Tíminn - 14.05.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1927, Blaðsíða 1
©jaíbfeti oo, afgr«6sluma&ur tTtmans er &annDeigf>orsteinsöóttir/ Sambanöstjásinu, SeYfjatnf. ^fgrei&ssía C í m a n s er i Samban6sþft3imu. (Dpin bogtega 9—(2 f. 4. Sitni XL «r Utan úrheimi. Stjórnmál Dana. Gengishækkunin í Danmörku hefir skapað þjóðinni ótrúlega erfiðleika. Atvinnurekendur í ná- lega öllum starfsgreinum hafa tapað stórfé, atvinnuleysi verka- manna á hæsta stigi og skuldir aukist meir en dæmi eru til áð- ur. Þrír af hinum fjórum stjóm- málaflokkum, hægrimenn, vinstri- menn og verkamenn vildu hækk- un krónunnar, en smábænda- flokkurinn einn var á móti. Þegar svo hin lengi þráða hækkun var fengin, var síður en svo, að hækkunarmenn hefðu öðlast nokkra jarðneska paradís. Verkamannaflokkurinn varð fyrst fyrir afleiðingum hækkunarinnar að því leyti sem áhrifa hennar gætti í stjómmálum. Atvinnu- leysiði óx gífurlega og kjör verkalýðsins versnuðu. Eins og að líkindum lætur þótti verka- mönnum hart, þegar flokkur þeirra fór með völdin, að þá skyldu kjör þeirra hríðversna. Þá mun ráðuneyti Staunings hafa séð, að flokkur þeirra myndi drjúgum þynnast, ef þeir fæm lengi með völd, samhliða því að hagur flokksmannanna versnaði. Stauningsstjómin leitaði þess vegna dauðans, með því að leysa upp þingið, vegna synjunar hinna flokkanna um stórfeld framlög úr ríkissjóði til atvinnubóta. Vinstrimannaflokkurinn tók þá við völdunum og hóf hina nauð- synlegu baráttu, að færa verð- lagið í landinu til samræmis við verð afurðanna. Hefir stjómin lagt til afarróttækan niðurskurð á flestum sviðum starfsmanna- halds við hinn opinbera rekstur. Enn er ekki séð fyrir enda þess máls, því að starfsmenn lands- ins gera alt sem þeir geta til að eyða og spilla málinu. Kemur sú mótstaða jöfnum höndum frá íhalds- og verkamannaflokknum. Mistakist þessi spamaðartilraun, hlýtur bændastjómin að fylg’ja fordæmi Staunings og leitast við að losna við völdin. Kemur þá röðin að íhaldsmönnum, að freista að kveða niður þann draug, sem þeir hafa uppvakið, en það er gengishækkunin með öllum sínum skaðvænu afleiðing- um. J. J. eru til þess ætlaðar að sá eitri tortrygni og sundrungar í huga hlutaðeigenda og þó þau láti svo sem þau beri hag og heill bænda fyrir brjósti, finnur mað- ur að undir niðri er eins og hræ- fuglshljóð hlakki í kistusmiðnum og þau voni að igeta orðið sá smiður, sem smíði líkkistu sam- vinufélaganna. En enginn skyldi láta blekkjast af fagurgala þeirra Þau hafa sýnt það fyr hvern hug þau bera til þess félagsskap- ar og af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Strandamaður. Af ávöxtunum — þegar sveitin sorgarljóð syngur vini liðnum, þá er eins og hræfuglshljóð hlakki í kistusmiðnum. Þessi vísa er ein af perlunum í kveðskap Jóns Bergmanns, af því að hún lýsir svo snildarlega eigingiminni og tilfinningaleysi manna fyrir kjörum annara ef þeir sjá sér einhvem lítinn stundarhagnað. Vísa þessi hefir hvað eftir annað komið í huga minn þessa síðustu daga, mér hef- ir fundist eins og hræfuglshljóð hlakka í kaupmannablöðunum yf- ir því að nú era erfiðir tímar fyrir samvinnufélögin sem kynnu að leiða ógæfu og fjárhagsvand- ræði yfir bændastéttina. Eða hvernig á að skilja það öðruvísi, þegar þau geta ekki beðið eftir sönnum fregnum, en byrja strax á dylgjum og rógburði, framsett- um á kænlegan hátt í tvíræðum spumingum, sem auðsjáanlega Afgreiðsla fjárlaganna. íhaldsflokkurinn hindrar það, að fjárlögin séu afgreidd tekju- hallalaus. Fjárlögin voru afgreidd um miðja vikuna. Þau komu til neðri deildar með miklu lægri tekju- halla en áður, en þó með tekju- halla. Fjárveitinganefnd neðri deildar hafði áður lýst því yfir, að hún myndi síðar, ef hún teldi þörf á, bera fram lækkunartillög- ur. Nú er það vitað, að þó að neðri deild lækkaði tekjuáætlun- ina, frá hendi Jóns Þorlákssonar, þá er hún enn altof há, miðað við útlit og horfur nú. Þess vegna taldi fjárveitinganefnd neðri deildar sjálfsagt að gera tilraun til að bæta afgreiðslu fjárlag- anna, svo a. m. k., að þau færu frá deildinni með álitlegum tekju- afgangi. En um þetta gat nefndin ekki orðið sammála. Tveir Ihalds- mannanna, Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen, klufu nefndina og neituðu að samþykkja nokkra breytingu á fjárlögunum. En meirihlutinn bar fram til- lögur sínar og ef þær hefðu verið samþyktai’, hefðu fjárlögin verið afgreidd með rúmlega 200 þús- und króna tekjuafgangi. Úr því farið var út á þá braut, að skera stóram niður fjárfram- lög til vega, brúa, símalagninga og annara hinna allra brýnustu verklegra framkvæmda, vegna hinnar alvarlegu fjárkreppu, sem fyrst og fremst stafar af fjármálastjóm núverandi stjóm- ar, þótti meirihluta fjárveitinga- nefndar alveg sjálfsagt að fresta, í 'bili, fjárframlögum til að reisa stórhýsi í Reykjavík. Aðalspam- aðartillögur nefndarinnar vora f] því þær, að fresta fjárframlagi til að reisa landsspítalann (150 þús. kr.) og stúdentagarðinn (25 þús. kr.) En það sem og ekki síður ýtti undir nefnina að fresta, í bili, fjárframlögum til landsspítalans, er það, að ef á að ljúka við að reisa hann svo snemma að hann tæki til starfa á árinu 1930, þá verður að leggja fram til hans úr ríkissjóði 450 þús. kr., eða níh lega hálfa miljón króna, hvort árið 1929 og 1930. En eins og nú standa sakir verður það að telj- ast með öllu óverjandi að binda ríkið þeirri skuldbindingu, þó að landsstjómin hafi gert um það samning, sem hún vitanlega hafði engan rétt til. Samkvæmt ósk fjárveitinga- nefndarinnar hagaði forseti at- kvæðagreiðslu svo að fyrst komu Reykjavík, 14. maí 1927. ímtrtn kostar kr. 10.00 árg. Gjalddagi í júní — Kaupendur, sem skuld- lausir eru við 11. árg. fá í kaupbæti fyrsta bindi af einni hinni frægustu skáldsögu, sem samin hefir verið, Davíð Copperfield, eftir hið fræga enska söguskáld Chai'les Dickens. til atkvæða nokkrar helstu spam- aðartillögur meirihluta nefndar- innar. — Undantekningarlítið greiddu allir Framsóknarmenn deildarinnar atkvæði með þessum sparnaðartillögum. En Ihalds- menn höfðu bersýnilega gert það að flokksmáli að fella spamaðar- tillögumar, því að allir að ein- um undanteknum sem ekki lét kúga sig (Þórarinn Jónsson) greiddu þeir atkvæði gegn spam- aðartillögunum. Með aðstoð Ja- kobs Möller og Héðins Valdimars- sonar tókst íhaldinu þannig að fella þessar tillögur. Þegar hér var komið lýsti fram- sögumaður meirihluta fjárveit- inganefndar (Tr. Þ.) því yfir, að úr því að þessar helstu spamaðar- tillögur nefndarinnar væra falln- ar, þá tæki meirihlutinn aftur all- ar hinar smærri tilögur og mundi nú leggjast í gegn nokkurri breyt- ingu á fjárlögunum. Og úrslitin urðu þá vitanlega þau að fjár- lagafrumvarpið var samþykt óbreytt. Fullkomið einsdæmi er það vafalaust í þingsögu íslands, ef ekki í þingsögu allra Ianda, að sjálf landsstjómin, með flokk sinn í eftirdragi, leggi svo mikla áherslu á að hindra það að fjár- lögin séu afgreidd tekjuhallalaus. Og sannarlega ættu þeir að fá kaldar viðtökur út um land Ihaldsmennimir þeir sem bindast samtökum um að hindra að dreg- ið sé úr útgjöldum við að reisa stórhúsi í Reykjavík, eftir að bú- ið er að lækka framlag til verk- legra framkvæmda um land svo nemur hundraðum þúsunda króna. ----o---- Fleirl heimili. Eymundur Jónsson Hinn 1. apríl síðastl. andaðist hinn merki bændaöldungur Ey- mundur Jónsson á Höfn í Homa- firði, hann var fæddur 23. des. 1840, og var því kominn á 87. ár. Eymundur sál. var fæddur að Hofi í Öræfum. Foreldrar hans voru Jón Höskuldsson Jónssonar bónda á Búðarhól í Landeyjum þjóðhagsmiðs og Sigríður Jóns- dóttir Nikulássonar bónda í Keldudal í Mýrdal. Kona Jóns Nikulássonar var Bergljót Einars- dóttir systir Helga föður Áma biskups í Görðum. Árið 1856 fluttist Eymundur með móður sinni að Árnanesi, var þá faðir hans dáinn fyrir nokkrum árum. Eymundur var mjög námfús, en átti þess lítinn kost að menta sig í æsku. Eftir að| hann kom að Ámanesi, raknaði nokkuð úr. „Þar igat eg fyst lært að draga til stafs, og hafði þá að nafninu lokið kristindómsnámi“, sagði Eymundur sjálfur. Hann lagði mikla stund á að menta sig sjálf- an og varð honum það nota- drjúgt, eins og fleirum. Eym. var listhagur maður, og fór hann ut- an og nam jámsmíði í Kaupm.h.; lauk hann því námi á skömmum tíma, kom utan vorið 1866 og kvæntist 6. okt. s. á. heitmeyju sinni Halldóra dóttur Stefáns al- þm. Eiríkssonar í Ámanesi, sem var hinn besti kvenkostur, lifir hún mann sinn, og er nær 83 ára, áttu þau 60 ára hjúskaparafmæli í haust leið, og mun það sjald- gæft. Hjónaband þeirra var hið ástríkasta alla tíð, Svo hvergi bar skugga á. Vorið 1868 reistu þau hjón bú í Dilksnesi og bjuggu þar til þess árið 1902, að þau (17) 1 gær var til umræðu í sameinuðu þingi tillaga Jónasar Jónssonar um byggingar- og landnámssjóð. Umræðum er ekki enn lokið. Efni tillögunnar er að fela, milliþinganefndinni í land- búnaðarmálum að undirbúa ítar- legt frumvarp um þetta efni. Bent er á þá leið, að afla sjóðn- um tekna með því að leggja gróðaskatt á eignir 50 þús. og tekjur 15 þús. eða meira, en gæta þess þó að eigna-, tekju- og gróðaskattur verði aldrei hærri en samskonar gjald á hljð- stæðar eignir og tekjur í Eng- landi. Ennfremur er lögð áhersla á að lánskjör sjóðsins verði svo hagstæð, að dugandi en efnalitl- ir menn geti með hjálp hans og vinnu sinni efnt til sjálfstæðra heimila. Ætlast er til, að sjóð- urinn hjálpi fyrst og fremst skyldmennum er fjölga vilja heimilum á eignar- eða erfðajörð, og að þess sé vandlega gætt, að „spekulation“ geti ekki hækkað jarðir þessar óeðlilega í verði. Með tillögunni hafa mælt Hall- dór Stefánsson en móti ráðherr- arnir Jón og Magnús. Jón virðist vera svarinn óvinur hugmyndar- innar. fluttu til Vesturheims, voru þau þar 5 ái’ fluttu svo heim aftur, og settust að í Dilksnesi um stund. Síðar fluttu þau að Höfn með Sigurði syni sínum, og dvaldi Eymundur þar svo til æfiloka. Eymundur og kona hans eign- uðust 16 böm. Þar af lifa nú þessi. Sigríður bústýra í Lækjar- nesi, 2. Bjöm bóndi og hafnsögu- maður í Lækjamesi, 3. Lovísa kona Bjöms Jónssonar oddvita í Dilksnesi, 4. Ingvar Isdal, raf- magnsfræðingur í Reykjavík, 5. Ásmundur, 6. Stefán, báðir í Vesturheimi og 7. Sigurður bú- andi á Höfn, og kippir þeim öllum í kynið með gáfur og mannkosti. Eymundur sál. var bráðgáfað- ur, bókhneigður minnugur og fróður, og mjög vel hagmæltur. Um langt skeið stundaði hann smáskamtalækningar, og oft hjálpaði hann konum í bams- nauð. Þá var ekki læknir nær en á, Eskifirði. Eymundur sál. lagði alt á gjörva hönd, hann var jám- smiður, húsasmiður, skipasmiður, og fór alt ágæta vel úr hendi. Sjósóknai’i og veiðimaður var hann með afbrigðum, var for- maður mörg ár við Homafjörð og farnaðist vel. 21. tbl. Eym. sál. var mikill hugsjóna- maður og brautryðjandi á ýms- um sviðum. Hann átti mestan þátt í að siglingar hófust á Hornafjörð um 1880. Var hann leiðsögumaður skipa þar æ síðan þar til hann fluttist til Vestur- heims. Áhugi hans beindist mjög að því, að losa um verslunar- böndin, og stuðla að því að bænd- ur hefðu sjálfir samvinnu um verslun, átti hann mikinn þátt í verslunarsamtökum er gjörð voru í sýslunni 1895, og var í stjórn þess félags, sem skifti við stór- verslun O. Wathne á Seyðisfirði. í sjálfstæðisbaráttu þjóðariim- ar fylgdi Eym. þeim sem lengst vildu ganga. Hann hafði mikinn áhuga fyrir því, að ísland mætti losna með öllu undan erlendum yfirráðum. Hann fagnaði sáttmál- anum frá 1918, sem síðasta spor- inu að því marki, en illa leist honum á að ísland færi langt á skuldabrautinni við útlönd. Hann var þjóðlegur mjög, og vildi að íslendingar legðu meiri rækt við merkisstaði sína en þeir gera. — Síðasta sem hann talaði við mig í vetur var um færslu þingsins til ÞingvaUa, lagði hann mikla áherslu á að flytja það burt úr Reykjavík. Á fullveldisdaginn 1. des. síðastl. orti hann nokkrar vísur, þar í er þetta: pingið buit úr Vík með vald verður strax að fara. pótt það kosti þjóðargjald, það má ekki spara. Á þingvöllum skal þingið háð — þar er helgistaður —, eins og Geitskór gaf til ráð, glöggskygnasti maður. þá skal batna þjóðarráð. þingið mun það sýna, er það hefir næði náð að nota krafta sína. Eym. sál. var lundlðttur og skemtinn í viðræðu, og hafði ætíð ýmsar skemtilegar sögur á hraðbergi. Hann var höfðingi í lund og svo hjálpsamur að hann vildi leysa hvers manns vandræði, og vora þau hjón samhent í því, eins og öðru. Starf Eymundar sál. var langt og merkilegt, og munu sýslubúar hans lengi minnast, sem eins af sínum ágætustu félögum. Þorleifur Jónsson. J ■.o------ Alþingi Samþykt frumvörp. 23. Frv. um viðauka við hafn- arlög fyrir Vestmannaeyjar. 24. Frv. um afnám kennara- stóls í klassiskum fræðum við Háskóla íslands. 25. Frv. um breyting á 1. um samþyktir um akfæra sýslu- og hreppavegi. 26. Frv. um sölu á prestssetr- inu Hesti í ögurþingum. 27. Frv. um friðun hreindýra. 28. Frv. um viðauka við 1. um veð. 29. Frv. um breyting á 1. um fræðslu baraa. 30. Frv. um breyting á 1. um einkasölu áfengis. ----o—.—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.