allir drykkjumenn og vínsalar eiga heima. Hann segist vera með spamaði í embættiskostnaði en er í floldii þar sem allflestir starfs- menn landsins eiga heima. Pétui segist í sveitunum vera bænda- sinni, en þó vinnur hann á þingi móti Framsóknarflokknum, en með togaraútgerðarmönnum, sem hafa yfirboðið alla bændur' og dregið til sín vel flest fólk á besta aldri úr sveitunum. Eg hefi frétt af tveim fundum Péturs fyrir jólin. Á öðrum, uppi í firð- inum reyndi hann að spilla fyrir tillögu Steingríms á» Hvanneyri um að landið styrkti ræktun og fjölgun heimila, fylgismenn hans sátu hjá en Framsóknarmenn greiddu tillögunni atkvæði. Út á Akranesi hafði Pétur tekið mál- frelsið af kjósendum sínum, tal- aði sjálfur langt mál, en leyfði þeim ekki nema 5 mínútur. Mér finst þetta benda á, að Pétur sé farinn að finna að verk hans á þinginu eru svoleiðis, að hann hlýtur að vilja að kjósendur hans séu ekki að spyrja um framkomu hans, þégar hann er á þinginu“. ---0---- t Oddur Hermannsson skrifstofustjóri. Öllum á óvart barst sú fregn um bæinn síðastliðinn sunnudag, að daginn áður hefði Oddur Her- mannsson látist suður í Kaup- mannahöfn. Að vísu hafði hann haft veila iheilsu síðan hann stóð upp úr „Spönsku veikinni", eft- ir mjög þunga legu, og hafði nú dvalist ytra um hríð til að leita sér lækninga, en síðustu fregnir af honum gengu allar í þá átt að iheilsan væri óðum að batna og að hans væri bráðlega von heim. „Spánska veikin“ lagði hann nú aftur í rúmið, veikin snerist í lungnabólgu og þá var hann líðið lík eftir sólarhring. Oddur Hermannsson var fædd- ur 23. júní 1884, sonur Her- manns sýslumanns á Velli í Rangárvallasýslu (d. 1894), Jóns- sonar verslunarstjóra . á ísafirði (d. 1827), Jónssonar yngra á Reykhólum, Magnússonar bónda í Snóksdal (d. 1752), Jónssonar prests í Snóksdal, Hannessonar lögréttumanns í Snóksdal, Egg- ertssonar lögréttumanns í Snóks- dal Hanessonar bónda í Snóks- dal (d. 1615), Bjömssonar, Hann- essonar hirðstjóra Eggertssonaf, en Þórunn kona Bjöms, sem druknaði með manni sínum 1554, var dóttir Daða Guðmunds- sonar í Snóksdal og Guðrúnar systur Mai-beins biskups. — Guð- björg amma Odds heitins, móð- ir Hermanns sýslumanns var systir Jóns Hjaltalíns landlæknis', dóttir Jóns prests Hjaltalíns (d. 1835) á Breiðabólstað á Skógar- strönd, Oddssonar bónda á Rauð- ará við Reykjavík (. 1797), Jóns- sonar Hjaltalíns (d. 1755) sýslu- manns í Reykjavík. En móðir Odds var Ingunn Halldórsdóttir bónda í Álfhólum í Landeyjum, Þorvaldssonar bónda í Klofa, Jónssonar, Jónssonar bónda í Gunnarsholti ömólfssonar. — Stúdentspi'ófi lauk Oddur 1904, lagaprófi 1910, hvorttveggja með fyrstu einkunn, gerðist brátt síðar aðstoðarmaður í stjórnarráðinu og starfaði þar alla æfi síðan, sem skrifstofu- stjóri atvinnumálaráðuneytisins síðan 1918. Jafnframt voru hon- um falin margvísleg þýðingar- mikil störf: Hann var í viðskifta- nefndinni 1920, formaður gengis- nefndarinnai’ frá upphafi, settur bankastjóri Islandsbanka um hríð og á síðasta Búnaðarþingi var hann kosinn í stjóm Búnað- arfélags íslands með öllum at- kvæðum. En heilsan entist hon- um lítt til þess starfs. Oddur Hennannsson vann hvers manns traust, sem kynt- ist honum, og því meir sem kynning varð meiri. Hann var réttlátur í úrskurðum sínum og mjög einarður að fylgja þvi fram, sem han'n taldi rétt. Hann var fyrirmyndar embættismaður að trúmensku, árvekni og vits- munum. Telst ekki í því last um aðra, þó að sagt sé, að enginn hinna föstu starfsmanna í hinu hvíta húsi á Amarhólstúni hafi notið jafnmikils traust almenn- ings og Oddur Hermannsson. Mjög mikill missir er að slík- um manni, svo ungum. Þeir era svo sorglega fáir á okkar fá- menna landi, sem allur þoirinn ber traust til og tortryggir ekiki. En fyrir stjórnarfarið í landinu og hið opinbera líf er það næsta áríðandi að þeir séu sem flestir. Verða þeir ekki margir sem ganga burt með jíifnfágaðan skjöld og Oddur Heimannsson, eftir svo margvísleg og torveld opinber störf. Fyrir það má ís- lenska þjóðin tjá honum miklar þakkir. Konu sína, Þóra Guðmunds- dóttur, læknis í Stykkishólmi, fósturdóttur Jóns Magnússonar forsætisráðherra, misti Oddur í „Spönsku veikinni". Þeim varð ekki barna auðið. ----o----- Fleiri heimili. (4) Á síðasta kjörtímabili hafa Framsóknaimenn utan þings og innan stöðygt unnið að því, að gerðar yrðu samhliða margar ráðstafanir til að stöðva burt- streymið úr sveitunum. En það verður með því einu að gera þar lífvænlegra og skemtilegra en áður, en aðalskilyrðin eru að tún- ræktin vaxi, og sjálfstæðum heimilum fjölgi. Tr. Þ. hefir tvisvar borið fram frv. sitt um að landið tryggi bændum tilbúinn áburð, án verslunargróða milli- liða, eða flutningskostnaðar til aðalhafna. I bseði skiftin ihefir í- • haldið eyðilagt málið. Til að bæta úr venjulegri lánsþörf bænda bar sami maður fram frv. um Bún- aðarlánadeildina. íhaldið eyddi að mestu framkvæmd þess máls. Þá skipaði sami maður nefnd þá er undirbjó ræktunarsjóðslögin, og og á þingi urðu mikil átök við J. Þorl. sem var á móti landssjóðs- framlaginu í sjóðina. Á síðasta þingi reyndu Tr. Þ. og H. St. og tryggja Ræktunarsjóði ódýrt starfsfé í sambandi við seðlaút- gáfu landsins. Ihaldið eyddi þeirri tilraun. Jafnhliða þessu hafa Framsóknarmenn í Ed. 1 tvö ár barist fyrir byggingar- og land- námssjóðum, vegna þeirra sem reisa vildu ný heimili á ræktar- landi. Að síðustu hefir tímarit- ið Samvinnan nú í undanfarin tvö ár flutt vekjandi og fræðandi greinar um byggingar í sveitum, er m. a. hafa stefnt að því, að byggingar í sveitum yrðu hollar, endingargóðar og í þjóðlegum »tíl. „KynbótakartOflur“. ------ Frh. Allmargir hafa fengið „Ey- vind“ til útsæðis frá Gróðrar- stöðinni, svo nú hefur þetta af- brigði verið reynt víða hér sunn- anlands og má svo segja að það hafi aðeins reynst á einn veg, — prýðilega. Það skarar fram úr flestum hérlendum afbrigðum hvað bráðþroska og hreysti snert- ir og ennfremur hefur uppsker- an verið laus við smælki —. en að jafnaði er það mesti ókostur íslensku afbrigðanna hve margt og smátt er undir grö§unum. Virðist mér hnignun afbrigðanna helst koma í ljós á þann hátt og ennfremur við að þau verða sein- þioska. Ilér verður kartöflujurt- in aldrei fullþroska — það er hún ekki fyr en hún ber þroskuð aldin. Þó kartöflumar nái oft fullri stærð, fá þær þó ekki þann þroska sem þeim er eðlilegt Þess vegna hlýtur kartöfluafbrigðun- um að hnigna fyr, hér en í ná- g-rannalöndunum, þar sem rækt- unarskilyrðin eru betri. En þeim hnignar vitanlega misjafnlega fljótt, og fer það aðallega eftir hreysti þeirra. Og þess vegna ríður á fyrir okkur að hafa hraust afbrigði, sem ekki láta undan fyr en í síðustu lög. Frá ýmsum merkum mönnum hefi eg fengið fregnir um hvern- ig „Eyvindur" hefir reynst hjá þeim, og langar mig að tilfæra nokkur ummæli þeima hér. Helgi Ágústsson bóndi á Syðra seli, Hrunam.hr., kemst svo að orði: „Síðastl. haust fékk eg hjá þér svonefndar „Eyvindarkar'- töflur“ til útsæðis. 8. maí í vor setti eg þær vel spíraðar í garð- inn minn ásamt mínu gamla kar- töflukyni. Um miðjan júlí eða í'úmum tveim mánuðum seinna fór eg að ,,gá undii“. Fann eg þá talsvert af fullstórum útsáðs- kartöflum. Fyrst í ágúst tók eg upp gras af handa hófi. Undir því voru 12 kartöflur talsins, er vógu 760 gr. Þegar eg svo tók upp úr garðinum um miðjan sept- ember var uppskeran afbragðs- góð, að mér þótti. Kartöflurnar mjög jafnstórar, en smælld ekki svo teljandi væri. Lausar voru þær við kláða, þó óvenju vot- viðrasamt væri og að öllu leyti virtust þær heilbrigðar. Er eg vel ánægður með að fá „Eyvind“ í stað þeirra sem eg hefi haft. Gæöamunurinn var sérstaklega í því fólginn, hvað „Eyvindur“ var fljótvaxnari og hvað miklu sraæni og fleiri komu af mínu gamla kyni“. Guðmundur Lýðsson bóndi á Fjalli á Skeiðum skrifar: „Ég valdi góðan stað í garðinum fyrir ,,Eyvind“ sem eg fékk frá þér. Tæp 4 pund sem sett vora niður gáfu 43 pund upp úr garðinum. Alveg voru þær heilbrigðar, en þó var töluvert af öðrum kartöflum hér meira og’ minna sjúkt, með brúnum dröfnum, sem éta sig inn í þær og' jafnvel eyðileggja alla kartöfluna. Mikið væri gott að eiga þig að með ýtsæði af „Ey- vindi“ í vor“. Sæmundur Einarsson bóndi í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum skrifar: „Eyvindarkartöflurnar" spruttu mjög vel. 150 pund komu upp undan 12 pundum sem niður voru sett. En skemdir voru í öðr- um kartöf'lum á nokkram bæj- um“. Sjó- og bruna- vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. Guðjón Jónsson í Lundi í Vík í Mýrdal skrifai’: „Minn „Ey- vindur“ var svo stór, að hér hafa ekki sést nokkurntíma svoleiðis kartöflur og frekar margar. Ekki nærri eins fallegar hjá E. E. eða J. Þ. en eru samt mjög fallegar hjá þeim. Kartöflumar vekja undran hér. Eg hugsa ekki um annað útsæði en af „Eyvindi“. Þegar heimakartöflumar vora al- veg fallnar, þá vora grösin á „Eyvindi“ græn eins og skógur“. Frá mjög mörgum öðram stöð- um hefi eg frétt af „Eyvindi" og allstaðar hafa þær þótt skara fram úr öðrum og þess vegna þori eg nú óhikað að mæla með þeim til ræktunar hvar sem er hér á landi. Þó er mér skylt að geta þess, að langmest reynsla er fengin sunnanlands. En mér er einnig kunnugt um að þær hafa reynst vel bæði fyrir austan og vestan, svo eg býst við að þær muni einnig reynast vel þar. Og eftirtektarvert er það, að lang- mestar pantanir á útsæði af þessu kartöfluafbrigði hafa komið úr þeim sveitum þar sem það hefir verið reynt. Til dæmis, fyrir 3 árnm síðan fékk Halldór heitinn Jónsson í Vík í Mýrdal hjá mér eina skeppu af „Eyvindi“. Hafa þær gefist prýðilega þar, þó aðr- ar kartöfiur hafi eyðilagst af stormum og sýki. Svo að í Vík hafa menn „séð með eigin aug- um“ hve vel þetta afbrigði hefur gefist núna í 3 ár. Þaðan hafa komið langmestar pantanir. nú í vetur — verið beðið um rúml. 80 tunnur af útsæði (frá Vík og Dyrhólahr.). Nl. Ragnar Ásgeirsson. --o--- Ihaldinu hefir nú verið hrand- ið frá fundarstjórn í sameinuðu þingi og neðri deild. Reynslan sýnir að þess var full þörf. Á fundi í efri deild á miðvikudag- inn úrskurðaði Halldór Steinssen forseti, að Ihaldsmaðurinn Jónas Kristjánsson mætti eiga sæti í þrem nefndum, þó það sé bein- línis bannað, að nokkur deildar- maður megi vera í fleiri nefndum en tveim. Á fundi þessum braut sá sami forseti þingsköpin alls þrisvar sinnum og gerði sig að auki beran að rangsleitni. For- sætisráðh. varði þessar aðfarir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.